Lögberg - 21.11.1929, Page 6

Lögberg - 21.11.1929, Page 6
Bls. 6. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 21. NÓVEMBER 1929. !'.......... [ Mánadalurinn EFTIR JACK LONDON. “Það er víst óhætt að segja, að þeir séu heldur sjaldgæfir,” sagði bóndinn. “En eg skal segja þér söguna, Það var einu sinni bóndi, sem ekki gekk húskapurinn mjög vel, þangað til loksins, að hann heyrði sagt frá þessum hvíta fugli. ÞaÖ var aðeins eldsnemma á morgnana, að hann átti að sjást, að því er sagan sagði, og liver sá bóndi, sem svo væri lánsamur að ná honum, átti að verða mesti láns- maður og stórefnaður eftir það. Morguninn eftir fór hann á fætur fyrir dagrenningu til að ga>ta að fuglinum, og því hélt hann áfram mán- uð eftir mánuð. Aldrei sá hann fuglinn, en hann sá svo ótal margt, sem gera þurfti á heim- ilinu, og hann gerði það, og af því hann gerði það, sem gera þurfti, þá komst búskapurinn fljótt í það lag, að hann gat ekki aðeins borg- að skuldimar, sem á landinu og búinu hvíldu, heldur fór hann líka fljótlega að safna pen- ingum.” Þegar ])au héldr áfram ferðinni þenna sama dag, sat Willi í vagnsætinu, sjáanlega í djúp- um þönkum. “ Eg skil svo sem hvað hann átti við,” sagði hann loksins. “En eg er engan veginn ánægð- ur með þetta. Það var svo sem ekki þessi livíti smáfugl, sem hann í raun og veru átti við. Hann átti við að bóndinn hafði farið að hirða um það, sem hann áður hafði vanhirt, það er svo sem auðskilið. En ef bændalífið er ekkert nema stritvinna, J)á má eg segja þér, Saxon, að eg kæri mig ekki um að finna neinn Mánadal. Þá getur maður rétt eins vel verið kyrr í borg- inni, það er þá hvað öðru líkt. Maður hefir engan tíma fyrir sjálfan sig, nema meðan mað- ur sefur, og það er lítil skemtun í að sofa. Mað- ur ma>tti rétt eins vel deyja strax, eins og að slíta sér út þannig. Eg vil miklu heldur halda þessu flakki áfram og skjóta dýr við og við og kannske veiða fisk einstaka sinnum, og hvíla mig svo og skemt okkur hvort með öðru, synda og leika okkur. PCkki það, að mér þyki neitt fyrir að vinna í raun og veru, en það er mesti munur á því, að vinna hæfilega, eða vinna eins og þræll og mega ekki um frjálst höfuð strjúka.” Saxon var alveg á sama máli. Hún hugs- aði til þeirra ára, sem hún hafði unnið stöðugt alla daga, og bar þau í huganum saman við ]>að, sem þau höfðu haft, síðan þau fóru 'frá Oak- land. “Við kærum okkur ekki um að verða rík,” sagði hún. “Þeir geta farið snemma á fætur í Sacramento eyjunum og vatnsveitu dölunum, til að leita að hvíta fuglinum. Þegar við förum snemma á fætur í Mánadhlnum, þá gerum við það til að hlusta á fuglasönginn og til að syngja með fuglunum. Og ef við keppumst við að vinna við og við, þá gerum við það til þess að< hafa þeim mun meiri tíma til að leika okkur. Og þegar þú ferð að synda, þá ætla eg að fara með þér. Og við skulum leika okkur svo mik- ið, að við verðum fegin að vinna á milli til að breyta til.” “Eg er alveg að þorna upp,” sagði Willi um leið og hann þurkaði avitann af andlitinu á sér. “Hvernig lízt þér á, að við förum niður á ströndina?” Þau héldu í vesturátt og sneru nú baki við hálendinu og dölunum. Vegurinn var afar- vondur og á sjö mílna svæði fóru þau fram hjá tíu brotnum bílum. Villi gat ekki farið nema hægt vegna hestanna. Þau áðu oft meðfram lækjunum og hann veiddi silúng við og við. Hér var það, að Saxon veiddi verulega stóran sil- ung í fyrsta sinni. Hún hafði oft veitt smáa silunga, þetta níu og tíu þumlunga, en hún varð meir en lítið glöð, þegar hún kom með þennan stóra fisk á færinu upp úr læknum. Hann barð- ist um í sandinum, þangað til hún tók hann með höndunum og hélt honum föstum. “Sextán þumlungar,” sagði Willi, þegar hún hélt fiskinum á lofti til að skoða hann. “En heyrðu, hvað ætlar þú að gera við hann?” “Þvo af honum sandinn, auðvitað,” svar- aði hún. “Það er betra fvrir þig, að láta hann í körf- una fyrst.” Hún beygði sig niður að teknum og dýfði stóra og fallega fiskinum ofan í vatnið. Hann tók viðbragð, reif sig af henni, þó hún héldi af öllum kröftum, og fór sína leið. “Harningjan góða!” hrópaði Saxon upp yf- ir sig. ' “Maður ætti að halda því sem maður nær,” sagði Willi dálítið kýmilega. “Eg fæst ekki um það,” svaraði Saxon. “Eg hefi þó að minsta kosti veitt stærri fisk, heldur en þú hefir nokkurn tíma gert.” “Eg svo sem neita því ekki,” svaraði Willi, “að þú getur veitt stóra fiska. Þú t. d. veiddir mig eínu sinni.” “Eg veit nú ekki, hvað eg á að segja um það,” sagði Saxon. “Það var kannske svipað og með manninn, sem var tekinn fastur fyrir að væiða silungá þeim tíma, sem hann var frið- aður. Hann bar það fyrir sig, að það hefði verið sjálfsvörn.” Wiíli skildi þetta ekki vel. “Silungurinn réðist á hann,” sagði Saxon til skýringar. Willi glotti. S\ro sem fimtán mínútum seinna sagði hann: “Þú varst nokkuð ónotaleg í orði við mig áðan.” Það fór að dimma í lofti, þegar þau voru á leiðinni niður með Coquille ánni og áður en varði, var komin niða þoka. “Þetta var ágtt,” sagði Willi. “Mér fanst eg vera orðinn alt. of þur, en nú finst mér eins og eg sé lagður í bleyti. Þetta er í fyrsta sinn, sem mér þykir vænt um þokuna. ” “Saxon rétti út hendurnar. Það var engu líkara, en hún væri að baða sig í rakaloftinu og þokunni. “Mér datt aldrei í hug, að maður gæti orðið þreyttur á sólskininu,” sagði hún. “En við höfurn haft meira en nóg af því síð- ustu vikurnar. ” “Já, alt af síðan við komum í Sacramento- dalinn,” bætti Willi við. “Of mikið af sólskini er ekki gott fyrir mann, eg hefi komist að því. Það er líkt með sólskinið, eins og áfengið. Þú hefir tekið eftir því, hvað þér líður vel, þegar sólin fer að skína eftir margra daga dimm- viðri. Það hefir lík áhrif á mann, eins og eitt glas af sterku víni. Lætur þér líða reglulega vel. Eins er það, þegar maður hefir verið að svnda, að þá er gott að koma upp lir vatninu og liggja í sólskininu. En ef þú ert þar of lengi, þó ekki sé nema svo sem tvo klukkutíma, þá fer þér ekki að líða eins vel. Maður fer að verða latur og það er eins og maður ætli aldr- ei að komast í fötin. Maður á erfitt með að ganga og það er eins og maður sé alveg mátt- laus. Þetta kemur til af því, að maður hefir haft of mikið af sólskini. Það er svipað eins og of mikið áfengi. Maður verður áreiðanlega að borga fyrir hvorttveggja,. Þess vegna er bezt að vera þar, sem maður hefir þoku og dimmviðri við og við.” “Við höfum þá eiginlega verið drukkin mánuðum saman,” sagði Saxon. “En nú ætl- um við að láta renna af okkur. “Já, auðvitað. Eg get unnið tvö dagsverk á einum degi í svona veðurlagi. Líttu á hest- ana, þeim er strax farið að líða miklu betur.” Saxon leit alt í kringum sig til að gæta að, hvort hún kæmi hvergi auga á rauðviðinn, sem henni þótti svo vænt, um og mikið til koma. Þeim hafði verið sagt, að þau myndu finna hann lengra suður með ströndinni, í Californíu. “Við hljótum að vera komin of langt norð- ur, ” sagði Saxon. “Við verðum að fara suð- ur, til að finna Mánadalinn..” Þau fóru í suður. Vegurinn var slæmur, strax til að byrja með, en hann fór alt af versn- andi eftir þvrí sem þau komust lengra. suður r eftir Port Oxford skógunum. Enn var engin jarnbraut a þessum sloðum, og eftir því sem lengra kom suður, því verri varð vegurinn og því Jengra varð milli bæja, og því sjaldgæfara að sjá nokkur merki þess, að þar hefði nokkurn tíma verið tekið handarvik. Hér var ekkert Austurálfu eða Norðurálfu- fólk. Þeir fáu, sem þarna voru, voru hinir eig- mlegu Bandaríkjamenn, eingöngu þeir, sem fluzt höfðu vestur yfir slétturnar, en þó aðal- lega afkomendur þeirra. Einstöku gamlir menn voru þarna enn, sem komið höfðu frá Austurríkjunum, og einstöku gamlar konur. Saxon talaði þar við fólk, sem mundi eftir ferðalaginu vestur yfir slétturnar. Þetta fólk lmfði stöðugt haldið áfram, lengra. og lengra vestur og ekkert gat stöðvað ferð þess, nema sjalfa Kyrrahafið. Hér hafði það því sezt að, bygt sér kofa til a, búa í og rutt nokkrar ekr- ur af skóglendinu. Og hér var það enn í dag. Breytingar eða framfarir höfðu verið sára- btlar allan þennan tíma og gömlu siðirnir héld- ust enn að mestu óbreyttir. Þarna voru engar •lámbrautir og bílar voru þar óþektir. Milli þessa héraðs og hinna frjósömu og þéttbygðu héraða að austan, var hálendi skógivaxið, og hafði Wdli heyrt, að þar væri mikið af dýrum og ]>«r væru veiðimenn oft á ferð. Willi sagði, að það væri þarfleysa að brjótast í gegn um skóginn til að elta dýr og fugla, því hann gæti skotið alt sem hann vildi af þeim, án þess að fara ofan úr vagnsætinu. Þau voru að fara eftir þröngri og torsóttri skógarbraut sunnan við Cold Beach. er þau heyrðu alt í einu klukknahljóð. Willi fór svo að beygja út af veginum tií að gefa þeim, sem þar væri á ferð, tækifæri til að komast fram öjá, og beið hann þar litla stund. Hann hevrrði hófatakið og hann heyrði manninn. sem kevrði, tala til hestanna, og einu sinni heyrði hann hlát- ur, og heyrði að það var kona, sem hló. mnarileýtiddðfalílglaöklo póiUgmpiaia .a.naa, “Ilann heldur áfram, þessi náungi,” taut- aði Willi fyrir munni sér. “Hann hlvtur að hafa góða hesta og kunna með þá að fara, og góðan vagn líka, að geta farið svona fljótt yf- ir á öðrum eins vegi og þessum.” Vegurinn var sniðskorinn fram undan beim og sáu þau fjóra hesta og gulmálaðan vagn nokkru áður en þau mættu þessu ferðafólki. En þegar nær dró, kom í ljós, að þetta var vagn með tveimur sætum og í fremra sætinu var mað- ur og kona, en í aftara sætinu var Janani. sem naumast komst þó þar fyrir, því sætið var fult af allskonar dóti, kössum, veiðarfærum, byss- um og dýrahornum. Meðal annara hluta var þar ritvél í umbúðum og margt fleira. “Þetta eru þau Mr. og Mrs. Hastings,” sagði Saxon. Hastings stöðvaði hestana og þau heilsuð- ust öll vinsamlega og glaðlega. “Þeta er öðru vísi, heldur en Sacramento eyjarnar,” sagði Hastings og vék sér að Saxon. “Ilér er ekkert nema reglulega Bandaríkja- fólk og það hefir ekkert breyzt. Þó flest af þessu fólki sé ekki eldra en við, þá sjáum við þó í því forfeður okkar. Þeir voru rétt svona.” Þau Hastings og kona hans hjálpuðust að, að segja frá sínu freðalagi. Þau voru þá búin að vera á ferðinni í tvo mánuði osr ætluðu nú norður eftir Oregon og Washingtón, alla leið að landamærum Canada. ■ “Svo förum við heim með járnbrautarlest- inni og sendum hestana með lestinni líka,” bætti Hastings við. ‘ ‘ En þið ættuð að vera komin miklu lengra. eins hart, og þig keyrið,” sagði Willi. ‘ ‘ En við komum víða við og erum oft lengi kyr í sama stað,” sagði Mrs. Hastings, til að skýra hvernig á því stæði, að þau voni ekki komin lengra. “Við fórum á smábát ofan Trinity og Klo- math árnar, alla leið niður að ósum, og nú er- um við að koma úr óbygðunum í Curry County,” sagði Hastings og skýrði svo frekar fyrir Willa, hvað þar væri gott til dýraveiða og eggjaði hann á að fara þangað. Meðan karlmennirnir voru að tala saman, höfðu konurnar nóg um að tala sín á milli. “Hafið þið fundið Mánadalinn enn þá?” spurði Mrs. Hastings, þegar þær voru að kveðjast. Saxon sagði, að svo væri ekki. “Þið finnið hann, ef þið leitið nógu lengi? þið verðið að koma í Sonoma dalinn. þar sem við eigum heima, og éf þið hafið þá ekki fundið hann, þá skuluð þið samt ekki gefast upp, því við höfum einhver ráð með að finna hann.” Þremur vikum seinna komust þau til Calif- orníu, og var Willi þá búinn að skjóta miklu fleiri dýr, heldur en Hastings hafði gert. Þar fundu þau strax rauðviðinn, sem Saxon þráði alt af. ‘ ‘ Þegar eg dey, verður þú að láta grafa mig í einhverjum rauðviðarskógi,” sagði Saxon. “Þú mátt ekki deyja á undan mér,” sagði Willi. “En við getum <sett það í erfðaskrá okkar, að þar skulum við bæði vera grafin.” XVII. KAPITULI. Afram héldu þau -suður með ströndinni. Þau skutu dýr og fugla, veiddu fisk og syntu sér til gamans í ánum og lækjunum, eða þá í sjónum. Willi keypti líka töluvert áf hestum og sendi þá til Oakland með strandbátunum. Þau fóru um Del Notre, Humboldt og Medo- cino héniðin á leið sinni í 'Sonoma dalinn. Á þessari leið voru margir fagrir dalir, og Saxon hafði alt af vakandi auga fyrir Mánadalnum, en enginn dalurinn var alveg eins og hún hafði hugsað sér að hann ætti að vera. Það var all- staðar eitthvað að. Sumstaðar voru engar járnbrautir. Sumstaðar ekki ]>ær tegundir af trjám, sem hún óskaði, en oftast nær var það of mikil þoka, er bagaði. “Við verðum að hafa sólskin, við og við að minsta kosti, ’ ’ sagði hún við Willa. “Það þurfum við að hafa,” svaraði hann. “Of mikil þoka og dimmviðri, gera mann þung- lyndan og daufan. Við þurfum að vera þar, sem dimmviðri og sólskin skiftast á, en til þess þurfum við að fara lengra frá ströndinni.” Þetta var um haust, og nú yfirgáfu þau ströndina við Fort Ross og héldu inn í Russian River dalinn neðarlega. 1 Santa Rosa tafðist Willi töluvert við að senda nokkra hesta til Oakland, og það var ekki fyr en seint um daginn, að þau lögðu af stað í suðaústur átt,. til Sonoma dalsins. “Við gerum víst ekki betur, en komast til Sonoma dalsins, áður en við verðum að setjast að,” sagði Willi og leit til ksólar. “Þetta er kallaður Bennett dalur. Þetta er býsna fall- egur dalur, skal eg segja þér, og mér lízt vel á fjöllin þarna hinu megin.” “Fjöllin eru falleg,” svaraði Saxon, “en hlíðarnar eru of gróðurlitlar. Eg sé engin stór tré hér. Það er frjósamur jarðvegur, þar sem þessi stóru tré vaxa.” “Eg er ekki að segja, að þetta sé okkar dal- ur, það er langt frá því,” svaraði Willi. “En mér lízt vel á fjöllin, engu að síður. Líttu á skógana. Eg er vi<ss,að þar er nóg af dýrum til að skjóta.” “Hvar eigum við annars að vera í vetur?” spurði Saxon, án þess að svara því, sem Willí var að segja. “Eg veit ekki,” sagði Willi. “Eg hefi ein- mitt verið að hugsa um þetta. Hvernig væri, að vera í Carmel? Mark Hall er Vominn þang- að aftur og Jimi Hazard líka. ” Saxon leizt vel á þetta, en sagði þó, að það væri ekki líklegt, að hann fengi þar mikla hlaupavinnu næsta vetur. “Það gerir ekkert, við getum tekið okkur ferð á hendur við og við og keypt hesta,” sagði Willi og var auðséð á honum, að hann þóttist hvergi hræddur um það, að hann gæti ekki afl- að þess, er þau þyrftu. “Mig hefir alt af lang- að til þess að jafna sakirnar við skáldið í Mar- marahúsinu, síðan hann gekk mig af sér forð- um. Eg skyldi reyna hnéfaleik við hann.” Skömmu seinna mttu þau manni í léttum vagni og einum hesti fyrir. Það sem sérstak- lega vakti eftirtekt þeirra var það, hvað hest- urinn, sem maðurinn keyrði, vera nauðalíkur hryssunum þeirra, sérstaklega liturinn. Hann var jarpur og glófextur, elns og þr. Þau töluðu góða stund við þfennan mann og gat hann frætt þau um ýmislegt. “Héðan eru tvær leiðir til Sonoma dals- ins,” sagði hann. “ífvora leiðina sem þið far- ið, komið þið til Glen Ellen. Munurinn er að- allega sá, að ef þið takið brautina til hægri handar, þá er hann brattur og ekki eins greið- fær, en mér lízt svoleiðis á hestana vkkar, að það muni ekki gera þeim mikið til.” Þegar þau komu þangað, sem maðurinn liafði sagt þeim að vegirnir skiftust, stöðvaði Willi hestaua og leit til Saxon. KAUPIÐ AVALT LUMBER . hjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HENRY AVE. EAST. - - WINIMIPEG, MAN. Yard Ofllce: Bth Floor, Bank ofHnmlltonChamber* “Hvað gerir það til, þö þessi leiðin sé dá- lítið lengri og torfærari?” sagði hún. “Líttu bara á.hvað liér er fallegt, alt þakið grænum skógi, og eg er alveg viss um, að þarna upp frá er rauðviður. Dalurinn okkar er kannske ein- mitt þarna, og það væri reglulega slæmt, ef við færum fram hjá honum, bara vegna þess, að við værum að reyna að stytta okkur leið, of- urlítið. ’ ’ Þau fóru leiðina til hægri liandar, þó húu væri lengri og og þeim fanst því fallegra, því lengra sem þau komust. ' “ér finst það kannske skrítið,” sagði Saxon, “en mér finst samt, að mér þyki nú þegar vænt um þetta fjall.. Mér finst næstum, að eg hafi séð það áður, hvernig sem á því kann að standa. ’ ’ Þau furðuðu isig á því, hvað þarna var nota- lega svalt og þægilegt. Hér skorti ekki rauð- viðinn, og hér fanst þeim náttúrufegurðin dá- samlega mikil. “Eg veit, að eg hefi aldrei komið hér fyr,” sagði Saxon. “En hér finst mér eg kannast við alt, rétt eins og eg væri hér vel kunnug. Eg hlýt að liafa séð þennan stað í draumi. Nú finst mér að eg sé loksins að koma heim. Hver veit nema þetta sé einmitt dalurinn okkar. ” “Nei, ]>að kemur ekki til nokkurra mála, að við setjumst að í þessum þrengslum,” sagði Willi.. H, “Eg á ekki við það, að þetta sé dalurinn sjálfur,” svaraði Saxon, “heldur að þetta sé leiðin þangað. Hér er svo dæmalaust fallegt, alvreg eins og það á að vera. Og svo er það, að eg liefi séð alt þetta landslag áður í draumi.” “Hér er sórkostlega fallegt,” sagði Willi góðlátlega. “Eg vildi ekki skifta einni fermílu af þessu landi fyrir allan Sacramentodalinn, og ekki ])ó eg fengi eyjarnar í kaupl)ætir. Ef ekki eru dýr þarna uppi, þá er eg illa svikinn. Þarna eru líka lækír og það bregzt ekki, að það er sil- ungur í lækjunum.” Þau fóru fram hjá stóru og fallegu bónda- býli. Bæði íbúðarhúsið og útibyggingarnar voru sérlega myndarlegar. Út frá heimilinu var stór akur, og áfmiðjum akrinum var stórt rauðviðartré, og gaf það Saxon hugmynd um, að fleira af þeim mundi vera þar í grendinni. Bak við akurinn var þykkur skógur og henni fanst, að slíkt litskrúð hefði hún aldrei séð eins og þarna, þegar kveldsólin varpaði geislum sínum á iskóginn. ROSEDALE Kql Lump $12.00 Stove $11.00 FORD COKE $15.50 Ton SCRANTON HARDKOL POCA LUMP og CANMORE BRICQUETS Thomas Jackson & Sons 370 COLONY 8T. PHONE: 37 021 Brewers Of COUNTRY ‘CLUB' BEER COLDEN GLOW ALE BANQUET ALE XXX STOUT BR EYV E RV OSBORN E &. M U LVEY - Wl N NIPEG PHONES 41-111 42304 5 6 PROMPT deliverv TO PERMIT HOLDERS /

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.