Lögberg - 31.01.1929, Blaðsíða 4

Lögberg - 31.01.1929, Blaðsíða 4
LÖGBERG FIMTUDAGINN 31. JANÚAR 1929. E * ;* ‘i; Högtiers Gefið út hvern fimludag af The Col- umbia- Press, Ltd., Cor. Sargent Ave. og Toronto St., Winnipeg, Man. lí: Talsímar: 86 327 og 86 328 $ Einar P. Jónsson, Editor Utanáskrift blaðsins: The Columbia Press, Ltd., Box 3172 Winnipeg, Man. Utanáskrift ritstjórans: Editor Lögberg, Box 3172, Winnipeg, Man. Verð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram. The "Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, in the Columbia Building, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba. Þýðingarmikið spor Þrátt fyrir allar hraikspár, og allsnarpa and- spyrnu, hefir sáttmáli sá, sem kendur er viS Kellogg utanríkisráðgjafa, og út á það gengur, að ólög'helg'a stríð í framtíð allri, verið af- greiddur í öldungadeild þjóðþingsins í Wash- ington. Hljóta slík úrslit að verða, eigi aðeins Coolidge stjórninni, og þá sérstaklega Mr. Kellogg, óblandið fagnaðarefni, heldur og þeim öllum, einstaklingum jafnt sem þjóðum, er fyr- ir brjósti bera vöxt og viðgang sérhverrar þeirr- ar viðleitni, er að því miðar, að trvggja varan- legan frið á jörðu. Við forsetakosningar þær í Bandaríkjunum, er fram fóru í öndverðum nóvembermánuði síð- astliðnum, kom það ótvírætt í ljós, að sáttmáli Mr. Kellogg3 myndi eiga all-ákveðna mótstöðu- menn, einlkum og sérílagi þó í hópi þeirra þing- manna, er efri málstofuna, eða öldungadeildina skipuðu. Gekk ]>etta jafnvel svo langt, að gef- ið var í skyn, að sáttmáli þessi mætti fyllilega vænta svipaðra afdrifa og þeirra, er biðu sátt- málans um stofnun . Þjóðbandalagsins, sem Woodrow Wilson lagði fvrir öldungadeildina, að loknu friðarþinginu í Versölum. En sem betur fór, skipaðist þó málum að þessu sinni á annan veg. Enda var nú nokkuð öðruvísi á- statt. Andspyrna sú, er sáttmáli Mr. Kelloggs sætti, var ekki bundinn við flokka, heldur voru það aðeins nokkrir menn úr meginflokkunum báðum, er að henni stóðu. Nokkuð öðru máli var að gegna með Þjóð- bandalagssáttmálann. 1 því tilfellli voru það aðallega andstæðingar Mr. Wilsons, er fyrir andspyrnunni gengust, vafalaust að meira og minna leyti með pólitiskan flokkshagn- að fyrir augum. Bráðabirgöasigur báru þeir að vísu úr býtum, þótt unninn væri hann að líkindum á kostnað siðferðismeðvitundar þjóðarinnar. Opnuðu slfk vopnaviðskifti svo augu amerískra kjósenda, að þeir mymdu aldrei hafa látið það viðgangast, að Mr. Kellogg vrði beittur sömu brögðum. Og almenningsálitinu má það vafalaust þakka, að sáttmáli Mr. Kel- loggs öðlaðist samþykki öldungadeildarinnar, með feykilegu afli atkvæða. 1 sambandi við meðferð Kellogg-sáttmálans í öldungadeildinni, og afgreiðslu hans, er ekki nema rétt og sjálfsagt, að þess sé að makleik- um getið, að stofnanir þær, innan vébanda hinnar amerísku þjóðar, er mest láta til sín taka um mannfélagsmál, svo sem kirkjur og háskólar, kröfðust þess eindregið, að sáttmáli sá, er hér um ræðir, yrði afgreiddur tafarlaust. Reið það að sjálfsögðu baggamuninn. Að því er afgreiðslu téðs sáttmála í öldunga- deildinni áhrærir, kemst blaðið “The Christian Scienoe Monit'or”, nýlega svo að orði. Afgreiðsla Kellogg sáttmálans, hlvtur að skoðast stór-sigur fyrir Coolidge forseta og ut- anríkisráðgjafa hans, — stærsti sigurinn, sem sú stjóm vafalaust hefir unnið. Er með af- greiðslu þess sáttmála, markað stór-þýðingar- mikið spor í sögu þeirri, er að friðarviðleitni mannkynsins hnígur. Ekki ber þetta þó svo að skilja, að stigin séu með þessu öll þau spor, er stíga þarf, til þess að tryggja varanlegan frið þjóða á meðal, því það er svo langa langt í frá. Þeir, sem að hinni væntanlegu Hoover - stjóm kunna að standa, þurfa heldur engan kvíðboga að bera fyrir því, að öll stærstu viðfangsefnin hafi ver- ið tekin fra Afr. Hoover, svo honum sé í raun- inni lítið annað eftir skilið, en að undirskrifa nauðsynlegustu skjöl. Enn er athafna þörf, — yoldugra og viturlegra athafna, ekki síður á sviðum friðarmálanna, en öðrum sviðum. Þótt með afgreiðslu Kellogg-sáttmálans, sé að vísu stigið næsta þýðingarmikið spor í átt- ina til varanlegs friðar, þá er þó þar með ekki í rauiunm nema um eitt spor að ræða. Hljóta mörgá eftir að fara, unz siálfu meginmarkinu er náð. Þjóðir þær, er að Kellogg-sáttmálanum standa, og staðfest hafa kjaraa hans með und- írsknft sinni, era allar sem ein, skuldbundnar td þess frá siðferðiglegu sjónarmiði, að beita til þess ollum hugsanlegum meðulum, að gera út um oll ]>au ágreiningsefni, er innbyrðis kunna að koma upp meðal þjóða þeirra sjálfra, á frið- samlegan hátt. Agreiningsatriði verða sennilega aldrei með öllu útilokuð frá viðskiftum mannanna. Hitt hlytur jafnan að skoðast.mest um vert, hvernig fram úr þeim skuli greitt. Nú hafa þjóðir þær, er að Kellogg-sáttmál- anum standa, lýst því yfir skýrt og ákveðið. að stríð skuli gerð útlæg að lögum. Hið sama hafa enn ekki allar þjóðir gert, og þó þolir málið enga bið. Bandaríkjaþjóðin átti frumkvæði að sátt- mála Mr. Kelloggs, og ber henni fyrir það mak- leg viðurkenning. Bráðum verður það Mr. floover, er ábyrgð á því ber, að komið sé á fót nýjum samkomualgs gerðardómi, er gera skal út um ágreiningsatriði þjóða á meðal og koma á sáttum. Það verður nú ekki lengur liðið, að sitja hjá, og hafast eigi að. Lifandi þátt-taka í ör- lögum mann'kynisins, hlýtur að verða í framtíð- inni mark og mið hinnar amerísku þjóðar. Stórstígar framfarir / 1 janúarhefti tímaritsins “Natural Re- sourees'’, 'sem gefið er út af innanríkisráðu- neytinu í Ottawa, birtir innanríkisráðgjafinn, Hon. Charles Stewart, áramótahugleiðingar þær, er hér fara á eftir. Teljum vér þær svo mikils um verðar, að sjálfsagt sé að láta þær koma fyrir almennings sjónir; “Svona rétt um það leyti sem heita má, að nýtt ár sé nýgengið í garð, virðist ekki úr vegi, að vér hvörflum hugarsjónum vorum yfir at- burði hins liðna árs, og færum oss reynslu þess í nyt, í sambandi við viðfangsefni þau, er fram- undan bíða. Hin stóraukna nytjun náttúruauðæfa vorra var slík, á hinu liðna ári, að gersamlega er ein- stætt í sögu hinnar canadisku þjóðar. Má svo að orði kveða, að glögt mætti heyra æðaslög aukinnar velmegunar frá hafi til hafs. Nokkur síðustu árin, hefir málmtekjan hér í landi farið geysilega í vöxt. Eigi aðeins í þeim fylkjum, er gefið hafa sig við námarekstri til margra ára, heldur og á öðrum stöðum, þar em málmtekja til skamms tíma var lítt kunn, eða þá sama sem engin. Blasa því nú við, svo að segja í öllum áttum, nýjar iðnaðar og at- vinnulindir. Árið 1927 nam málmtekja landsins því sem næst tvö hundruð og fimtíu miljónum dala; en á hinu nýliðna ári, mun mega fullyrða, að hún hafi orðið þó nokkuð 'meiri að verðhæð. En með því að fullnaðarskýrslur eru enn eigi við hend- ina, verður eigi um það sagt upp á hár, hve miklu að mismunurinn nemur, þegar öll kurl koma til grafar. Gleðiefni er það eigi all-lítið, að í viðbót við hina stór-auknu málmtekju, skuli nýjar og nýj- ar málmtegundir vera jafnt og þétt að bætast í hópinn, sem líklegar eru til að gefa af sér drjúg- an arð, er stundir líða. Kolaframleiðslan er nú komin á hærra stig, en nokkru sinni fyr. Mun það almenningi eigi lítið fagnaðarefni, að á því sviði, sem öðrum, þurfi þjóðin sem allra minst til annara að sækja. Olíuframleiðlan í vesturfylkjunum, er að færa út kvíamar ár frá ári, og spáir góðu um framtíðina. Yoru meðal annars í Alberta-fylki fi*amleiddar á árinu, sem leið, 480,000 tunnur af hráolíu, eða óhreinsaðri olíu. Þá hefir framleiðslan á kopar, nickel, blýi og zink-i, orðið slík, að vakið hefir athygli út um allan heim. Auk þess bendir flest til, að falið sé hér í jörðu meira silfur og gull, en nokkurn mann hafði órað fyrir. Að því er orkuvirkjun áhrærir, er þjóðin canadiska flelstum þjóðum betur sett. -Má svo segja, að hvar sem er, sé um óþrotlega raforku að ræða, hvort heldur sem vera skal til iðnfram- leiðslu, eða heimilisnota. Alls nemur virkjuð orka hér í landi um þess- ar mundir, 5,328,000 hestöflum. Varð viðbótin á árinu, sem leið, 550,000 hestöfl, og nú um þetta leyti eru í virkjun 1,200,000 hestöfl í hin- um ýmsu landshlutum, þó mest í Quebec, Ont- ario og Manitoba. Canadiska þjóðin, á mikið að þakka sínum afar-voldugu skóglendum. Nam framleiðsla skógarafurða á árinu, sepi leið, $475,000,000. Stendur því timburverzlun landsins í margfalt meiri blóma, en við hefir gengist til margra ára. Um pappínsframleiðslna er það að segja, að þrátt fyrir afar stranga, erlenda samkepni, þá má hún samt sem áður engu að síður teljast í bezta ásigkomulagi. Enda á sú atvinnugrein ötulum forystumönnum á að skipa. Auk þess eru pappírsverksmiðjur vorar allar af nýjustu og fullkomnustu gerð, hvað áhöld og útbúnað áhrærir. Stjórnardeild sú, er eg hefi þann heiður að veita forvstu, hefir á hinu nýliðna ári, lagt sig sérstaklega í framkróka með að bæta hag Indí- ána og Eskimóa, með góðum og miklum árangri. Hefir verið lpgt á það mikið kapp, að kenna þeim ýmsa nauðsynlega handavinnu, með það einkum og sérflagi fyrir augum, að búa þá sem allra bezt undir þær atvinnugreinar, sem þeir eru bezt fallnir fyrir, samkvæmt upplagi. Hef- ir stjómin nú í uinsjá sinni víðáttumikil land- flæmi, em ætlað er til moskusdýra og hrein- dýraræktar, Indíánum og Eskimóum til hags- bóta. Aætlað er, að ferðamenn þeir, er til Canada komu á árinu sem leið, hafi eytt hér freklega tvö hundruð sjötíu og sex milj. dala. • Er því um stórkostlega tekjulind að ræða, þar sem ferðamannastraumurinn er. Mun óhætt mega gera ráð fyrir, að hún fari mjög í vöxt á næstu árum, eftir því sem þjóðvegum fjölgar og þeir komast í betra horf. Það stendur öldungis á sama í hvaða átt gð litið er, — auganu mætir hgarvetna bjartara viðhorf, en við hefir gengist í liðinni tíð. Aldrei hefir nokkra sinni fyr runnið upp yfir hina canadisku þjóð, ár, er jafngóðu spáir um framtíð hennar, sem þetta ár, er nú má heita nýgengið í garð. Mun það enda einstætt í sögunni, að afn ung þóð, sem canadiska þjóð- in er, hafi vogað jafn mikið og hugsað jafn- hátt. Úr lundum lista og bókmenta i. Björgvin Guðmundsson: “Kvöldbæn”, ein- söngslag með píanóundirspili, útgefandi Pétur Lárusson, Reykjavík, 1928. Prentsmiðjan Göt- enberg. Þetta stór-fagra lag Björgvins Guðmunds- sonar, við sálminn, ‘Nú legg eg augun aftur’ , er enginn gestur á meðal Vestur-tslendinga, því það hefir oft verið sungið bæði liér í borg, sem og út um nýbygðir vorar, af ýmsu voru ágætasta söngfóíki, almenningi til djúprar og ógleymanlegrar ánægju. Lag það, er hér um ræðir, ber ótvíræðan vott um innblásna, skáldlega andagift, sem að- eins er veitt þeim fáu, útvöldu, í ríki frum- skapandi listar. Skyldi oss sízt undra, þótt einhvern tíma síðar meir yrði litið svo á, að með “Kvöldbæn’’ Björgvins, hefði skapast “nýr skóli” í tónlistar-sögu hinnar íslenzku þjóðar. ............... Einkum er það tvent, er oss finst sérstak- lega einkenna þetta lag Björgvins, sem og reyndar flest verk hans önnur, þau er vér höfum nægilega kynst, sem sé helgihrifning og lotn- ingarfull tiibeiðsla. Á því sviði virðist oss hann njóta sín bezt, og þaðan hyggjum vér að vænta megi í framtíðinni, margra, óbrotgjarnra snildarverka, endist listamanninum heilsa og líf. Dr. Jóhannes Pálsson, hefir þýtt texta lags- ins á enska tungu. Frá bókmentalegu sjónar- miði, er þýðingin ærið gölluð, þótt blæbrigði frumtextans haldi sér, sénstaklega í upphafinu, sæmilega vel. Lag þetta helgar tónskáldið minningb föður síns, Guðmundar bónda á Rjúpnafelli í Vopna- firði, — óneitanlega fagurt og ræktarsamlegt minnismerki. Lag þetta er prentað á góðan pappír, og frá- gangur allur hinn bezti. Verð 50c. Fæst hjá höfundinum, Björgvini Guðmundssvni, 555 Arl- ington Street, hér í borginni. — Þess var getið í síðasta blaði, að eitt af hin- um yngri góðskáldum heimaþjóðarinnar, Jó- hannes úr Kötlum, hefði hlotið verðlaun fvrir helgiljóðaflokk, er notast skvldi við hátíðahöld- in á Þingvelli 1930. Því ekki að láta Björgvin Giiðmundsson semja lög við flokkinn ? II. O. S. Thorgeirsson: Almanak, Winnipeg 1929. tJtgefandi Almanaksins, hr. O. S. Thorgeirs- son, hefir sýnt oss þann góðvilja, að senda oss 35. árganginn af Almanaki sínu, sem nú er ný- komið út, og kunnum vér honum þakkir fyrir. LTm innihald þess hefir áður verið getið hér í blaðinu, og má af því ljóslega sjá, hve fjöl- breytt Almanakið er að þessu sinni, eins og svo oft endarnær. Tvær ritgerðir teljum vér merkastar. Er hin fyrri áfamhald af safni til landnámssögu íslendinga í Vesturheimi, og f jallar um landnám íslendinga í Blaine, eftir frú Margréti J. Bene- dictson, fróðleg mjög og skemtileg aflestrar. Síðari ágætisritgergin, er um rithöfundinn John Bunyan, þann, er samdi, meðal margra annara ágætisrita, “För Pílagrímsins ”, sem fíestir Islendingar munu kannast við. Er rit- gerð þessi samin af próf. Richard Beok, prýði- lega vönduð í alla staði. Almanakið kostar 50 cents, og fæst hjá út- gefanda, hr. O. S. Thorgeirssyni, að 674 Sar- gent Ave., Winnipeg. Tíu ára tækifæri. IV. “Sá á litla sæluvon, sem á hvergi heima.” Sig. BreiðfjörÖ. Á fyrsta þingi ÞjóÖræknisfélagsins var því hreift aÖ eitt nauðsynlegasta og sjálfsagðasta verkið, sem fyrir félaginu lægi, væri það að fá sér ákveðið heim- ili. Fjórir menn að minsta kosti, lýstu þeirri skoðun sinni að engjn stofnun gæti hugsað sér framtíð né festu sem hvergi ætti höfði sínu að að halla; og öllum virt- ist koma saman um það að þetta væri sannleikur. Árið áður (25. júní) hafði eg skrifað grein um myndun allsherjar Þjóðræknisfélags meðal íslendinga í Vesturheimi og stungið upp á Goodtemplarahúsinu sem heimili þess hér í Winnipeg. Undir þetta var tek- ið af allmörgum, sem um málið rituðu í samlbandi við þá grein; þar á meðal bírtist um það ágæt rítgerð eftir séra Guðmund Árnason. Eg benti upphaflega á það, að félagið þyrfti að eiga samastað, þar sem Islendingar gætu mæzt hvaðan úr heimi senv þeir kynnu að koma. Þar þyrfti að vera velvalið bókasafn og lestrarstofa með öllum ís- lenzkum blöðum og tímaritum, sem eg ætlaðist til að útgefendurnir gæfu. Þar ættu að vera á reiðum höndum alls konar upplýsingar fyrir alla þá, er þess æsktu. Þar ættu að vera fluttir fyrirlestrar og fara fram fræðsla af ýmsu tagi. Þar ætti að mega koma saman til tafls og annar saklausra skemtana, o. s. frv. t sama strenginn tóku aðrir, sem um málið rituðu og þeir voru margir. Á hverju einasta þingi, sem haldið hefir verið síð- an hefir þessu máli verið hreift og altaf talið nauð- verið skilið þannig við málið að stjórnarnefndin hef- ir verið beðin að hafa það til framkvæmda; oftast hefir sú beiðni verið aðeins munnleg, en einhuga frá öllum þingheimi. Nú eru liðin tíu ár og enn hefir nefndin ekki haf- ist handa í þessu máli, svo teljandi sé—eftir tíu ár er félagið heimilis- og athvarfslaust eins og það var þeg- ar það fæddist. Ekki væri sanngjarnt að ætlast til þess að stjórnar- nefndin hefði þegar komið upp stóreflis húsi, sem félagið ætti sjálft, en mér finst þetta félag verði að haga sér eins og aðrar stofnanir, ef það ætlast til lífs og framfara. Á meðan því er það um megn að kaupa hús eða byggja þá, sýnist það nokkurnveginn sjálf- sagt að það leigi einhvern samastað. Mér finst félagið eða stjórnin fyrir hönd þess hefði átt að gera tvent: í fyrsta lagi að leigja ann- an sálinn í Goodtemplarahúsinu (eða einhvern annan stað), flytja þangað og mynda sér þar bráða- byrgðar heimili. I öðru lagi að byrja sjóðsöfnun til byggingar og setja sér það mark að hafa safnað nægilegu fé í hann til þess að geta bygt sitt eigið hús eftir einhverja ákveðna áratölu. 1 stað þess aS gera þetta hefir alt verið látið reka á reiðanum og ekkert orðið af framkvæmdum. Fé hefði- mátt hafa saman með ýmsu móti til þessa fyrirtækis; eg minn- ist ‘þess þegar eg var -í nefnd fyrir aldarfjórðungi eða meira, til þess að safna fé til Goodtemplarahúss- ins, hversu vel sú söfnun gekk; var þó allmikill munur á kringum- stæðum íslendinga þá og nú. íslendingar munu vera eina þjóð- brötið hér, sem eiga engan sameig- inlegan staS, þar sem þeir geti mæzt í þeim skilningi, sem hér er um aÖ ræða. Verði svo skift um stefnu í Þjóðræknisfélaginu, að þar riki lipurð og víðsýni og allur andi þess sveigist í samræmi við líf og ljós nútíðarinnar og undir þeim merkj- um verði reynt að safna öllum ls- lendingum til fylgis í því að koma hér upp heimili, sem því sé sam- boðið, þá þarf ekki að örvænta um /árangurinn. En til þess þarf margt að breytast., Sig. Júl. Jóhannesson. Canada framtíðarlandið Svo má heita, að sama regla gildi í Alberta og hinum fylkjum sambandsins, að því er útmæl- ing áhrærir. Var byrjað að mæla frá landamerkjalínu Bandaríkj- anna. Hin stærri útmældu svæði, eru sections eða fermílur af landi, er taka yfir 640 ekrur. Sérhvert township þannig mælt út, inni- heldur 36 sections, eða 23,040 ekr- ur. Spildum þeim er sections kall- ast, er svo aftur skift í fjórðunga, eða 160 ekra býli. Héraðsvegir í fylkinu mega áv gætir kallast, enda hefir verið til þeirra varið miklu fé, bæði frá sveita, sambands og fylkisstjórn- um. Fylkið saman stendur af borg- um, bæjum, þorpum 0g sveitar- félögum, er hafa sína eigin fram- kvæmdarstjórn, að því er heima- málefni áhrærir. Alls eru sex borgir í fylkinu. Er þeim stjórn- að af borgarstjóra og bæjarráðs- mönnum, kjörnum í almennum kosningum. Þó er stjórnarfyr- irkomulag borganna sumstaðar talsvert mismunandi. Sérhverri borg er stjórnað samkvæma lög- giltri reglugjörð, eða grundvallar- lögum. Bæjum er stjórnað af bæjar- sjóra og sex fulltrúum, en þorp- unum; stýra oddvitar ásamt þrem kosnum ráðsmönnum. — Lög þau eða reglugerðir, sem bæjum og þorpum ber að hegða sér eftir, nefnast The Town Act og The Village Act. iSveitarfélög eru löggilt af fylkisstjórn, eða stjórnardeild þeirri, er með höndum hefir eft- irlit með héraðsmálefnum — Municipal Affairs — samkvæmt bænarskrá frá kjósendum, er í bygðarlaginu eiga dvöl. Sveitar- félagi er stjórnað af sex þar til kjörnum ráðmönnum og er for- maðurinn nefndur veitaroddviti. Sveitarfélög, sem eru að byggj- ast, en hafa eigi hlotið löggild- ingu, standa undir beinu eftirliti fylkisstjórnarinnar. Eins og í hinum Sléttufylkjunum, er að finna í Alberta, allar nútíðar- menningar stofnanir, svo sem bókasöfn, sjúkrahús, skóla og kirkjur. Eru barna og unglinga- skólar í hverju löggiltu bæjar eða sveitarfélagi, svo og gagnfræða- skólar, kennaraskólar, iðnskólar, og enn fremur landbúnaðar og verzlunarskólar, er njóta góðs styrks af obinberu fé. Barnaskóla mentun er komin á hátt stig og allir nýir skólar til sveita, njóta árlega ríflegs styrks frá stjórninni. Skó’lahéruð má stofna, þar sem eigi búa færri en fjórir fast-búsettir gjalrensur, og eigi færri en átta börn frá fimm til átta heimilum. Skylt er öllum foreldrum að láta börn sin sækja skóla, þar til þau hafa náð fim- tán ára aldri. Heimilað er og samkvæmt lögum, að láta reisa íbúðarhús handa kennurum á kostnað hins opinbera, þar sem svo býður við að horfa, og nauð- synlegt þykir vera. Skólahéruð- um fer fjölgandi jafnt og þett og er ekkert til sparað, að koma mentastofnunum fylkisins í sem allra bezt horf. Á landbúnaðar- skólunum nema bændaefni vís- indalegar og verkle^hr aðferðir í búnaði, en stúlkum er kend hús- stjórn og heimilisvísindi. Réttur minni hlutans er trygð- ur með sérskólum, sem þó standa undir eftirliti fylkisstjórnarinn- ar, enda verður, auk hinna sér- stöku greina, og kenna þar all- ar hinar sömu námsgreinir, sem kendar eru í skólum þeim, sem eru fylkiseign. í borgum og bæj- um eru gagnfræða og kennara- skólar og í sumum þorpum einn- ig. Mentamáladeild fylkisstjórn- arinnar hefir aðal umsjón með skólakerfinu og annast um að fyr- irmælum skólalaganna sé vel og trúlega framfylgt. Þrír kennaraskólar eru í fylk- inu, í Edmonton, Calgary og Cam- rose. Verða öll kenaraefni lögum samkvæmt, að ganga á námsskeið, þar sem kend eru undirstöðuat- riði i akuryrkju. Háskóli í Alberta, er í Suður- Edmonton. Eru þar kendar allar algengar visindagreinar, er kraf- ist er að þeir nemi, er embætti vilja fá í þjónustu þess opinbera. í fylkinu eru sex skólar, er það sérstaka verkefni hafa með hönd- um, að veita sveitapiltum og stúlk- um tilsögn í grundvallar a^triðum landbúnaðarins, svo sem akur- yrkju, húsdýrarækt, mjólkur- meðferð og stagerð; enn fremur bókfærslu, er viðkemur heimilis- haldi. Skólar þessir eru í Ver- million, Olds, Claresholm, Ray- mond, Gleichen og Youngstown. Námskeið fyrir bændur eru haldin á ári hverju við landbún- aðarskólana, og fer aðsókn að þeim mjög í vöxt. Sambandstjórnin hefir fyrir- myndarbýli að Lacombe, og Leth- bridge, 0g nokkrar smærri til- raunastöðvar, svo sem þær að Beaver Lodge, Fort Vermillion,. Grouard og Fort Smith. Frá Islandi. Á fundi fjárhagsnefndar bæjar- stjórnar 13. þ.m. var rætt um brunatrygginga til’boðin. — Lagði nefndin til: “Að bæjarstjórnin á- kveði að semja v.ið vátryggingar- félagið “Albingia” í Hamborg á grundvelli tilboðs félagsins dags. 29. okt. og þannig að bæjarstjórn- in eigi kost á að taka þátt í trygg- ingunni með alt að 10 prct. hluta, er byggist á 4. lið útboðsins frá 25. sept. og að fjárhagsnefnd sé falið að undirbúa samninginn.” Frá því hefir verið skýrt áður hér í blaðinu, að samningar stæðu yfir milli útgerðarmanna og Sój- mannafélags Vestmannaeyja, um kaupgreiðslu þar á kómandi ver- tíð. Ekkert samkomulag hefir náðst og hafa báðir aðilar nú aug- lýst kauptaxta. Er taxti útgerð- armanna nokkuð hærri en í fyrra, en Sjómannafélagið gerir kröfu um stórfelda kauphækkun, svo að ekkert útlit er fyrir að samkomu- lag náist. Annars má geta þess, að fæstir þeirra, er sýó stunda í Vestmannaeyjum, eru á nokkurn hátt viðriðnir ISjómannafélagið; þar gætir mest manna, sem aldr- ei koma á sjó. Er því talið víst, að sjómenn ráði sig í skiprúm nú eins og áður, án nokkurs tillits til “samþykta” æsingamanna 1 landi. Gyldendals norsk Forlag hefir sent Miorgunbl. tvær bækur, sem fjalla um forn norræn fræði. Heit- ir önnur þeirra Old og Heltetid og er eftir Haakon Shetelig, en hin heitir Gamle Emigranter, og er eftir A. W. Brögger. Er það til nýlundu um hina seinni bók, að þar stendur á bls. 14: “Norðmenn fundu Hjaltland, Færeyjar og is- land, — en íslendingar fundu Grænland og Norður-Ameríku.”— Eigum vér ekki því að venjast, að Norðmenn unni oss sannmælis um þessi efni, ög megum vér því vera þessum vísindamanni þakk- látir fyrir þessi orð hans. . t kvöld kl. 8.30 verður vígt hið nýja hús. K. F. U. M. í Hafnar- firði, sem bygt var í sumar. Er það úr steinsteypu, 25 álna langt, og 16 álnir á breidd, en að eins ein hæð bygð, en há. Á vígsluhá- tíðina er boðið stjórnum K. F. IT. M. og K. F. U. K. í Reykjavík og nokkrum öðrum vildarvinum. Enn fremur bæjarstjórn Hafnarfjarð- ar, og meðan húsrúm leyfir eru allir velkomnir.—Mgbl.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.