Lögberg - 17.04.1930, Side 4
Bls. 4.
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 17. AIP'RÍL 1930.
iigtjerg
Ghefið út hvern fimtudag af The Col-
wnbia Press, Ltd., Oor. Sargent Ave.
og Toronto St., Winnipeg, Man.
Talsímar: 86 327 og 86 328
Einar P. Jónsson, Editor
Utanáakrift blaðsins:
The Columbia Preas, Ltd., Box 3172
Winnipeg, Man.
Utanáakrift ritstjórans:
Editor Lögberg, Box 3172, Winnipeg, Man.
Verð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram.
Th« ‘'Löxbers’’ ls printed and publlshed by
The Columbia Preee, Llmlted, in the Columbla
Bulldlng, 685 Sargent Are, Winnlpeg, Manitoba.
“Bóndi er bústólpi,
bú er landstólpi”
Um þessar mundir stendur yfir sáning í
Sléttufylkjunum, og eru þar því, eins og gefur
aÖ skilja, margar hendur aÖ verki. Oft er móÖ-
urmoldin örlát við bóndann vestræua, og veitir
honum ríkulega uppskeru í aðra hönd. Á hinn
bóginn verður eftirtekjan sttmdum næsta rýr,
og þarafleiðandi þröngt í búi. Ekki lætur
samt bóndinn vestræni hugfallast fyrir það.
Við hverja einustu sáningu gengur hann glað-
ur að verki, trúaður á framtíðina og sigurmátt
lífsins. *
Stakkaskiftin, sem búnaður Sléttufylkj-
anna hefir tekið síðustu árin, eru hreint ekkerc
smáiæði. Dráttarvélin hefir tekið við af hest-
inum, og á mörgum öðrum sviðum, eru breyt-
ingarnar hlutfallslega róttækar. Hefir þetta
til þess leitt, að sáð hefir verið í margfalt stærri
flæmi, en áður viðgekst, og kornframleiðslan
þarafleiðandi aukist að sama skapi.
Til eru þeir menn, sem efast um að breyt-
ingar þær í landbúnaði, sem nú hafa nefndar
veirð, miði til varanlegra heilla. Bera þeir þv:
við, að ofmikið sé til dæmis framleitt af hveiti,
og þess vegna falli verðið von úr viti. Eitt-
hvað kunna slíkir menn að hafa til síns máls,
en samt hættir bóndinn vestræni ekki að rækta
hveiti fyrir það. Lágt hveitiverð stáfar
hvergi nærri ávalt frá ofmikilli framleiðslu,
heldur má oft og einatt illum og óhagkvæmum
söluaðferðum um kenna. tJr því hefir samt
hveitisíimlagið stórkostlega bætt, sem sjá má
glegst af hinni stór-fróðlegu og ágætu ræðu,
sem birtist á öðrum stað hér í blaðinu, eftir for-
seta samlagsins, Mr. McPhail.
“Eg er bóndi, alt mitt á
undir sól og regni. ”
Sannleikur sá, er í ljóðlínum þessum felst,
er vitaskuld sígildur. Undir veðurfarinu er
efnaleg velfarnan bóndans vestræna, sem og
reyndar jarðyrkjumanna hvar sem er, að miklu
leyti komin. Náttúran er voldugt kraftaskáld;
hún getur knúð og kveðið fram úr skauti mold-
arinnar hinn ótrúlegasta kvngigróður á skömm-
um tíma. En hún getur líka á hinn bóginn, ef
svo býður við að horfa, breytt blómþrungnum
akri í flag með einu hagléli. Samt leggur bónd-
inn aldrei árar í bát, heldur gengur starfsglað-
ur og vondjarfur til iðju sinnar á ný. '
Hvemig svo sem málum skipast til, má
vafalaust ganga út frá því sem gefnu, að korn-
yrkjan verði enn um ófyrirsjáanlegan tíma,
megin atvinnugrein þeira bænda, er Sléttufylk-
in byggja. 1 því falli, að tilfinnanlega þreng-
ist um markað fyrir hveiti, verður að sjálf-
sögðu meiri áherzla lögð á framleiðslu annara
korntegunda. Sléttufylkin þrjú hafa réttilega
verið nefnd kornforðabúr heimsins. Þau eiga
eftir að vera það enn um óteljandi aldir.
Afurðir moldarinnar eru hymingarstein-
amir undir efnalegri velfaman allra stétta
þjóðfélagsins. Þess vegna er konungsríki
bóndans, hvort heldur það er umfangsmikið
eða ekki, óendanlega þýðingarmikið ríki fyrir
þjóðfélagsheildina. *
Vér höfum aldrei verið sérstaklega trúaðir
á yfirstéttir. En í því falli, að eigi yrði hjá
slíkum stéttamun komist, myndum vér kjósa
bændastéttinni forsæti, sem þeirri stétt mannfé-
lagsins, er í nánustu samræmi starfar við nátt-
úrana sjálfa.
Aform vorsins
Blíðviðrið undanfarandi daga, hefir verið
vakandi vitni um áform vorsins. Nú gengur
þess enginn lengur dulinn, að náttúran er að
vaxa inn í vorið og sumarið, því “sólbjarmans
fang vefst um alt og alla.”
Allir fegurstu draumar mannkynsins, eru
að einhverju leyti tengdir við fróður,—gróður
hið ytra í náttúrunni, og gróðurinn andlega f
hjarta og sál.
Til era þeir menn, sem hræddir era við
drauma, hræddir við sársauka vonbrigðanna,
sem því er jafnan samfara, ef draumarnir ekki
rætast. En hvað er svo í raun og veru að ótt-
ast? Hefir ekki vordraumur hins brattsækna
hugsjónamanns, jafnan verið fyrirboði þeirra
stærstu gróðrarsigra, er mannkynið hefir
nokkru sinni unniðl Sérhverjum vetri fylgir
sól og sumar, og þess vegna er öldungis á-
stæðulaust að örvænta.
1 hvert sinn og blómknappur springur út,
rætist enn einn af eilífðardraumum lífsins.
Ýorið, voldugt og viðkvæmt í senn, knýr
fram fjölbreytilegan gróður, misjafnlega greitt
að vísu, eftir hinum ytri skilyrðum, en þó með
órjúfanlegri sigurvissu.
Gróðraráform vorsins eru órjúfanleg, ó-
mótstæðileg.
Þegar vorið lýstur blómknappinn töfra-
sprota sínum, springa blöðin út og vaxa fagn-
andi mót sumri og sól. Vorloftið, hlytt og já-
kvætt, breytir svefnfegurð vetrar í starfsglað-
an Jónsvökudraum.
Veturinn er napur og neikvæður, og er slíkt
hið sama um vetrarhugsanimar að segja. Þær
veikja traustið á vorinu og áformum þess, en
taka um leið óttann og efann í þjónustu sína.
Tæpast mun nokkum dauðlegan mann geta
hent fáránlegra slys en það, að flytja með sér
vetrarhugsanir inn í vorið og sumarið. Verum
vorinu samferða og fæðumst með því inn í sól
* og sumar!
Þjóðbrautakerfið
Lögð hefir nýlega verið fram í sambands-
þinginu, ársskýrsla yfir starfræklsu Þjóð-
brautakerfisins—JCanadian National Railways,
fyrir síðastliðið ár. Og þótt skýrsla þessi sé
ekki eins glæsileg, eins og sú fyrir árið 1928,
þá er samt ástæðulaust með öllu að örvænta um
hag kerfisins í framtíðinni.
Árið 192j8 nam hreinn ágóði af starfrækslu
Þjóðbrautakerfisins, rúmum sjö miljónum dala.
Skýrsla síðastliðins árs, ber með sér tekju-
haila, er nemur nokkuð á níundu miljón dala.
Ér ástæðan til slíks aðallega innifalin í því, hve
enn er mikið af uppskeru síðasta árs óflutt til
hafnstaða. Tekjuhalla þann, sem hér er um
að ræða, verður sambandsþingið að leggja
fram í bili, og gerir það líka að sjálfsögðu
vafningalaust, því hvað er þetta á við það, sem
áður var, er þingið varð að annast um greiðslu
á sjötíu til níutíu miljónum í sama skvni?
Komið hafa fram raddir um það, að lækka
hefði mátt tekjuhalla síðasta árs, eða jafnvel
fyrirbyggja hann moð öllu, ef sú leið hefði
verið valin, að segja þjónum téðs Þjóðbrauta-
kerfis upp vinnu. Slíkt hefði samt hvorki ver-
ið skynsamlegt, né mannúðlegt. Nóg af at-
vinnuleysi samt. Fáum vér eigi betur séð, en
að framkvæmdarstjórn brautarkerfisins hafi
breytt vel og viturlega, með því að halda sem
flestum mönnum sínum starfandi, jafnvel þótt
koma hefði ef til vill mátt við lítilsháttar
stundar-sparnaði með í jþiví gagnstæða. Alls
hafði Þjóðbrautakerfið í þjónustu sinni árið
sem leið, eitt hundrað og níu þúsundir manna.
Hver hefði orðið að borga brúsann, ef til dæm-
is fjórða hluta þess mannafla hefði verið sagt
upp vinnu ?
Að öllu athuguðu, verður ekki annað sagt,
en að sæmilega hafi tekist til um starfrækslu
Þjóðbrautanna á liðnu ári, og má þess þó fylli
lega vænta, að á yfirstandandi ári takist drjúg-
um betur til.
Það væri að vorri hyggju algerlega rangt,
að fella þungan dóm á þjóðeignakerfið, eða
framkvæmdarstjóm þess, þó miður takist til
um starfrækslu þess eitt ár, en annað. Slíkt
kemur fyrir hjá hvaða félagskap sem er. Enda
er sannleikurinn sá, að frá því 1926, má vel
segja, að brautarkerfi þetta hafi farið óslitna
sigurför.
Það er ekki ýkja-langt síðan, að Þjóðbrauta-
kerfið var þannig ástatt, að við beinu gjald-
þroti lá. Og hefði það ekki verið fyrir vitur-
lega forsjá núverandi sambandsstjórnar og
traust hennar á framtíð landsins, er ekki unt að
segja hvemig farið hefði.
Samanlagðar eignir þjóðbrautakerfisins,
nema $2,333,000,000, skuldimar hafa farið
lækkandi jafnt og þétt, þrátt fyrir geysimikinn
kostnað við umbætur og lagningu nýrra brauta.
Hvað er því í raun og veru að óttast? Enginn
nema sá, er vantreystir canadisku þjóðinni
allri, getur vantreyst framtíð Þjóðbrautakerf-
isins.
Fregnir af sambandsþingi
eftir L. P. Bancroft, þingm. Selkirk kjörd.
Páskahlé sambandsþingsins, stendur yfir
að þessu sinni, frá þeim ellefta þessa mánaðar
v til hins tuttugasta og áttunda; er það nokkuru
lengra, en venja hefir verið til. Er þessu al-
ment fagnað af hálfu þingmanna, og þá ekki
hvað sízt þeirra, er langt eiga til heimila sinna,
því með þeim hætti geta þeir dvalið nokkra
daga heima. Einkum og sérílagi kemur þetta
sér. þó vel fyrir bændur, er sæti eiga á þingi,
því það veitir þeim til þess tækifæri að dvelja
á bújörðum sínum, að minsta kosti nokkum
hluta sáningartímans.
Oftar en einu sinni hefir það komið til tals,
að sanngjarnt væri að veita þeim þingmönnum
dálitla aukaþóknun, er lengst eiga að sækja til
þings, svo sem þingmönnum í Sléttufylkjunum,
ásamt ýmsum þingmönnum úr hinum afskekt- f
ustu kjördæmum í Strandfylkjunum. Þó hafa
engar endilegar ákvarðanir verið teknar þessu
viðvíkjandi fram til þessa. Það liggur samt í
augum uppi, að um nokkurt misrétti er að ræða
í þessu tilliti. Fjöldi þingmanna, bæði frá Ont-
ario og Quebec, eiga f rauninni heima í ná-
munda við Ottawa; jafnvel ekki nema nokk-
urra klukkustunda ferð. Þeir geta því, flest-
ir hverjir, haft fult eftirlit með búskap sínum,
eða annari iðju, um leið og hinir, sem lengra
eiga að, fara að heita má alls á mis í þessu
efni, þingtímann á enda.
Hvað svo sem annars um þingstörfin fram
að þessu má segja, þá verður ekki um það
deilt, að við byrjun yfirstandandi þinghlés,
horfði til beggja vona um það, hvort vænta
myndi mega almennra kosninga á næsjtunni,
eða ekki. Hefir ýmsum þingmönnum fundist
það liggja í loftinu, að kosningar væru í að-
sigi, og finst svo enn, þrátt fyrir það, þótt ó-
kleift hafi þeim reynst, að byggja grun sinn á
öðru en líkum. Að vísu er það ljóst, að stjóm-
in er ekki til þess neydd að ganga til kosninga
fyr en um haustið 1931, ef svo býður við að
horfa. Þó munu hreint ekki svo fáir af stuðn-
ingsmönnum hennar líta svo á, að næsta ólík-
legt sé, að hún muni nota sér þann rétt, heldur
rjúfa þing og efna til nýrra kosninga við
fyrstu hentugleika. Yfir höfuð að tala, verður
ekki annað með sanni sagt, en stjórnin njóti al-
mennra vinsælda hjá þjóðinni, og þar af leið-
andi mun mega ganga út frá því sem gefnu,
að kosningar í náinni framtíð, mundu falla
henni í vil.
Eins og til hagar um þessar mundir, liggja
í rauninni engin stórmál fyrir, er til kosninga
knýi. Mun þó einkum og sérílagi verða barist
um stefnu stjórnarinnar fjármálum viðvíkj-
andi, ef um nokkurn verulegan kosningabar-
daga verður að ræða. Að vísu mun þess mega
vænta, að íhaldsliðið þyrli upp einhverju mála-
mynda kosningaryki, ef að vanda lætur, en
svo verður það nú líklegast heldur ekki meira,
því aðfinslur þeirra höfðingja við stjórnar-
starfræksluna, hafa sjaldan, ef þá nokkru sinni,
verið veigaminni, en einmitt.nú.
Að loknu þinghlé, verða fjárlögin lögð fram,
og flytur þá hinn nýi fjármálaráðgjafi, Hon.
Charles A. Dunning, sína fyrstu fjárlagaræðu.
Bíða margir þess með óþreyju, að kynnast
nýjungum þeim á sviði skattamálanna, er Mr.
Dunning vafalaust hefir* fram að færa.
Mr. Dunning er lágtollamaður, er flestum
fremur þekkir gjörla inn á óskir og þarfir bænd-
anna í Sléttufylkjunum, tollmálunum viðvíkj-
andi. Það er nú orðið nokkurn veginn á al-
manna vitund, að áhrifa Mr. Dunnings í þessa
átt, gætti hreint ekkert smáræði við samning
fjárlagafrumvarpsins nafntogaða frá 1926.
Það var hann, er drýgstan átti þáttinn í því,
hve mikið vanst þar á, íbúum Vesturlandsins
til hagsmuna. Mr. Dunning á fáa sína líka,
meðal núlifandi stjómmálamanna hinnar can-
adisku þjóðar, og Sléttufylkin eiga vafalaust
sinn áhrifamosta fulltrúa þar sem hann er.
Hverjar breytingar verða gerðar á toll-
málakerfinu, er vitanlega enn að mestu leyti
á huldu, þótt nokkum veginn megi víst telja,
að núgildandi tollákvæði viðvíkjandi jám- og
stálvöru, verði grandgæfilega endurskoðuð,
með tilliti til aukinna viðskifta innan brezka
veldi'sins. Fullyrt er og, að núgildandi sölu-
skattur, muni lækkaður verða um helming.
1 stöðu sinni sem járnbrautamála ráðgjafi,
gat Mr. Dunning isér hið mesta frægðarorð.
Þeir, sem þekkja hann bezt, vænta hins sama
frá hans hendi fjármálunum viðvíkjandi.
Á öndverðu, þingi, bar verkamálaráðgjaf-
inn, Hon. Peter Heenan, fram frumvarp til
laga um það, að fyrirskipa átta stunda vinnu-
tíma á dag fyrir þá menn, er í þjónustu stjórn-
arinnar starfa, eða hafa með höndum samn-
ingsvinnu í stjóraar þarfir. Horfir frumvarp
þetta til bóta, og það því fremur, sem ákveðið
er, að kaupgjald slíkra manna verði hækkað til
muna. Ekki var Mr. Bennett allskostar ánægð-
ur með frumvarp þetta, og óttaðist, að svo
gæti auðveldlega farið, að það þröngvaði um of
að kosti vinnuveitenda. í sambandi við mál
þetta benti forsætisráðgjafinn á það, að Can-
ada hefði í raun og veru fallist á átta stunda
vinnu ákvæðið, með því að undirskrifa Ver-
salasamningana; félst mikill meiri hluti þing-
manna á það, að sá skilningur forsætisráðgjaf-
ans væri í alla staði réttur.
Af uppástungum hinnar konunglegu rann-
sóknarnefndar í sambandi við væntanlega þjóð-
nýting víðvarpstækja hér í landi, er það að
frétta, að það mál er nú komið í sérstaka þing-
nefndv 1 nefnd þeirri eiga sæti tveir mikils-
virtir Manitoba þingmenn, þeir Mr. J. T. Thor
son frá Winnipeg, og Mr. Glen, þingmaður
Marquette kjördæmisins. Ekki er því að leyna,
að um allsnarpa mótspyrau sé þegar að ræða
af hálfu einstakra manna og félaga, gegn þjóð-
nýting víðvarpstækja. Þetta hefir stjórninni
réttilega skilist, og þess vegna kaus hún ein-
valalið í nefndina, svo sem þá hina tvo mætu
menn, sem nú hafa nefndir verið.
Störfum nefndarinnar, er um eftirlaunamál
heimkominna hermanna fjallar, skilar vel á-
fram. Mr. Ewan MacPherson frá Portage la
Prairie, á sæti í þeirri nefnd, og reynist vafa-
laust þar sem annars staðar, nýtur og sam-
vizkusamur þingmaður.
Á þessu stigi málsins, er ekkert unt um það
að segja, hvenær þingi muni verða slitið; hitt
er víst, að eftir þinghlé verður tekið til óspiltra
málanna, og hendur látnar standa fram úr erm-
um, ef svo mætti að orði kveða.
Peningum yðar viðvíkjandi
NÝKOMIÐ fólk frá gamla landinu, hugsar eðli-
lega um að skifta aðeins við. banka, sem er
traustur og ábyggilegur.
The Royal Bank of Canada býður nýkomna borg-
ara velkomna. Hann er einn af stærstu og traust-
ustu bönkum í heimi, með 792 útibúum í Canada,
sem öll taka við sparisjóðsfé.
The Royal Bank er öruggur staður fyrir peninga
yðar. Þér fáið vexti af þeim og þeir eru vel varð-
veittir og þér getið fengið þá nær sem þér viljið.
Leggið peninga yðar á The Royal Bank of Canada.
The Royal Bank
of Canada
Canada framtíðarlandið
Þess hefir verið getið í undan-
förnum greinum, hve fólksstraum-
urinn inn í landið hafi aukist
stórkostlega, svo að sjaldan eða
aldrei hafi streymt hingað jafn-
mikið af nýbyggjum frá Norður-
löndum, svo sem Danmörku, Sví-
þjóð og Noregi.
Meginþorri þess fólks hefir
leitað vestur á bóginn og tekið
sér bólfestu í Saskatchewan og
Alberta fylkjunum, einkum því
síðarnefnda. Fjöldinn af fólki
þessu er þaulvant landbúnaði,
sérstaklega griparækt, og ætti
þar af leiðandi að vegna vel í
hinu nýja kjörlandi sínu.
Eins og drepið hefir verið á,
eru skilyrðin fyrir arðvænlegri
búpeningsrækt í Vesturfylkjunum
hin ákjósanlegasta, en þó ef til
vill hvergi jafngóð og í Alberta.
Hefir sá atvinnuvegur alla jafna
verið stór þýðingarmikill fyrir
fylkisbúa. Eru sláturgripir þar
oft á meðal hinna allra beztu í
landinu.
Fram að aldamótunum síðustu
var nautgriparæktin höfuð at-
vinnuvegur íbúa Suðurfylkisins.
í Norður- og Miðfylkinu var þá
einnig allmikið um griparækt. Er
fram liðu stundir, fóru bændur
að leggja mikla áherzlu á fram-
leiðslu mjólkurafurða og er nú
smjörgerð fylkisins komin á afar-
hátt stig. Hefir stjórnin unnið
að því allmikið, að hvetja bænd-
ur og veita þeim upplýsingar í
öllu því, er að kynbótum naut-
gripa lýtur.
Nú orðið má svo heita, að
griparæktin og kornuppskeran sé
stunduð jöfnum höndum. Á býl-
um þeim, er næst liggja borgun-
um, er mjólkurframleiðslan að
jafnaði mest. Enda er markað-
urinn hagstæður.
Á sléttum Suður-fylkisins var
griparæktin mest stunduð lengi
vel framan af. En nú er orðið
þar mikið um akuryrkju líka.
Timburtekja er afar arðvænleg
í fylkinu og í flestum ár er tals-
verð silungsveiði.
Hinu kjarngóða beitilandi er
það að þakka, hve sláturgripir í
Alberta eru vænir. Veðráttufar-
ið er heilnæmt öllum jurta-
gróðri. Saggaloft blátt áfram
þekkist þar ekki.
Griparæktarbændur hafa að
jafnaði keypt og alið upp kyn-
bótanaut, svo sem Shorthorn,
Hereford og Aberdeen-Angus. Og
víða hafa gripir af þessu tagi
selzt við afarháu verði á markað-
inum í Bandaríkjunum.
í Peace River héraðinu er og
griparæktin að aukast jafnt og
þétt. Eftirspumin eftir góðu
nautakjöti hefir aukist árlega, og
þar af leiðandi hefir æ verið lögð
meiri og meiri áherzla á gripa-
ræktina.
Bændur hafa lagt og leggja
enn mikla rækt við endurbætur
hjarða sinna. Eru kynbótanaut
í afar háu verði. Hefir það kom-
ið fyrir, að kálfur af bezta kyni
hefir selst fyrir fimm þúsund
dali.
Eins og áður hefir verið getið
um, er mjólkur- og smjör- fram-
Ieiðsla á miklu þroskastigi. Skil-
yrðin til slíkrar framleiðslu eru
og hin beztu, sem hugsast getur.
Akuryrkjumáladeildin hefir æ í
í meir en þriðjung aldar hafa
Dodd’s Kidney Pills verið viður-
kendar rétta meðalið við bakverk,
gigt, þvagteppu og mörgum fleiri
sjúkdómum. Fást hjá öllum lyf-
sölum, fyrir 5öc. askjan, eða sex
öskjur fyrir $2.50, eða beint frá
The Dodds Medicine Co., Ltd..
Toronto, ef borgun fylgir.
þjónustu sinni sérfræðinga, sem
hafa eftirlit með smjörframleiðsl-
unni.
Alls eru í fylkinu 57 sameign-
ar rjómabú og 13, sem eru ein-
stakra manna eign. í flestum
hinna stærri bæja, er að finna
eitt eða fleiri rjómabú. Framan
af var stjórnin hluthafi í sam-
eignafélögum þessum og hafði
þar af leiðandi strangt eftirlit
með starfrækslu þeirra. Nú eru
það bygðarlögin, eða sveitafélög-
in, sem eiga flest rjómabúin, en
samt sem áður standa þau undir
beinu eftirliti landbúnaðar ráðu-
neytisins. Rjómanum er skift í
flokka, eftir því hve mismunandi
smjörfitan er.
Ostagerðinni í fylkinu hefir,
enn sem komið er, miðað tiltölu-
lega seint áfram. Bændur hafa
allmikið af mjólkinni til gripa-
eldis og kjósa heldur að selja
rjómann. Enda er það, að öllu
samanlögðu, hentugrai og auð-
veldara.
WINNIPEG ELECTRIC CO.
Winnipeg Electric félagið hét
verðlaunum fyrir beztu ritgerð
um þýðingu strætisbrautanna
fyrir framfarir bæjarfélaganna,
og eru þeir, sem verðlaunin hafa
hlotið, þeir sem hér segir: Há-
skólastúdentar: fyrstu verðlaun,
$50.00, Vincent A. Cooney, 4 Lo-
carni Apts., Roslyn Road; önnur
verðlaun, $215.00, C. J. Woods-
worth, 60 Maryland St. Mið-
skólastúdentar: Fyrstu verðlaun,
$50.00, Helen W. Murchie, 355
Rosedale Avenue; önnnur verð-
laun, $25.00, Avis Carrol Gray, 95
Kingston Crescent. Almenning-
ur: Fyrstu verðlaun, $50.00, John
MatíCourt, 175 Woodhaven Cres-
cent, f Sturgeon Creek; önnur
verðlaun, $25.00, A. A. MacDon-
ald, Ste. 38 Eugenie Apts., Nor-
wood, Man. Um sjötíu ritgerðir
voru sendar félaginu og segja
dómararnir, að flestar þeirra hafi
verið mjög vel samdar. Dómar-
arnir voru: fyrir háskóla stú-
denta: Mrs. Edith Rogers, M.ILIA,
Mr. A. B. Rosevear lögmaður, pró-
fessor W. Waines, hagfræðikenn-
ari. Fyrir miðskóla stúdenta:
Capt. Martin, J. S. Little, S. Hart
Green, K.C., Mis Hazel Matchett.
Fyrir almenning: Duncan Cam-
eron, Miss Kenneth Haig, F. Truf-
ford Taylor, LL.B.