Lögberg - 03.01.1929, Blaðsíða 8

Lögberg - 03.01.1929, Blaðsíða 8
Bls. 8. LÖGBERG FIMTUDAGINN 27. DESEMBER 1928. Robinllood FLOUR Þœr sem bezt kunna að gera 7 brauð, fá altaf verðlaun á sýn- ingum í Vestur-Canada og hér- aðssýningum ef þœr nota Rob- in Hood hveiti. Mr. John Thorsteinsson, Wyn- yard, Sask., sýnir kvikmyndina Ben Hur á eftirfylgjandi stöðum og tíma: Lundar, föstudag og laugardag, 11. og 12. janúar; Riv- erton, mánudag 14., Hnausa þriðju dag 15., Arnesi, miðvikudag 16., Gimli, fimtudag 17. og Árborg, föstudag og laugardag, 18. og 19. janúar. — Þetta verður nánara auglýst í næsta blaði. Mr. Stefán Johnson frá Hallson, N. Dak., kom til borgarinnar fyrir jólin og dvaldi hér fram yfir há- tíðina. Á föstudaginn í vikunni sem leið, brá Mr. Johnson sér norður til Lundar í kynnisför til bræðra sinna, er þar eiga heima. Þau Mr. og Mrs. W. Jóhanns- son, komu til borgarinnar seinni part vikunnar sem leið, úr brúð- kaupsför sinni suður um Banda- ríki. Höfðu þau ferðast í alt nokk- uð á sjöunda þúsund mílna. Heim- ili ungu hjónanna er að Ste. 20 Cavell Apts. Mrs. P. B. Guttormsson, lagði af '.að síðastliðinn föstudag, ásamt syni þeirra hjóna norður til Flin Flon námuhéraðanna í Manitoba. þar sem maður hennar stundai lækningar. Á aðfangadag jóla, andaðist að heimili sínu í Winnipeg, Mrs. Sus- an Ashdown, ekkja James H. Ahdowns, hins alþekta og auðuga kaupmanns og fyrrum borgar- stjóra í Winnipeg. Hún var fædd í Ontario fylki árið 1860, en kom til Winnipeg 1868 og átti því hér heima í full 60 ár. Mrs. Ashdown þótti góð kona og yfirlætislaus, þrátt fyrir sinn mikla auð. Hún var mikil trúkona og studdi jafn- an örugglega kirkju sína og auk þess ýmsar líknarstofnanir. GJAFIR til Jóns Bjarnasonar skóla. 0. Anderson, Baldur .... $ 5.00 Sig. Antóníusson, Baldur .... 10.00 S. A. Sigvaldason, Ivanhoe Minn.................. 5.00 Vinsamlega þakkað fyrir þessar gjafir. S. W. Melsted, gjaldk. Þeir hér vestra, sem unna sögu- legum og óbrjáluðum kristindómi, ættu að gerast kaupendur að hinu ágæta og stefnufasta blaði S. Á. Gíslasonar í Reykjavík, “Bjarma.” Verðið er $1.50 um árið, 32 blöð, og einn eldri árgangur eða tvö kristileg smárit gefin nýjum kaup- endum. S. Sigurjónsson að 724 Beverley St., Winnipeg, hefir út- sölu í Winnipeg og annars staðar hér í landi, þar sem engir aðrir umboðsmenn blaðsins eru. Herra Jón H. Johnson, frá Los Angeles, Cal., er hér í borginni um þessar mundir. Hann flytur erindi í efri Good Templara saln- um, Sargent og McGee st., á fimtu- dagskveldið í þessari viku (þann 3. þ.m.), um sálræn efni og annars heims líf. Aðgangur ókeypis. All- ir velkomnir. B. L. Baldwinson stýrir fundinum. Þann 21. desember síðastlið- inn, andaðist Mrs. Solveig Han- nesson, kona John M. Hannesson- ar í Selkirk, Man., því nær sextíu og eins árs að aldri. Jarðarförin fór fram í Brookside grafreitnum þann 26. s. m. Séra Jónas A. Sig- urðon jarðöng. Hin framliða var mesta sæmdar og gáfukona. Hún lætur eftir sig eiginmann og börn á lífi, og þeirra meðal Dr. Hann- esson, sem nú er búsettur í Lund- únum á Englandi. General Motors of Canada, Ltd., er stöðugt að umbæta sína afar vinsælu Chevrolet bíla, og verða þessa árs bílar bæði rúmbetri og enn fallegri og að ýmsu öðru leyti fullkomnari, heldur en þeir hafa nokkru sinni áður verið. Þessir nýju bílar, sem nú eru að koma á markaðinn, eru enn fallegri og fullkomnari á ýmsan hátt, heldur en hinir ágætu “Bigger and Bett- er” Chevrolet bílar 1928, og er þá mikið sagt. ROYAL BANK OF CANADA Á öðrum stað í blaðinu birtir bankinn ársskýrslu sína. Sýnir hún meðal annars, að eignir bank- ans hafa stórkostelga aukist á ár- inu og meira en dæmi eru tíl um nokkurn annan banka í landinu, alt til þessa. Eru nú allar eignir bankans virtar á $909,395,884. — 'Bankinn hefir á þessu síðasta fjárhagsári, sem endaði 30. nóv- ember, 1928, gert miklu meiri við- skifti heldur en nokkru sinni fyr, og hefir ágóðinn því eðlilega orð- ið miklu meiri. Royal bankinn er ein af voldugustu og tryggustu peningastofnunum í landinu, og þeim fer stöðugt stórkostlega fjölgandi, sem viðskifti eiga við þann banka. ‘Geysir”, íslenzka bakaríið, 724 Sargent Ave., talsími 37 476. — Tvíbökur seldar nú á 20c. pundið þegar tekin eru 20 pund eða meira Kringlur á 16 cent. Pantanir frá löndum mínum úti á landi fá fljóta og góða afgreiðslu. G. P. Thordarson. Rose Leikhúsið. “The Branded Man’, kvikmynd- in, sem Rose leikhúsið hefir að sýna síðustu þrjá dagana af þess- ari viku, er sérstaklega skemtileg og mun þeim, sem leikhúsið sækja þykja gaman af að sjá hana. Að- al leikendurnir eru Charles De- laney og June Marlowe, og einnig Gordon Griffith, George Riley, Andy Clyde, Erin LaBissoniere og Lucy Beaumon o. fl. Fyrstu þrjá dagana af næstu viku hefir leikhúsið einnig á- gætar myndir að sýna, eins og sjá má af auglýsingunni á öðrum stað í blaðinu. TIL HALLGRÍMSKIRKJU. Mrs. E. Stefánsson, Wpg... $1.00 Sig. Ingimundarson, Wpg—.. 2.00 Mrs. V. Thorsteinsson, Lund- ar, Man................. 5.00 Áður auglýst........ 511.10 Alls nú $519.10 E. P. J. “COURT ISAFOLD” I.O.F. heldur ársfund sinn næsta föstu- dagskvöld 4. jan., í Jóns Bjarna- sonar skóla. Þar fara fram kosn- ingar embættismanna og ársreikn- ingar verða lagðir fram. Skorað er á meðlimi að sækja fundinn. Mr. F. iStephenson, framkvæmd- arstjóri Columbia Press félagsins, og frú hans, fóru rétt fyrir jólin til New York til að heimsækja son sinn, Mr. Harold Stephenson, B.A., sem þar á heima. Þau eru vænt- anleg heim um næstu helgi. Mr. og Mrs. Sveinn Johnson frá iSaskatoon, og börn þeirra, hafa verið stödd í borginni nokkra und- anfarna daga, að ehimsækja vini og frændur. Magnús Kristjánsson ráðherra, andaðist í Kaupmannahöfn á laug- ardagsmorguninn hinn 8. desem- ber. Hann fór til Kaupmanna- hafnar í haust til að leita sér lækninga við innvortis meini og var þar gerður á honum holskurð- ur og dó hann skömmu síðar. — Þessi fregn barst blaðinu svo seint, að ekki er tækifæri til að geta ráðherrans frekar að þessu sinni. Jón skáld Runólfsson á ein sex bréf að 724 Beverley stræti. Frá Islandi. Reykjavík, 8. des. 1928. Um mánaðamótin brann á Akur- eyri hús Jóns Geirssonar stud med. (vígslubiskups Sæmundsouar). — Fólk bjargaðist við illan leik úr eldinum, það sem heima var, en húsmunir brunnu og munu hafa verið óvátrygðir.1 Skömmu fyrir mánaðamótin síðustu kom sýslunefnd Rangæ- inga saman til að ræða um skóla- málin. Kom þar fram tillaga um að Rangæingar legðu fé til Langa- vatnsskólans, en var feld. Einnig var feld tillaga um að leita sam- vinnu við Vestur-Skaftafellinga um skólamálin. Sýslunefnd lýsti því yfir, að með stofnun Laugavatnsskólana liti hún svo á, að slitið væri öllu skólasambandi milli Árnes- og Rangárvallasýslu, en skoraði á Al- þingi að setja heimildarlög um starfrækslp skóla með þeim hætti, að nemendur fengju skólavist fyr- ir skyldúvinnu. Loks var samþykt að sýslan stofnaði sjóð til skólans í Rangárþingi og er stofnféð 1000 krónur. Mikill áhugi er vaknaður fyrir Fjarðarheiðarveginum á Austur- Iandi. Var haldipn fundur um málið á Seyðistóði á sunnudag- inn var og samþykt svohljóðandi tillaga: Borgarafundur skorar á bæjar- stjórn kaupstaðarins, að beita sér fyir því við ríkisstjórnina að hún taki upp á næstu fjárlögum að minsta kosti 50 'þús. króna fjár- veitingu til Fjarðarheiðarvegs og skora um leið á næsta þing að samþykkja þá fjárveitingu og þingmann kjördæmisins að fram- fylgja þessu eftir við stjórn og þing. Enn fremur skorar fundurinn á bæjarstjórnina, að hún leggi til Fjarðarheiðarvegarins alt að 40 þús. kr. i eitt skifti fyrir öll, sem útvegað yrði með lántöku með sem allra hagfeldustum kjörum. Verkamenn eru klofnir í mál- inu, vilja sumir ekki að bærinn Ieggi frafn fé til vegarins. Afmæli fullveldisdagsins fór að þessu sinni fram með mikilli við- höfn. Veður var þó mjög óhag- stætt, rigning og dimt yfir. Stú- dentar gengu að þinghúsinu, og forsætisráðherra flutti ræðu af svölum þinghúsin. í báðum kvik- myndahúsum bæjarins voru skemt- anir haldnar að tilhlutun stúd- enta, ræður haldnar, upplestur, söngur og hljóðfærasláttur. Samsæti var um kvöldið á Hótel ísland. Töluðu þar auk formanns- ins, Thor Thors lögfræðings, full- BJÖRG FREDERICKSON Teacher of Piano Ste 8, Acadia Apts. Victor St. Telephone: 30 154 trúar stjórnmála flokkanna, Jón Þorláksson fyrir hönd íhalds- flokksins, Benedikt Sveinsson fyr- ir hönd Framóknar, Sigurður Eggerz fyrir hönd frjálslynda flokksins og Jón Baldvinsson fyr- ir hönd jafnaðarm. Sendiherra Dana, Fontenay fyrir minni ís- lands, og Klemens Jónsson fyrir minni konungs. Síðan var dans stiginn. Annan dansleik héldu stú- dentar i Iðnó. Víða um land hefir afmæli full- veldisins verið hátíðlegt haldið og er gott til þess að vita, að menn muna eftir þessum mesta merkis- degi í einni tima sögu fslands. — Vörður. Karlakór K. F. U. M. söng í gær- kveldi í Gamla Bíó í fyrsta skifti á vetrinum. Aðsókn var hin bezta og viðtökur ágætar. Söngflokkur þessi er orðinn mjöf samfeldur og ber meðferð allra hlutverkanna vott um staka vandvirkni söng- stjórans og natni. Þar er ekkert óhugsað, hvergi “slumpað’ á neitt, alt slétt og felt svo hvergi steitir á steini. Það er mikil birta og öryggi yfir öllum söngnum. Ein- söngvarar voru Jón Guðmundsson og Óskar Norðmann og tókst báð- um vel. Um bæjarfógetaembættið í Nes- kaupstað í Norðfirði hafa sótt Kristinn Ólafsson bæjarstjóri í Vestmannaeyjum og Jón Hall- varðsson cand. jur. Um lögmannsembættið í Reykja- vík hafa sótt Magnús Guðmunds- son hrm. og Dr. Björn Þórðarson. Um lögreglustjóraembættið í Reykjavík hefir sótt Hermann Jónasson fulltrúi bæjarfógeta. — Fór hann utan í suma’r til þess að kynna sér lögreglustjórn. Vitar íslands heitir bók, sem vitamálastjóri hefir samið og gef- ið út í minningu þess, að fyrsta desember voru liðin fimmtíu ár frá því kveikt var á fyrsta vitan- um hér á landi, Reykjanesvitan- um. Var hann um langt árabil eini vitinn hér við land. En nú er svo komið vitakerfinu, að óvíða eru miklar gloppur í það þó mikið vanti á það að við stöndum jafn- fætis þeim þjóðum, sem bezt hafa vitaðar strendur sínar. — Bók þessi er mjög fróðleg og eiguleg. Pappír og prentun er í bezta lagi. — Vörður. ROSE THEATRE Sargent and Arlington Fallegasta leikhúsið í vest- urhluta borgarinnar, Fimtud. Föstud. Laugard. þessa viku Tvöföld sýning ‘Adventure Mad’ sem er reglulegur feluleikur og heldur athygli fólks Einnig er sýnt ‘The Branded Man’ ..þar sem Charles Delaney leikur aðal hlutverkið. “Yellow Cameo Nr. 3” Mánud. Þriðjud. Miðv.dag næstu viku Aftur tvölföld sýning John Gilbert í leiknum “ST. ELMO” og Lya de( Putti í leiknum “BUCK PRIVATES” Tvær verulega góðar myndir. Gaman. Fréttir Eggert Stefánsson er nú í París og hefir oft sungið þar í útvarp. Ný, falleg bók um Island. eftir Daniel Bruun. Enginn útlendingur hefir ferð- ast jafn mikið um ísland sem Daniel Bruun höfuðsmaður. Hann kom hingað fyrst sumarið 1896, og hefir síðan ferðast hér mörg 3um- ur, seinast 1923. Hann hefir fai’- ið um flestar bygðir landsins og nær alla fjallvegi, bæði forna og nýja. Nú hefir hann gefið út stóra bók um árangurinn af öllum ferð- um sínum. Hún heitir “Fortids- minder og Nudtidshjem paa Is- land”, eins og fyrsta bókin, er hann ritaði um ferð sína 1896. Að mestu leyti er þetta þó ný bók, enda er hún rúmlega helmingi stærri og með mörg hundruð myndum. Það sem er tekið upp úr fyrstu bókinni er alt enhurbætt. Má með sanni segja, að bók þessi er ein af hin- um beztu ritum, sem út hafa kom- ið um ísland. Höfundurinn teikn- ar prýðilega vel, og hann hefir dregið upp margar myndir af illlll The Trend Is To The “DOMINION” The consistent annual increase in our enrol- ment during the nineteen years of our history, has been the outstanding feature of commercial education in Winnipeg. m It pays to attend a good school NEW TERM Wednesday January 2nd Dominion Business Gollege CTheMall. WlNNIPEG. Enroll Monday Day and Evening Classes ENROLL THURSDAY EVENING FOR NIGHT SCHOOL BRANCHES ELMWOOD 210 Hespeler Ave. ST. JAMES 1751 Portage Ave. llll8!l!llllllli:i!lllllllll!IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII Individual Instruction at the I “DOMINION” The Dominion Business | College and its branches are equipped to render f 1 a complete service in y 1 Business Education. Wonderland Theatre Continuous Daily 2 1 I p.m. Saturday snow starts I p.m. Fimtud., Föstu- og Laugardag, þessa viku WILLIAM HAINES ....... í leiknum “TELLING THE WORLD” Gaman og Tartan the Mighty MÁNUD. ÞRIDJUD. MIDVIKUD. 7. 8. og 9. jan. JOHN GILBERT í leiknum “THE COSSACKS” Gaman og Framhaldsleikur. Telef. 87 025 merkum sögustöðum og fríðum sveitum, húsum og mörgu öðru, sem prentaðar eru í bókinni. Auk þess eru þar margar myndir eftir ljósmyndum. Bók þessi er vel rituð, ljós og víða gagnorð. Höfundur lýsir ekki aðeins fornleifum og sögustöðum, -heldur og ýmsum lifnaðarháttum manna nú á dögum, húsum, bún- aði og ýmsu öðru. Bók þessi hef- ir því ævarandi gildi, eins og ferðabækur þeirra Eggerts og Bjarna og Þorvaldar Thoroddsens. Þeir, sem lesa þesas nýju 'bók Daniels Bruuns og hinar ágætu ferðamannabækur hans (Turist- ruter), fá mikla þekkingu á landi voru og lifnaðarháttum. Mynd- irnar í ibókum þessum eru svo góð- ar, að það er eins og menn sjái landið. Hin nýja bók Daniels Bruuns kostar 12 kr. danskar. Hún er á- gæt gjöf við hátíðleg tækifæri. — F;æst í bókaverzlun Snæbjarnar Jónssonar. B. Th. M. —Lögrétta. Stofnað 1882 Löggilt 1914 D D. Wood & Sons, Ltd. KOLAKAUPMENN Vér þorum að hætta mannorði voru og velgengni á viðskiftin. SOURIS — DRUMHELLER FOOTHILIvS — SAUNDERS CREEK POCAHONTAS — STEINKOL Koppers, Solway eða Ford Kók Allar tegundir eldiviðar. Not - Gæði - Sparnaður Þetta þrent hafið þér upp úr því að skifta við oss. SÍMI: 87 308 Ross Ave. and Arlington St. Vér færum yður kolin hvenær sem þér viljið. ......... .—111 Royal Grain Inquiry Commission 1928 TILKYNNING er hér með gefin um það, að nefnd þessi held- ur fundi í Saskatchewan á þeim stöðum og tímum er hér segir: Dagur: Staður: Tími: Janúar 8, 9, 10, 11 Saskatoon 10 f. h. Janúar 14 Davidson 10 f. h. Januúar 17, 18, 19 Regina 10 f. h. Janúar 23, 24 25 Moose Jaw 10 f. h. Janúar 28 Weyburn 1 e. h. Janúar 30' Carnduff 1 e. h. Febrúar 1 Estevan 10 f. h. Febrúar 5 Gravelbourg 10 f. h. Febrúar 7 Assiniboia 2 e. h. Febrúar 12 Wadena 10 f. h. Febrúar 13 Humboldt 2 e. h. Febrúar 16 1 Kindersley 9.30 f. h. Febrúar 18 Roseown 10 f. h. Febrúar 20 Kerrobert 10 f. h. Febrúar 22 Unity 10 f. h. Febrúar 25 Wolseley 1 e. h. Hverjum þeim, sem hefir ar að gefa nefndinni, sem gæðum, blöndun eða sölu einhverjum iþessum fundi. Regina, 2. janúar 1929. einhverja bendingu eða upplýsing- að gagni megi verða viðvíkjandi korntegunda, er boðið að mæta á F. H. AULD, Secretary. A Strong, Reliahle Business School UPWARD OF 2000 ICELANDIC STUDENTS HAVE ATTENDED THIS COLLEGE SINCE 1909. The Success College, of Winnipeg, is a strong, reliable school—its superior service has resulted in its annual enrollment greatly exceeding the yearly attendance of all other Business Colleges in the whole Province of Manitoba. Open all the year. Enroll at any time. Write for free prospectus. BUSINESS COLLEGE, Limited 385 y2 Portage Ave. — Winnipeg, Man.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.