Lögberg - 28.03.1929, Blaðsíða 6

Lögberg - 28.03.1929, Blaðsíða 6
Bl». «. LÖGBERG FIMTUDAGINN 28. MARZ 1929. .......... Mánadalurinn EFTIR JACK LONDON. “Sverðið, sem hann hafði þegar hann var í stríðinu! Ekkert hefðir þú getað gefið mér, Tom, sem mér hefði getað þótt eins vænt um. Við skulum fara heim og sjá það, mig langar sva fjarska mikið til þoss. Við getum komist að húsinu að ajftan verðu. Sarah er að þvo í eldhúsinu, og það verður nokkuð þangað til hún fer að hengja út þvottinn.” “Eg vildi, að þú fengir gömlu kommóðuna, sem er í herberginu þínu og sem móðir okkar átti,” sagði Tom 1 hálfum hljóðum, þegar þau voru á leiðinni heim. “En Sarah vildi ekki taka það í mál. Hún sagði, að þessi gamla kommóða hefði tilheyrt móður sinni og hennar fólki, og eg ætti því fult eins mikinn rétt til hennar eins og þú, og ef eg ætti hana, þá hefði hún eitthvað um þetta að segja.’ “Það gerir ekkert til,” sagði Saxon. “Hún seldi mér hana í gærkveldi. Hún beið eftir mér þangað til eg kom heim, og liún var áreiðanlega í æstu skapi.” “Hún var það alt kveldið, eftir að eg mint- ist á þetta. Hvað gafstu henni mikið fyrir kommóðuna?” “Sex dalL” “Það er reglulegt ránverð. Hún er ekki þess virði, ” sagði Tom. “Hún er öll brotin öðru megin og afgömul.” “Eg hefði verið ánægð með að borga tíu dali fyrir hana, eða reyndar næstum hvað sem var. Hún tilheyrði móður minni. Eg man svo vel eftir henni í herberginu hennar áður en hún dó.” Þegar þau komu inn í eldiviðarkofann, tók Tom þenna merkilega dýrgrip og tók af honum umbúðirnar. Þetta var gamalsdags sverð, eins og þau sem notuð voru af riddaraliði Norðan- manna í borgarastríðinu. Það var töluvert ryðgað og töluvert fornfálegt. Saxon var svo forvitin að skoða þennan dvrgrip, að hún næst- um þreiif sverðið af bróður sínum og hún bar það upp að vörum sér og kysti blaðið. Þetta var hennar síðasti dagur í þvottahús- inu. Hún ætlaði að hætta þá um kveldið fyrir fult og alt. Klukkan fimm daginn eftir, ætluðu þau, Willi og hún, að fara til friðdómarans og láta hann gifta sig. Bert og María ætluðu að vera vitnin. Eftir giftinguna ætluðu þau öll að hafa sameiginlega máltíð í sérstöku her- bergi, á. góðu greiðasöluhúsi. Eftir máltíðina ætluðu þau Bert og María að skemta sér á ein- hverjum dansi, en Willi og Saxon ætluðu beint heim til sín. Skemtiferðir gátu ekki komið til mála hjá verkafólkinu. Morguninn eftir varð Willi að fara til vinnu sinnar á sama tíma og vranalega. Þetta var síðasti dagurinn er Saxon vann í þvottahúsinu, María hafði ekki verið neitt þagmælsk um það, og heldur ekki hvernig á því stóð. Það var ekki alveg laust við, að sumar stúlkurnar öifunduðu Saxon út af því að vera nú að gifta sig og mega þá hætta þessari erfiðu og leiðinlegu vinnu í þvottahúsinu. Saxon var í alt of góðu skapi til að láta það nokkuð á sig fá, þó henni væri strítt töluvert þennan daginn, enda var það alt í góðu gamni. Hún keptist við að vinna eins og hún var vön, en samt var ekki hugurinn eiginlega við vinnuna. Hún var að hugsa um litla heimilið á Pine stræti. Þegar fór að líða á daginn, leyndi það sér ekki, að þreytan lagðist æði þungt á margar af vesalings stúlkunum, sem þarna voru að vinna. Margar þeirra tóku sjáanlega afar-nærri sér að halda áfram að vinna. En þær gerðu það samt, því þær vissu fullvel, að þörfin var mikil f.vrir peningana, sem þær fengu fyrir vinnuna. LTmsjónarstúlkan hafði vakandi auga á öllum stúlkunum, og eina þeirra, magra og veiklu- lega unga stúlku, varð hún að taka við hönd sér og leiða út, þegar hún var rétt að því komin að örmagnast af þreytu, liita og loftleysi. Alt í einu heyrði Saxon eitthvert liið átak- anlegasta neyðar eða hræðsluóp, sem hún hafð! nokkurn tíma heyrt á æfi sinni. Stúlkurnar urðu allar lalfhræddar og liættu að vinna allar í einu. Það var María, serrw hljóðaði svo átak- anlega og Saxon sá eitthvað svart, einna svip- aðast fugli, setjast á herðarnar á lienni og flaug það sv^ að segja beint í andlitið á annari stúlku 'hinu megin við borðið. Þessi stúlka hljóðaði líka afskaplega og það var næstum liðið vfir hana. Það komst alt í uppnám og stúlkurnar urðu hálf-ærðar af hræðslu. Sumar reyndu að komast út, en aðrar skriðu undir borðin, sem þær voru að vinna við, en allar hljóðuðu þær hver í kapp við aðra. “ Þetta er bara leðurblaka”, kallaði eftir- litskonan hárri röddu og lét mikið til sín taka. “Hafið þið aldrei séð leðurblökur? Þær eru ekki mannskæðar. ” Hræðslan og æsingin var orðin svo mikil, að það var ekki viðlit, að koma aftur á ró og spekt. Stúlkurnar, sem fjær voru og sáu ekki það sem komið hafði fyrir, urðu jafnvel enn hræddari. Þ<ær heldu, að kviknað væri í byggingunni og kölluðu: “Eldur! Eldur!” af ö’llum mætti og ruddust að dyrunum. Margar þeirra hljóðuðu syo óskaplega, að j»ær fáu, sem reyndu að stilla sig, gátu |>að naumast, eða alls ekki. Saxon var lík hinum. Hún hljóðaði að vísu ekki, en hún lenti í iðunni og flýði ei.ns og hinar. Stúlk- urnar komust ekki út, heldur lentu þaæ í næsta herbergi, og jægar Jiangað kom, greip hræðslan fólkið, sem jiar var og allir ruddust út í ein- hværju dauðans ofboði og óskaplegum gaura- | gangi. Eftirlitskonan reyndi alt sem hún gat, að stilla fólkið, en það kom að engu haldi, enda átti hún sjálf fullerfitt með að verjast hræðsl- unni. “Þó eg geti ekki gert mér grein fyrir hvern- ig guð lítur út, þá hefi eg nú býsna góða hug- mynd um, hvernig púkarnir eru útlits,” sagði María og það var snertur af bæði ánægju og hræðslu í svip hennar. Saxon var afar óánægð við sjálfa sig út af því, að hafa tapað valdi yfir sjálfri sér og leiðst inn í þennan straum. “Við höfum hag- að okkur eins og vitleysingjar,” sagði hún. “Þetta var bara meinlaus leðurblaka. Eg hefi heyrt um þær. Þær eru úti á landinu. Þær gera engum manni mein, en það er eðli þeirra, að jiær sjá ekki í birtunni, þess vegna lét þessi svona skrítilega. Þetta var bara meinlaus leðurblaðka.” “Hvaða ólukkans vitleysa er þetta,” svar- aði María, “þetta var reglulegur púki. Sástu Jægar leið vfir Mrs. Bergström, þegar þessi ó- vættur kom við andlitið á henni? Þetta kom við beran hálsinn á mér, og það var eins og eg væri snert dauðs manns hendi. Samt leið ekki vfir mig. Eg hefi kannske verið of hrædd til þess að það gæti liðið yfir mig.” “Við skulum fara að vinna aftur,” sagði Saxon. “Við erum búnar að hafa hálfan klukkutíma frá vinnunni. “Ekki eg,” sagði María. “Eg fer heim, j)ó það kosti það, að eg verði rekin. Mér væri ó- mögulegt að gera handarvik, þetta hefir farið svo í taugarnar á mér.” Ein stúlkan hafði fótbrotnað og önnur hand- leggsbrotnað og margar aðrar meiðst meira og minna, og Jiær fengust ekki með nokkru móti til að byrja aftur að vinna, nema fáeinar, sem allra hugaðastar voru. Ein þeirra var Saxon, og vann hún af kappi þar til klukkan sex um kveldið. XV. KAPITULI. “Þú ert eitthvað ekki með sjálfum þér, Bei't,” sagði María í töluverðum ásökunarróm. Þau voru fjögur í herbergi út af fyrir sig í greiðasöluhúsi. Þau voru búin að borga mál- tíðina, sem í raun og veru var mjög einföld, en j)ó heldur kostbær, að Saxon fanst. Bert var staðinn á fætur og hélt á vínglasi í hendinni. Það var þetta Californía rauðvín, sem maður gat fengið fvrir fimtíu cents flöskuna. Hann ætlaði að halda ræðu og mæla fyrir minni brúð- hjónanna. Hann var óvanalega rjóður í and- liti og augnaráðið var eitthvað undarlegt. “Þú hefir fengið þér í staupinu, áður en við fundumst í kveld,” hélt María áfram. “Það levnir sér ekki, hvar sem á þig er litið.” “Þú þyrftir að fara til augnalæknis, góða mín,” svaraði hann. “Bert er áreiðanlega með sjálfum sér í kveld. Og hann er hér og hefir nú staðið á fætur til að óska gömlum vin sínum og félaga til hamingju. Eg hefi revnd- ar lítið að segja, nema heilsa og kveðja. Þú ert nú giftur maður, Willi, og þú átt að halda þig heima á kveldin. Ekki neitt að slarka úti með hinum piltunum. Þú verður að gæta vel að sjálfum þér og það er bezt fyrir þig að kaupa slysaábyrgð og verða meðlimur í allra handa félögum.” “Blessaður þagnaðu nú, Bert,” greip María fram í. “Þú átt ekki að tala um slys og óhöpp í brúðkaupsveizlu. Þú ættir að fyrir- verða þig fyrir þetta tal.” “Hafðu þig hæga, stúlka mín. Eg var bara að segja það sem eg hugsaði. Við Marfa hugs- um ekki bæði eins. Lofið þið mér að segja það sem eg hugsa^. Það var ekki meiningin að vekja nokkra óánægju. Það var svo langt frá.” — Hann var kominn í töluverð vandræði og nú reið á að komast út úr þeim aftur. Það var auðséð, að Maríu féll ekki J>að sem Bert var að segja. “Lofið þið mér að segja Jiað, sem eg er að hugsa um,” hélt hann áfram. “Þú átt svo dæmalaust fallega konu, Willi, að allir hinir strákarnir eru dauðskotnir í henni, og ef þeir fara að venja komur sínar mikið til ykkar, jiá má svo sem nærri geta, hvort ekki Jiarf á slysa- ábyrgð að haída, ef ekki beinum viðskiftum við grafarann. Eg var að revna að hæla þér fyrir j>að, livað j)ú hefðir góðan smekk fvrir kven- fólkinu, þegar María tók fram í fvrir mér og ruglaði fyrir mér j)að sem eg ætlaði að segja.” Hann leit í kring um mig og horfði litla stund á Maríu, og hélt svo áfram: “Hver sér }>ær ofsjónir, að eg sé drukkinn? Það er nú því líkt, eða liitt þó heldur. Eg veit hvað eg er að segja og sé alt í kringum mig í réttu ljósi. Þarna sé eg minn gamla og góða vin, W illa. Ekki tvo af jíeim, heldur bara einn. Hann var aldrei tvöfaldur maður. Eg má segja þér, vinur minn, að þegar eg sé þig þarna í hjónabandinu, })á líður mér ekki nærri vel. En J>að er líklega mín vegna, fremur en vegna |>ín, að mer líður ekki vel. Eg er að missa þann bezta félagsskap, sem eg hefi nokkurn tíma átt. Saxon meir en bætir þér jiað upp, }>ó þú tapir góðum félaga, en ekki mér. Þú hefir fengið á- gætis konu, þú mátt trúa mér til þess.” Hann ta'mdi glasið sitt og eins og hneig nið- ur á stólinn og liann gat ekki varist })ví, að augun fyltust tárum og Jmu streymdu niður kinnarnar. “Eg get ekki að j>ví gert að gráta,” sagði hann. “Eg er að tapa bezta vini mínum. Það verður aldrei eins gott á milli okkar hér eftir, eins og verið hefir — aldrei. Þegar eg hugsa um alla j)á ánægju sem við höfum notið saman og sem eg er nú að missa, þá vantar mig ekki hálfa spönn til að láta mér vera hreint og beint illa vrið }>ig, Saxon, fyrir að hafa tekið hann frá mér. ” “Vertu glaður, Bert,” sagði Saxon, ”og gleymdu ekki stúlkunni, sem hjá þér situr.” “Þetta er bara eitt af þessum köstum, sem hann fær stundum, ” sagði María og strauk um hárið á honum. “Hrestu þig upp, Bert. Þetta er alt í beza lagi. Nú er fyrir þig, Willi, að segja eitthvað. ” Bert tók sér aftur í glasið og náði sér þá fljótlega og varð eins glaður eins og áður. “Byrjaðu, Willi,” sagði hann. “Þú verður að segja eitthvað.” “Ég er heldur' lítill ræðumaður,” sagði Willi. “Hvað á eg að segja, Saxon? Það er ekki til neins ag segja þeim, hvað ánægð og glöð við erum. Þau vita það.” “Segðu þeim, að við ætlum æfinlega að vera glöð og ánægð,” sagði hún. “Og }>akkaðu þeim fyrir allar hamingjuóskirnar og segðu að við óskum þeim einnig til hamingju. Og segðu þeim, að þau séum boðin til miðdagsverðar að 507 Pine stræti á sunnudaginn — og þú, María, getur gjarnan komið á laugardagskvöldið og verið hjá okkur um nóttina og sofið í auka- herberginu.” “Þú hefir sagt þetta miklu betur en eg get gert,” sagði Willi, “og eg býst ekki við að hér sé neinu við að bæta. En eg skal nú samt sem áður láta það eitthvað heita.” Hann stóð á fætur og tók glasið með annari hendi. Bláu augun hans, undir dökku augna- brúnunum, sýndust enn blárri heldur en nokkru sinni fyr. Hann var rjóður í andliti, ekki vegna þess, að hann hefði drukkið of mikið, því þetta var bara annað glasið, sem hann hélt á í hendinni, heldur vegna þess, að hann var ungur og hraustur og glaður. Saxon leit til hans, og það fór fögnuður um huga hennar, þegar hún horfði á þennan glæsilega unga mann, sem nú var maðurinn hennar. “I dag eruð þið okkar gestir, Bert og María. Við þökkum ykkur fyrir hamingjuóskirnar og við vitum, að þær eru í einlægni fram born- ar. Við óskum ykur líka alls hins bezta. Við Saxon viljum altaf revnast ykkur einlægir vin- ir. Við óskum ykkur þess, að sá dagur sé ekki langt undan landi, að við getum verið ykkar gestir við samskonar tækifæri, eins og þið eruð nú okkar gestir, og eftir það getið þið bæði verið nótt hjá okkur við og við, því þá getið þið komist af með eitt svefnherbergi. Ég held það hafi ekki verið svo vitlaust af mér, að fá húsgögn í það.” “Þetta hefði mér aldrei dottið í hug um þig, Willi,” sagði María. “Þú ert, þegar til kemur, engu betri en Bert. En við skulum sleppa því—” Henni vöknaði um augu, og hún varð að þagna. Hún reyndi að brosa og hún leit til Berts, sem tók utan um hana og setti liana á kné sér. Skömmu síðar fóru þau öll á stað í einu, þó þau ættu ekki lengi samleið. Piltarnir voru þögulir og höfðu fátt að segja hvor við ann- an. María faðmaði Saxon að sér og kvsti hana marga kossa. “Þetta er alt eins og það á að vera,” hvísl- aði María að iSaxon. “Vertu ekki kvíðafull, góða mín. Þetta fer alt vel. Hugsaðu um alt hitt kvenfólkið í veröldinni.” Þau Willi og Saxon fóru inn í strætisvagn- inn, sem kom að í þessu, og með honum fóru þau í áttina til síns nýja heimilis. Frá vagn- inum þurftu þau aðeins að ganga stutta leið heim að húsinu. Þegar þangað kom, tók Willi lykil úr vasa sínum og opnaði dyrnar. “Er þetta annars ekki eitthvað einstaklega skrítið?” sagði hann, þegar hann hafði opnað dyrnar. “Þú og eg. Bara þú og eg.” Hann kveikti á lampanum í setustofunni, en Saxon tók af sér hattinn. Hann fór inn í svefnherbergið og kveikti þar líka og kom svo aftur fram í stofuna. Hún gaf honum auga, en hélt enn á hattinum í hendinni. “Þá erum við komin heim,” sagði hann. Hún gekk til hans, og hann faðmaði hana að sér. II. BOK. I. KAPITULI. Fyrsta kveldið eftir giftinguna, var Saxon úti við framdyrnar, þegar Willi kom heim frá vinnu sinni. Þegar þau höfðú heilsast, gengu þau gegn um setustofuna aftur í eldhúsið. Hann andaði djúpt og gleðisvipurinn var auð- sær á andliti hans. “Undur er eitthvað góð lykt í öllu húsinu,” sagði hann. “Það er ekki kaffilyktin, sem eg á við, eg finn hana líka, það er svo fjarska góð lykt um allt húsið.” Hann þvoði sér um andlit og hendur, og meðan hann var að þurka sér, agði hann henni nánar gætur, þar sem hún var að vinna við að búa til matinn. “Hvar hefir þú annars lært að búa til mat?” sagði hann. “Mér sýnist j)ú fara mvnd- arlegar að því, heldur en nokkur önnur, sem eg hefi séð gera það.” Svo gekk hann til henn- ar, tók báðum höndum utan um hana og kysti á hárið á henni. “Einstaklega finst mér þessi matur, sem þú ert að búa til, muni vera góður og lystugur. Hann er eitthvað svo líkur matnum, sem mamma mín var vön að búa til og sem var betri en nokkur annar matur, sem eg liefi nokkurn tíma smakkað. En af öllu, sem gott er, þá ert þú og verður æfinlega lang-bezt. Eg hefi aldr- ei skilið það fy ren nú, hvað konan getur verið yndisleg. ” Hann fór inn í svefnherbergið og greiddi sér og þegar hann kom aftur, settist hann öðru- megin við borðið, en hún hinum megin og þau byrjuðu að borða. KAUPIÐ AVALT LUMBER * hjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. Yard: HENRY AVE. EAST. - WINNIPEO, MAN. Offlo*: 6th Floor, Bank of HamlltonChambor* “Hjónabandið er annars miklu betra en flest gift fólk hefir nokkra hugmynd um. Eg er svo ánægður með það að mér finst alt alveg eins og það á að vera, nema bara eitt.” Saxon vissi ekki hvað hann átti við. Henni van forvitni á að heyra, hvað þetta eina væri, sem honum þótti að. “Það er, að við skyldum ekki gifta okkur fyr en. við gerðum. Hugsaðu þér, að við höf- um tapað heilli viku af þessari sælu, sem við nú njótum. Hvílíkur skaði!” Þetta gladdi hana hjartanlega, og þar var fastur og einlægur ásetningur hennar, að æf- inlega skyldi 'hún gera alt sem í hennar valdi stæði til þess að maðurinn hennar mætti altaf vera liamingjusamur. Þegar þau voru búin að borða, tók liún af borðinu og byrjaði að þvo upp. Hann vildi hjálpa henni, en það vildi hún með engu móti og lét hann setjast niður á stól. “Þarna situr þú nú, góði minn, meðan eg er að þvo diskana, ef þú veizt hvað þér er fyrir beztu. Yertu nú góður, og gerðu eins og eg segi þér. Svo geturðu reykt vindling. Nei, þú átt ekkert að vera að gæta að mér, meðan eg er að þessu. Þarna er blaðið rétt lijá þér. Ef þú flýtir þér ekki að lesa, }>á verð eg búin áður en þú bvrjar.” Hann kveikti í vindlingi og fór að lesa, en hún gaf honum altaf auga við og við. Eitt var það, sem hún þyrfti endilega að gera fyrir hann, og það var að gefa honum létta og þægi- lega skó til að hafa inni í húsinu. Þá mundi honum líða enn betur. Eftir fáeinar mínútur hætti Willi að lesa og lagði blaðið frá sér. “Þetta er okki til neins,” sagði hann. “Eg get ekki lesið.” “Hvað gengur að þér?” spurði hún. “Er þér ilt í augunum?” “Já, það gengur eitthvað að þeim, og það er víst ekki nema eitt ráð til að lækna þau, og það er að horfa á þig.” “Jæja, þá, drengur litli, eg verð búin eftir svolitla stund.” Þegar hún var búin að þvo diskana og ganga frá matarleifunum og borðáhöldunum, tók hún af sér eldhúss svuntuna, kom til hans og kysti hann fyrst á annað augað og svo á hitt. “Hvernig eru augun þín núna? Eru þau ekki læknuð?” “Þau eru töluvert betri.” Hiin kysti þau aftur og aftur, og alt af batn- aði bonum mikið í hvert sinn. Eftir litla stund var hann orðinn albata á öðru auganu og nærri því á hinu, en samt þurfti Saxon að gera, dá- lítið við það, en þegar hún var að því, hljóðaði hún alt í einu upp yfir sig. “Hvað gengur að þér, góða mín? Meidd- irðu þig?” “Nú er mér orðið svo fjarskalega ilt í aug- unum,” sagði hún. Hann varð því að nota sömu lækningatil- raunirnar við hana, eins og hún við hann, og þær reyndust ágætlega. Þegar þau voru bæði orðin albata í augunum, þá leiddi hún hann inn í setustofuna, og þau settust bæði í stóran og fallegan stól, sem þar var. Þessi stóll var fallegasta húsgagnið sem þau áttu og j>að dýr- asta. Hann kostaði sjö og hálfan dal. Hún hafði eiginlega aldrei látið sér dettal í hug að kaupa nokkuð, sem kostaði svona mikið, ef hægt væri að komast af án þess, og liún hafði haft hálf illa samvizku út af því, að kaupa svona dýran hlut, sem hún þurfti ekki beinlínis á að halda, eða gat að minsta kosti komist af án. Glugginn á herberginu var opinn og þau nutu hafrænunnar, sem er hin mesta blessun fyrir Californíuströndina, og sem æfinlega kæl- ir loftið á kveldin, liversu heitt sem er á dag- inn. Þau heyrðu töluverðan hávaða frá járn- brautarstöðvunum, sem voru þarna skamt frá. En }>au heyrðu líka hlátra barnanna, sem voni að leika sér á strætinu og þau heyrðu skraf ná- grannakvennanna, sem sátu fyrir utan dyrnar á næsta húsi, og voru að tala um náungann. “Eg get ekki að því gert, að eg verð bæði hryggur og reiður, þegar eg hugsa um öll þau gæði, sem eg hefi gengið á mis við, þau árin, sem eg var í litla herberginu, sem eg borgaði sex dali fyrir á mánuði. Það er þó ein bót í máli, og hún er sú, að ef eg liefði skift um áð- ur, J>á hefði eg þig líklega ekki, því J>að er svo ósköp stutt síðan eg vissi, að þú varst nokkur til.” MALDEN ELEVATOR COMPANY, LIMITED Stjðmarleyfi og ábyrgB. ABalskrifBtofa: Oraln Eichange, Winnlpeg Stocks - Bonds - Mines - Grains Vér höfum skrifstofur I öllum helztu borgum 1 Vestur-Canada, og einka simasamband viB alla hveiti- og stockmarkaBi og bjðflum þvi vlB- sklftavinum vorum hina beztu afgreiSsIu. Hveltikaup fyrir aBra eru höndluB meB sömu varfærni og hyggindum, eins og stocks og. bonda. LeitiB upplýsinga hjá. hvaBa banka sem er. KOMIST 1 SAMBAND VIÐ RAÐSMANN VORN A PEIRRl SKRIFSTOFU, SEM NÆST YÐUR ER. Wlnnipeg Reglna Moose Jaw Swlft Current Saskatoon Calgary Brandon Rosetown Gulí Lake Assinibola Herbert Weyburn Biggar Indlan He&d Prince Albert Tofield Edmonton Kerrobert Til aB vera viss, skrlflB & yBar Bills of lading: "Advise Malden Elevator Company, Limited, Graln Exchange, Winnipeg."

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.