Lögberg - 15.05.1930, Side 1

Lögberg - 15.05.1930, Side 1
43. ARGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 15. MAÍ 1930 NÚMER 20 Frá Islandi Reykjavík, 22. apríl 1930. Séra Ólafur Briem, prestur að Stóra-Núpi, andaðist í morgun á Landakotsspítala. Hann veiktist snögglega í embættisferð á Skeið- um nóttina eftir Pálmasunnudag, en þann dag hafði hann embætt- að á Ólafsvöllum. Daginn eftir var hann við barnapróf á Skeið- unum, en þyngdi sóttin og lagðist rúmfastur á Húsatóftum. Var hann þá fluttur hingað fárveikur á laugardagskvöldið var, en bana- meinið, sem mun hafa vepð botn- langabólga, hafði þá grafið svo um sig, að ekki varð við ráðið. Séra ólafur heitinn var fædd- ur 5. október 1875, sonur séra Valdimars Briem vígslubiskups. Hann tók stúdentspróf 1897 og embættispróf árið 1900. Kvæntist sama ár eftirlifandi konu sinni, Ratrínu Helgadóttur frá Birt- ingaholti, og gerðist aðstoðar- prestur hjá föður sínum og tók við embætti hans er hann sagði af sér prestskap árið 1918. Séra ólafur var og vinsæll af söfnuð- •um sínum. Ámundi Ámundason, fiskimað- ur, andaðist hér í bænum síðast- liðna sunnudagsnótt. Hann var mjög hniginn að aldri. Ámundi heitinn var hinn mesti mætis- maður og hugljúfi allra, sem nokkur kynni höfðu af honum. Með honum er í val fallinn einn hinna gömlu og góðu borgara þessa bæjar. — Vísir. Reykjayík, 17. apríl 1930. Ólafur Halldórsson konferens- ráð, fyrrum skrifstofustjóri ís- lenzku stjórnarráðsskriftsofunnar í Kaupmannahöfp, andaðist í gær. Hann var fæddur 15. maí 1855, sonur hins þjóðkunna merkis- manns séra Halldórs próf. Jóns- sonar að Hofi. ólafur Halldórs- son lauk stúdentsprófi í Reykja- vík 1877 og síðar lagaprófi við háskólann í Kaupmannahöfn. Ár- ið 1889 varð hann skrifstofustjóri í íslands-deild dómsmálaráðu- neytisins danska og gegndi því starfi til 1904, er hann varð for- stjóri fyrir skrifstofu Stjórnar- ráðs íslands í Kaupmannahöfn. Því embætti gegndi hann til 1909, er hann varð að láta af störfum sakir heilsubrests. iÓ. H. var stórgáfaður maður, eins og hann átti kyn til, og fróð- ur um margt. Hann hefir ritað töluvert um lögfræðileg efni í er- lend tímarit, einkum forn lög ís- lenzk. — Mörg síðustu ár æfinn- ar var hann svo þrotinn að heilsu að hann gat engum störfum sint. —Vísir. Akureyri, 10. apríl 1930. Kauptaxti Verkamannafél. Ak- ureyrar, gildandi óbreyttur frá 1. maí 1930 til jafnlengdar 1931, hefir nýlega verið birtur. Dagkaup almennrar vinnu er 1.25 kr. á klst. en nætur- og eftirvinnukaup 1.40 kr., dagkaup í skipavinnu 1.40, en eftirvinnu 2.10., og fyrir helgi- dagavinnu 3.00 kr. á klst. Reikn- ast helgidagavinna frá kl. 6 á laugardagskvöld til kl. 12 á sunnudagskvöld. — Dagur. Úr S.-Þingeyjarsýslu, 31. marz. —Fyrst eftir nýár var dæmafá ótíð hér norður frá, eins og víðar á landinu, um það leyti. Máttu heita samfeldar hríðar í þrjár vikur, svo að varla var farandi milli bæja. Setti þá niður fönn mikla, og var jarðbann orðið í flestum sveitum. Þann 19. janú- ar gerði norðvestan stórhríð með mikilli veðurhæð, en eftir það tók að birta, og gerði þá sunnanátt, heiðríkjur og frost. Blyetti þó svo í snjónum, að það kom hið bezta færi. Fóru menn þá held- ur á stjá með hesta og sleða, því eigi varð bifreiðum við komið, og hafa þær 1 ítið verið notaðar í vetur. Sunnanátt hélzt það sem eftir var af janúar og febrúar- mánuð út. Voru oftast nær frost, en þiðnaði þó svo annað veifið, að upp kom sæmileg jörð fyrir fé. Fýrstu dagana jí marz var góð' hláka og hiti mikill suma dagana, svo að snjórinn rann sundur. Var þá orðið autt víða í bygðum. En fljótlega kom norðanátt og hríð- ar og frost mikil. Voru aftaka grimmar stórhríðar hér um 18.— 21. marz, og kyngdi þá niður snjó víðast hvar og gerði jarðlaust, enda fréttist þá, að hafísinn væri ekki langt undan landi, því að bann sæist frá Grímsey. Seint í febrúarmán. lézt bónd- inn Sigmundur í Árbót 'Hann vaí- orðinn all-voskinn að aldri, en hafði verið heilsu- hraustur þar til í sumar sem leið að hann kendi lasleika, er ágerð- ist svo, að hann varð að leita læknis. Taldi hann það vera krabbamein, sem að honum gengi, og ráðlagði honum að fara suður til Reykjavíkur til uppskurðar. Var það framkvæmt, en bar ekki árangur. Sigmundur heitinn var dugnaðarmaður til verka. Bætti hann ábúðarjörð sín’a mikið, eink- um með sléttum og girðingum. Og bæ sinn hýsti hann upp að mestu eða öllu leyti. Kona hans het Jó- hanna Þorsteinsdóttir og er dáin fyrir nokkuð löngu síðan. Börn þeirra eru þessi: Aðalsteinn, fyr- verandi skólastjóri á Eyrarbakka Arnór, sem hefir búið á hálfri jörðinni i nokkur ár móti föður sínum, og Jóhanna, gift Guðm. Friðbjarnarsyni í Skál í Köldu- kinn. Þá er líka dáin ekkjan ólína Sigurpálsdóttir frá Klömbrum. Lézt hún á heimili Páls sonar síns á Akureyri, úr mjög svæsinni lungnabólgu. Þau hjón, Jón Þórð- arson og Ólína bjuggu lengi rausnarbúi í Klömbrum í Aðal- dal, en það var lítið og lélegt kot, er þau tóku við því. En við frá- íall Jóns heit. mátti það teljast höfuðból, svo hafði hann bætt jörðina með túnsléttum, bygging- um og vatnsveitum. Er það mörg- um vel kunnugt, því að um það hefir áður verið ritað. ólína heit- in var mesta myndarkosa, og mjög vinsæl af öllum, sem hana þektu. 'Börn .þeirra hjóna voru þessi: Guðný, kona Karls Sigur- jónssonar söðlasmiðs á Akureyri (dó rétt nýlega úr sömu veiki og móðir hennar); Soffía, kona Kr. Helgasonar í Haganesi við Mý- vatn; Óskar, býr nú á föðurleifð sinni, Klömbrum, kvæntur Hildi Baldvinsdóttur frá Nesi; Páll, kvæntur og búsettur á Akureyri; Ingibjörg, þjáðist lengi af berkl- um og dó loks úr þeim á heimili foreldra sinna; Málfríður, mjög fríð og myndarleg stúlka, dó á bezta skeiði úr sömu veiki og seystir hennar, og Sveinbjörg, giftist dönskum manni, sem nú er látinn. Dvelur Sveinbjörg í Vest- urheimi. Inflúenza hefir gengið hér víða í vetur, var hún fyrst í Húsavík í haust og fram eftir vetrinum, en fluttist svo þaðan upp í sveitirn- ar. Hafa sumir legið með 40 stiga hita í nokkra daga, og aðrir hafa fengið önnur veikindi upp úr henni, svo sem brjóstimnubólgu o. fl. I | Nýlega lézt ung stúlka í Sýr- nesi í Aðaldal, sem legið hafði meiri hluta vetrar og fékk inflú- ensuna fyrst, en talið var að berklar hefðu líka 'verið þar að verki. Hún hét Sigurlaug Her- nitsdóttir. Frystihús og sláturhús ætlar Kaupfélag Þingeyinga að láta reisa í Húsavík í sumar komandi. Þykjir mönnum i saltkjötsmarkað- urinn óviss, og þar að auki er mikil þörf fyrir frystihús í Húsa- vík, því að það sem fyrir er, er orðið of lítið og fullnægir alls ekki þörfum manna í þorpinu. Þá hefir mikið verið rætt um ráðgert að hafist yrði handa um verkið í vor. — Vísir. Frá Þórshöfn, 10. apríl 1930. Bændanámsskeið var nýlega haldið á Þórshöfn, að tilhlutan Búnaðarfélags óslands. Voru þar mættir fyrir hönd Búnaðarfélags- ins þeir Helgi Hannesson jarð'- ræktarmaður og Jón H. Þorbergs- son bóndi, og fyrir hönd Ræktun- arfélag Norðurlands ólafur Jóns- Færri Innflytjendur Frá 1. apríl 1929 til 31. marz 1930, komu 163,228 innflytjendur til Canada, en það er 4,434 færra en á næstu tólf mánuðum á und- an. Af þessum innflytjendum eru 64,082 frá Bretlandi, 30,727 frá Bandaríkjunum, 30,332 frá Norður-dSvrópulöndunum, 38,147 af þrjátíu og þremur öðrum þjóðflokkum. Fleiri innflytjend- ur komu frá Bretlandi, Banda- ríkjunum og Norður-Evrópu, en færri frá öllum öðrum lönudum. Á þessum tólf mánuðum hafa komið 29,830 Canadamenn frá Bandaríkjunum, sem fluzt höfðu þangað, með þeim ásetningi að setjast þar að. Hefir ríkt í 20 ár Hinn 6. þ.m. hafði George V. Bretakonungur ríkt í full tuttugu ár. Var þess víða minist í hans víðlenda riki og bárust konung- inum þann dag mikill fjöldi sam- fagnaðarskeyta, þar á meðal eitt frá King forsætisráðherra í Canada. Mikill eldsvoði Um fyrri helgi varð afar mik- ill eldsvoði í bænum Nashua, N. H. Er talið að þar hafi brunn- ið um 260 heimili og fólkið, sem I, 900. Sex hundruð manna hafa þar er nú heimil’3laust, er um líka mist atvinnu sína, í svipinn at minsta kosti, því nokkrar verk- smiðjur brunnu líka. Er skaðinn raetinn $4,000,000. son framkvæmdarstjðri, og lo!ks Sigurður Jónsson frá Arnar- vatni. Námsskeiðið stóð yfir í þrjá daga og var allvel sótt. Líkaði héraðsmönnum vel að hlýða á er- indi hinna góðu gesta, en almenn- asta aðdáun vakti fyrirlestur, sem Sigurður Jónsson flutti um al- þýðufræðslu. Tíðarfar frá áramótum til mán- aðamótanna mars-apríl var slæmt, aðeins einu sinni stuttur bati á því tímabili. Undanfarna daga 'hafa verið hlákur, og er víðast hvar komin nokkur jörð, en afar- mikill snjór er eön á heiðunum. Heilsufar 'hefir verið fremur gott í Þistilfirði og á Lanagnesi, en á Strönd hefir gengið afar slæmt kvef og einnig verið hettusótt á tveimur bæjum. Hrognkelsaveiði er byrjuð við Langanes og gengur sumstaðar vel t. d. hefir Sigurður Jónsson í Heið- arþöfn fengið alt að 300 hrogn- kelsi á dag, en aftur hefir lítið veiðst frá Þórshöfn enn. Um tuttugu útselir hafa verið skotnir frá Þórshöfn undanfarna daga, og hafa þeir vegið alt að 400 pundum. Refir hafa verið skotnir með minna móti í vetur á Langanesi. Þó hafa þeir Jóhann og Daníel Gunnlaugssynir á Eiði skotið eina tíu refi, og þar af skutu þeir fjóra á einum degi; þykir það rösklega að verið. Á nýafstöðnum aðalfundi Bún- aðarsambands Norður- Þingeyjar- sýslu, var ákveðið að sambandið keypti dráttarvél, sem á að koma * • til Þórshafnar innan skamms og starfa á Langanesi og í Þistilfirði í sumar, en innan Axarf jarðarheið- ar næsta sumar, og sVo sitt sumar- ið hvoru megin heiðar eftir það, ef sambandið lætur sér nægja eina vél. Á Esju síðast fluttist alfarinn með fjölskyldu sína til Reykja- víkur frá Gunnólfsvík, Gunnar Oddsson. Einnig flytur sig til Reykjavíkur með vorinu Jón Sig- urðsson frá Saurbæ og fjölskylda hans. En að Saurbæ á Strönd flytur aftur Einar Hjartarson frá Hallgilsstöðu á Langanesi. Frá Yítra-tLóni á Langanesi flytja feðgarnir Ari Jóhannesson og Jó- hannes Jóhannesson; Ari, til Þórshafnar með fjölskyldu sína, en Jóhann til sonar síns, sra Þor- steins 1 Vatnsfirði, en í Ytra-Lón flyzt aftur Jón Jónsson frá Fagranesi í Lóni. — Vísir. Verður loftslagið kald- ara á Norðurlöndum ? Einn fremsti veðurfræðingur Svía, Axel Wallén, lýsti nýlega á fundi vísindamanna í ósló, hvern- ig veður.farið yrði framvegis að sínu áliti á Norðurlö^dum. Hann kvað loftslagið mundu fara yfir- leitt kólnandi, en halda þó áfram um langan tíma líkt og hið nú- verandi loftslag í Stokkhólmi, hlýir vetur og köld sumur. Það eru að vísu ekki miklar líkur til að aftur fari að koma ísöld yfir Norðurlönd, en hreytingin mun þó heldur verða til hins lakara. Að öllum líkindum heldur lofts- lagið áfram nokkurn tíma að jafnast, þannig, að hlýrra verður á vetrum, en kaldara á sumrum. Það.var um 1700 sem fyrst var byrjað á því á Norðurlöndum, að gera reglulegar veðurathuganir. í Frá þeim tíma hefir jafnaðarhiti ársins breyzt lítið, en haldið jafnt og þétt áfram í sömu átt, að vet- ur urðu hlýrri, en sumur kaldari. Síðustu árin hefir þó veðurlag verið einkennilegra en áður, og hefir það valdið sérfræðingum nokkurra heilabrota. — Um alla Skandinavíu hafa vorin verið kaldari en nokkurn tíma áður. Vorið 1923 hafði lægstan meðal- hita, sem nokkurn tíma hefir ver- ið mældur, og “sumarmánuðirnir” I 1928 voru lítið betri. Á sama hátt hafa vetur farið hitnandi, og líkst æ minna norrænum vetrum. Desember og janúarmánuður í ár hafa þannig haft hæstan með- alhita af öllum árum, síðan farið var að gera veðuratíhuganir á Norðurlöndum. Hefir hitinn ver- ið fimm stigum fyrir ofan meðal- hita. Næst þessum vetri gengur veturinn 1924—25, sem einnig var óeðlilega heitur. Um orsakir breytinga þessara vita menn ekki, og er af þeim á- stæðum ómögulegt að segja neitt með vissu um framtíðina. — Enski veðurfræðingurinn ÍSimpson hef- ir sett fram skoðun ’um þetta, sem ef til vill verður hægt að gera einhverja spádóma! eftir. Eftir skoðun hans eiga þessar breyt- ingar rót sína að írekja til út- geislana sólarinnar,1 sem eru háð- ar löngum, tímabilsbundnum bieytingum, en þær hafi aftur á móti í för með sér breytingar á lcftslagi jarðar. Hámark þess- ara tímabila hefir í för með sér aukna úrkomu, snjó og ís í norð- lægum löndum, en regn í tempr- uðum beltum. Eftir þessari kenn- ingu ætti tímabil vort að vera há- stig, þannig að sólgeislunin hafi verið að aukast, síðan um 1700, og ættum við þá- að vera staddir á timabili, sem væri mitt á milli ísalda. Með þessu móti verður því loftslagið eins og í úthafs- löndum, vetur hlýrri, en sumur tempruð. Haust og vor verða á þennan hátt fremur köld. Þannig er það nú, og verður þetta vænt- anlega svo í langan tíma. — Lesb. Lægra verö á te Samkvæmt fjárlögunum, sem nú eru fyrir þinginu í Ottawa, er tollur afnuminn af öllu te, sem ræktað er og kemur frá brezkum löndum. Hefir þetta nú þegar haft áhrif á teverð hér í Canada og nú er te selt í ýmsum búðum í Winnipeg fyrir þeim mun lægra verð, sem tollinum nemur. Te- tollurinn hefir hingað til verið 7 cents á pundið af brezku te, en 10 cents af öllu öðru te. Þetta hef- ir talsvert rnikla þýðingu fyrir Canada, því árið sem leið var inn- flutt 39,425,000 pund, sem kost- uðu $11,752,000 . Nálega helm- ingurinn af öllu þessu te kom frá brezkum löndum. T. D. Robinson dáinn Hann andaðist hinn 4. þ. m. ná- lega níutíu og tveggja ára að aldri. Kom til Winnipeg 1888, o£ hefir verið hér jafnan síðan; hef- ir alt af stundað kola- og viðar- sölu. Atorkumaður mikill og vel metinn. Nýtt lárviðarskáld John Masefield heitir sá, sem nú hefir verið gerður að lárvið- arskáldi Englands. Hann er hálf- sextugur að aldri, fæddur í Liv- erpool, en varð sjómaður á ung- um aldri og fór víða. Margt ann- að fékst hann við á yngri árum og um tíma var hann í Banda- rikjunum og flæktist þar víða, en ekki græddi hann fé. Eftir að hann kom aftur til Englands, fór að rætast úr fyrir honum, og skáldverk hans að fá meiri og meiri viðurkenningu. Heimili hans er í grend við Axford, og lifir hann þar mjög kyrlátu lífi. Helztu skáldverk hans eru: “The Ever- lasting Mercy”, “The Widow in the Bye - Streta’, “Phillip the King’” “The Faithful”, “Dauge” og “Sard Marker”. Bretar neita kröfum Egypta Nefnd manna frá Egyptalandi, með Nahas Pasha stjórnarfor- formann sem fyrirliða, hefir að undanförnu verið í London, í þeim tilgangi að semja við brezku stjórnina um samband Egypta- lands við brezka ríkið. Má nú syo heita, að Egyptar séu alger- lega sjálfstæð þjóð, enda féll alt í ljúfa löð milli Breta og Egypta hvað mál Egyptalands snerti. En þeir gerðu einnig þær kröfur, að fá yfirráð yfir Soudan, eða að minsta kosti til jafns við Breta. Að þessari kröfu sá brezka stjórn- :'n sér ekki fært að ganga og varð því ekki að samningum í þetta sinn, og eru fulltrúarnir frá Egyptalandi farnir heimleiðis. Fréttir frá London herma, að nokkur hluti brezku stjórnarinn- ar hafi viljað ganga að kröfum Egypta, en þá hafi Lloyd George tilkynt MacDonald forsætisráð- herra, að ef það yrði gert, þá gengi hann og sinn flokkur í lið með íhaldsflokknum til að fella stjórnina við fyrsta tækifæri. Háskólabyggingarn- ar í Manitoba Gert er ráð fyrir, að byrja nú mjög bráðlega á hinum fyrirhug- uðu háskólabyggingum. Eins og kunnugt er, var afráðið að byggja hinn nýja háskóla þar sem búnaðarskólinn er, eða þar rét< hjá, og í sambandi við hann. Hef- ir fylkisstjórnin veitt til þess eina miljón dollara, en sagt er að háskólaráðið muni verja einni miljón og fimm hundruð þúsund doll. til bygginganna á þessu ári. Nokkur hluti þessa fjár mun þó ætlaður til umbóta á gömlu há- skólabyggingunum, sem notaðar verða að nokkru leyti fyrst um sinn. Þegar byrjað verður á þessu verki, sem líkindi eru til að verði nú áður langt um líður, gef- ur það mörgum handverksmönn- um og algengum verkamönnum mikla atvinnu. Ihaldsmenn vinna aukakosningar í West Fulham kjördæfinu á Englandi fóru fram aukakosn- ét ingar hinn 6. þ. m. Þingmaður kjördæmisins, er tilheyrir verka- manna flokknum, hafði sagt af sér. Fóru þessar kosningar þann- ig, að þingmannsefni íhalds- flokksins, Sir Gyril Cobb, var kos- inn með nálega 300 atkvæða meiri hluta. Við síðustu almenn- ar kosningar hafði verkamanna- flokkurinn 2,200 meirihluta. Friðþjófur Nansen látinn Hann andaðist í Oslo hinn 13. þ. m., 68 ára að aldri, fæddur 10. október 1861. Dr. Nansen er fyr- ir löngu heimfrægur maður, fyrst og .fremst fyrir heimskautaferðir sínar en einnig sem vísindamað- ur, rithöfundur, stjórnmálamað- ur og mannúðarmaður. Vann hann afar mikið að því, að bæta úr hungursneyðinni eftir stríðið, sérstaklega á Rússlandi. Á Nor- egur 'hér á bak að sjá einum af sínum frægu sonum. Miklir jarðskjálftar 1 vikunni sem leið gengu af- skaplegir jarðskjálftar í Burma í Indlandi. Sérstaklega eru það bæirnir Rangoon og Pegu, sem orðið hafa fyrir miklu tjóni, og voru þeir báðir að miklu leyti eyðilagðir af flóðöldum, sem yfir þá gengu. Er sagt, að í jarð- skjálftum þessum muni hafa far- ist um þúsund manns. Young samningarnir ganga í gildi Þeir hafa nú verið undirskrif- aðir af hlutaðeigandi stjórnar- völdum og eru þar með gegnir í gildi. Samkvæmt þeim eru stríðs- bæturnar, sem Þjóðverjum ber að greiða sambandsþjóðunum, um níu biljónir dala, en einu sinni var ætlast til, að þeir greiddu um tattugu og fimm biljónir dollara. Tvisvar -hafa kröfurnar verið færðar stórkostlega niður, því að Ijóst hefir verið, að ekki var til neins að miða kröfurnar við það tjón, sem af stríðinu leiddi, held- ur fyrst og fremst við gjaldþol þjóðarinnar. Má nú gera ráð fyrir, að öllu þrefi um stríðs- skaðabæturnar sé nú nokkurn veginn lokið, ef Þjóðverjar geta staðið við að borga það, sem þeir hafa samið um að borga hinum þjóðunum í skaðabætur. Biðja um bráða- birgðahjálp Á fundi, sem Svíar héldu í Win- nipeg í vikunni sem leið, var á- kveðið að síma stjórninni í Sví- þjóð og biðja hana um að leggja fram fimtán til tuttugu þúsund dollara til hjálpar Svíum, sem hér eru, en eru atvinnulausir og hafa verið það í vetur, og hafa því ekki nægilega peninga, sér og sínum til framfærslu. H. P. A. I Hermannson, konsúll Svía í Win- nipeg, tók það fram á fundinum, að þetta væri í fyrsta sinni í 45 ár, að til þessara ráða væri tekið og kvaðst hann vilja taka það skýrt fram, að hér væri ekki ver- ið að fara fram á neitt gjafafé, heldur bráðabirgða hjálp, sem yrði aftur borguð að fullu. Hér eru margir Svíar, sem fyrir skömmu, eða fáum árum að minsta kosti, eru komnir að heim- an og munu það vera þeir aðal- lega, sem hjálpar þurfa. Hverju stjórnin í Svíþjóð svarar, er ó- kunnugt enn. Sannir íhaldsmenn Fyrir skönrmu héldu í'haldsmenn í Marqúette kjördæminu í Mani- toba, fund til að útnefna þing- mannsefni tfyrir sambandsþings- ings 'kosningarnar, sem fram eiga að fara í sumar. En það var ekki alt, sem fundurinn gerði. Hann samlþykti þar yfirlýsingu, sem merkileg þykir í sinni röð, jafn- vel þó hún komi frá íhaldsflokkn- um: “Fundurinn lýsir yfir því, að hann er mótfallinn tilraunum King-stjórnarinnar í því, að breyta um fána, breyta um þjóðsöng og koma því til leiðar, að í stað þess að konungurinn skipi landstjóra, þá geri Canada-stjórn það.” Manitobafylki sextíu ára Hinn 12. þ.m. voru liðin sextíu ár síðan lög þau hlutu konung- lega staðfestingu, er gerðu Mani- toba eitt af fykjumrm í fylkja- sambandi Canada. Voru þau lög samþykt af sambandsþinginu og staðfest af landsstjóranum . Hef- ir það því við nokur rök að styrðjast, að telja aldur Manito- bafylkis frá 12. maí 1870. En ekki þmu lögin til framkvæmda fyr en 15. júlí, enda hefir sá dagur verið valinn til að minnast há- tíðlega sextíu ára afmælis fylk- isins. +■— -------------------—+ Ur bænum ----------------- ----b Þeir herrar, Vilhjálmur Jónas- son og Helgi Thorvaldson frá Oak Point, Man., voru staddir í borg- inni um miðja vikuna sem leið. Sunnudaginn 18. maí messar séra Sig. Ólafsson í Víðir kl. 2 e. h.; að kveldi sama dags kl. 8 í Árborg. Messur í Vatnabygðum 18. maí: Foam Lake kl. 11 (Fast T.ime)|; kl. 7.30 (á ensku). Allir boðnir og velkomnir. Virðingarfylst — Carl J. Ólson. Messuauglýsingar fyrir teunnu- dagana 18. og 25. maí frá séra H. Sigmar. — 18. maí messa í Brown, Man., kl. 3 e. h. — 25. maí: messa í Akra samkomuhúsinu á ensku kl. 11 f.h. Messa á Mountain kl. 3 e.h. og Messa á Gardar gl. 8 að kveldi. — Fólk er beðið að að- gæta breytingar, er varð að gera þann 25. maí: Messan á Akra verður að vera kl. 11 f.h., en ekki að kveldinu, og þess vegna kvöld- messa að þessu sinni á Gardar. —; Allir velkomnir. Mrs. H. T. Halverson frá East- end, Sask., sem dvalið hefir um þriggja vikna tíma í Selkirk og á Gimli, ásamt móður sinni, Mrs. Th. Jónasson, lagði af stað heim- leiðis Iþann 7. þ. m. Kom Mrs. Halverson í þeim erindum, að vitja lasburða föður síns og taka hann með sér vestur, en því mið- ur er hann ekki ferðafær sem stendur. Mrs. Jónasson dvelur í Selkirk um óákveðinn tíma og er utanáskrift hennnar Box 298, Selkirk, Man. Stúkan Hekla hefir nú á að skipa 200 meðlimum, og heldur meira en það, og eru 130 af þeim skuldlausir. Það er all-gott, þvi margir hinir skulda aðeins fyrir einn ársfjórðung. — Vér embætt- ismennirnir mælumst til, að með- limir stúkunnar, sem eiga heima í Winnipegborg, borgi nú sem fyrst gjöld sín, svo vér getum auglýst í lok þessa mánaðar, að skuldlausir séu 150 af 200 með- um. Eg tel víst, að meðlimir verði við bón vorri, embættis- mannanna. örfáir þeirra, sem utanbæjar eru, skulda. Flestir kunna vel við sig í stúkunni Heklu. — Vér mælumst líka til þess, að Skuldar meðlimir sæki fundi vora. Oss líður vel, þegar vér sjáum þá fjölmenna. á fund- um vorum. J. Eiríkson. SöngskemtuM á Gimli Lögberg vill vinsamlega draga athygli fólks að auglýsingu Karla- kórs íslendinga í Winnipeg, er birtist^ þessu blaði, um samkomu þá, er þeir stofna til að Gimli þriðjud. 20. þ. m. Mun óhætt að treysta því, að fólk í Nýja íslandi muni iiota tækifærið og fjöl- mcnna á hljómleik þenna. Tón- skáldið Björgvin Guðmundsson stjórnar flokknum og munu það vera næg meðmæli til allra, sem geta og vilja koma. Karlakórið hafði í vetur samkomu í Winni- peg og hlaut einróma lof beggja íslenzku blaðanna og blaðsins Free iPress. Síðan hefir kórið æft sig kappsamlega og æft mörg ný lög og telur nú yfir 40 meðlimi. Syngur það öll lögin á íslenzku, þar á meðal hina gullfallegu út- setningu Björgvins af “Lorelie”, “Kveldklukkan” eftir Björgvin, “Birtir yfir breiðum” og “Úr þeli þráð að spinna”, “Buldi við brest- ur” og mörg fleiri lög. Mun þetta vera í fyrsta sinn, er íslendingum í Nýja íslandi gefst kostur á að heyra flokk undir stjórn Björg- vins Guðmundssonar. Einnig hef- ir kórið fengið Mrs. Baldur Olson til að syngja sólólög og Ragnar H. Ragnar til að leika á píanó á milli þess er kórið syngur. Er því söngskráin bæði fjölbreytt og vönduð. Á eftir verður dansað.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.