Lögberg - 07.11.1929, Qupperneq 4
Bls. 4.
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 7. NÓVEMBER 1929.
Xögljers
Oefið ót hvern fimtudag af The Col-
umbia. Press, Ltd., Cor. Sargent Ave.
og Toronto St., Winnipeg, Man.
Talsímar: 86 327 og 86 328
Einar P. Jónsson, Editor
Utanáskrift blaðsins:
The Columbia Press, Ltd., Box 3172
Winnipeg, Man.
Utanáskrift ritstjórans:
Editor Lögberg, Box 8172, Winnipeg, M&n.
Verð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram.
Kosningarnar í Ontario
The “Lögberg” Í3 prlnted and published by
® The Columbia Press, Limited, in the Columbia
Building, 695 Sargent Are., Winnipeg, Manitoba.
txx=o
Miðvikudaginn þann 30. október síðastlið-
inn, fóru fram almennar kosningar til fylkis-
þingsins í Ontario, og lauk þeim með sigri mikl-
um fvrir íhaldsstjórn þá, er að völdum hefir
setið undir forystu Mr. Fergusons. Hlaut í-
haldsflokkurinn 90 þingsæti af 112 í alt, og auk
þess mun mega telja 'honum tvo nýkosna þing-
menn, er töldu sig utanflokka, en þó fremur
hlynta stjórn iMr. Ferguson’s. Aðeins tólf
fr'ambjóðendur, er buðu sig fram undir merkj-
um frjálslyndu stefnunnar, náðu kosningu, þar
á meðal foringi þess flokks, Mr. Sinclair. Fjór-
ir framsóknarmenn komust að, svo og einn, er
telur sig til hins sameinaða bændaflokks. Ófrétt
er enn um úrslit í tveimur kjördæmum, en kosn-
ingu var frestað í einu kjördæmi, það er að
segja Xorth Bruce.
Er það varð lýðum ljóst, að fylkisþingið í
Ontario hefði verið rofið og nýjar kosningar
fyrirskipaðar, flutti Lögberg stutta ritstjórn-
argrein um hið pólitiska viðhorf í Ontariofylki,
og lét þess þar með getið, að líklegt mætti telja,
að stjórn Mr. Ferguson’s gengi sigrandi af
hólmi. 1 fyrsta lagi var það, að stjórnin hafði,
um þær mundir, er þing var rofið, afarmikinn
meiri hluta við að styðjast, og í öðru lagi hitt,
að hún virtist undir engum kringumstæðum
hafa re\mst ver, en gengur og gerist, og í sum-
um tilfellum betur, að minsta kosti hvað fjár-
málin áhrærði.
Kosningar þessar hinar nýafstöðnu í Ont-
ario, voru öðru fremur einkennilegar af því,
hve undur-lítið það var, er flokkana greindi á.
Því þótt þeytt væri að vísu upp, mest fyrir siða-
sakir, talsverðu moldviðri, þá voru ákærurnar
á hendur stjórninni, flestar næsta veigalitlar,
og sumar hverjar, öldungis út í hött. Mr. Sm-
clair veittist nokkuð að stjórninni fyrir vín-
sölulöggjöf fylkisins, og slælegt eftirlit með
framkvæmdum hennar, að því er honum fanst,
en samt virtist hann ekki 'hafa upp á neitt á-
byggilegt að bjóða sjálfur. Ef hann hefði geng-
ið hreint til verks, og skipað sér ákveðið undir
merki víníbannsmanna, er engan veginn ólík-
legt, að flokki hans hefði orðið betur ágengt, en
raun varð á, því margir virðast í hæzta lagi
óánægðir með vínsölulöggjöf þá, er fylkið nú
býr við; en til þess gat auðsjáanlega hvorki
hann, né flokkur hans, borið gæfu.
Eins og stjórnmálum ’í Ontariofylki er nú
komið, að afstöðnum síðustn kosningum, má
svo að orði kveða, að um fylstu flokkslega ein-
okun, sé að ræða, og hlýtur slíkt að skoðast alt
annað en heillavænlegt. Hinir frjálslyndu and-
otæðingaflokkar, mega 'heita út sögunni, að
minsta kosti næstu fjögur árin.
1 sérhverju því landi, eða fylki, er við lýð-
ræðisfyrirkomulag styðst, verður stjómarfar-
ið að sjálfsögðu hollast, þar sem flokkum er
þannig skift, að andstaðan gegn stjórninni sé
það máttug, að stjómin verði að taka fult til-
lit til skoðana þeirra flokksparta, sem and-
stæðir henni eru. Við það kemst heilbrigðari
festa í löggjöfina, þannig, að hún verður að
meira eða minna leyti sniðin eftir þörfum allra
stétta jafnt. Sé um einhliða og öflugan meiri-
hluta, að ræða, er hætt við, að löggjöfin hnigi
mest í þá átt, að hlynna að hagsmunum forrétt-
inda stéttanna, og þess flokks, er stjórnin aðal-
lega styðst við.
ð<æsta fylkisþing í Ontario, verður þannig
samailsett, að um andstöðu gegn stjóminni
getur tæpast verið að ræða. Mr. Ferguson get-
ur ríkt og ráðið líkt og Mussolini á Italíu, og
undir hans vilja verður þingið að bevgja sig, og
gerir vafalaust með góðu, eða mikill meiri
hluti þess. Verður þá sennilega óspart vitnað
til þess, að kjósendur hafi fengið stjórninni í
hendur svo fult og ótakmarkað umboð, að ekki
þurfi um það að efast, að vilja þeirra verði
framfylgt á fremsta hlunn. í orðsins þrengstu
merkingu, getur þetta haft við nokkur rök að
styðjast, en engan veginn getur slíkt ástand
skoðast 'heillavænlegt samt.
Engu skal um það spáð, hvort Ferguson-
stjornin muni misbeita valdi sínu og þingfylgi
því hinu mikla, er hún styðst við, á óhlífnari
hátt í framtíðinni, en við hefir gengist í liðinni
tíð. En samt hefir það alla jafna brunnið við
með stjórnir, er líkt hefir verið ástatt fyrir, að
þær hafa fyr eða síðar orðið flokkshagsmunun-
um að bráð, og'myglað hið innra, ef þannig
mætti að orði kveða.
Ibúar Ontariofylkis hafa alla jafna verið
íhaldssamir, og þar af leiðandi er það í sjálfu
sér ekkert undranarefni, þótt úrslit hinna ný-
afstöðiu kosninga yrðu slík, sem raun varð á.
Þó mun þess tæpast hafa verið vænst, að
Ferguson’s stjórninni myndi aukast þingstyrk-
ur til hálfs við það, sem nú er komið á daginn.
Ekki mega menn ætla, að frjálslyndi flokk-
urinn í Ontario sé aldauða, þótt útreið hans í
síðustu kosningum yrði slík, sem nú hefir verið
getið um. Grandvallaratriði þess flokks, bæði
þar sem annars staðar, eru þess eðlis, að eigi
er auðvelt að koma þeim fyrir kattamef. En
það er með þau, eins og alt annað. að byggja
verður á þeim með fyrirhyggju og víðsýni.
Frjálslynda stefnan, bæði í Ontario sem annars
staðar, er heilbrigð mannréttindastefna, er á
sínum tíma hlýtur að verða til öndvegis leidd,
þegar hinn rétti leiðtogi kemur fram á sjónar-
sviðið.
Flogið hefir það fvrir, að leiðtogar íhalds-
manna víðsvegar um land, séu í sjöunda himni
vfir kosningarúrslitunum í Ontario, og telji þau
fyrirboða þess, hvers vænta megi við næstu
sambandskosningar. Ekki er óhugsandi, að
þeir háu herrar verði fyrir sárum vonbrigðum,
er til slíkra kosninga kemur. Hér er ólíkum
málum saman að jafna. Fvlkismál í Ontario
hafa alla jafna verið næsta gi*einilega aðskilin
frá sambandspólitíkinni. Við síðustu sam-
bandskosningar, sat íhaldsstjórn að völdum í
Ontariofylki. Samt sem áður hlaut frjálslyndi
flokkurinn, undir forystu Rt. Hon. W. L. Mac-
kenzle Kings, þar fíeiri þingsæti, en venja
hefir verið til um þann flokk í liðinni tíð.
Reynslan hefir alla jafna orðið sú, að þar
sem fylkismálum hefir um of, það er að segja í
flokkslegu hagsmunaskvni, verið blandað inn í
sambandsmálefni, þá hefir það orðið hlutaðeig-
andi fylki, eða fylkjum, síður en svo til góðs.
Þess skýrar, sem línurnar eru dregnar milli
fylkis og sambandsmálefna, það er að segja frá
flokkslegu sjónarmiði séð, þeim mun betra.
Tíminn fram að næstu sambandskosningum
fer nú óðum að styttast. Engan veginu óhugs-
anlegt, að þær kunni að fara fram síðari hluta
næsta árs. En hvort sem svo verður eða eigi,
þá gi* hitt víst, að horfur fyrir stórsigur núver-
andi sambandsstjornar, era hinar glæsileg-
ustu. Og oss skyldi sízt undra, þótt til þess
kæmi, þrátt fyrir urslit siðustu fvlkiskosninga
i Ontario, að það fvlki sendi fleiri frjálslynda
fulltrúa á sambandsþing, að næstu sambands-
kosningum loknum, en nokkru sinni fyr í sögu
hinnar canadisku þjóðar.
Mr. King á ferð
um Vesturlandið
Forsætisráðgjafinn í Canada, Rt. Hon. W.
L. Mackenzie King, er á ferðalagi um Vestur-
landið um þessar mundir, og flytur ræður í
helztu borgunum.
Föstudagskvöldið, þann 1. þ. m., flutti Mr.
King ræðu í Central kirkjunni hér í borginni,
ásamt tveim ráðgjöfum sínum, þeim Hon. Ro-
bert Forke, innflutningsmála rágjafa, og Hon.
Ralston, hervarnaráðgjafa. A ræðupallinum
gat að líta, auk þeirra, sem nú hafa nefndir
verið, þingmenn Winnipegborgar tvo, þá Mr.
Joseph T. Thorson, þingmann fyrir Mið-Win-
nipeg kjördæmið hið syðra, og Mr. McDiarmid,
þingmann Suður-Winnipeg kjördæmisins.
Ræður þeirra Mr. Forke og Mr. Ralstons,
vora tóðar fremur stuttar, en skýrt og skil-
merkilega settar fram. Er hinn síðarnefndi
einkum og sérílagi aðlaðandi tölumaður, al-
vöraþungur og fyndinn í senn.
Innviðamest og lengst, var, eins og vænta
mátti, ræða Mr. Kings, enda lýstu hinir fvrri
ræðumenn þegar í upphafi yfir því, að þeir
vildu sem allra minst taka upp af þeim tíma,
sem_ honum væri ætlaður, þar sem fundurinn
værí í raun og veru hans eigin fundur.
Er Mr. King reis a fætur til að ávarpa
mannsöfnuðinn, dundu við fagnaðaróp um
allan salinn. Leyndi það sér ekki, hve djúp og
einlæg ítök hann á í hjörtum borgarbúa.
Mr. Kmg tók það þegar fram í upphafi, að
hann ætti að þessu sinni nokkru örðugra með
að fl.vtja pólitiska ræðu, en venja væri
til, þar sem svo stæði nú á, að í raun
og \eru Iægi ekkert stórmál fyrir til um-
rœðu, nema ef vera skyldi eitt' eða málið um
hækkaða verdartolla í Bandaríkjunum, er vit-
anlega hlyti að hafa það í för með sér, að
þrengt yrði nokkuð um markaðsskilyrði fyrir
canadiska framleiðslu sunnan landamæranna
Mr King kvað Mr. Bennett, leiðtoga íhalds-
flokksins í sambandsþinginu, hafa verið á ferð
og flugi um landið þvert og endilangt, til þess
að reyna að hamra inn í þjóðina, að eina skyn-
samlega úrlausnin í þessu máli væri sú, að
koma fram hefnd gegn Bandaríkjunum, með
því að hækka canadiska tollmúra hlutfallslega
að sama skapi, og í ráði væri að gert yrði syðra.
Kvað hann Mr. Bennett hafa, af einhverjum lítt
skiljanlegum ástæðum, hafa farið fram hjá því,
að enn væri með engum hætti útséð um það’
hver áhrif tollmálafrumvarps Bandaríkjastjóm-
ar kynnu að verða, um það er lyki. Frumvarp-
ið hefði, sem þegar væri kunnugt, sætt hvassri
andspymu í öldungadeild hins ameriska þjóð-
þings, og við svipaðri útreið mætti að líkindum
búast í neðri málstofunni og sameinuðu þingi,
ef málið bærist þangað. Taldi hann enga aðra
leið hugsanlega en þá, að bíða átekta, og sjá
hvemig málunum skipaðist til í framtíðinni.
Mr. King kvaðst með engum hætti geta séð,
hvernig Canadastjórn gæti farið að blanda sér
inn í skýlaus sérmál hinnar amerísku - þjóðar,
en í slíku Ijósi yrði meðferð hennar á sínum
eigin tollmálum, áreiðanlega að skoðast. En,
í því falli, að hin fyrirhugaða tollhækkun
Bandaríkjastjómar fengi framgang, þá vildi
hann mega benda canadisku þjóðinni á það, að
til þess að bæta upp þá örðugleika í canadisku
viðskiftalífi, er af slíku leiddi, virtust allar
leiðir viturlegri, en sú, að stofna til hliðstæðrar
liækkunar á verndartollum í hefndarskyni. Can-
adiska þjóðin vrði ekki í neinum vandræðum
með að koma út vörum sínum fyrir það, þótt
þrengt yrði um markaðsskilyrðin syðra. Brezk-
ur markaður stæði opinn, og með því virtist nú
flest mæla, að unnið yrði að auknum innanveld-
isviðskiftum. Væri nú enda ekki ólíklegt, að
kvatt vrði til samveldisfundar á næstunni, til
þess að ræða um það mál, og hrinda því áleiðis.
Nokkram orðurn fór Mr. King um sam-
göngumálin hér í landi, og benti á þá feikna
breytingu til hins betra, er orðið hefði á fjár-
hag þjóðbrautakerfisins síðustu árin. Hefði
hreinn ágóði af starfrækslu þess kerfis á árinu
sem leið, numið fimtíu og fjórum miljónum
dala, eða fréklega ])að. Þá mintist Mr. King
einnig á það, hve fjárhagur þjóðarinnar 'hefði
farið batnandi jafnt og þétt; hve grynt hefði
verið árlega á þjóðskuldinni, þrátt fyrir mikla
og víðtæka lækkun skatta.
Þá vék Mr. King nokkrum orðum að því,
hve Manitobafylki mætti í rauninni skoðast
mælisnúra á efnalega afkomu hinnar canadisku
þjóðar. Hvergi nokkursstaðar innan vébanda
canadiska fylkjasambandsins, væri jafn . fjöl-
breytta framleiðslu að finna og í Manitoba.
"Hafi oss hepnast,” sagði Mr. King, “að
hrinda í framkvæmcl stefnuskrár-atriðum vor-
um, sem eg hygg að sé, og að nú sé í rauninni
gullöld í landi, þá verð eg að lýsa *ýfir því, að
vér eigum engum slíkt fremur að þakka, en hin-
um ágæta stuðningi frá Manitoba, þegar á sam-
bandsþingið kom. Fulltrúarnir þaðan, allir und-
antekningarlaust, veittu stjórninni þann stuðn-
ing, er hún þurfti við, til þess að fá hrandið í
framkvæmd mörgum þeim stórmálum, er fyrir
lágu og biðu úrlausnar. Jafnskjótt og Manito-
bafylki afréð, að senda oss til fulltingis Liberal-
Progressive, eða Progressive-Liberal þing-
mennina héðan, eins lengi og ráðuneytið fvlgdi
sannri framfarastefnu, tók ástandið í landinu
þegar að breytast til hins betra. Sámræmi
hafði skort þangað til, en nú var úr því bætt.
Frá þeim tíma hefir stjórnin átt margfalt auð-
veldara aðstöðu með að hrinda 'hinum marg-
víslegu nauðsynjamálum í framkvæmd, er
henni var áður eigi unt að gera.”
Um innflutningaráðgjafann, Mr. Forke,
fórust forsætisráðgjafanum þannig orð:
“Eg get fullvissað yður um það, að ráðu-
neytið og þjóðin, standa í mikilli þakkarskuld
við Mr. Forke. Eigi einungis fyrir það, hve
vel og viturlega hann hefir stjórnað sinni sér-
stöku stjórnardeild, heldur og einnig sökum
þess,^ hve mjög hann hefir stuðlað að auknum
góðvilja milli þeii*ra innflytjenda frá hinum
ýmsu löndum, er verið hafa jafnt og þétt að
streyma hingað, og fólksins, sem fyrir var.
Hann hefir einnig veitt oss ómetanlegan stuðn-
ing í því, að skilja sem allra glegst afstöðuna
milli akuryrkju og iðnaðar.”
Eitt meðal annars, all-eftirtektarvert, er Mr.
King tók ,fram í ræðu sinni, var það, að hér eft-
ir ættu stjórnmálamenn örðugra með að verða
margsaga, en við hefði gengist á liðnum árum.
Átti hann þar við notkun víðvarpsins. Við það
yrðu stjórnmálamennirnir varkárari í umræð-
um sínum, þar sem svo mætti að orði kveða, að
öll þjóðin hlustaði á þá í einu.
-----1-------1—•
Þakkar-hátíð
Sá siður 'hefir viðgengist hér í álfunni, að
halda almenna þakklætishátíð í kirkjum lands-
ins, að loknum uppskera-önnum. Verður þessi
hin næsta haldin á mánudagskvöldið þann 11.
yfirstandandi mánaðar.
Ekki er hátíð þessi íslenzk að upprana, en
vera mun hún nú orðin óaðskiljanlegur hluti
vors vestræna lífs. Að þessu sinni, engu síður
en undangengin ár, er það að sjálfsögðu margt,
er þakka ber. Sumarið var hagstætt, og þótt
uppskera yrði rýrari, en oft og einatt áður, þá
var það bætt upp með betri framleiðslutegund-
um og betra verðlagi.
Heilsufar almennings hefir verið gott, sem
þá er bezt gerist.
Á sviði atvinnu og iðnaðarmálanna, hefir
verið með allra bjartasta móti umhorfs. Verk-
föll sama sem engin, og verkbönn ekki helclur.
Má því vel svo að orði kveða, að hið canadiska
þjóðfélag hafi notið ótraflað ávaxta iðju
sinnar.'
Innbyrðis og út á við, hefir þjóðin búið í
friði, og fyrir það ber ekki hvað sízt að
þakka.
Canada framtíðarlandið
Náttúruauðlegð Alberta fylkis
er bæði mikil og margbrotin og
af því leiðir það, að atvinnuveg-
irnir eru einnjig \ fjölbreytilegir.
Námur eru þar miklar, beitilönd
góð og skilyrði fyrir gripa- og
kornrækt, víða hin ákjósanleg-
ustu. Þótt Hudsons Bay verzl-
unin hefði smá útibú í hinum
norðlægari héruðum þegar á ár-
unum 1778 til 1795, svo sem Fort
Chyppewoyon og Fort Edmonton,
og keypti þar grávöru, þá má
samt með sanni segja, að suður-
hluti fylkisins hefði fyrst bygður
verið og jarðræktin hafi svo smá-
færst þaðan norður á bóginn.
Þeir, er fyrstir fluttu til suður-
fylkisins og tóku sér þar varan-
legan bústað,, voru griparæktar-
menn frá Bandaríkjunum. Og það
var ekki fyr en árið 1900, að menn
fóru að skyygnast um í suðurhlut-
anum af Saskatcheawn fylki og
norður við Red Deer ána og nema
þar lönd. Þótt hinir fyrstu gripa-
ræktarbændur væru Bandaríkja-
menn, þá hófst brátt innflutning-
ur til fylkisins frá brezku eyjun-
um og voru margir nýbyggjar
þaulætfðir í öllu því, er að gripa-
rækt laut. Settust þeir að og
komu sér upp griparæktarbúum í
Lethbridge, Macleod, Pincher
Creek, High River, Calgary, Bow
River, og í kringum Red Deer. —
Um 1880 hófst þar fyrst sauðfjár-
rækt, en fremur gekk útbreiðsla
hennar seint.
í Suður-Alberta gengu gripir
að mestu leyti sjálfala, þegar á
hinum fyrstu landnámsárum og
gera svo víða enn. Mest var þar
um buffalo gras, bunch gras og
blue joint En þær tegundir eru
allar mjög bráðþroska. Fyr á ár-
um var það aðalstarf bóndans,
að afla fóðurs handa skepnum
sínum, en nú skipar kornræktin
víða fyrirrúm, þótt á öðrum stöð-
um sé griparæktin stunduð jöfn-
um höndum.
Áhrifum Chinook vindanna er
það að mestu leyti að þakka, að
veðháttan er svo góð, að skepnur
geta gengið úti allan ársins hring.
Stundum hefir það komið fyrir,
að útigangsgripir hafa fallið, en
þó eru þess tiltölulega fá dæmi.
Nú má svo heita, að nálega hver
einasti bóndi hafi nægan fóður-
forða fyrir allar skepnur sínar
og er útigangsgripum oft gefið á
skalla. Hey er yfirleitt kjarngott
í fylkinu og beitin ágæt. í Suður
Alberta er að finna suma allra
beztu sláturgripi, sem þekkjast í
Canada.
Frá árinu 1870 og alt fram að
aldamótin var griparæktin vit-
anlega ekki búin að ná því há-
marki, sem nú á sér stað. En um
árið 1900 var þó farið að senda
ágæta gripi á enskan markað frá
Calgary, High River, Claresholm,
Pinúher Creek, Madleod, Leth-
bridge, Medicine Hat, Bassano og,
Langdon. Árið 1902 var stofnað
Tht Alberta Railway and Irriga-
tion Company, með höfuðstað í
Lethbridge. Keypti félag þetta
lönd allmikil af sambandsstjórn-
inni og tók að gera tilraunir með
áveitu í Spring Coulee og Chin
Coulee héruðunum, og sömuleiðis
á svæðunum umhverfis Magrath,
Raimond, Stirling, Lethbridge,
Coldale og Chin, en þó mestmegn-
is austur af Lethbridge. Um þær
mundir var tekið að girða inn
lönd með vír. —- Árið 1903 var
stofnað The Canadian iPacific Ir-
rigation félag, er það takmark
hafði fyrir augum, að veita vatni
yfir svæðin austur af Calgary. —
Var vatnið tekið úr Bow River.
Árið 1907 var enn stofnað félag,
er Southern Alberta Land Com-
pany nefndist, með aðsetur í
Medicine Hat, er tókst á hendur
að veita vatni á önd vestur af
þeim bæ.
Landflæmi þau, er nefnd félög
eiga, nema til samans því nær
þrem miljónum ekra. Skifta má
spildu þessari í fjóra megin-
hluta. Hinar vestlægari lendur
Canadian Pacific félagsins ií
austur frá Calgary, en norðan við
Bow River. Er svæði það um 40
mílur frá norðri til suðurs, en 65
mílur austur á bóglnn. Um 223,000
ekrur eru hæfar til áveitu. Hef-
ir meginið af löndum þessum nú
verið selL-— Suðaustur af spildu
þessari liggur önnur landareign
sama félags, er hefir inni að
halda um ,245,000 ekra. Þar af
hefir vatni verið veitt á 400,000
ekrur. Töluvert er enn óselt af
landi í fláka þessum.
Árið 1908 náði Canadian Paci-
fic félagið í hendur sínar umráð-
um yfir miklu af þeim lendum,
er Alberta Land Irrigation félag-
ið í Lethbridge átti. Svæði það
er 499,000 ekrur og vatni verið
veitt á rúmar 120,000 ekrur. Mest
af' landi þessu hefir þegar verið
selt.
Annað áveitusvæði má nefna,
er liggur í Suffield héraðinu. Er
?að eign The Canada Land og Ir-
rigation félagsins, sem áður var
kallað Southern Alberta Land
Company, með aðal skrifstofu í
Medicine Hat. Enn eitt áveitu-
svæði liggur í Bow Island hérað-
inu. Samtals nema lendur þess-
ar 530,000 ekrum og eru þar af
203,000 hæfar til áveitu.
í suðurhluta fylkisins, er ávalt
verið að gera frekari og frekari
tilraunir til áveitu. Var þar
stofnað eitt slíkt félag 1919, er
Taber Irrigation Association
nefnist, er tekið hefir sér fyrir
hendur að veita vatni á 17,000 ekr-
ur í nánd við Taber. Fleiri fyiir-
tæki í sömu átt, eru í undirbún-
ingi víðsvegar um fylkið. Hagn-
aðurinn af áveitunni hefir þegar
orðið mikill í Suður-Alberta. Hafa
þar víða risið upp blómleg bygð-
arlög, þar sem áður voru gróður-
litlir harðbalar. Er þar víða rækt-
að mikið af alfalfa og öðrum
kjarngóðum fóðurtegundum.
Nokkuð er af auðugum gripa-
ræktarbændum í suðurhluta fylk-
isins, einkum þó kring um Olds,
Magrath, Raymond, Coutts og
norður og suður af Medicine Hat.
Víðast hvar eru beitilönd fyrir
gripi girt inn með vír. í Suður-
Alberta, er mikið um sauðfé, og
gengur sjálfala í reglulegri afrétt
og smalað er saman á vissum tím-
um. Sauðfjárræktin er stöðugt að
blómgast og verður eflaust mjög
arðsöm, er stundir líða.
AJifuglaræktin hefir gefið af
sér feikna mikinn auð og hefir
reynst bændum regluleg féþúfa.
Kornræktin er alt af að útbreið-
ast með hverju árinu er líður, svo
þar sem áður voru tiltölulega lé-
leg beitilönd,blasa nú við blóm-
legir akrar.
í Suður-Alberta seljast órækt-
uð lönd í áveituhéruðunum fyrir
þetta fimtíu dali ekran, en rækt-
uð áveitulönd frá 75—125 dali
ekran. En í hinum þurrari hér-
uðum má kaupa ekruna fyrir
fimtán til fimtíu dali. Svæðið
frá Carston til Pincher Creek og
norður á bóginn til Calgary og
Macleod og Edmonton járnbraut-
arinnar, er einkar vel fallið til
blandaðs búnaðar, enda fylgist
þar að jöfnum höndum gripa- og
okrnrækt.
Claresholm liggur í austurjaðri
þessarar landspildu. Bæir á
þessu svæði eru Nanton, High
River, Okotoks, Crossfield, Dids-
bury, Olds, Innisfáil. í héruð-
unum umhverfis þessa 'bæi er
mikið um griparæki og fram-
leiðslu mjólkurafurða. Heyskanur
er þar víðast hvar mikill og góður.
Blandaður landbúnaður er kom-
inn á hátt stig í Mið - Alberta.
Með lagningu Canadian Pacific
járnbrautarinnar, er kom til Cal-
gary árið 1885, tók landið um-
hverfis mjög að byggjast. Varð
Calgary þá þegar allmikill verzl-
unarbær og hefir verið það jafn-
an síðan. Landið hefir verið að
byggjast norður á bóginn jafnt
og þétt. Er jarðvegurinn þar
næsta auðugur. Fyrsta aukalína
Canad'ian Pacific jfélagsins á
þessu svæði var lögð norður frá
Calgary árið 1891. Síðar lagði
Canadian National járnbrautar-
félagið brautir bæði í norður og
suður og er landið með fram þeim
eitt hið frjósamasta í öllu fylk-
inu. Staðháttum í Mið - Alberta
hagar nokkuð öðru vísi til en í
Suðurfylkinu. Nýbyggjar í Mið-
fylkinu hafa alla jafna átt nokkru
örðugra með að koma sér fyrir og
hafa haft meira af örðugleikum
landnemalífsins að segja. En
landkostir eru þar fult eins góðir.
Ræktað er þar mikið af höfrum
og byggi og sömueiðis margs-
konar fóðurtegundum. Er fram-
leiðsla kjöts, ullar og alifugla af-
armikil, í þeim hluta fylkisins.
DAVÍÐ STEFÁNSSON
skáld.
Eftir lestur “Nýrra kvæða.”
Hann er stormur, sem klettana
klýfur,
hann er kætin, sem frjálslegast
hlær.
Hann er örninn, sem svifléttast
svífur,
hann er sólksin og draumlúfur
blær.
—Mgbl. Kona.
{
I