Lögberg - 31.01.1929, Side 6

Lögberg - 31.01.1929, Side 6
LÖGBERG FIMTUDAGINN 31. JANÚAR 1929. Mánadalurinn EFTIR JACK LONDON. “pað vildi eg, að Þeir vildu nú hætta þessu einhvern tíma, svo við gætum byrjað aftur að dansa,”' sagði María. “pað er ekkert gaman að þessum gauragangi.” Smátt og smátt komst aftur kyrð á, eða svona því sem næst. Sá, sem orð hafði fyrir þeim, sem fyrir skemtununum stóðu, kom nú fram, rétti upp hendina til merkis um að nú ætlaði hann að tala til fólksins og það leið ekki á löngu, þangað til hann fékk allgóða áheym. “Dómararnir líta svo á, að hér eigi í dag að ríkja bræðralag, eining og friður,” hrópaði hann af öllum mætti og tóku margir af hinum friðsam- ari mönnum undir það og hrópuðu: “Heyr! heyr! petta líkar mér! Enga vonzku eða áflog!” — “]?ess vegna hafa þeir,” hélt hann áfram, “ákveð- ið að gefa önnur tuttuigu og fimm dala verðlaun og að kapphlaupin skuli vera endurtekin ” “Hvað á að gera við Tim?” það var nafn sig- urvegarans, hrópuðu ótal raddir. “Hann hefir verið rændúr! petta eru vitlausir dómarar.” “Dómararnir hafa Mka úrskurðað, til að gera alla ánægða, að Tim McManus skuli einnig taka þátt í kapphlaupunum. Ef hann vinnur, Þá fær hann verðlaunin.” “Nú dámar mér ekki,’ sagði Willi, og ósann- girnin gekk alveg fram af honum. “Ef Tim er kjörgengur nú, þá var hann Það ekki síður strax í byrjun og þá á hann peningana, og enginn mað- ur annar.” “Nú’ gerir sá rauðhærði áreiðalega það sem hann getur,” sagði Bert og var eins og hann hlakk- aði til að nú yrði líklega meira uppþot. “pað gerir Tim líka,” sagði Wi'lli. “Hann tók ekki á því, sem hann hafði til, seinast.” Einar fimtán mínútur gengu til að hreinsa skeiðvöllinn og fá fólkið til að rýma til fyrir þeim, sem hlaupa áttu f þetta sinn voru Þeir aðeins tveir, scjm reyndu með sér, Tim og rauðhærði pilt- urinn. Hinir þrír kærðu sig ekki um að reyna í annað sinn. pegar skotið reið af og hlaupin byrjuðu, komst Tim strax fram fyrir svo miklu munaði. “Eg býst við að hann sé þaulæfður hlaupari, þessi náungi,” sagði Willi. “pað er víst ekki mik- ill efi á því.” pegar Tim var kominn svo sem hálfa leið, var hann orðinn svo sem fimtíu fet á undan, svo það var ekki miklum efa bundið, hver vinna mundi. pegar hann fór fram hjá, þar sem þau Willi stóðu uppi á bakkanum, kom nokkuð undarlegt fyrir — Rétt hjá skeiðfletinum stóð ungur, liðlegur mað- ur og hélt á Iitlum tágstaf í hendinni. Hann var all-ólíkur hinu fólkinu að útliti og bar þess engin in merki, að hann væri verkamaður. Bert fanst hann vera því líkastur, að hann mundi vera dans- kenhari og Willa þótti hann óþarflega tilhalds- samur. pessi ókunni, liðlegi ungi maður, varð til þess að gera Tim mikinn óleik, því þegar Tim hljóp fram hjá honum, rétti hann út stafinn sinn, og að því er séð varð með mestu varkárni og af fyrir- huguðu ráði, og lenti stafurinn milli fótleggjanna á Tim, þegar hann hljóp sem harðast, og varð þetta til þess, að hann skall flatur og rykið þyrlað- ist í ailar áttir. Aliur hávaði hætti í bráðina og öllu sló í dúna- logn. Einnig hinn ungi maður sýndist verða sem stein'i lostinn út af því hræðiléga verki, sem hann hefði unnið. pað var eins og hann, ekki síður en hitt fólkið, Þyrfti töluverðan tíma til að átta sig á því, sem hann hafði gert. Áhorfendúrnir áttuðu sig fyrst og svo sem þúsund frar ráku upp óp mikið, allir í senn'. Rauðhærði pilturinn vann kapp hlaupið, en það varð enginn til að láta í ljós nokkurn fögnuð út af Því. Áhofrendúrnir 'höfðu snúið allri sinni athygli frá hlaupunum og að unga manninuim með staf- inn. Hann stóð enn kyr eitt augnablik, en svo tók hann til fótanna og hljóp sem mest hann mátti eftir skeiðfletinum. MFlýttu þér, laxmaður,” hrópaði Bert og veif- aði hattinum sínum yfir höfði sér. “pú ert maður eftir mfnu geði. Ef þetta kemur ekki dáMtilli hreyfingu á þessa náunga, þá er eg illa svikinn.” “Hann er mesti hlaupagarpur sjálfur,” sagði Wiili. “En hvers vegna gerði hann þetta? Ekki er hann múrari.” Hinn ungi maður hljóp eins og hræddur héri; fyrst eftir skeiðfletinum og svo upp brekkuna; þegar hann sá sér færi að komast þangað, vegna mannfjöídan’s, og þar hvarf hanrt inn á milli trjánna. Fjöldi manna eltu hann, sem allir voru í hefndarhug. “pað er slæmt, að hann skuli ekki geta notið þess, sem á eftir fer,” sagði Willi. “Sjáið þið til hvernig þeir láta.” Bert slepti næstum allri stjórn á sjálfum sér og æddi um’ aftur og fram og hrópaði og kallaði í sífellu. Oakland mönnum hafði verið sýnt ofbeldi. Tvisvar hafði nú þeirra manni verið gert rangt til og höfð af honum réttmæt verðlaun. pað sem nú hafði komið fyrir, var náttúrlega Friscomönn- um að kenna. pað var svo sam ekki mikill vafi á því. Hér hófst því blóðugur bardagi milli þess- ara tveggja bæja, Oakland og San Francisco og varð ekki á milli séð, hver ákafari var. Að borið væri á mann, að maður hefði rangt við í leik, var engu betra en að vera sakaður um glæp. par að auki hafði írska skapið nú svo lengi verið bælt nið- ur, að það hlaut að brjótast úti Fimm þúsundir af þeim byrjuðu nú bardaga, með það eitt fyrir augum, að berjast og jafna á náunganum, en kærðu sig kollótta um afleiðingarnar. Allstaðar voru áflog og barsmíðar, hvar sem litið var, og cggjanir, og stóryrði voru vel úti Iátin. Sumstað- ar niðri á skeiðveliinum börðust jnenn í stórum hópum, en engu áhugaminni um að jafna sakir sínar hvorir við aðra á þann hátt sem írum er títt. Nokkrir lögergluþjónar voru þarna, og Þó þeir hefðu verið allir af vilja gerðir, þá hefðu þeir með engu móti getað stilt til friðar, enda áttu þeir fult í fangi með að verjast Því, að vera barðir til ó- bóta. “Enginn er vinur lögregluþjónanna,” sagði Bert og hélt klútnum kínum upp að eyranu, sem enn blæddi úr. Alt í einu heyrðu þau einhvern hávaða ofar í brekkunni, og þau urðu að víkja úr vegi fyrir tveimur mönnum, sem höfðu svo föst tök hvor á öðrum, að þeir gátu ekki skiiið, en ultu í faðmlög- um niður brekkuna; en ekki sátu Þeir sig úr færi að berja hvor á öðrum, eins og þeir gátu. Kona ein hljóp á eftir(/og þegar hún náði til þeirra, var auðséð, að hún bar þungan hug' til annars þeirra, því hún barði hann alt hvað hún orkaði. Dómaramir vörðust af paliinum, meðan hann hékk uppi, en þar kom, að hann' hrundi til grunna, og áttu þeir þá ekki sjö dagana sæla. “Hvað er þessi kona að gera?” spurði Saxon og benti á roskna konu, sem sat skamt fyrir neðan þau og var að taka af sér annan' skóinn, sem var óvanalega stór. “Hún ætlar líklega að fara að synda,” sagði Bert, þegar hann sá að hún fór líka úr sokknum. pa.u veittu henni athygli og var forvitni á að sjá, hvað hún ætlaði að gera. Hún setti aftur upp skóinn, yfir beran fótinn, en í sokkinni- lét hún hnefastóran stein og með þetta hræðilega vopn í hendi gaf hún sig í bardagann. “petta líkar mér að sjá,” sagði Bert- “pað er dálítill kjarkur í henni, þessari konu! petta er ágætt! Sáuð þið hvernig hún fer að því? petta þurfa þeir að hafa! pú ert mesta myndarkona. Gerðu það, som þú getur.” Hann hætti að hrópa, og Þeim varð öllum starsýnt á konuna með sokkinn, sérstaklega vegna þess, að hárið á henni hafði færst töluvert úr lagi og stóð eitthvað svo afar skrítilega aftur af höfð- inu. María greip í handlegginn á Bert og hristi hann alt sem hún gat. “Getur þú ekki hagað þér dálítið skynsam- lega ” kallaði hún. “petta er óheyrilegt. Getur þú ekki séð, að þetta er alveg óskaplegt?” “En hún gat ekkert ráðið við Bert. “Haltu áfram, kona góð,” hrópaði hann. “pú hefir það! Eg er með þér, það máttu reiða þig á. Nú er þitt tækifæri petta urftu þeir að hafa! petta var ágætt!” “petta eru ljótustu aðfarir, sem eg hefi nokk- urn' bíma séð,” sagði Witli og sneri sér að Saxon. “Svona vitleysu gera engir menn sig seka í nema frarnir. En því gerði strákurinn þetta? pað er nokkuð, sem eg get ekki skilið. Ekki er hann múrari, ekki einu sinni verkamaður. Hann er bara stæpingur og þekkir hér ekki nokkra lifandi mann- eskju. En ef hann ætlaði að koma illu af stað, þá hefir honum áreiðanlega tekist það. Lítið þið bara á þá. Peir eru allstaðar að berjast.” Hann skellihló og það svo hjartan'Iega, að hann tárfeldi af hlátrinulm. “Hvað er það, sem kætir þig svona mikið?” spurði Saxon, sem langaði til að vita hvert væri hlátursefnið. “pað er þessi drengur,” sagði Willi. “Hvers vegna gerði hann þetta? Mér er alveg óskiljan- legt, hvers vegna hann gerði það.” pað var enn einhver gauragangur í skóginum bak við þau, og nú komu þaðan konnr tvær, önnur á flótta og hin að elta hana. pau fundu, að þetta var orðinn allsherjar bardagi. Ef til vill náði hann ekki uml alla jörðina, en áreiðanlega eins langt og augað eygði um þennan stóra skemti- gerð. Konan, sem var á flótta, dátt kylliflöt, þegar hún ætlaði að komast fram hjá einum bekknum, sem ætlaður var tiT að sitja á. Hún komst þó á fætur aftur, en vafalaust hefði hún lent í höndum óvinarins, ef hún hefði ekki gripið í handlegginn á Maríu og hrundið henni í fang konunnar, sem var að elta hana. Kona þessi, selm var miðaldra, stór og sterkleg og frávita af reiði, greip annari hendinni í hárið á Maríu, en reiddi hina til höggs; en áður en höggið riði af, greip Willi um báða úlnliði konunrtar. “Hættu þessu, kona góð,” sagði WiMi góð- látlega. “pú veizt ekki hvað þú ert að gera. pessi stúlka hefir ekkert gert á hluta þinn.” Konan brást þannig við, sem fæsta mundi hafa grunað að hún rejmdi alls ekki að losa sig úr höndunum á Willa, og hún slepti ekki takinu á hári Maríu. Hún stóð alveg kyr og hreyfði sig ekki, en hún byrjaði að hljóða og það alveg óskap- lega. Af hljóðunum mátti ráða, að einhver ótti og skelfing hafði gripið hana. En það lá ekki nærri, að hún sýndá það í nokkru, að hún væri óttaslegin. pað var öðru nær og það var ekki um að villast, að hún gerði þetta af ásettu ráði til að kalla á hjálp. “Hættu þessu, kvenvargur,” sagði Bert og tók í axlirnar á henni og reyndi að koma henni burtu, pað hepnaðist samt ekki og þau voru þarna öll fjögur í einni bendu og konan hélt á- fram að hljóða, sem mest hún mátti. Saxon tók eftir því, að það kom hörkusvipur á andlitið á Willa og hún sá, að hann herti æði mikið á takinu'. Konan slepti takinu á Maríu og piltarnir selptu henni. pað stóð líka heima,' því þá kom fyrsti maðurinn konunni til hjálpar. Hann gaf sér engan tíma til að reyna að komast nokk- uð eftir því, hvað um væri að vera, eða hvað þeir hefðu til saka unnið. Honum var það nóg, að sjá konuna skjögra burt frá Willa, æpandi og hljóð- andi, sem að vísu var uppgerð ein. “petta er alt óviljaverk,” sagði WiHi. “Við biðjum afsökunar —” írinn reiddi höggið þegar 1 stað, en hitti ekki. því Willi beygði sig, svo það lenti yfir höfðinu á honum, og í stað þess að fara lengra út í nokkrar afsakanir, gaf hann þessum stóra og sterka Ira rokna högg á vangann með vinstri hendinni, svo hann riðaði við og var rétt að segja oltinn um kol’, og áður en hann hafði náð sér, gaf Bert hon- um annað högg og var það nóg til þess að hann misti jafnvægið og valt niður brekkuna, enda var þar ilt að fóta sig, Því grasið var snögt og þurt. Bert var óttalegur. “petta er þér að þakka, kona góð,” sagði hann og benti henni á, hvernig þessi vinur hennar fór að velta niður brekkuna. Aðrir þrír menn komu að í þessum svifum. Willi hafði meðan á þessu stóð, komið Saxon fyrir bak við eitt af borðunum, sem þarna voru, og var hún þar dálítið afsíðis. María var orðin hálf rugluð af hræðslu, svo Willi varð að taka hana með valdi og skjóta henni inn fyrir borðið. Bert var orðinn svo æstur og ákafur, að hann vissi varla lengur hvað hann sagði eða gerði, og manaði þessa menn, sem að komu, að fást við sig og Willa, og' skyldu þeir sýna þeim, að hinir reglulegu Bandaríkjamenn væru ekki enn dauð- ir úr öHum æðum. “Haltu þér nú saman,” sagði Willii “Við skulum reyna að komast hjá, að lenda í bardaga, ef við mögulega getum, vegna stúlknanna.” En við aðkomumennina sagði hann. “Haldið þið á- fram, piltar. Við höfum engan þátt tekið í þess- um áflogum og viljum ekkert við þau eiga. pið hafið nóga aðra til að fljúgast á við.” Mennirnir hikuðu enn, og Willi hefði kann- ske getað afstýrt að nokkuð meira yrði af þessu, ef svo óheppilega hefði ekki ekki viljað til, að maðurinn, sem oltið hafði niður brekkuna, kom nú aftur og skreið á fjórum fótum og andlitið var al- b’óðugt. Bert réðist þegar að honum og greiddi för hans1 niður brekkuna í annað sinn, en hinir þrir réðust þegar að Willa, en hann varðist kná- lega, hlífði sér fyrir höggum: þeirra og vatt sér undan þeim, en lét höggin ganga á þeim óspart, og það var auðséð, að þau voru gefin af öllu afli, og einnig, að hann hugsaði ráð sitt vandlega, þó lít- ill væri tími tiL þess, og var vörn hans hin fræki- legasta. Saxon horfði á þenn'an leik, og hún fékk nú gleggri skilning á skapferli Willa. Hún var hrædd að vísu, en þó ekki meira en svo, að hún veitti öllu, sem fram fór, nána eftirtekt. pað var naum- ast hægt að sjá á WiHa, að hanú hefði skift skapi sínu, en Bert var Þar á móti afar reiður. frarnir, sem að sóttu, voru líka sjáanlega reiðir, en þó leyndi sér ekki, að þeir höfðu töluverða ánægju af því, sem þeir voru að gera En á Willa var hvorki gleði eða reiði svipur að sjá. pað leit út fyrir, að hann hefði sett sér vist verk að vinria og hann hefði það eitt í huga, að leysa það vel af hendi. En þó ekki væri hægt að sjá nein veruleg skapbrigði í augum eða á andliti Willa, þá fanst Saxon hann' engu að1 síður vera töl'uvert öðruvísi heldur en hann hefði verið áður um daginn. þessi góðlegi unglingssvipur var allur horfinn. And- litið var alvarlegt og bar vott um heilmikið vilja- þrek, en en'ga reiði né ofsa. Móðir 'Saxon hafði sagt henni margar sögur af Söxunum gömlu, og þær flugu nú gegn um huga hennar hver af ann- ari og henni fanst að Willi, eiris og hann var nú, væri lifandi eftirmynd þeirra. Ekki gerði hún sér samt neina rökrétta grein fyrir þessu, henni bara fanst það. pessi bardagi hafði bara enst ör- stutta stund og Bert dansaði á brekkubrúninni, og gaf þessum mótstoðumönmim, sem allir voru komnir ofan fyrir brekkuna, óþvegið orð í eyra. Willi hins vegar sá hættuna, og vildi forðast hana. “Komið þið, stúlkur, strax," sagði hann með skipandi röddú. “Hættu þessu, Bert. Við verð- um að komast héðan burt. Við getum ekki bar- ist við heilan her manns.” Hann hljóp þegar af stað út í skóginn, þar sem hann var dálítið þéttari, og leiddi Saxon við hlið sér. fpau Bert og María komu á eftir., en ekki gekk það orðalaust, því Bert var æði tregur til að hætta áflogunum. pau hlupu all-langa leið, þangað til þau urðu þess ekki lengur vör, að nokkur væri að elta þau. pá stönzuðu þau við og blésu mæðinni. Ekki var Bert samt rólegur. Hann leit í allar áttir og hlustaði sem bezt hann gat, til að vita, hvort ekki væri nú einhver áflog Þar einhvejs staðar í grend- inni. Hann vék sér ofurlítið frá þeim, og kallaði svo til þeirra: “Komi? þið strax og sjáið, hvað hér er um að vera.” pau fóru öB Þangað, sem Bert var og fyrir framan þau var all-djúpur skurður, en þó þur. Niðri á botni skurðsiris sáu Þau tvo menn, sem voru að fljúgast á; þetta gátu þó naumast áflog heitið, því til þess var of mikið af Þeim báðum dregið. peir stóðu ekki einu sinni upp, en reyndu að berja hvor á öðrum, þar sem þeir veltust um niðri í skurðinum. “pað var alveg rétt!” hrópaði Bert. “Ger- ið þið bara að sem Þið getið og látið hvor annan hafa það vel úti látið.” “Hætið þið þessu undir eins!” hrópaði Willi til mannanna niðri í skurðbotninuan, “anriars skal eg koma og lúberja ykkur báða. petta er alt bú- ið og nú eru allir góðir vinir aftur. Takið þið nú höndum saman óg sættist heilum sáttum, og svo skal eg hjálpa ykkur upp úr skurðinum.” pau skildu við Þessa tvo menn aftur, eftir að þeir höfðu tekið höndum saman, alsáttir og voru að dusta rykið hvor af annars fötum. “petta er nú alt að verða búið,” sagði Willi við Saxon. “Eg hefi séð þessu líkt áður. Áflog og barsmíðar eru þeirra líf og yndi. pú getur reitt þig á, að þeim finst þessi skemtiferð hafa hepnast ágætlega og verið mjög ánægjuleg.” — Eftir fáein augnablik bætti Willi við: “iparna sérðu, þeir eru að taka höndum saman og sættast fullum sáttum, hvar sem þú lítur.” “Við skulum koma og dansa,” sagði María og vildi fá Þau öll til að fara inn í danssalinn. í öllum áttum mátti sjá murarana og vini þeirra, og óvini sem verið höfðu um stund, vera KAUPIÐ ÁVALT LUMBER hjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. Yard: HENRY AVE. EAST. - - WINIMIPEG, MAN. Offlce: 6th Floor, Bank of HamiltonChambers Stofnað 1882 Lðggilt 1914 D D. Wood & Sons, Ltd. KOLAKAUPMENN Vér þorum að hætta mannorði voru og velgengni á viðskiftin. SOURIS — DRUMHELLER FOOTHILLS — SAUNDERS CREEK POCAHONTAS — STEINKOL Koppers, Solway eða Ford Kók Ailar tegundir eldiviðar. Not - Gæði - Sparnaður Þetta þrent hafið þér upp úr því að skifta við oes. SÍMI: 87 308 Ross Ave. and Arlington St. Vér færum yður kolin hvenær sem þér viljið. aftur að verða sátta og sammála og fjöldi þeirra fór upp að veitingaborðinu til að fá sér í staup- inu. Saxon gekk rétt við hliðina á Willa. Henni þótti mikið til hans koma. Hann gat barist, þegar á þurfti að halda, en hann gat líka stilt til' friðar, og í dag hafði hann gert mikið í þá • átt. Hún mat það líka mikils, hve ant hann hafði látið sér um hana og Maníu. “pú ert hugrakkur piltur,” sagði hún'. “petta er alt lítilf jörlegt,” sagði hann. “pessir menn bara fljúgast á, en þeir kunna ekki að berjast. Ef tmaður, sem eitthvað hefir vanist hnefaleik, kemur við þá, þá bara velta þeir um koll.” Hann leit á hendurnar á sér, sem voru bólgnar og hruflaðar. “petta er nú ekki sem bezt,” sagði hanh, “Því á morgun verð eg að vinna, og á verða hendurnar riokkuð stirðar.” Svo var ekki meira um það talað, og þau hr'öðupðu sér öll til danssalsins. V. KAPITULI. pegar klukkan var átta um kvöldið, spilaði hljómsveitin síðasta lagið, og aHir flýttu sér þangað, sem járnbrautarlestin beið tilbúin. pau fjögur náðu í tvöfalt sæti, tvö og tvö í hvoru sœti. Lestin átti stutt að fara til Oakland, og hún var alveg troðfull af fólki. Enn voru dálítil á- flog milli manna, sem voru töluvert drukknir, en nú gaf Bert sig ekkert að því, en sat kyrr hjá Maríu og söng hverri herslönginn eftir annan. Villi fór llíka að sýngja, en hans söngur var annars efnis, einn af þeim, sem hjarðmennirnir oft sungu, þegar þeir gættu hjarða sinna. “pennari söng hefir þú aldrei heyrt,” sagði Willi við Saxon. “Faðir minn söng hann oft. Saxon þótti vænt u|m, að Willi hætti að syngja. Nú hafði hún í fyrsta sirini fund'ið nokk- urn verulegan galla á honum. Hann var áreiðan- lega ekki lagviss maður, því allan sönginn út hepn- aðist honum aldrei að ná laginu. “Eg syrig sjaldan,” sagði hann. “ipú getur reitt þig á, að Willi syngur sjald- an,” sagði Bert. “Enda er honum það hentugast, því kunningjar hans' mundu gera út af við hann, ef hann gerði það.” “peir hæðast allir að mér, þegar eg er að syn'gja,” sagði Willi. “Segðu mér nú eins og er, Saxon, finst þér eg syngja mjög ilia?” “Eg held ekki, að Þú sért vel lagviss,” sagði Saxon. “Mér finst sjálfum, að eg syngi vel,” sagði Willi, “og eg hefi gaman af að syngja. Eg held Bert hafi komið þessu inn hjá þér. Syngdu nú eitthvað fyrir okkur, Saxon. Eg er alveg viss um að þú syngur vel, eg sé það á þér.” Hún' byrjaði að syngja og bæði María og Bert tóku undir. En þegar Willi ætlaði að gera eins, þá gaf Bert honum olnbogaskot, svo hann hætti al- veg við það. Saxon hafði ekki mikil hljóð, en einstaklega þýð, og hún gerði sér þess grein, að hún var að syngja fyrir Willa. ‘^petta þykir imér fallegur söngur,” sagði hanri og var aðdáunarhreimur í röddinni. “Syngdú aftur. pú syngur svo undúr vel. Blessuð vertu, gerðu það fyrir mig.” Hann tók utan um hendurnar á henni, og þegar hún söng sama sönginn aftur, fanst henni sér vera það miklu léttara en áður, vegna þess að hún nyti styrks frá honum. “Láttu á þau!” sagði Bert við Maníu. “pau haldri saman höndum. En sá barnaleikur! pví ekki að gera ein's og við María?” En það, sem þau gerðu, var það, að hann hélt utan um mittið á henni og hún hallaði höfðinu upp að brjóstinu á honum. “Mig grunar annars,” hélt Bert áfram, “að það standi eitthvað til milli ykkar, sem þið viljið ekki láta aðra vita mikið um.” Saxon grunaði hvert hann stefndí, og hún stokkroðnaði. “Láttu nú ekki altaf eins og flóri,” sagði Willi og varð hálf ergilegur.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.