Lögberg - 31.01.1929, Page 5

Lögberg - 31.01.1929, Page 5
LÖGBERG FIMTUDAGINN 31. JANÚAR 1929. Bls. 5. 1 meir en þriðjung aldar hafa Dodd’s Kidney Pills verið viður kendar rétta meðalið við bak- ^erk, gigt, þvagteppu og mörgum fleiri sjúkdómum. Fást hjá öll- um lyfsölum, fyrir 50c. askjan eða 6 öskjur fyrir $2.50, eða beinl frá The Dodds Medicine Co., Ltd. Toronto, ef borgun fylgir. Viðarkol Eru kóngsmenn koninir á skóg? Víst er svo. Hvað eru þeir að gera þar? Höggva við og brenna kol. Þetta eru spurningar og tilsvör úr ævagömluni islenzkum drengja- leik og sýna glögglega, hversu skógarhögg og kolabrensla var samgróið atvinnuháttum þjóðar innar. Drengjum kom ekki til hugar, að nokkrir menn, hvort sem þeir voru kóngsmenn eða ekki ,gætu átt ann- að erindi í skóg en að höggva hann og brenna kol af viðnum, enda er það sannast, að íslendingar hafa hlotið að ganga allrösklega að því, frá þvi fyrsta að þeir námu hér land. Er naumast rétt að áfella þá fyrir það, því þeim var næstum sá einn kostur, þó að nauðugur væri. Þar sem dkki var kostur á reka- við, sem mjög víða hlaut að vera sökum staðhátta, var eigi annárs að neyta til hita í húsum og til mat- elda en s'kógarviðar,, sem til allrar hamingju var nægð af, því víst hef- ir það satt verið, að landið var víða skógi vaxið mill fjalls og fjöru. Annars hefði skógarnir ekki þolað hina takmarkalausu rányrkju í tíu aldir. Er mesta undur, að nokkur einasta aðgengi- leg hrísla skyldi vera uppi stand- andi eftir þann tíma á landinu. Það segir sig sjálft, að býsna mikið af skógarviði hefir þurft til máleldanna, þar sem ekki var öðru að 'brenna, sauðatað—skán—ekki til. Sauðfé gekk úti, og mykja “nautpenings var borin á völl, eins og íslendingasögur sýna, til þess áð fá betra gras—töðu af taði. En til þess- að fá töðuna enn betri, einkum af hálendi, fann Njáll upp á því, að aika skarni á hóla, til þess að þar yrði “taða betri.’’ Er Iik- legt að hann hafi verið upphafs- maður að því að nota mannasaur til áburðar á tún, en var meinhæddur fyrir og brugðið um að hafa stór- um yfirsézt, er hann notaði ekki þetta dýrindi lika fyrir skeggsápu. Hvergi er þess getið, að menn hér í fornöld hafi notað mó til elds- neytis, svo annaðhvort hefir upp- götvún Torf-Einars eigi verið hér alment kunn eða menn eigi þekt mó eða hirt um að afla hans fyr en seinna á ölum. Að vísu nefna sög- urnar fauskagröft, en naumast get- ur það átt við mótöku, þótt gerð hafi verið í sama augnamiði, þar sem það var orðið, eftir skógareyð- ing, nærtækara að grafa upp kal- við og hálffúnar rætur en að sækja í skóginn sjálfan, og verið í ra;uninni einskonar aukastöð, eins og nú mundi kallað. Það, sem þó allra mest knúði til skógarhöggsins og olli víst lang- mest eyðingu skóganna, var hin geysimikla eldsneytisþörf til jám- vinslunnar—rauðablástranna. Geta má nærri, hversu óhemju mikið af skógarviði, niðujrhöggnum og brendum til kola, hefir þurft t- d. til að bræða við, drcpa og reka'svo sem 50 kg. af járni úr mýrarrauða, þangað til það var orðið hentugt til srníða, því afbragðssmiður með sæmilegum tólum á 19. öld, þurfti eina tunnu af góðum viðarkolum til þess að smíða við einn einasta sláttuljá ésamsoðinnþ Að visu hafa rauðblástrarnir ekki varað mjög lengi, því efni til þeirra hafa geng^ið til þurðar, og nægilegt járn hefir farið að flytjast til landsins, en eldsneytisþörfin til heimilisnotk- Unar og kolagerðin til járnsmíð- ar>na hélt áfrani allar aldir fram yfir miðja síðustu öld. Silfursmið- lr notuðu viðarkol jafnvel lengur, ef smíða þurfti stóra hluti. Þau hol gáfu svo jafnan og hægan hita °S voru þvi nær reyklaus, og ekki Vítr auðið að hcdgylla við annað eldsneyti svo vel færi, en þannig var ávalt gylt áður en rafmagnið þektist. Nú á timum er svo margt að breytast bæði til hins betra—og verra—og margt að falla og fallið úr sögunni, og þar á meðal viðar- kolin. Á síðustu árum viðarkola- gerðarinnar var eg að vísu ungur, en nægilega gamall þó til þess að muna vel eftir henni. Má vera að yngri mönnum og eftirkomandi kynslóðum þyki það eigi með öllu ófróðlegt að fá lýsingu af kola- gerðinni og notkun kolanna um 1874 a Suðurlandi, er sennilega hef- ir verið- með likum hætti um alt land frá fornöld, nema þá alt stór- feldara, og ikolin þá brend í skóg- inum en ekki heima. Á haustin eftir fyrstu réttir hóf- ust skógarfcrðirnar. Menn sam- mæltu sig til þeirra eftir ástæðum og höfðu svo marga klyfjahesta, er þurfa þótti, ef skógarhöggið var ótakmarkað, sem þá var nú orðið óvíða. Flestir urðu að kaupa skóginn. Var víst verð greitt fyr- ir að meiga höggva hestburðinn. Fór það eftir gæðum viðarins, en algengast voru það 5 fiskar og þaðan af minna. Nokkrar jarðir áttu sjálfar skóg á landeign sinni, og einstöku jörðum fylgdu skógar- ítök á fjarlægum stöðum, annað- hvort heilar torfur (Vatnsdalstorfa, Hofstorfa o. fl.) eða þá ákveðið hestburðatal. Þetta voru upphaf- lega gjafir frá guðhræddum mönn- um til kirkna eða bænahúsa, er þá voru á jörðum þessurn. Þeir, sem áttu hina stærri skóga eða stór ítök, gátu höggvið eftir vild og selt öðr- um, sem ekkert tilkall áttu til skóg- ar, og það voru langflestir, sem ekki áttu það. Sumstaðar áttu heil- ar sveitir skóg saman, ef hann lá i afréttarlandi þeirra. Fóru þá ítök hverrar jarðar eftir hundraðstali hennar, miðað við hestburði. Á Suðiurlandsundirlendinu er ó- víða lengra til skógar en dagleið með lest, en víða þurfti yfir vötn að fara og þau stór, svo sem Markar- fljót og Þjórsá, er farið var i Skriðufellsskóg. Var Þjórsá þá riðin á Gaukshöfða- eða Haga-vaði. Þótti hrcn oft all-ill yfirferðar, bæði djúp, straumþung og stak- steinótt. Þegar komið var í skóginn, tóku menn að viða—höggva—af kappi, en hvað fljótt það gekk fór eftir ýmsum kringumstæðum, svo sem því, hvað mikið skyldi viða, hversu skógurinn var þéttur, menn dugleg- ir, veður hentugt, o. fl. Engir voru umsjónarmenn eða neinar reglur um, hversu höggva skyldi, en ætlast var til, að hver hrísla væri höggvin á snið, og öxin væri blaðþunn og biti vel, til þess að rótarstúfurinn —stofninn—merðist eigi eða rifn aði, en væri sléttur og hallur, svo vatn gæti ekki gengið í hann og valdið fúa. Að vísu þótti ekki gott að rjóðurfella stórar spildur, en ekki var samt horft í það, ef svo stóð á, að það þótti að einhverju leyti hagkvæmt. Þegar búið var að viða nægilega mikið, voru hrisl urnar bornar saman, og þær smærri þundnar í bagga — baggaviður, — en þær stærri í langa ströngla, er drógust á hestinum, vissu stofn- arnir upp en limið niður—dragna- viður, — Þurfti mikla vandvirkni og aðgæzlu við að búa svo um, að þessar klyfjar meiddu ekki hestinn að aftan eða væru honum til hindr- unar i göngu, og þó sérstaklega, er fara þurfti yfir stórvötnin, > oft þvert fyrir straum, með marga hesta undir þessum klyfjum. En stvrk- ur, þol og lagni íslenzku hestanna sætir oft undrun. Það kom fyrir að menn fengu all-mikla hrakninga i vötnum þess- um við að bjarga klyfjum, sem flutu af hestum, ef djúpt var eða hestur lenti í sandbleytu, en að öðru leyti urðu eigi slys við vatna- ferðir þessar, þó ægilegar væru. Þá voru aldrei brend kol í skógin- um. Hefur það varla verið gert alment eftir það, að rauðablástrarn- ir lögðust niður. Þó getur Brynj- ólfur Jónsson frá Minna Núpi þess í “íslenzkum Sagnaþáttum,” að Eiríkur bóndi í Haga í Gnúpverja- hreppi, um fyrri hluta síðustu ald- ar, hafi gert til kola á þann hátt, að hann reif hríslurnar upp með rótum, dvngdi þeim niður í jarðfall bar svo eld að og brendi þannig kolin. Ólíklegt er, að hann hafi fundið upp ']>essa aðferð. Hitt er líklegra, að hann hafi vitað þetta gert áður; eða eitthvað líkt því; er þá vel skiljanlegt, hversu hraðfara eyðing skóganna og uppblástur landsins hlauit að verða. Eftir að komið var úr skógi, var það haft að hjáverkum, er annað nauðsynlegra var eigi til að stafra, að kvista viðinn þannig, að allir angar og lim var höggvið af hrísl- unum, að þeim undanskildum, er ætlaðar voru til að skýla heyjum með. Limið var haft til eldivið- ar, (í fornöld hefir eingöngu ver- ið notaður viður til eldsneytis, sézt það ljóslega af því, að enn i dag er allskonar eldsneýti nefnt eldt viður.J einkum til að svíða við svið og hita við kaffiketilinn í smiðj- um, er það þurfti að gera fljótt, og annað var yfir hlóðum í eldhús- inu fþá þektust eigi hitavélarnar). Einnig var limið haft í sópla til að sópa með innanhúsa og í heygörð- um, og til aðstoðar við ibarnaupp- eldið. Síðan var viðurinn greind- ur sundur. Það stærsta var haft til áreftis í fénaðarhús. Var með hnif flisjaður af lurkunum börk- urinn.^ Hét það að birkja, og var börkurinn soðinn til litar á skinn. Sumir lurkarnir voru svo gildir að neðan, að nota mátti þá í hagldir og skammorf o. f 1., en það beinasta og kvistlausa var geymt uppi i eld- húsi til næsta sumars og látið reykjast þar og harðna. síðan bút- að og klofið og notað í hrifutinda um sláttinn. Því var viðurinn birkt- ur að hann þótti þá betur verjast fúa en ella. Alt hið smærra af viðnum, en þó svo stórt, að nema niundi fingurs- gildleika, var ætlað til kola. Var það Iátið í tómt og þriflegt úthýsi, d. hesthús við bæinn. Var hent- ugt, að það væri með dyrum á hliðvegg. Á mitt gólfið var lát- inn kláfur með reiðingsdýnu ofan á. Á hann settist maður og hafði fyrir framan sig trékubb-- f jal- höggið—jafnhátm sætinu. Maður- inn sneri móti dvrum og hafði við- inn til vinstri handar, tók svo með hægri hendi lurk eftir lurk, og hjó þá með biturri öxi í svo sem 7 cm. langa búta, sem hrukku undan högginu út i hinn auða enda húss- ins ,og lentu þar í hrúgu. Þetta hét að kurla og bútarnir kurl. Nú voru lurkarnir oft kræklóttir og misfimlega til höggvið og því var það, að kurlin hrukku viðsvegar, og alt annað en þeim var ætlað. Gætti þess auðvitað mest, ef kurlað var úti.^en ávalt nægilega mikið til þess að sanna forna málsháttinn “Sjald- an koma öll kurl til grafar.” Mönn- um þótti skemtilegt verk að kurla, þ. e. a. s. ef kurlin létu nefið á þeim í friði. Að verkinu loknu voru kurlin tekin saman, látin í bing og geymd til vors. Einhvern- tima á stekktíðinni á vorin, í logni og þurviðri, voru kurlin brend til kola, sem sérstaklega þurfti að nota fyrir og um sláttinn. Á háum stað og þurrum var gerð skálmynduð gryfja, kolagrófin. Fór stærð hennar.eftir því, hvað mikið skyldi brenna. Átti gröfin að vera hér- umfbil barm^full af kurlumum. Byrjað var á þessu verki snemma dags, er veður þótti einhlítt, því hvorki mátti vera regn eða vindur á meðan á brenslunni stóð, ef vel átti að fara. A botn gryfjunnar var látinn logandi eldur og kurlun- um komið fyrir þar ofan á þannig, að eldurinn gæti læst sig um alla gröfina og lei'kið 'jafnt um öll kurl- in. Þegar loginn var kominn upp úr kurlunum, var gröfin byrgð með torfi og mold, svo hvergi gæti log- að upp úr. Allur vandinn var i því fólginn að byrgja gröfina á réttum tíma. Verst fór, ef það var gert of seint eða illa, því þá brunnu kolin til ösku meira eða minna. Hitt var ekki heldur gott, að þau yrðu illa brend, ef loginn var kæfður of fljótt, því þá urðu kolin lakari til að sjóða járn við, og ekki reykjarlaus. Eftir áð bú- ið var að byrgja gröfina, varð að sjá um, að aldrei logaði upp úr, varð því maður ávalt að vera við gröfina, þar til hætt var að rjúka og glóðin kulnuð, varaði það oft alt að sólarhring. Þegar víst var, að kalt væri orðið í gröfinni, var hún opnuVi, kolin tekin upp, látin inn í smiðju,, geymd þar í byng og tekin til notkunar eftir þörfum. Það var ærinn vandi að brenna vel kol, og flestir opnuðu gröfina með talsvert kvíðablandinni eftirvænt- ingu um hversu tekist hefði. Vel brend viðarkol áttu að vera jöfn í allri gröfinni, svör-t að innan, gljá- andi í botni, og helzt með silfurlit að utan. Eftir að steinkol tóku að flytjast til landsins voru viðarkol næstum einungis notuð til dengslu sláttuljáanna á siumrin, en til þess voru steinkol óhæf sökum of sterks og ójafns hita og revks. Fyrst er eg man voru eingöngu notaðir samsuðuljáir til sláttar. Lagðar voru saman þrjár jafnstórar reimar, tvær af góðu kaldórslausu, deigu járni, og ein á milli þeirra úr góðu stáli. Reimar þessar voru svo soðnar sarnan, og ljárinn gerð- ur af þessu. Heyrði eg gamla menn segja, að orðlagður þjóð- hafa járnsmiður, Ólafur bóndi i Teigi i Fljótshlíð, hefði þurft eina hann kynst þesskonar ljáum í Skot- landi, en lét laga þá eftir íslenzkum staðháttum. Eru það hinir svoköll- uðu skozku ljáir, sem með lítils- háttar síðari breytingum, eru not- aðir enn í dag. Það drógst þó nokkur ár, að ljáir þessir næðu almennri útbreiðslu, meðfram af venjulegri fastheldni eldri manna við fornar venjur, og einnig af þvi, að hinir nýju ljáir þóttu þyngri og stirðari í slætti en þeir gömlu, og þar að auki ótraust- ari. Þeir voru í fyrstu mjög harð- ir, og sökurn þess brotnuðu þeir, ef þeir mættu nokkru misjöfnu. Þurfti þá að tinkveikja bót yfir brestinn— lappa ljáinn—fór það oft misjafn- lega vel. Eigi var tiltök að klappa þessa ljái sökum hörku. Voru þeir því lagðir á hverfistein, en miklu var það sjaldnar gert en nú, þvi þeir þyknuðu miklu seinna. Bitið var ekki mjúkt, en skarpt og hélst lengi. Brýnt var með svokölluðu sand- brýni, var það ferstrend flöt smá- spýta, sem límdur var á sandur af mjög hörðum steintegundum, máttu þau ekki blotna, og því geymdu menn þau í barmi sínum, er þek slógu. Nokkrum árum síðar lét Torfi Bjarnason enn smíða ljái í Skot- landi með öðru lagi. Voru það einjárnungar úr góðu stáli. Þurfti því ekki að smíða á þá bakka eins og hina, en þjóið_ var fest á það með skrúfaðri ró. Voru þeir því kall- aðir ýmist skrúfuljáir eða Torfa- ljáir. Ljáir þessir voru nokkuð stirðir, en bitu í fyrstu ágæta vel, urðu þó ekki langæir, helzt sökum þess að skrúfurnar entust illa, en þær þurfti oft að hreyfa til þess að leggja ljáinn upp og niður, eftir jarðlagi. Þessa ljái mátti klappa, en þeir náðu aldrei almennri út- breiðslu. Skozku ljáirnir höfðu svo mikla kosti fram yfir gömlu íslenzku ljá- ina — þrátt fyrir smágalla — að heyjaaflinn óx stórum við notkun þeirra, og vafalaust mankaði Torfi Bjarnason með þeim stærsta spopið í íslenzkum landbúnaði á síðastlið- inni öld. Og víst er það, að hon- mikinn og handvissu þurfti til þess um eiSa íslenzku skógarnir, eða tunnu af viðarkolum til að smíða slíkan ljá, svo áburðarfrek voru kolin. Samsuðuljáir þessir voru léttir og liðugir til sláttar, og gátu Iþitið mæta vel, ef þeir hittust í herslunni. þ. e. fengu hæfilega hörku eftir denginguna, en gallinn var, hvað oft þurfti að dengja, einkum þar sem harðslægt var, og hvað oft dengslan mishepnaðist, af því að ljárinn fékk ekki rétta herslu. Dcngslan fór þannig fram, að þegar ljárinn var orðinn þykkur til eggjar undan brýnslunni eða hafði mætt einhverju, sem skemt hafði eggina, svo að hann var hættur að bíta, var hann sleginn úr orfinu og farið með hann til smiðju, sem þá var á hverjum einasta bæ. Smiðj- ur þessar voru með “bclg og blístru,” eins og stendur í gömlum virðing- arbókum. Eru smiðjur þessar óð- um að leggjast niður, en eru ef vel er aðgætt svo merkilegar, að Þjóð- menjasafnið ætti að eignast litla eftirmynd af þeim áður en þær hverfa með öllu. Fremst á afliir um framan við eldstæðið lá lang- ur en mjór mósteinn og ofam í hann var klöppuð fingurhæðar (10 —12 cm.) djúp og breið þró, alt að 1 metri að lengd. Var hún á- valt full af vatni, og í henni var alt það járnsmíði hert, sem herða þurfti —þar á meðal ljáirnir, og þeirra vegna, þurfti þróin að vera svona löng. Eldur var kveiktur upp í smiðj- unni í viðarkolum, og ljárinn hitað- ur við þau, þar til hann varð allur jarprauður. Var hann síðan klapp- aður fram til eggjarinnar svo jafnt sem auðið var, þar, til hann var orð- inn skclfunnar. Ef hann var crð- inn hálfslitinn eða meira, þurfti að þynna hann allan nokkuð upp að bakka. Hét það að taka hann fram, Að þessu loknu var ljárinn hitaður aftur, undir herzlu. Var það mesta vandaverk, ef vel átti að fara, því hita varð ljáinn, sem oft var alin fyrir egg, eggalhingur, að lengd,—þantnig að hann yrði allur aftur að grashlaupi jafn hæfilega pauðheitur, sem ákveða varð eftir ugnabliks sjón. En handflýti DANARMINNING að dýfa honum ofan í herzluþróna, svo að jafnt og vel rynni á hann herzlan Dengslan mishepnaðist oft af ýmsum ástæðum, og var þá þeim tíma og kolum spilt, er til hennar fór, og ljárinn beit illa til næstu dengslu. Þessir samsuðuljáir þóttu bæði kolafrekir og eyða miklum tíma frá slættinum. Notuðu því sumir ljái úr eintómu stáli. Þá þurfti ekki að dengja, heldur voru þeir kald' hamrctðir, ]). e. klappaðir kaldir, en teknir fram eins og hinir, er þess þurfti, þar til er þeir voru eigi orðn- ir nema spík ein. Ljábrýni voru steirnbrýni, er fengust í verzlunum eins og nú. Voru þau klofin eftir þörfum, en þóttu; betri, ef þau voru brend. Var það gert í lítilli holu á likan hátt og kol, en eldsneytið þótti bezt að væfi þur rnosi eða reiðingur. Þau urðu að hitna hægt og kólna seint. annars duttu þau í rnola,, en hepn- aðist brenslan, urðu þau jafnmjúk og brýndu vel. Elzti sláttuljár, sem eg hefi séð, var ákaflega úrréttur, og á enda þiósins var hak eða litill broddur, sem geikk inn í orfið til að stöðva ljáinn, sem þá var festur í orfið með Ijáböndunum, sem voru ólar úr ósútuðu leðri. En horn eða beinfleygar voru reknir sinn hvoru tnegin þjóðsins—kverk- og hnakka- fleygar—til þess að festa hann tægilega. Nærri má geta, að eigi hefir ver- ið auðvelt að binda þessi ólarljá- bönd í vætu svo vel, að ljárinn yrði ekki laus í, eða að leysgi þau í þurki og hvorttveggja hefir hlotið. að vera ærið tafsamt. Ljáböndin rnunu hafa lagst nið- ur um 1825—30. Faðir minn, sem var fæddur 1815, mundi þau vel og notaði, er hann lærði slátt, líklega 8 ára. Og nokkuð eftir aldamótin hafa þau tíðkast á Norðurlandi, því þá kveður Bólu-Hjálmar: “Skær þegar sólin skín á pótínn, skurnar ól við spíkarþjó.” Mér er ekki kunnugt um, hvort orfhólkarnir eru íslenzk uppfundn- ing eða komnir frá útlöndum, sent eg tel þó líklegra, en hvort heldur er og hver sein hefir innleitt þá, hefir það verið til mikils hagræðis við sláttinn. Árð 1867 er merikisár í sögu ís- lenzka landbúnaðarins og skóganna. Þá kemur hinn nafnfrægi atorku- og hæfileikamaður Torfi BjaTna- son, siðar skólastjóri í Ólafsdal, frá námi í Skotlandi og hafði með- ferðis nýja tegund af ljáum, eða rétara sagt ljáblöðum, sem svo þurfti að smíða bakka á. Hafði skógarleifarnar, líf sitt að þakka, því nú fengu þeir frið fyrir kola- brenslunni. Dengsla Ijáanna hætti. Búnaðarfélag íslands ætti fyrir löngu að vera búið að láta gera af eir líkneski þessa merkismanns, og setja það á viðeigandi fagran stað, til maklegrar minningar um þetta starf hans, auk hinna annara marg- þættu og heillaríku starfa hans í þarfir íslenzka landbúnaðarins, Þeir menn, sem verja kröftum sín- um til að bæta og prýða landið, græða sár þess og hefta útbreiðslu þeirra, svo sem Torfi Bjamason og nú Gunnlaugur sandgræðslu- maður Kristmundsson o. fl.—þeir eru áreiðanlega í mjög náinni sam- vinnu við skaparann, enda sézt oft, að sérstök blessun hans fylgir verkum þeirra. Þessir menn eru sannir velgerðarménn þjóðarinnar, og eiga skilið heiður og þökk allra íslendinga, fæddra og ófæddra. Um 1874 murm hinir nýju ljáir hafa verið bútiir að ná fullri út- breiðslu, en gömlu samsuðuljáirnir lagðir niður, og með þeim dengslan, og það sem til hennar þurfti. Mðarkolagerðirmi var lokið. Oddur Oddsson. —Eimreiðin. Frá Islandi. Reykavík, 20. des. 1928. Skólanefnd Ungmennaskólans í Rvík hefir krafið bæjarsjóð um fjárframlag til skólans. Eru 62 fastir nemendur í skólanum, 46 í aðalskólanum og 16 í kvöldskóla. Nokkur ágreiningur er um fram- lag bæjarsjóðs. Meiri hluti fjár- hag3nefndar leggur til að greidd- ar séu 3450 kl., borgarstjóri 3000 kr. og Stefán Jóh. Stefánsson 4050 kr. — Akveður bæjarstjórn hvaða upphæð verður greidd. Bergenska félagið hefir gefið út áætlun skipaferða milli helztu hafna í álfunni og Bergen, í sam- bandi við ferðir Lyru og Nova hingað. Getur það komið sér vel fyrir marga, er ætla að ferðast út i lönd og vera fljótir í förum. — Sameinaða fél. hefir gefið út á- ætlun um þrjár fyrstu ferðirnar eftir nýár. — Drotningin fer frá Höfn 6. jan. g kemur hingað þ. 14. og fer svo beint út aftur. , Hinn 30. f. m. sæmdi konungur Tryggva Þórhallsson forsætisráð- herra stórkrossi Dannebrogs; en Magnús Torfason forseti samein- aðs þings og Guðm. Sveinbjörns- son skrifstofustjóri, voru gerðir að^Kommandörum af 2. gr. Dan- •nebrg. ÁGÚST E. ÍSFELD 31. ágúst 1870 — 5. júlí 1928. “pungt er taplð, það er vissa, þó vil eg kjósa vorri móðir, að ætlð eigi hún menn að missa meiri’ og betri en aðrar þjóðir." 8. 8. Það hefir dregist fýrir mér lengur en skyldi, að minnast í örfáum orðum trygðavinar míns, Ágústs E. ísfeld, bónda við Winnipeg Beach, þess, er með snöggum og óvæntum atburðum, var kvaddur brott úr heimi þessum, þann 5. júlí siðastliðinn. Veldur þó eigi um ræktarleysi við minningu hins látna, heldur miklu fremur vafstur hversdagslegra anna. Dauða Ágústs heitins bar að, með þeim hætti, er hann var að vitja um net í sólheitri sumarblíðunni, skamt undan strönd- um Winnipegvatns, að hann varð lostinn af eldingu, er veitti honum bráðan bana. Synir hins látna, er staddir voru heimavið, voru að því sjónarvottar, er eldingin laust bátinn; ýttu þeir þegar ann- ari kænu úr vör, og reru út á sorgarsviðið. Er að bátnum kom, hallaðist þessi harðsnúni, norræni víkingur, út yfir borðstokk- inn, örendur. Eldingin hafði lostið fleira en hann, þótt með öðrum hætti væri. Hjarta eiginkonunnar og barnanna í vermi- reit landnámsins við ströndina, hafði hún lostið ómælis- djúpri sorg, og bundið helskó mörgpim hinna víðfleygustu vona, um sæluríka framtíðar sambúð, við heimilisföðurinn trygga og umhyggjusama, er ávalt stóð til þess reiðubúinn öllu að fórna, fyrir heill og hagsæld ástvina sinna. — Ágúst E. ísfeld, var fæddur að Fjarðarkoti í Mjóafirði í Suður-Múlasýslu á íslandi, þann 31. dag ágústmánaðar, 1870. Voru foreldrar hans þau hjónin, Eiríkur Pálsson Isfeld, og Ingibjörg Einarsdóttir. ól«t hann þar upp til átján ára alduri, unz hann fluttist vestur um haf með móður sinni og stjúpa, Þorsteini Jónssyni Mjófjörð. Fyrstu tvö árin hér í álfu, dvaldi Ágúst heitinn í North Dakota, en fluttist því næst norður yfir landamærin, og tók heimilisréttarland það í grend við Winni- peg Beach, þar sem heimili hans stóð jafnan síðan. Árið 1891, kvæntist Ágúst heitinn eftirlifandi ekkju sinni, Ólínu Sigurbjörgu óladóttur, Bjerring, frá Nesi í Aðal-Reykja- dal í Suður-Þingeyjarsýslu, hinni mestu sæmdar- og dugnaðar- konu. Var heimili þeirra sönn fyrirmynd að gestrisni og snyrtileik. Enda var þar oft gestkvæmt og glatt á hjalla. Alls varð þeim hjónum þrettán barna auðið, og eru tíu þeirra á lífi. Skal þeirra nú minst í aldursröð: Eiríkur, umboðsmað- ur Elliott Produce félagsins, kvæntur Björgu kenslukonu í píanó spili, fæddri Hermannson, búsett í Winnipeg; Guðrún Jökulrós, gift Erlendi Narfasyni, búsett í Minerva pósthéraði; Lena Ingibjörg, í heimahúsum; Ólöf Sigurbjörg, gift Alexander Hermannssyni, einnig búsett í .Winnipeg; Anna Jarðþrúður, kenslukona í Víðirbygð, ógift. Með móður sinni dvelja í heimahúsum, auk Lenu Ingibjargar, sem áður hefir verið getið, Olgeir Hans Trausti, Einar Páll Helgi, Ágúst Victor Oddur, Guðmundur Björgvin Aurelius, og Kristinn Jóhannes. Öll eru systkini þessi hin mannvænlegustu og vel gefin. Börnin þrjú, er dóu í æsku, hétu: Óli Aurelius, sjö mánaða; Gerður Soffía, sex ára, og Hansína Ingibjörg, fjögra ára. Eftirgreind systkini Ágústs E. ísfelds, eru enn á lífi: Mrs. Gróa Olson, í Cavalier, North Dakota; Mrs. Anna Jacobson, Am- aranth; Mrs. Guðlaug Arason, Husavick; Páll og Andrés, báð- ir búsettir við Winnipeg Beach; Sigurjón, búsettur að Gimli; Einar, búsettur að Langruth, og Óli Thorsteinsson, hálfbróðir, búsettur við Húsavík, og stundar kenslu í fiðluspili. Ágúst heitinn var eljumaður með afbrigðum, vakinn og sofinn í því að hafa ofan af fyrir sér og sínum. Var kona hans honum einkar samhent, og þess vegna blessaðist búið svo vel. Má óhætt segja, að efnahagur þeirra hjóna væri kominn í ákjósanlegt horf, er hinn árvakri heimilisfaðir féll frá. Ágúst E. ísfeld, var víðgáfaðri maður, en alment gerist, og fróður um margt. Las hann einkum mikið af skáldsritum, íslenzkum og erlendum, — var enda hneigður allmjög til bók- mentalegrar iðju. Þrátt fyrir svo að segja látlausar annir hins hversdagslega lífs, vanst honum samt ávalt nokkur tími til skáldlegra iðkana. Orti hann all-mikið af ljóðum, viðkvæmum og mjúkum í formi, þótt stundum gætti biturrar ádeilu á það, er honum þótti aflaga fara. Þó hygg eg smásögur hans beztar, svo sem “Krossinn”, er birtist í jólablaði Lögbergs 1927. Væri vel, að úrval úr ritsmíðum hans yrði prentað í heild, því vafa- laust myndi þar verða um eiguleg bók að ræða. Söngvinn var Ágúst heitinn langt umfram það, sem alment er; hafði lært af sjálfum sér að leika á orgel, og aflað sér þó nokkurrar þekking- ar í hljómfræði. Andi hans var listrænn, mjúkur og máttkur til skiftis. Ágúst E. ísfeld var meðalmaður á hæð, en þrekbygður vel, og mun verið hafa rammur að afli. Ekki var hann allra vinur. En eld og reyk myndi hann allshugar feginn vaðið hafa, fyrir þá, er hann tók trygð við. Fundum okkar Ágústs heitins bar fyrst saman, ef mig minnir rétt, sumarið 1914, er eg var svo að segja nýkominn af, íslandi. Tók hann þegar við mig slíkri trygð, vafalaust óverð- skuldað af minni hálfu, að sjaldgæft mun vera um ókunnuga menn. í hvert sinn, er eg hugsa til hans, hlýnar mér um hjartaræturnar, því eg veit, að í honum átti eg vin, sem gróði var 1 að eignast — til að missa.i Trúmaður var Ágúst heitinn ákveðinn, og fylgdi lúterskri kristni fast að málum. Jarðarförin fór fram í íslenzka graferitnum við Húsavík, að viðstöddu fjölmenni, og jós séra Sigurður Ólafsson líkið moldu. Einar P. Jónsson.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.