Lögberg - 06.02.1930, Page 4

Lögberg - 06.02.1930, Page 4
Bls. 4. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 6. FEIBRÚAR 1930. Högtjers Ghefið út hvern fimtudag af The Gol- umbia Press, Ltd., Cor. Sargent Ave. og Toronto St., Winnipeg, Man. Talsímar: 86 327 og 86 328 Einar P. Jónsson, Editor Utanáslwift blaðsins: The Columbia Press, Ltd., Box 3172 Winnipeg, Man. Utanáskrift ritstjórans: Editor Lögberg, Box 3172, Winnipeg, Man. Verð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram. The “Lögberx” is printed and publlshed by The Columbia Press, Limited, in the Columbia Bullding, 695 S&rgent Ave., Winnipeg, M&nitoba. Áhyggjuefni !>au tíoindi hafa verið að gerast hér í landi undanfama daga, er vafalaust hafa valdið mörgum manninum djúprar áhyggju. Blöðin hafa, með öðrum orðum, flutt daglegar fregnir frá hafi til hafs um það, að ekki mundi alt með feldu um starfrækslu ýmsra þeirra félaga, er það sérstaka verk hafa haft með höndum, að verzla með hlutabréf í námum. Er það óttast, að um sviksamlegt athæfi, á kostnað almenn- ings, sé að minsta kosti í sumum tilfellum að ræða. Stjóm Ontariofylkis reið á vaðið með rannsókn í máli þessu, og lét þegar taka fasta nokkra hlutabréfa kaupmenn í Toronto, er sér- staklega hafði fallið grunur á. Flestir þess- ara manna, eða félaga, starfræktu jafnframt útibú í megin-borgunum vestanlands, svo í rauniimi grípur mál þetta inn í athafnalíf þjóð- arinnar allrar. Hver úrslit rannsó'knar þessarar kunna að verða, er vitanlega á huldu á þessu stigi máls- ins. En 'svo alvarlegt hefir ástandið þótt, að dómsmálaráðgjafar fylkjastjóraanna allra, hafa ákveðið að mæta á sameiginlegum fundi, eins fl.jótt og því verður við komið, til þess að bera ráð sín saman, og reyna að finna veg út úr ó- göngunum. Er það þakkarvert, og vonandi að til góðs leiði. Flestum þeim mönnum, bæði í Ontario og Manitoba, er við námarekstri gefa sig, ber saman um, að hlutasölulög þau, sem nú eru í gildi hér, séu alt annað en heillavænleg fyrir námaiðnað þessa fylkis. Má meðal annars benda á það, að í því falli að fésýslumenn austanlands, kynnu að vilja leggja peninga sína í námafyrirtæki hér í fylk- iuu, þá er ekki um annað fyrir þá að gera, en að leita leyfis, eða löggildingar til sambands- etjómarinnar í Ottawa. En af því leiðir að sjálfsögðu það, að yfir-umsjón starfrækslunn- ar flyzt út úr fylkinu, og er þá ver farið en heima setið. Eins og nú standa sakir, er helzt svo að sjá, sem Ontariobúar brenni einir inni með all- an sannleikann, hvað viðvíkur námum og náma- rekstri í Manitoba, sem og reyndar vestan- lands yfirleitt. Blöðin í Toronto og Montreal, flvtja viku eftir \dku, og mánuð eftir mánuð, skilmerkilegar og sannfærandi ritgerðir um málm-auðlegð Sléttufylkjanna, meðan íbúar þeirra fylkja sofa svefni hinna andvaralausu, eða láta sér nægja yfirborðs-upplýsingar hinna og þessara námu-spekúlanta, er lítið skvnbragð bera á málskjamann sjálfan. Með hinum nýju hlutasölulögum, Sale of Shares Act, er að vísu gerð til þess nokkur til- raun, að trvggja fvlkisstjóminni fullveldi, ef svo mætti að orði kveða, vfir félögum. sem innan vébanda Manitoba-fylkis starfa og hluta- sölu hafa með höndum, hvort heldur þau njóta fvlkis- eða sambandsstjómar löggildingar. Hefir þetta iðulega valdið árekstri og sett hin- um efnaminni félögum, eða einstaklingum, stól- inn fyrir dvraar. Er þess að vænta, að nú um þessar mundir, er fvlkið er að taka við vfimm- sjón náttúrufríðinda sinna, verði samin full- komnari löggjöf, hlutahréfa verzlun viðvíkj- andi, en fram að þessu hefir átt sér stað, þann- ig, að hagur þeirra, er hlutabréf kaupa, eða hafa kevpt, verði betur trygður. Þarft er það og s.iálfsagt, að til sé löggjöf, er komið geti fram ábyrgð á hendur félögum, er sek gerast um rangar upplýsingar, eða falsk- ar skýrslur. Hafa í þeim efnum helzti lengi tíðkast þau hin breiðu spjótin, að slíkt væri lið- ið átölulaust, eða vægð auðsýnd, þar sem ekki var ástæða til. Drepið hefir verið á það oftar en einu sinni, að heppilegt og holt gæti það reynst núverandi fylkistjóm í Manitoba, að taka sér til fvrir- myndar námalög Ontariofylkis, :sem sniðin em að flestu leyti eftir kröfum nútímans, en jafn- framt bygð á margra ára reynlsu. Námulög Ontario-fvlkis, em afarströng. Verður sérhvert námafélag þegar í upphafi, að gefa stjóminni ábyggilegar staðfestar skýrslur um líklega kosti þeirra náma, er vinna skal. Gerist námueigandi sekur um villandi upp- lýsingar í þeim tilgangi, að greiða fvrir hluta- sölu, skal hann sæta þungri refsingu. Gildir hið sama um umboðsmenn hans, eða aðra em- bættismenn 'hlutaðeigandi námafélags. Enemm manni skvldi líðast, að taka að sér hlutasölu í námu fyrirtækjum. nema að áður- fensmu skvrteini frá hlutaðeigandi stjórnar- völdum. Áður en slfkt lerfi er veitt, ætti skrif- stofa námnmá.lanna, að hafa í höndum sínum vottorð um ráðvendni umsækjanda. Eins og gefur að skilja veltur á því eigi all- lítið, að hlutabréfasali þekki persónulega inn á vöru þá, er þann hefir til framboðs, því áhrif hans geta orðið næsta víðtæk, hvað viðkemur hinni fjárhagslegu hlið námarekstursins. Það mun því miður engin nýlunda, að illa mentur, en tungumjúkur farandsali hafi vélað fólk til að kaupa hluti í námum, og þá jafnframt hinum og þessum fyrirtækjum öðmm, er litlar sem engar líkur vpra til að veita mundu nokkra sinni nokkuð í aðra hönd. Olíubomar loddara- timgur eru ávalt tvíeggjað sverð. Undirhyggju verður sennilegá aldrei útrýmt með lögum. En sjálfsagt virðist, að endurkölluð séu tafarlaust umboðssöluleyfi þeirra manna, er með afskiftum sínum af hlutasölu hafa brot- ið í bága við alment velsæmi, hvort heldur um námufélög eða önnur fyrirtæki var að ræða. Það er lakur kaupmaður, sem lastar sína vöru, segir gamalt máltæki, er flestir munu kannast við. En það er engan veginn fullnægj- andi, að menn hafi trú á vöra þeirri, er þeir hafa til framboðs. Þeir verða að hafa full- komna þekkingu á gildi hennar og ókostum líka. .Kunnugra mun bað vera, en frá þurfi að segja, hve margir góðir menn hafa oft og einatt fallið marflatir fyrir hinum og þessum vöra- skrnmaranum, og þá ekki hvað sízt þeim, er hlutasölu í námum hafði með höndum. Það er engin ný bóla að heyra hina og þessa strætishoma legáta halda því að náunganum, að með því að kaupa vonina í hinu og þessu námafvrirtækinu, þá geti hann auðveldlega tí- faldað innlagsfé sitt á fáum mánuðum, eða jafn- vel skemri tíma en það. Flestir munu vera með bví markinu brendir, að vilja komast í álnir, og ber bað sízt að lasta. Ganga má út frá bví sem gefriu, að margir þeir, er sölu hlutabréfa hafa með hönrlum. séu ráðvandir og samvizkusamir menn. En á hinn bóginn má bað en°'an vooirrn vleTrmqcf nft er misiafn sauður í mörgu fé, er gjalda verður varhuga við. Eitt einasta athugalevsis auenabb'k. getur skipað manni á þanu krókbekk í félagslífinu. er eigi verður auðveldleva úr komist. SSór'hveri- um alvarieva hugsandi manni, hlvtur að renna það til rifia. að siá meðborgara sína flegna inn að skvrtunni. Þó er sú sorgarsaga drjúgnm tíðarí en margan granar. Hvað námurekstri hér í norðvesturlandinu viðvíkur, þá er þar, eftir öllum evktamörknm að dæma, um stórfengle<ran framtíðariðnað að ræða, er revnast mnn hióðinni vemleg lvfti- stöng til aukinnar velmegunar, sé réttilega að farið. , Almenningnr verður að lái+a, .sér lærast.. að draga merkjalínumar milli námnbraskaranna og námanna siálfra. Trauistið á framtíð náma- rekstnrsms siálfs má hvoFd voív-íast sé híða halla við það, bótt fáeinir samvizkulausir brask- arar, kunnj að hafa kastað rvki í augu almenn- ings um stundar sakir, og gint út, úr bonum fé. Mergur málsins er sá. að hennitr venði nm hnút- ana búið. af hálfu þess opinbera. að slík~t komi aldrei aftur fvrir. Með bað fvrir. aumim. að islíkt megi takast, er viturlesrar löv<riafar börf, auk strangrar árvekni í framkvæmd, sem ekki fer í manngreinarálit. Hvílíkt skaðfæði Margt er skrítið í Harmóníu—og Heims- kringlu. Sigfús Halldórs frá Höfnum skrifaði dóm um íslenzka söngflokkinn fyrir skömmu. Mér fanst sá dómur óvingjamlegur og rithátt- urinn ósamboðinn því máli, sem um var rætt. Eg skrifaði nokkur orð í Lögbergi og lýsti þar þes'sari skoðun minni. Herra Björgvin Guðmundsson tónfræðingur ritaði kurteist og prúðmannlegt svar gegn grein minni og tók málsstað Halldórs. í stað þess að þakka Björg- vin fyrir vömina eins og honum bar, ræðst Halldórs á hann í Heimskringlu og brígslar honum meðal annars um “blábera vitlevsu”— “skaðlega vitleysu. ’ ’ Þetta finst mér skrítið; “og svo era fleiri,” segir “K. N.” En sleppum því, Björgvin er “vissulega fyllilega” fær um að svara fvrir sig, og gerir það að sjálfsögðu. En ummæli Halldórs um grein mína langar mig að athuga með fáum línum. Honurn farast meðal annars orð á þessa leið: “Björgvin skilur það vitanlegaf!) fvlli- lega(!) hvílíkt skaðraeði grein dr. Sig. Júl. Jó- hannesar er, eða gæti verið, ef nokkurt mark væri á henni tekið;------hvílíkt skaðræði það væri ef mönnum, sem ekki vita (S. J. J.), tækist að gera dóma þeirra er vita (S. H. f. H.), tor- tryggilega.” Hér er slegið algert vindhögg; eg hefi aldrei reynt að klifra upp á þann háa hest, að dæma söng vísindalega. En jafnvel þótt Halldórs, “sem veit” sjái sig hér stóran gagn- vart mér, “sem ekki veit” þegar um sðngvís- indi er að ræða, þá vil eg í allri vinsemd ráð- leggja honum að lesa betur grein mína; ef hann gerir það með opin augun, þá hlvtur hann að sjá að eg hefi hvergi gert tilraun til þess að dæma vísindalega nm söngflokkinn eða fram- komu hans. En eg hefi gert annað. Eg hefi í fyrsta lagi lýst því yfir að mér fyndist dómur Sigfúsar ó- vinsamlegur og ósanngjaralega ritaður, og eg hefi í öðru lagi farið nokkram orðum um sö(ng (ekki söngfræði) frá sjónarmiði tilfinninganna; frá þeirri hlið þori eg að ræða málið við Sigfús Halldórs og hvem annan sem vera víll. Söng- ur, sem ekki talar til tilfinninganna, er mér lítils- virði hversu vísindalega réttur sem hann kann að vera. Eg hefi hlustað á æfða og lærða söng- flokka hérlenda og erlenda og eg sret blygð- unarlaust lýst því yfir að.söngur ólærðra og lítt- æfðra baraa á undirbúningslítilli samkomu hef- ir stundum snortið mig dýpra en hið fvrtalda. Og vögguljóð rauluð af móðurmunni yfir sof- andi bami, með öllum þeim tilfinningum, sem þar felast í og með era heilbrigðari fæða mörg- um sálum en flest annað. Frá þessu sjónarmiði þori eg óhikað að dæma um söng, þó eg kunni ekki söngfræði, og af þessum ástæðum mintist eg á vögguljóðin, sem flokkurinn söng á nefndri samkomu. Mér dettur í hug vísa eftir Jóhann Sigur- jónsson í þessu sambandi. Þaullærður radd- maður isöng í samkvæmi og var mikill rómur gerður að með höndum og fótum. Jóhann skildi i söng manna bezt, þótt hann væri ekki sönglærð- ur; söngur þessa manns hreif hann ekki, og því orti hann þessa vísu: “Já, röddin hans er stilt sem stál og sterkust hér í firði, en allar listir eiga sál, sem ekki er minna virði.” Eg get ekki að því gert, að mér finst dómur Sigfúsar Halldórs hrottalegur og laus við það það lýsa góðgirni. Það á stundum vel við, eins og eg tók fram áður, að vera óvæginn í dómum, þegar verið er að finna að einhverju, sem rangt er gert af illum eða eigingjömum hvötum; hér getur ekki verið um neitt slíkt að ræða. Sú af- sökun að “ ritsnillingar” verði að vera stór- orðir og nota yfirstigin, er ekki takandi til greina; mér finst ritsnild miklu fremur í því fólgin, að geta beitt stóram orðum—og jafnvel grófum—þegar það á við, en nota fremur mið- stigin eða jafnvel lágstigin, þegar ekki er þörf á hinum—'skrifa kurteislega og prúðmannlega um fagrar og sálrænar listir. Annars er jafnvel hæpið að festa tröllatrú á dóma “þeirra, sem vita-,” býst eg við að Sig- fúsi Halldórs hafi fundist það, þegar minst var á söng hans í Free Press 24. febrúar 1926. Eg hefi ekki nógu mikið vit á söngfræði til þess að eg geti þýtt það á íslenzku, læt það því koma á enskunhi, eins og það var skrifað; en “tilfinn- ingin” segir mér að þar sé um einhverja að- finslu að ræða, þó talað sé um mann “sem veit” Free Press segir þetta: “The soloists were Paul Bardal, Miiss Pearl Thorolfson, Miss Rosa Hermannson and Sigfús Halldórs frá Höfnum. Each sang with enthusiasm and sympathy and good voice, though t’he last named singer, in his anxiety to secure a legato style in the air for tenor: ‘* Seek Ye the Tjord’ ’ was apt to slur his notes and also the words; one case of it being the superfluous “s” in “he-a may be-a found.” ” Hér er ekki um dómara að ræða, “ sem ekki veit,” það er æfður söngdómari fyrir Free Presis; ekki er heldur hægt að saka þennan dóm- ara um hlutdrægni né persónulega óvild. Þetta verður að teljast óvilhallur dómur, hvort sem hann er réttur eða ekki. Þessar línur era ekki í því skyni skráðar að vekja ritdeilur. En þegar um sálrænar listir er að ræða meðal Vestur-lslendinga, finst mér þeir vera svo “fáir, fátækir, smáir” að ekki sé velt gert að kljúfa þá í flokka, sem evði kröftum sínum í það að níða hvorir aðra. Hefði Sigfús Halldórs frá HÖfnum í þeirri stöðu sem hann er og með þeim hæfileikum, sem hann á yfir að ráða, látið stjóraast af ást til listarinnar, góð- vilja til þjóðarinnar og virðingu fvrir sjálfum sér, þá hefði hann í stað þess að ráðast á söng- fólkið tekið samán við það höndum og boðið því aðstoð sína og samvinnu í því skvni að efla flokkinn og fullkoimna hann; þá hefði hann unn- ið þarft, verk og gott. Með því að þreyta um stefnu og gera þetta nú er nægur tími fyrir hann til þess að afplána þær svndir, sem hann hefir drýgt gegn gyðju listarinnar með gróf- yrðum sínum í áminstum dómi. Sig. Júl. Jóhannesson. Atvinnuleysi og fannkyngi Vetur sá, sem nú er að líða, hefir fram að þessu verið öðra fremur sérkennilegur fvrir tvent, það er að segja atvinnudeyfð í borgum þessa lands, og sjaldgæft fannkyngi. Fljótt á litið verður tæpast sagt að þessi tvö fyrir brigði eigi í mörgu sammerkt, en þannig hefir atvik- um skipast til, að tæpast hefir verið svo um annað talað, að ekki hafi hitt nefnt verið líka. Því er haldið fram, að með auknu fannkvngi skapist atvinna í borgunum, og í vissum til- fellum verður því ekki á móti mælt, að til grund- vallar liggi nokkur rök. Því þegar niður hleður mikilli fönn, standa venjulega nokkra fleiri í snjómokstri, en ella myndi verið hafa. I sambandi við mál þetta, fórust tfmaritinu Canadian Railway Employes’ Monthly, nýlega þannig orð: “Ýmislegt hlýtur að vera öðra vísi en það í raun réttri á að vera, ef mismunurinn milli hungurs og hátíðarhalds, er fólginn í auknu fannkvngi. En sé þessu nú þannig farið, virð- ist það óumflýjanleg siðferðisskylda sérhvers verkamannafélags og í rauninni sérhvers rétt- hugsandi manns, að hiðja til skaparans um meiri og meiri snjó. Jafnframt því ætti tafar- laust að vera innleidd löggjöf, er teldi það refsi- vert, að losast við snjó á annan hátt, en með reku. Það ætti ennfremur að vera lögskvldað, að innan tuttugu og fjögra klukkustunda frá því. er stórhrið slotar, skvldi hverju einasta snjókomi hafa verið mokað burt af canadiskri grand. ’ ’ Snjónum er mokað af strætum og torgum, sökum þess að almenningur fellir sig ekki við að kafa djúpfennið. Og sumir menn era svo bamalegir í sér, að þeir fagna yfir fannkyng- inu, þykjast í því sjá talsverða úrlausn á at- vinnuskorts vandræðunum, og biðja um meiri snjó! Dýpra verður einhver hugsanalega að kafa, um það er ráðin verður fullnaðarbót á einu allra háskalegasta meiní mannkynsins, atvinnu- leysinu.— Canada framtíðarlandið Garðrækt. Flest af blómum þeim og jarð- eplum, sem vaxa í görðum fólks í Evrópu) þar sem loftið er tempr- að, vaxa líka í Vestur-Canada, svo sem raspber, jarðber, kúren- ur, bláber og margar fleiri teg- undir, nema í hinum norðlægustu héruðum. Kartöflu uppskera er mikil, og fá menn oft meira en 148 bushel af ekru, þó í sama blettinn sé sáð ár eftir ár; hefir sú uppskera oft numið 170 bysihelum af hverri ekru á ári. Garðarnir gjöra oft- ast betur en fullnægja þörfum bændanna með garðávexti. Það er oft afgangur til sölu og úr- gangur, sem er ágætt fuglafóður. Garðar, þar sem bæði ávextir og fleira er ræktað, ættu að vera í sambandi við hvert einasta býli bænda í Vestur-Canada, og einn- ig munu bænduí komast að raun um, að trjáplöntur í kring um heimiii, margborga sig, og fást trjáplöntur til þe|irra þarfa ó- keypis frá fyrirmyndarbúinu í Indian Head, í Saskatcheawn. — Einnig sér stjórnin um, að æfðir skógfræðingar1 frá'iþeim búum veiti mðnnum tilsög nmeð skóg- ræktina, og segja þeim hvaða trjátegundir séu hentugastar fyr- ir þetta eða hitt plássið. — Engi og bithagi. Hið ágæta engi og bithagi, sem fyr á árum fóðraði þúsundir vís- unda, antelópa, elk- og moosedýra, er enn hér að finna. Þar sem ekki er næg beit handa búfé, þar sá menn alfalfa, smára, timothy, reyrgrasi, eða einhverjum öðrum fóðurgrasstegundum; þó er þess- um tegundum fremur sáð til vetr- arfóðurs í Vesturfylkju/num, eink- um í Manitoba, heldur en til bit- haga. Einnig er maís sáð hér allmikið til vetrarfóðurs handa nautgripum. Þegar engjar í Vestur - Canada eru slegnar senmma, er grasið af þeim mjög kjarngott, og gefur lítið eða ekkert eftir ræktuðu fóðri, ef það næst óhrakið. Þær tegundir, sem bezt hafa reynst af ræktuðuj góðri í Vesturfylkjunum, er alfalfa, rúggras og broomgras, hvort heldur að þeim tegundum er blandað saman eða að þær eru gefnar hver út af fyrir sig. En ef sáð er þar til bithaga, þá er altfalfa og broomgras haldbeztu tegundirnar. Áburður. Aðal einkenni jarðvegsins í Saskatchewan og í Sléttufylkjun- um öllum, er það, hve ríkur hann er af köfnunarefni og jurtaleif- um. Og það er einmitt það, sem gefur kornberjum frjóefni og varanleik. Þess vegna þurfa bændur ekki á tilbúnum áburði að halda. En ekki dugar fyrir bændufr að rækta korn á landinu sínu ár frá ári, án þess að hvíla landið, eða að breyta um sáðteg- undir, því við það líður hann margfaldan skaða. Til þess að varðveita frjómagn landsins, þarf korn- og nautgripa- rækt að haldast í hendur, og verð- ur það þýðingarmikla atriði aldr- ei of vel brýnt fyrir mönnum, ef iþeir vilja að vel fari. Hin hörðu vetrarfrost og hið þurra loftslag eru öfl til vernd- unar frjósemi jarðvegsins. Þau losa allan jurtagróðujr í klaka- böndum sínum, frá vetrarnóttum til sumarmála. Enn fremur varn- ar hið reglubundna regnfall sum- arsins því, að jarðvegurinn missi gróðrarkraftsins af of miklum þurki. Það hefir ávalt sannast, að þar sem framleiðsla hefir far- ið þverrandi, þá er það því að kenna, að landinu hefir verið misboðið — að bændurnir hafa annað hvort ekki hirt ujm að breyta til um útsæði, eða á neinn hátt að vernda gróðrarkraftinn. Eldiviður og vatn. Linkol eru aðal eldiviðarforði manna í Saskatchewan, og eru stórkostlegar linkolanámur í suð- austur hluta fylkisins. Einnig hefir Dominion stjórnin í félagi við fylkisstjórnirnar í Saskatche- wan og Manitoba, ráðist í að búa til hnullunga úr kolamylsnu, sem er pressuð með vélum ásamt lím- efni til að halda mylsnunni sam- an, og hefir það reynst ágætt elsdneyti, ekki að eins heima fyrir, heldur líklegt til þess að verða ágæt markaðsvara. Kolum þessum má líka brenna eins og þau koma úr námunum, allvíða, og grafa menn nokkur fet ofan í jörðina og taka þar það sem þeir þurfa meg í það og það skiftið. Stórbruni í Reykjavík Á elleftu' stundu í ,gærkveldi varð þess vart, að eldur væri laus orðinn í gisti- og samkomuhúsi Hjálpræðishersins í Kirkjustræti 2. Húsið var í smíðum að því leyti, að bygð hefir verið ofan á það ein hæð í vetur og var hún fyrir skömmu komin undir þak. Þegar slökkviliðinu var gert að- vart, var loftið að heita mátti al- elda og nokkulr eldur kominn nið- ur á næstu hæð. Var þegar aug- ljóst, að ekki mundu nein tiltök, að slökkva eldinn í byggingunni, enda mun mikið af þurru timbri, steypumót o. þ. h., hafa verið á tveim efstu gólfum hússins, hitt þó reynanda, að varna eldinum að komast niður á neðri hæðirn- ar, enda mun enginn eldur hafa komist á neðstu hæðina. En að- aláherzlan var að sjálfsögðu lögð á það, að verja næstu hús, og það tókst fyrir frábæran dugnað og snarræði slökkviliðsins. Eldurinn var geysilega mikill, og neistaregnið flaug víðsvegar. Veður var óhagstætt, norðaustan- stormur þéttingsmikill. Næstu hús, Tjarnargata 4 (Þorsteinn Guðmundsson) og Tjarnargata 3 (frú Þorbjörg Möller) voru í mestri hættu. Ef ‘kviknað hefði í þeim, er annað óhujgsandi, en að mikill fjöldi húsa hefði brunnið til ösku. En slökkvilið dældi hvíld- arlaust vatni á þessi tvö hús og náði eldurinn aldrei taki á þeim. En svo mikið var eldregnið, að um stund kviknaði lítilsháttar í suðurgafli hússins nr. 5 við Tjarnargötu (húsi frú Guðrúnar Jónsdóttur)|, en ekki kom það að verulegri sök og var eldurinn kæfðu.'r samstundis. í næsta húsi fyrir sunnan hús Hjáljp r æ ð i sheirsii ns, T j a rn a r gö tu 4, var fólk háttað og sofnað, og hljóp út í kuldann fáklætt, er því var gert aðvart. Fór það inn í næstu 'hús og er vonandi, að því verði ekki mein að kuldanurn, en þó var ein stúlka veik í hettusótt og er því miður hætt við, að henni verði mikið um þessa hrakninga. Ekkert manntjón varð í brunan- um, en slökkviliðsmaður einn féll úr stiga, og meiddist. Var hann þegar fluttu^r á sjúkrahús, en reyndist, sem betur fór, minna meiddur en ætlað var í fyrstu. Fólkið í nágrannahúsunum var hið rólegasta, og hvergi voru hús- munir bornir á brott, nema í Tjarnargötu 4, og eitthvað lítils- háttar í Tjarnargötu 5. Skömmu eftir að slökkviliðið kom á vett- vang, þótti sýnt, að það mundi ráða við eldinn og takast að verja önnur hús. Virtist hin bezta stjórn á öllu starfi slökkvilisðins og í rauninni hið mesta þrekvirki, að það skyldi takast að stöðva slíkt æðandi bál. Mun eldurinn hafa verið kæfður á rúmlega hálfri annari klukkustund. Um upptök eldsins er alt óvíst. Þó er talið sennilegt, að kviknað hafi út frá reykháfi á efsta lofti, því að gat var á honum og tré- spænir þar á loftinu. Hinn nýi hluti 'hússins var ó- vátrygður, en þar urðu mestar skemdir. Þó var loftið undir ris- inu úr steinsteypu, en önnur loft öll úr tré. Steinloftið féll ekki niður, og veggir allir eru uppi- standandi. Litlar skemdir urðu af eldi á annari hæð og engar á neðstu hæð, en skemdir af vatni urðu/ um alt húsið. Guðjón Sæmundsson trésmíða- meistari sá um smíði á hinum nýju loftum, sem verið höfðr í smíðum síðan seint í sumar, og var þar mikið óunnið enn innan veggja. Um tjón af eldinum verður ekki sagt að svo stöddui en það mun eflaust skifta tugum þúsunda. Vísir. Garrick Leikhúsið. “Forward Pass” heitir kvik- myndin, sem er sýnd á Garrick leikhúsinu og er einstök í sinni rðð að því leyti, að alt fólkið, sem þar leiku|r, er ungt fólk, um tví- tugsaldur. Þar getur maður séð hina fjörugu og skemtilegu hlið skólalífsins. Lorette Young, sem leikur aðal hlutverkð, er að eins 17 ára, og Douglas Fairbanks Jr. er 21 árs. Rialto Leikhúsið. Kvikmyndin “Hard to get”, sem Rialto leikhúsið sýnir nú, er af- bragðs skemtileg mynd. Dorothy Mackaill leikur aðal hlutverkið. Talandi og syngjandi myndir. — Ástaleikur, sem allir hafa ánægju af að sjá.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.