Lögberg - 19.06.1930, Síða 4
Bls. 4.
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 19. JÚNÍ 1980.
Högtjerg
Ghefið út hvem fimtndag af The Col-
umbia Press, Ltd., Oor. Sargent Ave.
og Toronto St., Winnipag, Man.
Talsimar: 86 327 og 86 328
Einar P. Jónsson, Editor
Utanáakrift blaCsins:
The Columbia Press, Ltd., Box 3172
Winnipeg, Man.
Utanáskrift ritstjórans:
Editor Lögberg, Box 3172, Winnipeg, Man.
Verð $3.00 um ári5. Borgist fyrirfnun.
The "Lösbertr" ls prlnted and pubUahed by
The Columbia Pre«, Llmited, in the Columbia
Buildlnc, (95 Sargrent Are, Winnipes, Manltoba.
Joseph T. Thorson.
Á fimtudagskveldið í vikunni sem leið, boð-
uðu frjálslyndir kjósendur í Mið-Winnipeg-
Winnipeg kjördaaninu hinu sýðra, til fundar
á Fort Garry hótelinu, í því augnamiði að
velja þingmannsefni, til þess að sækja fram
undir fóna frjálslyndu stefnunnar við kosn
ingar þær, er nú fara í hönd. Þingmaður kjör
dæmisins yfir síðastliðið kjörtímabil, hafði
verið hinn ágæti og mikils metni landi vor,
hr. Josph T. Thorson, K.C. Gætti áhrifa hans
á sambandsþinginu svo mjög síðastliðin fjögur
árin, að flestum ber saman um það, að hann
hafi vafalaust verið áhrifamesti þingmaður-
inn frá Vesturfylkjunum, að undanteknum Mr.
Dunning og forsætisróðgjafinn sjálfur,
Andi sá, er á útnefningarfundinum ríkti,
bar þess ljósan og ótvíræðan vott, hvers
trausts og ólits Mr. Thorson nvtur meðal
flokksbræðra sinna; ekki einnar einustu hjá-
róma raddar varð vart; allir voru a eitt sáttir
nm það, að svo drengilega hefði Mr. Thorson
leyst störf sín af hendi í Ottawa, að ekki gæti
komið til nokkurra mála, að breytt yrði til um
þingmannsefni. Eftir skýra og skilmerkilega
inngangs tölu, bar Mr. Clarence Keith lögmað-
ur fram uppóstungu um það, að Mr. Thorson
skyldi útnefndur á ný sem þingmansefni kjör-
dæmisins; etuddi Mr. Harold Annis uppástung
una, og var hún samþykt við dynjandi lófa-
klapp í einu hljóði.
Að útnefningu lokinni, bað forseti fundar-
ins, Mr. Fred C. Hamilton, hljóðs Mr. Thor-
son, og kvað þá enn á ný við langvint lófaklapp,
ásamt háværum fagnaðarópum. Fyrir hönd
frjálslyndra kvenna í kjördæminu, flutti Mrs.
J. Fleming stutta, en skorinorða tölu, og full-
vissaði Mr. Thorson um eindregið fylgi.
Mr. Thorson var auðsjáanlega þreyttur, er
á fundinn kom, sem sízt var að undra, eftir alt
það feikna erfiði, er hann og að sjálfsögðu aðr-
ir þingmenn höfðu á sig lagt síðustu vikurn
ar, er þingið stóð yfir; þó gætti þreytumerkj-
anna ekki lengi, eftir að þingmannsefni hóf
mál sitt; talaði hann í fulla klukkustund, og óx
ásmegin því meir, sem lengra leið á ræðuna.
Minnumst vér vart að hafa áður heyrt jafn-
snjalla, hvað þá snjallari pólitíska ræðu, en
þessa, þrátt fyrir það, þótt ræðumaður kæmi
þreyttur og óundirbúinn á fundinn.
Með skírskotun til kosningaúrslitanna 1926,
lét Mr. Thorson þess getið, að aldrei áður hefði
hann orðið snortinn slíkri ómótstæðilegri fagn-
aðarkend, sem þá, er það varð lýðum ljóst, að
hann hefði gengið sigrandi af hólmi úr þeim
sínum fyrsta pólitiska hildarleik; sér hefði
fundist þeim mun meira til um þetta, sem víst
var, að Mið-Winnipeg kjördæmið hið syðra,
var eitt af allra fjölmennustu kjördæmum
landsins. Orðið kvað Mr. Thorson hafa þess
var, að ýmsir hefðu talið sig óvinveittan verka-
lýðnum; þessu kvað hann samt alt á annan
veg farið, því kröftum sínum öllum hefði hann,
að béztu vitund, beitt heildinni allri jafnt í
hag, án tillits til sérskoðana eða mismunandi
stétta.
í sambandi við fjárhag þjóðarinnar, benti
Mr. Thorson réttilega á það, hve auðvelt hefðí
verið að afla lánsfjár meðan á stríðinu .stóð, er
þjóðin öll hefði staðið stjóminni að baki, sem
einn maður. Fram hjá hinu yrði samt ekki
auðveldlega gengið, að stjórn sú, er á þeim
tímum hefði gengið röggsamlegast fram í því,
að taka til láns, hefði engan veginn sýnt af sér
hliðstæða rögg, er til þess kom, að endurgreiða
eitthvað af slíkum lánum. Að því er King-
stjómina áhrærði, væri þar nokkuð öðru máli
að gegna; hún hefði verið, og væri enn fram
á þenna dag, önnum kafin við greiðslu þeirra'
skulda, er fyrirrennarar hennar í embætti
hefðu stofnað til, sem flbezt mætti af því sjá,
að á tímabili því, er hún hefði setið við völd,
hefði grynt verið á þjóðskuldinni um tvö
hundruð og fimtíu miljónir, eða sem svarar
tíunda hluta þjóðskuldarinnar. Engin önnur
stjórn í þessu landi, hefði nokkra sinni afkast
að nándamærri öðra eins þrekvirki; lét ræðu-
maður þess jafnframt getið, að engin einasta
önnur þjóð í heimi, hefði á sama tímabili kom-
ist í hálfkvisti við þjóðina canadisku, hvað
greiðslu þjóðskulda áhrærði.
Með tilliti til stefnuskrár-atriða þeirra, er
stjórnin hefði lagt fyrir kjósendur í kosning-
unum 1926, sagði ræðumaður, að ekki yrði um
það vilzt, að hvert einasta þeirra hefði verið
nákvæmlega uppfylt. Mintist hann jafnframt
á álit Duncan-nefndarinnar, er. falið var að
rannsaka til hlítar, aðstæður Strandfylkjanna;
nú hefði öllum tilögum þeirrar néfndar verið
hrundið í framkvæmd, hlutaðeigandi' fylkjum
til varanlegra hagsbóta; stjórnin hefði enn
fremur heitið1 því, að ljúka lagningu Hudsons-
flóa brautarinnar; nú væri því verki lokið,
og með því hefði ræzt einn af elztu draumum
Vesturlandsins. Það væri einnig núverandi
stjórn að þakka, að bundinn væri endi á hið
langvinna þjark um endurheimt náttúrufríð-
inda Sléttufylkjanna. Þá væri það einnig af-
rek núverandi stjórnar, að ellistyrkslögin hefðu
náð fram að ganga, þau lög, er um þessar mund-
ir yfir fjörutíu þúsundir gamalmenna nytu
góðs af. Væri nú svo komið, að fimm fylki
hefðu þegar gert sér gott af þeirri löggjöf, og
myndi þess ekki langt að bíða, að hin fylkin
fetuðu í fótspor þeirra.
1 sambandi við launakjör heimkominna her-
manna, benti Mr. Thorson á þá ómótmælanlegu
staðreynd, að svo miklar umbætur hefðu gerðar
verið á því sviði, að svo mætti heita, að mál
það horfði nú alt öðru vísi við; breytingar þær,
er gerðar hefðu verið á síðasta þingi, stefndu
allar í mannúðaráttina, með hagsmuni allra
heimkominna hermanna jafnt fyrir augum.
Árið 1926, sagði Mr. Thorson að eftirlaun
heimkominna hermanna vorra, hefðu hlaupið
" upp á tuttugu og átta þúsundir dala, en í fyrra
hefði upphæðin komist upp í fjörtutíu og tvær
miljónir. Þessu til viðbótar sagði Mr. Thor
son, að sérstakar ráðstafanir hefðu verið gerð-
ar þeim mönnum viðvíkjandi, er elzt hefðu um
ár fram, og ekki væru líklegir til að geta feng
ið vinnu.
Ekki kvaðst Mr. Thorson vera í nokkrum
minsta vafa um það, að canadiska þjóðin þyrfti
fyrst og fremst á alþjóða góðvild og vináttu
að halda; hin efnalega velfarnan hennar væri
að mestu leyti komin undir útfluttum og inn-
fluttum vörum. ‘ ‘ Góðvild er nauðsynleg en
alþjóða vinátta er lífsnauðsynleg,” sagði Mr.
Thorson.
Þá fór ræðumaður nokkrum orðum um vín-
smyglunarmálið, og ráðstafanir þær, er stjórn
og þing hefði gert til þess að binda enda á
þann ófagnað; sæmd þjóðarinnar hefði verið í
veði, og þess vegna þefði stjótmin skorist í
leikinn og knúð fram löggjöf, er óheimilaði með
öllu flutning áfengra drykkja héðan úr landi
og suður til Bandaríkjanna.
Eitt af þeim mörgu og mikilvægu málum,
er kjósendum bæri að skera úr við ko.sningar
þær, er nú færu í hönd, taldi Mr. Thorson vera
það, hver ætti að fara með umboð fyrir Canada
hönd, á fjárhagsstefnu þeirri, sem ákveðið
hefði verið að haldin skyldi í Lundúnum í
næstkomandi septembermánuði, hvort slíkt
umboð skyldi falið afturhaldsliðinu, er stemma
vildi stigu fyrir öllum vöru-innflutningi hing-
að til lands, eða núverandi stjóra, er leitaðist
við með öllum hugsanlegum ráðum, að auka
viðskifti sín innan vébanda hins brezka veldis.
Benti ræðumaður á það, að hvert einasta ríki,
er seldi vörur til útflutnings, yrði jafnframt að
vera við því búið, að kaupa inn vörur í stað-
inn.
Að því er hveitimarkaðinn áhrærði, og örð-
ugleika þá, sem canadiska þjóðin hefði átt við
að etja í sambandi við sölu hveitis, bepti Mr.
Thorson á, að ástæðan væri aðallega fólgin í
því, hve framleiðslan í Argentínu, Rússlandi,
Þýzkalandi og Frakklandi, hefði aukist feyki-
lega hin síðari árin. “Eitt af þýðingarmestu
viðfangsefnum Mnnar canadisku þjóðar, er
það, að útvega markað fyrir hveitiframleiðsl-
una,” sagði Mr. Thofson, um leið og hann
jafnframt benti á, að Bretland hið mikla væri
fyrir flestra hluta sakir líklegasti viðskiftavin-
urinn á þessu sviði.
Undarlega -kvað Mr. Thorson sér koma það
fyrir, að afturhaldsmenn bæru stjórainni það
á brýn, að fjárlaga frumvarp Mr. Dunning?s,
bœri í rauninni á sér flest íhalds einkenni.
“Ef svo væri,” sagði Mr. Thorson, “því í
dauðanum greiddi þá íhaldsflokkurinn á þingi
atkvæði á móti frumvarpinu, og öllum þeim
nýmælum, er það hafði til brunns að bera?”
Eftir að Mr. Thorson hafði lokið máli sínu.
dundu við langvinn fagnaðaróp á ný, og ósk-
uðu fundarmenn honum svo góðrar giftu í
kosningahríðinni. —
Þott nokkuð hafi að visu áður verið skýrt
frá störfum Mr. Thorsons á þingi hér í blað
inu, þá þykir hlýða, íslenzkum kjósendum hans
til frekari málsglöggvunar, að birt sé saman
.dregið heildaryfirlit yfir afskifti hans af hin-
um ýmsu málum, þau fjögur árin, er hann hef-
ir setið á þingi.
A þinginu 1927, flutti Mr. Thorson ræðu um
ellistyrksmálið, jafnframt því sem hann lagði
til, áð lögleiddur skyldi lífeyrir handa blindu
fólki. Einnig tjáði hann sig hlyntan tryggingu
gegn atvinnuleysi. Það var einnig Mr. Thor-
son, er frumkvæði átti að því, að fram skyldi
fara endurmat hermanna jarða; það var einn-
ig Mr. Thorson, er sama veturinn á þingi,
hvatti til þess. að' gerðar skyldu ráð-
stafanir, er til þess leiddu, að Canada hefði
rétt til að fyrirbyggja áfrýjanir til hæzta rétt
ar Breta, sem og til þess, að breyta stjómar-
skrá sinni eftir því sem þörf krefði.
Er á þing kom veturinn 1928, og stjórnar*
boðskapurinn lá til umræðu, fylgdi Mr. Thor-
son því fram af kappi miklu, að Manitobafylki
fengi endurheimt náttúrufríðindi sínj auk þess
sem hann fékk hrundið í framkvæmd vissum
breytingum á námulögunum, þannig, að hægra
yrði um vik með að nytfæra náma-auðlegð fylk-
isins. Það var einnig Mr. Thorson, er fyrstur
allra þingmanna vakti máls á því, hve afar-
áríðandi það væri, að lögð yrði jámbraut, er
stytti eins og framast mætti verða leiðina frá
Winnipeg til Hudsonsflóa brautarinnar, og það
var einnig Mr. Thorson, er kom því til leiðar,
að numin voru úr gildi þau ákvæði innflutn-
ingslaganna, er lögleidd voru á þinginu 1919
og í sambandi stóðu við verkfallið mikla í Win-
nipeg það ár. En í þeim ákvæðum var falið
misrétti, er Mr. Thorson taldi óviðunandi með
öllu að héldist í framtíðinni. Á þessu sama
þingi, bar Mr. Thorson fram frumvarp til laga,
er fram á það fór, að póstþjónum þeim, er í
verkfallinu mikla tóku þátt og teknir voru síð-
ar til baka, skyldu greidd sömu laun og öðrum
■starfsbræðrum þeirra, þrátt fyrir hluttöku
þeirra í verkfallinu. Benti hann jafnframt á
það í því sambandi, að stjórain ætti að ganga
á undan, og skapa fagurt fordæmi, sem vinnu-
veitandi. Ekki náði mál þetta framgangi í
það skiftið, en með því var lagður grundvöll-
urinn að þeirri réttarbót, er þingið næsta á eft-
ir veitti áminstum póstþjónum.
Um afstöðu Canada út á við, flutti Mr.
Thorson áhrifamikla ræðu á þinginu 1928; var
ræðan birt hér í blaðinu í íslenzkri þýðingu, og
mun lesendum vorum þarafleiðandi kunnugt
innihald hennar.
Á þinginu 1929 flutti Mr. Thorson afar-
snjalla ræðu um friðarmál mannkynsins, og
Kellogg-sáttmálann. Var sú ræða enn fremur
birt hér í blaðinu.
Um afstöðu Mr. Thorson’s til Sjö-systra-
málsins, er almenningi að sjálfsögðu vel kunn-
ugt; kom hann þar fram sem eindreginn tals-
maður þjóðnýtingarstefnunnar, og varði mál
sitt af frábærri fimi og viljafestu. Á því sama
þingi íkom enn til umræðu liður sá í fjárlögun
um, er fram á það fór, að bætt skyldu launa-
kjör þeirra póstþjóna, er í verkfallinu mikla í
Winnipeg tóku þátt, en teknir voru aftur í
stjórnarþjónustu. Flutti Mr. Thorson við það
tækifæri aðalræðuna, og gekk fram í því manna
bezt, að réttarbætur þær, sem um var að ræða,
yrði veittar. Niðurstaðan varð sú, að liður
þessi var samþyktur, og hlaut Mr. Thorson
alþjóðarlof fyrir afskifti sín af málinu. Enn
fylgdi Mr. Thorson því fast fram á sama þing-
inu, að lögð skyldi ný járabrautarálma frá
Winnipeg til Hudsonsflóa brautarinnar, og
fékk loforð um það frá ráðgjafa jámbrautar-
málanna, að rannsókn skyldi látin verða fara
fram málinu viðvíkjandi.
Á síðasta þingi lét Mr. Thorson mikið til sín
taka og tók þátt í umræðum um flest þau mikil-
vægustu mál, er fyrir lágu, svo sem um launa-
kjör heimkominna hermanna, hjónaskilnaðar-
málið, og málið um lífvænleg launakjör stjóm-
arþjóna og átta stunda vinnutíma.
1 umræðunum um atvinnuleysismálið, tók
Mr. Thorson einnig drjúgan þátt; lagði hann
til, að komið yrði á fót ábyrgðarkerfi til trygg-
ingar gegn atvinnuleysi, með þeim hætti, að
vinnuveittandi vinnuþiggjandi og ríkið sjálft,
legði fé f sjóð að jöfnum hlutföllum; hvatti
hann til samvinnu milli sambandsstjóraar og
stjórna hinna einstöku fylkja í þessu sambandi.
1 ræðu þeirri, er Mr. Thorson flutti í sam-
bandi við fjárlagafrumvarpið, lagði hann á
það sérstaka áherzlu, hve mikið yrði unnið á
með rýmkunum þeim á forgöngutollinum brezka,
er frumvarpið gerði ráð fyrir; benti hann á
það um leið, hve stórvægilega þýðingu það
hefði fyrir framtíð hinnar canadisku þjóðar,
að afla markaðs fyrir hið canadiska hveiti;
menn mættu ekki missa sjónar á því, sagði Mr.
Thorson, að svo fremi að þjóðin geti til þess
ætlast, að Bretar kaupi af henni hveiti, verður
hún jafnframt að gera sér þess Ijósa grein, að
henni beri til þess siðferðisleg skylda, að kaupa
af Bretum í staðinn. Kvaðst Mr. Thorson líta
svo á, að fjárlagafrumvarpið væri talandi góð-
.viljavottur í garð þeirra þjóða, er viljugar
væri til þess að verzla við Canada.
í sambandi við stjómskipulega afstöðu
hinnar canadisku þjóðar, lét Mr. Thorson í Ijós
ánægju sína yfir störfum nefndar þeirrar, er á
rökstólum sat í Lundúnum árið sem leið, og
trygði Canada fullkomið jafnrétti í öllum lög-
gjafarefnum við Bretland.
Að því er viðkom aukinni tollvernd á stáli,
lét Mr. Thorson þess getið, að hann væri því
mótfallinn, að slíku yrði í framkvæmd hrund-
ið, nema því aðeins, að áður yrði hlutast til
um endurbætt vinnuskilyrði þeirra manna, er
í stálverksmiðjum störfuðu.
A síðast þingi átti Mr. Thorson sæti í nefnd
þeirri, er um endurbætur á launakjörum heim-
komina hermanna fjallaði, og gat sér þar hinn
bezta orðstír. Varð árangurinn af starfi
þeirrar nefndar sá, að meiri jöfnuður hefir
náðst launakjörum heimkomitnna hermanna
viðvíkjandi, en áður viðgekst, auk þess sem ný
fyrirmæli voru sett , -er að því hníga, að veita
sérstaka umönnun aldurhnignum hermönnum,
sem lífið hefir leikið sárast og enga eiga að.
Þá átti Mr. Thorson einnig sæti í nefnd þeirri,
er víðvarpsmálið hafði með höndum. Nefnd sú
lauk ekki starfi 0g verða úrslit málsins því að
bíða næsta þings.
A síðasta þingi átti Mr. Thorson sinn
drjúga þátt í því, að Canadastjórn ákvað að
senda fulltrúa á Alþingishátíðina, auk þess
sem hún myndi, að erindrekum afturkomnum
hingað til lands, heiðra íslenzku þjóðina að
einhverju leyti frekar á viðeigandi hátt.
Þótt hér hafi að vísu verið farið fljótt yfir
sögu, þá hyggjum vér þó engu að síður, að ís-
lenzkum kjósendum í kjördæmi Mr. Thorsons,
veitist nokkru léttara að átta sig á starfsemi
hans á þingi, eftir en áður. Að starfsemi Mr.
Phorsons á þingi, hafi verið næsta marg-
breytileg, verður eigi um vilst. Maðurinn er
afkastamaður með afbrigðum,
glöggur og víðsýnn hsefileikamað-
ur, er ekki vill vamm sitt vita í
neinu. Mannúðar og mannrétt-
indastefnan á ötulan talsmann á
þingi, þar sem Mr. Thorson er.
Mr. Thorson hefir komið fram
sjálfum sér og þjóðflokki vorum
til hinnar mestu sæmdar, og það
ætti að vera oss öllum metnaðar-
mál, að stuðla að kosningasigri
hans þann tuttugasta og áttunda
júlí næstkomandi. Verum sam-
taka, — hérna er hendin!
Canada framtíðarlandið
Engi og bithagi.
Hið ágæta engi og bithagi, sem
fyr á árum fóðraði þúsundir vís-
unda, antelópa, elk- og moosedýra,
er enn hér að finna. Þar sem
ekki er næg beit handa búfé, þar
sá menn alfalfa, smára, timothy,
reyrgrasi, eða einhverjum öðrum
fóðurgrasstegundum; þó er þess-
um tegundum fremur sáð til vetr-
arfóðurs í Vesturfylkjunum, eink-
um í Manitoba, heldur en til bit-
haga. Einnig er, maís sáð hér
allmikið til vetrarfóðurs handa
nautgripum.
Þegar engjar í Vestur - Canada
eru slegnar senmma, er grasið af
þeim mjög kjarngott, og gefur
lítið eða ekkert eftir ræktuðu
fóðri, ef það næst óhrakið. Þær
tegundir, sem bezt hafa reynst af
ræktuðu) góðri í Vesturfylkjunum,
er alfalfa, rúggras og broomgras,
hvort heldur að þeim tegundum
er blandað saman eða að þær eru
gefnar hver út af fyrir sig. En
ef sáð er þar til bithaga, þá er
affalfa og broomgras haldbeztu
tegundirnar.
Áburður.
Aðal einkenni jarðvegsins í
Saskatchewan og í Sléttufylkjun-
um öllum, er það, hve ríkur hann
; er af köfnunarefni og jurtaleif-
um. Og það er einmitt það, sem
gefur kornberjum frjóefni og
varanleik. Þess vegna þurfa
bændur ekki á tilbúnum áburði
að halda. En ekki dugar fyrir
bændu|r að rækta korn á landinu
sínu ár frá ári, án þess að hvíla
Iandið, eða að breyta um sáðteg-
undir, því við það líður hann
margfaldan skaða.
Til þess að varðveita frjómagn
landsins, þarf korn- og nautgripa-
rækt að haldast í hendur, og verð-
ur það þýðingarmikla atriði aldr-
ei of vel brýnt fyrir mönnum, ef
þeir vilja að vel fari.
Hin hörðu vetrarfrost og hið
þurra loftslag eru öfl til vernd-
unar frjósemi jarðvegsins. Þau
losa allan jurtagróðujr í klaka-
böndum sínum, frá vetrarnóttum
til sumarmála. Enn fremur varn-
ar hið reglubundna regnfall sum-
arsins því, að jarðvegurinn missi
gróðrarltraftsins af of miklum
þurki. Það hefir ávalt sannast,
að þar sem framleiðsla hefir far-
ið þverrandi, þá er það því að
kenna, að landinu hefir verið
misboðið — að bændurnir hafa
annað hvort ekki^ hirt ujm að
breyta til um útsæði, eða á neinn
hátt að vernda gróðrarkraftinn.
Eldiviður og vatn.
Linkol eru aðal eldiviðarforði
manna í -Saskatchewan, og eru
í meir en þriðjung aldar hafa
Dodd’s Kidney Pills verið viður-
kendar rétta meðalið við bakverk,
gigt, þvagteppu og mörgum fleiri
sjúkdómum. Fást hjá öllum lyf-
sölum, fyrir 50c. askjan, eða sex
öskjur fyrir $2.50, eða beint frá
The Dodds Medicine Co., Ltd..
Toronto, ef borgun fylgir.
stórkostlegar linkolanámur í suð-
austur hluta fylkisins. Einnig
hefir Dominion stjórnin í félagi
við fylkisstjórnirnar í Saskatche-
wan og Manitoba, ráðist í að búa
til hnullunga úr kolamylsnu, sem
er pressuð með vélum ásamt lím-
efni til að halda mylsnunni sam-
an, og hefir það reynst ágætt
elsdneyti, ekki að eins heima
fyrir, heldur líklegt til þess að
verða ágæt markaðsvara. Kolum
þessum má líka brenna eins og
þau koma úr námunum, allvíða,
og grafa menn nokkur fet ofan í
jörðina og taka þar það sem þeir
þurfa meg í það og það skiftið.
Rangfœrslur
um Grænlandssögu.
Sambandið milli Grænlands og
íslands, eins og það mun skoðast
nú alment meðal fræðimanna úti
um heim, getur naumlega táknast
öðru vísi en þokukend hugsýn,
sem árastarf krefðist til að gera
mönnum augljósa. 1 því skyni
að gera almennu áliti þessa máls
auðveldara um yfirlit, vildi eg
nefna þrjár aðal ástæður, sem
valda svo mjög hugtakavillum í
hinu heimsmerka efni, en hér skal
að eins drepið á.
Fyrsta orsökin til þess er sú,
að enginn réttnefndur vísindamað-
ur hefir tekist fyrir hendur að
ákveða réttarstöðu Grænlands frá
rótum og til vorra eigin tíma.
Jafnvel öll hin fjölmörgu, stór-
fenglegu rit og framkvæmdir, sem
safnast hafa fyrir undir svoköll-
uðu stjórnarkerfi Grænlands, frá
landnámi Islendinga þar vestra,
til þessa dags, hafa að mestu ver-
ið rangfærð í aðalatriðum. Þann-
ig er meginhluti óhlutdrægra les-
enda víðsvegar um heim hafa ekki
getað áttað sig, eða felt rökstudda
dóma.
Hin önnur höfuðhindrun gegn
því, að sannleikur og réttsýni
megi njóta sín um þetta stór-
vægilega rannsóknarefni, er
stranda- og hafnabann Dana, sem
þeir halda enn uppi af alefli og á
þann hátt, að undrum sætir að
þeim skuli líðast slíkt, jafnvel
enn þá á vorum eigin dögum. En
með þeim hætti hefir þeim tekist
að dylja fjölmargt, sem ekki hefðí
staðið dagsljósið og siðaðar þjóð-
ir mundu aldrei hafa þola.
Hin þriðja grundvallarástæða
þeirrar blindni, sem dulið hefir
jörðina þess, hvert athæfi í raun
og veru hefir ráðið um land og
þjóð Skrælingjanna, er það, að
svo hefir borið til, að íslenzkur
maður við háskólann íslenzka
flytur þá kenning, þvert ofan í
ýmsar fjolmargar yfirlýsingar
erlendra fræðimanna, fyr og síð-
ar, að Grænland hafi aldrei verið
nýlenda Islands.
Með því að hér er ekki rúm í
örstuttri blaðagrein til þess að
rifja upp, né gefa yfirlit yfir
það, sem skipulega hefir verið
skrifað áður um framangreint
efni, leyfi eg mér hér með að
vænta þess að mega geta þessa
málefnis aftur bráðlega í því
skyni, að nokkuð mætti skýra mál-
efnið nánar og taka dýpra í streng
í ýmsum meginefnum Grænlands-
málsins. Einar Benediktsson.
Fyrir nokkru fæddist í Olmuetz
í Tjekkislóvokíu barn, sem hafði
fjóra fætur, fjórar hendur, tvö
andlit á einu höfði og tvö hjörtu.
Það lifði að eins í klukkutíma.
Líkami þess er geymdur í læknis-
fræðisafninu í Olmuetz.
Garðrækt.
Flest af blómum þeim og jarð-
eplum, sem vaxa í görðum fólks í
Evrópu; þar sem loftið er tempr-
að, vaxa líka í Vestur-Ganada,
svo sem raspber, jarðber, kúren-
ur, bláber og margar fleiri teg-
undir, nema í hinum norðlægustu
héruðum.
Kartöflu uppskera er mikil, og
fá menn oft meira en 148 bushel
af ekru, þó 1 sama blettinn sé sáð
ár eftir ár; hefir sú uppskera
oft numið 170 busihelum af hverri
ekru á ári. Garðarnir gjöra oft-
ast betur en fullnægja þörfum
bændanna með garðávexti. Það
er oft afgangur til sölu og úr-
gangur, sem er ágætt fuglafóður.
Garðar, þar sem bæði ávextir og
fleira er ræktað, ættu að vera í
sambandi við hvert einasta býli
bænda í VesturGanada, og einn-
ig munu bændu|r komast að raun
um, að trjáplöntur í kring um
heimili, margborga sig, og fást
trjáplö/ntur til1 þejirra þarfa ó-
keypis frá fyrirmyndarbúinu í
Indian Head, í Saskatcheawn. —
Einnig sér stjómin um, að æfðir
skiógfræðingay frá iþeim búum
veiti mönnum tilsög nmeð skóg-
ræktina, og segja þeim hvaða
trjátegundir séu hentugastar fyr-
ir þetta eða hitt plássið. —