Lögberg - 16.01.1930, Síða 4

Lögberg - 16.01.1930, Síða 4
Bls. 4. LöGBERG, FIMTUIKAGINN 16. JANÚAR 1930 '+m Högberg Gefið út hvern fimíndag af The Col umhia Press, Ltd., Cor. Sargent Ave. og Toronto St., Winnipeg, Man. Talsímar: 86 327 og 86 328 Einar P. Jónsson, Editor Utanáskrift blaðsins: The Columbia Press, Ltd., Box 3J72 Winnipeg, Man. Utanaskrift ritstjórans: Editor Lögberg, Box 3172, Winnipeg, Man. Verð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram. The “Lofrberg” is printed and pubUshed by The Columbia Presa. L.imited, in the Columbia Building, 695 Sargent A ve., Winnipeg, Manltoba- Fœrir út kvíarnar Tæpast munu geta orðið deildar meiningar um það, að þroski járnbrautarfélaganna hér í landi, sé na«ta ábyggilegur prófsteinn á vöxt og viðgang canadiska þjóðfélagsins í heild. Vikið hefir verið nýlega að því hér í blað- inu, hvílíkum feikná framförum að Þjóðbrauta- kerfið — Canadian National Railways,.—hefði tekið á síðustu árum, og hvers að vænta myndi mega úr þeirri átt í framtíðinni. Af síðustu skýrslum Canadian Paeific .járnbrautarfélags- ins að dæma, má það augljóslega sjá, að það er síður en svo, að þar hafi heldur verið um kyr- stöðu að ræða. Á fyrstu níu mánuðum hins nýliðna árs, varði framkvæmdarstjóm Canadian Pacific j-árnbrautarfélagsins, s.jötíu og sex miljónum dala til umbóta á verkstofubyggingum og á- höldum, auk þess sem lagðar vora þrjú hundr- uð mílur af nýjum járnbrautarteinum vestan- lands. Þessu til viðbótar má geta þess, að fé- lagið hefir mörg skip í smíðum, bœði til far- þega og vöruflutninga. Það er ekki einasta, að Canadian Pacific fé- lagið, leggi fram árlega stórfé til lagningar nýrra járníbrauta, sem og til skipasmíða, held- ur ver það feikna fjárhæðum til nýrra gistihúsa og umbóta á þeim eldri. Stærsta gistihúsið inn- an vébanda hins brezka veldis, er eign Canadi- an Pacific félagsins. Er þar átt við Royal York gistihúsið í Toronto, sem nú er verið að stækka að mun. Telur það að lokinni viðbótarbygg- ingu, 1,160 gestaherbergi. 1 ársskýrslu sinni til hluthafa Canadian Pacific félagsins, lagði forseti þess, Mr.'IBeatty; á það afar-mikla áherzlu, hversu Calgary-borg væri sí og æ að fá meiri og meiri þýðingu fyrir canadiskt viðskiftalíf, og þá ekki hvað sízt við- skiftalíf Vesturlandsins. Stafaði það einkum og sérílagi frá hinum afar auðugu olíunámum, er Turner dalurinn hefði að geyma. Myndi slíkt leiða til þess, að íbúatala borgarinnar hlyti að margfaldast á tiltölulega fáum árum. Hið sama kvað Mr. Beatty að miklu leyti mega segja um Edmontonborg. Auk viðbótarinnar við Royal York hótelið í Toronto, hefir félagið ákveðið að endurbæta til muna gistihús sín í Vancouver, Winnipeg og víðar. Hlýtur þetta að hafa í för með sér all- mikla atvinnu fyrir smiði, og þá aðra, er að byggingum vinna. Mun slíku alment fagnað verða. Ferðamanna straumurinn til Nova Scotia, er jafnt og þétt að fara í vöxt, að því er Mr. Beatty segist frá. Þessu til sönnunar, nægir að benda á, að Canadian Pacific félagið hefir ákveðið að láta reisa tvö sumargistihús þar í fylkinu, annað í Digby, en hitt í Yarmouth. Mannvirki þau, er Canadian Pacific járn- barutarfélagið hratt í framkvæmd á árinu sem leið, voru hreint ekki smáræði. Þó bendir margt til þess, að á hinu nýbyrjaða ári, verði félagið jafnvel enn stórtækara. Ber það vott um rétt- mætt traust á Canada og fólkinu, er landið byggir. Kínverjar að vakna Að því er stjórnarfarið í Kína áhrærir, má segja, að þar hafi oltið á ýmsu undanfarin ár. Þjóðin hefir veríð sjálfri sér sundurþykk, og blóðugt borgarastríð heltekið landið alt af ann- að veifið. ‘Nú er þó svo að sjá, sem þjóðin sé að vakna til meðvitundar um ábyrgðarfullan tilverurétt sinn, og gagnkvæma hluttöku í örlög- um þjóðanna. Rétt fyrir áramótin síðustu, gaf sambands- stjórn Kínaveldis út eftirfarandi yfirlýsingu, er tekur af öll tvímæli um afstöðu hennar gagn- vart sjálfstæðismálum þjóðarinnar. Yfirlýs- ingin hljóðar á þessá leið: “1 sérhverju fullvalda ríki, skulu innfæddir jafnt sem erlendir, jafnir fyrir lögunum, eða með öðram orðum, að ein og sömu lög nái jafnt til allra. Og með það fyrir augum, að opinbera heimi öllum skýlausan sjálfsákvörðunarrétt hinnar kínversku þjóðar, skal því hér með há- tíðlega lýst yfir, að frá 1. janúar 1930, skulu allir þeir útlendingar, er notið hafa ákveðinna sérréttinda í Kína, hlíta sömu lögum og inn- flæddir menn. Kínaveídi skal upp frá þeim degi, verða samstæð heild, og lúta einni og sömu stjórn.” Síðan 1842, hafa Bandaríkjaménn, Breíar, Frakkar og Japanar, notið margvíslegra sér- réttinda í Kína, eða í raun og veru verið utan og ofan við kínverskt löggjafarvald. Þeir hafa átt, eða að minsta kosti haft til fylstu afnota, vissa landshluta, ásamt nauðsynlegustu mann- virkjum, og ráðið þar lofum og lögum. Verði yfirlýsing þeirri, sem nú hefir nefnd verið, röggsamlega framfylgt, sem tæpast mun þurfa að efa, hverfur sérréttindatímabilið úr sögunni, en í stað þess tekur við frjálst og óháð fram- kvæmdarvald, er gerir öllum jafnt undir höfði. Mælt er, að þjóðum þeim, er mestra hafa séréttindanna notið í Kína í liðinni tíð, sé alt annað en hlýtt til hinnar nýju fullveldis-yfirlýs- igar. Þykjast þær sjá í henni all-tilfinnanlegt verzlunartap, er örðugt verði að bæta upp. Má vera að svo sé. Þó verður hitt ekki umflúið, að hin nýja fullveldisyfirlýsing stjómarinnar, sé alþjóðalögum samkvaam, sem bein afleiðing af vaknandi þjóðemiskend. — Frá því á uppreistarárinu 1911, hefir kín- verska þjóðin alt af öðra hvora átt í innanlands- ófriði, er mjög hefir lamað þrek hennar, og stað- ið í vegi fyrir heilbrigðum þroska. Stundum voru margar stjómir við völd í einu, og stund- um var landið í raun og veru alveg stjómlaust. Þó var það sjálfstæðisflokkurinn, eða hinn svo- nefndi Nationalista flokkur, er aldrei misti sjónar á fullveldishugsjóninni, og nú er það hann, er með völdin fer, staðráðinn í því, að sameina alt Kínaveldi undir eina og sömu stjóm, og endurreisa þjóðina á grandvelli fomrar frægðar. Takist honum það, hefir ekki verið til einskis barist. Um sjálfsákvörðunarrétt kínversku þjóðar- innar, verður vitanlega ekki efast. Hví ekki að fagna sérhverri þeirri vakningu, er miðar í rétta átt? ísland kaupir mest inn allra þjóða Grein sú, er hér fer á eftir, er tekin upp úr Bandaríkja tímaritinu Literary Digest, og er í rauninni endurprentuð úr blaðinu Londpn Daily Telegraph. Höfundurinn er Mr. How- ard Little. Forsendur greinar þessarar, sem koma frá ritstjóm Literary Digest, hljóða á þessa leið: Ekkert land í víðri veröld, kaupir hlut- fallslega meira frá erlendum þjóðum, en Island. Þeir, sem kunna að hafa haldið, að Is- land væri frá náttúmnnar hendi, lítið annað en meðal skautahringur, setja ekki ósennilega upp undranarsvip, er þeir komast að ráún um það, að landið er einn allra bezti viðskiftavin- ur þeirra erlendra þjóða, er vörar hafa til út flutnings. Og það, sem meira er um vert, seg- ir Mr. Little, er, að þrátt fyrir það, þó íslenzka þjóðin verði að flytja inn slík ógrynni af vör- um, sem raun ber vitni um, þá er árlegur tekju- afgangur samt mikill, og fer stöðugt hækk- andi.” Mr. Little farast meðal annars orð á þessa leið: “Jsland hefir tekið hraðstígum nýtízku- þroska, þrátt fyrir utanaðkomandi örðugleika, sem og þá, er frá náttúranni stafa. Landið framleiðir hvorki jám, timbur, byggingargrjót, steinlím, kol né salt. Allar þessar nauðsynjar verður að kaupa frá útlöndum, og flytja til á- fangastaðar iniianlands, svo mörgum mílum skiftir, oft og einatt, yfir hrjúfar og hraun- grýttar vegleysur. Það var árið 1889, er eg fyrst heimsótti Is- land. Var íbúatala höfuðstaðarins þá eitthvað um þrjár þúsundir, og hvorki um höfn né þjóð- vegi að ræða. Nútíma flutningstæki vora þar þá óþekt með öllu. Eins og nú hagar til, hefir Reykjavík ágæta, nýtízku höfn. Vinna við hafnargerðina hófst árið 1913. Stöðvaðist hún að nokkru um hríð, meðan á stríðinu stóð, og sökum sívaxandi kröfu um aukið rými, verður ekki sagt, að höfn- in sé í rauninni fullger enn. Ibúatala Reykjavíkur, er nú eitthvað um tuttugu og sex þúsundir, og mun mega segja, að ekki séu þar færri en fimm hundruð bflar í stöðugri notkun, er ætíð hafa ærið verk að vinna. Aðal þjóðvegimir mega heita sæmilega góðir yfirferðar, auk þess sem hinar ýmsu brautir í grend við höfuðstaðinn, sæta árlega miklum endurbótum. ’ ’ “Þinghúsið, háskólinn og safnhúsið, mega í mörgum þýðingarmiklum atriðum, teljast fyr- irmypd þess, er slíkar stofnanir eiga að tákna. . Því er haldið fram, og það vafalaust með all- gildum rökum, að íslenzka þingið sé frammóðir hins þingbundna stjómskipulags. Verður þús- und ára afmæli þess hátíðlegt haldið í næst- komandi júnímánuði. — 1 niðurlagi greinar sinnar, kejnst Mr. Little þannig að orði: “Fyrir fimtíu og fjórum árum, var Island næsta fátækt land, og þjóðin að miklu leyti án hagkvæmlegrar þekkingar á sviði viðskifta- lífsins. Á þessu, tiltölulega stutta tímabili, hefir þjóðin hrundið í framkvæmd af sjálfsdáð- um einvörðungn, mörgum afar eftirtektaverð- um breytingum til hins betra. Og þetta hefir hefir unnist á, þrátt fyrir óhagstæða aðstöðu frá náttúmnnar hendi, afskiftaleysi umheims- ins, eða jafnvel verra en það, — afskiftalevsi þjóða, er ísland vísaði veginn í landafundum, og varanlegu, hagsælu nýlendunámi. ” === Náttúrufríðindi Canada Um áramótin síðustu, sendi innanríkisráð- gjafinn, Hon. Charles Stewart, frá sér skýrslu, eða réttara sagt yfirlit yfir starfsemi stjórnar- deildar sinnar á hinu nýliðna ári. Með því að yfirlitið hefir margvíslegan fróðleik að geyma, prentum vér hér með upp úr því kafla í ís- lenzkri þýðingu. Farast ráðgjafanum meðal annars orð á þessa leið: ‘ ‘ Stjórnardeild sú, er eg hefi þann heiður að veita forystu, hefir með höndum meðal annars umboðsistjórn þjóðjarða, skóga, vatnsorku og Indíánamálefna. Þrátt fyrir sitthvað mótdrægt, svo sem verðbréfahnin og fleira, verður ekki annað sagt, en að vel hafi tekist til á flestum sviðum. Áð því er þjóðjarðir, eða landflæmi þau, er til stjórnarinnar teljast, áhrærir, þá er þar í rauniimi um eitt allra umsvifamesta viðfangs- efnið að ræða. . : . . Menn þeir, er heimilisréttarlönd taka, sýna eigi einungis þar með traust sitt á landbúnað- inum, heldur leggja þeir þegar í byrjun und- irstöðu að auknu auðæfasafni fyrir þjóðarbúið í heild. Tala þeirra manna, er tóku upp rétt á lönd- um í Sléttufvlkjunum og hófu nýyrkju, tvöfald- aðist á árinu 1928, við það er átti sér stað 1927. A nýliðnu ári vora tekin í Sléttufylkjunum 14,622 heimilisréttarlönd, til móts við 14,484 á árinu þar á undan. Má af þessu sjá, að fram- farimar á þessu sviði , sem og reyndar flest- um öðram sviðum, aukast jafnt og þétt. Þótt ekki verði um vilzt, að framfarir hér í landi á hinu nýliðna ári, hafi verið risafengn- ar, þá era þær þó einna mest áberandi á sviði námarekstursins. Nær þetta í raun og veru til allra landshluta jafnt. Samkvæmt síðustu skýrslunum, hefir fram- leiðslan úr námum landsins, numið á árinu sem leið, $300,000,000, eða 15 af hundraði umfram verðgildi slíkrar framleiðslu árið þar á undan. Ilefir þetta, meðal margs annars, vakið athygli á Canada út um víða veröld. Ölíunámumar í Alberta, einkum og sérílagi í Tumerdalnum, framleiða nú árlega þau ó- grynni af auðæfum, að óvíða getur betur, ef nokkurs staðar. Þó er það enn hvergi nærri ljósþ hvqr feikna auður er í jörðu fólginn á þesspm.svæðum. Nam olíuframleiðslan í Tum- araj.nuirv á nýliðnu ári, miljón tunnum. Að því er framleiðslu skógarafurða áhrærir, þá jókst hún til muna á árinu sem leið. Nú hef- ir sambandsstjómin, í samráði við stjómir fylkjanna, ákveðið að láta fara fram í náinm framtíð, fullkomið mat á verðgildi canadiskra skóga, ásamt því, sem stöðugt er verið að gera nýjar og nýjar ráðstafanir í sambandi við skóggræðslu. Þær hinar vísindalegu aðferðir, sem nú era viðhafðar í sambandi við skógarhögg, gera það að verkum, að nú er framtíð skóganna betur trygð, en nokkra sinni fyr. Árið sem leið, kom næsta hart niður á skóg- um landsins, hvað skógarelda áhrærði. Þrátt fyrir vamartilraunir af hálfu sambandsstjóm- ar, sem og stjóma hinna einstöku fylkja, varð tjónið geysilega mikið. Áætlað er, að árlgg framleiðsla skógarafurða nemi 2,700 miljónum teningsfeta. Eigi slík notkun að verða réttlæt- anleg í framtíðinni, liggur í augum uppi, að vamartilraunirnar gegn þeirri miklu hættu, er frá skógareldum stafar, þurfa að vera langtum öflugri og víðtækari, en við hefir gengist í lið- inm tíð. Þegar um skógvemd er að ræða, er nauðsyn- legt að það sé tekið til greina, að hversu sam- vizkusamlega sem stjómimar í þessu tilliti leysa verk sitt af hendi, þá fá þær ekki út af fyrir sig, haldið uppi þeim skógvörnum, sem þörf er á. Þær verða að njóta aðstoðar þjóðar- innar allrar, ef vel á að fara. Samvizka þjóð- arinnar þarf svo að vakna í máli þessu, að hver einasti maður verði í raun og vem skógar- vörður. Fullnaðarskýrslur um verðgildi framleiðsl- unnar úr skógum landsins á árinu sem leið, eru enn eigi við hendina, en þó má óhætt gera ráð fyrir, að hún hafi nokkuð aukist frá því 1928. Árið 1927 nam verðgildi framleiðslunnar úr canadiskum skógum $630,000,000. % Um Rafvirkjun í Canada er það að segja, að henni hefir vaxið svo fiskur um hrygg á síð- ustu árum, að stór-furðulegt má kallast, er tek- ið er tillit til þess, hve þjóðin enn er tiltölulega fámenn. Á árinu sem leið, nam slík virkjun 5,727,000 hestöflum. Kostnaðurinn við virkj- unina, hljóp upp á $75,000,000, eða freklega það. . Straumur erlendra ferðamanna hingað til lands, hefir aldrei fyr í sögu þjóðarinnar, verið jafn-mikill og árið sem leið. Mun hann hafa gefið af sér um þrjú hundrað miljónir dala. Að öllu athuguðu, verður ekki annað sagt, en að hið nýliðna ár hafi reynst þjóðinni næsta giftudrjúgt. Heilsufar almennings var yfir- leitt gott, og efnaleg afkoma sæmileg. Innbyrð- iis og útávið, hefir þjóðin búið í friði að sínu, og fyrir það ber ekki hvað sízt að þakka.” Canada framtíðarlandið Svo má heita, að sama regla gildi í Alberta og hinum fylkjum sambandsins, að því er útmæling áhrærir. Var byrjað að mæla frá landamerkjalínu Bandaríkjanna. Hin stærri útmældu svæði, er section, eða fermílur af landi, er taka yfir 640 ekrur. Sérhvert township, þannig mælt út, inni- heldur 36 sections, eða 23,000 ekr- ur. Spildum þeim, er sections kallast, er svo ajftur skift í fjórð- unga, eða 160 ekra býli. Héraðsvegir í fylkinu mega á- gætir kallast, enda hefir verið til þeirra varið miklu fé, bæði frá sveita, sambands og fylkisstjóm- um. Fylkið saman stendur af borg- um, bæjum, þorpum og sveitar- félögum, er hafa sína éigin fram- kvæmdarstjórn, að því er heima- málefni áhrærir. Alls eru sex borgir í fylkinu. Er þeim stjórn- að af borgarstjóra og bæjarráðs- mönnum, kjörnum í almennum kosningum. Þó er stjórnarfyr- irkomulag borganna sumstaðar talsvert mismunandi. Sérhverri borg er stjórnað samkvæmt lög- giltri reglugjörð eða grundvallar- lögum. — Bæjum er stjórnað af bæjarstjórn og sex fulltrúum, en þorpunum stýra oddvitar ásamt þrem kosnum ráðsmðnnum. — Lög þau, eða reglugerðir, sem bæjum og þorpum ber að hegða sér eftir, nefnast The Town Act og The Village Act. Sveitarfélög eru löggilt af fylkisstjórn, eða stjórnardeild þeirri, er með höndum hefir eft- irlit með héraðsmálefnum — Municipal Affairs — samkvæmt bænarskrá frá kjósendum, er í bygðarlaginu eiga dvöl. Sveitar- félagi er stjórnað af sex þar til kjörnum ráðsmönnum, og er for- maður þeirra nefndur sveitarodd- viti. Sveitarfélög, sem eru að byggj- ast en hafa eigi hlotið löggild- ingu, standa undir beinu eftirliti fylkisstj órnar innar. Eins og 1 hinum Sléttufylkjun- um, er að finna í Alberta allar nútíðar-menningarstofnanir, svo sem bókasöfn, sjúkrahús, skóla og kirkjur. Eru barna og.nnglinga- skólar í hverju löggiltu bæjar- eða sveitarfélagi, svo og gagnfræða- skólar, kennaraskólar, iðnskólar; enn fremur landbúnaðar og verzl- unarskólar, er njóta góðs styrks frá stjórninni. Skólahéruð má 8tofna, þar sem eigi búa færri en fjórir fast-búsettir gjaldendur, og eigi færri en átta börn frá fimm til átta heimilum. Skylt er öllum foreldrum að Iáta börn sín sækja skóla, þar til þau hafa náð fimtán ára aldri. Heimilað er og sam- kvæmt lögum að láta reisa íbúð- arhús handa kennurum á kostnað hins opinbera, þar sem svo býður við að horfa, og nauðsynlegt þyk- ir vera. Skólahéruðum fer fjölgandi jafnt og þétt, og er ekkert til sparað, að koma mentastofnunum fylkisins í sem allra bezt horf. A landbúnaðarskólunum nema bændaefnin vísindalegar og verk- legar aðferðir í búnaði, en stúlk- um er kend hússtjórn og heimilis- vísindi. Réttur minnihlutans er trygð- ur með sérskólum, sem standa undir eftirliti fylkisstjórnarinn- ar, enda verður auk hinna sér- stöku greina, að kenna þar allar hinar sömu námsgreinir, sem eru kendar í skólum þeim, sem eru fylkiseign. í borgum og bæjum eru gagn- fræða og kennaraskólar og í sum- um þorpum einnig. — Mentamála- deild fylkisstjórnarinnar hefir að- al umsjón með skólakerfinu, ann- ast um að fyrirmælum skólalag- anna sé stranglega framfylgt. — Þrír kennaraskólar eru i fylkinu: í Edmonton, í Calgary og í Cam- rose. Verða öll kennaraefni, lög- um samkvæmt, að ganga á náms- skeið, þar sem kend eru undir- stöðuatriði í akuryrkju. Háskóli í Alberta er i Suður- Edmonton. Eru þar kendar allar algengar vísindagreinar, er kraf- ist er að þeir nemi, er embætti vilja fá í þjóhustu hins opin- bera. f fylkinu eru sex skólar, er það sérstaka verkefni hafa með hönd- um, að veita sveitapiltum og stúlkum tilsögn f grundvallarat- riðum landbúnaðarins, svo sem akuryrkju, húsdýrarækt, mjólkur- meðferð og ostagerð, enn fremur - j-j DODDS KIDNEY a£dEr tro’J'V' 5heumaLs. thep^ í meir en þriðjung aldar hafa Dodd’s Kidney Pills verið viður- kendar rétta meðalið við bakverk, gigt, þvagteppu og mörgum fleiri sjúkdómum. Fást hjá öllum lyf- sölum, fyrir 50c. askjan, eða sex öskjur fyrir $2.50, eða beint frá The Dodds Medicine Co., Ltd., Toronto, ef borgun fylgir. bókfærslu, er við kemur heimilis- haldi. Skólar þessir eru í Ver- million, Olds, Claresholm, Ray- mond, Gliechen og Youngstown. Námsskeið fyrir bændur eru haldin á ári hverju við landbún- aðarskólana, og fer aðsókn að þeim mjög vaxandi. Fréttabréf frá Islandi Gott og gleðilegt ár, Lögberg og Vestur-íslendingar. Eg er eins og maðurinn, sem ætlaði að biðja sér stúlku, veit ekki hvernig eg á að byrja. öll stærri þjóðmál flytja og ræða heimsblöðin, um stjórnmál, deilur hinna órannsakanlegu kirkjumála, leit og uppgötvanir mannsandans á ýmsum sviðum, en heimilapóli- tík, baðstofuhjal og draumar, er eigi boðlegt nema til næsta bæj- ar, jafnvel þótt í því felist oft hinn mesti fróðleikur, sem einatt verður undirstaða til vísindalegra athugana í þeirri margþættu keðju jarðbundinna æfintýia, í lýsingum og orsaka bandi við- burðanna. En það, sem þá vanalegast og almennast er fyrir hendi, að bera á borð fyrir fólkið, er um veginn og daginn, árferði, tíðarfar, af- urða framleiðslu lands og sjávar, markaðshorfur o. s. frv. En hver sá, er flytur erindi um slíka hluti, gjörir þáð hélzt úr því umhverfi, sem hann lifir í, en þá fullnægir aftur ekki nemá örlitlum hluta lesenda blaðsins. Árið, sem nú er að líða út i af- grunn tímanna, hefir verið, sem svo mörg undanfarin, mjög hag- stætt hér um Borgarfjörð; mátt svo heita, að tvö síðastl. ár væri samfeld sumarbíð; má líka telja, að stórfeldar framfarir hafi ver- ið í landbúnaði, einkum í garð- rækt og húsabótum, einnig hvor- tveggja og auknum sjávarútvegi á Akranesi; telja menn, að afli líðandi ár hafi numið um 2 milj. króna; hafa útgerðarmenn nú bætt við hér 4 mótorbátum, 20 smá- lesta, og Bjarni Ólafsson og fé- lagar hafa keypt tvo togara frá Þýzkalandi, sem verið er að breyta til línuveiða. Fer að verða mesta áhyggjuefni með höfnina, þrengsli á Lambhússund;, og umbótaþörf á Krossvík; kosta þær ærið fé, en óumflýjanlegt, að slík mannvirki komi, ef útgerð og samgöngur eiga að haldast eða aukast. Margt hefir einnig á landi ver- ið gjört ií sambandi við útveg- inn: Reist hefir Haraldur Böðv- arsson í sumar íshús, steinsteypu- hús, 30x15 m., tvær hæðir; var annað komið áður, bæði með ný- tízku-vélum og útbújnaði. Geyma þau aðallega síld og kjöt; var í haust slátrað við þau á þriðja þús. fjár. Aðrir útgerðarmenn hafa bygt þrjú stór fiskgeymslu- hús. Reistur hefir verið stór olíugeymir á Sýrupartsklettum, fljrtja skip þangað upp að og er olíunni dælt í land. Einnig hef- ir verið slegið upp úr járni stóru porti, ca. 100x100 m., tii olíu- geymslu, vestur undir Lambhúss- sundl þar sem mótorbátarnir um 20, 13 til 20 smálesta, hafa aðal- bækistöð sína. Þá hefir bílum fjölgað nú í seinni tíð, munu vera í gangi hér 10 bílar, og hafa nóg að gera. Fyrir hér um bil átta árum, voru tíu dráttarhestar látnir fullnægja allri flutningaþörf, en fyrir utan alla færslu við útveginn, hefir aukist svo færsla á byggingar- efni, möl og landi, þar sem, auk þess sem áður er talið, hafa s. 1. ár verið bygð í kauptúninu 22 í- búðarhús, tiu færri, en býlin voru 1860. Flestöll eru húsin bygð að nýju, að eins tvö endurreist. Nú

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.