Lögberg - 10.01.1929, Blaðsíða 5

Lögberg - 10.01.1929, Blaðsíða 5
LÖGBERG FIMTUDAGINN 10. JANÚAR 1929. Bls. 5. 1 meir en þriðjung aldar hafa Ðodd’s Kidney Pills verið viður- kendar rétta meðalið við bak- verk, gigt, þvagteppu og mörgum fleiri sjúkdómum. Fást hjá öll- um lyfsölum, fyrir 50c. askjan eða 6 öskjur fyrir $2.50, eða beinl frá The Dodds Medicine Co., Ltd. Toronto, ef borgun fylgir. þeirra fáu, sem alt er búin a'Ö missa nema þessa sonardóttur sina, sem hún er að leggja til peninga, að læra á háskóla suður í ríkjum. Ingibjörg er orðin farin að heilsu og biður hvíldarinnar sælu, því hún liefir mörgum gert gott en engum ilt, fékk góðan staÖ hjá systur sinni Maríu, Mrs. Konráð Eyjólfson, Churchbridge, Sask. Um Á. Á. hefi eg það að segja, að hann var vel til foringja fallinn þarna í smá- bænum Churchbridge; margir þar fátækir, sem hann lagði lið sitt æfinlega, því hann var brjóstgóður maður. Hinn 8. september dó ann- ar merkisbóndinn Eyleifur Jónsson, eftir þriggja ára lasleika. Hann lifði hér í bygð með góðri og sam- hentri eiginkonu og þremur efni- legum sonum í 27 ár. Ilann var Borgfirðingur, öllum að góðu kur.n- ur, sem hann þektu, var mörg sum- ur austur á Seyðisfirði við sjó- róðra, hann var afburða dugnaðar- maður á íslandi, tiltekið á sjó á opnum skipum og við slátt eða heyskap, sem hann átti ekki marga sína lika, og lofaður fyrir. Hann var stiltur og fáorður um alt og vildi ekki vamm sitt vita. Hans verður síðar getið. DauÖsfall Sig- urðar Sigurðssonar hér austur í bygðinni hefði átt að vera getið á undan, því hann dó fyr, þó litiS væri, man ekki hvaða mánaðardag, minnir einni partinn í júlí. Hans var getið í Lögbergi, hefi eg þvt engu við að bæta. Hann var jarð- unginn af séra Jóhanni Bjarnasyni. B. D. Westman af séra Jónasi A Sigurðssyni, Selkirk, Man. B. Edgar Campbell af Carli J. Olson, \V|ynyard, Á. Árnason af séra Runólfi Marteinssyni, Winnipeg, Man., E. Jónsson af séra Hirti J. Leo, Lundar, Man., voru nálega viðstaddir allir uppi í bygðunum að þeim 2 síðasttöldu og svo eins með hina en umfram flest alt i Church- bridge og víðar að, þvi Árni og Campbell voru Ibáðir, eins West- man, svo vel kunnugir í Church- bridge. Öllum prestunum sagðist ágætlega og er það eitt drottins til- lag, þegar maður er að kveðja vini og vandamenn í síðasta sinn. Eng- inn nema presturinn getur eins vel lýst hjartatilfinningunum, ást vin- ina, sem eru að kveðja vini sína látna og hjartkæra og fela þá drotni allra gæða og biðja hann um sameininguna aftur hinu megin og þau mættu svo óhindruð búa sam- an eilíflega. Næst er þá að segja frá andleg- um og veraldlegum félagsskap bygðarinnar, sumir frekar smá- vaxnir. Hingað var ráðinn prest- ur um tveggja mánaða stund, séra Jóhann Bjarnason, og gerði hann öll nauðsynleg prestverk fyrir söfnuðinn. Flutti 9 messur, upp- fræddi og fermdi 11 börn, tók með þeim flest af eldra fólki til altaris. Gifti ein hjón, sem getið er um í Lögbergi. Séra Jóhann leysti öll sín verk prýðisvel af hendi, svo ekki leyndi sér að hann var trúr köllun sinni í Drottni. Flestar ræður hans voru þrungnar af kenn- ingum Jesú Krists og Páls postula, sem sagði: ‘lífið er mér Kristur og dauðinn er mér ávinningur.” Við þessir fáfróðu skiljum það svo, að Páll hafi breytt eftir Kristi og svo tekiö út launiil með honum í eilífri sælu hinu megin. Seinasta messa hans var þakkargjörðar daginn, og minnist eg ekki að hafa heyrt betur útlistað þakklæti til guðs fyrir alt °g ah. I einu heimboði var hann með okkur hjá þcim góðu hjónum Eyjólfi Hinrikssyni og Ingibjörgu Björnsdóttur. Þar var 45 manns. Börn þeirra lögðu saman með að gleðja afa sinn, og kostuðu alls til þessara, veisluveitingar rausnarleg- ar og vel framreiddar, vinsemd og ánægja skein út úr hverju andliti, og man eg ekki eftir einlægari og viðfeldnara skemtimóti en hér átti sér stað, þótt eg verið hafi i brúö- kaups og jólasamkomum góðum hér áður fyr. Séra Jóhann fram- kvæmdi 2 prestverk, skirði barn fyr- ir son hjónanna, Björns að nafni og konu hans Vilborgar Magnús- dóttur, sem hafa búið hér notasælu búi síðan fyrst bygðist 1886, vel látiri af öllum. Hitt prestverkið var að sakramenta öldurmennið Hinrik Gíslason, foður þeirra bræðra M. Hinrikssonar og E. H., sem margir þekkja að góðu einu og konu hans Kristínu Þorsteins- dóttur, nokkuð nákomin í ættina til séra Snorra á Húsafelli Á hún systur hér, Guðrúnu og maður hennar Guðmundur Sveinbjörns- son. Þau eiga börn, þrjá drengi og eina stúlku, sem gift er efnis- manninum Ásmundi Loftssyni, Bredenbury, Sask. Þetta er hraust og myndarlegt fólk, og sýnist mér því kippa í gamla Húsafells-kynið. M. H'. og þau hjón eiga 3 dætur, sem allar hafa gengið mentaveginn og getið sér góðan orðstír, og betra álít eg það að hafa eina þeirra, Jór- unni með sér en ekki á móti. Það minnir mig altaf á Odd Sigurðsson lögmann, sem uppi var á 17. old- inni og Jón biskup Vídalín var með honum seinast að kljást saman. Oddur hafði veraldlega valdið, biskup það andlega. Að lesa ann- að eins er mér ofraun og finn eg þar ástæðuna fyrir blótsyrðum Vídalíns. Ræður Jóns Vídalíns bera með sér stríðið, sem hann átti í að gera kristilega rétt. Prestar hafa liklega verið breyzkari þá en nú gerist og eftir sögunni að dæma þá verið fátækir um of til að missa hempuna og stöðuna um leið. Þá einokun og lagaleysi svo eg held að íslandi hafi aldrei blætt eins og þá, verra en engin lög í landinu, nerna Odds og félaga hans Gottrups, sem öll lögin höfðu í landinu, svo eng- inn gat borgað eins og það kostaði og þessir prestar ekki heldur. Þó Oddur þættist vera að vernda þá, og það bara til að fá launin ef þá nokkur voru til. Ræða Jóns bisk- ups Vídalíns sannar best, þegar hann um Jónsmessutíð á Þingvöll- prédikaði, sem kölluð er Lagarétt- urinn, þar les hver hvað biskup átti í. Eg var alveg búinn að gleyma sögu Odds, þó eg læsi hana við sjó 17 ára, og þá þótti mér hún svo ljót, að eg vildi ekki lesa hana aftur, og sama er nú, fyrirgefið, eg er kom- inn út frá efninu, sem eg bið vkk- ur að fyrirgefa. Eg var að byrja á að lýsa eða segja frá gamla mann- inum Hinrik Gislasvni. Eg sá hann fyrst í Steinholti, það er skamt fyrir austan Leirá í Borg- arfirði, í Leirársveit; var hann þar hjá systrum tveimur, sem bjuggu þar á föðurleifð sinni. Hvað mörg ár hann var þar man eg ekkþ en eg man hann fór þaðan rígbundinn við Jórunni, sem talin var goð- kvendi og talin með þeim greindari og upplýstari, eftir því, sem þá gerðist, svo eftir mörg mörg ár hitti eg hann í Kalmannstungu húr- inu, var hann kominn í góðan kunningsskap þar við húsfreyjuna Ólöfu Magnúsdóttur, sem svo margir þektu að góðu einu, því úr búrinu er mér óhætt að segja að enginn fór svangur aftur, sem í það kom svangur, því þar voru á boðstólum seldir og gefins allslags hátíðíaréttir. Hangikjöt, saltkjöt, svið, slátur, rúllupylsur, silungur urriði og bleikja, skyr og rjómi. Hinrik kom sér þar vel og átti inn- hlaup þar þegar hann var að fara norður í kaupavinnu. Ólöf gerði mörgum gott, bæði fyrir borgun og gefins, því margir komu, sem ekki gátu borgað, og fékk hún því lof fyrir gjafmildi sína. Þrir bændur voru hér, sem allir gáfu henni þennan góða vitnisburð. Eg var þrjú ár þar og sá hana gefa mörg- um, sem voru að leita sér hjálpar. í þriðja sinn sá eg Hinrik hér i bygð, var hann eitthvað hjá M. H. og þeim hjónum. Nú eftir það að hann hætti að geta hjálpað sér sjálf- ur, fór hann til E. H. sonar síns sem hann er búinn að vera hjá samfleytt i kring um 11 ár. nú 96 ára, löngu síðan hættur allri fóta- vist. Sjá allir hvaða alúðar og kærleika hann þarfnast, sem Ingi- björg tengdadóttir hans veitir hon- utn af nærgætni og brjóstgæðum. Á hún því fáa sina lika, þar, þótt H. G. hafi eitthvað gefið með sér, sem eg hugsa, þá er aldurinn orð- inn hár, því miskunnarverkið mik- ið, eins af barnabörnum hans fall- ega gert að efna til og kosta þetta gleðisamsæti fyrir hann, sem bezt sýndi sig sjálft hvaða glaðning það var fyrir hann, sem er alhraustur á sálinni að geta frá fyrri tímum sagt frá öllu svo grieinilega sem FYRIR GAS OG UPPÞEMBU í MAGA OG INNÝFLUM. Verkir og óþægindi, sem orsak- ast af gasi í innýflunum, læknast fljótlega, ef maður notar Nuga- Tone. Þetta ágæta meðal læknar líka hægðaleysi og meltingarleysi. Það eykur matarlystina, læknar nýrna og blöðru sjúkdóma, höfuð- verk, svima, verki í vöðvunum og marga fleiri slíka lasleika. Svo vel reynist þetta meðal, að þeir, sem það nota, geta ekki lofað það nógsamlega. Mrs. Francis Blackman, Clemans, N. C., hefir reynt Nuga-Tone og hún segir: “Eg þjáðist af gasi í maganum í 5 ár. Eftir að hafa notað Nuga- tone í þrjá daga, var eg laus við Iþað og var það í fyrsta sinni sem eg tók á heilli mér í 5 ár. Nuga- Tone er mikil blessun fyrir alla, sem hafa slíkan sjúkdóm.” Nuga- Tohe hefir læknað miljónir manna sem bilaðir hafa verið á heilsu á ýmsan hátt. Ef lyfsalinn hefir það ekki við hendina, þá láttu hann panta það fyrir þig frá heildsöluhúsinu. skeð hefði i gær. Gleði og þakk- læti skin út úr andliti hans, og efa- laust er þetta guðsverk í þessari fjöls.kyldu, að gleðja föður og afa, hvíthærða barnið, sem nú er farið að búast við vistaskiftunum sælu. eftir langt og trúlega unnið skyldu- starf sitt. Þótt veraldarauður eða metorð hafi ekki sott að honum, og ibýst eg helzt við að sonur og tengdadóttir aldrei sæki um elli- styrk fyrir hann. Gullna reglan að fjölskyídan sé eitt fram í dauðan. Kvenfélagið Tilraun er hér, sem ávnnur sér að verðugu svo mikið lof og þakklæti fyrir alt sitt bless- unarrikt starf og fyrirhöfn, bæði fyrir söfnuðinn og nauðstadda hingað og þangað að. Þær leggja svo hart að sér viS þetta, sem eru samkoniur með dansi, sem alt ungt fólk innan og utan safnaðar sækir svo vel langt að, að samikomuhúsið er fylt hvað oft sem samkomur eru. Tilkostnaður talsverður og sú fyrirhöfn, sem næstum er of- raun, viljinn og úthaldið óbilandi, enda fá þær oft laglegan skilding, þegar alt er búið. Það verður ekki með sanni sagt að þessi vondi högg- ormur Satan, hafi náð haldi á þeim eins og Evu. Sá vondi býr ekki i hjarta þeirra, það er annar þar fyrir, sem allri liknarstarfsemi hjálpar og býr sjálfur í þeirra hjörtum, sem breyta eftir hans vilja, eins og þessar góðu konur hafa gert og gera. Svo er unglingafélag hér, Banda- lag, er flest að ungu fólki í því, starfar það i líka átt og kvenfélag- ið, tilheyrir söfnuðinum nú. En margir ungir menn tóku sig saman fyrst og bvgðu húsið 1915» hvort að þá var myndað Bandalagið man eg ekki, en það félag hefir verið að bæta það og laga að undanteknu því að kvenfélagið he’fir bygt eld- hús við það, og svo ungir piltar hjálpað til með smíðið, og hefir alt gengið friðsamlega og vel. Fleiri félög eru ekki í Vestursöfnuði. f gamla Þingvallanýlendu söfnuði eru ekki að eg til veit aðrir en Sig- urður Jónsson og fjölskylda. Helgi Árnason var um eitt skeið í þeim söfnuði og hann var maðurinn, sem mest og best lagði fé og vinnu í litlu kirkjuna suðaustast i hygðinni. Sigurður Jónsson vann mest með Ilelga og svo fleiri, því þá var austur bygðin nokkuð vel setin, nú eru 3 sections af gömlu landnámi tslendinga orðnar al-þýskar. Því hefir austur parur bygðarinnar eins og lagst 5 eyði. En blessuð kirkjan stendur einmana með stór- an grafreit í kringum sig, sem helg- ir líkamir þeirra gömlu og þraut- seigu frumherja, hvíla sig í næði og ró, þar til upprisa Jesú Krists vekur þá af dvalanum og kallar þá til sín á landið eilifa til föður hans á himnum, þar sem hvert pund verður borgað, sem hann fékk okk- ur að ávaxta hér megin linunnar. Þegar eg kem upp á sjónarhól tim- ans og lít yfir þessa farsælu smá- bygð, þá sýnist mér hún vera eins og rennisléttur útsær, sem ekkert hljóð, stunur né hósti heyrist til. Eilíf ró og kyrð og ládeyða á öllu. Allir hér eiga bila, allir hér hafa sima í húsi sínu, sem greiðir mjög fyrir öllum viðskiftum. Ef þig vantar eitthvað úr bænum, þá sim- ar þú eftir því i bæinn, og það svo kornið heim eftir lítinn tíma, ef þig vantar kálf, þá er sími á hverju heimili og eitthvert þeirra segir þér hvar hann er, ef hann er uppi standandi. Það er aðeins eitt, sem við gætum sagt að væri að, og það er illhægt að tala svo við stúlku, að það sé ekki komið um alla bygðina, þá er að hlaupa út i bíl- skýlið drífa bílinn út á vonardjúpið í herrans nafni. Alveg er eins með menn og konur þegar síminn ekki fullnægir þörfunum þá er hlaupið upp í bilinn og innan stund- ar er alt búið og klárt. Þessutan geta blessaðar konurnar sín á milli heima á rúmi sínu búið út stærðar skemtisamkomur bróður og systur til hjálpar, því ósatt væri að segja að síngirnin ráði þar. Eva vildi græða á þvi fyrir sig og mann sinn að eta af skilningstrénu góðs og ills, til að vita alt eins og guð, en konur, sem eg þekki, bæði hér og á Lund- ar, sem eg var næstliðinn vetur, voru ekkert að hugsa um þennan tímanlega gróða fyrir sjálfa sig, heldur með guðs hjálp að reyna að stíga i fótspor Krists ag hjálpa vönuðum höltum og blindum, svona hugsjón er góð og öðlast líka dýrð- ar ikórónu á himnum, þegar öll góð- verkin í heimi verða endurborguð, sem eg er viss um að verður á sín- um tíma. Margt stórmikið lán fylgir þessari smáu bygð, að eg held að satt sé að segja að hér séu alt Goodtemplarar í þessari bygð bg eg fullyrði með alla unga menn hér að þeir eru grandvarir. Þó ein- stöku eldri menn eins og eg geti tekið bjórglas til að kæla tungu sina i sumarhitunum í júlí, sem ætlar að klára mann og svo næst að láta dropa í kaffið sitt á stórhátið- um, ef maður er allsgáður eftir sem áður, það gerir svo lítið til Mörgum gott, linum og útslitnum enda hafa sumir góðir læknar sagt að þess þyrfti við sem meðal. Eg tek það aftur fram, hér sézt aldrei kendur maður af löndum. Hvað efnahag snertir er hér enginn rík- ur maður, nema ef vera kvnni einn í Churchbridge, eg rneina af íslend- ingum, en einn eða tveir em í Bredenburv. Þeir rosknu menn ébændur ) eru góðir bjargálnamenn, flestir ungir bændur. þó nokkrir, sem leggja braut sína vel, forðast skuldir og langt komnir til sjálf- stæðis á hverju sem gengur. Mik- ið er sveitin farin að gisna, nærri kopmar gloppur á. Fyrst er nú dauðinn, sem kallar vægðarlaust. Frumherjarnir óðum að falla í val- inn, etkki nema 4 af þeim, sem komu og settust að seint og snemma á árinu 1886, þeir eru Sigurður Jónsson, Helgi Árnasorj, Magnús Magnússon og Björn Jónsson. Magnús Hinriksson kom árið eft- ir og staðnæmdust þau hjón þá ný- gift hjá eldra Jóni Bíldfell, þar sem Kristín kona Magnúsar hafði húshald fyrir gamla Jón um riokk- urt skeið, en Magnús kóngsins lausamaður þó hann veiktist um tíma, þá held eg að “centin” liafi þar byrjað að hænast að honum, og eitt er víst, að ekki bvrjuðu aðrir betur en hann af þeim nýkomnu í þessa bygð, sem að sögn komu alls- lausir, fyrir utan Helga Árnason, sem kom með talsvert og fékk sér svo senda viðbót fyrir 40 sauði, er seldir voru heima. Enda byrjuðu þau vel og búnaðist vel og um eitt skeið, voru þau góðu hjón, Helgi og Guðrún ein af þeim efnuðustu í í þessari bygð, samvalin með hjálp- semi og lán, sem mörgum hefir gefist misjafnlega. Þau bjuggu á landi sinu í 25 ár, að mig minnir, afhentu svo syni sínum, Guðmundi Camúens búið, fór svo til Breden- bury, bygði hér lítið hús og lifði þar þangað til kona hans dó fyrir nokkr- um árum síðan, G. C. Helgason hefir vegnað vel. Kona hans, Ólöf Björnsdóttir. Utan Hinriks, sem að framan er getið eru elztir menn hér nú Helgi og Eiríkúr Bjarna- son, báðir komnir yfir áttrætt og farnir að heilsu. I vestur Kon- kordíu söfnuði mun vera lítið yfir 30 fjölskyldur og þó nokkuð mörg hjón roskin óg gömul eru hér og eitt barnið þeirra með þeim og ein gömul hjón hafa vandalausan mann hjá .sér. Þess má geta sem vert er, að þeir fáu sem utan safnaðanna standa væri ekki hægt að segja annað en þeir og þær láta öll krist- indóms málefni alveg hlutlaus og óáreitt. Öll koma á samkomur og sumir sem eg veit af hafa styrkt hér söfnuðinn með peninga fram- lögum, og orðið til hjálpar með fleira. Svo hætti eg þessu og bið alla sem lesa að líta á viljann þó getan sé lítil. Þá held eg að þetta meiði engan, og sé eins satt og eg best veit og bið alla þá, sem lesa að fyrirgefa áræði mitt að leggja á djúpið með annað eins sálarfræð- islegt vesalmenni innanborðs og hér á sér stað. Svo óska eg öllum, sem lesa og hevra gleðilegs og farsæls nýs árs í Jesú nafni. Guð sé með ykkur. Churchbridge, 30. jan 1928. Björu Jónsson. P.S.—Eg hefi verið að lesa jólablað Lögbergs og likar það svo ágæt- lega að eg man ekki eftir öðru betra til mín. Sólskinið, allar jólaræð- urnar, svo líka vel hugsaðar, og i letur færðar, að eg trúi því að Kristur sjálfur hafi verið þar á bak við, því mannlegur kraftur, ■ma með anda guðs, verkar ekki svo á sál mannsins, að hún semji annað eins snildarverik. Eg vona að þetta jólablað verði allstaðar lesið heima, eins og hér. Guði sé lof, mér finst trúartraustið á Jesú Krist sé að glæðast og smá-skilja það, að sá, sem efalaust getur trú- að því, að blóS Krists á krossin- um sé fullnægjandi borgun fyrir allar drýgðar syndir, lifi svo grand- vöru og réttlátu lífi, syndgi ekki upp á náðina. Sá getur með vissu sagt: það er hvorki Satan né viti til. Svo þakka eg innilega fyrir öll ágæt og kærkomin bréf að heiman, sem fyrst gleðja mann með kærum fréttum, og svo ritsnild, sem sam- gildir, þótt vel lærðir væru. En allir geta ekki verið eins. Þó kær- leikans guð sé að skamta okkur veganestið út í lífið, þá verðum við að muna það, að hann fær mér eitt pund að ávaxta, og þér kæri bróðir 10 pund, svo þið megið ekki búast við miklu af mér. Það kem- ur alt í, ljós þegar yfir um kemur. Svo þakka eg þér kæri ritstjóri Lögbergs, fyrir öll jólablöðin og þetta siðasta. Óska svo öllum les- endum og þér góðs gengis, alt þetta í hönd farandi blessaða ár. Eg þakka innilega fyrir alt Ing- ólfsmálið, guð gefi það fari alt ve!. Með kærri yinsemd. — B. J. Ágrip af fundargerð Sveitarráðsins í Bifröst. Síðasti fundur sveitarráðsins í Bifröst 1928, var haldinn í Árborg dagana 6. og 7. desember 1928. — Allir sveitarráðsmenn á fundi nema Tomasson sveitarráðsmað- ur fyrir 6. kjördeild.^Síðasti fund- argrningur var lesinn og sam- þyktur. Mike Olanski bað um uppgjöf á skatti af N.W. 31-21-3E af þeirri ástæðu að flóð úr Good Roads skurði hefði gert skaða á landinu. Oddviti var því mótfallinn að taka þessa beiðni til athugunar út af fyrir sig, því það væru margir fleiri, sem orðið hefðu fyrir sams- konar skaða. Wojchychyn og Speder lögðu til að þriggja manna nefnd sé skipuð til að athuga allar slíkar skemdir af vatnsflóðum milli Tp. 21 og og 22, Ranges 2 og 3. Einn mað- ur sé tilnefndur af sveitarstjórn, einn af hlutaðeigendum og þeir tveir komi sér saman um þriðja manninn. B. J. Lifman sé tilnefnd- ur af sveitarráðinu. Nefnd þessi skýri frá gerðum sínum á næsta fundi. Tillagan samþykt. Sigurdson sveitarráðsmanni var falið að kynna sér skaða af vatns- flóðum á Sec. 34-23-2E, sem álitið er að komi frá Good Roads skurð- um og gefa næsta fundi skýrslu um það. Oddviti skýrði frá, að Mr. Bow- man, of Reclamation Branch, De- partment of Public Works, hefði lofað að byrja á mælingum eins fljótt og mögulegt vseri, til að undirbúa skurðagröft í Silver hér- aðinu. Oddviti benti á, að ef einhverj- um skóla hér eftir væri borgað úr almennum skólasjóði á þeim grundvelli, að hver kennari kendi níu eða tíu mánuði á ári, þá myndu allir hinir skólarnir krefj- ast hins sama. Oddviti gat þess enn fremur, að sveitarskattur og vegaskattur ætti ekki að fara fram úr 3 af hundr. af virðingu fasteigna í sveitinni, eða 34 mills fyrir $1,000,900 as- sessed, en í Bifröst sveitr næmu þessar tvær upphæðir 3.4 prct. — Skrifara var falið að leggja þetta mál fyrir Municipal Commissioner til úrskurðar. Samkvæmt meðmælum frá Mun. Commissioner, var A. Mitchell ráðinn sem innheimtumaður skatta frá 21. nóv. til 31. des. 1928, með $150 mánaðarlaunum. iSkrifara var falið að biðja Good Roads Board að gefa sveitinni það svart á hvitu, hvort það samþykti eða ekki það verk, sem gert þefði verið af þeirri vegavinnu, sem Bergman bræður hefðu tekið að sér á linu milli Tp. 21 og 22, Range 3 E. Einnig ef það vildi taka á sig ábyrgðina ef þessu verki væri nú hætt. Fært var niður i 5 pcrt. það sem haldið er eftir af vegavinnu samningi við Sigvalda- son og Austman og Friðfinn Sig- urdson. Oddviti gat þess, að í sumar hefðu Riverton og Hnausa bygð- irnar lofað að leggja $1,050 til Lord Selkirk brautarinnar milli Hnausa og Riverton. Þetta hefði verið miðað við það, að $6,000 væri búið að verja til vegarins. — Meir en $3,300 væri búið að verja til þessa vegar og væri því $550 af þessu tillagi sveitanna nú fallið í gjalddaga. Skrifara var falið að komast eftir, hvort Dept. of Health and Public Welfare væri viljug til að taka þátt í kostnaði sveitarinnar í vörnum gegn barnaveiki í sveit- inni. Sigmundson seitarráðsm. var gefin heimild til að borga 50 prct. af reikningi þeirra Bill Chilak og eiginmenn EIP'JR Hugaið yður gullskvgðu brauð- in, mjúku og fallegu skorpusteik- ina og kökurnar, og hugsið um hveitið, sem gerir alt þetta svona ljúffengt! Biðjið kaupmann yðar um það—Ogilvie Royal Household OGILVIES ROl/AJL HOUSEHOLD FLOUR Tustin Galko, að Arnes; 25 prct. if vegabótavinnu gerðri norðan Uð Sec. 16-21-4E var samþykt til lorgunar. Reikningi frá George Roman- 'cz fyrir vegavinnu norðan við 4- ’2-2E og reikningi frá Bill Tala- ryn fyrir vegavinnu norðan við 22-21-lE var vísað til Wojchy- chyn sveitarráðsmanns. Samþykt var að innkalla ekki eftirfylgjandi skatta: John Boy- ko, skattur af vörum í búð að Sil- ver, þar sem hann hefði engar vörur haft i búðinni á árinu; John Kardazynski, $100 teknir sem full borgun á skatti af S.W. 5-22-2E; William Gibson, skattur strikaður út að fullu vegna rangrar virð- ingar; Sig. Evjólfsson, $59.85 gefnir upp vegna veikinda; Lýður Jónsson, $20 gefnir upp vegna veikinda; SE 5-23-3E, $58.46 sam- þykt sem full borgun; $19 á R. L. 1-23-4E og $32 á N. W. 28-23-4E. strikuð út vegna rangrar virðing- ar. — Skattar á löndum, sem aft- ur voru gengin til stjórnarinnar, að upphæð $9,794.71, voru strik- aðir út vegna þess, að álitið var að þessi upphæð væri óinnkallan- leg. — Umsókn um að þurfa ekki að greiða skatt, samkvæmt her- mannalögunum, frá þeim sem hér segir, var samþykt: Arthur Hib- bert, Sylvan; ÍR. S. Thompson, Sylvan; Mrs. I. Fjeldsted, Arborg; E. S. Sigurðssori, Arborg,; Elías Elíasson, Arborg; Otto Rosche, Hnausa. Spítala reikningur fyrir Mike Mrygold og Anna Korpesiow var aflýst og gert ráð fyrir, að hvort um sig borgaði $25.00 af þeim.— Sömuleiðis reikningi fyrir Bar- ney Czeronés, Sylvan, með því móti, að hann borgaði skatt sinn að fullu. Sveitarráðsmennirnir Speder og Eyjó'lfson voru kosnir í nefnd til að reyna að útvega heimili handa Steve Starchuk fjölskyldunni, sem nú er heimilislaus. Fátækrastyrk- ur að upphæð $15 var veittur Mrs. Tarachuk. Sveitarráðsmaður Wojchychyn kvartaði um að eldivið væri hlað- ið á vegastæði hjá Silver, og tefði fyrir vegabótunum. Skrif- ari var beðinn að setja upp aug- lýsingar í Silver, þar sem fólk sé látið vita, að það sé ólöglegt að hlaða eldivið á vegastæðið.— Jóni Björnssyni voru greiddir $10 fyrir umferð um land hans. Aukalög No. 308, afsal á vissum löndum til Manitoba Farm Loans Ass’n. Samþ.— Oddvita B. I. Sig- valdason, voru veittir $200 fyrir vinnu í þarfir sveitarinnar árið 1928. — Listi yfir útborganir var ekki tilbúinn, en verður máske birtur seinna. Næsti fundur, sem verður fyrsti fundur á árinu 1929, verður hald- inn í Arborg miðvikudaginn 2. janúar. Frá Islandi. Nú stendur til, að bygt verði nýtt gamalmenna heimili í Reykja- vík, eða elliheimili, eins og það er þar kallað. Hefir verið gerður að því uppdráttur. Verður húsið tvi- lyft og aðal álma þess 35 metra löng og 10 m. breið um miðju, en annars 7 metra. En út úr henni ganga hliðarálmur tvær, 27 m. langar hvor og 11 m. breiðar. — Bæjarstjórnin hefir gefið elli- heimilinu lóð fyrir bygginguna, sem er 6000 fermetrar að stærð, og lánað því “Gamalmennasjóð” bæjarins, 90 þús. krónur, en 23 þús. kr. hafa fengist í byggingar- sjóð annars staðar að. Alls á Elliheimilið að rúma 112 gamal- menni að minsta kosti. 0r bœmiri. Hinn 3 þ.m. andaðist á Almenna spítalanum hér í borginni, Miss Sigríður Johnson, til heimilis að 646 Toronto Str., 78 ára að aldri. Hún var ein af fyrstu íslgnding- um, sem fluttust til Canada og í 52 ár átti hún heima í Winnipeg. Faðir hennar, Jón Árnason frá Máná í Þingeyjarsýslu, mun hafa dáið ekki all-löngu eftir að fjol- skyldan fluttist til þessa lands, en kona hans og móðir Sigríðar, Mrs. Rebekba Johnson, bjó um langt skeið í Winnipeg. Tvö systkini Sigríðar eru enn á lifi, Þorlákur í Winnipeg og Mrs. Guðrún Stef- ánsson, ekkja Kristins skálds Stef- ánssonar, á Gimli, Man. Sigriíður Johnson var að mörgu leyti merkileg kona, hæglát og yf- irlætislaus, trygglynd með af- brigðum og vildi ávalt láta gott af sér leiða, en í engu vamm sitt vita. Jarðarförin fór fram á mánudag- inn var frá Fyrstu lút. kirkju, sem hún tilheyrði frá því sá söfnuður var stofnaður, eða þar um bil, og sýndi ávalt hina mestu trygð. Dr. Björn B. Jónsson jarðsöng hana og A. S. Bardal sá um útförina. Ragnar H. Ragnar, píanókenn- ari frá Medicine Hat, Alta., kom til borgarinnar í lok fyrri viku, til þess að vera við jarðarför frænku sinnar, Sigríðar Johnson, er lézt hér í borginni. Hann hélt heimleiðis á mánudagskveld. Dr. Tweed, tannlæknir, verður staddur í Árborg miðviku og fimtu- dag 16. og 17. þessa mánaðar. Gefin voru saman í hjónabaud þann 28. desember síðastliðinn, þau Lenard Tait og Bergþóra Ein- arsson, bæði frá Sinclair, Man. Dr. B. B. Jónsson framkvæmdi hjónavlgsluna á heimili sínu að 774 Victor Street. Jóns Sigurðssonar félagið held- ur fund að heimili Mrs. H. David- son, 518 Sherbrooke St., föstudags kveldið þann 11. þ.m. Þess er æskt, að félagar sæki fundinn sem allra bezt. íslendingafélagið Vísir í Chi- cago efnir til víðvarpsfræðslu um ísland þar í borginni, laugardags- kvöldið næstkomandi, þann 12. þ. m. kl. 8. Flyfur Mr. Árni Helga- son þar erindi um ísland, er víð- varpað verður frá WMAS stöðinni. —Blaðið Chicago Daily News flyt- ur um sama leyti pistla um ísland ásamt myndum. Þeir sem kynnu að vilja eignast eintök af blaðinu, geta fengið það með því að skrifa Mr. J. S. OBjörnson, 2221 South California Ave., Chicago, 111. Kost- ar hvert blað 5 cepts. Rose Leikhúsið. Kvikmyndin “Alfame in the Sky,” sem nú er verið að sýna á Rose leikhúsinu, hefir ýmsa kosti fram yfir flestar aðrar kvikmynd- ir og getur ekki hjá því farið að þeir, sem hana sjá, hafi af því mikla ánægju. — Þrjá fyrstu dag- ana af næstu viku sýnir leikhúsið mynd, sem kölluð er “Bitter Apples,” sem mjög mikið þykir til koma, og gefur þeim, sem sjá, mikið umhugsunarefni.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.