Lögberg - 15.05.1930, Page 6

Lögberg - 15.05.1930, Page 6
rfls. 6. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. MAÍ 1930. Mary Turner I Eftir M ARV IN D AN A. Hann reyndi að bera sig eins vel og hann gat, þó hann vissi vel, að nú var hann í mikilli hættu staddur. Hann færði sig ofurlítið -nær stúlkunni, sem hafði ákært hann um svik og reyndi að vera eins sakleysislegur, eins og ' hann mögnlega gat. “Hann lýgur að ykkur,” sagði hann og benti á Dick. “Eg má segja ykkur, að þessi veggtjöld eru miljón dala virði að minsta kosti. ” 1 þetta sinn gat Mary ekki lialdið hatrinu og gremjunni í skefjum. “Þú ert svikari! Þetta hefir þú gert fyrir Burke!” Griggs reyndi sem bezt hann gat að koma þeim í skilning um, að hann væri sáklaus, og hann lék þann leik vel, því nú vissi hann, að honum reið lífið á, að blekkja þá sem hann hafði svikið. “Eg segi ykkur heilagan sannleikann. Eg get lagt eið út á að eg geri það.” “Þú komst til mín í gær,” sagði Mary og leit á hann tortryggilega. “Þú komst til mín og sagðir mér frá þessari fyrii-ætlan. Og þú komst frá Burke.” Eg segi vkkur alveg satt, að eg hefi engin svik í huga. Það var félagi minn, sem sagði mér frá þessu,” sagði Griggs, en nú miátti þó finna, að hann var farinn að efast um að þess- ar afsakanir hefðu nokkra þýðingu. Hann fann, að honum var ekki trúað. “Þetta er tómur lygavefur alt saman,” sagði Garson af mikilli reiði, og duldist nú engum, að hann hafði alt annað en gott í huga. “Væri þá ekki rétt maklegt, þó svo væri,” sagði Griggs og reyndi að sýnast ör-' uggur. Hann greip til hljóðpípunnar, sem var í vestisvasa hans, og bar hana upp að vörunum. Hann varð ekki nógu fljótur tij. Garson greip skamnnhyssuna úr vasa sínum og hleypti af. Það kom enginn reyknr og það heyrðist svo sem ekkert hljóð. En Griggs stóð augna- blik uppréttur og hreyfingarlaus og datt svo á gólfið — steindauður. “Farðu hölvaður! Þú hefir fengið mak- leg málagjöld,” sagði Garson, og þrátt fyrir það, hve ofsa-reiður hann var, mátti þó sjá sigurbros á vörum hans. Þetta varð alt í svo skjótri svipan, að Diek hafði ekki fyrst áttað sig á því, hvað um var að vera, en þegar maður féll dauður fyrir morðvopninu, þá var ekki um að villast. Hann hljóp að Garson og ætlaði að grípa af honum skammbyssuna og í þeirri viðureign datt hvin á gólfið. Hvorugur þeirra hafði tíma til að taka rana upp, eða sintu því ekki, því það var annað, sem dró að sér athygli þeirra. Þrátt fyrir alt, sem fvrir hafði komið, þá hafði Chicago Red staðið trúlega á verði og nú heyrði hann eitthvað og sagði í hálfum liljóðum: * “Einhver er að opna framdymar.” Garson gleymdi vopninu, þegar hann heyrði þetta og liljóp út að glugganum. Dick tók skammbyssuna. ‘ ‘ Það er enginn á götunni! Við verðum að stökkva hér út,” sagði Garson. Honum var nú runnin mesta reiðin og hann hugsaði ekki um annað en forðast hættuna og þó sérstaklega að bjargt Mary. Reiðisvipurinn var alveg horf- inn af andliti hans og þar var nú ekkert annað að sjá en góðvild og prúðmensku. “Þú verður að koma, Mary, undir eins,” sagði hann. Chicago Red hafði snúið af Ijósinu, hlaupið út að glugganum, opnað hann og var þegar kominn út og Dacey fór rétt á eftir honum. En Garson var rétt að því kominn að kalla aftur á Mary og biðja hana að flýta sér, þegar Dick tók til máls. “Hún getur ekld stokkið út um gluggann,” sagði hann kalt og rólega. “Far þú. Hún er ekki í neinni hættu. Þú veizt að eg lít eftir henni. ’ ’ “Ef þeir taka hana—” Hann komst ekki lengra, en röddin var ógnandi. “Henni er óhætt,” sagði Dick hæglátlega, en það var mikill sannfæringarhreimur í rödd- inni. “Ef þú ekki passar hana, þá skalt þú sjálf- an þig fyrir hitta og eiga mig á fæti,” sagði Garson, og hann sagði það þannig, að það var vandaJaust að skilja við hvað hann átti. ” Svo leit hann á lík mannsins, sem hann hafði sjálfur drepið. “Það er tæzt þú segir Burke hvemig farið hafi, ” sagði hann og svipur hans varð afar- grimmúðlegur. “Bölvaður svikarinn! Þú hef- ir fengið makleg málagjöld.” Svo hvarf hann út um gluggann. XIX. KAPITULI. Það var dauðaþögn í herberginu, eftir að Garson var farinn. OfurJitla stund Jiorfði Dick á gluggann, sem mennirnir höfðu farið út um. Svo sneri hann sér aftur að Mary og tók um hendina á henni. Þetta, sem fyrir hafði kom- ið, hafði frekar orðið lionum til styrktar, en hitt, vegna þess að það hafði dregið huga hans frá hans eigin erfiðleikum. Hvað gerði það svo sem til, þó innbrotsþjófur og óþokki liefði verið drepinn ? hugsaði hann. Það eina, sem bann gat séð að varðaði nokkra verulegu, vgr framtíð hans sjálfs og ikonunnar, s)em 'hann nú var giftur. Honum skildist J)ó fljótt, live eigingjarn hann væri, því höndin, sem hann héit um, skalf eins og hrísla. Honum fanst konan vera að missa allan mátt og hníga nið- ur, og hann tók utan um hana til að verja hana falli. Það sem hún sagði; sagði hún svo lágt, að hann mundi ekki hafa hevrt til hennar, ef þau hefðu ekki verið alveg hvoi't hjá öðru. Hún var náföl og augnaráðið afar dauglegt. Það var eins og allur máttur væri henni liorfinn, líkam- legur og andlegur. Hún studdist algerlega við hann. Rómurinn var ósliýr og svo lágur að hann gat naumast heyrt hvað hún sagði. “Eg — eg hefi aldrei fyr séð mann drep- inn. ’ ’ Þessi einföldu orð, sexn hann sjálfur hefði getað sagt, engu síður en limg höfðu afar mikil áhrif á hann. Hann varaðist að líta þangað, sem líkið var, og hann sneri henni þannig, að hún gat ekki heldur horft í þá átt.. Með því að athuga, hve skelfilegt þetta í raun og vera var, gat liann vel skilið, hve mikið lienni félzt um , þetta. Hér hafði mórð verið framið, rétt fyrir augunum á þeim, og ^á, sem liafði framið það, var einmitt maðurinn, sem Mary átti lífið að þakka. Dick skildi vel, að Jiessi sjón hlaut að hafa verið henni ofraun og þreki hennar og kröftum væri með Jwssu ofboðið. Við þes.sa hugsun varð hann enn viðkvæmari fyrir henni og honm fanst, að alt rildi hann í sölurnar leggja hennar vegna. Dick hjálpaði Mary að legubekknum og lét hana setjast þar niður. “ Eg liefi aldrei fyr séð mann drepinn,” sagði hún aftur. Hún talaði dáJítið hærra en áður, en röddin var eitthvað óeðlileg. Hún vék við höfðinu í óttina, þar sem líkið var, en hætti við }>að og leit framan í manriinn sinn og duld- ist honum ekki, að einhver skelfing hefði gagn- tekið huga hennar. “Þú veizt það, Dick,” sagði hún enn, “að eg Jiefi aldrei fyr séð mann drepinn. ’ ’ Áður en Dick gat sagt lienni nokkuð til liuggunar, heyrði hann að einhver kom við hurðina. Hann var þegar til þess búinn að verjast, ef á þyrfti að lialda, og taka hverju sem að höndum bæri. Hann stóð rétt hjá legu- bekknum, og hallaði sér Jítið eitt áffram. 8vo datt lionnm í hug að kveikja sér í vindlingi, og þegar liann var búinn að'Jiví, stóð hann í sömu .skorðum rétt hjá konunni, sem hann unni og liafði ósett sér að vemda, hvað sem það kost- aði. Aftur lieyrði hann„ að einhver var á ferð- inni, og nú nær en áður. Hann vildi vera viss um, að hver sem þama væri á ferð, heyrði til sín, svo hann talaði í fullum rómi. “Þú mátt vera viss um það, Mary, að alt gengur vel fyrir þér og mér. Þú varst hugrökk að koma til mín núna.” Hún svaraði engu. Hún gat ekki slitið hug- ann fm þeirri óttalegu sjón, er hún sá Griggs falla dauðan á gólfið. Dick reyndi sem bezt hann gat, að vekja hana til umliugsunar um það, sem nú var að koma fvrir, og sem honum duldist eklri, að ekki var liættulaust. “Talaðu við mig, ” sagði hann blíðlega. “Þeir koma eftir mínútu. Þegar þeir koma, þá láttu eins og þú hafir komið til að finna mig. Reyndu það Mary, elskan mín góða, reyndu J'að.” Svo hækkaði hann aftur röddina, svo að vel mætti heyra til hans um alt herbergið. “Eg hefi í allan dag verið að reyna að finna þig. En svo komstu, þegar eg var nærri búinn að gefa upp alla von um að sjá Jrig í dag. Eg er vlss um, að faðir minn mun smátt og gmátt—” Hann komst ekki lengra. Hurðinni var alt í einu hrundið upp og Burke kom inn og stað- næmdist rétt innan við dyrnar, með skamm- byssu í hendinni, sem hann hélt á lofti. “Haldið uppi höndunum, allir!” sagði liann með þrumurödd. Það var eins og dragi úr valda-svipnum og hann yrði fyrir einhverjum miklum vonbrigð- um, þegar hann sá þarna engan nema Dick sem stóð hjá bekknum, og Mary, sem sat þar afar- veikluleg. Burke rendi augum um hertærgið og siá fljótt, að/Jiar var enginn- nema þau tvö, og var þá engum blöðum um það að fletta, að heldur lítið hafði orðið úr liinu vel fyrirhug- aða ráði. Hann byrjaði að segja eitthvað og /leit grimmúðlega til þeirra Dick og Mary. En Jiann komst ekki að með að segja neitt, því Dick tók þegar til máls, og hann talaði stillilega, en alvarlega. “Hvað erað þér að gera hér, um þetta leyti nætur?” Það Jeyndi sér ekki á málrómnum, að hann var óánægður mjög yfir þessari heimsókn. “Eg veit hver þér eruð, Mr. Burke, en þér verðið að skilja það, að það eru líka einhver takmörk fyrir því, hvað þér megið bjóða yður. Eg sé ekki betur, en að })ér gangið lengra, en góðu hófi gegnir, með því að vaða hér inn um hánótt.” Burke svaraði þessu engu, og liefir líklega fundist það, sem Dick sagði, markleysa ein. “Hvað er Jiún að gera liér?” spurði liann og leit á Mary. Hann granaði vafalaust, að hér væ:i eittlivað verið að leika á sig, og að Mary hefði eitthvað við það að gera. “Hvað er hún að gera hér ?” endurtók hann með þrumurödd. ‘ ‘ Þér gætið þess ekki, livað þér eruð að segja,.Mr. Burke,” sagði Dick kuldalega. “Hún er konan mín og hún hefir áreiðanlega fullan rétt til að vera hjá mér, manninum sínum.” Burke glotti skuggalega. Það sýndist ekk- ert á hann fá, hve veikluleg Mary var. “Því ætti eg ekki að vera hér?” spurði liún með veikum rómi. “Því ekki ? Eg— Húp komst ekki lengra, J>ví Burke tók fram í fyrir henni, og það var langt frá því, að liann hefði nokkra meðlíðan með lienni. Hann eins og fann það á sér, að hér hefði eitthvað komið fyrir, og honum fanst alls ekki ólíklegt, að það væri eitthvað slíkt, að liér eftir hefði liann meira hald á Mary Tumer, en áður. En það var kannske liollast, að segja ekkert um það að sinni. ‘Hvar er faðir yðarf” spurði hann. “I rúminu, auðvitað,” svaraði Dick. “En eg spyr yður aftur, hvaða erindi þér eigið hingað um hánótt.” Burke ypti öxlum og var óánægjulegur á svipinn. “Kallið þér á föður vðar,” sagði hann. Dick datt ekki í hug að lilýða þeirri skipun. “Það er orðið framorðið,” svaraði liann, “og eg vildi síður þurfa að gera honum ónæði, ef það er ekki alveg óumflýjanlegt. Þér hljótið annars að sjá, að þeta tekur ekki nokkra tali.” Hann varð alt í einu vinsamlegri, og datt vafa- laust í liug, að reyna að vinna Burke yfir á sitt mál með góðu. “Heyrið þér, Mr. Burke!” sagði hann vin- gjarnlega. ‘ ‘ Eg sé að það er lang-bezt fyrir mig, að segja yður rétt eins og er. Sannleik- urinn er sá, að eg hefi fengið. konuna mína til að fara burtu með mér. Hún ætlar alveg að liætta við það, sem hún liefir verið að gera að undanförnu. Við ætlum bæði að fara héðan. Þér1 skiljið því, að við verðuim að hafa frið til að tala um þetta í næði. Það væri því ekki nema rétt af yður, áð fara nú, og koma heldur aftur í fyrraniálið. ” Burke bara glotti. Hann gat ekki rétt í svipinn gert sér grein fyrir, hvað fyrir hefði komið, en hann var alt of glöggur til að láta villa sér sjónar, eins og Dick var að reyna að gera. . “Svo það er það, sem þið erað að reyna að gera Jiér,” sagði hann og glotti við. “Auðvitað,” sagði Dick örugglega, þó hann reyndar vissi vel, að Burke tryði sér ekki. Hvað hann sjálfan snerti, var hann fremur gramur en hræddur út af því, að geta ekki sannfært Burke. “Þér skiljið, að eg vissi ekki—” Rétt þegar Jiann var að segja þetta, féll ljós- ið frá turninum aftur inn um gluggann. Burke varð aftur hverft við, eins og lionum hafði orð- ið fvr um lcveldið. Hann notaði þó birtuna, til að veita öllu í herberginu eftirtekt. Skugga hafði borið á, þar sem Griggs lá dauður, en nú sá hann líkið og þekti það þegar. Burke sá þegar, að hér hafði verið framið morð. Þegar Ijósið frá tuminum bar af glugg- anum, gekk Burke fram að dyranum og kveikti Ijósin, svo- að albjart varð í skrifstofunni. Svo gekk liann að hinum dyranum, sem vissu út í geymsluherbergið og blés í hljóðpípuna og kallaði rétt á eftir, “Cassidy, Cassidy!” Dick liafði fvlgt Burke í áttina til dyranna, en sneri sér nú aftur til konu sinnar. Burke tók eftir því, að hann vár eitthvað að hreyfa sig — og kallaði til hans grimmiíðlega: “Hreyfið ykkur ekki — hvoragt ykkar!” Cassidy kom þegar inn í skrifstofuna og hinir tveir rétt á eftir honum. Það var auð- séð, að honum brá í brún, að sjá ekki fleiri í skrifstofunni, en þar vora. Hann hafði búist við að sjá þar hóp af ræningjum. “Hvernig stendur á þessu, Mr. Burke?” spurði hann og varð litið á Dick, þar sem hann stóð rétt hjá Mary, sem sat á legubekknum. “Þeir era búnir að vinna á Griggs,” sagði Burke, þar sem hann lá á hnjánum rétt hjá lík- inu og var að skoða það. Hafði hann farið þangað, þegar hann var búinn að kalla á hjálp- armenn sína. Hann leit illúðléga á Cassidy. “Því flýttuð þið ykkur ekki hingað inn, þegar þið heyrðuð skotið?” spurði hann. “Þið skul- uð fá að kenna á þessu. ” “Það var ekkert skot,” sagði Cassidy auð- mjúkur. “Þér megið reiða yður á, að það heyrðist ekkert hljóð.”' Burke stóð á fætur. Hann var alvarlegur og alt annað en góðlátlegur á svipinn. “Það sýnir sig nú bezt á sárinu.” Svo sneri hann sér að þeim Dick og Mary. ‘ ‘ Svo það er ekkert um það að efast, að hér hefir verið framið morð. Það er bezt fyrir yður, að gef- ast upp strax. Hvar er skammbyssan ? ” Það varð ofurlítil þögn. Cassidy var ekki enn fylliilega búinn að átta sig á því, sem fyrir Iiafði komið, þegar Burke talaði til hans og sagði, um leið og hann benti á Dick: “Leitið þér á honum.” En áður en Cassidv gat nokkuð gert í þá átt, tók Dick skammhyssuna úr vasa sínum og fékk Jionnm hana. KAUPIÐ AVALT LUMBER hjá THE EIVIP RE SASH & DOOR CO. LTD. rlSNSY AV£. EASr. - - WINiMlPfeG, IVIAN. Yard Oiacs: Scn Floj-r, 3ank of HamHtonChamber9 Einmitt þegar þannig stóð á fyrir Dick, kom faðir hans inn í herbergið. Hann hafði hevrt hávaðann í Burke og vildi sjá, hvað um væri að vera. “Hvað er hér um að vera?” sagði hann, þegar hann kom inn fvrir dyrnar og sá hverjir þarna voru. Það var auðséð, að lionum leizt ekki á blikuna, sem ekki var von. Buike vissi af langri reynslu, að það var ekki holt að segpja meira en góðu hófi gegndi, þegar eitthvað þessu líkt bar að höndum. Hann gerði það heldur ekki í þetta sinn, frekar en endranær. Hann leit á Dick og var meir en lítið biúnaþungur. “Svo }>að eruð þér, sem hafið gert þetta, ungi maður.” Svo sneri hann sér að Cassidv og hélt áfram: “Jæja, Cassidy, þér getið tekið þau bæði niður á löreglustöðv- arnar.” Dick datt ekki annað í liug, en mótmæla þessu eindregið, hvað konuna snerti, sem liann unni hugástum. “Ekki hana!” sagði hann eins og í bænar- róm. “Þér ætlið" þó ekki að taka hana fasta, Mr. Burke. Það tekur engu tali.” Nú var Mary aftur komin til sjálfar sín. Hún var, að mildu leyti að minsta kosti, búin að ná ,sér, eftir J)á miklu geðsliæringu, sem liún hafði orðið fyrir. Hún gat nú talað nokkurn- veginn eins og henni var eðlilegt,. “ Dick”, sagði liún. “Varastu að segja iiokkuð.” Hún sagði þetta blátt áfram, en })ó mátti vel skilja, að henni þótti mikið ríða á, að hann fylgdi þessu ráði. Burke hló kuldalega. “Það var svo sem við að búast,” sagði hann. “En það gerir lítið til eða frá, hvort þér talið eða ekki. Þetta er auðve'H mál. Annað hvort liafið þér, ungi maður, myrt Griggs, eða hún hefir gert það.” Um leið og Burke sagði þetta, benti hann á líkið, sem lá á gólfinu. Edward Gilder eins og ósjálfrátt fylgdi bendingu hans og kom nú í fyrsta sinn auga á þessa hrúgu af holdi og beinum, sem einu sinni hafði verið maður. Honum varð svo mikið um, að hann átti fult í fangi með að kstanda ó fótunum, þangað til hann gat náð sér í stól, sem hann settist á. Aldrei fyr hafði honum fundist eins mikið til síns eigin vanmáttar koma, enda hafði hann aldrei fyr séð neitt þessu líkt. Og nú var son- ur hans, sem hann elskaði meir en alt annað í heiminum, sakaður um morð. Honum datt í hug, livort þetta gæti ekki vbrið bara ljótur draumur, svo voðalegt sem það var. En rödd Burkes tók af öll tvímæli um það, að þetta var eigi draumur, heldur grimmur veruleiki. “Annað hvort hafið þér drepið manninn,” sagði hann aftur við Dick, “eða þá að hún hef- ir gert það. Segið mér eins og er, skaut hun manninn? ” “Ilvaða lifandi ósköp-” lirópaði Dick. “Nei, hún gerði })að áreiðanlega ekki.” “Nú, þá hafið þér gert það,” sagði Burke. Nú lét Mary til sín heyra. Hún hafði nú náð fullu valdi á sjálfri sér. “Nei, nei! Hann gerði það ekki.” “Annað livort ykkar hefir drepið mann- inn,” sagði Burke aftur og beindi orðum sínum að Dick. “Var það hún, sem gerði það?” Dick Jiótti sér sjáanlega misboðið, með því að spyrja sig um þetta í annað sinn. “Eg hefi sagt yður, að hún gerði það ekki,” sagði hann. Burke var aldrei tiltakanlega ljúfmannleg- ur, en nú var hörkusvipurinn jafnvel orðinn óvanalega miki'll, þegar hann næst beindi spurningu sinni til Mary. “Jæja, þó,” })ramaði hann, “var það hann. san skaut Griggs?” Um leið og hann sagði þetta, leit hann á Didk, ön þegar Mary þess- vegna svaraði ekki, hélt liann áfram: “Eg er að tala við yðnr. “Drap hann manninn?” “Já,” svaraði hún hægt og seinleiga; en það var eins og hún gæti ekkert annað sagt. Dick leít á konu sína og það var auðséð, að þetta svar hennar vor honum óskiljanlegt, og það því fremur, sm hann nú þóttist fyllilga sannfærður um, að til sín bæri hún hlýrri hug, heldur en hún kannaðist við. “Mary!” var það eina, sem liann gat sagt. Tilfinningamál þessara hjóna var Burke óskiljanlegt, enda kærði hann sig ekkert um að skilja það. Yfirmenn í lögregluliðinu láta sig slíka hluti vanalega litlu varða. Rétt í svip- inn var hann ekki að hugsa um neitt annað en það, hvern kæraskyldi fyrir að hafa myrt Griggs. “Þér eruð til þess búnar, að leggja eið út á }>að, að hann hafi orðið manninum að bana?” spurði Burke og taldi nú sjálfan sig kominn vel á veg með að komast að því sem mest á reið í þessu máli. Mary hugsaði sig um ofur litla stund, en ekki leið á löngu þangað til hún réði við sig, hverju svara skyldi. “Því ekki það?” svaraði liún heldur sein- lega. iwBorgið Lögberg

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.