Lögberg - 06.02.1930, Page 6

Lögberg - 06.02.1930, Page 6
Bls. 6. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 6. FEBRÚAR 1930. Mary Turner Eftir MARVIN DANA. Aí'tur varð hljótt í fáeinar mínútur. Svo tók stúlkan aftur til máls, en nokkuð í öðrum tón. Asökunin, .sem óður hafði verið í rödd hennar og fasi, út af }>ví óréttlæti, sem hun hafði orðið fyrir af húsbóndanum, var nú horf- in og hún talaði stillilega, með djúpri og skýrri rödd. “Mr. Gilder,’’ sagði hún blátt áfram. “ Eins áreiðanlega eins og Guð er uppi yfir mér, hefi eg nú verið dæmd til þriggja ára fangelsisvist- ar fvrir nokkuð, sem eg hefi ekki gert.” I»að var fjarri því, að þessi orð fengju nokkra áheyrn. Ef lögreglumaðurinn annars nokkurn tíma hafði nokki-a meðlíðan með henni, þá var hún nú alveg þrotin. Hvað verzl- unareigandanum viðkom, þá var hann ekki nógu tilfinninganaunur til að geta fullkomlega fund- ið og skilið þá ábyrgð, sem á honum hvíldi, enda var skapferli lians .slíkt, að hann hafði mjög litla meðlíðan með öðrum. Nú var hann lfka í }»ví skapi, að hann var óánægður við sjálfan sig út af því, að hafa gefið tilfinningum sínum of lausan tauminn. Sú hugsun kom líka niður á veslings stúlkunni, svo þessi \ntnisburður um hennar eigin sakleysi, kom ekki að neinu haldi, og hafði jafnvcl gagnstæð áhrif við það, sem til var ætlast. “Hvers vegna báðuð þér dómarann að dæma mig í fangelsi!” “ Þessi þjófnaður, sem átti liefir sér stað í búðinni síðastliðið ár, verður að hætta,” svar- aði Gilder og virtist mí vera búinn að ná sér aftur og hann liorfði djarflega beint framan í stúlkuna. Tíugsunin um þjófnaðinn og skað- ann var nóg til þess, að hann glevTndi högum stúlkunnar. ». “ Þjófnaðurinn heldur áfram engu að síð- ur, þó eg sé send í fangcsli,” sagði Mary Turner. “Ef til vill ekki, en hér eftir verður reynt að komast eftir því, betur en áður, hverjir sek- ir eru, og þeim verður hér eftir vægðarlaust hegi/t. En mt'ðal annara orða, þér gerðuð mér orð, að þér skvlduð kenna mér ráð til að koma í veg fvrir að þessi þjófnaður í búðinni lialdi áfram. Gerið þér nú þetta, stúlka mín, og þó eg geti ekki gefið yður neitt ákveðið loforð, þá skal eg sjá til livað eg get gert til að hjálpa yður út úr þeim vandræðum, sem þér nú eruð í. Hann tók blýant og pappírsblað, og gerði sig tilbúinn að skrifa niður það sem hún kynni að segja. “Segið þér mér nú,” hélt hann á- fram, “hverjir voru með yður. ” Hvað Gilder var enn sannfærður um, að hún væri í raun og veru sek, eða að minsta kosti lézt vera það, æsti skapsmuni hennar ákaflega. Hún komst hættulega nærri því að missa alveg vald á sjálfri sér. Það varð þó ekki, þó auðfundið væri, að hún var afar-reið. “Eg hefi enga félaga. Eg hefi aldrei stol- ið nokkrum sköpuðum hlut á æfi minni. Þarf eg að segja yður það enn einu sinni. Hvernig stendur á því, að mér er ekki trúað?” Gilder var hissa á því, að Mary skyldi verða svona æst, því hann gat ekki séð, að það væri nokkur veruleg ástæða til þess, eins og á stóð. Málrómurinn varð alvarlegur og ákveðinn. “Ef þér getið ekki haldið yður í stilli, þá verðið þér að fara,” sagði Gilder og lagði frá sér blýantinn, og varð mjög óánægjulegur á svipinn. “Því voruð þér að senda mér þessi boð, ef þér hafið svo ekkert að segja?” Stúlkan hafði nú nokkurn veginn náð sér aftur, en átti samt sem áður erfitt með að tala stillilega. “Eg hefi dálítið að segja við yður, Mr. Gild- er,” sagði hún og stilti sig vel. “En eg eins og tapaði af því á leiðinni hingað, með þessum manni, sem stendur hér við hliðina á mér. ” “Það fer þannig fyrir flestum, sem eru að byrja sinn glæpaferil, ” sagði lögreglumaðurinn kuldalega. “Hvað hafið }»ér þá að segja?” spurði Gilder hálf-óþolinmóðlega, þegar Mary þagnaði í bili. Hún byrjaði aftur, og nú með dálítið meira fjöri en áður. “Þ(>gar maður situr þrjá mánuði í fangelsi, til að bíða eftir yfirheyrslu og dómi, eins og eg varð að gera, }>á hugsar maður töluvert. Þá fékk eg þá hugmvnd, að ef mér gæfist tækifæri til að tala við vður, þá gæti eg kannske komið yður í skilning um, hvað eiginlega er að. Gæti eg það, og með því orðið hinum stúíkunum að liði, þá vrði mitt mótlæti kannsk(> ekki alger- lega meiningarlaust og gagnslaust. ” Hún lækk- aði röddina og sagði í mýkri róm: “Mr. Gild- er, er vður alvara með það, að vilja að stúlkurn- ar hætti að stela?” “ Já, auðvitað er mér alvara með það,” svar- aði Gilder hiklaust. “Gefið þeirn þá tækifairi til þess.” Gilder \nssi ekki, hvaða fjarstæðu stúlkan var að fara með. “Hvað eigið þér við?” spurði hann og varð nú enn kaldara til stúlkunnar en áður. Hann gat ekki hotur skilið, en að þessi stúlka, sem hefði stolið frá honum, og sem hann hefði dreg- ið fvrir lög og dóm, og sem nú hefði verið dæmd fyrir þjófnað, væri svo ósvífin, að leyfa sér að henda gaman að honum. Hann varð í raun og veru æfareiður, en stilti sig þó, því ef til vill hafði stúlkan eitthvað að segja, sem honum gat að gagni orðið. “Tívað eigið þér við?” spurði hann aftur og það var auðheyrt á röddinni, að hann ablaðist til að fá afdráttarlaust svar, og það strax. “Eg á aðeins við þetta, sem eg sagði,” svar- aði Mary hæglátlega og blátt áfram. “Gerið stúlkunum mögulegt að lifa ráðvöndu qg heið- arlegu lífi.” Gilder varð afar-reiður og það eina, sem hélt honum frá að ausa stóryrðum yfir stúlk- una var það, að hann fann ekki lag á því í svip- inn, hvað heppilegast væri að segja. Stúlkan kipti sér ekkert upp við reiði lians. “Já,” sagði hún liægl'átlega. “Það er alt, sem gera þarf. Gerið }>eim það möguleg, að hafa nóg að borða og sæmilegt herbergi til að sofa í, og kaupa sér sæmilega skó, sem nothæf- ir eru í vetrarkuldanum. Haldið þér að nokkur stúlka vilji í raun og veni stela? Haldið þér að nokkur stúlka vilji hætta—?” Gilder var nú aftur búinn að fá málið, enda notaði hann það líka. “Þetta er það, sem þér eruð að evða tíman- um fyrir mér með, að halda uppi vöm fyrir ó- ráðvandar stúlkur og bera þær fram á bænar- örmum, í stað þess að segja mér eitthvað, sem vit er í, og sem að einhverju gagni ga*ti kom- ið.” Mary liélt áfram, engu að síður. Það var fjarri skapi lögreglumannsins, að láta liana haJda svona áfram, en leið henni það samt og gat ekki sjálfur gert sér grein fyrir hvers vegna hann gerði það, og var eiginlega alveg hissa á sjálfum sér. I>að var líkt ástatt fyrir Gilder. Hann var mjög ergilegur yfir þessu tali stúlk- unnar, sem honum, fanst eiginlega vera bara vaðall, eða reyndi að láta sér finnast það. En samt fanst lionum ekki, að hann gæti rekið hana út. Það var eitthvað, sem kom honum til að hlusta á hana, þó hann vildi það ekki. “Við vinnum níu klukkutíma á dag,” hélt hún áframt hægt og stillilega. “Niu klukkutíma á dag, sex daga í viku. Um það' er ekki neitt að deila. Fyrir þessa vinnu fáum við sex dali á viku, og það er ekki nóg fyrir nokkra ráðvanda stúlku til að lifa, af því. Hún getur það ekki, og keypt fyrir það föt og fæði, borgað húsaleigu og alt annað, sem hún nauðsynlega. þarf. ITm }>að er iheldur ekki liægt að deila. ” Mary horfði á verzlunareigandann, eins og vildi hún alt í einu sjá allan hans innra mann. Það færðist dálítill roði í kinnar hennar og þó Gilder væri alls ekki að veita því .sérstaka eft- iiáekt, þá gat hann ekki komist hjá að sjá, hve prýðis-falleg }>essi stúlka var, sem þarna stóð fyrir framan hann. Með sjálfum sér dáðist hann að fegurð hennar, en }>au áhrif vöruðu þó ekki lengi, enda gaf Gildor konum vanalega litlar gætur. Það var æfinlega verzlunin og hans eigin ihagsmunir, sem hann hugsaði um fyrst og fremst. Eftir að hafa ofurlitla stund virt fyrir sér }>á miklu kvenlegu fegurð, sem hann þarna kom auga á, og fanst mikið til um, þá hratt hann öllum hugsunum frá sér, öðrum en þeim, sem viðskiftin snertu.” “Eg kæri mig ekki um að ræða þetta mál við vður, ” sagði Gilder, þegar stúlkan tók aft- ur litla málhvíld. “Eg kæri mig heldur ekki um að ræða það við yður,” sagði Mary. “Eg vildi bara segja yður sannleikann, eins og hann er, eins og þér ó-skuðuð. Fyrst eftir að eg var sett inn, ” sagði hún, án þess að sjáanlegt væri, að hún skifti nokkuð skapi, “sat eg tímuiii saman og hugsaði um okkert nema ihatrið, sem eg bar í brjósti til yðar.” “Já, það má nú svo sem nærri geta,” sagði Gilder. “En svo fór eg að halda, að þér máske skild- uð ekki hvernig ástatt er,” hélt hún áfram. “Og mér datt í hug, að ef eg segði yður það, þá munduð þér kannske breyta til að einhverju leyti.” “Þér hélduð, að eg mundi kannske víkja frá þeim reglum, sem eg hefi sett mér, og jafnan fylgt í viðskiftalífinu, ef þér færuð fram á }>að við mig!” Stúlkan lét engan bilbug á sér finna, en hélt áfram meö það, sem hún hafði að segja. Það var eins og ihún væri að leysa af hendi skyldu- verk, sem fráleitt var að skorast undan, og það var eins og hana grunaði alls ekki, að þetta væri algerlega þýðingarlaust. “Vitið þér hverskonar líf það er, sem við stúlkunar eigum við að búa? Nei, auðvitað vitið þér það ekki. Þrjár í einu litlu herbergi; þar gerum við okkar eigin matreíðslu sjálfar, þvoum af okkur og straujum á kveldin, eftir að hafa staðið í búðinni í níu klukkutíma. ” Þetta liafði engin áhrif á verzlunareigand- ann. Meðlíðan hans með öðrum, var alt of ta'k- mörkuð til })ess að hann gæti látið sér finnast nokkuð til um það, }»ó þessar búðarstúlkur hefðu kallnske erfitt og það var aldrei við því að bú- ast, að þær gætu lifað í vellystingum praktug- lega. f>að .sóð ekki til. Það var auðfundið á öllu, að þetta, sem stúlkan var að segja, fanst honum vera bara út í ihött, eða eins og hver ann- ar hégómi. “ Eg hefi látið setja, stóla innan við búðai’- borðin,” sagði hann. “En hafið þér nokkurn tíma séð nokkra af stúlkunum setjast á þá?” spurði hún heldur kuldalega. “Viljið þér gera svo vel og svara því. Hafið þér séð það? Þér hafið auðvitað ekki séð það,” sagði hún eftir litla þögn, því verzlurtareigandinn svaraði ekki. “Og skiljið })ér hvers vegna? Það er vitanléga vegna }>ess, að þa>r vita fullvel, að ráðsmanni hverrar deildar mundi finnast, að hann kæmist af án þeirra stulkna, sem hann*sæi sitja — slæpast, eins og }tað er kallað. Hver stúlka, sem það gerði, yrði tafarlaust rekin. Reynslan verður })ví sú, að eftir að hafa staðið í fulla níu klukku- tíma, }>á ganga stúlkurnar heim til að þurfa. ekki að horga fyrir farseðla á strætisvögnun- um. Já, þær ganga, hvort sem þær eru lasnar eða frískar. 'Annars eru þær oftast svo þrevtt- ar, að það gerir minst til.” 'Gilder leið illa undir þessum ásökunum, sem liann gat ekki fundið að væru annað en ástæðu- laus árás á sig. “Hvað hefir alt þetta tal að gera við þann þjófnað, sem átt hefir sér stað í búðinni, og á sér þar enn stað ?” spurði hann óþolinmóðlega. “Hvaða erindi áttuð þér eiginlega hingað? I stað þess að segja mér eitthvað, sem eg þarf að vita, þá eruð þér að rugla eittlivað um elda- mensku og farseðla á strætisvögnum. ” Stúlkan gaf þessu engan gaum. “Og þegar það kemur fyrir, að við verðum eitthvað alvarlega veikar, hvað eigum við að gera? Vitið þér, Mr. Gilder, að það er einmitt þá, þegar eitthvert slíkt óhapp kemur fyrir, sem ýmsar stúlkur byrja að stela, sem hafa verið ráðvandar alt þangað til. Sumar þeirra gera líka það, sem verra er, en stela. Já, áreiðanlega, og það stúlkur, sem í raun og veru vilja haga sér vel og heiðarlega. Sumar þeirra verða vit- anlega svo þreyttar á öllu þessu, að—” Maðurinn, sem hafði stúlkur í vinnu hundr- uðum saman, sem nú var verið að tala um, varð órólegur og honurn fanst, að' þetta gæti ekki gengið mótmælalaust. “Eg á ekki að passa þessar stúlkur, enda get eg ekki iitið eftir þeim, þegar þær eru ekki í búðinili. Þeim er borgað vanalegt kaup, eins mikið eins og nokkur önnur búð borgar. ” Hann gat ekki við það ráðið, að hann fyltist gremju út af því, að'þessi stúlka, sem var dæmd fyrir þjófnað, skvldi voga sér, að bera fram ákærur á hendur lionum. “Það er enginn lifandi mað- ur, sem gerir meira fyrir verkafólk sitt, heldur en eg hefi gert. Eg læt þær hafa ágætis her- bergi uppi á lofti, þar sem þær geta hvílt sig, og eg lét setja upp ágætis borðstofu, þar sem þær geta fengið góðan mat að borða fyrir mjög lítið verð. Hver annar en eg hefir gert það?” “En þér viljið ekki borga þeim lífvænlegt kauy)!” Einmitt }>að, að þetta var sagt alveg kala- laust og blátt áfram, varð til þess, að verzlun- areigandanum sárnaði enn meira, því sjálfur vildi hann ekki, að nokkur efaðist um, að hann væri réttlátur maður. Sjálfur taldi hann sér trú um það. “Eg borga þeim það sama, og hinar búð- ii-nar g*era,” sagði hann aftur. “En })ér viljið ekki borga þeim lífvænlegt kaup,” sagði hún líka í annað sinn. Gilder hafði næstum því mist alla þolin- ma:ði og hann svaraði með æði mikilli gemrju: “Svo þér haldið því þá fram, að yður hafi verið nauðugur einn kostur að stela. Það er sú vörn, sem þér hafið fram að bera fyrir yður og vinstúlkur yðar. ” “Eg var ekki neydd til að stela, ” sagði hún í tilbreytingarlausum róm. “Eg var ekki neydd til að stela, og eg stal engu. Eg er að bera þetta fram við yður vegna hinna stúlkanna. Fjölda margar þeirra stela af því, að þær fá ekki nóg að borða. Eg sagði yður, að eg skyhli segja yð- ur, hvernig þér ga>tuð stöðvað þjófnaðinn. Eg hefi gert það. Gerið stúlkunum mögulegt að lifa heiðarlega. Þér fóruð fram á, að eg gæfi yður nöfn. Það er bara einn maður, sem um alt þetta er að kenna, og þéh þekkið vel hans nafn — Edard Gilder. Viljið þér nú gera eitt- hvað í þessum efnum?” Við þessa vægðarlausu ákæru varð Gilder afarreiður, stökk á fætur og horfði á stúlkuna, sem bara hana fram. “Vogið þér yður að taJa svona við mig?” sagði hann með þrumurödd. En stúlkan lét sér ekki bylt við verða og tal- aði jafn stilllilega eins og áður, og gerði það Gilder enn reiðari. “Viljið þér ekki vera svo vænn, að gera eitt. hvað í þessu?” “Vogið þér yður?” sagði hann aftur með þrumurödd, og það leit út fyrir, að reiðin ætl- aði að verða honum ofurefli. “Hvers vegna eg þori þetta, get eg vel skvrt fyrir yður,” sagði Mary Tumer. “Það rr vegna }>oss, að þér hafið nú þegar unnið, mér alt }>að tjón, sem þér mögulega getið. Nú er eg að reyna að fá yður til að vera hinum stúikun- um betri. Þér spyrjið mig, hvemig eg dirfist að gera þetta. Eg hefi fullan rétt til þess, því eg hefi verið fvllilega ráðvönd alla mína æfi. Mig hefir langað til að hafa sæmilegan mat að borða, og geta verið laglega til fara, og mig hefir langað til að njóta dálítilla skemtana, all- an þann tíma, sem eg hefi unnið hjá vður, en eg hefi neitað mér um alt }>etta, því eg gat ekki veitt mér það moð því að vera ráðvönd og heið- arleg stúlka. Það sem eg fæ svo' fyrir þetta, er það, að þér sendið mig í tugthúsið fyrir það, sem eg hefi ekki gert. Þetta er ástæðan fyrir því, að eg dirfist að tala við yður.” Cássidy, lögregluþjónninn, sem átti að gæta Mary Turner, hafí5i staðið Jiolinmóðlega við hliðina á henni, allan þennan tíma. Hann hafði veitt því einvígi töluvcrt nána eftirtekt, sem hér hafði fram farið, milli hins volduga verzl- unareiganda annars vegar, en umkomulausar stúlku liins vegar, sem nú hafði verið dæmd fyrir þjófnað. Honum gat ekki annað fuiulist, en að stúlkan hefði staðið sig furðanlega vel, og hann hafði haft dálitla skemtun af því. Að öðru levti hafði })(>tta ekkert snert hann. I>að s(>m }>eim fór a milli, kom honum ekkert við. Hann var bara þama til að fara burtu með stúlknna, '})egar samtalinu væri lokið. Ifonum datt í hug, að nú væri líklega bezt fyrir sig, að fara með hana. Honum fanst hálfvegis, að stúíkan væri búin að koma verzlunareigandanum í þann bobba, að hann gat litlu svarað. Það væri því kannske hyggilegast, að fara með stúlkuna áður en })etta færi lengra. Með þetta í huga, leit hann til Gilder. Ef hann gæfi sér merki um að fara, þá var honum það nóg. En Gilder gerði það ekki. Hann var óráðinn og honum leið alt annað, en vel. Það sem stúlkan sagði, hafði haft meiri áhrif á hann, heldur en hann vildi kannast við fyrir sjálfum sér, }>ó hann hins vegar vildi ekki við það kannast, að nokk- ur ástæða væri fyrir þeim sakargiftum, sem hún bar fram. Þegar hann því sá, að lögreglu- KAUPiÐ AVALI LUMBER THE EMPiRE SASH & DOOR CO. LTD. HdNiU AV£. £Aá(. - - WIMNIPEG, IVlAN. Yard ordcð: 6tn Floor, Bank of HamiltonOnambert maðurinn vildi gjarnan fara, þá lét hann hann skilja, að hann skyldi gera það, þó ekki væri hann alveg ánægður með það. Cassidy Teit í kring um sig, en jafnframt fann hann, að stúlkan hálf-sneri sér í áttina til dyr- anna. Hvað henni bjó í huga, var auðskilið at' því, sem hún sagði. “Hann getur nú farið með mig,’- sagði hún biturlega. Þegar þau yoru komin fram að dyr- unum, hálf-sneri hún sér við og leit enn á mann- inn, sem við skrifborðið sat. “Þrjú ár líða einþvern tíma,” sagði liún með .skýrri röddu, svo vel heyrðist um alt herberg- ið. “Þegar þau eru liðin, skuluð þér, Mr. Gild- er, áréiðanlega fá að borga dýru verði fyrir hvert augnablik þeirra. Það skal enginn dag- ur, og ekki einu sinni klukkustund, líða svo, að eg minnist þess ekki, að það er vðar skuhl, að eg hefi verið dæmd til fangelsisvistar. t*ér verðið að borga mér þá skuld. Þér verðið líka að borga mér fyrir þau fimm ár, sem eg hefi Iagt hart að mér og gengið alls góðs á mis, svo þér gætuð rakað saman þeim mun meira fé. Fyrir alt þetta skuluð þér horga liátt verð fyrir alt, sem eg hefi tapað í dag, og—” Um leið og hún sagði þetta, tók hún svo hart viðbragð, að Cassidy misti haklið á úlnliðnum á henni. Hún hélt upp hendinni, og augnaráð hennar og svipur voru slík, að Gilder stóð ógn af. Honum fanst þó, í svipinn að minsta kosti, að af þessu myndi mikið ólán stafa, en sá ekki veg til að afstýra því. “Þér skuluð borga fvrir þetta,” sagði hún með lágri rödd, en svo skýrri, að vel heyrðist um alt herbergið. “Þér skuluð borga fyrir þetta.” VI. KAPITULT. Þau voru erfið })essi þrjú ár, sem Mary Turner sat í fangelsi. Hún varð að vera |)ar allan tímann, og henni var ekki gefið neitt eft- ir, þó hún hagaði sér vel í alla staði. Hún fann fljótt, að eini vegurinn að koma sér vel við þá, sem vfir hana voru settir, var sá, breyta gagn- . sta>tt því, sem siðferðistilfinning hennar strang- lega krafðist. Hún lifði })ví þessu viðbjóðslega undirheimalífi með þeirri tilfinningu, að hún væri að bíða ósignir og það væri smátt og smátt að vinna bug á sér. Vitanlega var lífið })arna í alla staði hið hraklegasta. Alt hjálpaðist að því, að gera það óaðgengilegt, erfið og leiðin- leg vinna, ólystugt og illa framreitt fæði, })röngt og ónotalegt rúm, til að sofa í, og loft- laust og dimt herbergi. að var eins og alt hjálpaðist þarna að því, að gera lífið óbærilegt. Þetta var þó ekki það, sem Mary Turner féll verst við fangavistina. Það var jafnvel miklu fremur hið tndlega líf þess fólks, er þarna var, saman komið, og þar sem hún varð nú sjálf að vera, ón þess að hafa á nokkurn hátt til þess unnið. Spillingin starði lienni allstaðar í augu. Hún hafði aldrei liaft hugmynd um annað eins, og lienni ofbauð. Aði allmiklu leyti gat hún að vísu haldið sig frá spillingunni með því að forðast öll kynni af hinum föngunum, að svo miklu leyti, sem hún gat. En hið andlega and- rúmsloft, sem þama var ríkjandi, gat hún ekki » forðast í þessu spillingarbæli. Eiturefni spill- ingarinnar voru þarna líkt og sóttkveikjur, sem enginn kann að forðast. Þessi sóttkveikja sótti að henni úr öllum áttum, og reyndi að gera hana að sínu herfangi. Á móti þessu barðist hún af öllum kröftum, þó henni hepnaðist })að ekki fullkomlega. Það andlega andrúmsloft, sem þama var ríkjandi, hlaut að hafa sín áhrif á hugarfar hennar smátt og smátt, og það gat ekki hjá því farið, að hún mundi óglögt, sjá mis- mun góðs og ills. ASK FOR DryGinger Ale OR SODA Brewers Of COUNTRY CLUB BEER GOLDEN GLOW ALE BANQUET ALE XXX STOUT BREWERY OSBORN E 6l M ULVEY - Wl N NIPEG PHONES 41-111 41-304 5 6 PROMPT DEUVERY TO PERMIT HOLDERS

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.