Lögberg - 17.04.1930, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUÐAGINN 17. APRÍL 1930.
Bls. 3.
▼
Sérstök deild í blaðinu SOLSKIN Fyrir börn og unglinga
i |
ÍÞRÖTTAMAÐURINN.
Hann hét Hrólfur og var 18 ára gamall. —
“Við verðum víst að kalla hann Hlaupa-Hrólf,
því Göngu-Hrólfur verður hann að minsta
kosti ekki nefndur,” sögðu menn. Og þetta var
satt. Hrólfur vann hver “fyrstu verðlaunin’’
á fætur öðrum í kapphlaupum. Hann var “sá
heztl’’ í íþróttafélaginu, enda var hann einnig
meðal hinna beztu í hástökki, og í kringlukasti
var hann ágætur. 1 kúluvarpi hafði hann
reyndar ekki náð nema 3. verðlaunum, en svo
gátu iþeir tveir, sem voru honum fremri, ekki
hlaupið. Að öllu samanlögðu var liann því
langfremstur í íþróttunum. Félagar hans voru
líka hreyknir af honum, þegar félag hans þurfti
að keppa við hin íþrótafélögin í sveitinni, því
Hrólfur var drengur, sem jafnaðarlega færði
þeim fyrstu verðlaunin heim úr kappleikjun-
um! Það var aðeins eitt, sem þeim líkaði ekki
við Hrólf, og sem þeim var óskiljanlegt í fari
hans. Og það var þetta: Að liann skyldi vera
í barnastúkunni ennþá. — Þeir höfðu reyndar
einu isinni verið sjálfir í barnastúkunni, en það
var meðan þeir voru böm. Síðan þeir urðu
stórir og komust í íþróttafélagið, fanst þeim
barnastúkan ekki vera við sitt hæfi. Þeir gátu
þess vegna ekkert skilið í honum Hrólfi, þeirra
fremsta, og bezta íþróttamanni. að liann skyldi
ekki enn þá vaxinn upp úr “barnaskapnum”.
Og ]>egar það kom fyrir, að þeir fengu sér dá-
lítið í staupinu eftir sigurvinningar, sem þeir
áttu Hrólfi aðallega að ])akka, þá fanst þeim
alveg óþolandi, að hann fékst aldrei til að vera
með þeim. — “Eg er templar”, sagði liann þá;
“og eg hefi lofað að bregða alderi áfengan
drykk. 0g 'sannir íþróttamenn drekka sig
hvorki drakna né svíkja loforð sín.” — Svo
var hann aus að þjóta frá þeim eins -og eldi-
brandur og kalla um leið til þeirra hlæjandi:
“Yerið ])ið nú sælir, félagar mínir, eg þakka
ykkur fyrir samvinnuna. Nú þarf eg að fara
á barnastúkufund. Þar er beðið eftir mér!’-
Já, aldrei gátu þeir skilið bannsetta sérvizkuna
í honum Hrólfi1— að vera að binda sig við slíkt
smábamafélag. Einu sinni hafði það jafnvel
gengið svo langt, að hann kom ekki, þegar í-
þróttafélagið háði kappleik við anna félag úr
ngrannabygðinni. Svo hafði hans félag tapað
fyrir bragðið. Og hver var svo ástæðan! Jú,
hún var sú, að Hrólfur hafði verið í skemtiferð
með baraastúkunni! Hann var vara-gæzlumað-
ur stúkunnar, og hafði sjálfur samþykt,
snemma í maí, að ferðin vrði farin þennan dag.
Þetta hafði hann sagt formanni íþróttafélags-
ins nógu snemma, og fanst þá Hrólfi óþarfi að
hann gengi á rétt stúkunnar. En því svaraði
formaðurinn þannig, að sér dytti ekki í hug að
láta íþþróttafélagið víkja fyrir slíkum hégóma
sem bamastúkan væri. “Skárri væri það nú
heimskan/ ’ liafði liann >sagt við Hrólf. “ Jæja,
])á verðið þið án mín ])ann dag. Sem sannur
íþróttamaður verð eg að halda loforð mín,”
isvaraði Hrólfur. — Og svo tapaðist leikurinn.
Félag’smönnum sveið það sárt, og voru þeir
gramir Hrólfi undir niðri, þótt þeir þyrðu ekki
að láta á því bera. Það var ekki við larnbið að
leika sér, þar sem Hr.lfur var, livorki í einu né
neinu. Ekki mátti boinlínis móðga hann, því
án lians gátu þeir ekki verið. —
Svo var það seinna um sumarið, að héraðs-
kappmót átti að lialda þar skamt frá. Félag
Hrólfs hafði fengið sérstaka áskoran, því sam-
bandsstjórnin hafði heyrt getið um “liinn mikla
hlaupgikk” þess. Og Hrólfur og tveir aðrir
voru sendir í kappleik. Það var í fyrsta
skiftið, sem nokkur úr þeirri sveit hafði hætt
sér út í slíka “stórorustu”. Formaðurinn var
kvíðafullur um úrslitin, en Hrólfur brosti og
sagði: “Eg skal að minsta kosti ekki verða
síðastur. ” Hann varð það heldur ekki; þvert
á móti! Hann reyndist annar í 200 m. hlaup-
inu, og fyrstur í 400 m. og 1,500 m. hlaupunum.
“1 5000 m. hlaupinu keppi eg ekki,” sagði Hrólf-
ur. “Það eyðileggur heilsuna að hlaupa svo
langt.” En að gamni sínu tók hann þótt í
hlaupinu, án ])ess að vera talinn keppandi. Og
hann rann skeiðið á styttri t.íma, en fljótasti
keppandinn. Þegar hann var ávítaður fyrir
að hafa ekki kept, svaraði hann: “Eg gat það,
en eg vildi það ekki, af því að eg veit, að það
getur spilt heilsunni.”
Hrólfur vann fleira sér til frægðar á þessu
móti. Hann var annar sá bezti í kúluvarpi, en
fyrstu verðlaunin vann annar þeirra, er mótið
sótti með Hrólfi frá íþróttafélaginu. Með þess-
um sigurvinningum var félag Hrólfs dæmt
bezta félagið, sem kepti á mótinu. Svo var
haldin hátíð á laugardagskvöldið. Yar þá verð-
launum útbýt't. Engum var tekið með eins
miklum fagnaðarlátum og Hrólfi. Og var ekki
laust við það, að lionum fvndist þá, að hann
væri orðinn töluvert “stór” — jafnvel ofstór,
þegar hann gekk inn >að ræðupaílinum, til þess
að veita verðlaununum viðtöku, enda ætlaði
fagnaðarlátunum og liúrrahrópunum aldrei að
linna. Nokkrir skrautbúnir menn komu líka
þangað og heilsuðu lionum. Vora tveir þeirra
jafnvel í einkennisbúningi með silfurstjömum.
Annar þeirra kom með merki úr skíra silfri, til
að festa á treyjukraga Hrólfs. “En hvað er
þetta?—Gangið þér með annað eins og þetta?”
spurði maðurinn í einkennisbúningnum mjög
undrandi. Það var sem sé merki fvrir á treyju-
kraga Hrólfs — barnastúkumerki. “Þetta
merki vergið þér nú að taka af yður, karl minn,”
sagði sá einkennisbúni, um leið og hann gerði
tilraun til að losa merkið. — Iírólfi fanst hann
verða svo undarlegur, jafnvel skömmustuleg-
ur. “Þetta er víst satt. Nú er víst 'bezt að
losa sig við þeta merki,” liugsaði Hrólfur með
sjálfum sér. Honum varð litið upp. Mætti
hann þá augum úti í mannþyrpingunni»— biðj-
andi, aðvarandi, huglireystandi augum. Hann
þekt.i þau. Maður hafði heilsað honum mjög
vingjarnlega um kvöldið, er líka bar góðtempl-
aramerki. Hrólfur varð sem þrumu lostinn, en
áttaði sig strax. “Nei,” sagði liann liátt og
skýrt, “þetta merki verður kyrt.” Allir litu
upp, og fát kom á manninn í einkennisbúningn-
um. “Já, já, — fyrirgefið”, stamaði hann og
festi sigurmerki Hrólfs ofan við bamastúku-
merkið. “Nei,” >sagði Hrólfur brosandi, —
“þetta nýja merki á að vera neðar”. Og neð-
an við barnastúkumerkið festi hann það svo
sjálfur. ’H
Stundu seinna kom fonnaður héraðssam-
bandsins til Hrólfs, þar sem hann var að tala
við manninn með templaramerkið. “Okkur
langar til að mega aka yður heim í bíl í kvöld,
eða á morgun, eftir því sem þér viljið sjálfur,”
mælti formaðurinn kurteislega og brosandi. —
“Þakka yður kærlega fyrir,” sagði Hrólfur;
“en eg liefi sterka fætur, eins og þér vitið, og
eg hefi ókveðið að fara gangandi yfir fjallið
heim til mín. Þessi félagi minn fer með mér.
Við ætlum að vera á umdæmisstúkufundi í ung-
lingareglunni á morgun. Eg ]vakka yður samt
mjög vel.” — Formaðurinn kveður undrandi
og gengur á á brott. — (Úr norsku. — S.)
—Smári.
RÚGRRAUÐIÐ OG ÖLFLASKAN.
(Æfintýri endursagt úr sænsku.)
A búrshyllunni lá Eúgbrauðið og við hlið-
ina á því stóð Ölflaskan. — Rúgbrauðið hafði
legið ])araa nokkra daga, en ölflaskan var ný-
keypt af ölgerðarhúsinu. Ekki lét liún svo lít-
ið að lieilsa Rúgbrauðinu, en spurði hinsvegar
formálalaust, hvaðan það væri. Ölið hefir víst
sjaldan kurteisina í hávegum, liugsaði Rúg-
brauðið með sér. Annars var það að hugsa um
að benda Ölflöskunni á, að viðkunnanlegra
væri að heilsa fyrst og spyrja svo. En einhvem
veginn kom það sér ekki fyrir með það. Þess
vegna svaraði það blátt áfram, að síðast hefði
það komið úr bakarofninum. Hér fyr meir
liefði það verið mörg smá korn á akri bóndans
í Haga. “Þá var sól og sumar. Alt var svo
heitt og gott og skemtilegt. Alt miklu betra
en hér á þessari leiðinda búrshillu,” sagði Rúg-
brauðið hálfkjökrandi. — “Það er lánið þitt,
að nú hefir þú fengið góða og skemtilega lags-
konu, þar sem eg er,” sagði ölflaskan. — “O-
jæja, betri félagsskap gat eg nú komist í,”
hugsaði Rúgbrauðið með sjálfu sér, en ekki
þorði það að segja þetta upphátt. Hins vegar
liélt það áfram að segja æfisögu sína. “Mal-
arinn keypti okkur af bóndanum í Haga. Svo
voram við möluð í gríðarstórri kvörn og eftir
það vorum við kölluð mjöl. Mjölið ke\rpti svo
heimilisfólkið héma og gerði úr því brauð —
og svona er nú sagan af mér.” — “Við erum
sennilega meira en líti skvld,” sagði ölflask-
an. “Þú veizt, að ölið er líka úr komi. Bónd-
inn í Haga seldi ölgerðarmanninum sumt af
korninu sínu. Eg lenti þangað. Þar var mér
komið fyrir í hlýindum og raka. Og við byrj-
uðum öll að spíra. Héldum sannast að segja,
að nú ætti að fara að sá okkur í akur, ])ó und-
arlegt væri. En það fór nú öðruvísi. Yið vor-
um sem sé þurkuð í malt. Svo voram við mul-
in og okkur var svo hrært út í heitt vatn og
urðum við þá að einskonar graut, sem var lát-
inn standa um hríð. Við fundum þá, að sterkju-
efnin í okkur breyttust í sykur. En þegar svo
var orðið, voram við síuð og síðan soðin, ásamt
dálitlu af humlum, og kæld snögglega. Nii kom
gerðarsveppurinn til sögunnar. Hann hleypti
ólgu í alt saman, og þá tók sykurinn að breyt-
ast, í áfengi. Eftir það fór heldur betur að
lifna í skákinni! Mér var rent í þessa flösku.
Finst þér eg ekki “voða-sæt”?”
Rúgbrauðið andvarpaði. Því var meira en
lítið niðri fyrir.
“Ungfrú Ölflaska! Það er nú alt út af fyr-
ir sig. En gleymdu því ekki, að þú gerir miklu
oftar tjón en gagn. í þér er áfengi, og áfengið
er eitur.”
“Eg skal nú samt sem áður veðja við þig
um það, að fyr verð eg sett inn á borðið hjá
fjölskyldunni en þú„ monthausinn þinn-” sag'ði
ölflaskan í ertandi rómi.
“Hægan, hægan!” sagði Rúgbrauðið. “Og
gættu þess, að mennimir eru vitrir — langtum
vitrari en isvo, að líkindi séu til, að þeir taki þig
fram yfir mig. Þessu verð eg að leyfa mér að
halda fram.”
“Jú, það gera þeir nú samt,” hélt Ölflask-
an. “Það er líka ósköp eðliilegt, að þeir taki
það fyrst, sem bezt er. Heldurðul kannske, að
eg sé ekki bragðbetri en þú?”
“Svo þú heldur, að þú sért bezt! Nú skal
eg segja þér livað þú ert,” sagði Rúgbrauðið
með miklum þunga. “Einu sinni var mann-
aumingi, sem eyddi öllu sínu fyrir öl — taktu
eftir því! Hann kom sjaldan heim, fyr en á
næturaa og þá oftast viti sínu fjær — og ölóð-
ur. Athugaðu það! Heima var konan og böra-
in og enginn matarbiti til í húsinu. Öllu var
eytt fyrir öl — gleymdu því okki! Glorhungr-
uð hefðu litlu börnin orðið að gráta sig í svefn,
hefði móðurinni ekki hugk\Tæmst það snjall-
ræði, að senda elzta drenginn hingað og biðja
frúna að gefa sér brauð. Blessað barnið fékk
brauðið. Eg gleymi aldrei gleðibrosinu á and-
liti litla drengsins, er frúin rétti honum það.
Og hvílíkur fögnuður hefir orðið á þessu alls-
lausa heimili, er ‘stóri bróðir’ kom með brauð-
ið! — Eg er Rúgbrauð. Eg þerra tárin. Þú
ert öl, og þín vegna fella margir tár. Dirfist
þú enn að halda því fram, að þú sért bezt?”
Aður en ölflaskan gat svarað, voru búrs-
dyrnar opnaðar og Ölflaskan tekin og borin
inn á — jólaborð fjölskyldunnar, því miður!
JÓL / SVEIT FYRIR 35 ARUM.
Eftir Vald. V. Snœvar.
(Xgelymanlegt verður Jtnér jólatilhaldið á
Meyjarhóli á Svalbarðströnd austan Evja-
fjarðar, eins og það var fyrir 30—35 ái'um.
Síðan hefi eg nokkuð víða farið og notið jóla
hjá allmörgum, en eg held, að jólin á Meyjar-
lióli liafi hrifið mig himninum næst. Eg ætla
að gjöra tilraun til að lýsa. þeim að nokkra,
jafnvel þó að orð mín nái ekki til að lýsa því,
sem gex-ði jólin ógleymanlegust. Því lýsir eng-
inn maður — það verður að eins lifað.
Eg átti heima á Meyjarhóli, þegar eg var á
9—12 ára aldrinum. Eg var hjá móður minni,
sem var þar í húsmensku. Böra húsráðenda
voru fjögur, og vora þau á svipuðu reki og eg.
A eg margar mimiingar um þau öll, þótt eigi
verði þær sagðar hér. — Það var starf okkar
krakkanna, að prjóna smáband (sölusokka og
vetlinga) alla jólaföstxma, Var okkur sett fyr-
ir að hafa prjónað vissan parafjölda um jól. —
Til nokkurs var að vinna, því að eina sokka —
eða sem því svai'aði •— áttum við að fá, ef við
lykjum ætlunarverkinu. Eg var fljótur að
prjóna og gekk því alt fremur greiðlega fyrir
mér. En hvílíkur fögnuður, þegar dregið var
upp úr seinasta sokknum! 1 okkar augum var
]>að 'stórkostlegt lán, að mega “ taka út á” 50—
80 aura í búð, og ráða sjálfur hvað við keypt-
rnn okkur. “En sá á kvöl, sem á völ.” Það
var ekki svo auðvelt að ráða fi*am úr því, hvað
skyldi kaupa. Æfinlega töldum við þó sjálf-
sagt, >að kaupa okkur smákerti og dálítið af
rúsínum. Enn fremur spil, ef auramir lirukku.
En annarsi létum við “gömlu spilin” duga, en
jafnan “nýjuðum við þau upp.” Þið spyrjið
ef til vill, hveraig við fórum að því. Eg skal
svo sem kenna ykkur aðferðina, börnin góð!
Við fengum okkur tólg og báram liana á spilin
báðum megin. Síðan tókum við toglagð og ner-
um og neram. Hvílíkum stakkaskiftum tóku
nú spiljn! Nú, þau urðu ný aftur, — eða svo
fanst okkur Stjána. Við tókum “nýju spilin
gömlu” og ófum þau vandlega innan í fallegt
bréf og læstum })au niður, því að ekki mátti
snerta þau fyr en á annan í jólum. Þetta var nú
aðal jólaundirbúningur okkar krakkanna, en
fullorðna fólkið átti annríkara. Við lijálpuð-
um því — svona stundum! Jú, \úð eitt verk
alveg óbeðin. Það var að skera laufabrauð. —
Austfirzk böra þekkja lítið til laufabrauðsgerð-
ar, en laufabrauðsdagurinn er sann sannksll-
aður hátíðisdagur á Norðurlandi. Heill dagur
gekk til laufabrauðs'gerðarinnar, og þótti eng-
um mikið. En þegar henni var lokið, þá var
byrjað að þvo alt hátt og lágt. Þá gekk mikið
á og þá fór jólatilhlökkunin að ná liámarki
sínu. A aðfangadag var hangikjötið soðið og
annar reyktur jólamatur tekinn niður úr ræfrinu,
bæði bringukollar og magálar. Eg man það
glögt, að vatn kom fram í munninn á okkur
strákunum, þegar við sáum alt sælgætið.
Afska])lega vorum við krakkarair úþolin-
móð að bíða þess að rökkvaði á aðfangadags-
kvöldið. Altaf vorum \úð að gá að, hvort ekki
væri dagsett, því að gamla fólkið sagði, að jólin
kæmu okki fyr en um dagsetur. En það stóð al-
veg heima, að piltarnir voru búnir að ljúka
af öllum útiverkum, búnir að kappgefa öllum
skepnum, þegar líhinsta dagsbrún hvarf. Og
þá var okkur krökkunum snarað í sparifötin.
En rétt á eftir höfðu allir á heimilinu, karlar
og konur, ]>rúðbúist, og þá voru kveikt ljós í '
liverjum krók og kima í öllum bænum. En
mest var þó ljósadýrðin í baðstofunni. Ba'ð-
stofan liefir verið á að gizka 6—7 metrar á
lengd, og 3—4 á breidd. En jafnan logaði á
15L—60 kertum hverja jólanótt, og enda á fleir-
um, meðan lesinn var jólalesturinn. Öll vora
kertin steypt heima úr tólg og man eg ekki bet-
ur en að þau loguðu ágætlega. Þau vora brædd
á spýtur, oddmjóar í annan endann, er stungið
var inn í þar til gerð göt á þiljunum hring í
kring í baðstofunni. Vitanlega var þetta fram-
legar kertapípur, enda dugðu þær ágætlega.
Sjálf aðalhátíðarstundin var jólanæturlest-
urinn. Allir setust í hring umhverfis borð al-
sett ljósum. Við borðið sat húsbóndinn og las
hann jafnan lesturinn. Hann var lesari góður
og fyrirtaks söngmaður. Það er bókstaflega
satt, börnin mín, að gleðitár hrandu okkur öll-
um af augum, er hann byrjaði sálminn: “Kom
blossuð stundin blíð og góð” (Sb. nr. 70). Lík-
lega hefi eg aldrei, fyr né síðar, orðið jafn
snortinn af neinni guðsþjónustu eins og lestr-
inum hjá Kristjáni sáluga, og það sannar mér,
að fleiri geta verið prestar en þeir, sem bisk-
upsvígðir eru.
Eftir lesturinn hófusts vo umræðum um jól-
in fyr og síðar á hinum og þessum stöðum, um
jólamessurj guðsorðabækur o. fl. Og svo kom
blessaður maturinn. — Yið skulum ekki tala
meira um það. — Anægð sofnuðum við svo,
krakkamir, og því megið ]>ið trúa, að þá
gleymdu við ekki að lesa kyöldbænirnar okkar.
Enda gerði fullorðna fólkið það líka. í hverju
rúmi var beðist fyrir, liátt og hálfliátt, meðan
DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Office tlmar: 2—3 Heimili 776 Victor St. Phone: 27 122 Winnipeg, Manitoba.
DR. O. BJORNSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Office Umar: 2—3 Heimili: 764 Victor St„ Phone: 27 586 Winnipeg, Manitoba.
/
DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Office timar: 3—5 Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manltoba.
DR. J. STEFANSSON
216-220 Medical Arta Bldg.
Cor. Graham ogr Kenncdy Sts.
PHONE: 21 834
Stundar augna, eyrna nef og kverka
sjúkdóma.—Er aS hitita kl. 10-12 f.
h. og: 2-5 e. h.
Heimill: 373 River Ave. T^ls.: 42 «91
DR. A. BLONDAL
202 Medical Arts Bldg.
Stundar sérstaklegra k v e n n a og
barna sjúkdóma. Er aC hitta frl kl.
10-12 f. h. og 3-5 e. h.
Office Phone: 22 296
Heimili: 806 Victor St. Simi: 28 180
Dr. S. J. JOH ANNESSON
stundar lœkningar og yfirsetur.
Til viOtals kl. 11 f. h. til 4 e. h.
og: írft 6—8 aO kveldinu.
SHERBURN ST. 532 SlMI: 30 877
HAFIÐ pÉR SÁRA FÆTVRt
ef svo, finniö
DR. B. A. LENNOX
Chiropodist
Stofnsett 1910 Phone: 23 137
334 SOMERSET BLOCK,
WINNIPEG.
Drs. H. R. & H. W. Tweed
Tannlaeknar.
406 TORONTO GENERAL TRUST
BUILDING
Cor. Portage Ave. og Smith St.
PHONE: 26 545 WINNIPEG
DR. C. H. VROMAN
Tanniæknir
505 BOYD BLDG. PHONE: 24 171
WINNIPEG
G. W. MAGNUSSON
Nuddlæknir.
125 SIIERBROOKE ST.
Phone: 36 137 .
Viðtals timi klukkan 8 til 9 að
morgninum.
A. S. BARDAL
, 848 SHERBROOK ST.
Selur llkkistur og annast um út-
farir. Allur útbúnaOur sá beztl
Ennfremur selur hann allskonar
minnisvarOa og iegsteina.
Skrifstofu talsimi: 86 607
Heimitts talsimi: 58 302
H. A. BERGMAN, K.C.
Islenzkur lögfræOingur
Skriístofa: Room 811 McArthur
Building, Portage Ave.
P. O. Box 1656
PHONES: 26 849 og 26 840
Lindal Buhr & Stefánsson
Islenzkir lögfræOingar.
356 MAIN ST. TALS.: 24 963
Peir hafa einnig skrifstofur aO
Lundar, Riverton, Gimli og
Piney, og eru þar aO hitta á
eftirfylgjandi timum:
Lundar: Fyrsta miðvikudag,
Rlverton: Fyrsta fimtudag,
Gimli: Fyrsta miOvikudag.
Piney: PriOja föstudag
I hverjum mánuOl.
J. RAGNAR JOHNSON
B.A., LL.B., LL.M. (Harv.)
tslenxkur löomaOur.
Rosevear, Rutherford Mclntoeh and
Johnson.
910-911 Electric Railway Chmbra.
Winnipeg, Canada
Slmi: 23 082 Heíma: 71 753
Cable Address: Rœcum
J. T. THORSON, K.C.
Islenzkur lögfræOingur
SCARTH, GUILD A THORSON
Skrifstofa: 308 Mining Exchange
Bldg., Main St. South of Portage
PHONE: 22 768
G. S. THORVALDSON
BJt„ LL.B.
LiigfræOingur
Skrifstofa: 702 Confederation
Life Building.
Main St. gegnt City Hall
PHONE: 24 587
J. J. SWANSON & CO.
LIMITED
601 PARIS BLDG., WINNIPEG
Fasteignasalar. Leigja hús. Ct-
vega peningal&n og elds&byrgO
af öllu tagi.
PHONE: 26 349
A. C. JOHNSON
907 Confederation Life Bldg.
WINNIPEG
Annast um fasteignir manna.
Tekur að sér aO ávaxta sparifé
fólks. Selur eldsábyrgð og bif-
reiOa ábyrgCir. Skriflegum fyr-
irspurnum svarað sainstundis.
Skrifstofusimi: 24 263
Heimasimi: 33 328
ALLAR TEGUNDIR FLVTNINGAt
Nú er veturinn genginn 1 garO,
og ættuð þér þvl að leita til mln,
þegar þér þurfið á kolum og
við aö halda.
Jakob F. Bjarnason
668 Avlerstone. Slmi 71 898
pJÓÐLEGASTA KAFFI- OG
UAT-BÖLVHÚSIÐ
sem þessi borg heflr nokkurn
tlma haft innan vébanda slnna.
Fyrirtaks máltlðir, skyr, pönnu-
kökur, rúllupylsa og þjóCræknls-
kaffi.—Utanliæjarmenn fá sér
ávalt fyrst hressingu á
WEVEL CAFE
«92 SARGENT AVE.
Slmi: 37 464
ROONEY STEVENS, eigandi.
GUJÐRCN S. HELGASON
A.T.C.M.
kennari I
Pianóspili og hljómfraeOi
(Theory)
Kenslustofa: 640 AGNES ST.
Slmi: 31 416
jólaljósin blikuðu og stöfuðu helgiljóma vfir
litlu baðstofuna og jólafriðurínn gagntók hjört-
un. — Guð gefi þér, lesari minn, hin sama jóla-
frið og fögnuð! En gleymdit ekhi, vinur minn,
kvöldbœninni þinni! — Smári.
SPAKMÆLI.
Flestar ástríður mannsins stjóraast ein-
stöku sinnum af skynseminni, sveigjast þó ein-
þvern tíma af kringumstæðunum, nema af-
brýðissemin ein; hún starir beint í augu sann-
leikans, virðir hann svo vettugi, gengur frana
hjá honum, og segist vita betur! !— A. Kelps.
Enginn skyldi slá neinu föstu um andlega
eða líkamlega krafta annars manns, meðan
hann tekur ekkert á. — Anon.
Syndirnár eru eins og hringirair, sem
mjoidast á vatnsfletinum, þegar steini er kast-
að út í það, *— einn framleiðir annan, — það
« var skamt á milli reiðinnar í lijarta Kains, og
bróðurmorðsins. — Anonymous.
Öll mín lífsreynsla heflr komið mér á þá
skoðun, að affara bezta leiðin út úr vandamál-
um, óhultasta ráðning hverrar gátu, fáist ein-
ungis með mannúð og miskunnsemi. — Mrs.
Jamesson.
Snúið úr ensku af Jakobínu J. Stefánsson,
Hecla, Man.