Lögberg


Lögberg - 16.01.1930, Qupperneq 6

Lögberg - 16.01.1930, Qupperneq 6
Bls. 6. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 16. JANÚAR 1930 \ Mary Turner Eftir MARVIN DANA. “Mál hennar var fyrir réttinum í dag, og hún var fundin sek. Dómarinn bað svo Mr. Gilder að finna sig og ætlaði víst eitthvað að tala um það við hann, hvaða hegningu hæfilegt væri að hún hlyti fyrir afbrot sitt.” “Hún fær ekki harðan dóm, ” sagði Dick í þeim tón, að auðheyrt var að hann þóttist viss um það sem hann var að segja. “Pabbi er æf- inlega góðviljaður. Hann sér um að henni verði slept.” En nú var eins og Dick rankaði alt í <íinu við sér, eða áttaði sig á einhverju, sean í huga hans hefði komið. “Hamingjan góða!” hrópaði hann upp yfir sig, og það var ekki vafamál, að það, sem hann var að hugsa um, var honum eitthvað óþægi- legt. “Eg var búinn að steingleyma þessu.” “Glevma hverjul” spurði Sarah og leit á hann hálf undrandi. Það var éins og hann sækti í sig veðrið, og varð nú alvarlegri heldur en hann hafði verið síðan hann kom inn í skrifstofuna. Hann hall- aði sér fram á skrifstofuborðið og sagði í hálf- um hljóðum: “Hafið þér nokkra peninga, Sadie? Eg er alveg peningalaus. Bílstjórinn hefir beðið úti allan þennan tímía. ” “ Já,” svaraði Sarah glaðlega, “Ef þér bara viljið.” Dick var nógu hugsunarsamur til að horfa ekki á hana, meðan hún var að taka til pening- ana, sem húp geymdi vandlega í peninghbuddu, en peningabudduna aftur í handtösku. Hann horfði á mynd, sem hékk þar á einum veggnum. Eftir stutta stund var hún búin að finna peningana, og rétti honum seðil, en Diek tók eftir því, að hún var kafrjóð í andliti. Dick tók við framréttum seðlinum. “Eg þakka yður kærlega fyrir,” sagði hann með ákafa. “Nú verð eg að flýta mér. Ef eg læt bílstjórann bíða lengur, þá verður þetta ekki einu sinni nóg handa honum.” Að svo mæltu skauzt hann út úr skrifstofunni. 'iíu-HI. KAPITULI. Þegar eigaijt^i, hinnar miklu verzlunar kom loksins inn í skrífstofuna, leyndi það sér ekki, að hann var í töluvert órólegu skapi. Hann mælti ekki orð við stúlkuna, en hún sá fljótt, að hann var ekki í góðu skapi; en hún liafði lengi tamið uér þanty góðá sið, að gera sitt til að koma honum í gott skap, þegar hún vissi að það var ekki í góðu lagi. Nú stóð einmitt svo á, að hún vissi af nokkru, sem hana grunaði að mundi mýkja skapsmunina í bráðina. “Mrs Hastiþgs hringdi, og bað mig að láta vður vita um það þegar þér kæmuð. Á eg að hringja til hans?” Það glaðnaði þegar yfir honum, og það var ekki laust við, að ofurlítið bros léki um varir hans, þegar hann setist við stóra og fallega skrifborðið sitt. “Já, gerið þér það,” sagði hann og það var auðséð, að hann var að hugsa um eitthvað, sem honum var geðfelt og hann hafði áhuga á. Hann var sjáanlega að komast í gott skap, me'ðan hairn beið eftir að stúlkan næði sambandinu, og þegar hann byrjaði að tala, var röddin reglulega glaðleg. “Góðan daginn! Já, sjálfsagt. Klukkan fjögur; það er ágætt fyrir mig. Á sunnudag- inn? Já, ef þér viljið. Við getum farið út eftir messu og borðað í klúbbnum. ” Eftir of- urlitla stund hló hann mikið, rétt eins og hinn maðurinn hefði sagt eitthvað undur skrítið.— “Nei, það skuluð þér ekki láta yður detta , hug, að þér vinnið mig í “golf”. Eg hefi alt af gert betur, en nokkur ykkar hinna, hingað til, og svo mun enn verða.” Hann hló aftur að svarinu, sem hann fékk, og lokaði svo símanum og ýtti honum frá sér á skrifborðinu, og fór að gefa sig við einhverjum skjölum, sem hafði verið raðað snoturlega fyrir framan hann. Nú gat S.arah ekki lengur ráðið við forvitni sína. . . “Hvað gerðu þeir við þessa stúlku, Mary Turner?” spurði hún, og hún gerði það á þann hátt, að það var rétt eins og hún hefði sagt þetta bara af tilviljun, eeða út í loftið. Gilder leit ekki upp úr skjölunum, en svip- urinn varð kuldalegri og hann svaraði heldur höstugt: “Það veit eg ekki. Eg hafði engan tíma til að bíða. Eg veit ananrs ekki, því Lawlor var. að ónáða mig með þetta. Það er fyrir hann að ákveða, hvaða hegningu afbrotamenn eiga að fá, en ekki mig. Eg er orðinn langt á eftir með það, sem eg þarf að gera.” Góða stund sýndist hann ekki hugsa um neitt annað en það verk, sem hann var að vinna. Hann hafði mörg bréf að skrifa, sem hann las stúlkunni fyrir, hvernig skyldu vera orðuð, öll stuttorð, en þó greinileg og auðskilin. Það var ekki hið minsta hik á honum og honum var al- gerlega Ijóst í öllum tilfellum, hvað gera skvldi. Ef þarna hefði verið einhver áhorfandi, þá mundi honum ekki hafa dulist, að hér var mað- ur, sem var fær um að standa vel í stöðu sinni og rétt eins og til þess skapaður að ráða yfir öðrum og stjórna. Hvar, sem á hann var litið, var eins og hann bæri með sér foringja hæfi- leikana, og ekki bar málrómur hans síður vott um það. Edward Gilder var stór maður vevti og hinn karlmannlegasti, og hver sem sá hann, gat ekki annað en sannfærst um, að hér væri maður með miklu viljaþreki. Orkan var aug- ljósust af öllum hans hæfileikum. Hann var maður bæði hár og þrekinn og á seinni árum var hann farinn að safna holdum töluvert, en þó ekki til lýta. Hann var í raun og veru of stór og þungur. Nokkum veginn hið sama mátti, ef til vill, segja um skapferli hans. Það var langt frá því, að hann væri léttur í lund, eða glaðvær. Hugsunin var skýr og glögg, én ekki laus við að vera dálítið þunglamaleg. En hvað þennan mann snerti, þá var ágætt sam- ræmi í öllu, og enga veiklun að finna neins- staðar. Hann virtist manna ólíklegastur til þess, að láta tilfinningamar leiða sig í gön- ur. Hann var vafalaust maður réttlátur, eftir því sem hann skildi réttlæti, en meðlíðan hans með öðram, var naumast mjög rík. Hann leit út fyrir að vera, og var, mjög hagsýnn maður og hafði mikið af þeim hyggindum, sem í hag koma. Hann var ekki maður gamansamur eða léttlvndur. Hann var alvörumaður, vandur að virðingu sinni og vandlátur við aðra. “Hér er eitt bréf enn,” sagði Mr. Gilder við skrifarann, þgar hann hafði lokið við þau 'bréf, sem vom mest áríðandi. Hann las fyrir, eins og hann var vanur, að öðm en því, a'ó nú var rómurinn töluvert mýkri og viðfeldnari en áður.: “Herra ritstjóri, > “The New Ýork Herald. “Heiðraði herra:— “Hér með fylgir Þúsund dala bankaávís- un fyrir sjóðinn, sem ætlaðuri er til að kaupa fyr- ir ís handa þeim, sem fátækir em. Þetta verð- ur erfitt sumar fyrir þá, og eg vona, að með því að byrja samskotin nú þegar, þá auðnist vður að gera enn meira gott, en nokkra sinni fyr, með vðar ágæta fyrirtæki. “Yðar einlægur. ” Hann leit á stúlkuna, rétt eins og hann ætl- aðist til þess, að hún segði eitthvað um þetta. “Þetta er sama upphæðin, eins og eg er van- ur að gefa, eða er það ekki?” “Jú,” svaraði hún. “Það er sama upp- hæðin eins og þér hafið gefið í síðastliðin tíu ár. ” Gilder þótti svarið gott. Röddin var mýkri þegar hann tók næst til máls og hann brosti góðlátlega. “Það em þá tíu þúsund dalir alls, fyrir þennan líknarsjóð aðeins,” sagði hann. “Það er ánægjulegt, að geta hjálpað þeim, sem ver era á vegi staddir heldur en maður sjálfur.” — Hann þagnaði eins og vildi hann gefa stúlk- unni tækifæri til að dást að þessu mikla göfug- lyndi. Sarah vissi oftast býsna vel hvað við átti og kunni yfirleitt vel að haga orðum sínum, þá er hún.talaði við húsbóndann, en í þetta sinn vildi hún helzt ekki segja það, sem hún þó vissi að mundi koma sér bezt. Þar að auki var staða hennaifalík, að henni leyfðist að segja töluvert meira 5fi^ verzlunareigandann, heldur en öðr- um. Hún hafði minni ótta af húsbóndanum, heldur en aðrir, sem í þjónustu hans vom. Vegna stöðu sinnar, hafði hún lært að skilja, að Gilder hafði líka sína bresti og veikleika og átti því öðram erfTðara með að líta á hann eins og hetju, eða óskeikula persónu. Sarah sagði því, ofurlítið kímnislega, þó hún revndi að vísu að láta sem minst á því bera: “Já, það er vafalaust ánægjulegt, að geta gefið svona mikið, sérstaklega þegar tekjumar em svo miklar, að þér finnið ekkert til þe3s.” Hann hleypti brúnum, og það leyndi sér ekki, að hann var ekki nærri ánægður með þetta óvænta svar. Hann hikaði ofurlítið, en' þegar hann tók aftur til máls, talaði hann með ofur- litlum þótta og ætlaðist vafalaust til að það, sem hann sagði, væri fyllileg atekið til greina. “Ágóðinn af verzlaninni er mikill, það skal eg játa, en hann er allur ráðvandlega fenginn og heiðarlega. Eg geri aldrei neitt, sem er ó- ráðvant eða verzlunarstéttinni til vanvirðu, eins og ýmsir aðrir gera. Og meðan tekjur mín- ar era ráðvandlega fengnar, þá er eg vel að þeim kominn, hvað miklar sem þær em.” Sarah var fyllilega ánægð með sjálfri sér yfir því, að henni hefði tekist að vekja töluvert rót í huga húsbónda síns, og hún kærði sig alls ekki um að halda lengra í þá áttina, og sagði því góðlátlega: “Já, auðvitað erað þér vel að ágóðanum kominn. Hann leit hvast á hana, rétt sem snöggvast, eins og til að átta sig enn betur á því, hvað hún eiginlega væri að fara. En svo var eins og hann hætti að hugsa um hið hálf ónotalega svar hennar og færi að hugsa um sitt eigið örlæti, sem honum vitanlega var geðfeldara. “Sjáið þér um, að gjaldkerinn sendi fimm hundrað dali til góðgerðafélags sambandsins, eins og vant er,” sagði Gilder, og það var eins og honum hægðist við það, að geta þarna kom- ið með nýjar sannanir fyrir hjálpfýsi sinni og örlæti. Ef einhver efi kynni að hafa vaknað hjá honum, \ið það, sem Sarah sagði, um hans eigin dygð, þá hvarf sá efi nú algerlega. Hann var því í góðu skapi, þegar lögmaður verzlunarinnar, George Demarest, kom inn í skrifstofuna og heilsaði hæversklega. Hann þurfti ekki að láta segja sér, hvert erindi lög- maðurinn ætti. Hann efaði ekki, að hann ætl- aði að segja sér úrslitin í máli Mary Turner. “Hvað er að frétta, Demarest?” spurði hann, þegar hinn laglegi lögfræðingur gekk hratt inn eftir herberginu og staðnæmdist við skrifborðið, eftir að hafa hneigt sig kurteis- lega fyrir stúlkunni. Lögfræðingurinn varð alvarlegur á svipinn og röddin var þannig, að það var engu líkara en að hann þyrfti að þvinga sjálfan sig til að segja það sem hann sagði. “Lawlor dómari dæmdi hana í þriggja ára fangelsi,” svaraði hann alvarlega, og það leyndi sér ekki, að hann var langt frá því að vera á- nægður með úrslitin. En það hafði engin áhrif á Gilder, þó hann skildi fullvel, að Demarest var alt annað en á- nægður með málalokin. Hann þvert á móti brosti ánægjulega um leið og hann sneri sér að skrifaranum. “Hér er nokkuð, sem þér getið vélritað, og það þarf nokkuð mörg eintök af því, og þér segið Smithson að sjá um, að skjalið sé fest upp þar sem mikið ber á því í herbergjum stúlknanna, þar sem þær hafa fataskifti, og í lestrarherbergjunum, þar sem borðað er og í samkomusalnum. ” Hann ræskti sig, áður en hann byrjaði að lesa stúlkunni fyrir: “Mary Turner, sem áður vann hér í búð- inni, var í dag dæmd þriggja ára fangelsi, eft- ir að hafa verið fundin sek um að hafa stolið yfir fjögur hundruð dala virði af vörum úr búðinni. Verzlunarstjórnin vill en á ný leyfa sér, að draga athygli allra þeirra, sem við yerzl- unina vinna, að þeim sannleika, að verzlunin getur enga óráðvendi liðið.....Hafið þér náð þessu ?’’ “Já,” sagði Sárah, og sýndi engin merki þess, að þetta snerti hennar tilfinningar á nokkurn hátt. Hún vildi varast, að meiða til- finningar húsbóndans tvisvar sinnum sama morguninn. “Fáið þér Smithson þetta, þegar það er til, og segið honum að láta festa það upp, eins og eg hefi sagt fyrir.” Stúlkan sagðist skyldi gera það, og fór svo út úr herberginu. Gilder tók vindlakassa úr skúffu í skrif- borðinu, opnaði hann og rétti komumanni, sem þakkaði fyrir, en þáði ekki vindilinn, en gekk um gólf og sýndist heldur órór í skapi og eins og taka ekkert eftir því, að Gilder bauð honum sæti. Hann virtist þar á móti hinn ánægðasti, fékk sér vindil og kveikti í honum með mestu liægð og stillingu. Eftir nokkra stund sagði hann með djúpri og skýrri rýdd: “Þrjú ár — þrjú ár! Þetta ætti að vera viðvörun fyrir hinar stúlkumar. ” Hann leit til Demarest, eins og vildi hann spyrja, hvort hann væri ekki í raun og veru á sama máli. Þegar lögfræðingurinn sneri sér að verzl- unareigandanum til að svara, var nokkurn veg- inn auðséð, að hann var ekki á sama máli. “Þetta er töluvert einkennilegt mál,” sagði hann. “Eitt af þeim einkennilegustu, sem eg hefi átt við um mína daga.” “Mjög raunalegt, það er það áreiðanlega. Mjög raunalegt. Það finst mér,” svaraði Gilder. “Málið er mjög einkennilegt, að mínum skilningi,” sagði Demarest. “Stúlkan neitar því stöðugt harðlega, að hún sé sek. Það er nú að vísu ekki óvanalegt, en samt er þetta mikið öðravísi, en vant er að vera. Neitun hennar er miklu meira sannfærandi, heldur en vanalega er hjá þessu fólki. Manni finst, að hún sé að segja satt.” Gilder tók á þolinmæðinni og brosti góðlát- lega. “Ekki lítur út fyrir, að kviðdóminum hafi fundist það,” sagði hann og röddin var dálítið nöpur, þegar hann bætti við: “Eða þá dómar- anum, fyrst hann taldi það skyldu sína, að dæma hana í þriggja ára fangelsi.” “Eg skal játa, að sumir menn eru ekki sér- lega tilfinninganæmir, ” svaraði Demarest heldur kuldalega. En hafi hann ætlað að hafa einhver áhrif á þann, sem hann talaði við með þessum orðum, þá mistókst það algerlega. “Það, sem stolið var, fanst í skápnum, þar sem hún geymir fötin sín, og mér hefir skilist, að sumt af því hafi jafnvel fundist í vösum 'hennar,” sagði Gilder, og hann sagði það á þann hátt, að það var eins og þetta ætti að taka af öll tvímæli. “ Já, eg kannast við þetta,” svaraði lögmað- urinn, “en þetta era bara líkur, ekki sannanir, en auðvitað mundu heldur fáir verða fundnir sekir, ef aðeins væri farið eftir fullpm sönnun- um, en ekki líkum. En sem lögmaður, verð eg að segja, að líkumar, þó sterkar séu jafnvel, era ekki ávalt ábyggilegar og sanna ekki sekt neins fullkomlega. Eins og við má búast, seg- ir hún, að einhver annar hljóti að hafa látið þessa muni þarna, og því verður ekki neitað, að það er vel mögulegt. Annað eins hefir margsinnis verið gert.” “Hvaða ástæða ætli svo sem væri til þess?” sagði Gilder byrstur í svari. “Það er alt of ó- líklegt, til þess að geta látið sér detta það í hug.” “Það kemur oft fyrir,” svaraði lögmaður- inn, “að gripið er til slíkra ráða, til að vekja grun á einhverjum, sem saklaus er, og hygst hinn seki með því að leiða gran réttvísinnar frá sjálfum sér, þegar 'honum finst hann vera kom- inn í krappan. Stundum er þetta líka aðeins gert til þess að vinna öðram tjón.” KAUPIÐ AVALT LUMBER hjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN. Yard Offlce: 6th Floor, Bank of HamlltonOhamber* “Þetta getur ekki átt sér nokkum stað,” sagði Gilder óþolinmóðlega. “Hvorki dómar- inn né heldur kviðdómurinn fann nokkuð at- hugavert við vitnaleiðsluna. ” Lögmaðurinn fann, að þessi röksemda- færsla var naumast viðeigandi, þar sem hann sjálfur var lögmaður verzlunarinnar, sem stúlk- an átti að hafa stolið frá, og þótti honum því ráðlegra, að breyta ofurlítið til. “Hún segir, að hegðun sín öll, þau fimm ár, sem hún hefir unnið hjá yður, hefði átt að vera tekin til greina, og vera sér meðmæli.” Það var nokkum veginn auðfundið á öllu, að Gilder vildi ekki taka nein rök til greina í þessu máli, sem væru gagnstæð því, sem hann hafði sjálfur hugsað, eða gagnstæð hans eigin hagsmunum. “Réttvísin hefir úrskurðað, að hún sé sek,” sagði hann einbeittlega og fanst sjálfsagt, að þar með væri þetta mál útkljáð og ekki þyrfti meira um það að tala. Demarest brosti hálf-gremjulega og hélt á- fram að ganga um gólf. “Nú á dögum tölum við sjaldan um réttvís- ina. Yið tölum um lög og dómstóla.” Gilder Brosti heldur dauflega yfir þessari hártogun, sem honum fanst í raun og veru gera lítið til eða frá. “Réttvísin” hafði að minsta kosti í þessu máli gengið í þá átt, sem hann sjálfur óskaði. “Hvað sem því annars líður, sem þér eruð að segja, þá er nú komið sem komið er, og við höfum ekkert meira með það að gera.” “Það er eg nú ekki alveg viss um,” sagði lögmaðurinn eins og dálítið hikandi. “Eins og þér vitið, hjálpaði eg til að sækja þetta mál gegn stúlkunni, en það liggur ekki nærri, að mér þyki vænt um úrslitin.” Gilder leit til hans skarplega, og það var eins og honum væri það óskiljanlegt, að lög- maðurinn væri ekki ánægður með að hafa al- gerlega unnið mál, sem hann var við riðinn. “Hvemig stendur á því?” spurði Gilder eftir dálitla umhugsun. “Vegna þess, ” svaraði lögmaðurinn og stóð nú kyr framan við skrifborðið, “að þrátt fyrir alla vitnaleiðsluna og allar þær líkur, sem fram hafa komið móti henni, þá er eg alls ekki viss um, að Mary Turner sé sek — það liggur ekki nærri, að eg sé það.” Það virtist, sem Gilder vildi ógjarna á þetta hlusta, en Demarest hélt áfram: 1 ‘ Hvað sem um alt þetta er, þá langar stúlk- una til að tala við yður og eg vona, að þér sýn- ið henni þá góðvild, að tala við hana.” Gilder geðjaðist alls ekki að þessari beiðni. Hann leit upp og starði á lögmanninn, sem ef til vill af ásett-u ráði, sneri .sér undan og gekk hægt í áttina til dyranna. “Hvað á það að þýða?” spurði Gilder, og það var eins og mótþróinn og harðneskjan, sem safíiast hafði fyrir í huga hans, ætlaði alt í einu að brjótast út og reiðin að ná valdi á hon- um. Það varð þó ekki. Hans innri og betri maður var því til fyrirstöðu. t raun og vera var eðli hans slíkt, að hann bar góðvild til ann- ara manna, og vildi vera réttlátur og sann- gjarn. En það, sem réð þó mestu í huga hans í þetta sinn, var það, að honum fanst sjálfum ekki nema sanngjarnt, að hann veitti stúlkunni viðtal, fvrst hana langaði til að tala við hann, en afar ógeðfelt var honum það. “Eg get ekki lagt ]>að á mig, að láta hana koma hingað hágrátandi til að biðja um vægð,” sagði Gilder harðneskjulega en þó þannig, að auðheyrt var, að hann var ekki sterkur á svellinu.” “Þetta er ekki rétt hjá yður,” sagði Dem- arest ein'beittlega. “Stúlkan ætlar ekki að biðjast vægðar. Það er einmitt það einkenni- lega við þetta, að liún biður ekki um vægð, en heimtar réttlæti, og ekkert annað, svo skrítið sem það kann að virðast, eins og nú er komið fyrir henni. Eg má segja yður, að þessi stúlka er ekki eins og fólk flest. Hún er miklu meiri manneskja heldur en gengur og gerist, bæði lík- amlega og andlega.” “Þeim mun síður hefði hún átt að gerast þjófur,” svaraði Gilder gremjulega. Skara langt fram úr. 3 fyrstu verðlaun auk 24 keiSursborða hlaut MONARCH hjörðin á Al- þjóðar VesturCanada Silver Fox Sýningunni í Winnipeg 1929. Einnig fyrstu verðlaun 1927. Byrjið loðskinna framleiðslu með MONARCH Silver Fox, sem vinna öll verðlaun MONARCH Mink. Skrifið og biðjið um ókeypis bækling. WINNIPEG SILVER FOX COMPANY LTD. Sven Klintberg, ráðsmaður. Bird’s Hill. Manitoba. »

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.