Lögberg - 28.03.1929, Side 4

Lögberg - 28.03.1929, Side 4
Bl3. 4. LÖGBERG i/IMTUDAGINN 28. MAiRZ 1929. o<=>oc=>oc ^ögticrg Gefið út hvern fimtudag af The Col- umhia Press, Ltd., Cor. Sargent Ave. og Toronto St., 'Winnipeg, Man. Talsímar: 86 327 og 86 328 Einar P. Jónsson, Editor Utanáskrift blaðsins: The Columbia Press, Ltd., Box 3172 Winnipeg, Man. Utanáskrift ritstjórans: Editor Lögberg, Box 3172, Winnipeg, Man. Verð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram. The "Lögbergr” 13 printed and published by The Columbia Press, Limited, in the Columbia Building, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba. ->o<--->r><— ->o<- oo <9 Iðnaður Manitobafylkis Þótt enn séu eigi við hendina fullnaðar- skýrslur yfir verðgildi landbúnaðar afurða Manitobafylkis, á árinu sem leið, þá mun nú mega fullyrða, að verksmiðjuframleiðslan hafi hlaupið upp á drjúgum meiri peninga. Er það í fyrsta sinni í sögu fylkisins, er nokkuð því- líkt hefir átt sér stað. Núna fyrir skemstu, hefir iðnráð Manitoba- fylkis, samið bráðabirgða -skýrslu, vfir verk- smiðju iðnaðinn á árinu 1928, og er hann sam- kvæmt lienni metinn á $159,252,000. Meðalverð landbúnaðarafurða fylkisins, sex síðastliðin ár, hefir numið $133,000,000 um ár- ið, og er það því sýnt af fyrgreindum tölum, að verðgildi verksmiðjuiðnaðarins, er orðið drjúg- um hærra. Skýrsla iðnráðsins, sú er nú hefir nefnd verið, ber það með sér, að á árinu, sem leið, voru sextíu og tvö ný fyrirtæki, stofnsett í Winnipegborg hinni meiri. Öll verksmiðjnfram- leiðsla borgarinnar, jókst um 21 af hundraði á árinu, eða því sem næst, og má það sannarlega heita vel að verið. Þrjátíu og sjö verksmiðjueigendur, létu stækka til muna verksmiðjur sínar á liðnu ári, og tuttugu og níu bættust í hópinn. Nú er í ráði, að ekki færri en þrjátíu verksmiðjur setji á fót útibú hér í borginni, á ári því, sem nú er að líða. Hér fer á eftir skýrsla, er sýnir vöxt hinna ýmsu framleiðslutegunda fylkisins, árið sem leið: Hveitimölun ...............18 af hundraði Kjötverzlun og niðursuða.... 14 af hundraði Brauðgerð ............... 10 af hundraði. Kaffi og kryddmeti ........20 af hundraði Ölgerð ....................15 af hundraði Prentun og bókaútgáfa .....15 af hundraði Pappírsgerð ...........,...45 af hundraði Húsagerðarsteinn ..........25 af hundraði Fatnaður og fataefni ......22 af hundraði Stál og járn ..............25 af hundarði Kökur og brjóstsykur ......32 af hundraði Vert er, að þess sé sérstaklega getið. hve mjög hefir farið í vöxt notkun grjóts til húsa- bygginga, úr Tyndall og Garson námunum. Má nú svo að orði kveða, að þessi tegund bygg- ingarefnis, sjáist í flestum stórhýsum hinnar canadisku þjóðar, frá hafi til hafs. Hamp-verksmiðjan í Portage la Prairie, hefir færst svo út kvíarnar á síðastliðnu ári, að reglulegri furðu sætir. Er þar að verða um verule#an stóriðnað að ræða. Fer eftir- spurnin eftir tvinna frá verksmiðjunni, jafnt og þétt í vöxt. Pappírsgerðar verksmiðjurnar miklu við Pine Falls, juku svo við húsrými og mannafla á árinu, sem leið, að framleiðslan jókst um 45 af hundraði. Nýlunda má það teljast, á sviði pappírs- framleiðslunnar, að stofnsett var hér í borg á síðastliðnu ári, verksmiðja, er framleiðir vax- pappír, hin fyrsta þeirrar tegundar, er komið hefir verið á fót í Vestur-Canada. Var fyrsta vagnhlassið af þeirri vöru, sent héðan til Ed- monton, í öndverðum janúarmánuði síðast- liðnum. Þá var og stofnsett hér í borg á síðastliðnu ári, verksmiðja, er framleiðir margvíslegan glervaming, svo sem öl- og mjólkurflöskur, á- samt kmkkum af ýmsum gerðum. Notar verk- smiðja þessi við iðnað sinn, málmblandinn sand frá Black Island í Winnipegvatni. Þá hefir og steinlímsverksmiðjan í Tuxedo, fært mjög út kvíarnar, og aukið mannafla sinn að miklum mun. Verksmiðjur þær, er fatagerð stunda, juku ifmsetning sína til stórra muna á árinu, sem leið, auk þess, sem ný útibú bættust í hópinn. Þar að auki var stofnsett hér í borg verk- smiðja, er það aðal-hlutverk hefir með höndum, að framleiða hálsbindi handa karlmönnum. Er hér einnig um að ræða fyrstu verksmiðjuna þeirrar tegundar, er stofnuð hefir verið í Vest- ur-Canada. Framleiðsla matvörutegunda á árinu 1928, varð all-miklu meiri, en á árinu þar á undan. Þó er þess vænst, eftir því sem nú horfir við, að slík framleiðsla muni í ár, verða meiri en nokkru sinni fyr. Hefir nýléga ein af hinum voldugustu matvörustofnunum auetanlands, keypti stórhýsi eitt hér í borg, þar sem starfrækt skal ein hin allra mikilfenglegasta macaroni- verksmiðja á meginlandi Norður-Ameríku. A öndverðu komanda sumri, er ráðgert, að stofnaðar verði hér tvær niðursuðu-verksmiðjur, af allra nýjustu og fullkomnustu gerð. Auk þess er nú talið víst, að tvær sætabrauðs verk- smiðjur taki til starfa hér í borginni, einhvern- tíma á yfirstandandi ári. 1 viðbót við verksmiðjur þær, sem nú hafa nefndar verið, liafa margar hinar smærri verk- smiðjur, aukið við sig til stórra muna. Byltingar þær hinar risavöxnu, er átt hafa sér stað á sviði námaiðnaðarins, hafa meðal annars leitt af sér það, að nú er verið að undir- búa stofnun sprengiefna verksmiðju hér í Win- nipegborg, til þess að fullnægja kröfum náma- rekstursins. 1 hvaða átt sem litið er, mætir auganu látlaus framþróur/ á sviði athafnalífsins, og spáir slíkt góðu, eigi aðeins um framtíð Manitobafylkis og Winnipeg-borgar, heldur og canadisku þjóðar- innar í heild. Arið sem leið, vörðu verksmiðjueigendur í Manitoba-fylki, $1,920,000, til þess að stækka og fullkomna verksmiðjur sínar. Hér er þó ekki meðtalin miljón dala upphæð, er forvígismenn steinlímsiðnaðarins eyddu, til aukinna fram- leiðslutækja. Síðustu f jögur árin, hefir iðnaðurinn í Mani- toba tekið stöðugum framförum, og má vafa- laust hins sama vænta í framtíðinni. Samkvæmt opinberum skýrslum, liefir tala atvinnuþega í verksníiðjum Mánitoba-fylkis, hækkað síðan 1924, um 8,400. Til launa hefir hefir verið varið því sem næst $8,000,000, en framleiðslan í heild, hefir aukist um 33 miljón- ir dala, eða rúmlega það. Svo má heita, að fram til skamms tíma, hafi canadiskur stóriðnaður haft megin-bækistöð sína í Austurfylkjunum. Nú er þetta, sem betur fer, smátt og smátt að breytast. Það er nú orðið langt um liðið, frá því er iðjuhöldar nágranna vorra syðra, komn auga á það þýðingarmikla atriði, að óholt væri, að safna um of verksmiðjum þjóðarinnar á fáa staði. Voru það í rauninni þeir, er grundvöll- inn lögðu að hinu margþætta útibriakerfi, sem nú viðgengst í Bandaríkjunum, í svo að segja hverri einustu grein verzlunarlífsins. Vegalengdin frá framleiðslu miðstöðvum Austurfylkjanna, til markaðsborganna í Vest- urlandinu, er að meðaltali eitthvað um 1,700 mílur. Með því að koma hér á fót útibúum, hverfur sú vegalengd að meira en þremur- f jórðu, og má af því auðvéldlega sjá, hve mikið sparast í flutningskostnaði, því meðal vega- lengd frá Winnipeg til annara verzlunar- miðstöðva Vesturlandsins, er ekki nema svo sem 400 mílur. Með það fyrir augum, hve raforka vestan- lands er feykilega ódýr, og þá ekki hvað sízt hér í borginni, má þess fyllilega vænta, að á næstunni verði þeir ávalt fleiri og fleiri af verksmiðjueigendum Austurfylkjanna, er stofnsetji útibú víðsvegar um Vesturfvlkin, landi og lýð til ómetanlegra hagsmuna. Vér höfum hvað ofan í annað, hitt að máli menn, sem hafa, þótt ótrúlegt kunni að þykja, að því er þeim sjálfum segist frá, sára litla eft- irtekt veitt nokkrum verulegum framförum hér í fylkinu. En svo eru líka margir, er líta langt yfir skamt, og éigi virðast veita því nægi- lega athygli, “að holt es heima hvatP’ Hvort hehlur þeir eru margir eða fáir, sem halda því fram, að hér í fvlkinu sé um kyrstöðu að ræða a sviði athafnalífsins, þá verður því samt eigi á móti mælt, að framfarimar síðustu árin, hafa verið stórstígari en margan gmnar, eins og sjá má af skýrslum þeim, sem vitnað er til hér að framan. Stjórnmálin í Manitoba Flokksþing, all-fjölment, héldu fylgjendur frjálslyndu stjóramálastefnunnar, hé'r í borg- inni, þann 19. þessa mánaðar, á Marlbor- ough hótelinu. Vom þar mættir fulltrúar frá öllum kjördæmum fylkisins, auk margra ann- ara gesta. MeginJviðfangsefni þings þessa, var það, að fliuga málaleitun frá stjórnarformanni Manitoba-fylkis, Hon. John Bracken, um sam- vinnu milli flokks þess, er hann styðst við, og frjálslynda flokksins. Skilyrði þau til sam- komulags, er Mr. Bracken bauð fram, era enn eigi að fullu kunn. Þó mun það víst, að hann hafi tjáð sig fúsan til þess, að veita liberölum tvö ráðgjafasæti í stjórninni. Þótt skoðanir væru að vísu nokkuð skiftar, á hinu umrædda flokksþingi, þá var þó vafa- laust allmikill meirihluti hlyntur samkomu- lags tilraunum, eða samvinnu í einhverju formi. ^ Eftirfylgjandi tillögur í sambandi við þetta mál, voru afgreiddar frá þinginu, með miklu afli atkvæða: “Með því að frjálslynda flokknum hér í fylkinu, hafa borist málaleitanir um samvinnu, af hálfu núverandi stjómarflokks, þá hallast flokksþing þetta að þeirri skoðun, að svo fremi að samkomulag náLst um sameiginlega og við- eigandi stefnuskrá, þá muni slík samvinna verða fylkinu fyrir beztu. “Með það fyrir augum, að greiða fyrir slíkri samvinnu, fel.st þingið enn fremur á, að kjörin skuli nefnd, samsett af þingmönnum frjálslynda flokksins í fylkisþinginu, ásamt fimm öðram fulltrúum, til þess að vinna að samkomulags tilraunum. “Tillögur nefndar þessarar, má síðan bera undir álit fulltrúa þeirra, er þing þetta sóttu, ef svo býður við að liorfa. “Enn fremur skal lýst yfir því, að æskilegt sé, að þingmenn frjálslynda flokksins, meðan á samkomulagstilraunum stendur, greiði fyrir þingstörfum stjómarinnar, og láti flokkslega andspyrnu niður falla.” Nefnd sú, er fyr var getið um, hefir nú skip- uð verið af hálfu frjálslynda flokksins. Auk þess hefir Mr. Bracken skipað nefnd manna úr þingflokki sínum, með það fyrir augum, að hrinda samvinnutilraununum í framkvæmd, sé þess á annað borð nokkur kostur. A þessu stigi málsins, er enn flest á huldu um það, hvemig samkomulagstilraun- unum muni reiða af. Þó bendir til þess margt, að samkomulag muni nást við liberala, um megin-atriðin, og má þá ganga út frá því sem gefnu, að þeir veiti stjórninni að málum, að minsta kosti á meðan að ekki hafa sannast á hana þyngri sakir en þær, sem þegar er kunn- ugt um. Því fram til þessa tíma, eru kærur Mr. Taylors, að öllu leyti ósannaðar. Sambandsþingið og friðarmálin (Framhald af ræðu Mr. Thorson’s). Samkvæmt 1. grein friðarsáttmálans, lýstu sextíu og tvær þjóðir heims yfir því, að hernað- arstefnan í deilumálum þjóða á milli, skyldi talin ólögleg. Af því leiddi það, að drottinvald þjóðhöfðingja, var takmarkað að sama skapi. Það er nú undir engum kringumstæðum framar lögum samkvæmt, að nokkur sú þjóð,'er staðfest hefir með undirskrift sinni friðar- samningana, geti gripið til vopna, með per- sónulegan hagnað fyrir augum. Með þessu var stigið óendanlega þýðingar- mikið spor í rétta átt, því eins lengi og hin laga- lega hlið styrjalda var viðurkend, gat ekki hjá því farið, að hinar ýmsu þjóðir notuðu sér slíka lagavernd, og keptust við, hver um sig, að auka herafla sinn, sem frekast mátti verða. Meðan svo var ástatt, var ekki viðlit, að gert yrði út um ágreiningsefni á friðsamlegan hátt. Nú hefir sú gjá, í sáttmála þjóðbandalags- ins, er viðurkendi stríð, sem síðustu úrlausn deilumála, verið brúuð að fullu og öllu. Ekki er því að leyna, að margt hefir friðar- sáttmálanum verið til foráttu fundið, og það jafnvel innan vébanda þessa þings. Er því meðal annars, barið við, að ákvæðin um tilgang styrjalda, séu eigi nógu skýr, svo isem um það, hvenær stríð skuli skoðað sem sjálfsvernd, eða ágengni. Á það er einnig bent, að allar þjóðir, er í ófriði hefðu átt, einkum hin síðari árin, hafi, með tilliti til þeirrar vansæmdar, sem af stríði leiði, er hafið sé í hagsmunalegum til- gangi, jafnan lýst yfir því, að um sjálfsvernd eina væri að ræða af þeirra hálfu. Fyrverandi utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, Mr. Kellogg, og Senator Borah, viður- kendu það hvor um sig, ásamt Sir Austen Chamberlain, að ekki væri í rauninni unt, að skilgreina lögmæti sjálfsvemdar-stríðs, frá stríðum í hagsmunalegum tilgangi, eða með ágengni fyrir augum. Yandlætarar þeir, er hæst láta yfir vankönt- um friðarsáttmálans, hamra á því sýknt og ueilagt, að eigi séu nein bein ákvæðið við hend- ina, er fara megi eftir, er um það skal dæmt, hvort þjóð hafi brotleg gerst við friðarsáttmál- ann, að engar fastar reglur séu um það settar, hvaða refsingu að brotlegur meðlimur skuli sæta, að ekki sé um neina alþjóða skuldbind- ingu að ræða, og friðarsáttmálinn í heild, sé í raun réttri ekki annað, en átakanlegur trúð- leikur. Máli sínu til sönnunar, ef um sönnun gæti verið að ræða, hamra þessir sömu menn það fram, hve augljóst það sé, að þjóðunum sé í raun og veru engin alvara með að mótmæla löghelgi styrjalda, þar sem jafnvel þær þjóð- ir, er undirskrifuðu sáttmálann, haldi enn öll- um sínum sínum vígbúnaði, og séu jafnvel að auka hann. Þessu til andsvara, er fyrst og fremst það, að menn mega ekki ætla, að alþjóðafriður fáist með því einu, að undirskrifa einhvem friðar- sáttmála. Samt væri öldungis óverjandi, að halda því fram, að friðarsáttmálinn væri ekki nema trúðleikur einn, því þýðingarmikinn á- rangur hefir hann þegar borið. Honum er það, meðal annars, að þakka, að Bandaríkin hafa nú heitið heimsfriðarmálinu í heild, skilyrðislausu fyigi- Hér við bætist það og, að í sáttmálanum felst önnur trygging heimsfriðnum til eflingar, sem sé sú, að sérhver þjóð, er telst til Þjóð- bandalagsins, og leggur út í stríð, en neitar jafnframt, að reyna sáttaleiðina, brýtur tvö hátíðleg fvrirmæli sáttmálans, í stað eins, og á það um leið á hættunni, að tapa alþjóða trausti. Vandlætararair virðast einnig hafa glevmt hinum þýðingarmiklu ákvæðum 2. greinar frið- arsáttmálans, er hljóðar á þessa leið : “Hinir virðulegu samningsaðiljar fallast á, að í hvert sinn og ágreiningsefni rísa upp, hvernig svo >sem þau eru til komin, og hver sem orsök þeirra er, þá skuli allar hugsanlegar leiðir reyndar, til þess að ráða þeim til lykta á friðsamlegan hátt.” (Framh.) Fundargerð Þjóðrœknis- ifélagsins 1929 Framh. Svariö hefir veriö aö blöðunum mundi verða þetta meö öllu um megn, nema með beinum styrk frá þeim, sem áhuga hefðu fyrir þessu. Óhugsandi væri að þetta | gæti borið >sig fjárhagslegá og blöðin hinsvegar ekki fær um að taka á sig byrðar. Stjórnarnefndin hefir ekki haft neina heimild t(l þess að taka á sig, fyrir hönd félagsins, neina fjárhagslega á- byrgð í þessu skyni, en þingmönnum mun gefast kostur á að ræða þettá mál frekara, er rætt verður um fræðslumál. Eins og þeir muina, er hér voru staddir á síðasta þingi, var þá allmikið rætt um hugmynd hr. Björns Magnússonar um að Vestur-lslendingar ættu að veita heima- þjóðinni á Islandi lið í tilraunum henn- ar til að rækta skóg á íslandi. Var það trú hans, og ýmsra annara, að vér gætum prðið hér að verujegu liði. Þessi hug- mynd hefir styrkst við það, að menn á íslandi, sem sérstaklega hafa lagt fyrir sig fræði skógræktarinnar, hafa látið í ljós iþá skoðun sína, að vér gætum á margvíslegan hátt veitt þeim atbeina í þessu máli. átt bréfaviðskifti við skóg- ræktardeildir bæði í Bandaríkjum 'Og Canada, sem tekið hafa lipurlega í að veita þá leiðsögn og aðstoð, er vér kynn- um að1 æskja. Þeir tveir menn úr stjórnarnefnd fé- lagsins, Dr. Rögnvaldur Pétursson og Mr. J. J. Bíldféll, sem fyrir nokkuru síðan fóru heim til íslands, tóku að sér að ráðg- ast um það við stjórnina á íslandi, hvern- ig líklegt yrði að félagið gæti helzt orðið að liði í þessu máli. Mér hefir komið til hugar, að þing- mönnum virtist eitthvað áskorta, ef ekki væri hér drepið nokkrum orðum á þau skrif öll, sem í bjöðunum hafa birst und- anfarnar vikur út af hinum svonefnda “Ingólfssjóði” þ. e. ýeim ráðstöfunum, sem þing félagsins gerði fyrir nokkrum árum á eftirstöðvum samskotafjárins, er lokið var vörninni fyrir hinn dæmda mann. Eins og almenningi ér kunnugt, hefir verið véfengt í blöðunum að félag vort ætti nokkum rétt á þessu fé. Fyrverandi lögmaður félagsins í varnarmálinu hefir látið þess getið á prenti, að “það eru þrír lögmenn þegar húnir að segja því (þ. e. félaginu) að það hafi engan minsta laga- legan rétt til sjóðsins.” Mér er ekki kuninugt um við hvaða þrjá lögmenn er átt, iþví að engir þrír lögmenn hafa sagt eitt orð í þessa átt við félagsstjómina. Hinsvegar hefir hr. Joseph Thorson, þingmaður, sem eg hefi átt nokkuð tal við uim þetta mál, látið uppi þá skoðun sína, að enginn dómstóll í breska ríkinu geti tekið þetta fé af félaginu. Jafnframt hefir hann látið það fylgja með þessum ummæjum, að þótt félagið sem plíkt eigi féð, þá sé það “earmarkt” eins og hann kemst að orði—þ. e. ekki sé heimilt að nota féð nema til eins markmiðs—að verja Ingólf Imgólfsson.\ 1 stjórn félags vors eru ekki lögfræð- ingar. En nefndinni virðist, frá sínu leikmannasjónarmiði, ekki ósennilegt, að þessi fræðimaður í lögum fari hér rétt með. Að minsta kosti metur hún svo mikils dóm hans, að henni þykir sjálfsagt að skýra þingheimi frá þessari skoðun hans. VSlji þingíð (taka þetta álit til greina, virðist eðjilegt að biðja gjaldkera félaginu að færa þetta fé á sérstökum lið í reikningum sínum framvegis, án þess að blanda því við aðra sjóði félagsins. Stjórnarnefndinni var falið á síðasta þingi að fara þess á leit við félag Norð- manna hér í landi, sem fengið hafa lög- gildingu fyrir nafni á þjóðræknisfélagi sínu er þeir nefna “The League of Norse- men in Cainada,” að þeir breyttu nafni þessu með því að samkvæmt málvenju ætti “Norse” við allar þjóðir Norður- landa. Stjórnarnefndin, hefir átt tal við nokkra forgöngumenn hins norska félags um þetta mál. Sátu þann fund einnig fulltrúar frá Svíum hér í borginni. Und- ir tektir Norðmanna voru yfirleitt hinar liðlegustu. En ihins gátu þeir einnig, að það gæti tekið nokkurn tíma að koma þessari breytingu á, sökum þess að stjórn- amefnd félags þessa skipa fulltrúar í ýmsum fylkjum landsins. Hefir því fé- lagsstjórnin fylstu ástæðu til þess að ætla að þessi bending um nafnábreytinguna verði tekin til greina, en vekja vill hpn athygli félagsins á ‘því, að bæði Norð- menn og Svíar lögðu! mikla áherzlu á það á þessum samtalsfundi, hve æskilegt það væri, ef um meiri samvinnu gæti verið að ræða meðal hinna norrænu þjóða í land- inu. En í samibandi við það atriði langar mig til þess að vekja máls á hugmynd, sem mér þykir nokkuru skifta að félagið taki til alvarlegrar Lhugunar. Um mokkur undanfarin |ár hefir oft borið á góma innan félagsins sú hugmynd, hve æskilegt það væri, ef félag vort gæti jkomið sér upp heimtili, sem jafnframt yrði þá miðstöð fyrir ís,lenzka félagslega starfsemi yfirleitt í landinu. En mönn- um hefir að sjálfsögðu vaxið i augum sá kostnaður, sem þetta hefði í för með sjr, ef stofnun þessi ætti að vera með þeim mytndarskap, sem þjóðflokknum væri samboðinn. Nú heíir sá maður í stjórnarnefnd félagsins, sem kunnugastur er högum hinna norrænu frændþjóða vorra hér vestra, hr. Jakob F. Kristjáns- son, vakið athygli nefndarinnar á þvi, að hinir þjóðflokkarnir hver um sig, séu að hugsa um sama vandamálið. Allar langar þá til þess að koma sér upp slíku félagsjlegu hæli, en enginn er þess um- kominn að gera það á eigin spýtur. Eg hefi, samkvæmt þessari bendingu, grensl- ast eftir því, hverjar undirtektir sú hug- mynd mundi fá hjá hinum þjóðflokkun- uim, að allir slægi sér saman og reistu byggingu, sem yrði sameiginlegt hæli nor- rænna manna og virðulegur minnisvarði fyrir þá. Sameiginlegur stór fundarsal- ur, sameiginleg bókasafns- og lestrar stofa, sameiginlegar skrifstofur, veitinga- salui* og setustofur—alt yrði þetta við- ráðanlegra fyrir fjóra flokka en einn. Sæju menn sér fært að afla nokkurs stofn- fjár, virðist ekki óhugsandi að koma mætti högum svo fyrir, að jafna mætti eftirstöðvum niður á all-langt áratímabil. Undirtektirnar, sem þessi hugmynd hefir fengið hjá þeim forystumönnum hinna þjóðflokkanna, sem við hefir verið rætt, hafá verið á þá lund, að sjálfsagt virðist að láta rannsaka þetta mál frekara og til fuljnustu. Eg hefi enda verið beð- inn af sumum þeirra að vekja máls á þessu á þinginu, því að þeir tjáðu sig hafa hinn mesta áhuga á að fá þessu hrundið í framkvæmd. Er það von mín að þingið taki þetta til ítarlegrar íhug- unar. Nái þetta mál fram að ganga á næstu árum, virðist mér mikið meiri skilyrði fyrir því, en ella myndi, að félagið fái komið starfsaðferðum sínum í það horf, sem eg hygg vera lífsskilyrði^ fyrir fram- tíð mála vorra að gert verði. Vér þ“rj- um að fá fastan ritara fyrir félagið, sem geri það að lífsstarfi sínu að vinna að íslenzkum þjóðrafknismálum. Mann, sem sé jafnvígur á ensku og íslenzku, geti verið málssvari vor út á við, ritað af þekkingu um norræn menningarmál i tímarit álfunnar, og haldið vakandi áhuga þjóðflokksins inn á við. Tíu ára æfi fé- Jagsins hefir leitt það í ljós, að full þörf er á slíkum manni. Og Vestur-íslending- ar hafa oft velt þyngra hlassi en erfiðleik- arnir eru að lcosta mann til þess að hafa á hendi slíka sálusorg íslenzkunnar. Og ég vænti þess fastlega að til séu menn, sem færir væru til þess að takast á hend- ur slíkt sæmdarverk. Stórnaraefndin leggur fram fyrir þetta þing tijlögur um breytingu á stjórnarskrá félagsins. Eg sé ekki ástæðu >til þess að ræða um þær tillögur að svo komnu máli, en gert mun grein fyrir þeim, er það mál kemur á sínum tíma á dagskrá. Þó skal þess getið, að nokkurar þeirra breytinga standa í sambandi við fyrirmæli síðasta þings um að útveguð skyldi löggilding á félaginu. Saimkvæmt þeirri vitneskju, er félagið hefir aflað sér, ar nauðsynlegt að koma inn í lög félagsins sérstökum atrið- um, til þess að> unt yrði að fá þá löggild- ingu. Stjórnarnefndin hefir átt bréfiviðskifti við deildir félagsins í sambandi við aðal- breytingarnar, sem hún ber fram. Er þar sérstaklega átt við fyrirmæli 20. og 21 greina. Það kom greinilega í ljós á síð- asta þingi, að við þær greinar varð ekki unað Óbreyttar. Hafa d|eij!dimar tekið einkar liðlega í þau tilmæli nefndarinnar, að takmarka sjálfar í'þetta simn þann rétt, sem þeim er heimilaður um fulltrúasend- ingu, eða öllu heldur, að nota hann ekki nema að nokkru í þetta skifti. Félagstjórnin þefir Ikomist að þeirri niðurstöðu að koma megi á hagkvæmum breytingum á skiftingu á störfum innan stjóraarnefndarinnar. Sérstaklega virð- ist ekki hentuglega hagað störfum fjár- má,laritara og skjalayarðar. Fjármálarit- ari tekur við öllum félagsgjöldum og kvittar fyrir þau, en skjalavörður sendir síðan ritið til skuldlausra félaga. Þetta virðist óþarfa krókaleið og enda varhuga- verð. iMiklu réttara virðist að ritið fylgi jafnan kvittun fjármálaritara. Er þetta þarf að ganga i gegnum fleiri en eins manns hendur, er mikið meiri hætta á að ruglingur verði, enda hefir það komið fyrir. Auk þess er skjalavarðarembættið svo umfangsmikið með þessum hætti og vinnufrekt, að hætt er við að menn fáist ekki til þess að sinna þvi emibætti þókn- unarlaust. Hefir því nefndin komist að þeirri niðurstöðu, eftir allmikla atliugun, að bezt sé að fela fjármálaritara, sem mest bréfaviðskifti hlýtur að eiga við fé- lagsmenn, sem allra mest af störfunum, en launa honum svo vinnu sína á einhvern hátt. Mun stjórnarnefndin leggja fram ákveðnar ti|llögur í þessa átt uindir liðnum “ný mál” á dagskránni. Að svo mæltu mælist eg til þess að þingið velji sér kjörbréfanefnd, sem rann- saki, hverjir hér hafa lögleg þingsæti. Fallegir Alfatnadir oy Vfirhafnir fyrir Páskana $19 J5 ;i cCESTAKLEGA- Hægir narskilmálar 1R PÁSKANA= Búðin opin á'Fimtudaginn og Laugadaginn til kl. 10. 394 PORTAGE AVE., (Næst við Boyd Bldg.)

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.