Lögberg - 15.05.1930, Síða 3
LÖGBERG, FIIyÍTGÐAGINN 15. MAÍ 1930.
Bls. 3.
SÖLSKIN
ÆFINTÝRI ÚR SVEITINNI.
Oft er gaman að vera í sveitinni, en mest er
}>að gaman á sumrin. “Þá er svo holt og gott
loft þar, og svo er svo gaman að smalá og sitja
yfir ánum. Eg skal nú segja ofurlítið frá mér
.sjálfum, þegar eg var í sveitinni. Þá var aðal-
atvinna mín, að sitja yfir ánum og smala inn
um fjöll of' fimindi. En ]>að er oft hættusamt
að smala á háum fjöllum. Eg lenti einu sinni
í ljótri klípu. Eg mun þá hafa verið á 30. ár-
inu. Eg var að elta kindur í urðarskriðu í
þoku.—Leikurinn barst um síðir fram á kletta-
briin og stukku kindurnar fram af henni, án
þess að meiða sig. Eg ætlaði á eftir þeim, en
slpikaði fótur og datt fram af brúninni. Kom
eg ofan í skriðuna, og lá þar sjálfsagt hálftíma
í roti. En með því að heimkoma mín dróst, var
farið að leita mín, og fann afi mig loksins, þar
sem eg stóð alblóðugur, nývaknaður úr rotinu.
En ekki var eg styrkari n svo, að það ætlaði
alt af að líðavfir mig hvað eftir anna. En þá
tók afi mig og bar mig að la>k þar í grendinni
og þvoði blóðið af mér. Er það eitt af mér að
segja, að eg held eg hafi aldrei grátið eins mik-
ið og þá. En sleppum nú því. Eg hrestist
biátt, og l)á lögðum við af stað heimleiðis með
féð. Voru það alls rúmlega 200 kindur, en þó
vantaði okkur rösklega hálft annað hundrað.
Alt gekk vel á heimleiðinni, enda reiddi afi mig
alla leið. En svo lá eg eina viku í rúminu.
Þegar eg fór á fætur, var eg orðinn jafngóður.
Þó held eg að eitt eða tvö ör séu enn á liöfðinu
á mér.
Þrátt fyrir })essa hrakför, held eg því fram,
að hvergi finnist hollara líf, en einmitt í sveit-
linum.
—Smári. Rrynj. Sigurðsson (12 ára.)
HJALPSEMI.
Smásaga eftir Þóri Austmann.
“Amma, amma,” hrópuðu litlu systkinin á
Fossi; þau voru tvö: Sveinn 9 ára gamall og
Björg, átta ára gömul. “Sjáðu hvað við fund-
um, ” sagði Sveinn og hljóp til ömmu sinnar.
f lófanum hélt hann á litlum vængbrotnum
þúfutitlingi. “Við fundum hann úti á Fit,”
sagði Björg all-drýgindaleg. “Veslings fugl-
inn,” sagði gamla konan og leit á hann. “En
livað hann er hræddur,” sagði Sveinn, “eigum
við ekki að sleppa honum?” “Nei, bömin
mín,” sagði gamla konan, “guð hefir sent ykk-
ur þennan fugl. Hann ætlast til þess, að þið
græðið sár hans.” — “Það skulum við gera,”
sögðu bæði börnin í einu. Síðan setust þau á
ráðstefnu úti í horn og ræddu af miklum áhuga
um uppeldi litla fuglsins/ Helztu vandræðin
var skortur á húsaskjóli, en um fæði þurftu þau
ekkert að liugsa; amma þeirra ætlaði- að gefa
þeim korn handa lionum. Loks var það afráð-
ið, að leitajtil ömmu með þetta vandamál, því
að slíkur dómari fanst þeim ekki vera á hverju
strái. Amina gamla svaraði máli þeirra á
þessa leið: “Það er satt, að við höfum ekki
hentugan bústað handa fuglinum, en þið eigið
fáeina aui*a í spajibauknum ykkar. Haldið
þið, börnin mín, að þeim verði betur varið til
annars, en að kaupa lítið og fallegt búr handa
honum ?” — “Það skulum við gera,” sögðu
börnin. Svo sóttu þau sparibaukinn og fóni
með peningana til kaupmannsins og keyptu
búrið. 1 þessu búri bjó svo þúfutitlingurinn á
meðan vængurinn var að gróa. Fyrst í stað
var fuglinn hræddur og borðaði lítið, en ekki
leið á löngu þar til hann var orðinn svo spak-
ur, að hann borðaði úr lófa þeirra. Sárið greri
fljótt, og gleði barnanna, þegar fuglinn í fyrsta
skifti gat flogið um lierbergið, verður ekki með
orðum lýst. Eftir það leið ekki á löngu, unz
þau gátu slept honum algrónum í skaut -nátt-
úrunnar. Að vísu þótti þeim leiðinlegt að sjá
af þessum vini sínum, en gleðin yfir því, að
hafa bjargað honum úr heljargreipum dauð-
ans, yfirbugaði alla sorg, svo að þau horfðu
brosandi á eftir bonum, er liann sveif á burt.
Litli fuglinn flaug á meðal kynbræðra sinna
og sagði þeim frá litlu og góðu systkimnum á
Fossi og ömmu þeirra, sem björguðu lionum
frá því að frjósa til bana eða svelta í hel. Þetta
fanst fuglunum undur-falleg saga, og ef þeir
sáu litlu systkinin á Fossi, hófu þeir upp ynd-
isfagran lofsöng, en enginn söng sarnt af meiri
list eða fjöri, en einmitt þúfutitlingurinn, vetr-
argesturinn þeirra. Um sumarið bygði hann
og maki hans sér hreiður undir baðstofuglugg-
anum á Fossi. Þegar ungamir voju komnir úr
eggjunum, færðu liörnin og amma þeirra þeim
fæíði á meðan þeir höfðust við í hreiðrinu.
Hver veit nema bömin á Fossi hafi bjarg-
að einhverjum smælingjanum í vetur, því að
eins og þið munið, þá kvörtuðu snjótitlingarair
am ])áð í “Smára”, hve erfitt þeir ættu upp-
dráttar, en eg er hræddur um, að þúfutitling-
ai-nir hafi líka átt við þröngan kost að búa. —
Smári.
DAUÐI OG LIF.
Maður á Sýrlandi fór eitt sinn með úlfalda
og teymdi Ijann við múlband. Þá tók dýrið alt
í einu að espa sig og æðast með grimmilegum
látum og frísaði svo afskaplega að maðurinn
sá ekki annað sýnna en að flýja og tók á rás.
Hljóp hann alt hvað af tók unz hann sá brunn
nokkum hjá veginum; andblástur dýrsins
lieyrði hann alt af að baki sér og skreiddist ör-
vita af hi*æðslu ofan eftir stórsprungu, sem var
í ofanverðri brunnþrónni; þar vildi svo vel til
að brómberjarunnur var vaxinn út úr sprang-
unni, og þreif maðurinn dauðahaldi í runninn
og lét aumlega; hann leit upp fvrir sig, og sá
hausinn á vílfaldanum teygjast ofan að sér með
grimdar bragði, til að rykkja sér upp, en þeg-
ar hann leit niður í brunninn, sá hann dreka
með uppspertu gini, sem var reiðubiíinn að
gleypa hann í sig, ef hann hrapaði niður. Og
sem veslings maðurinn hékk á lofti mitt á
milli þessara tveggja voða-skepna, þá sér hann
í tilbót })riðju ógnina. Hann sá tvær mýs, aðra
svarta og hina hvíta, og vora báðar að naga ræt
urnar undan runnanum; þær nöguðu, sörguðu,
rifu, grófu og kröfsuðu moldjna frá rótnum,
og er moklin hrundi niður í brunninn, þá leit
drekinn upp fyrir sig frá botninum til að sjá
hvað langt mundi þangað ti1 að rannurinn
losnaði og hrapaði niður til s,n ásamt því, er
við hann loddi. Þarna var maðurinn yfirkom-
inn af ótta og angist, umsetinn, umkringdur af
ógnum, og liékk hörmulega staddur í dauða-
haldi; jiann skygndist alt í kring um sig eftir
hjálp, en lijálp var hvergi að finna, og þegar
hann var að skima þetta í ofboði, þá kom liann
auga á eina litla grein, sem eins og seildist að
honum út frá brómberjarunnanum, alsett full-
vöxnum og safaþrungnum berjum, og sem hann
hafði séð hana, kom að honum einhver undar-
leg* lyst, svo að hann skeytti ekki framar um
grimdaræði úlfaldans, eða ógnanir drekans í
vatninu, ekki um ilskuvélar músanna, því ber-
in þóttu thonum svo gimileg; hann lofaði úlf-
aldanum að hamast fyiúr ofan sig, drekanum
að espast fyrir neðan og músunum að naga rétt
hjá sér; liann tók berin og át þau með beztu lyst
einsi og hann þyrfti ekkert að ugga og smökk-
uðust honum svo sætlega berin, að hann
gleymdi öllum ótta og kvíða.
Þú spyr nú og segir: “Hver var þessi ó-
vitri maður, sem })annig gat gle\*mt öllum
ótta!”
Satt að segja, góði vin, þá ert þú sjálfur
þessi sami maður, og nú skaltu heyra þýðingu
málsins. Drekinn í liinum djúpa branni, sem
uppsperrir sitt ógurlega gin, er dauðinn; úlf-
aldinn, sem ógnar að ofan, er liið kvíðafuHá og
mæðusama líf, en ]>ú ert sá, sem hangir svo
hræðilega milli lífsins odg dauðans á liinum
græna runni þessa heims lífs; mýsnar, sem
naga ræturnar luulir runninum og greinamar,
sem halda þér uppi, og þar á ofan narta sjálf-
an þig, þær lieita dagur og nótt; hin svarta
nagar hægt og leynilega frá kvöldi til morg-
uns, og hin hvíta nagar frá morgni til kvölds,
báðar iðnar og ötular að grafa undan þér lífs-
ræturnar; og innan um aban þennan ófögnuð
og hryllingar læturðu ginnast af sællegri fýsn
til hinna sætu berja munaðarins, svo að þú
gleymir úlfaldanum, sem er: armæða lífsins;
drekanum, sem er: Dauðans angist, og músun-
um báðum, sem era: dagur og" nótt, og gáir
einskis nema að hrifsa og sleikja í þig sem
mést af berjmn þeim, er vaxa utan í hinum
sprungna barmi grafarinnar.—Stgr. Tt. þýddi.
GESTUR TÖFRA MANNSINS.
Saga eftir ókunnan höfund.
Fagur haustdagur var að kveldi kominn og
kveldskuggarnir voru teknir að faUa vfir Flór-
ensborg. Þá heyrðist lágt en snögglega barið
að dyrum Cornelíuss Agrippa. Skömmu síðar
var ókunnur maður leiddur inn í stofuna, þar
sem spekingurinn sat yfir bókum sínum.
Þó hinn ókunni maður væri íturvaxinn og
kurteis í látbragði, var eitthvað dularfult og
undarlegt við hann, sem gjörði mann liræddan
eða jafnvel liratt manni frá honum.
Eigi var auðvelt að gizka á aldur hans;
mörk elli og æsku blönduðust saman í andliti
lians með undarlegum hætti. Hvorki á vöng-
um hans né enni var nokkur lirukka og í stóra,
dökku augunum hans var glampi f jörs og æsku.
En íturvaxni líkaminn var boginn af byrði ár-
anna, eftir því sem út leit. Hárið var grátt, þó
það væri þykt og bústið og rÖddin var veikluleg
og titrandi, en þó var í henni lireimur, sem
hreif og gekk til hjarta.
Hann var búinn eins og herramaður í Flór-
ens; en í hendi hélt hann sprota eins og píla-
grímur og silkilinda var bundið um mitti lians
með austurlenzkum rúnum.
Andlit hans var fölt eins og dauðinn, en all-
ir voru drættir þess sérlega fagrir; í því gjörði
dýpsta speki og sárasta hugarkvöl vart við sig.
“Fyrirgefið mér, hálærði herra,” sagði
hann við spekinginn; “frægð yðar hefir borist
til allra landa og er komin öllum fyrir eyru, og
eigi mátti eg yfirgefa. svo hina frægu Flórers-
borg, að eg ekki leitaði viðtals við þann, sem er
stærsta hrós hennar og veglegasta piýði.”
“Verið þér marg-velkominn, herra,” svar-
aði Agrippa.
“Eg hefi heyrt furðulegar frásögur,” hélt
hinn dularfulli gestur áfram, “um sjaldgæfa
skuggsjá, sem Hstfengi yðar hefir smíðað. Hver,
sem í hana horfir, fær að sjá fjariæga eða látna
vini, sem bann þráir aftur að líta. Augu mín
sjá ekkei’t í þessum útvortis sjónarheimi, sem
þeim þóknast.
“Gröfin hefir lokast yfir öllu, sem eg unni.
Alt, sem eitt sinn var mér til fagnaðar, liefir
stramnur tímans flutt að feigðarósi. í eitt
skifti enn langar mig til að líta andlit, sem eg
elskaði. Mig langar til að líta alt, sem eg liefi
elskað og orðið að missa. Sií endursýn væri
hjarta mínu dýrmætari en alt, sem heimurinn
hefir að bjóða, — nema gröfin, nema gröfin.
Þessi áköfu bænarorð hins. ókunna manns
höfðu þau áhrif á Agrippa, sem eigi var vanur
að sýna öllum kraftaverk listar sinnar, er
girntust að líta, }>ótt oft væri hans freistað með
höfðinglegum gjöfum, — að hann lét síðast til-
leiðast að láta undan þrábeiðni þessa sjald-
gæfa gests.
“Hvern gimist þú að sjá” spurði hann.
“Barnið mitt, vndið mitt, hajia ’Maríu!”
svaraði hinn ókunni maður.
Þegar í stað lét Agrippa bvrgja hvern ljós-
glampa úti frá herberginu, lét gestinn standa
sér til hægri hliðar og tók að svngja, lágum
róini, en þýðum, ljóð á tungu, sem enginn skildi,
og fanst gestinum smám saman vera tekið und-
ir; en hljóðið var svo dauft og óskýrt, að liann
vissi naumast, livort það ætti sér stað nema í
ímyndan hans.
Meðan Agripppa hélt áfram að syngja, varð
lierbergið smámsaman ljómað up af birtu, en
eigi var unt að gjöra sér grein fyrir, hvaðan
ljósið kom.
Tjoks gat komumaður glögt greint stóra
skuggsjá, sem náði yfir allan fjarlægasta vegg
herbergisins. Yfir hana sýndist þétt mistur
eða ský snögglega bða.
“Dó hún í heilögu hjópabandif” spurði
töframaðurinn.
“Hún var jungfrú, hrein eins og mjöllin.”
“Hve mörg ár eru liðin síðan gröfin lokað-
ist yfir henni?”
“Mörg, mörg, — fleiri en eg hefi riú tíma
til að telja.”
“En,” sagði Agrippa, “eg verð að vita.
Fyrir hvern áratug, sem liðinn er eftir dauða
hennar, verð eg að sveifla sprota þessum einu
sinni, og þegar eg hefi sveiflað honum í síð-
asta skifti, mun mvnd liennar birtast þér í
skuggsjánni ])arna.
“Sveiflaðu áfram”, sagði komumaður og
stundi þungan; “sveiflaðu áfram og varst þú
að þreytast.”
Agrippa blíndi á hinn undarlega komumann
af nokkurri biæði; en hann fyrirgaf honum
kurteisissskortinn, vegna hörmunganna, sem
lionum þótti b'klegt, að yfir hann hefði dunið.
Hann sveiflaði töfrasprota sínum mörgum
sinnum, en hann virtist liafa glatað mætti sín-
um. Hann sneri sér aftur að komumanni og
kallaði hástöfum:
“Hver og hvað ertu, maður? Koma þín
gjörir mér órótt. Eftir öllum reglum listar
minnar tákna sveiflur sprotans nú þegar tvisv-
ar tvö hundrað ár, og samt sem áður hefir eng-
in tilbreyting verið sjáanleg í skuggsjánni. Ert
])ú að draga dár að mér og hefir sú mannvera
aldrei lifað, sem þú hefir lýst fyrir mér!”
“Haltu áfram að sveifla, sveifla!” var eina
svarið, stutt og hrjóstugt, sem kom frá mann-
inum.
Þó Agrippa væri sjálfur töframangari, varð
hann nú forvitinn og tók að óspekjast, en dul-
arfullur ótti aftraði honum að hætta að sveifla
sprotanum, þó hann efaðist mjög um einlægni
gestsins. Þegar hönd hans tók að lýjast, heyrði
hann komumann hrópa digram og alvarlegum
rómi:
“ Sveifla þú enn, sveifla þú enn!”
Loks, er töfrasprotinn hafði táknað meir en
tólf hundruð ára bil, leið skýið frá yfirborði
skuggsjárinnar; komumaður reis á fætur með
fagnaðarópi, og mændi hugfanginn á það, sem
nú bar fvrir augu. (Nl. næst.)
RETRUNIN.
(Þýzkt æfintýri.)
Tveir stúdentar voru til liúsa og í kosti hjá
konu nokkurri gamalli, en vora ekki vel haldn-
ir, því hún var nísk og sauð ekki lianda þeim
nema súpu, sem var vatnsgutl eitt. Voru þeir
mjög óánægðir með það og börmuðu sér yfir
því sín á midi.
“Bíddu hægur,” sagði annar þeirra, “eg
skal nú bráðum reka út úr lienni svíðingsskap-
ar púkann.”
Nú var kerling því vön að dæsa oft þungan
og mæla fyrir munni sér:
“Æ, sæll mundi sá, sem á kimnum væri!”
Eftir þessu hafði stúdentinn tekið og klifr-
aðist nú upp á þakið og horfði ofan um skor-
steininn niður í eldhúsið þar sem sú gamla var
að sjóða. Og er hún í annað sinn stundi upp
orðunum sömu:
“Æ, sæll mundi sá, sem á himnum væri!‘ ’,
þá hrópaði liann hárri röddu:
“En þangað að komast er þér ei færi!”
Konan hélt þá, að þetta væri engill, eða ef
til vill guð sjálfur, og kallaði aftur með eymd-
arlegum rómi:
“Nú, hvers vegna ekki, minn dýri drott-
inn?”, en stúdentinn svaraði:
“Af því þú lætur ei kjöt í pottinn!”
Þá sá gamla konan að sér og lofaði bót og
betrun með þessum orðum:
“Eg mun ])á gera svo betur líki, ” og lét hún
stórt kjötstykki í pottinn, sem stóð yfir eldin-
um. Og óðara hljómuðu ofan til hennar þessi
huggunaríku orð:
’Og ])á kemstu líka í Himnaríki.”
—Stgr. Th. þýddi.
DR. B. J. BRANDSON
216-220 MedlcaJ Arts Bldg.
Cor Graham og Kennedy Sts.
PHONE: 21 834 Offlce tlmar: 2—3
Heimili 776 Victor St.
Phone: 27 122
Winnipeg, Manitoba.
DR. O. BJORNSON
216-220 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sts.
PHONE: 21 834 Office tlmar: 2—3
Heimili: 764 Victor St.,
Phone: 27 586
Winnipeg, Manitoba.
DR. B. H. OLSON
216-220 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sts.
PHONE: 21 834 Office tlmar: 3—5
Heimili: 5 ST. JAMES PLACE
Winnipeg, Manitoba.
dr. j. stefansson
216-220 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sts.
PHONE: 21 834
Stundar augna, eyrna nef og kverka
sjúkdóma.—Er aó hitita kl. 10-12 f.
h. og 2-5 e. h.
Heimili: 373 River Ave. Tals.: 42 691
DR. A. BLONDAL
202 Medical Arta Bldg.
Stundar sérstaklega kvenna og
barna sjúkdóma. Er aö hitta frí. kl.
10-12 f. h. og 3-6 e. h.
Office Phone: 22 296
Heimili: 806 Vlctor St. Slml: 28 180
A. S. BARDAL
848 SHERBROOK ST.
Selur llkkistur og annast um út-
farir. Allur útbúnaóur sá beztl
Ennfremur selur hann allskonar
minnisvaróa og legsteina.
Skrifstofu talsími: 86 607
Heimilis talsimi: 58 302
H. A. BERGMAN, K.C.
Islenzkur lögfrseBingur
Skrifstofa: Room 811 McArthur
Building, Portage Ave.
P. O. Box 1656
PHONES: 26 849 og 26 840
Lindal Buhr & Stefánsson
Islenzkir lögfræöingar.
356 MAIN ST. TALS.: 24 963
peir hafa einnig skrifstofur aC
Lundar, Rlverton, Gimli og
Piney, og eru bar aö hitta á
eftiríylgjandi tlmum:
Lundar: Fyrsta miövikudag,
Riverton: Fyrsta fimtudag,
Glmli: Fyrsta miövikudag,
Piney: Priöja föstudag
I hverjum mánuöi.
J. RAGNAR JOHNSON
B.A., LL.B., LL.M. (Harv.)
tslenzkur lögmaOur.
Rosevear, Rutherford Mclntosh and
Johnson.
910-911 Electric Railway Chmbrs.
Winnipeg, Canada
Slrrti: 23 082 Helma: 71 753
Cable Address: Roscum
J. T. THORSON, K.C.
Islenzkur lögfræöingrur
SCARTH, GUILD & THORSON
Skrlfstofa: 308 Mlnlng Exchange
Bldg., Main St. South of Portage
PHONE: 22 768
G. S. THORVALDSON
B.A., LL.B.
Lögfræöingur
Skrifstofa: 702 Confederation
Life Building.
Main St. gegnt City Hall
PHONE: 24 587
J.J.SWANSON&CO.
LIMITED
601 PARIS BLDG., WINNIPEG
Fastelgnasalar. Leigja hús. Ut-
vega peningalán og eldsábyrgö
af öUu tagi.
PHONE: 26 349
A. C. JOHNSON
907 Confederation Life Bldg.
WINNIPEG
Annast um fasteignir manna.
Teltur aö sér aö ávaxta sparifé
fólks. Selur eldsábyrgö og blf-
reiöa ábyrgöir. Skriflegum fyr-
irspurnum svaraö sajnstundis.
Skrifstofusimi: 24 263
Heimasími: 33 328
ALLAR TEGUNDIR FLUTNINGAI
Nú er veturinn genginn 1 garö,
og ættuö pér þvl aö leita tíl mln,
þegar þér þurfiö á kolum og
viö aö halda.
Jakob F. Bjarnason
668 Avlerstone. Slmi 71 898
pjÓÐLEGASTA KAFFI- OG
MAT-SÖLUHÚSIÐ
sem þessi borg hefir nokkum
tlma haft innan vébanda sinna.
í'yrirtaks máltlöir, skyr, pönnu-
kökur, rúllupylsa og þjóöræknls-
kaffi.—Utanbæjarmenn fá sér
ávalt fyrst hressingu á
WEVEL CAFE
•92 SARGENT AVE.
Slmi: 37 464
ROONEY STEVENS, eigandL
SMÆLKI.
Drenícuv kemur inn í brauðbúð og spyr um
verð á einni smákökutegund.
Búðardrengurinn segir: Þessar kökur eru
frá því í gærdag, og þú getur fengið sex fyrir
fimm aura.
Drengurinn (glaður í bragði): Ja, sex fyr-
ir fimm aura! Þá fást fimm kökur fyrir fjóra
aura, fjórar fyrir þrjá aura, þjár fyrir tvo aura,
tvær fyrir einn eyri og ein—fyrir ekki neitt. —
Þökk fyrir, eg er ánægður að fá þessa einu!”
Faðirinn: Jæja, Einar litli. Hvað hefir þú
lært í skólanum í dag!
Einar: Pabbi, eg hefi gleymt því öllu.
Faðirinn: Gleymt því öllu? Það var leið-
inlegt. En Siggi litli, félagi þinn, hann man
alt, þegar hann kemur heim.
Einar: Já, hann á líka svo miklu stvttr-a
lieim.
— Eg er ekki hjátrúarfullur. En að einu
leyti er mér illa við að þrettán séu við borðið.
— Að hverju leyti?
— Ef maturinn er aðeins handa tólf!
— Hvað heitið þér?
— Szcpczonotsewitch.
— Og hvemig skrifið þér það?
— Alveg eftir £*-HHburðinum.