Lögberg - 15.05.1930, Blaðsíða 8

Lögberg - 15.05.1930, Blaðsíða 8
Bla. 8. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. MAl 1930. tt*&s**Jbk* .• w ■■zamzmm Betra haframjöl og betra postulín í hinum nýju “Double-Sealed” pökkum Robin Hood Rðpid Oats Silver Tea Úr bœnum ■+ Dr. B. J. Brandson fór vestur til Baldur, Man., um síðustu helgi í lækniserindum. Hann kom! heim aftur á mánudaginn. -Séra Jóhann Bjarnason messar væntanlega í Piney næsta sunnu- dag, þ. 18. þ.m., kl. 2 e. h. Að kveldinu er fyrirhuguð ensk messa, á þeim tíma, sem þar í bygð er venjulegur. Allir vel- komnir. Guðsþjónusta boðast hér með í Lögbergs og Konkordíu söfnuð- um í kirkju Lögbergs safnaðar sd. þ. 18. þ. m. og þann 25. í kirkju Kongordíu safnaðar; tekið til kl. 2 e. h. á báðurn stöðum. S.S.C. Sunnudaginn 25. maí fer fram ferming og altarisganga í Árdals- söifnuði í Árborg. Mes3an byrjar siundvíslega kl. 2 e. h. Fólk er \insamlega beðið að veita athygli breytingu á deginum, við það sem áður var auglýst í kirkjunni. Barnastúkan “Æskan”, byrjaði fyrsta fund sinn með átta með- límum á síðastliðnum ársfjórð- ungi. Við ársfjórðungslok taldi fcún tuttugu meðlimi og í byrjun þessa ársfjórðungs 10. maín, voru meðlimirnir orðnir tuttugu og fimm. Hefir því hópurinn þre- faldast og heldur meira. — Skemtilegt væri, að börnin kæmu á fundi stöðugt, kl. 3 til 4. Vér skulum láta fara vel um þau og kenna þeim ekkert ánnað en það, sem er gott, nefnilega: (1) Að drekka ekki áfengi; (2) að brúka ekki tóbak; (3) að tala ekki ljótt, blóta ekki; (4)i að spila ekki fjárhættuspil. Vér álítum það fallegt og mjög þarft, að halda sig frá öllu því, sem hér er talið að ofan. Það er er eftirtektarvert, eða máske eg ætti að segja dálítið ein- kennilegt, að fundina sækja bezt börn kunningja minna, svo sem Bjarnasons, Gíslasons og Sædals, og svo Guðrún Stefánsson. Öll þessi börn kunna íslenzkuna og flest þeirra kunna hana ágætlega og eru svo ágæt börn. Auðvitað eru öll börn það, ef farið er rétt að þvi sem gera þarf. Á síðasta fundi setti stórgæzlu- maður ungtemplara eftirfylgjandi meðlimi í embættj: 4Æ. T.: Guðrún Stefánsson. F.Æ.T.: Fríða Gíslason. V.T.: Sigga Gíslason. Kap.: Lára Bjarnason. Dr.: Matthildur Bjarnason. A. D.: Margr. Einarsson. Gjaldk.: Albert Holm. Vörð.: Helga Holm. Breði iSædal hafði verið kosinn ritari og Alda Sædal fjármálarit. en þau komu ekki á fund, svo að fresta varð innsetningu þeirra. Vér mælumst til þess, að for- eldrar sendi börn sín á fundina. J. E. (G.S.J.W.)) Þann 27. apríl s.l. héldu Aust- firðinglar í Vancouver, B. iC., “Silver Tea” að heimili Mr. og Mrs. Guðm. Anderson, þar sem safnað var $20.00 til styrktar kvennaskólanum á Hallormsstað. Stóðu eftirfylgjandi fyrir sam- sætinu: Mrs. Guðm. Anderson. Miss Mary K. Anderson. * Mrs. Björg Gíslason. Mrs. Svanborg Johnson. Miss Helga J. Johnson. Mr. eHrman Johnson. Mrs. Sigríður Westman. Mrs. Helga Wood. Um 40 vinir voru saman komnir, og var skemt sér með söng og upplestri. Sigurður JÓhannsson orti eftirfylgjandi kvæði Réttið hlýjar hendur— hugur fylgi máli, meðan cnn við unnum öllu, nema táli. Brúið haf með hlýju handartaki vina. Sérstök samúð vakni sorgir til að lina. Æs'kudrauma dreymda— drauma fyrstu vona — landi sínu’ að Iifa; lífið fór nú svona! Vorið oftast vekur vonir löngu dánar. Blóm úr hugarheimi hlýju meiri lánar. Því skal systrum senda sanna vorsins minning, — lýsa upp líf með blómum, lífga nýja kynning, — mentun sanna meta meira en útlent glingur; leyna ekki lengur lifir íslendingur. Framtakssporið fyrsta flestum örðugt reynist; treinist vanans tjóður, tápið sundur greinist. Sækið fram til sigurs! Seinast góður vilji gengur heill af hólmi. Hugsjón fjöldinn skilji. Skíni mentaskóli skær sem morgunstjarna — minni mætra kvenna, miðstöð héraðs barna. Einstæð íslenzk menning upp þar vaxa megi — stilt, en djörf til dáða — dreifa ljósi um vegi. EALED TENDERS addressed to the un- ^ dersiffned. and endorsed “Tender for Wharf Extension, Hnausa, Man.” will be re- celved until 12 oclock noon (daylifcht sav- in*), Thursday, Juno 5, 1930, for the con- struction of an extension to the wharf, at Hnausa, Selkirk District. Man. Plans and form of contract can be seen and specification and forms of tender obtained at this Department, at the offices of the Distrlct Engineer, Customs Buildlng, Wfnnipegr, Man.; Builders Exchangre, 401 Notre Dame Investment Buildin^, Winnipeg- Man., also at the Post Offices, Riverton, Man., and Hnausa, Man. Tenders will not be considered unless made on printed forms supplied by the De- partment and In accordanee with conditions contained therein. Each tender must be accompanied by an acceptedd cheque on a chartered bank, pay- able to the order of the Minister of Public Works, equal to 10 per cent. of the amount of the tender. Bonds of the Dominion of Canada or bonds of the Canadian National Railway Company will also be accepted as security, or bonds and a cheque if required to make up an odd amount. Not^—Blue prints can be obtained at this Department by depositing an accepted cheque fftr the sum of $10.00, payable to the ordcr of the Minister of Public Works, which will be returned if the intending bidder sub- mit a regular bid. By order, N. DE8JARDINS, Secretary Department of Public Works, Ottawa, May 8, 1930. Frú Thorstína Jackson Walt- ers, erindsreki Cunard eimskipa- félagsins, lagði af stað suður til New York síðastliðinn þriðju dagsmorgun. :■ n Bazar heldur kvenfélag Fyrsta lút. safnaðar, í samkomusal kirkj- unnar, á mánudaginn og þriðju- aaginn, 19. og 20. þ.m. Útsalan byrjar á mánudagskveldið um kl. 8 og stendur yfir fram eftir kveldinu. Á þriðjudaginn stendur útsalan yfir bæði scíðasti hluta dagsins og að kveldinu. Það þarf ekki að segja fólki í Winnipeg margt um útsölur kvenfélagsins. Allir vita að þar er æfinlega mik- ið úrval af góðum og eigulegum munum, með mjög sanngjörnu verði. lEinnig verður þar kaffi- sala eins og vanalega, og þar verður einnig seldur brjóstsykur, aldini og annað þess konar. Fólk getur reitt sig á, að þessi útsala mun sízt standa hinum fyrri út- sölum kvenfélagsins að baki. — Munið eftir tímanum: mánudags- kveldið og seinni part dagsins á þriðjudag og að kveldinu. SAFETY TAXICAB CO. LIMITED Til taks dag og nótt. Sanngjamt verö. Sími: 23 309. Afgrreiðsla: Leland Hotel. N. CHARACK, forstjðri. Hljómleikar KARLAKÓR ÍSLENDINGA í WINNIPEG undir stjórn BJÖRGVINS GUÐMUNDSSONAR efnir til söngskemtunar að ' GIMLI ÞRIÐJUDAGINN 20. MAÍ 1930 með aðstoð Mrs. Baldur Olson soprano; séra Ragnar E. Kvaran baritone og Mr. Ragnar H. Ragnar píanóleikara. Byrjar stundvíslega kl. 8 að kveldinu. INNGANGUR 50 cents. Dans á eftir. Lestrarsamkepni Fróns Síðasti fundur deildarinnar Frón í Winnipeg á þessu starfs- ári, var haldinn í eifri sal Good- templarahússins fimtudagskveldið 8. maí. Aðsókn var ekki eins góð og verið hefði, ef veðrið hefði verið hagstæðara. Á fundi þessum fór fram hin íyrirhugaða lestrar - samkepni barna í íslenzku. Tóku 18 börn af þeim, er notið hafa íslenzku- kenslu Fróns í vetur, þátt í benni. / Var henni skift þannig niður, eftir aldri, að í yngri deild voru 11 börn upp að 10 ára aldri, en í þeirri eldri 7 börn frá 101—14 ára. Veitti Frón fimm verðtaun í yngri deild en fjögur í þeirri eldri. Dómarar voru: Dr. Sig Júl. Jóhannesson, séra Benjamín Kristjánsson og herra Ólafur Eggertsson. - Úrskurður þeirra hljoðar þann- ig, að í yngri deild vann Hall- grímur Pétursson fyrstu verðl., Friðrik Kristjánsson önnur, Guð- rún Stephensen og Guðrún Bjerr- ing jafn réttháar til þriðju verð- launa; Gladys Gillies fjórðu og Lára Bjarnason fimtu Verðlaun. í eldri edild vann Sesselja Bar dal fyrstu verðl., Friðrik Bardal önnur, Jónas Thorsteinsson þriðju og Thelma Erickson fjórðu verð- laun. Öll komu börnin ágætlega fram, að dæmi þeirra, er á hlýddu. — Einnig var á skemtiskrá söngur og aðrar skemtanir auk samkepn- innar. Verður þessi kveldstund, sem áður er sagt, hin síðasta að sinni, af þeim mörgu gleði- og nytsemdar stundum, er Frón hef- ir veitt meðlimum sínum og öðr- i:m, bæði á þessum vetri og öll þau ár, sem það er búið að starfa. Er það einlæg ósk vor, að félagið megi rísa uipp að hausti eftir sumarhvíldina með endurnýjuðum starfskröftum, áhuga og þreki til að vinna að þeim málum, sem það hefir beitt sér fyrir á undanförn- um árum, sem sé að beita sér fyrir og kosta fræðslu barna í ísl. tungu hér í Winnipeg, og þekk- ingu á öllu því merka og goða í fari þjóðar vorrar. Slík viðleitni er af göfugum og óeigingjörnum rótum runnin, og dálítið sýnis- horn væntanlegs árangurs af starfi Frónst, barst inn í sál og meðvitund fólksins, sem hlustaði á hljómskæru barnsraddirnar síð- astliðið fimtudagskveld. Ragnar Stefánsson. Sigurðtir Jóhannsson. Vandað stokkbelti úr silfri er til sölu. Ritstj. vísar á. Miss Gerða Christopherson, sem nýlega gekk undir uppskurð á Almenna spítalanum hér í borg- inni, er nú á góðum batavegi og býst við að komast af spítalanum bráðlega. MEIR EN NÓG AF HEITU VATNI Fyrir aðeins $1.00 niðurborgun. Afganginn með hægum borgunar- skilyrðum. Er settur í hún yðar Rafmagns- HEITAVATNS GEYMIR SIMI 848 132 WuinípcöHijdro, 55-59 tlf PRINCESSST. 100 herbergi, með eða án baðs. Sanngjarnt verð. SEYM0UR H0TEL Slml: 28 411 Björt og rúmgóð setustofa. Market og King- Street. C. G. HUTCHISON, edgandi. Winnipeg, Manitoba. Eina hótelið er leigir herbergi fyrir $1.00 á dag.—Húsið eldtrygt sem bezt má verða. — Alt með Norðurálfusniði. CLLB IIOTEL (Gustafson og Wood) 652 Main St., Winnipeg. Phone: 25 738. Skamt norCan við C.P.R. stöðina. Reynið oss. MANIT0BA H0TEL Gegnt City Hall ALT SAMAN ENDURFÁGAÐ Heitt og kalt vatn. Herbergl frá $1.00 og hsekkandi Rúmgóð setustofu. LACEY og SERYTUK, Eigendur Hjónavígsla Síðastliðið laugardagskvöld voru gefin saman í hjónaband í Fyrstu lútersku kirkju, Lurence Chester Parmenter, og Jónína Magdalena Thorbergson. Var kirkjan full af fólki og athöfnin stórkostlega 'há- tíðleg. Prestur safnaðarins, dr. Björn B. Jónsson, framkvæmdi vígsluna. Söngflokur safnaðains, sá hinn yngri, klæddur hvítum kyrtlum, söng mjög fagran sálm, á undan athöfninni, en að athöfn lok- inni söng söngstjóri sjálfur, hr. Páll Bardal, einsöng, mjög meist- aralega. Söngflokk þessum hefir biúðurin heyrt til all-lengi. Að lokinnj athöfninni í kirkjunni var hin ánægjulegasta veizla hald- ín að heimili Friðriks banka- stjóra Thordarsonár og frú Normu, konu hans. Er banka- stjórafrúin systir brúðurinnar. V’ar þar margt saman komið frændfólks og vina og skemti sér hið bezta. Framtíðar heimili brúðhjónanna verður í Vermont í Bandaríkjum. Painting and Decorating CONTRACTORS Alt, sem lýtur að því að prýða híbýli manna, utan sem innan: Paperhanging, Graining, Marbling Óteljandi tegundir af nýjustu inanhúss skrautmálning. Phone 24 065 L. MATTHEWS og A. SÆDAL ROSE Sargent and Arlington THUR. FRI. SAT., This Week “The Man I Love” with Henry Bryne, Riohard Arlin, Jack Okie, Harry Green. MON. TUES. WED. Next Week Ruth Chatterson m “Charming Sinners” with Clive Brook, William Powel, Mary Nolan. Lág Fargjöld Eftir nokkrar vikur njótið þér máske hinnar mikilifenglegu nátt- úrufegurðar Klettafjallanna, eða þér verðið á Kyrrahafsströnd- inni, í Alaska, Vesturströnd Van- couver eyju, Austur Canada, eða jafnvel erlendis. FARIÐ VlÐA OG SJÁIÐ MARGT Kyrrahafs ströndin Austur Canada UM pRJÁR LEIÐIR AÐ VELJA GEGN UM FJÖLLIN. HVER ÖNNUR FALLEGRI Viðstaða á helstu stöðum Engar dýrar aukaferðir nauðsyn- legar. Gistihús meðfram brautun- um, á fegurstu stöðunum. Alaska Sjáið hið dularfulla Norðurland. Farið neð hinum mikilfeng- legu Princess skipum. Frá V a n c'o u v e r, báðar leiðir FARBRÉF MÁ FÁ UM STÓR- VÖTNIN Með því að borga $10.00 meir fyrir rúm og máltíðir '________ Þrjár lestir daglega The De Luxe Trans-Canada Limited The Imperial The Dominion West Coast Vancourer Island Hringferð um sögu- rlka og fagra staði. Frá Vietoria, báðar leiðir LÁG FARGJÖLD Gildir til 31. okt., 1930 22. maí til 30 sept. til BANDARlKJANNA Fáið allar upplýsingar hjá umboðsmönnum Can. Pacific fél. CANADIAN PACIFIC Hafið með yður Canadian Pacific Travellers Cheques. peir gilda alstaðar. GARRICK LAST SHOWING THURSDAY H.B Warneriu “The FURIES” STARTING FRIDAY Passed General “SWELLHEAD” ALL-TALKING with IAIVIES GLEASON JOHNNY WALKERy iVIARION SHILLING MATINEE 25c EVENINGS 4Qc 270 Mftln St. WinnlpeH 100 Pinder Block Saskatoon 401 Lancaster Bldft. Calgary 10053 Jasper At«. Edmonton 622 W. HastlnftaSt Vancouver 36 Wellington St. Weat Toronto 22 St. Sacrament Street Montreal Elzta e imskipasamband við Canada 1840—1930 Nú er tíminn til að annast um farar-útbúnað bræðra, systra, eig- in-kvenna, barna, foreldra, ást- meyja og unnusta á gamla land- inu, er flytja ætla til Canada. Cunard línan hefir hlotið frægð fyrir ágætt fæði, fljótar ferðir og sanngjarnt verð. Vér höfum skrifstofur í öllum löndum Norðurálfunnar, er greiða jaifnt fyrir einstaklingum sem fjölskyldum. Vér sendum pen- inga fyrir yður til Norðurálfunn- ar fyrir sanngjörn ómakslaun. Ef þér heimsækið gamla land- ið, þurfið þér ^vegabréf, sem og endurkomu skírteini. Vér hjálp- um yður til að koma þessu í kring. Skrifið oss á móðurmáli yðar í sambandi við upplýsingar, er yð- ur verða í té látnar kostnaðar- laust. ..JMMiÆ) nadian Service ATLANTSHAFS GUFUSKIPA-FARSEDLAR TIL GAMLA LANDSINS 0G ÞAÐAN AFTUR Hafið þér frændfólk á gamla | landina sem langar að kom- ^ ast til Canada . . . ■ CANADIAN NATIONAL Umboðsmenn gera allar ráðstafanir Sérstakir Vöruflutningar til Selkirk Komið í veg myrir óþarfa höndlun á vörum, sem þér sendið til Selkirk. Vörurnar teknar/ í' (Vöriíhúsi Jrðar og fluttar sama dag. Gjaldið er 20 cents fyrir hver hundrað pund, en þó aldrei minna en 25 cents. Sérstakt verð fyrir fult bílhlass. Símið 842 347 eða 842 348 og þá kemur flutn- ingsbíllinn. WIHMIPEG ELECTRIC COHP&HY “Your Guarantee of Good Service’ Business Education Pays especially “SUCCESS” TRAINING Scientifically directed individual instruction and a high standard of thoroughness have resulted in our Placement Department annually receiving more than 2,700 calls — a record unequalled in Canada. Write for free prospectus of courses. ANNUAL ENROLLMENT OVER 2000 STUDENTS The SUCCESS BUSINESS COLLEGE Limited Portage Avenue at Edmonton Street WINNIPEG

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.