Lögberg - 01.05.1930, Blaðsíða 3

Lögberg - 01.05.1930, Blaðsíða 3
LOGBERG, FIMTUDAGINN 1. MAÍ 1930. Bls. 1 Fyrir börn og unglinga Sérstök deild í blaðinu SOLSKIN Hjarðamenn Um afkima íslenzkra bygða var aðfangadagur á ferð. Um foldina fannbreiðan skygða Jil fagnaðar honum var gerð. En yfir skein himininn heiður og háfjöllin björt eins og sól, í hrímperlum mjallir og meiður, í mjúksnævi lægðir og skjól. 1 brekkunum sunnan við bæinn • % þeir bræðurnir stóðu hjá fé í frostinu, draumljúfan daginn unz djásn hans í vestrinu hné. Þeir hamra og hléborgir gistu á hlaupum fannir og grjót. En sauðirnir síðlagðinn liristu og surfu hvert krafs niðr’ í rót. Úr huganum heim vildi lokka mörg hugsun, sem óþrevju jók, um kjörgripi: Klúta og sokka, um kerti’ eða fallega bók. — Því gjafirnar gáfust þar beztar, til gleð i og þarfa í senn. Við finnum þær fagnaðarmestar hjá fátækum hjarðmönnum enn. Og loks gat hann liðið, sá dagur. Þá ljómaði himinn á ný, svo bjartur og barnæskufagur hann bar hvorki rák eða ský. Sem harpa á hvelfingu dregin um heim voru norðurljós þönd. Og glampandi gullborðum slegin þau geislunum dreifðu um lönd. Þau opnuðu himnanna hallir. Um hásæti dirottins varð bjart. Þar fylktu sér englar hans allir, en orð þeirra jörðina snart: “Lát gleðjast, þú mannheimur mæddur, svo miklist vor fagnaðargjörð. 1 dag er þér frlesari fæddur og friður guðs settur á jörð.” Og bræðurnir hugfangnir horfðu, unz livarf þeim hin dýrlega sýn. Hvert orð fer sem ilmur um storðu, hvert atvik í draumhelgi skín. -— Af liaganum heimleiðis beatu þeir lijörð sinni’ um ákveðna stund, og hurðir að húsdyrum fentu mtíð hraustri og brennheitri mund. Og alt var að endingu þrotið, sem önnin og dagskyldan bauð. Þeir fagnandi’ í fannbyrgða kotið sér flýttu með himneskan auð. Um göngin var albirta’ og ylur, — en annars var myrkur þar kalt — því hátíðin djásn sín ei dylur, sú dýrð ljómar jafnt yfir alt. Jón Magnússon. Lokaður inni um Jólin Tveim dögum fyrir jól sat María við skrif- borð sitt. Hún annaðist afgreiðslu og skriftir hjá gamla Jóni Westla'ke. Hann gekk til hennar, studdi hnúunum á borðið og stóð þegj- andi, þangað til hann sá, að hann mundi ekki fipa hana við vinnuna, þó hann yrti á hana. Hann mundi ekki hafa dokað svona við fvr- ir mánuði, en nú var hann orðinn rólyndari og miklu mildari í umgengni en áður síðan hann hafði átt nærri klukkustundar tal við starfs- bróður 'sinn, einhvem fomsala frá París, sem komið hafði að heimsækja hann. En í kaupum og sölum var hann þó samur eins og áður. Hann ihafði á boðstólum hverskonar trausta muni og listaverk, en einkanlega allskonar forna gripi, hringa og gamlar klukkur, Búdda- líkneski úr eiri, skrautgripi skorna úr ffla- beini, ábreiður, kínverskar drekamyndir og fom húsgögn úr eik. Hann verzlaði í gömlu húsi við Matthews-stíg, og öllum þessum fjöl- breytta varningi var þrengt inn < hvern krók og kima, hvar sem því varð við komið. Jafn- vel í baðherberginu var hrúgað saman postu- línsvamingi, og húsið alt, gamalt og orpið, var ærið draugalegt innan veggja. “Hvað hafið þér ætlað yður að gera um jólin, ungfrá Gregory?” spurði hann. “Eg hefi ekkert um það hugsað,” svaraði María, og furðaði sig hálfvegis á þessari spurningu. “Svo að þér verðið þá einar í leiguherberg- inu yðar, og konan, sem þér búið hjá, verður að bera á borð fyrir yður um jólin, og gremst eins og von er, að þér hafið ekki farið neitt að heim- an. Þér emð ekki öfundsverðar af því. Þér ranglið eitthvað út, og komið svo heim og setj- ist einmana að miðdegisverði. Þér lesið ein- hverja læk og grátið líklega yfir henni. Og loks farið þér snemma að hátta, til þess að láta dag- inn líða sem fljótast. Eg þekki þetta.” “Þessi skemtilega lýsing yðar er hárrétt í alla staði,” svaraði María. “En það hefir eng- um verðlaunum verið heitið fyrir lýsing á næstu jólum mínum, herra Westlake. En til- raun yðar er þó góðra gjalda verð.” Ofurfltið bros fór um hmkkótt og fölt and- lit gamla mannsins. “Mér hefir dottið í hug tillaga, sem yður kynni að falla í geð,” sagði hann. “Hún gæti gefið yður dálítið í aðra hönd, og orðið til þess, að eg færi að heiman um jólin. Eg þyrfti að bregða mér til Parísar, en mér er ekki um að fara frá þessum verðmætu munum, án þess að einhver sé til þess að gæta þeirra. ” “Til Parísar?” spurði María. Henni var örðugt að hugsa sér gamla Jón Westlake í jóla- glaumi þeirrar borgar. “Já, til Parísar,” svaraði hann. “Eg ætla að leyna að ná þar aftur í nókkuð, sem mér er dýimætt. — Viljið þér þá eyða jólunum í þessu húsi, ef eg sé um, að þér fáið alt, sem þér þurf- ið hendi til að rétta á meðan? Eg skal útvega yður góðan grammófón með skemtilegum lög- um, og eg skal greiða yður vikukaup fyrir ó- makið. Eða óttist þér að vera hér einar innan um drekana?” “Alls ekki, — en væri nægilegt lið að mér, til þess að gæta búðarinnar?” “Nei, — en eg væri sjálfur ónýtur til þess. Þér eruð sennilega sterkari en eg er orðinn, en dvöl yðar hér væri nóg til þess, að fæla alla frá að brjótast inn, og þó að svo færi, að einhver kæmi, þá veit eg að þér munduð hljóða upp yf- ir yður og fæla hann burt. Þér getið gert yður í hugarlund innbrotsþjóf, sem væri allur á nál- um; ætli honum brygði ekki í brún, ef hann heyrði unga stúlku liljóða upp yfir sig og kalla á hjálp. — Hann mundi taka til fótanna og fara skemstu leið út, en þér þyrftuð ekki annað en bíða róleg eftir lögreglunni. ” “Mér er ánægja að vera hér, lir. Westlake. Það yrði þó alt af tilbreytni. Má eg liafa dans lög á plötum eftir vild?” “!Svo mörg, ’sem eg get fengið keypt.” Þetta var þá fastráðið, og gamli Jón West- lake hélt af stað til Parísar, en þegar hann var farinn, varð Maríu hálfvegis órótt, og hún gekk upp á loft, þegar hún hafði lokað búðinni. Hún bjó þar um sig, eldaði sér kveldverð, tók sér bók í hönd og settist við eldinn. Hún var öðru hverju |tð líta upp úr bókinni og horfa á fólkið, sem flyktist fram og aftur um götuna. Það var að flýta sér að ljúka jóla- kaupunum. En skömmu eftir lokunartíma búða, var gatan orðin mannlaus og alt varð hljótt, nálega eins og í mannlausri borg, því að Jón gamli var eini maðurinn í allri þessari götu, sem bjó uppi yfir búð sinni. María fór nú að heyra til gömlu klukknanna, sem gengu hér og þar í húsinu, og “sungu hver með sínu nefi”, og brak og brestir heyrðust öðru hverju í gömlum innviðum hússins og jafnvel út úr dimmum skotum, þar sem ófrýnilegir drekar lágu og Búdda-líkneski störðu á eitthvað, sem hún kom ekki auga á. “Hér virðist eitthvað óhreint á sveimi, sem gott væri að losna við,” hugsaði María. Hún valdi sér danslag, dró upp grammó fóninn og ögraði öllum þessum gömlu myrkra- völdum með nýmóðins glaumi og gleði. Síðan tók hún til að dansa þama alein, á auðum bletti á miðju gólfi, eins og konungs dóttir, sem hefði verið heilluð þangað einhvers staðar utan úr víðri veröld. Hún var mjög ungleg, fögur og einmana innan um allan þenna gamla og fornfálega varning. Hún vissi, að hún hafði ekki blíðkað skap hinna ygldu dreka eða mildað ásjónu Búdda, sem horfði á hana eins og honum stæði alveg á sama um alt og alla. En hún hélt áfram að dansa, til þess að sannfæra sjálfa sig um, að hún væri ekki hrædd. Skuggar gráfðu í hverju horni, og henni hefði ekki komið á óvart, þó að kaldir fingur hefði þrifið til hennar út úr einhverju horninu. En það vora ekki kaldir fingur, sem vöktu hana af þessum draumi, heldur karlmanns- rödd. “Ágætt!” heyrði hún kallað til sín. “Af- bragð! Framúrskarandi!. f dyragættinni stóðrángur maður. Hann hallaðist áfram og svipurinn allur bar merki um einlæga aðdáun. Hann klappaði saman lófunum, brosti svo að skein í hvítar tennurnar og var hinn alúðlegasti í viðmóti. “Hver eruð þér?” spurði Maria einarðlega. “Hvernig hafið þér komist hingað?” “Þér hverfið þá ekki eins og þokuhnoðri, þegar yrt er á yður,” svaraði hann. “Ætlið þér að hverfa eins og draumur, ef eg heilsa yður með handabandi?” “Hvernig komust þér inn?” “Þér eruð iþá mannleg vera! Annars hefð- uð þér vitað alla hluti. Álfameyjar vita alt.” “Viljið þér tala í alvöru og svara mér taf- arlaust?” “Eg vona., að það skelfi yður ekki, þó að eg segi eins og er, að eg er sonr húsbóndans hérna og komst inn með útidyralyklinum mínum. Eg ætlaði að finna Westlake, föður minn. En eg er ekki að flýta mér. Hvernig væri að heyra annað lag, eitthvað skemtilegt?” “Sonur húsráðandias! Á þá hr. Westlake son á lífi?” “Svei mér, ef eg skrökva! Eins og eg stend hérna, þá er eg sonur hans.” “En eg hefi unnið hér hjá honum í nokkra mánuði, og liann hefir aldrei nefnt ýður á nafn.” “Það er mér að kenna. Eg hugsaði mest um minn hag og skeytti ekkert um föður minn. Hann hefði átt að vita, að yður þætti gaman að fræðast um annan eins efnismann eins og mig! Sjáið þér okki hvað við erum líkir?” “Ekki liggur það í augum uppi. Mér finst, ef satt skal segja, að ýkkur svipi ekkert saman. En þér eruð ef til vill lflcur móður yðar?” “Það kann að vera. En ætlið þér ekki að segja mér, hvað þér heitið? Svo gætum við sem bezt dansað saman, þangað til eg fer aftur til gistihússins. ” N “Hvaða gistihúss?” “Anchor heitir það.” María gekk að símanum, og bað um sam- band við Anchor gistihúsið. “Er herra Westlake þaraa? Eg, sem spyr, heiti ungfrú Gregory.” “Nei, ungfrú, hann er nýlega farinn út,” var hvarað í gistihúsinu. Hún sneri sér að unga manninum, sem stóð hjá henni og hlustaði. “Þér hafið að minsta kosti skráð nafnið yð- ar í gestabókina,” sagði hún. “Það er þó held- ur til að sanna sögu yðar.” Hún tók símann aftur og spurði: “Getið þér lýst honum? Þekkið iþér liann nokkuð?” “Þessu getur enginn svarað þar. Starfs- fólkið er alt nýkomið,” sagði ungi maðurinn. “Við liöfum enga ástæðu til að rengja, að hann segi satt til sín,” sagði sá, sem talaði í símanum. “Af því að hann er hér að spyrja eftir föður sínum, sem farinn er að heiman, en húsið er fult af verðmætum munum.” “Væri þá ekki ráðlegast, að þér elyfðuð honum að koma inn?” “Hann hefir komist inn með útidyralykl- inum sínum.” “Honum ætti þá að vera borgið, úr því að svo er, eða sýnist vður það ekki?” “Það er líkast til,” svaraði María og hætti símatalinu. Francis Westlake horfði á hana og leit út undan isér, en góðlátlegt bros lék um varir hon- um. “Ef mig hefði grunað þetta,” svaraði hann, “þá hefði eg haft eitthvað með mér, til þess að sanna hver eg væri.” “Mér þvkir fyrir því, að þurfa að vera svona varkár, en mér hefir verið trúað fyrir liúsinu. En mér sýnist samt, að þetta geti ver- ið satt. Má eg bjóða yður eitthvað að eta eða drekka?” “Eg dansa aldrei, þegar eg er saddur,” svaraði hann. “Eg ætla nú að draga upp grammófóninn. Það eru fimm ár sfl5an eg hefi dansað við ens'ka stúlku, og mér þætti gaman að mega dansa fyrst við yður!” ‘ ‘ Gott og vel. Þér rænið engu á meðan þér dansið \úð mig.” Francis Westlake fór út yfirfrakkanum og lagði hann yfir höfuð eins ljótasta drekans. Þau höfðu ekki stigið nema fáein spor, þeg- ar þau fundu, hve létt og ljúft þeim var sporið. María fann, að hún hafði aldrei á æfi sinni dansað betur, og Francis varð þess var,. að hann hafði alarei dansað við léttstígari dans- mey. “Það er eitthvað í fari enskra stúlkna,” sagði hann, “isem skvggir á allar aðrar. Þér dansaið vegna listarinnar og berist eins og lauf fyrir vindblæ. Þér trúið ekki, hvað eg skemti mér vel.” “Sama má eg segja.” • “Þér hafið verið hræðilega einmana hér. Er ekki svo?” María kinkaði kolli. “Þér þekkið þenna ógurlega dreka, sem þér breidduð frakkann yðar yfir? Mig langaði líka til að hylja hann með einhverju, en var hrædd um, að hann færi þá að ygla sig, svo að eg þorði það ekki.” “Það er mesta ónærgætni, að skilja yður hér eina eftir. En faðir minn er nú svona gerð ur. Af því að hann hefir aldrei haft nokkura beyg af jiessum munum, þá kemur honum ekki til hugar, að aðrir hafi það. Eða hann mundi telja slíkt til ístöðuleysis, ef hann yrði þess var og sízt vilja glæða það með vorkunnsemi. ” “Eg skil ekkert í, að hann skyldi aldrei minnast á yður.” “Eg skil það. Yið vorum ólíkir í mörgu. Hann er allur í þessu gamla, og vildi, að eg taöki þátt í þessu starfi hans. En eg vildi skemta mér og fást við listir. Seinast varð okkur sund- urorða og þá fór eg mína leið. Mig langaði til þess að málíi glaða menn og glæsilegt landslag. En hann sagði, að það væri gagnslaust, því að ekkert fengist fyrir listaverk, fyr en löngu eft- ir dauða listamannanna. Hann var vanur að segja, að það borgaði ,sig að verzla með lista- verk dauðra maima, “ en þú hefir hvorki í þig né á, ef þú ætlar þér sjálfur að gera þess háttar listaverk,” sagði hann oft við mig. Og loksins fór svo------.” “Eg hefi sjálf heyrt hann segja þetta marg- sinnis,” sagði María. “ h\g fór til Parísar, og fór að máia smá- myndir á fílabein. Og eg var svo heppinn, að Bandaríkjamenn, sem þar eru,- fóru að sækja eftir verkum mtnum. Nú er eg á leið til Banda- ríkjanna og verð þar nokkra mánuði, — eða ef til vill fer eg þangað alfarinn. Eg á þar kost á miklu meiri vinnu, en eg get af hendi leyst.” “Og þér hafið komið til þess að kveðja hr. Westlake?” sagði María. “ Mig langaði til að reyna það. Yinur minn kom nýlega frá París, oig átti tal \úð hann um mig, en hann vildi þá ekki heyra mig né sjá. Gott og vel! Faðir minn er nú ekki heima, svo að þá er ekkert \nð það að gera.” “Hvenær leggið þér af stað” “Eg ætlaði mér að fara frá Liverpool á morgun, eða-------” “Á morgun? Sjálfan jóladaginn?” “Hvers vegna ekki? Á morgun eða hinn TÍ DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medlcal Arts Bldg. Cor Oraham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Office Umar: 2—1 Helmill 776 Victor St. Phone: 27 122 Wlnnipeg, Manitoba. DR. O. BJORNSON 216-220 Medical Arta Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sta. PHONE: 21 834 Office tlmar: 2—8 Heimill: 764 Vlctor St.. Phone: 27 686 Wlnnlpeg, Manltoba. DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arta Bldgr. Cor. Qraham og: Kennedy Sta. PHONE: 21 834 Office Umar: 3—6 Heimili: 6 ST. JAMES PLACE Wlnnipegr, Manitoba. DR. J. ste;fansson 216-220 Medical Arta Bldg. Cor. Graham ogr Kennedy Sta. PHONE: 21 834 Stundar augna, eyrna nef og kverka ajúkdöma.—Er a5 hltta kl. 10-12 f. h. ogr 2-6 e. h. Helmlll: 373 River Ave. Tala.: 42 6#1 DR. A. BLONDAL 202 Medical Arta Bld*. Stundar aérataklegra k v e n n a og barna ajúkdöma. Er atS hitta frá kl. 10-12 f. h. og 3-6 e. h. Office Phone: 22 296 HeimiU: 806 Vlctor St. Sfml: 28 180 A. S. BARDAL 848 SHERBROOK ST. Selur Ukklatur og annaat um dt- farir. Allur útbúnaöur a& bexU Ennfremur aelur hann allakonar mlnnlavarSa og legatelna. Skrifatofu talaimi: 86 607 HeimiUa talaimi: 68 302 H. A. BERGMAN, K.C. lalenzkur lögfr«81ngur Skrlfatofa: Room 811 McArthur Bullding, Portagre Ave. P. O. Boz 1666 PHONES: 26 849 og 26 840 daginn. ” Haim tók frakkann sinii af gamla drekanum og horfði á Maríu. “Eg geri ráð fyrir, að óliætt sé að skilja yður eina eftir hér. Eg á við, að engin hræðsla grípi yður, þangað til eg kem í fyrramálið.” “Mér er óhæitt”, svaraði hún. “Eg veit ekki, hvort mér er óhætt að tráa yður, og eg veit ekki, hvað við ættum til bragðs að taka, nema að þér yiljið vera í herbergi mínu í gistihúsinu í nótt og láta mig sofa hér” Maríu fanst þetta þjóðráð fyrst í stað, en í salnri svipan greip hana nýr grunur. Hún hafði ekkert nema sögusögn þessa unga manns fyrir því, að Jón Westlake væri faðir hans. Hún efaðist ek'ki um, að hann hefði sagt henni satt, en þó mátti hún ekki treysta dónagreind sinni. “Eg þakka yður fyrir, en eg ætla að vera liér,” svaraði hún. “En þá ætla eg, áður en við skiljum, að vita hvaða skrípi eru þarna inni, þar sem þér eigið að sofa, og eg ætla að bera þau öl 1 út. Her- berigið verður þá vistlegra og betra.” “Eg væri yður mjög þakklát fyrir það,“ svaraði hún. Hún hafði aðeins litið inn í herbergið í svip við dagsljós, og hrollur farið um hana. Þar voru margskonar ægilegar myndir, skoraar í tré eða málaðar, og henni var ekki um þær. (Niðurl. næst.)

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.