Lögberg - 01.05.1930, Blaðsíða 6

Lögberg - 01.05.1930, Blaðsíða 6
ftU. «. LÖOBERG, PIMTUDAGINN 1. MAÍ 1930. “Af því við þurfum á honum að halda,” svaraði Burke. “Við vitum að hann er mesti svúkahrappur og í hvert sinn, sem hann kemur nærri okkur, vitum við, að við verðum að gæta mestu vanrðar. En við notum hann samt sem áður, af því við megum til. í»essi náungi er útfarinn, enskur hre'kjalómur. Hann stakk upp á því í gær við Garson, að ræna hér hjá yður. Hann talaði líka um þetta við Mary Tumer, en hún tók þv« fjarri. Sagði að þetta væri laga- brot, eins og það náttúrlega er, og það væri al- veg gagnstætt sínum reglum. Hún sagði Gar- son að eiga ekkert við þetta. En seinna um daginn náði Griggs í Garson, án þess að hún vissi nokkuð um og þá fékk hann Garson til að vera með sér í þessu. Nú hefi eg sagt yður hvemig stendur á þessu öllu saman. Skiljið þér mig?” “Eg skil yður,” sagði Gilder, en auðfundið var, að hann var eTíki ánægður með þetta. Hann gat ekki vel felt sig við, að sitt heimili væri notað til þess að veiða þar glæpamenn. “En hveraig stendur á, að þér látið menn vðar koma inn í húsið gegn um þakið?” spurði hann forvitnislega. “Þeð hefði ekki verið óhætt að koma með þá að dvrunum,” svaraði Burke. “Það er svo sem apðvitað, að sterkur vörður er hafður á húsinu. Viljið þér lána mér íykil að framdyr- unum! Eg ætla að koma aftur og eg ætla að handtaka þessa náunga sjálfur.” Gilder fékk honum lykilinn umyrðalaust. “En því bíðið þér ekki, fyrst þér erað hér á annað borð?” spurði Gilder. “Það dugar ekki,” svaraði Burke. “Ein- hver þeirra hefir sjálfsagt séð mig fara hér inn, og þér megið reiða yður á, að þeir hafast ekkert að, þangað til þeir sjá mig fara burt aftur.” Skrifstofudyrnar voru opnaðar og þjónn- inn kom inn, og rétt á eftir honum kom Cassidy og tveir aðrir lögreglumenn, sem ekki voru í einkennisbúningi. Hinn trúi þjónn, Thomas, fór þegar aftur út úr herberginu og hafði eng- an ásetning annan en þann, að gera eins og þessi lögregluforingi hafði sagt honum, að fara í rúmið og vera þar, hvað sem á gengi, þangað til um morgnninn. Honum var þetta alt ó- skiljanlegt og honum datt ekki í hug að vera neitt að brjóta heilann yfir því. “Það sem við þurfum næst að athuga,” sagði Burke, þegar Thomas var farinn út, “er það, hvar þessir menn geti verið, svo enginn verði þeirra var, þangað til á þeim þarf að halda. Eftir að þeir höfðu talað um þetta dálitla stund, komu þeir sér saman um, að lögreglu- mennirair skyldu fela sig í geymsluherbergi út frá skrifstofunni. “Þér skiljið það,” tók Burke til máls, þeg- ar hinir lögreglumennirnir voru komnir út úr 'herberginu, “að þegar maður leggur svona snörur fyrir þessa lögbrjóta, þá ríður á að fara rétt að öllu. Eg lét þessa menn fara upp á þak langt héðan og koma svo eftir húsaþökun- um hingað.” Gilder sagði ekkert um þetta, en það var auðfundið, að allar þessar krókaleiðir áttu illa við skap hans. “Nú ætla eg að gefa yður sama ráðið, Mr. Gilder, sem eg gaf vinumanni yðar,” sagði Burke, “og það er að fara í rúmið, og vera þar þangað til í fyrramálið.” “En drengurinn,” sagði Gilder. “Hvað er um hannt Þar er um meira að gera fyrir mig, en alt annað.” “Ef hann hugsar nokkuð meira um að fara til Ohicago,” sagði Burke, “iþá er langbezt að láta hann bara fara. Hann er hvergi betur kominn nú í nokkra daga. Eg skal láta yður vita í fyrramálið, hveraig þetta gengur.” Gilder stundi mæðulega. Honum fanst mót- lætið leggjast á sig eins og farg. Hann hikaði við að segja nokkuð og var það ólíkt honum, því vanalega sagði hann óhikað það sem hon um bjó í brjósti. “Mér lízt ekki á þetta,” sagði hann eftir nokkra þögn. “Eg verð að láta yður halda á- fram með þessar fyrirætlanir yðar, af því eg sé ekki önnur betri róð, en mér fellur þetta ekki. Eg skil ekki, að ekki væri hægt að ráða við þennan kvenmann, án þess eg þurfi sjálfur beinlínis að vera við það riðinn.” “Það er ekki um annað að gera, en að fara einhverjar krókaleiðir til að ná í þessa lög- brjóta,” sagði hinn glaðlega. “Þetta er þægi- legasti og bezti vegurinn fyrir okkur til að kom- ast út úr þessum vandræðum, og það er Uka fljótfarnasti vegurinn fyrir þá að lenda í þeim ógöngum, sem þeir komast ekki út úr.” Svo sneri Burke sér að mönnum sínum og gaf þeim sínar fyrirskipanir. “Eg fel yður að sjá um þetta,” sagði hann við Cassidy, “og þér berið ábyrgðina. Þér skiljið það. Eg ætla að koma aftur og eg ætla sjálfur að handtaka þessa náunga. Eg kalla á ykkur, þegar eg þarf á ykkur að halda. Þið verðið þarna inni í geymslu-herberginu og hreyfið ykkur ekki, þangað til þið heyrið frá KAUPIÐ AVALT LUMBER hjá THE EMPlRE SASH & DOOR CO. LTD. HcNKÍ AV6. 6ASf. - - WIWNIPEG, AlAN. Yard Offiaa: 0in Floor, Sank of HamNtonOhambtr* mér, nema því að eins að eitthvað gangi öðru- vísi en eg býst við og Griggs kalli á ykkur. Þið vitið hver hann er. Hann hefir hljóðpípu og hann notar hana ef hann þarf þess endilega. Skiljið þið þetta nú fyllilega?” Þegar Cassidy tiafði fullvissað hann um, að svo væri, bætti hann við: “Farið })ið þá inn í geymsluher- bergið.” Þegar mennirnir voru famir, vék Burke sér aftur að Gilder. “Það er eitt enn,” sagði hann. “Eg þarf á hjálp yðar að halda ofurlítið lengur. Eg þarf að biðja yður að vera hér svo sem hálfan klukkutíma lengur, eftir að eg er farinn, og láta ljósin lifa. Þér skiljið, að eg vil vera viss u*n }>að, að þessi Turner stúlka hafi tækifæri til að kornast hingað, meðan þeir eru hér. Meðan þér látið ljósið lifa, tefur það fvrir þeim, því þeir koma ekki fyr en þeir halda, að allir séu sofnaðir. Eftir svo sem hálftíma getið þér slö'kt ljósin og farið í rúmið og verið svo þar þangað til í fyrramiíilið, eins og eg hefi sagt yður. ” Þó Burke væri ekki tiltakanlega við- kvæmur maður, skildi liann þó, að Gilder leið afar-illa út af þessu og hafði miklar áhyggjur út af syni sínum, og vildi hann gjarnan segja eða gera eitthvað sem gæti létt þær. “Verið þér ekki að hafa neinar áhyggjur út af drengnum,” sagði hann eins góðlátlega eins og hann gat. “Okkur Verður engin skota- skuld úr því að koma honum út úr þessu,” og þar með fór hann sína leið og skildi við Gilder einan með allar sínar áhyggjur og alt sitt mótlæti. XVII. KAPITTJLI. Gilder fylgdi nákvæmlega fyrirskipunum lögregluforingjans. Þótt honum félli það ekki vel, hafði hann verið kyr í skrifstofunni þann tíma, sem Burke hafði tiltekið. Meðan hann var þar, gekk hann lengst af um gólf og þetta ráðlag sonar hans lagðist á hann eins og farg. Honum fanst dálítið létta á sér, þegar tíminn var kominn að hann mótti slökkva ljósin og fara inn í svefnherbergi sitt. Eftir það fór hann ekki eftir því, sem Burke hafði lagt fyrir, því hann hafði enga löngun til að fara í rúmið. Hins vegar dró hann gluggatjöldin vandlega fvrir gluggann, svo hann væri viss um, að ljós- ið sæist ekki utan af götunni. Svo settist hann niður með vindil milli varanna, sem hann kvevkti þó ekki í. Hann var fyrist og fremst að hugsa um son sinn, og því meira sem hann hugsaði um hann, því meiri varð gremjan í huga hans gegn stúlkunni, sem hepnast hafði að nota hann til að hefna sín á honum sjálfum. Og nú gat hann illa varist þeirri hugsun, að það gæti kannske verið dálítið vafamál, að hann hefði breytt alveg réttlátlega gagnvart henni. Hann gat ekki varist þeirri hugsun, að allan þennan hefndarhug til sín, hefði hún ekki getað alið í brjósti öll þessi ár, nema því aðeins að hún væri ekki með öllum mjalla, eða þá að hún hefði verið saklaus dæmd til fangavistar. En sú hugsun var skelfileg. Honum ofbauð að hugsa til þess, að hann hefði orðið til þess, að hann hefði að því stutt, að stúlku hefi verið hegnt fyrir glæp, er hún hafði ekki drýgt. Hann reyndi sem bezt hann gat að hrinda þeirri hugsun frá sér. Hann vissi, að sonur hans var góður piltur, og honum fanst það alveg óskilj- anlegt, að hann hefði bundið ást við stúlku, er illa væri innrætt. Só grunur sótti samt á huga hans, að hann hefði máske misskilið þessa stúlku og gert henni rangt til, og þó hann reyndi með öllu sínu mikla sálarþreki að losna við þann grun, þá hepnaðist það ekki. Hann reyndi að trúa því, sem Burke hafði sagt, að hún væri glæpamanneskja, og þá átti hún vit- anlega ekki skilið, að henni væri vægð sýnd. Hvað varasöm hún var, að halda sig innan vé- banda laganna, gerði hana bara enn hættu- legri. Mary Turaer leið líka alt annað en vel, og það af sömu aðal-ástæðum eins og Gilder. Það var út af Dick. Hér höfðu því þessir tveir and- stæðingar sameiginlegt böl að bera. Mary hafði nú fengið þeirri þrá sinni fullnægt, að hefna sín á þeim manni, sem hafði komið henni í tugthúsið. En þetta veitti henni enga ánægju vegna þess, að hefndin hafði að miklu levti orð-. ið að koma niður á þeim manni, sem var henni nú annað og meira en nokkur annar maður. Hún hafði ekki vitað það fyrri en nú. Hún hafði búist við því sem nokkru sjálfsögðu, að hánn mundi yfirgefa sig, þegar hann kæmist að því, að hún hefði gifst honum í þeim til- gangi, að gera föður hans vanvirðu og skap- raun. En í stað þess að yfirgefa hana með vanþóknun, þá elskaði hann hana. Það sýnd- ist ætla að verða henni ofurefli. Hann elskaði hana. Meira að segja, hann virtist einlæglega trúa því, og hélt þvt sterklega fram, að hún elskaði sig. Ef hann hefði gert eins og hún bjóst við, þá hefði þetta alt verið tiltölulega auðvelt. En hann elskaði hana, elskaði hana enn, þótt hann nú vissi um þá óvirðingu, sem yfir hana hafði fallið, og þann aðal-tilgang, sem hún hafði haft með því að giftast honum. Þar að áuki sýndist hann algerlega viss um, að hún elskaði hann, og lét það ótvíræðilega í ljós. Hún gat ekki við það ráðið, að hjarta henn- ar fyltist fögnuði við þessa hugsun — að hún elskaði hann. Auðvitað var þetta fjarstæða, en samt—. Hún komst ekki lengra, en hún fann, að hún roðnaði í hvert sinn, sem }>essi hugsun greip hana. Hún reyndi alt, sem hún gat að hrinda þessum hugsunum frá sér, en þær komu aftur óboðnar. Hún reyndi að losna við þær með því að hugsa um eitthvað annað, svo sem Aggie og Joe. Það gaf henni hvíld. Hún hugsaði til þess með gleði, að hún hafði raft tækifæri til að vara manninn, sem frelsaði hafði hana frá dauðanum, við þessum enska glæpamanni, sem hafði reynt að leiða hann út á þá glapstigu, sem væntanlega hefðu leitt hann til mikillar ógæfu. Vegna þess, hvað hann hafði reynst henni vel, bar hún hlýjan hug til hans og fanst að sér væri fullkomlega skylt að gera það, hvernig svo sem hann að öðru leyti væri. Henni hefði þá í þetta sinn að minsta kosti hepnast að varna því, að hann fremdi hreint og beint lagabrot. Þegar Mary Turner var komin heim úr leik- húsinu og ætlaði að fara að hátta, var hún alt í einu hrifin frá þeim hugsunum, sem svo mjög höfðu sótt á huga hennar. Einhver sendisveinn hafði komið með bréf til hennar og hann hafði sagt stúlkunni, að hann ætti ekki að bíða eftir svari. Þegar hún opnaði bréfið, sem var held ur illa og óvandvirknislega skrifað, greip hana einhver skelfing. Hana grunaði, að hér væri kannske enn meiri hætta á ferðum, heldur en út leit fyrir á yfirborðinu. Maðurinn, sem hrifið hafði hana frá dauðanum, hafði nú sjá- anlega fallið fyrir freistingunni. Hann var væntanlega rétt nú að fremja þann glæp, sem hún hafði svo sterklega varað hann við. Hann hafði frelsað hana: nú var það hennar skvlda, að frelsa hann. Hún flýtti sér í kjólinn, sem hún var nýkomin úr. Svo tók hún símaskrána, til að finna símanúmer Gilders. Það var rétt um sama leyti, sem Mary fékk þetta bréf, að einn glugginn á skrifstofu Gild- ers var opnaður með verkfæri úr stáli, sem til þess var gert og haglega notað, og Joe Garson kom inn um gluggann og inn í dimma skrif- stofuna. Um leið og hann kom inn um gluggann, rógust gluggatjöldin til hliðar og dálitla skímu lagði inn í herbergið, rétt sem snöggvast. En þegar gluggatjöldin féllu aftur í samt lag, varð alveg dimt í herberginu og dauðaþögn. Hann stóð grafkyr ofurlitla stund og hlustaði. Svo tók hann ofurlítið rafljós úr vasa sínum og lýsti í kringum sig. Þegar Garson sá ekkert grunsamt, gekk hann að dyrunum, sem vissu að útiganginum. Hann gekk svo léttilega að ekki heyrðist nokkurt hljóð. Hann hlustaði og verð ekki neins var. Hann hlustaði líka við dyrnar að geymsluherberginu, en þar heyrði hann heldur ékkert, sem vekti athygli hans. Garson kveikti ljós í herberginu, en stakk áhaldinu, sem hann hafði haft til að lýsa sér með, í vasa sinn. Svo tók hann þungan stól, og seti hann við hurðina, er vissi út í gevmslu- herbergið, svo hann yrði var við, ef hún yrði opnuð. Hann var afar fljótur að þessu og gerði það svo örugglega og hiklaust, að auðséð var, að hér var enginn viðvaningur að verki. Hann sá því nú ekkert til fyrirstöðu, að hleypa inn félögum sínum og framkvæma það, sem gera skyldi. Það var ekki annað eftir, en gefa þeim vísbendingu, þar sem þeir sátu við símann í herbergi einu þar á næstu grösum. Hann setist í stólinn hjá skrifborðinu og tók símann. “Gefið mér 909,” sagði hann. Hann sagði þetta í mjög lágum róm, en þó skýrum. Hann beið litla stund eftir sambandi. Svo heyrði hann rödd, sem hann kannaðist við. En Garson sagði ekki orð meira. í þess stað tók hann pennaskaft, sem var á borðinu, og barði nokkur létt högg í s'ímann. Það voru einhver merki, sem liann og sá, sem hann var að síma, skildu, en aðrir ekki. En sjálfsagt þýddu þessi meriri það, að nú væri þjófunum ó- hætt að koma. Til að búa sem bezt um alt, skrúfaði hann hulstrið af veggnum, sem símabjölluraar voru í, til að vera viss um að síminn gerði engan há- vaða, og var hann næstum ótrúlega fljótur að því. Svo tók hann skammbyssuna góðu úr vasa sínum, skoðaði hana vandlega og lét hana svo aftur í vasa -sinn, þannig, að honum var þægilegt að grípa til hennar, ef í það versta skyldi fara. Svo slökti bann Ijósið. Garson gekk að hurðinni, sem út í ganginn vissi, opnaði hana og skildi hana eftir í hálfa gátt og fór svo að útidyrunum, opnaði hurðina með einhverju verkfæri, sem hann hafði með sér, og hann var ótrúlega fljótur að því og gerði það svo hljóðlega og laglega, að undrum sætti. Svo nákvæmlega hafði tíminn verið áætl- aður, að strax og Gerson hafði opnað hurð- ina, komu félagar hans, þrír menn, og stóðu þeir þarna alveg hreyfingarlausir, meðan Gar- son kom hurðinni aftur í samt lag. Að því búnu gekk Garson aftur inn í skrifstofuna og þessir þrír félagar hans á eftir honum, og all- ir fóru þeir svo hljóðlega, að ekkert fótatak heyrðist. Þegar þeir voru komnir inn í skrifstofuna, kvei'kti Garson ljós, svo hann gæti séð félaga sína sem bezt. Griggs var klæddur eins og hann væri að fara í kveldboð hjá einhverju af heldra fólk- inu, en félagar hans voru ekki nærri eins vel til fara. Annar þeirra, Dacey, var þunnleitur og grimmúðlegur á svip. Hinn, sem aldrei var kallaður annað en Chicago-Rauður, var rauð- hærður og rauðleitur < andliti, eins og nafnið benti til, dálítið feitlaginn, stór maður og sterk- legur. Svipurinn var heldur glaðlegur og ekki illmannlegur. “Alt egngur nú vel enn þá,” sagði Garson. Svo sneri hann sér að Griggs, benti á hin skrautlegu tjöld, sem fyrir glugganum voru. “Eru þetta hlutimir, sem við erum að sækja?” “Já,” svaraði Griggs, eða “Enski Eddie”, eins og hann var vanalega kallaður. “Þá er okkur betra að taka stiax til starfa,” sagði Garson og leyndi sér ekki, að hann hafði mikinn áhuga á að koma fram því, sem hann nú ætlaði sér að gera. En áður en hann gat gefið félögum sínum fvrirskipanir um, hvað gera s'kyldi, kom nokk- uð fyiir, sem tafði hann um stund. Þó hann liefði að vísu gengið svo frá símanum, að hann liringdi ekki, þá gaf hann nú samt eitthvert of- urlítið hljóð frá aér. Garson hikaði við ofur- litla stund, og félagar hans þögðu og biðu hans úrlausnar. Hér var úr vöndu að ráða. Það gat verið stór-hættulegt að svara, en það gat engu að síður verið hættulegt, að láta það ógert. “Eitthvað verðum við að gera,” sagði Garson og gekk að skrifborðinu og tók símann. Þegar hann hafði hlustað ofurlitla stund, var auðséð að honum brá mjög við, þó hann reyndi að láta sem minst á því bera. “Það er Mary,” sagði hanft í hálfum hljóð- um. “Mary,” sagði Griggs og brá svo mikið við, að andliitð á honum komst alveg út úr þessum föstu stellingum, sem það var í vanalega. Ekki leið á löngu, þangað til liann náði sér aftur. “Já, það er hún, sem er að tala,” sagði Gar- son. Svo hafði hann upp í hálfum hljóðum, það sem hann heyrði: “Eg kem þarna að húsinu eftir ofurlitla stund. Eg er núna í lyfjabúðinni á næsta þegar eg kem. Það verður rétt strax.” “Svo hún er að koma,” sagði Griggs og var ekki hægt að skilja, hvort honum þætti það gott eða ilt. “Nei, eg skal koma í veg fyrir það,” sagði Garson alvarlegur. “Það er alveg rétt,” sagði Ohieago-Rauður. Garson reyndi aftur að ná sambandi við Mary, og eftir að hafa reynt það nokkrum sinn- um, setti hann frá sér símann. “Hún er far in—” “Hún er að koma núna strax,” sagði Griggs, enda var það svo sem ekkert vafamál, að hún var að koma. “En til hvers er hún að koma hingað?” sagði Garson og varð mjög óánægjulegur á svipinn. “Uamingjan hjálpi mér, ef eitthvert óhapp skyldi nú koma fyrir.” Það er engin hætta á því, lagsmaður,” sagði Griggs og þóttist öruggur. “Eg skal opna fyr- ir henni.” Svo fór hann út úr herberginu, eftir að Garson hafði gefið samþykki sitt til þess. “Hamingjan góða, því í ósköpunum þurfti hún endilega að koma!” tautaði Garson mjög óánægjulega. “Nú er illa komið, ef ekki fer alt sem beza. Hann færði sig dálítið nær dyrunum, um leið og hurðin opnaðist og Mary kom inn og Griggs rétt á eftir henni. “Hvaða erindi átt þú hingað?” spurði hannn grimmilega, og alt öðruvísi, heldur en hann hafði nokkurn tíma áður talað til Mary. Hún gekk beint þangað sem Garson stóð, og staðnæmdist beint frammi fyrir honum, en Griggs fór til hinna mannanna, sem stóðu lítið eitt fjær, og vissu ekki hvað úr þessu ætlaði að verða. Mary stóð ofurlitla stund þegjandi og horfði á manninn, sem hún átti lífið að launa, og í augnáráðinu lýsti sér góðvildin ein. “Joe, þú hefir sagt mér ósatt.” “Það er ekki tími til að tala um það nú,” svcaraði Joe og gerði sig reiðilegan. “Þið eruð heimsikingjar allir,” sagði hún með töluverðum ákafa. Hún leit á hina menn- ina og svo aftur á Joe. “Já, heimskingjar! Þetta er þjófnaður. Ef þeir ná ykkur, þá get eg ekkert fyrir ykkur gert. Hvemig ætti eg að geta það? ” Hún rétti upp hendina biðjandi og hún talaði lægra en í hálfum hljóðum. “ Joe, Joe, þú verður að fara burtu héðan og það strax, og þið allir. Blessaður láttu þá fara, Joe.” “Það er nú of seint,” svaraði Joe og var einbeittur og alvarlegur. “Við erum nú hing- að komnir, og við verðum hér, þangað til við erum búnir að því, sem við ætluðum okkur að gera.” SPAKMÆLI. Komist þú í óvanalega þröng, þar sem alt gengur þér á móti, svo þér finst þú ætla að yf- irbugast, gefstu þá ekki upp, því það er stund- in, sem úrslitunum ræður. — Harriet B. Stowe. Það hefir oft verið lögð fram sú spurning, hvað það eiginlega væri, sem til þyrti að menn gætu hamingjusamir kallast, því til væru gæfu- menn; mér hefir jafnan fundist svarið við þeirri spumingu ofur einfalt, og það er þetta: Sá, sem er lífsglaður, hann er farsæll, og ham- ingjusamur um leið. — Anon. Snúið úr ensku af Jakobínu J. Stefánsson, Hecla, Man. PF“Borgið Lögberg"PE

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.