Lögberg - 07.11.1929, Síða 2

Lögberg - 07.11.1929, Síða 2
Bls. 2 LÖGRERG, FIMTUDAGINN 7. NÓVEMBER 1929. I skóla reynslunnar Kommúnistar heima og erlendis. Nú eru Rússar horfnir frá því. aS láta verkamennina taka tátt í stjórn iðnaðarfyrirtækja. Þátttaka þeirra leiddi til óstjórnar. RáS stjórnin varð að beygja sig fyrir reynslunni, snúa við blaðinu, fyr- irskipa að forstjórarnir skyldu framvegis verða einvaldir. Breyting þessi var nauðsynleg, sögðu ráðstjórnarherrarnir; fyr- ir verkamennina sjálfa. Hún var þeim fyrir beztu. í tilefni af síðustu fréttum frá sviði ráðstjórnarinnar birtist ný- lega í “Götenborgs Handels- og Söfartstidende” þessi grein: Stórmerkilegt er sálarástanU þeirra, sem blint og skilyrðislaust fylgja hinum rússnesku kommún- istum. Óskiljanleg er framkoma þeirra, ef menn hafa það ekki hugfast, að bolsar hafa aliö sig upp í því andrúmslofti, að líta öðrum augum en allir aðrir menn á réttlæti og óréttlæti, sannleika og lygi, leyfilegt og óleyfilegt. Alt, sem bolsaforingjarnir segja og gera, er í þeirra augum rétt, satt og ágætt, þó um sé að ræða örgustu ósannindi, rangindi eða hreina og beina heimsku, þá taka áhangendur bolsa það alt fyrir mesta ágæti, ef það er upprunnið frá Moskva. Er það eitt af aðal- verkum bolsaforingjanna, að brengla þannig alla dómgreind manna. Frægt Heilsulyf, Sem Miljónir Manna Nota. í mörg ár hefir Nuga-Tone, þetta fræga heilsulyf og orku- gjafi, reynist miljónum manna sannur vinur, þegar í raunir hef- ir rekið. Þetta ágæta meðal ger- ir blóðið rautt og heilbrigt, veit- ir taugunum og vöðvunum nýja orku; sömuleiðis nýrunum og öðr- um líffærum. Nuga-Tone v*>itir endurnærandi svefn, bætir mat- arlystina og meltinguna, gerir fólk sællegra og úthaldsbetra. Það læknar höfuðverk, ógleði, og svima og nýrnaveiki, andremmu og hægðaleysi. Nuga-Tone selja lyfsalar með fullri tryggingu fyrir, að pening- unum sé skilað aftur, ef krafist er. Reyndu það í 20 daga og ef þú ert ekki fyllilega ánægður með verkanir þess, þá skilaðu afgang- inum og fáðu aftur peningana. Vertu viss um að fá ekta Nuga- Tone, því ekkert annað getur við það jafnast. reigi áætlunum þeim, sem gerðar eru. En það vantar ekki fögur fyrirheit á pappírnum til þess að slá ryki í augun á fólkinu. Mikið hefir verið af því látið, hve “rauði herinn” væri öflugur, fjölmennur og vel vopnum búinn. Sagt hefir verið, að hermennirnir væru í alla staði hinir stæltustu, og logandi af hernaðarhug. Geiið hefir verið í skyn, að herforingj- ar “rauða hersins” biðu eftir tækifæri til þess, að leiða herinn land úr landi og leggja undir sig heiminn. Margir hafa lagt dómgreindina niður af fúsum vilja. Þeim pykir það eins og fyrirhafnarminnu að þurfa ekki að brjóta heilann um hvað rétt er og satt, heldur fara aðeins eftir þvi, sem bolsivisminn kennir. Talsvert fær bolsivisminn af á- hangendum á þann hátt, að let- ingjar og ómenni, sem ekki geta eða nenna að gera neitt nýilegt, finna sér það til til afsökunar, að þeir séu bolsar, séu á móti nú- verandi þjóðskipulagi og aðhafist því ekkert. En reynslan hefir sýnt það undanfarin ár, að það veitist bols- um mikið auðveldara, að blása eld að óánægju og hatri, og rífa nið- ur eitt og annað, heldur en að byggja upp og endurbæta þjóðfé- lagið á rústum hins fallna keis- aradæmis í Rússlandi. Ástandið í Rússlandi er að vísu ekki jafn- slæmt allstaðar. En hvergi er það gott. Bolsar í Rússlandi kenna bændum um ófarir sínar, hinum ófélagslyndu bændum með sjálfsmeðvitundina, sem drepur búpeninginn úr hor, þegar ekkert fóður fæst hjá stjórninni. 1 “Times” er nýlega sagt frá umbóta tilraunum bolsa í Rúss- Iandi. Þeir ætluðu að koma upp kanínurækt. Allir áttu að fá kan- ínur til matar handa sér. Mikið var rætt og ritað um kanínurækt- ina. En þegar til kom, þá varð það ljóst, að kanínum gat ekki fjölgað nægilega ört. Það myndí aldrei geta orðið nægilega marg- ar kanínur til, fyrri en 1934. Þá var útnefndur maður til að hafa umsjón með hænsnaræktinni. Hann heitir Khinchuk. Eins og aðrir framsýnir menn, lagði hann mesta rækt við að fá æskulýðinn í lið með sér. Hann tók skátana í þjónustu sína. Þeir eru þar nefndir “brautryðjend- ur” Þeir áttu að krækja í beztu hænurnar frá bændunum og koma með þær til næsta “ríkishænsna- hús”. Þar áttu hænsnin að vinna föðurlandinu gagn. Og landið átti að birgjast upp af eggjum. Allir áttu að lifa á eggjum. Og egg éttu að vera flutt út í stríðum straumum. Fjárhagslegri vel- ferð þjóðarinnar átti að vera borgið. En engin mikilvæg breyting er enn fengin á ástandinu fyrir til- verknað hænsnanna. Þeir hafa framtíðarfyrirætlan- ir og hugmyndaflug, Rússai, nú á tímum. En minna verður úr framkvæmdum og gagni af Mlu saman. Það virðist oft svo, sem þeir geri ekki eins mikinn mun á veruleika og bollaleggingum eins og aðrir Evrópumenn. Þeir spinna upp ýmsar fyrirætlanir, og sýn- ast sæmilega ánægðir, þegar pær eru komnar á pappírinn. Rússneski bóndinn heldur sín- um háttum eftir því sem hann bezt getur. En búnaðurinn er í afturför, því bolsarnir hafa með öllu móti dregið úr ágóða þeim, sem bændur hafa getað fengið af vinnu sinni og elju. Kornfiam- leiðslan fer minkandi og nær ald- Svo kom að því, að þessi óvinn- andi her fékk að reyna sig. Kín- verskur stigamaður bauð Moskva- stjórninni út. Nú átti að láta til skarar skríða. Brátt munui öll Asía í báli. En minna varð úr. Bússaherinn hefir litlu áorkað. Nokkrar skær- ur urðu við landamæri Mansjúr- íu. Það er alt og sumt. Hefðu Kín- verjar mætt skipulegum herfylk- ingum, þá hefði ekkert orðið úr þeim. En Moskvastjórnin hefir engu slíku á að skipa. Og hefir hingað til mest borið á skömmum þar eystra, minna á skothríðinni. Þessi viðureign bolsa og Kín- verja hefir mikil áhrif á afstöðu Asíuþjóðanna ^jtil Vestur-Evrópu. Eins og kunnugt er, hafa bolsar sendimenn um alla Asíu til þess að koma á æsingum gegn Evrópu- þjóðunum. Rússar hafa látið í veðri vaka, að þeir myndu verða Asíubúum stoð og stytta, ef til vopnaviðskifta kæmi. En nú er það sýnilegt orðið, að Rússar mega sín einskis á vígvöllum, “rauði herinn” er máttlaus. Ef nokkur dugur væri í bolsahernum, þá hefði hann getað sundrað hinum kínversku ræningjaskipum í Man- sjúríu. Mjög er eftirtektarvert að fylgj- ast með í rás viðburðanna í Rúss- landi. Það er sorglegt mjög, að hugsa til veslings fólksins, er líða verður hörmungar vegna ó- stjórnar bolsa, þessar "tilraunir” þeirra að umbreyta þjóðfélagi eftir kenningum og kreddum, sem bókormar hafa ungað út í skrif- stofum sínum. Þeir, sem eiga kost á að sjá, hvað um er að vera í Rússlandi, fylgja því eftir, hvernig stórt þjóðéflag smátt og smátt er lagt í rústir. Mikið er talað, æpt og argaþras er um alt. Ef orðin tóm væru einhvers megnug, mundi margt merkilegt ske í Rússlandi. ópin og óhljóðin minna á skip í sjávarháska. Það er enginn efi á, að rússneska þjóðarskútan ferst, ef eigi kemur gagngerð breyting á stjómarfarið. — Mgbl. Norskt skip í höndum kínverskra sjóræningja. Þann 14. september s. 1. kom 8Ímskeyti frá Kína til norsks skipafélags, þess efnis, að skipið Botnia, hafi strandað við Kína- strönd, tveggja daga sigling frá Shanghai. Hefðu sjóræningjar 1-00131 á skipið og tekið yfirmenn þess höndum. Létu sjóræningjarnir það uppi við fanga sína, að ef þeir gætu ekki útvegað 50,000 Shanghai- dollara í lausnargjald, innan 10 daga, þá mundu þeir tafarlaust verða skotnir. Á Botniu var 60 manna skips- höfn. Skipið er 2,300 smálestir að stærð. Utanríkisráðneytið norska símaði um hæl til icon- súlsins í Peking, og bað hann að taka málið í sínar hendur.—Mgbl. I frumskógum Afríku gerist margt í leyni, og ýmsar undarsögur um æfintýri og örð- ugleika þeirra ótrauðu ferðalanga og rannsóknarmanna, er þangað voga sér, berast við og við út um heimimi pg.vekja undrun og jafnvej hrylling þeirra >jer um slíkt heyra eða lesa. Ferðalögin um hina hrikalegu myrkviði þess- arar álfu, sem enn þann dag í dag hóta vegfarendum vægðarlausri andúð og erfiðleikum, enda við og við í bráðri tortýning er voga sér fáliðaðir inn í þann undra- heim villimanna, apa og rándýra. Um einn slíkan sorgarleik, er þar skeði fyrir allmörgum árum, er eftirfarandi grein, sem tekin er hér upp úr Lesbók Mgbl., og sem er samhljóða því, er vér höf- um um þetta séð í öðrum blöðum. Lesbókar frásögnin hefir að fyr- irsögn “Hvítur mannapi”, og hljóðar þannig: Fyrir skömmu var sagt 'frá því héir í Lesbókinni, að veiðimaður í Kameron í Afríku hefði skotið apa, en uppgötvaði á eftir, að að þetta var kvenmaður, sem hafði lifað meðal apa. En sagan um það er miklu merkilegri held- ur en fyrstu fregnir hermdu, því að þessi kona var með mikið ljóst hár, og er það nú ætlun margra, að hér sé um að ræða kynblending milli apa og hvítrar konu. Er nánar frá því sagt, í greininni, sem hér 'fer á eftir. Langt er síðan að vísindamenn fóru að gefa gaum sögum, sem ganga milli þjóðflokkanna í Kam- eron -og öðrum lítt kunnum hér- uðum Mið-Afríku, um sérstaka tegund mann-apa. En margar þessar sögur eru svo ótrúlevar, að dýrafræðingar og apafræðing- ar, hafa talið þær skröksögur einar. En vísindin hafa nú samt þráfaldlega rekið sig á það, að slíkar sögur, sem hafa gengið mann fram af manni meðal frum- þjóða, hafa jafnan við eitthvað að styðjast. Þess vegna hafa ýmsir vísinda- menn reynt, á ýmsmu tímum, að komast inn í frumskógana, þar sem sagt er, að mannapar þessir haldi sig. Einn af þeim var Louis Bertelli, danskur maður af ítölsk- um ættum og giftnr sænskri konu. Hann lagði í leiðangur sinn fyrir 14 árum og var kona hans í för með honum. Þau komu til Leo- poldville í belgisku Kongo og ætl- uðu að fá þar fylgdarmenn inn í frumskógana hjá Ubana, þar sem engir hvítir menn hafa komið, og þar sem innfæddir menn þora ekki að koma vegna þeirra óteljandi hætta, sem liggja þar í leyni. — Ætlaði þeim Bertelli því að ganga illa að fá fylgdarmenn þangað, en að lokum tókst það þó. En bæði hvítir menn og svartir aftóku það, að kona Bertelli færi þessa háskaför, en henni varð ekki talið hughvarf, hún vildi fylgja manni sínum, og seinast varð það flr, að hún fór með. Leiðangursfólkið lagði á stað frá Leopoldsville í bátum, c,t & landi fylgdu því eftir 20 hraðboð- ar, sem áttu að bera daglegar fregnir af ferðalaginu til Leo- poldville. Leið nú svo sólarhring- ur, að enginn hraðboðanna kom aftur og þegar þrír dagar <oru liðnir svo, að ekkert fréttist af Bertelli og föruneyti hans, var farið að leita þeirra. Svo sem tvær dagleiðir upp með ánni fanst einn báturinn tómur og á hvolfi og annar skamt þaðan, og var hann hálf brunninn. En til ferða- fólksins hefir ekkert spurzt síðan. Enginn máður kom aftur úr þeirri för. Það þótti augljóst, að allir hefði verið drepnir, bæði þeir sem í bátunum voru og eins hrað- boðarnir. Eftir því sem árin liðu, féll þessi sorgaratburóur í gleymsku. En í fyrra kom upp einkennileg saga meðal innfæddra manna í Leopoldville og barst hún hvítum mönnum til eyrna. Sagan er á þessa leið: Svertingi nokkur strauk frá belgisku Kongó og tók upp á því dirfskubragði, að reyna að kom- ast þvert í gegnum hina ægilegu frumskóga og inn í lönd Frakka. Og þrátt fyrir allar hættur komst hann leiðar sinnar. Á hverri nóttu varð hann að leita sér skjóls í trjám, þar sem hann var viss um að hinar hræðilegu eiturslöngur, sem úir og grúir af 1 Gefið gætur að kverk- unum EF SÁRINDI í kverkum eru van- rækt, þá leiðir það oft til þess, að hálskirtlar bólgna og í hálsinum setjast að langvinn veikindi. Strax og kverkarnar sárna eða bólgna, þá láttu Peps töflu upp í þig. Peps eru gerðar úr efnum, sem eru mýkjandi og græðandi, og sem hafa bein áhrif á kverk- arnar og fíngerðu lungnapíurnar. Peps græða fljótt sárindi í háls- inum. Þær koma í veg fyrir hættu- leg og langvinn veikindi í hálsi. Fáið 25c. öskju strax í dag. þarna, væri ekki fyrir. Á daginn fylgdi hann dýraslóðum gegnum skóginn og í hvert skifti, sem hann heyrði í öpum, gekk hann á hljóðið, því að þar sem apar voru, þóttist hann viss um að geta fundið drykkjarvatn og ætilega á- vexti. Auk þess fanst honnum, sem hann væri ekki jafn einmana, ef hann var í nánd við apa. Ap- arnir skiftu sér ekkert af honum og létu sér á sama standa þó að hann elti þá. Einhverju sinni elti hann apa- flokk og kom þá um kvöldið til heimkynna þeirra. Cegir hann, að hver fjölskylda hafi búið þar í skýlum, sem þær höfðu bygt uppi í trjám, þakin með grejnum, laufi og mosa og horfðu dyr á öllum þessum hreysum á móti suðri. — Hér skal það tekið fram, að þótt ýmsir apar byggi sér hreiður uppi í trjám, hefir ekki fyr heyrst að apar byggi sér kofa. Karlaparnir gáfu förumanninum vísbendingar um það, að hann mætti hafast við í nágrenninu, en ekki koma nærri kofunum. Hann hreiðraði því um sig í tré, ef stóð á lækjarbakka. Um nóttina var glaðatunglsljós og þegar allir ap- arnir voru sofnaðir, heyrði hann eitthvert þrusk. Gægðist hanu þá á milli greinanna og sá, sér til mikillar undrunar unga stúlku, dökka á hörund, en með mikið Ijóst hár. Gekk hún niður að læknum og þvoði sér í framan, síðan stóð hún og starði upp í tréð, þar sem hann var. Hann þóttist skilja, að hún vildi finna sig og rendi sér því niður úr trénu. Sá hann nú, að þetta var fullþroska stúlka, en þar eru stúlkur fullþroska 12 til 14 ára gamlar. Hún var aökk á hörund, eins og svertingi, en hafði ekki hörundsflúr það, sem svertingjar skreyta börn sín með. En furðulegast var það, að hún var með Ijóst hár. Maðurinn reyndi nú að tala við hana á öllum þeim mállýzkum, er hann kunni og nota öll þau þýzk, frönsk og ensk orð, er hann átti í 'fórum sínum, en hún skildi ekk- ert. Aftur á móti reyndi hún að tala við hann á máli, sem hann skildi ekki, en það mál var gjör- <|líkt apamóli. Þegar loku var fyrir það skotið, að þau gætu gert sig skiljanleg hvort oðru, tók hun í hönd hans og leiddi hann nokkuð niður með læknum, og benti honum þar á hauskúpu og nokkur bein, sem að mestu voru sokkin í jörð. Þá fór hún að gráta og talaði mikið á sínu ein- kennilega máli, og var auðheyrt, að hún var að tala um hjartfólg- inn ástvin, er þar bæri beinin. Alt í einu gróf hún með fingrun- um í kringum hauskúpuna, og dró þar upp hárlokk all-mikinn, ljós- an, og hélt honum upp að hári sínu til þess að sýna honum, að sami væri háraliturinn. En í þessu heyrðist þytur allmikill til apanna. Hún benti manninum að fela sig og rauk svo upp í' tréð, þar sem hún átti heima. Heyrði hann þá hávaða mikinn i öpunum og að hún svaraði þeim á sama máli, en þáð var alveg ó- líkt þvi máli, er hún hafði talað við hann.---------- Maður þessi var flóttamaður og Svertingi og þess vegna mundi ekki hafa verið tekið meira mark á sögu hans en öðrum furðusög- um, sem sagðar eru úr frumskóg- unum, ef ekki hefði svo viljað til, að veiðimaðurinn skaut hina ljós- hærðu stúlku meðal apanna. Er það nú skoðun margra, að óaldarlýður sá, er drap Bertelli og félaga hans, hafi þyrmt lífi frú Brtelli og hún komist úr höndum þeirr og á náðir apanna. Og þeir gizka á, að þessi ljóshærða stúlka, sem flóttamaðurinn hitti í frumskóginum, sé hin sama og sú, er veiðimaðurinn skaut, og að hún hafi verið dótfir apa og frú Bertelli. — Lesb. Grundvöllur vísindanna raskast n 1 \ Allir hlutir eru sífeldum breyt- ingum undirorpnir. Hinn heimsfrægi danski vís- indamaður, Niels Bohr prófessor, hélt fyrsta vísindalega fyrirlest- urinn, sem haldinn var á fund’’ náttúrufræðinganna í Kaup- mannahöfn um síðustu mánaða- mót. Viðfangsefni hans hefir verið á undanförnum árum, að athuga eðli og ferð frumagnanna (atómanna). Hefir hann fyrir rannsóknir sínar á þessu sviði hlotið heimsfrægð og Nobelsverð- laun. í fyrirlestri sínum á nátt- úrufræðinga fundi þessum, reyndi hann að gera grein fyrir aðal- niðurstöðu rannsókna þessara, í svo einfðldum orðum, að almenn- ingi yrði skiljanlegur. En hann gat þess í upphafi, að vandkvæði væri á þessu, því hér kæmi til greina svo mörg hugtök, sem ó- þekt hefðu verið áður, og væri því eigi orð til yfir þau í mæltu máli. Margt er það í náttúrunnar ríki, sagði Bohr prófessor, sem menn hafa veitt eftirtekt að er sífeld- um breytingum undirorpið. En menn héldu, að hinar sýnilegu brejd;ingar gætu átt sér stað, enda þótt að frumagnirnar væru óum- breytanlegar. Alt fram á vora daga höfðu menn ekki tök á, að rannsaka frumagnirnar, vegna þess hve þær eru örsmáar. Sann- anir voru því aldrei fyrir því, að frumagnir allra hluta, væru óum- breytanlegar. Menn gátu ekki greint frumagnirnar hverja fyrir sig, og athugað eðli þeirra. En rannsóknartækin hafa tekið miklum framförum á síðari árum. Með smásjánni og litsjánni (spek- tróskópi) hafa menn getað num- ið ný rannsóknarsvæði. Nú er hægt að virða smáagnirnar fyrir sér, athuga gerð þeirra. Og þeg- ar svo langt var komið, gátu menn séð, að gerð þeirra er ekki eins einföld og menn álitu áður. í hverri frumögn (atómi) eru svonefndir “elektrónar” að vísu Rosedale Lump $12.00 Stove $11.00 FORD COKE $15.50 Ton SCRAIMTON HARDKOL POCA LUMP og CANMORE BRICQUETS Thomas Jackson & Sons 370 COLONY ST. PHONE: 37 021 ekki margir. En hver og einn þeirra er hlaðinn rafmagni. I frumögn hverri er kjarni, sem er einnig rafmagnaður og hefir mót- stætt rafmagn við “elektrónana”. Hefir hann því í sér aðdráttarafl að halda “elektrónum” þessum föstum. Er menn höfðu komist að raun um þetta, lá það fljótt opið fyrir, að frumefnin voru ekki hvert öðru harla óskyld, eins og menn höfðu áður haldið, heldur mátti svo að orði komast, að þau mynduðu einn ættbálk. í staðinn fyrir að menn héldu áður, að frumagnirn- ar breyttust aldrei, þá eru menn nú komnir að raun um, að það eru frumpartar frumagnanna, sem haldast að jafnaði óbreyttir. — Kjalrnarnir t(reytast venjulega ekki, en breytingarnar eru í þv í fólgnar, að kjarnarnir draga “elektrónana” að sér með mis- munandi móti. í sumum frumögnum eru kjarn- ar frumagnanna sífelt að breyt- ast, á hverju augnabliki springa þeir og kubbast sundur. í radíó- kendum efnum gerast gerast kjarnasprengingar þessar, án þess að efnið verði fyrir nokkrum ut- anaðkomandi áhrifum. Ruther- ford hefir komist að raun um, að það er stundum hægt að koma kjarnasprengingum þessum af stað. — Þá eru þau merkilegu tímamót upprunnin fyrir mann- kynið, að hægt er að breyta frum- efnunum. Er gersamlega ómögu- legt að gera sér í hugarlund, hve víðtækar afleiðingar sú uppgótv- un getur haft. Að lokum mintist Bohr á allra síðustu uppgötvanir á þessum sviðum vísindanna, er gera enn þá meiri glundroða í fyrri hug- myndir manna um alt efni heims- ins en “atom”-rannsóknirnar. —- Reyndi hann að gera mönnum skiljanlegt hugtak það, er hann nefndi “Virknings-kvantum”, og hægt væri e. t. v. að nefna á ís- lenzku “áhrifa-magn.” Vísindalegar rannsóknir eru nú þvingaðar inn á nýjar brautir, sagði hann. Menn hafa álitið að þeir gætu athugað hlutina án þess að efnin yrðu fyrir nokkrum á- hrifum frá mönnunum sjálfum. — Allar vorar hugmyndir um hinn efnislega heim voru á þeim grund- velli reistar, að við gætum athug- að umhverfi vort í náttúrunnar ríki, án þess að nærvera vor hefði nokkur áhrif á rás viðburðanna. En nýjustu rannsóknir hafa fært mönnum heim sanninn um það, að þetta er hinn mesti misskiln- ingur. Ef menn taka glas af vatni í hönd sér, svo nefnt sé eitthvert dæmi, þá breytist bæði glasið og vatnið, sem í því er, fyrir áhrif frá manninum, er heldur því í hendi sér. Áhrifin á vatnsglasið eru að sjálfsögðu ekki mikil. En þau eiga sér stað, og menn geta ekki útilokað þau. Bohr endar mál sitt á þá leið, að vísindamennirnir hefðu vonast eftir því, að þeir gætu verið ó- virkir áhorfendur í ríki náttúr- unnar, hefðu getað athugað þar rás viðburðanna, án þess að hún raskaðist nokkuð, að öðru leyti en því, sem þeir sjálfir vildu vera láta. En er þessum grundvelli var burtu kipt, eru vísindamenn- irnir í meiri vanda staddir, en nokkru sinni fyr. — Lesb. Indíánar að fjölga Stofnun nokkur í Washington, sem umsjón hefir með hagsmuna- málum Indíána í Bandaríkjunum, hefir nýlega gefið út skýrslu um afkomu þeirra, bæði andlega og líkamlega. Byrjar skýrslan með mótmælum gegn þeirri staðhæf- ingu, að Indíánar séu að deyja út í Bandaríkjunum; því að sam- kvæmt manntali 1870 voru þeir 300,000, en árið 1928 voru þeir orðnir 350,000. Aðalinntak skýrslunnar fjallar um fjárhagsástand meðal Indiána. Eru auðæfi þeirra geysileg — fullyrt, að allir eigi þeir saman- lagt 15 miljarða dollara. Ef pen- ingunum væri jafnað niður S. einstaklinga, kæmu 43,000 doll- arar á nef, og eru Indánar þann- ig auðugasti þjóðflokkur í heimi- Reyndar er skifting auðsins nokk- uð öðru vísi og fátækt er þar eins og annars staðar, en mælt er að 70%, þeirra lifi við góð kjör. Um eitt skeið voru Indíánar fá- tækir mjög, og þeir sem lifðu ó- eirðirnar á árunum 1870—1880, áttu við verstu kjör að búa. — Urðu þeir að sætta sig við að hverfa burt úr átthögum sínum og í ófrjósamari héruð. Var þá aðbúð þeirra slæm og leit illa út fyrir þeim, en um það bil fundust olíunámarnir í héruðum þeirra, og á þeim hafa þeir síðan reist velmegun sína. — Lesb. ELDSVOÐI! SPRENGING! MEIÐSLI! DAUÐI! Saskatchewan fylki biður mikið manntjón og eignatjón árlega, sem ekki þyrfti að yera og hægt væri að koma í veg fyrir. Orsakirnar eru þær, að fólk heldur stöðugt áfram að nota gasolíu eða steinolíu til uppkveikju. Dauðsföll og meiðsli af óvarlegri meðferð þessara ejd- kveikjuefna síðustu árin, eru samkvæmt skýrslu Fire Com- missioners fylkisins, sem hér segir: Dánir Meiddir Saml 1924 12 18 30 1925 7 28 35 1926 5 24 29 1927 13 16 29 1928 10 14 24 1929 (til 1. okt.) 14 9 23 61 109 170 VARAÐ ER VIÐ þesum vana, sérstaklega yfir haust- og vetrar-mánuðina, þegar fólk flýtir sér mikið að kveikja eld- inn og grípur oft til þessara hættulegu ráða. ARtÐANDI. — Sjáið um, að öll gasolía og steinolía sé geymd í sérstökum ílátum og á þau sé glögt og greinilega markað orðið: ‘IDangerous”. Regina, 29. október 1929 A. E. FISHER, Fire Commissioner. Sendið korn yðar tii UNITED GRAIH GROWERSI? Bank of Hamilton Chambers Lougheed Building WINNIPEG CALGARY Fáið beztu tryggingu sem hugsanleg er.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.