Lögberg - 19.06.1930, Page 3

Lögberg - 19.06.1930, Page 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 19. JÚNÍ 1930. Bls. 3. Sérstök deild í blaðinu SOLSKIN 1 Fyrir börn og unglinga FORUSTU-GRANI. Haustið 1881 lagðist vetur snemma að í Norðurlandi, og mátti segja, að svo væri um fullan áratug, eða frá 1879—1890. Sum þessi ár urðu líka fellisár á Norðurlandi, og flosnaði þá margur upp, er við búskap fékst, enda flýðu ýmsir land á þeim árum, bæði bændur og bú- leysingjar, og fluttu til Ameríku. Og öndverð an Jíennan vetur (1881) fluttist eg alfarinn úr Norðurlandi til Reykjavíkur, en átti áður heima á bæ þeim, er Þóroddsstaðir heita; stend- ur liann austan vert við Hrútafjörð, en and- spænis Borðeyri. Síðari hluta októhermbánaðar þetta haust, hlóð niður all-miklum snjó, svo að hýsa varð alt fé é þessum slóðum. Þó var fé haldið til beitar á degi hverjum og lömb ekki komin á fasta gjöf, en látin fylgja fullorðna fénu. M'orgun einn sem oftar var eg látinn reka féð í liaga upp á Hnitafjarðarháls (milli Þór- oddsstaða og Reykja), og átti eg að standa yf- ir því þar um daginn og reka það svo heim til húsa að kveldi. Var snjóléttara þar efra í hrúnunum og ofan við þær, og grvnnra að krafsa, þar til jarðar, en neðra í hálsinum. Var veðunitlit ljótt, frostnæðingur og sleit úr hon um öðru hvoru. Mér sóttist reksturinn sæmilega upp eftir, enda var í hópnum ágætur forustusauður, sem réð ferðinni. Þó hafði eg stundum áður séð hann renna djarfara á undan liópnum. Þenn- an morgun virtist hann undarlega tregur, eins og honum væri um og ó að leggja á hálsinn; stundum nam hann staðar og leit þá aftur vfir hópinn og til mín, en hélt þó jafnan áfram, þegar eg nálgaðist hann og benti honum, For- ustu-G-ráni var þá 12 vetra, ullarsnoðinn og rýr og flaug mér í hug, að þessi tregða hans s.taf- aði af því, að hann væri orðinn kulvís, gamla skarið. Hafði oft verið talað um að lóga hon- um og ákveðið að gera það síðar um haustið, þegar sláturstörfum væri lokið. Þegar upp á hálsinn kom, tók féð að krafsa, stóð vel á , þrátt fyrir éljagang öðru hvoru. Þó sinti Forustu-Gráni lítið krafstrinum; hann leit varla í jörð, svo eg tæki eftir, stóð stundum og hímdi eða rölti innan um fjárhópinn, og stjakaði þá við félögum sínum, eldri sauðun- um. Þegar leið að nóni, fóru élin að þéttast, dg eftir örlitla stund var skollin á ofsa norðan- hríð með mikilli faimkomu og grimdarfrosti. Sá eg þá, að ekki var til setunnar boðið, og flýtti mér að fara í kringum féð og hóa því saman. Reyndi eg svo að nudda því af stað heimleiðis, en lömlb og fullorðið fé vill oft ekki verða samrekstra, einkum þó í fyrstu snjóum og liríðum, enda fór svo í þetta sinn. Lömbin vildu standa, þar sem þau voru komin, en fuli- orðna féð seig áfram. Miðaði mér lítið, enda harðnaði veðrið, og eftir örskamma stund stað- næmclist alt féð í einum hnapp og vildi ekki halda áfram. Varð mér þá ekki um sel, enda var eg óharðnaður unglingur, að eins 15 ára, og einn míns liðs fjarri bæjum í grenjandi hríð og grimdarfrost. Þó var mér ekki í hug, að yfirgefa féð að svo stöddu, en ætti mér að auðn ast að koma því heim, var mér ljóst, að eg hafði ekki á annað að treysta en Forustu- Grána og hundinn minn, sem Sörli hét, og var bráð-duglegur fjárhundur. Til þess að koma fénu heim til húsa, var um tvær leiðir að gera. Var önnur sú, að sniðskera sig niður hálsinn og sem næst því, er eg hafði farið um morkuninn. Sú leiðin var að mun styttri og heldur undan veðrinu að halda, en þó torsóttaii í slíkri fannkomu, vegna gilja og skorninga í hálsinum. Hin leiðin var að reka féð beint niður hálsinn til sjávar, og svo heim eftir fjörunum á móts við bæinn; var stuttur spölur frá sjónum heim, og vissi eg, að kæmist eg þangað, muni ekki skorta hjálp til að koma fénu heim. Taldi eg mig því öllu óhultari, að velja þessa leiðina, þó að veðrið væi'i meira á hlið niður hálsinn. Fór eg því fram með fénu og beindi Grána á leið. Var engu líkara, en að hann hefði verið að bíða þess, að eg veldi þá leið, því að samstundis tók hann á rás, og var þá ekki mikið hikandi. En svo var færðin orð- in slæm, að oft varð hann að snúa til baka og að hópnum, til þess að lokka hitt féð á eftir sér; jarmaði hann þá stundum til félaganna, eins og liann væri að hvetja þá til framgöngu. Veðrið fór versnandi og þyngdist færðin að sama skapi. En Gráni lét engan bilbug á sér finna, og var ótrauður og ákveðinn um að brjótast áfram. Hann henti sér í skaflana og tróð þar braut, til þess að létta þeim gönguna, sem á eftir komu, og var aðdáanlegt að sjá, hve vel honum sóktist. En þó fór svo, að hann ætlaði sér ekki af, og varð kappið og ékafinn honum um megn. 1 einum skaflinum sá eg að hann lagðist fyrir og bærði ekki á honum, er allur fjárhópurinn stað- næmdist. Þegar eg kom að Grána, 'brá mér heldur en ekki; liann lá þar á hliðinni og vætl- aði blóð fram úr muirni hans og nösum. Þótt - ist eg þá sjá fram á, að eg kæmi aldrei fénu niður að sjónum lijálparlaust, en fanst þó sár- ast, að þurfa að skilja við Grána eins og ástatt var. En í 'sömu svifum bar þar að tvo menn að heiman, sem sendir voru mér til hjálpar. Þegar Iþeir sáu hvernig komið var, brá annar Jiegar við og skundaði heim til bæjar, og sótti mann og brekán. Var Gráni svo borinn heim °lr alt reynt, sem upphugsanlegt var, til þess að bjarga honum við. En það var um seinan, og öll hjálp og nákvæmni árangurslaus. Lífið smáfjaraði út, og eftir skamma stund var Gráni dauður. Og það má bæta því við, að all- ir heimamenn hörmuðu, að slík skyldi verða örlög hans. — Forustu-Gráni hafði um dagana marga hildi háð við norðanhríðar og fannkyngi, en jafnan borið sigur af hólmi. Og eflaust hafði liann oft bajrgað fjöida fjár frá því að farast eða fenna, þó það verði ekki rakið hér. 1 háttum sínum var Gráni að ýmsu leyti mjög einkennilegur. Þegar tíð var góð og engin veðrabreyting nærri, lá hann ætíð fram við dyr í sauðahúsinu á morgnana, þegar hleypt var út. En væri veður vont, eða út- litsljótt, hélt hann sig inn við gafl, og vildi þá ekki fara út, eða varð þá jafnan síðastur. Þeg- ar svo bar við á síðari árum, var sagt um hann, að hann væri orðinn krumpinn og kulvís, en þó var hann drifinn út með liarðri hendi. Og svo liafði einnig verið þennan síðasta morgun, sem hann hafði lifað, þó að eg fengi ekki að vita það fyr en síðar. Þegar voraði vel, leitaði liann snemma til afréttar, og varð þá að hafa góðar gætur á að rýja í tæka tíð sauði þá, sem með honum voru. Annars töpuðust þeir í ullinni. Um ullina af sjálfum honum var minna liirt; liún var bæði snoðin og ljót, enda var liann ekki rúinn síð- ustu árin. Aldrei lét hann smala sér af fjalli, en kom vanalega heim á kvíaból viku fyrir göngur, og fylgdu honum þá sauðir þeir, sem slæðst höfðu með honum um vorið. Af kvíabólinu hvarf hann strax eftir að hann varð þess var, að eftir hon- um hafði verið tekið, og sást svo stundum ekki alt haustið, fyr en veður spiltist og taka varð á gjöf. Var mönnum það jafnan ráðgáta, hvernig hann gat leynst svo í smalamenskum að sjást ekki, því stundum var beinlínis að lioiium leitað, og bagalegt að hann fanst ekki, er h’ann var með sauði, sem átti að lóga. —Dýrav. Daníel Daníelsson. JACK og GOSI. Alt frá æskudögum mínuni í Norðurlandi og fram á síðustu ár hefi eg átt hunda, eða þang- * að til okkur Reykvíkingum var bannað það með lögum. Margir þessir rakkar liafa verið óvenju- vitrir, einkennilegir í háttum sínum og afar- trvggir. Mætti því ýmislegt um þá segja, sem ekki er ómerkilegt fyrir þá, er gaman þykir að athuga um vit og liáttu dýra. Langar mig til að þessu sinni, að segja örlítið frá tveimur hundum, sem eg átti á meðan eg bjó í Brautar holti, enda verð eg að halda, að þeir hafi verið, þótt ólíkir væm, vitrastir, og að sumu leyti ein kennilegastir allra þeirra liunda, sem eg átti. Jack var útlenzkur að ætt og uppruna. Eg keypti hann af erlendum manni, Finnlendingi, og gaf fyrir hann 10 krónur. Það þótti mikið verð þá fyrir einn hund, en mig iðraði aldrei þeirra kaupa og þótti þeim peningum vel varið Maður þessi var ölhniegður og oft við skál. Var hann þá oft harðleikinn við Jack, enda var hundinum svo illa við flöskur, að hann mátti ekki af þeim vita, eða dr\Tkkjuskap. Skreið hann þá undir rúm eða flýði á annan stað, þangað sem liann taldi sig óhultan fyrir slíkum ófögnuði. Jaek var afburða góður og duglegur skot- liundur. Og sundgarpur var hann svo mikill, að eg hefi engan honum snjallari þekt af hans líkum. Hann gat verið að svamla í sjó yfir klukkustund í einu, og án þess að sæist á honum minsta þreyta. Stakk hann sér þá oft til botns á talsverðu dýpi og sótti steina eða aðra hluti, sem kastað var. Aldrei kom hann með annan stein en þann, sem eg kastaði. Þá var liann ekki síður snjóskur með að finna ýmsa hluti, sem týndust. Brást það ekki, ef eg sagði lionum frá hvarfi einhvers hlutar og bað hann að leita hans, að eftir litla stund var liann kominn með hann í kjaftinum og var 'þá talsvert drjúgur með sig. Eina sögu ætla eg að láta fylgja með, sem dæmi um fundvísi hans: Það var eitt sinn að vorlagi, senmma dags, að eg skrapp ríðandi upp að Esjubergi, og fylgdi Jack mér, eins og að vanda.1 Þegar heirn kom, þurfti eg að fara ofan í læst hirzlu, og ætlaði að grípa til lykla úr vasa mínum. En lyklarnir voru ekki í vas- anum og fundust hvergi, þótt þeirra væri vel og vandlega leitað, enda þóttist eg muna fyrir víst, að þeir liefðu verið í vasa mínum, er eg fór að heiman um morguninn. Var þá ekki öðru til að dreifa, en að eg liefði tapað þeim á leið- inni. Reið eg því til baka sömu leið, en sagði þó Jack frá lyklahvarfinu um leið og eg steig á bak, og bað liann með alvarlegum orðum og bendingum að sýna nú fundvísi sína. Eg reið talsvert greitt, og var Jack altaf í humáttinni á eftir, snuðrandi, en leit þó vel í kringum sig. Fyrir austan Hof skrapp eg af baki, og kom þá Jack til mín, drjúgur og hnakkakertur, og var þá með lyklana. Leyndi sér ekki, að fögnuður lians var mikill yfir því, að liafa getað gert mér þennan greiða. Launaði eg fund lians með vænum sykur- mola, en til þess að fá molann, varð hann að sitja með hann á trýninu, þangað til eg sagði honum að hirða hann. Hann hreyfði aldrei mola, sem látinn var á trýni lians, fyr en hon- um var sagt að hann mætti eiga hann. Henti hann þá molanum í loft upp og greip hann með kjaftinum. En misliepnaðist lionum að grípa molann, lét hann liann liggja og beið þangað til að eg hafði látið hann aftur á trýni hans. Alt af fylgdi hann mér, þegar eg var á ferða- lögum og hélt sig þá jafnan í humáttinni á eft- ir, þegar gott var veður, en í myrkri, þoku eða hríðum, var hann ætíð rétt á undan mér, og stóð á sama hvort eg var gangandi eða ríðandi. Var hann þá að vísa mér leið, og treysti sér ef- laust betur að rata en mér. Meinlaus var Jack við alla menn, sem ekki gerðu á hluta hans. En þó hefði eg ekki viljað vera í sporum þeirra manna, sem á mig hefðu ráðist að honum sjáandi. Hann mundi þá ekki liafa svífst neins; því í eðli sínu var hann grimmur, og t. d. við fé var hann stundum harðleikinn og þur-fti þá oft að hafa gætur á honum. Innan um lamlbfé var óhætt að lofa honum að rölta, ef eg var einhvers staðar nærri. En þá sat hann á strák sínum; það sá eg á augnatillitinu. Aldrei réðst hann á litla hunda að fyrra bragði, en hafði þó til að glefsa í þá, ef honum mislíkaði við þá. En við stóra hunda og oflát- unga var honum sérstakelga uppsigað við. Átti hann þá í sífeldum brösum og áflogum við þá. Þó sá eg hann aldrei lúta í lægra haldi fyrir neinum. Oftast fór eg einu sinni í mánuði til Reykja- víkur og vanalega sjóveg. Fylgdi Jack mér að jafnaði til skips, og sagði eg honum að fara lieim, áður en eg lagði frá landi. Hlýddi hann því, og virtist ekkert taka sér það nærri að skilja við mig, eins og hann var mér þó fylgi- spakur, enda var honum lítið gefið um sjóferð- ir. Þegar liann kom heim, lagðist hann hjá einhverju fati, sem liann vissi að eg átti, eða undir jötuna hjá reiðhesti mínum, og hreyfði sig ekki þaðan, fyr en daginn sem eg kom: Sat hann þá jafnan á bryggjunni, er báturinn lagði að henni, og réð sér ekki fyrir fögnuði, er eg steig á land óg klappaði honum. Glettinn gat Jack verið og gamansamur. Ef eg sagði honnm að taka hatt eða húfu af manni, var hann fljótur til að hoppa upp á bakið á manninum og ná í höfuðfatið. En sumir, sem fyrir þessu urðu, kunnu Jack litlar þalvkir fyrir. Margskonar <Tiundakunstir’r kunni Jack, og var ljúft að leika þær. Enda vissi hann, að alt slíkt var launað með sykurmola, en sykur var hans mesta sælgæti. Gosi.— Þegar eg flutti að Brautarholti vor- ið 1905, vantaði mig góðan og duglegan fjár- hund. Þórður, sem þá var bóndi í Saltvík á Kjal- amesi, hljóp þar undir bagga og færði mér að gjöf gullfallegan hvolp, hvítan að lit, en þó með jöfnum, svörtum dílum um allan skrokk- inn. Hvolpur þessi var þá aðeins nýfarinn að vappa um og var því ekki til mikilla nota um vorið. Kristín dóttir mín, sem þá var aðeins 9 ára, fékk það hlutverk að annast livolpinn, en með þeim skilyrðum, að hún mætti eiga hann; þó mátti eg láta nota liann við smalamensku, þeg- ar stundir liðu, en því varð smalinn að lofa, að vera jafnan góður við seppa. Eftir miklar bolialeggingar, var hvolpurinn skírður og lilaut þá nafnið Geysir, en það nafn breyttist fljótt, og var hann oftast nefndur Gosi. Báðum nöfnunum megndi hann þó jafnt. Svo hagar til um fjárgeymslu í Brautar- holti, að frá réttum og fram yfir sauðburð verður að haf^. vakandi auga með öllu sauðfé, vegna flæðiliættu, sem þar er við sjóinn. Yerð- ur því að reka féð upp frá sjónum áður en fellur að; að öðrum kosti mátti búast við, að fleira eða færra af því flæddi. Við þessa fjár- gæzlu varð því að hafa trúan smala og ötulan liund. Gosi vandist fljótt á að reka féð upp úr fjör- unum og var bæði árvakur og framiírskárandi duglegur við það starf. Var liann aldrei kát ari, en þegar liann lagði upp í slíkar ferðir. Þegar Gosi var á þriðja árinu, gekk skæð hundapest um Kjalarnes, sem drap fjölda liunda. Gosi tók pest þessa og var illa haldinn. En líftórunni var reynt að halda í lionum sem lengst, bæði með góðri hjúkrun og meðulum, sem fengin voru handa honum. En þó varð að lialda honum inni, því að hann sóttist eftir að komast út og í f jörureksturinn, þó að hann gæti varla dregist um bæinn. — Um þetta leyti gerði óvenju miklar hríðar, og er mér einn dagurinn sérstaklega minnis- stæður. Þá var veðri þamiig farið, að varla var fært milli húsa, og alt fé á gjöf. Engum datt í hug, að Gosi mundi leitast við að fara út. En þó varð raunin önnur. 'Seinni hluta dagsins, þegar Kristín dóttir mín ætlaði að gefa honum, var hann farinn úr bæli sínu og fanst hvergi, hvernig sem leitað var. Hann hafði með einhverjum hætti komist út, sem öllum var þó óskiljanlegt hvernig hefði mátt verða. — Löngu seinna fanst hræið af Giosa niður við sjó. Auðséð var, að hann hafði ætlað að fara að “reka upp”, eins og það var kallað, því að hann fanst á þeim slóðum sem byrjað var vana- lega að reka upp úr fjörunum. Þetta litla atvik sýnir, að trúmenska og skyldurækni er gefin sumum dýrum í ríkum mæli, ekki síður en mönnunum. —Dýrav. Daníel Daníelsson. KAUPIÐ AVALT LUMBER hjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HENRY AVE. BAST. - - WINNIPEG, MAN. Yard OFflce: 6th Floor, Bank of HamNtonChamben DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Office tfmar: 2—8 Heimili 776 Victor St. Phone: 27 122 Winnipeg, Manitoba. DR. O. BJORNSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Office tfmar: 2—3 Heimili: 764 Victor St., Phone: 27 586 Winnipeg, Manitoba. DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og: Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Office tfmar: 3—5 Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Wlnnlpeg, Manitoba. DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham ogr Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Stundar augna, eyrna nef ogr kverka sjdkdöma.—Er að hitita kl. 10-12 f. h. og 2-6 e. h. Heimili: 373 Rlver Ave. Tals.: 42 691 DR. A. BLONDAL 202 Medical Arta BUg. Stundar sérstaklega k v e n n a og barna sjúkdðma. Er aO hitta frá kl. 10-12 f. h. ogr 3-5 e. h. Offlce Phone: 22 296 Heimili: 806 Victor St. Slmi: 28 180 Dr. S. J. JOH ANNESSON stundar lcekninpar og yfirsetur. Tll viCtals kl. 11 f. h. tll 4 e. h. og frá 6—8 aO kveidinu. SHERBURN ST. 532 SlMI: 30 877 HAFIÐ pÉR SÁRA FÆTTJRt ef svo, finnið DR. B. A. LENNOX Chiropodist Stofnsett 1910 Phone: 23 137 334 SOMERSET BLOCK, WINNIPEG. Drs. H. R. & H. W. Tweed Tannlœknar. 406 TORONTO GENERAL TRUST BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE: 26 545 WINNIPEG DR. C. H. VROMAN Tannlæknir 505 BOYD BLDG. PHONE: 24 171 WINNIPEG G. W. MAGNUSSON Nuddlæknlr. 125 SHERBROOKE ST. Phone: 36 137 ViOtals tlmi klukkan 8 til 9 aö morgninum. H. A. BERGMAN, K.C. tslenzkur lögfræOingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Bullding, Portage Ave. P. O. Box 1656 PHONES: 26 849 og 26 840 Lindal Buhr & Stefánseon Islenzkir lögfræöingar. 366 MAIN ST. TALS.: 24 968 peir hafa einnig skrifstofur aO Lundar, Riverton, Gimli og Piney, og eru har aö hitta & eftirfylgjandi tlmum: Lundar: Fyrsta mlövikudag, Rlverton: Fyrsta flmtudag, Glmli: Fyrsta mlOvikudag, Piney: priöja föstudag I hverjum mánuOi. J. RAGNAR JOHNSON B.A., LL.B., LL.M. (Harv.) Isienzkur lögmaOur. Rosevear, Rutherford Mclntoeh and Johnson. 910-911 Electric Rallway Chmbre. Winnipeg, Canada Slmi: 23 082 Heima: 71 753 Cable Address: Roscum J. T. THORSON, K.C. Islenzkur lögrfræöingur SCARTH, GUILD * THORSON Skrifstofa: 308 Mlnlng Exchange Bldg., Main St. South of Portage PHONE: 22 768 G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. LögfræOingur Skrifstofa: 702 Oonfederatlon Life Building. Main St. gegnt City Hall PHONE: 24 587 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG, WINNIPEG Fastelgnasalar. Lelgja hús. Ot- vega peningalÉLn og eldsábyrgö af ÖUu tagi. PHONE: 26 349 A. C. JOHNSON 907 Confederation Llfe Bldg. WINNIPEG Annast um fasteignir manna. Tekur aO sér aö ávaxta sparlfé fólks. Selur eldsábyrgö og bif- reiCa ábyrgOir. Skríflegum fyr- irspurnum svaraö sainstundis. Skrifstofuaíml: 24 263 Heimasími: 33 328 AIiLAR TEGUNDIR FDUTNINGAI Nú er veturinn genginn 1 garö, og ættuö þér þvl aö leita tíl mln, þegar þér þurfiö á kolum og viö aö halda. Jakob F. Bjarnason 762 VICTOR ST. Slmi: 24 500 A. S. BARDAL 848 SHERBROOK ST. Selur llkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaöur sá beztl Ennfremur selur hann allskonar minnisvaröa og legsteina. Skrifstofu talsími: 86 607 Heimilis talsími: 68 302 ÆFINTÝRA ANDINN. Ef til vill er 'barnið vitrast af öllum; að minsta kosti er það lífsglatt, svo að orðtæki er haft; enda þótt — eða kannske einmitt fyrir það — að það lifir meir en aðrir meðal óskilj- anlegra viðburða; Án hugraunar lítur það til baka, — ákveðið fram á veginn. Ákaflega glað- sinna og móttækilegt fyrir unað, og svo létt- lvnt og gleymið á alt mótlæti og sorgir. Gráta hlýtur það, en á næsta augnabliki sjáum vér það hlægjandi; innan um þetta alt heldur það sig fastast að gleðinni, en gerir minna úr sár- um sínum. Þess undarlega einkenni er það, að það lítur á tilveruna og alt sem skeður, sem œfintýri, og þar sem æfintýri og hending er n'átengt, þá hefir það ekki til einskis verið, að af sömu kvísl eru runnin orðin: hending og ham- ingja. — Þýtt úr ensku af Jakobínu J. Stef- ánsson, Hecla .0., Man. Komið, börn, til Leikjalands. Komið, börn, til Leikjalands, líðið með í söng og dans. Alt er klætt í inndælt skart, alt svo glatt og hlýtt og bjart. Fult er þar af fuglasöng. Fagurgræn er skógarþröng. Blóma krónur baðar sól. Brosa eilíf, dýrðleg jól. S. A. — Saml.b.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.