Lögberg - 31.01.1929, Blaðsíða 3

Lögberg - 31.01.1929, Blaðsíða 3
LÖGBERG FtMTUDAGINN 31. JANÚAR 1929. Bls. 3. SOLSKIN Fyrir börn og unglinga • tiningur. I. Kattapabbi. Jón beykir Jónsson hefir um nokkurt skeið átt iðjustöð í Reylkjavík, við Klapparstíg. Nú er hann látinn, tveim eða þrem vetrum bet- ur sjötíu. Og nú er eins oig fyrir mér rakni sú kynning, sem eg hafði af honum. Fyrir rúmum tuttugu vetrum fluttist hann til Reykjavíkur. pangað barst hann frá Noregi einn síns liðs, og átti þó þar í landi konu og börn, er komu heim til hans, er efni leyfðu. Hann íleytti sér á iðn sinni og varð brátt að góðu kunnur um verksháttinn. pegar eg varð hans fyrst var, hafði hann tek- ið sér bólfestu í kjallara annars hússina við Stýri- mannastíg. 'par smíðaði hann og hafði náttbóll í sama herbergi, þó að hvorki væri vitt til veggja né hátt til lofts. Mig minnir, að það væri fyrir nítján árum. ofarlega á vetri, er svo bar til, að eg færi á fund hans. En atvikin, sem að því lágu, voru afar óbrotin. Slíðla að laugard'agskvöldi varð þess vart á heimili mínu, að bali, sem nota átti í laugaferð næsta mánudagsmorgun, væri fallinn í stafi. pessu þótti í óvænt efni komið, yrði eigi þeg- ar úr bætt. En mér hugkvæmdist að leita beyk- isins í kjallaranum neðst við Stýrimannastíg. Eg gerði pinkil úr stöfunum og balabotnin- um og tylti gjörðunum við pinkilinn'. Svo lagði eg af stað með þetta. En við hönd mér leiddi eg lítinn svein, tæpra fjögra vetra. — Hann varð þess viísari, hvert för minni væri heit- ið, og sótti fast, að mega sjá alla þá dýrð, sem þar- hlyti að vera, er smíðaðar væri tunnUr og feldir saman balar. petta var um náttmálaskeið. Við sáum ljós í glugga hjá beykinum og fór- um inn í ganginn', sem vissi að dyrunum á híbýli hans. pegar að dyrunum kom, virtist mér í fyrstu, sem þar myndi fara fram kappræða milli tveggja mann'a. Og mér fanst annar maðurinn mæla á ís- lenzku og þó ekki óblandna, en hinn á norsku. Áherzlur orðanna léku á ýmsu, og raddbrigðin voru eigi öll á eina leið. En varla varð um vilzt, að mælt væri af alhug og að eigi fá orðanha væri beina léið út ritningunni. Nokkurt hik kom á tnig. Mér fanst, að eg myndi heldur óvelkominn inn í þesst kappræðu. En erindi mitt varð eg að reka. Eg hlustaði stund- arkorn. Og mér fór að skiljast, að hér ætti í rauninni engin kappræða sér stað. Maðurinn, sem talaði, væri aðeins einn. Og fleira skýrðist fyrir mér. Maðuririn var að lesa í biblíunni. Og ekki orkaði tvímælis, að andlaktin væri uppgerðarlaus. Jafnvíst virtist og, að helzt mætti ætla, að maður- inn mælti nokkuð svo á tvær ungur, íslenzku og norsku, sitt á hvað. Hikið jókst nú hjá mér. Eg var nærri því snúinn frá dyrunum. En litli drengurinn togaði í mig og vildi ekki frá hverfa við svo búið. — Pabbi, af hverju viltu ekki llofa mér að ®já, hvernig tunnurnar eru smiíðaðar? Eg fer eirin inn til mannsins, ef þú vilt ekki koma líka. pá kvaddi eg dýra. Lestrinum var haldið áfram, röskunarlaust, og dyrakvaðning mín að engu höfð. Eg hikaði erin við. Síðan kvaddi eg dyra öðru sinni. En alt fór á sömu leið. ipvií var enginn gaum- ur gefinn. En mér duldist ekki, að áherzlur og framburður þess, er las, tók eigi lítilli breytingu. Líkast var því, að rödd hans yrði háværari og jafnvel æstari. Og á því lék lítiíU vafi, í mínum eyrum, að nú fór að bera nokkru meira á norsku- hreimnum. priðja sinn kvaddi eg dyra. Lestrinum var hætt þegar í stað. Hurðinni var hrundið upp og fram í dyrnar kom roskinn maður, snöggklædíduT, æsilega reið- ur. Skemst er af að segja, að hann helti yfir mig sjóðbullaridí skömmum og nefndi mig ýmsum ó- völdum nöfnum, — og málfærið var ekki síður norskuborið en áður. Hann ámælti mér fyrir flest það, er honum hugkvæmdist þá í svipinn. En þyngstar voru vítur hans í minn garð fyrir Það, að eg skyldi gerast sá diári, að raska friðhelgi haris, Þegar hann, eftir saimfleytta átján stundá vinnu, hefði verið að lesa guðs heilaga orð, sér til hvíldar og friðar, huggunar og ‘blessunar. Og svo vildi eg, þetta svín og þessi guðnáðingur, láta hann fara að svívirða og brjóta lögmál drottins með því, að gera við balanri á helgum degi. Eg ætti að skammast mín, sagði hann, og snáfa frá augum harns. Slíkir fantar, sem eg, ætti að vera í svart- holinu æfilangt, Og bvo var hann örorður og á- kafur, að eg nam varla nema lítinri hluta af þess- ari ræðu hans. Eg var í þann veginre að hörfa út. En dreng- urinn togaði í mig og vildi með engu móti fara. Bíddri, pabbi! Nú er eg búirin að sjá allar tunnurnar og það, sem smiíðað er með. En af hverju lætur maðurinn svona? Eg er hræddur við hann. Passaðu hann, svo að eg geti skoðað kött- inn og litlu kettlirigana. Svo skal eg ko/ma með Þér. Varla mun fjarri sanni, að Jón1 beykir hafi lítið tekið eftir drengnum fram að þessu. En nú heyrði hanri orð drengsins, og honum brá nokkuð við. — pú þarft ekki, elsku barn, að vera hræddur við mig, mælti hann. Eg skal vera góður við hig, svo sem eg get, og nú skaltu fá að sjá köttinn og kettlingana. Jón hafði skift skapi með svo undarverðum hœtti, að harin tók drenginn í fang sér og bar hann inn úr dyrunum. Við miðjan vegg, gegnt dyrunum, var pallur, par var sæng Jóns. Við höfðalagið var karfa og í henni búið um blágráan kött og tvo ofurlitla kettiinga. \Stóll var við rekkjuria, máður og forn- félagar. Arinað sá eg þar ekki. venjulegra hús- gagna. Hitt af húsrúminu var fullskipað tunnu- stöfum og botnum, gjörðum og sirííðabólum. Skapskifti Jóns drildist mér að sjálfslögðu ekki. En fullljós urðu þau mér þó eigi, fyr en eg sá, hve ástúðlegur hann var dren'gnum. — Köttinn fann eg fyrir mánuði síðan, sagði Jón, horaðan og blautan, hungraðan og blóðugan, kominri að gotum og svo auman að hann gat varla skriðið. Hann þagnaði og starði fram fyrir sig. Eg veit, mælti hann síðan, hver sá er, sem lét köttinn verða á leið minni. — Málrómur gamla mannsins varð mildur og klökkur, og það var eins og hann fengi munnherpu — og' tár komu fram í augun. Hann þagði enn örlitla stund .— Alt líf á upphaf sitt hjá guði föður, sagði hann enn fremur með titrandi ákafa. Og alt líf mun jafn-rétthátt og jafn-dýrmætt fyrir augliti hans. Og þetta þykj- umst við, þessar mannkindur, hvorki skilja né vita. Hann drap hnefa á rekkjustokkinn og tók sér enn litla málhvíld Langt er síðan mér varð það ljóst, að alt, sem lifir og bærist í .einhverri mynd,' er frá hendi drottins, bræður og systur. Alt hef- ir jafnan tilverurétt á sínu sviði! Enn tók hann sér málhvíld og leit brosandi á drenginn. Heyrðu, elsku litla barnið mitt! Við ættum að skilja og rækja skyldur okkar. Og við verðum að muna, að einna ríkust er sú skylda okkar, að liðsinna og líkna öllu’ bágstöddu, gariialmennum og börnum, sjúkum og svörigum. En eigi sízt þurfum við að vera líknsanlir og kærleiksríkir við dýrin — þessi mállausu systkini vor. Og gairi’i maðurinn klökkn- aði. Guð drottinri lítur á alt — mælti hann enn fremur .... og launar alt, sem gert er til þeirra af göfugu hjarta . .. Heyrðu, litla, saklausa barn .... Nú rann út í fyrir honum. Eg starði á hann og barinð engu síður. Mér var allskostar óskiljanlegt, hversu þessi undursamlegu skapskifti mætti hafa orðið. Og eg stóð undrandi yfir mælskunni og ákafanum, jafnt í þessu seta ávítunum. Nær er mér að halda, að hann hafi iítið fleira mælt við drenginn. Og hitt man eg, að hann kysti á enni barnsiris, fal það handleiðslu guðs og grét sjálfur eins og auðmjúkur og iðrandi smá- sveinn. Skammri stund eftirþetta seildist hann til mín og þreifaði um hægri hönd mína. Hanri var að leita sátta við mig. Iprettán eða fjórtán vetrum síðar varð mér reikað rim Klapparstíg, milli Laugavegar og Hverf- isgötu. Jón beykir var þar við iðjuistöð sína að bylta tómum tunnum og sótti starfið í ákafa. Sumar tunnurnar voru einbytnur, og var þeim hvol'ft á opið. 'pær hvíldu á staurum og steinum, og voru því Víða smugui^ undir þær. Pegar Jóri bylti einbytnu, sem var utarlega í röðinni, mælti hann fyrir munni sér og þó svo 'hátt, að eg mátti vel heyra: — Enn gefst mér færi á að liðsinna vesaling- um — og ótvíræð gleði var í rödd hans. Eg varð forvitinri. Vék eg mér því til hans og spurði, hvað honum bæri nú að h'öndum. Andlit hans var snortið meðaumkunar- og gleðibrosi, og hann isýndi mér, að undir tunriunni væri kattaraumingi, með þrjá kettlinga, nýgotna. Undrun vakti mér, hve glaður Jón gat orðið við þessa sýn. — Mamma er komin heim til mín fyrir fjölda- mörgum árum, mælti hann, og um andlitið lék barnslegt gleðilbros. Við höfum nægtir alls. Guð hefir blessað okkur. Og nú er hann að senda okkur þennan hálfdrepna kattarvesalireg, til þess að reyna, hvort við kjósum fremur að vera tóm- lát og mannúðarlaus en þakklát böm hans. En kettinum skulum við hjúkra eins vel og við getum. Eg vil fegirini vera kattapabbi, hvenær sem drotni þóknast — hvort sem kettimir eru á fjórum fót- um eða tveimur. Svo hló gamli maðurinn óblöndnum gleði- hlátri. Og hann kallaði á mömmu til að gleðjast taeð sér. * II. Bindindi. Af litlu hefi eg jafnan haft að láta. Fæst mun hafa n'áð meðalmensku hjá mér, en margt farið þar rieðar. Og þetta er mér ljóst fyrir löngu síðan. En þó að þessu sé svo farið, þá bý eg yfir þeirri von, að fæstir nenni að leggja sig í að fyll- ast vandlætingu eða viðbjóði, segði eg nú frá tveimur af þeim atvikum, sem orðið hafa á leið minni og mér finst, að enn séu í fylgd með mér. Svo bar undir haustið 1888, að eg vann að sláturstörfum í kauptúni einu. par var margt fé felt og starfið sótt nokkuð af kappi. Eg gekk jafnt að flestum þeim verkum, sem unnin eru við slátrun, og kom þar, að eg skar féð, öðruhvoru. Dag einn’, sem eg gegndi þessu starfi, var í fjárréttinni grá ær, nokkuð roskin. Henni fylgdi lajmb, eins að lit og hún, sýnilega siíðborið. Ann- að var eigi frábrugðið um háttu þessara kinda, en það, að þær fylgdu hvor annari, hversu sem féð barst um réttina. pegar leið að nóni, kom sá, er sótti féð í rétt- ina, með gráa lambið. Ærin ætlaði að brjótast út | á eftir því, en þess var henni varnað. Og lambið var leitt á afvikinn stað, þangað sem skorið var. En þá hófst sú sókn, er flestir, sem viðstadd- ir voru, veittu athygli. Ærin gerði hverja tilraun eftir aðra, að hefja sig til stökks yfir réttarvegginn. Og jafnsnemma jarmaði hún, hátt og mikið. Latabið brauzt um í höndum þess, er með það fór, og jarmaði slíkt er það mátti. Gamall og reyndur maður, sem Þar var stadd- ur, sagði, að ærin og lambið væri að biðja sér lífs. Á það féllust flestir Þeir, sem þetta sáu og heyrðu. Og að þvií var komið, að lambiriu yrði slept aftur inn í réttina. En sá, er slátrunarstörfunum stýrði, virti þetta að engu, og skipaði, að skera lambið þegar í stað. pví var fleygt niður og fætur þess gripir. Eg ætlaði að taka yfir snoppuna á því. En áður en eg fengi því fram komið, jarmaði það, titr- an’di og sárt. Og jarmur ærinnar kvað við eigi síður átakanlega og harmi lostinn. Pess er ekki að dyljast, að mér féllust hendur. Eg kastaði skurðarhnífnuta, reisti lambið á fætur og lét það aftur inn í réttina til móður sinnar. Mér farist, að eg væri að byrja að vinna nið- ingsverk. Og eg veit eigi betur, en að sú tilfinn- ing lifi enn með mér. Síðan þetta var, hefi eg eigi getað fengið mig til að skera nokkura sauðkirid. En út af þessu hefir tveim sinnum borið. 1 fyrra sinn dró eg um barka á dauðvona pestarkind. Og í slíðara skifti varð eg að beita sama hætti við limlesta kind og helsærða, að dauða komna. Veturinn 1890 tók eg að fást við að skjóta rjúpur. Oig haustið eftir, þegar foreldrar mínir og eg vorum flutt að Búðum, lagði eg mig eftir rjúpnaveiðum. Nokkru eftir veturnætur, urðu heiðalönd orp- in áfreða og fönnum. Rjúpur flýðu því af há- lendi og héldu sig í Búðahrauni, og eg fór að fást við að skjóta Þær Eitt sinri varð eg venju fremur veiðisæll. En eg þóttist þurfa að fara sparlega taeð skotfæri. Lagði eg mig því eftir, að komast svo í skotfæri við rjúpurnar, að eg mætti ná mörgum með sama skoti. Mig bar að allvtíðri laut. par var fjöldi rjúpna. Nú reið á að ná mörgum í sama skoti, og eg leitaði færis, svo sem bezt mætti verða. Og skotið reið af. Allur hópurinn flaug, — nema fjórar rjúpur, sem eftir urðu. En engar voru þær dauðskotnar, heldur brutust um og byltust á ýmsar hliðar, blóðugar, limlestar og holsærðar. Hjá irnér hófst nú elting. Loks gat eg náð þeim öllum, með eigi Itilli fyrirhöfn — og svift þær lífinu. í rlökkurbyrjun kom eg heim með býsna væna byrði af rjúpum. Skömmu síðar sagði eg frá veiðiför minni í eldhúsinu, og greindi nákvæmléga, hversu eg hefði | orðið að eltast við þessar fjórar rjúpur í lautinrii. i Á sögu mína hlýddu heimamenn okkar. En þar var hvorugt foreldra minna. Sá var háttur föður míns á þeim árum, að ganga löngum um gólf í rökkrinu og sturidum nokkura hríð eftir að ljós var kveikt. puldi hann Þá oftast fyrir munni sér, eða raulaði, ljóð eftir sum af skáldum Rómverja fornu. Pegar eg í þetta sinn' kom í stofuna til for- eldra minna, gekk faðir minn þar uml gólf. En nú bar hann sér ekki í munn' latínu. Hann söng Óhræsið og Grátitlingurinn, nokkuð við raust, endurtók kvæðin og að auki ein'stakar vísur úr báðum þeim. En um annað varð eg engra hátt- brigða var hjá honurn. Eftir kvöldverð bað hann mig að tala við sig í svefnhúsi foreldra minna. pegar hann hafði skamma stund mælt, var eg orðinri þess vísari, að hann myndi hafa heyrt sögu mína í eldhúsinu af rjúpnadrápinu þá um d/aginn. Saman fer, að eg man ekki með vissu nú orð- ið, rilt, sem hann talaði við mig, og hitt, að eg tel litlu máli skifta, að leitasit við að greina öll orð háns þá. En viðræðu okkar lauk á þá leið, að eg hét honum því, að ráðast ekki á rjúpur framar á þeim vetri. Og eg held að eg megi fara með, að lyktar- orð hans væri þessi. — Drottinn mun Ieggja okkur ærin ráð til, þó að þú gerist eigi sá níðingur, alilskostar þarflaust, að myrða þessa munaðarleysirigja, sem bjargþrota leita sér nú griða og öryggis í námunda við híbýli manna. —Dýravemdarinm Einar porkelsson. NÚ LIFNA BLÓM 1 LUNDI. (Blix) Nú lifna blóm í lundi N og lauf í fjalláhlíð. Mér finst sem fljótast skundi hin fagra gróðurtíð. Þá vaknar foldin fríða af feigðarblund og dá. Og ljúfir ómar líða um loftið til og frá. Eg veit það, vorið þíða, þú vekur lífsins þrá, og guðdóms bjarmann blíða þú birtir skýrast þá. Alt það líf og yndi, sem augað lítur hér, er sólroð þeirrar sælu, er síðar öðlumst vér. Mgbl. St. K. Steindórsson. 294 CARLTON ST. NEXT TO FREE PRESS DRS. H. R. & H. W. TWEED Tannlæknar. 406 Standard Bank Bldg. Cor. Portage Ave. og Smith St. Phone 26 545. Winnipeg THOMAS H. JOHNSON H. A. BERGMAN iaL lögtræðlnK&r. Skiifatofa: Room 811 McArthor Buildlng, Portage Av«. P.O. Box 185« Phonea: 28 849 og 26 840 LINDAL, BUHR & STEFÁNSON lalenzkir lögfræSingar. 356 Moin St. Tala.: 24 »62 peir tafa etnnig Bkrifstofur aB Lundar. Riverton, Qimli og Plnay og eru þar a8 hitta A eftirfylgj- andi tlmum: Lundar: Fyrsta miBvikudag. Riverton: Fyrsta flmtudag, Qimli: Fyrsta miBvikudag, Piney: priSJa föetudag 1 hverrjum m&nuBi J. Ragnar Johnson, B.A., LL.B., LL.M. (Harv.) tslenzkur lögmaður. 12 C.P.R. Bldg. Portage og Main, Winniiæg, Manitoba. Símar: Skrifst. 22 341 Heima 71 753 JOSEPH T. THORSON ísl. lögfræðingur Scarth, Guild & Thorson, Skrifstofa: 308 Great Weftt Permanent Building Main St. south of Portage. PHONK: 22 768 G. S. THORVALDSON, B.A., LL.B. Lðgfræðingur 709 Electric Chambers Talsími: 87 371 A. C. JOHNSON »07 Confederatlon Llfe WINNIPKQ Annast um fasteignir manna. Tek- ur að sér aS ávaxta sparifé fólks. Selur eldsábyrgB og blfreiBa ábyrgB- lr. Skriflegum fyrirspurnum svaraB samstundis. Skrifstofusimi: 24 263 Heimastmi: 33 328 A. S. BARDAL 848 Sherbrooke St. Selur líkklatur og annaat um át- farlr. Allur (ItbúnaBur aá bemL Ennfremur aelur hann allakonar minnlsvarSa og legateina. Skrifatofu tals. 86 607 IlelnUlia Ta.ls.: I8MI Dr. C. H. VR0MAN Tannlæknir 606 Boyd Bulldlng Phono 14 1T1 WINNIPEQ. S1MPS0N TRANSFER Verzla meB egg-á-dag hænsnaföBur. Annast einnig um allar tegundir flutnlnga. 681 Arlington St., Winnipeg ALLAR TEGUNDIR FLUTN- INGA. Nú er veturinn genginn í garð, og ættuð þér því að leita til mín, þegar þér þurfið á kolum og við að h&lda. JAKOB F. BJARNASON 668 Alverstone. Sími 71 898 ISLENZKIR FASTEIGNA- SALAR Undirritaðir selja hús og lóðir og leigja út ágæt hús og íbúðir, hvar sem vera vill i bænum. Annast enn fremur um allskon- ar trykgingar (Insurance) og veita fljóta og lipra afgreiðslu ODDSON og AUSTMANN 521 Somerset Bldg. Sími 24 664 ÞJOÐLEGASTA Kaffi- og Mat-söluhúiið sem þessl borg heflr nokkurn tima haft lniuvn vébanda slnna Fyrlrtaks máltltSir, skyr. . pBnnn- kökui, rullupytaa og þjóBrwknla- kaffl — Utanbæjarmenn fá aé ávalv fyrst hresslngu á WEVKL CAFE, «»2 Sargent Aw Siml: B-3197. Rooney Stevens, elgandi. KCCNO Eins og auglýst er í dagblöðun- um, fæst það í Winnipeg hjá The Sargent Pharmacy Ltd. 709 Sargent Ave. Winnipeg Sími 23 455 Verð: ein flaska $1.25, þrjár flsk. $3. Póstgj. 15c og 35c.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.