Lögberg - 10.01.1929, Blaðsíða 2

Lögberg - 10.01.1929, Blaðsíða 2
Bls. 2. / LÖGBERG FIMTUDAGINN 10. JANÚAR 1929. Af Fljótdalshéraði. Tíðarfarið hefir verið einmuna gott, það sem af er vetri þessum, svo og á alt haust. Hér er ekki hægt að kalla að hafi gránað nema einu sinni í rót enn þá, en talsvert úrfellasamt hefir >þó verið all- langan tíma undanfarið. Frost gerði talsvert um veturnætur og hefir jörð verið frosin síðan, þótt o/t hafi rignt. Nú 26. nóv. er 5 stiga frost og að manni finst stál- köld norðvestan gola. Þetta er | pó mætti ef til vill gera þær und suðtír til Reykjavíkur til þess að hneigðist mjög að öllum þeim byrja störf í póstgangnanefndinni, sem stjórninni hefir þóknast að setja á laggirnar til þess að und- irbúa fyrir sig stjórnarfrumvarp. Það er mála sannast, að þess var hin mesta þörf að koma póstgöng- unum í betra og haganlegra horf. Einkum var það óþolandi er þeim var breytt til hins lakara í fyrra. Sjálfsagt verða menn ekki ánægð- ir hér um slóðir, ef þeir fá ekki póst tvisvar í mánuði, eða hafa sjaldnar samband við Reykjavík. sjálfsagt kaldasta veðrið, sem enn þá hefir komið. Sumarið var kalt mjög, einkum framan af, og þurviðrasamt með afbrigðum. Gras spratt mjög seint vegna kuldanna, og þurka, en sumstaðar urðu þó sæmilegar slægjur að siðustu. Víða, einkum , um Mið-Hérað, varð spretta mjög rýr, einkum á útjörð. Var þar ekkert hægt að heyja á sinulaus-.; um engjum. Helzt var rubbað upp j einhverju sinurusli í óræktar mýrum, sem aldrei eru slegnar, anþágur með janúar, að þá létu menn sér nægja einn póst. Annars finst mér ekki við það unandi, ef póstar ganga ekki tvisvar um Fljótsdalshérað í mánuði hverjum eftirleiðis. Eg vil líka vænta hins bezta af nefndinni, og þinginu í þessu efni. Hitt finst mér óhætt segja, að hér sýnist stjórnin j sjálf hefði getað undirúið þetta 1 mál fyrir þing. Svo eru þeir marg- | ir starfsmennirnir á stjórnar- skrifstofunum, að svo sýnist, sem |stjórnin hefði getað fengið þar menn til þess að undirbúa frum- nema begar neyðin rekur til þess. i , , p varp um þetta 1 samraði og sam- Hér um slóðir hefir ekki komið1 annað eins grasleysi síðan 1918. þá var jörð öll dauðkalin. — Á Finnsstaðanesi er eitthvert bezta cg vissasta engi hér um slóðir. Þar fengust í sumar 15 hestar af spildu, sem 50 hestar fengust af í fyrra og 60 hestar í hitteð fyrra. 29 hestar komu þar af annari spildu, sem þó var í sinu, en þar hafa jafnan fengist nokkuð á annað hundrað hestar af heyi. Heyfengur varð víða mjög lítill og illur af sinu og leir. Mun víða muna fjórða part frá meðalári, og sumstaðar meira. Hausttíðin góða bætti þó mikið úr, þar sem engjar voru til að stunda heyskap fram eftir. Uppskera úr görðum mun hafa verið í betra lagi víðast hvar, nema þar sem garðar eru mjög sendnir og brattir, þar eyðilagði þurkurinn grasið mjög snemma. Annars féll jarðeplagras mjög seint vegna hinnar ágætú haust- veðráttu, og bætti það upp hvað seint þokaðist áfram í vor. Rétt er að geta þess, að hinar svoköll- uðu “Eyvindar kartöflur’’ hafa komið austur hér, og hafa víðast reynst illa. Sumstaðar hafa þær blátt áfram þrifist ver, en þær heimaöldu. En allstaðar þykja þær stórum verri til matar. Þær eru mjög vatnsmiklar og bragð- slæmar, einkum séu þær ræktaðar í moldargörðum. Þá eru þær helzt óætar. Úr sandi má vel borða þær. Þá finst mér þær mjög áþekkar hérlendum jarðeplum, sem ræktuð eru í mold. Páll Hermannsson alþingismaðúr á Eiðum líkti þeim við að éta gor- kúlur, ef ræktaðar væru í mold- argarði. Mér reyndist í sumar, að þær gefa 15 prct meiri uppskeru, og þykir mér rétt að hafa ofurlítið af þeim með, þar sem þær eru bráðþroskaðri og harðgerðara og sterkara á þeim grasið, svo þær mundu gefa talsvert meiri upp- skeru en hinar þegar í harðbakka slæi, og gras félli snemma. Sauðfé var með vænna móti til frálags í haust, og sumstaðar í lang vænsta lagi. Kom það sér vel, því lambalógun var mjög mik- il vegna fóðurskorts. Mælt er, að Jón Pálsson dýra- læknir á Reyðarfirði hafi rann- sakað lungun í flestu fé, sem slatrað var í Kaupfélagi Héraðs- búa í haust. Fundust víst lungna- ormar í einhverju af fé frá hverj- um bæ. Virtist svo, að á flestum bæjum hefði helmingur lambanna orm i lungum. Annars er eg ekki þessum rannsóknum svo kunnug- ur, að eg gefi sagt um niðurstöð- ur. En vel er að þær eru gerðar, og svo tilraunir sem dýralæknir- mn gerði með lækningar á lömb- um áður en þeim var lógað, svo hægt væri að gera sér í hugar- lund hvern árangur þær bæru í L? af frepa orminn « lungunum. Dyralæknirinn birtir að sjálf- sogðu einhversstaðar skýrslu yfir Þessar tilraunir allar, og mun hún froðleg verða fjáreigendum. Ofurh'tið hefir kjötverðið hækk- að her siðan í fyrra, og enda gær- Ur !íka■ Má nú kalla sæmilegt verð áþeim, en kjötið þarf að þok- ast betur aipp, svo viðunandi verði. Mælt er að saltkjötið hafi þokast eitthvað upp í haust, enda ® 8V° að vera halda áfram eftir því, sem hægt er að senda meira út frosið. vinnu við póstmeistara. Lög þessi fjallar svo þingið um, en þar er einn maður eða tveir úr hverri sýslu, vo þeir gátu sniðið af galla sem á yrðu fyrir sakir ókunnug- leika. Stjórnin mun heldur enga heimild hafa til þess að skipa nefnd þessa í starf á ríkiskostn- að. Hún telur það sjálfsagt smá- muni eina samanborið við margar aðrar gerðir sínar, og veit að flokkurinn hennar og litli bróðir leggur blessun sína yfir alt. Mislingar hafa borist að Eiðum. Hefir kensla að mestu fallið nið- ! ur síðastliðinn hálfan mánuð. Nú eru víst allir að komast þar á fæt- ar aftur. Um 30 nemenda munu hafa veikst, engir hafa farið mjög illa út úr mislingunum þar. Veik in hefir breiðst talsvert út frá Eið- um og Seyðisfirði, og er víst í öllum hreppum Út-Héraðs, en eng- ir dáið enn sem komið er. Lítið er hann reyndur. hér enn eða þektur, nýi skólastjórinn, séra Jakob Kristinsson á Eiðum, en að góðu það sem er; ýmsir gera sér góðar vonir um hann og álíta happ mikið fyrir Héraðð, að fá slíkan mann. Ritað í nóv. 1928. Vörður. V. G. Nú er Björn á Rangá á förum Giovanni Papini. Hann er ítalskur mentamaður, og heimsfrægt skáld, einkum fyr- ir hina miklu bók sína “Æfisaga Krists”, er mikla eftirtekt hefir vakið um víða veröld. — Sögu þessa hefir hr. Þorteinn Gíslason þýtt og gefið út í blaði sínu “Lög- réttu” og síðan í bókarformi. — Um ritsnilling þenna ritar Þ. G. all-ítarlega í Lögr. frá 14. nóv. s.l. og leyfum vér oss að birta þá grein hér á eftir, til fróðleiks og ánægju lesendum Lögbergs, því æfisaga manns þessa er mjog eftirtektar- verð á marga vegu. — Grein Þ. G. hljóðar svo: ítalskar nútímabókmentir eru hér lítið þektár. D’Annunzio þekkja ýmsir að nafninu til eða hafa lesið eitthvað af erlendum þýðingum á ritum hans, og eftir Pirandello hefir verið leikið hér eitt rit. Það er alt og sumt. Og þýðingar á nýítölskum bókment- um hafa svo að segja ekki sézt hér fyr en Æfisaga Krists eða Storia di Christo eftir Papini fór að koma í Lögréttu og er nú kom- in í bók, í þýðingu eftir Þorstein Gíslason. Þetta er ein af þeim bókum, sem hvað mesta athygli hefir vakið í suðrænum bókment- um síðustu ára og hefir verið þýdd á mörg mál. En höfundurinn, Giovanni Papini, var orðinn fræg- ur maður heima fyrir löngu áður en hún kom út og var einhver að- sópsmesti maður í andlegu lífi ít- ala. Margir lésendur Lögréttu hafa fylgst með í því riti hans, sem þýtt hefir verið í blaðinu (og geta nú eignast það sérstakt í vandaðri bók fjn*ir lágt verð), svo að ekki þarf að rekja það frekar. Hinsvegar hefir þetta rit orðið til þess, að ýmsir vilja vita deili á höfundinum sjálfum og verður því hér sagt nokkuð af honum og störfum hans. Papini er enn maður á bezta aldri, fæddur í Florenz 6. janúar 1881. Hann hneigðist snemma að ritstörfum, heimspeki og skáld- skap, eða réttara sagt, hann fræðum, sem hann fékk hönd a fest, hann las ókjörin öll, en naut lítillar tilsagnar, því hann var fá- tækra manna. Hann ætlaði að svelgja í sig alla mannlega þekk- ingu og hann ætlaði að umturna öllum heiminum. — Smámsaman lærðist honúm að hemja betur námsgirni sína og fróðleiksþorsta. Svo fór hann að skrifa um helztu áhugamál sín og varð mesta ham- hleypa við ritstörf, en ekki við eina fjöl feldur. Hann var síleit- andi að nýjum sannleik, nýjum verðmætum, réðst miskunnarlaust á menn og málefni og var mjög ó- feiminn við það að viðurkenna skoðanaskifti sín, er hann þóttist hafa öðlast nýja vizku. Hann var aðsópsmikill og oft nokkur há- vaðamaður, en alt af einlægur og hressandi. Hann gaf út tvö tíma- rit (Leonardo og Lacerba), sem sem höfðu mikil áhrif og var um skeið einn af helztu starfsmönnum tímaritsins La Voce, sem margir beztu menn yngri kynslóðarinnar söfnuðust um árin fyrir heims- styrjöldina. Hann orkti sögur og kvæði og skrifaði um bókmentir, heimspeki og trúmál (t. d. bók um Carducci og Cento pagina di po- esia og Parole e sangue og ádeilu- ritið Strongature). Hann varð á skömmum tíma einn af þeim, sem mest var dáðst að og mest var þráttað um. En um þessar mund- ir var mikil ólga í ítölsku þjóðlifi og stóð styr um menn eins og Cro- ce og Gentile og Marinetti, forvíg- ismann futurismans, o. fl. Þessi ólga náði svo hámarki sínu, póli- tískt séð, í fascistabyltingunni og einræði Mussolinis, hvað sem úr því verður. Það var einhvern tíma í deilum dagsins á þessum árum, að einn helzti gagnrýnandi ítala komst svo að orði um Papini, að hann væri “búinn að vera”, búinn að kollhlaupa sig of oft og búinn að skrifa sitt bezta. Papini gramd- ist. Hann dró sig um skeið út úr skarkala lífsins og prófaði sjálf- an sig og kom svo aftur með bók- ina um manninn, sem er búinn að vera — “Un uimo finito”, bersög- ula lýsingu á lífi sjálfs sín, brenn- andi játningu á skoðunum sínum, stolta sjálfsvörn og fnæsandi skæting til allra þeirra, sem létu sér detta í hug þá fjarstæðu, að hann væri búinn að vera. Því fór líka fjarri. Margir ítalir telja þetta beztu bók hans, ekki sízt þeir, sem lítið er um síðasta “snúning” hans, þann sem seinna kom fram í Æfisögu Krists, bék þeirri, sem gerði hann heimsfræg- an. Þess má þó sjá ýms merki í “Un uimo finito” hvert stefndi. Einn kafli í játningariti hans heitir baráttan fyrir hinu guð- dómlega. Hann segir frá því, að um eitt skeið fór hann að lesa Ágústínus, Pascal, Ignatius og “Fiorette’. Og það var ekki af einberri forvitni. Inst inni spratt það einnig af ólgandi þrá eftir því að trúa, af þögulli ósk um það, að vreða þátttakandi þeirr- ar dýrðlegu trúarreynslu, sem gefið hefir heiminum svo margt stórvirki og svo margar glæsileg- ar sálir frá Jesú til vorra daga. En úr þessu varð lítið þá. Hann fyltist örvæntingu og ógeði á öllu og öllum og efa um alt og alla. — í mér eru aðeins máttlausar ætl- anir, sagði hann, eg þjáist án þess að eiga rétt á nokkuru huggunar- orði. Eg er lítill Promeþeifur. sem ber gamm iðrunarinnar í brjóstinu, því hann kunni ekki annað með eldinn að gera, sem hann rændi, en að brenna sjálfan sig. Hann leitaði og leitaði og efaðist æ meira. — Eg get ekki látið mér nægja orð og yfirskin, sagði hann, ekki drengjavonir og kvennahjal. “Eg vil eina einustu ákveðna vissu, bara eina einustu óraskanlega trú. Eg vil einn ein- asta sannan sannleika, hversu lít- ill og vesæll sem hann er. En sannleika, sem lætur mig ná inn í insta eðli lífsins, sannleika, sem slöngvast sjálfkrafa inn í höfuðið og lætur ekki örla á neinum efa, með öðrum orðum, sannleika, sem er sannarleg þekking, fullkomin, ótvíræð og óræk þekking. Án slíks sannleika get eg ekki lifað lengur og ef enginn aumkvast yfir mig og ef enginn getur svarað mér, ætla eg að leita í dauðanum sælu hinnar fullkomnu upplýsingar eða hvíldar hins eilífa tilveruleysis.1 í ummælum eins og þessum sést j það sæmilega, hvað er að búa um sig í sálarástandi hans. En þótt hann tali um dauðann annað veif- ið, er hann enganveginn á því, þegar til á að taka, að deyja. — Eg get ekki dáið, eg vil ekki deyja, eg dey aldrei, sagir hann. En þið Islenzkir vitar. skuluð ekki álíta, að eg sé að halda í lífið, af því að eg sé hamingju- samur, ánægður og umkringtjur auði og allsnægtum. Eg er óham- ingjusamasti og vesælasti maður veraldarinnar, eg á hvorki kær- leika, auð né vini, eg er hvorki fagur né sterkur. Eg hefi sjald- an þekt gleði og sjaldan nautn. Eg hefi oft grátið, og eg hefi næstum því altaf þjáðst. Og samt vil eg ekki deyja. Eg vil umfram alt ekki deyja, eg vil lifa áfram, eg vil altaf lifa. Það stoðar ekki, prestur, að þú lofir mér öðru lífi í öðrum heimum, fegurra, rólegra, ljósara lífi. Eg trúi ekki á það. . . Svona hélt hann áfram að ef- ast, þrátt fyrir alla löngun sína til að trúa. — Eg er fullkominn ní- hilisti, sagði hann, fullkominn ef- unarmaður, fullkominn guðleys- ingi. Eg trúi engu. Eg held að erfitt sé að finna nokkurn annan mann, sem hefir lifað jafn ger- samlega til einskis. Eg hefi ekk- ert að missa. Og samt finn eg enn þá til mikillar lífslöngunar. Eg vil byrja lífið á ný. Eg vil finna nýj- ar ástæður til þess, að eg eigi að lifa. í mér er eitthvað öflugra en allir ósigrar. í sál minni er klett- ur, sem stenzt alla storma. Eg vilil afneita allri hugsanaleitandi fortíð minni. Eg vil, beina lífi mínu inn á nýjar leiöir. — Og Papini lýsir því svo, hvernig hann leitaði og áleit að hann hefði fundið hið nýja líf — í sveitinni heima hjá sér, í einföldum lifnað- arháttum, í þjóðlegum hugsunar- hætti og í rækt við líf og minn- ingu feðranna. Hann sökti sér niður í rit þjóðlegra öndvegishöf- unda, frá Danté og Machialvelli til Carducci og niður í náttúru lands síns, Toscana. — Meðan eg var á kafi í alþjóðlegri gjálfur- menningu, var eg stofulærður bæjarmaður. En það er árangurs- laust að ætla að gera mig að grísku goði eða norrænum jötni, ' segir hann eitt sinn, því eg er j Toskanskur sveitamaður og sann- ur maður aðeins þegar eg er það. En Papini lagðist samt ekki til hvíldar í þessari þjóðlegu sveita- sælu. Hún ein var ekki nóg. Enn átti hann eftir að stíga nýtt spor, það, sem vakti einna mesta undr- un, bæði hneyksli og aðdáun, af öllu því undrunarverða, sem hann hefir gert — hann gerðist trúað- ur kristinn maður. Hann hafði einu sinni sagt, að guð vildi ekki tala fyrir munn sinn, og að hann mundi aldrei skrifa helga bók. En svo fór, að nafn hans flaug víðast með “helgri bók”, Æfisögu Krists. Um þá bók hefir margt verið skrifað út um allan kristinn heim og um afstöðu Papini til kirkju og kristni. Er Papini í raun og veru sannkristinrt maður, auðmýktur undir ok krossins og fullur af anda fagnaðarerindisins, eða er þetta ný skáldagrilla, sem hefir gripið hann og komið honum til þess að skrifa skáldlegustu en lát- lausustu lífssögu Krists, er samin hefir verið á síðari árum? Það getur legið milli hluta. Kristnir menn af ýmsum kirkjudeildum og heiðnir eða hálfheiðnir fræðimenn i og rithöfundar hafa verið sam- mála um það, að bók Papinis væri eftirtektarverðasta Kristsbók nú- tímans, þótt sumir segi, að höf- undurinn sé ekki guðfræðingur að sama skapi sem hann er skáld. — Hann gerir heldur ekki kröfu til þess að vera guðfræðingur. Hann ætlast til þess, að það geri bókina aðgengilegri öllum almenningi, sem ekki vill fást við guðfræðileg efni, iþeim, sem halda, að guð- fræðin skyggi á Krist. Þess vegna hefir Æfisaga Krists náð tökum á mentuðu nýtízkufólki erlendis, að hún er “skrifuð af sindrandi mælsku skáldsins af guðs náð”, eins og einn ritskýrandi komst að orði. Bókina geta menn jafnt les- ið, hvo^-t menn eru kristnir eða ekki. Kristindómur hennar er ekki leiðinlegur, nöldrandi eða slepjulegur. “Þetta er karlmann- leg, herská og skynsamleg bók,” sagði norrænn rithöfundur um hana. Það getur vel verið, að Papini eigi enn eftir að umsnúast eitt- hvað, því hann er eins og hann segir sjálfur, skáld og umrótsmað- ur. En hvað sem um það er, þá verða bækurnar um Manninn, sem er búinn að vera, og Æfisaga Krists í helztu bóka röð frá um- brotaárum Evrópumenningarinnar kringum heimsstyrjöldina. Nú um áramótin er liðin hálf öld síSan farið var að starfrækja fyrsta vitann hér á landi. En það var Reykjanesvitinn, sem fyrst var kveikt á i. desember 1878. í öll þau rösk þúsund ár, sem siglingar höfðu þá verið stundaðar hér við land og milli landa var við engfin lciöarljós að styðjast héðan úr landi, svo að sögur fari af. Ann- arsstaðar er vita snemma getið í sögum og sögnum, s. s. í Uions- kviðu. "En einhver fyrsta áreiðan- leg vitneskja um vita, sem menn liafa, er um Pharoseyjarvitann egypska, sem reistur var árið 331 fyrir Krists hurð og stóð fram á 13. öld. Á Norðurlöndum var fyrsti vitinn reistur um 1202 á Skáni. Annars er miklu fyr getið vita í gömlum sögum og lögum og er þá átt við bál, sem kynt voru til þess að gefa til kynna hernaðar- hættu og liðsöfnun. Nú er orðiö viti eingöngu látið tákna ljósmerki til siglingaleiðbeininga. Og saga vitanna er nú sem sagt orðin hér hálfrar aldar saga og hefir þess verið minst með þvi, að gefið var út vandað rit urn vitana, samið af Th. Krabbe vitamálastjóra. * Vitarnir hafa haft mikið gildi fyrir siglingar og sjómensku og bjargað mörgum mannslífum og mörgum skipum og gert siglingar allar öruggari og áhættuminni en þær voru áður. Enn vantar að vísu nokkuð á það, að vitakerfið nái umhverfis alt landið og sumar eyðurnar eru bagalegar og á hættu- legurn stöðum og margt stendur enn til bóta. En samt er það mik- ið verk og merkilegt, sem unnið hefir verið með þvi að koma upp á 50 árum, eða öllu heldur síðan um aldamót, öllu vita- og sjómerkja- kerfi landsins. En frá því um alda- mót, eða síðan heimastjómin komst á, hafa flestir vitarnir verið reist- ir, þvi eftir að Reykjanesvitanum var komið upp var lítið aðhafst í tuttugu ár. * Það gekk ekki umyrðalaust að koma Reykjanesvitanum upp. Mál- inu var hreyft undir eins á fyrsta árinu eftir að fjárveitingavaldið var flutt heim hingað. Það voru þeir Halldór Kr. Friðriksson þing- maður Reykvíkinga og Snorri Páls- son þingm. Akureyringa, sem fyrst- ir hófu máls á vitabyggingu. Gekk síðan í alllöngu þjarki milli þings- ins og stjórnarvaldanna í Kaup- mannahöfn. í einu bréfi sínu sagði flotamálastjórnin danska m. a. að vitabygging á íslandi væri lítt nauð- synleg, því næturnar séu nægilega bjartar þann tíma ársins, sem sigl- ingum sé haldið uppi, eða frá miðj- um mars til 1. sept. en frá 1. des- ember til miðs mars séu venjulega engar siglingar við ísland vegna óveðurs! Að lokum komst þó vit- inn upp fyrir sameiginleg fram- lög danska ríkissjóðsins og lands- sjóðs Islands. Hann var reistur undir tjórn Rothe verkfræðings, en fyrsti vitavörðurinn var Ambjörn Ólafsson. Síðan var vitanum breytt og nýr viti reistur síðar. Seint gengu frekari framkvæmd- ir í vitamálunum, þótt lítilsháttar fjárveiting til þeirra stæði á fjárl. En einstakir menn höfðu áhuga á málunum og einn þeirra, Otto Wathne braust í þvi að koma sjálf- ur upp vita á Dalatanga og fékk einnig til þess styrk frá vitamála- stjórn Dana. í Engey var einnig allsnemma komið upp ljósvörðu, sem tendruð var, þegar póstskipa var von. Næstu vitarnir, sem komu sunnanlands, voru á Garðskaga og á Gróttu og var leifturviti, 12 metra hár, sá fyrsti hér á landi, reistur á fyrri staðnum 1897. Það ár var einnig reistur viti í Skugga- hverfinu í Reykjavík. Um alda- mótin fóru sjómenn og útgerðar- menn að leggja aukna ;4herslu á kröfurnar um fjölgun vita og fór nú vitunum að smáfjölga. í Akra- nesi og í Elliðaey vora vitar reist- ir 1902 fyrir forgöngu Hannesar Hafstein og L. H. Bjarnason. 1904 var fyrir tilmæli Hannesar Hafstein, skipuð nefnd fjögurra danskra sjóliðsforingja, til að gera tillögur um vitamálin og gerði hún ráð fyrir vitabyggingum fyrir 315 þús. kr. Árið 1906 var svo reist ur Stórhöfðavitinn í Vestmanna- eyjum, sem endufbættur var 1910. Upp úr þessu fer áhuginn á vita- málum að verða æ meiri og betra skipulag að komast á. Sýnir það nokkuð hvern hug menn höfðu á þessum málum, að á þingi 1907 hélt Þórhallur biskup og fleiri því fram, að ekki mætti minna vera, en að 100 þúsund krónur færu árlega til vitanna. Nú fer líka hver vita- byggingin að reka aðra, fyrst með- an Páll Halldórsson var umsjónar- maður Faxaflóavitanna, en eink- um eftir að Th. Krabbe varð um- sjónarmaður 1909 og síðan vita- mála>stjóri 1918. Árið 1908 kom Dalatangavitinn og Siglunesvitinn, 1910 stór gasviti í Dyrhólaey, 1911 Rifstangavitinn, nyrsti viti lands- ins, 1912 Vattarnesvitinn, 1913 vit- ar á Bjargtöngum, Kálfhamarsnesi, Skagatá og Flatey á Skjálfanda, 1915 í Grímsey, Malarhorni og á Hólmavílk, 1916 á Ingólfshöfða, 1917 á Malarrifi og í Bjarnarey, 1918 á Gerðatanga og á Akranesi og var notað í hann nýtísku gas- ljós. 1919 vora reistir vitar á Straumnesi (þar sem Goðafoss hafði strandað) og í Selvogi. 1920 voru reistir vitar í Súgandafirði, Arnarfirði og 3 vitar í Eyjafirði og 1921 var reistur Gjögurvitinni við Reykjarfjörð og Sandgerðis- vitinn og árið eftir voru reistir 9 vitar, en næstu 3 ár var ekkert fé veitt til vitabygginga, en þó voru reistir tveir vitar, Stafnesviti og Urðarviti 1925, en komu ekki í reiking fyr en 1926, en það ár voru aftur veittar 50 þús. kr. til vita- byggjnga og reistir 3 vitar við Breiðafjörð. Loks var svo í fyrra reistur Dyrhólavitinn og höfðu verið veittar til hans 160 þús. kr. og í sarríbandi við hann var á þessu ári settur nýr radioviti. I ár hef- ir einnig verið lögð út fyrsta ljós- baujan, á Valhúsgranni við Hafn- arfjörð. Það er þakkarvert og merkilegt verk, sem unnið hefir verið með stofnun allra þessara vita og við- haldi þeirra, af stjóm og þingi, vitamálastjóra og vitavörðum. Elsti vitavörður landsins er nú Þorvarður Einarsson á Gróttu, hefir verið þar siðan 1897. Sér- stakt skip er haft í ferðum milli vitanna til þess að flytja þeim nauðsynleg tæki og efni frá aSal- stöðinni í Reykjavík. Vitamálastjóri telur, að enn sé þörf mikilla ’bóta og nefnir t. d. að þörf sé landtökuvita með þoku- lúðri og radiovita fyrir Austurland og einnig 10—12 radiovita á út- nesjum og 8—10 góða siglingavita á útnesjum niorðan- og austanlands og marga þókulúðra, vita og ljós- og hljóðmerki innfjarða. Væntanlega tekst enn að auka og bæta vitakerfið, landinu til gagns og sóma. —Lögrétta 12. des. '28. Magnús Bjamason, bóksali, dáinn. Hann var fæddur á Hnappavöll- um í Öræfum á íslandi 10. dag desember 1839, dó á heimili þess. sem þetta ritar 20. desemiber 1928 kl. 3 e. m. Foreldrar Magnúsar voru hjónin Bjarni Pálsson og Ing- unn Magnúsdóttir, sem um langt skeið bjuggu á Hnappavöllum. Hjá þeim ólst Magnús sál. upp; sökum beinkramar gat hann enga erfiða vinnu unnið. Þann þunga kross, beinkrömina, bar hann alla æfi með mestu þolinmæði, lofaði Guð fyrir hans miklu náð og miskunn sér auðsýnda og með því gaf hann okk- ur ófötluðum, alfrískum stórt um- þugsunarefni. Þegar hann gat í eitt skifti frekar en annað gengið án þess að velta um, þá var ánægju- svipurinn á honum svo dásamleg- ur. Strax þegar Magnús fékk ald- ur til lét faðir hans hann hafa hest að smala fé; hafði hesturinn orðið svo hændur að honum að hann kom til hans, stóð kyr við þúfuna eða garðinn á meðan Magnús fór á bak. Við póstafgreiðslu í Öræfum tók Magnús þegar séra Björn Stephan- son dó, hafði líka bókasölu á hendi fyrir einhvern í Reykjavík. Svo 1888 fyrir tilmæli Björns Jónsson- ar flutti Magnús norður á Oddeyri við Eiyjafjörð og gjörðist af- greiðslumaður blaðsins Fróða, en eftir stuttan tíma hætti blaðið að koma út svo 1890 fluttist Magnús til Ameriku og settist að á Moun- tain, N. Dakota, U. S. A., hvar hann hefir ávalt verið síðan og stundað blaða og bókasölu með mestu trúmensku. Sjón hafði hann einlægt góða, las og skrifaði oft og það einustu daga hansj gler- augnalauist, þó hann vanalegast not- aði þau, en heyrnin var biluð svo erfitt var að tala við hann. Dag- inn áður en hann dó var hann á fótum en hafði kvef eða flú, sem er að ganga hér nú. Um morgun- inn kvartaði hann um verki, en vildi þó fara á fætur, en dóttir mín sem er hjúkrunarkona sagði honum að fara ekki á fætur, en mér sagði hún að kalla lækni. Dr. Thorlaksson kom og var hjá hon- um þar til hann dó. Lungnabólga varð honum að bana. Magnús sál. var einn af þeim allra trúverðug- ustu mönnum. Eg vona að blöð þau á íslandi, sem hann var útsölu- meður fyrir, taki þetta upp og segi margt meira um ÍMagnús sál. Bjarnason, þau geta það mikið bet- ur en eg. Svö- þar sem eg hefi ekki fengið tíma til að grúska i blaða- og bóka- dóti Magnúsar sál. bið eg alla hans skiftavini að skrifa mér og láta mig vita um viðskifti þeirra við hann og þar sem eg tek póst hans, langar mig til að hver fái það, sem hann á ókomið af blöðum, svo að allir, er skulda honum sendi mér borgun- ina eða semji við mig, Mountain 28. des. 1928. Thomas Haíldórson. Stóð á öndinni yfir hinum góða árangri Segir Manitobabúi Eftir að Hafa Notað Dodd’s Kidney Pills. Albert Green Hafði Þjáðst af Bakverk og Þvagsjúkdómi. Minnedosa, Man. (einkaskeyti).— “Eg hafði iþjáðst feykilega af bakverk og þvagsjúkdómi” skrif- ar Mr. A. Green, velmetinn borg- ari þar á staðnum. “Mér var ráð- lagt að reyna Dodd’s Kidney Pills, og eftir að hafa lokið aðeins úr fyrstu öskjunni, var mér þegar farið að batna. Hefi eg nú ávalt Dodd’s Kidney Pills við hendina.” Það leynir sér ekki, að sjúkdóm- ur Mr. Green,á hefir stafað frá nýrunum, úr því að honum batn- aði svona fljótt af Dodd’s Kidney Pills, því þær eru fyrst af öllu reglulegt nýrnameðal. Fjöldi miðaldra fólks, jafnt kon- ur sem karlar, kvelst tímunum saman af nýrnasjúkdómum. Hvíld getur stundum linað þrautirnar, að minsta kosti um hríð. En að- eins meðal fær numið þær á brott. Dodd’s Kidney Pills eru ábyggi- legastar, því þær nema á brott orsakir þær, ei* til nýrnasjúkdóma leiða. Dodd’s Kidney Pills, hafa veitt þúsundum manna heilsubót. Reyn- ið þær nú þegar. Fundur Um skógrækt Islands Herra Björn Magnússon kom hingað til Keewatin þann 23. des. og stofnaði til fundar i húsi S. G. Magnússonar kl. 2 e. h. og var hann beðinn að stýra fundi, sem hann gerði. Eftir beiðni B. M. var byrjað mé'ð að syngja: Eg þekki fold með bliðri brá. Skýrði svo forseti hvaða málefni lægi fyrir fundinum. Að því loknu hóf B. M. áhuigamál sitt, sem flestum er orðið kunnugt: Aii klæða Island skógi; og talaði hann af röksemd og með tilfinningu. Las hann upp bréf, sem honum hafði borist frá herra H. Bjarnasyni, sem stundað hefir skógplöntunarfræði í Dan- mörlku og hvetur hann B. M. til framkvæmda og býður honum sína aðstoð. Ýmsar raddir komu fram, helzt spurningar um möguleika framkvæmda málefninu til áfram- halds, og svaraði E. M. því sem bezt hann gat. Fanst okkur, sem hlustuðum á erindið, að málefnið ekki vera eins risavaxið og okkur hefir oft borist til eyrna úr blöðun- um, því ef þjóðin heima býður þessa tilraun velkomna, og vill hjálpa til að gróðursetja plöntur og fræ héðan með þeim styrk, sem héðan ikæmi, finst okkur mjög lík- leg að sú samvinna hlyti að' pá vexti og viðgangi fyrir báða máls- parta. Fundurinn kaus fimm manna nefnd og var henni falið á hendur aðj halda þessu plöntunar-málefni vakandi og að senda línur til ís- lenzku blaðanna til að vekja hugi allra íslands-vina, sem munu vera margir, og eins að fara bónarveg til Þjóðræknisfélagsins að hrinda áhugamáli Islands-vina í Vestur- heimi í framkvæmd. í urmboði nefndarinnar, Th. Johnston. Box 73, Keewatin, Ont. Fjármál Reykjavíkur. Bæjarstjórnin hér er nú að ræða f járhagsáætlun bæjarins. Bæði hér í bænum og út um land mun mörg- um þykja fróðlegt að kynnast nokkuð fjármálum höfuðstaðarins og verður því getið hér helstu liða fjárhagsáætlunarinnar, þótt senni- lega eigi hún eftir að breytast tals- vert. En það er nú orðið miklu meira fé, sem Reykjavík ein hefir í veltunni, en landssjóður allur hafði fyrir fáum árum. Tekjurn- ar allar eru áætlaðar 3 miljónir 934 þús. kr. eða rúml. 1% miljón hærri en í fyrra. Mestar tekjur eiga að fást af útsvörum, eða 1. milj. 74° þús. kr., en meö fasteignagjaldi 330 þús. Ikr. En 996 þús. kr. er nýtt lán. Af fasteignum bæjarins eru áætlaðar 120 þús. kr. tekjur og af ýmislegri starfrækslu 265 þús- und krónur. Fátækraframfærið er hæsti gjaldaliðurinn 589 þús. kr. og sá næsthæsti er barnaskólinn 562 þús. kr., en þar af eru til nýja barnaskólans 400 þús. kr. Kenn- aralaun eru 73 þús. kr. Gjöld við- víkjandi fasteignum eru næst, 520 þús. 'kr., en þar með eru taldar veitingar til sundballar og hitaveitu úr Laugunum i5<J þús. kr. til hvorr, og 120 þús. kr. til kaupa á franska spítalanum. Til gatna ganga 343 þús. kr. til trygginga ráðstafana gegn eldsvoða 79 þús. kr. til sjúkra- styrkja 129 þús. ikr, til heilbrigðis- ráðstafana 198 þús. kr. til ýmis- konar starfrækslu 282 þús. 'kr.. þar af J30 þús, kr. til grjótnáms og til ýmissa styrkja 33 þús. kr. og til margvíslegra gjalda 134 þús. kr. Loks er það mikið fé, sem fer til greiðslu á vöxtum og afborgunum á lánum bæjarins, eða 382 þús kr. Og svo er stjórnin á öllum þessum málum kaupstaðarins all fjárfrek, áætluð 155 >ús. kr. —Lögr. S

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.