Lögberg - 19.06.1930, Page 7

Lögberg - 19.06.1930, Page 7
LÖGBEKG, FIMTUDAGINN 19. JÚNÍ 1930. BIs. 7. FramkyæmdarneÍDd stórstúkunnar fer til Lundar. Laugardaginn 7. júní höfðu meðlimir stúkunnar “Framþrá” I.O.G.T., opinn fund í Lundar Hall, að kveldinu. Var fundurinn mjög vel sóttur og var það á- nægjulegt fyrir alla hlutaðeig- endur, er á einhvern hátt sinna bindindismálum og eru samhuga þeim, sem beita sér fyrir slíkum málum. Eiginlega mátti kalla þetta sameiginlegan fund G. T. stúknanna Framþrá að Lundar og iBerglindin að Otto, því meðlim- ir hinnar síðarnefndu, Berglind- ar, höfðu einnig fjölment á fund- inn. Svo virtist þeim, sem þetta rit- ar, sem fólkið að Lundar og Otto og umhverfinu sýndi meðlimum stórstúkunnar, sem á staðnum voru um kvöldið, mjög mikla sam- úð í orði og verki við þetta tæki- færi, með því 1. Fólkið sótti svo ágætlega vel þennan opna fund; 2. Og allir viðstaddir sýndu undantekningarlaust hina mestu kurteisi, meðan ræðuhöld fóru fram. 3. Veitingar, sem fram reiddar voru af Framþrá að loknum hin- um löngu ræðuhöldum, voru hin- ar ágætustu. 4. Óbeinlínis og í prívat sam- tali lét fólk í Ijós samúð sína með þeim, sem berjast fyrir þessu af- ar alvarlega og allsherjar máli, bindindismálinu. 5. Tveir menn gáfu sig fram, sem tilvonandi meðlimi stúkunn- ar að Lundar, og hefðu gengið inn undir eins um kveldið, ef svo hefði verið um búið, að það hefði verið mögulegt. Vér vonum, að margir muni feta í þeirra fótspor, bæði að Lundar og Otto. Stórstúkumeðlimir og æðstu menn úr stúkunum Framþrá og Berglindin, nefnilega G. K. Breck- man, Æ. T. Framþrá, og August Magnusson, Æ. T. í Berglindin, sátu á hápalli, og svo byrjaði for- setinn, hr. Jón Halldórsson, sem flestum er kunnur fyrir sinn framúrskarandi dugnað, einlægni og fórnfýsi í bindindismálum, að kalla fram ræðumennina, sem litu út fyrir að vera nægilega margir. Fyrstur tók til máls Stórtempl- ar A. S. Bardal, og var ræða hans álitin ágæt. Hann er nú á förum til Evrópu í fjórða sinn til þess að sitja Hástúkuþing G. T. regl- unnar í íStokkhólmi. Hann mint- ist á það, meðal annars. Fylgja honum heillaóskir allra Good- Templara og bindindisvina. Þá kallaði forseti fram hr. J. Th. Beck, sem komið hafði frá VVinnipeg um kvöldið og er em- bættismaður í stúkunni Heklu, bæði gjaldkeri og organisti, til þess að spila undir það, sem véi* köllum “Community sönginn”. og spilaði hann alt af annað slagið á milli ræðanna, og valdi velþekt og skemtileg íslenzk lög; varð það góð skemtun. í söng þessum, með- al annars, kom samúð í Ijós. Ná- lega allir virtust syngja. Þá var kallaður fram Stór- gæzlumaður Ungtemplara, Jóh. Eiríksson. Talaði hann eða flutti svolítið erindi um barnastúkur, að sjálfsögðu: hvernig starfið hefði gengið í Winnipeg og um- hverfinu á síðari árum; hve mik- ils virði slíkt starf væri innan vébanda reglunnar, og svo fram- vegis,. Virtist erindi hans allvel tekið. Þá var næstur á skránni Stór- Dróttseti, G. H. Hjaltalín. Hanri flutti mjög hugðnæmt og snið- ugt kvæði til A. S. Bardal, Stór- Templars, í tilefni af ferð hans til íslands og á Hástúkuþing, bæði nú og á liðinni tíð. Einnig las hann einkennilega ættfærslu og varð af hlátur mikill; ættfærsla sú er skopleg mjög, en þó rök- fræðislega rétt, og er niðurstað- an sú, að einn maður geti orðið afi sjálfs sín, ef hann giftist ungri ekkju, sem hefir átt börn í fyrra hjónabandi. Þá talaði S. B. Benedictsson, A. iSt. Dróttseti, um bindindismál yfirleitt og mintist í seinni hluta ræðu sinnar á menn þá, sem eru fromuðir hins nýja málgagns bindindismálsins vestan hafs, sem er í reifum og á að heita “Vörður”. Hann kvað alla þá menn, sem að útgáfu blaðsins starfa, vera ágæta bindindis- menn og vel færa um starfið, og sagðist vona, að blaðið reyndist ágætur vörður í framtíðinni. Hann las að endingu kvæði eftir Dr. Sig. Júl. Jóhannesson, mjög áhrifamikið: “Vínsalinn hlær” Sagðist hr. Benedictsson mjög vel. Þá var kallaður fram hr. Ágúst Magnússon, Æ. T. í stúkunni Berglindin. Hann kvaðst ekki vilja taka tímann frá stórstúku- mönnum, sem hefðu komið svo langa leið og myndu hafa betra að bjóða en hann. Hann kvaðst aðeins ætla að geta þess, að sér þætti sorglega lítið rætt um bind- indismál í vikublöðum vorum, og þótti honum það skaði. G. K. Breckman, Æ. T. stúkunn- ar Framþrá, var líka kallaður fram. Hann kvaðst ekki vilja segja neitt, þar sem hann áliti komumenn frá Winnipeg, hafa nægilega mikið að segja um mál- in, og betra en hann. Hann stóð líka við það, sem hann sagði, eyddi ekki svo mikið sem hálfri mínútu, settist undir eins niður aftur. Vitum vér eigi hvernig mögulegt er að sýna öðrum ræðu- mönnum meiri kurteisi en þá, sem hann sýndi. Þar næst var hr. H. Skaftfeld, umboðsmaður hástúkunnar, kall- aður fram. Hann kvaðst ekki sjá, að við Good Templarar gætum komið miklu í verk, en eitthvað væri hægt að gera. Hann lagði áherzlu á það, að í hvaða stríði, sem maðurinn stæði, yrði það farsællá til , framkvæmda, að hann segði: “komið þið, drengir”, og væri svo sjálfur í broddi fylk- ingar, en að segja: “farið þið og gerið þið það, sem eg hefi sagt ykkur a gera, sjálfur mun eg bíða ykkar hér heima.” Að það muni rétt ályktað munu flestir segja. Þá talaði B. A. Bjarnason, stór- ritari, um bindindismálið al- ment, og lagði áherzlu á það, að nauðsynlegt væri að vínbann kæmist á, eigi aðeins í einu eða nokkrum fylkjum, heldur í öllum fylkjunum frá hafi til hafs. Mun það vera stefna sú, sem margir bindindisfrömuðir hafa nú óhik- að tekið. Einnlg talaði Axel Oddleifs- son, F.Æ.T. í stúkunni Liberty og einn af embættismönnum stór- stúkunnar, og sagði, að nokkru frá högum hinnar nýmynduðu enskumælandi jstúku, Liberty, sem skipuð er mjög efnilegum, ung- um mönnum og meyjum, sem af íslenzku bergi eru brotin. Telur sú stúka nú um 110 meðlimi og hafa fundahöld þeirra og annað starf farið mjög myndarlega úr hendi á liðnum vetri. Hr. Odd- leifsson talaði á ensku, en eg get borið um það, að hann getur tal- að íslenzkuna býsna vel líka. Að endingu tfalaði falrsetinn nokkur orð, þakkaði fyrir skemt- un góða, vonaði að margir myndu ganga í báðar stúkurnar, Fram- þrá og Berglindiná, ekki rétt ein- hvern tíma í framtíðinni, neldur undir eins þegar tækifæri gæfist, og bpuð svo öllum vijðstöddum kaffi og pönnukökur ókeypis. — Hlökkuðu ýmsir til að ná í pönnu- kökurnar, þar á meðal undirrit- aður, og flýtti hann sér að foorð- inu, og var þar sezt þétt að kræs- ingum og voru menn all-kátir; þar á meðal Stórtemplar, sem eg er nú farinn að kalla “Garibaldi.” Þarna við borðið mætti eg J. J. Bildfell, býsna góðum kunningja mínum, og þótti mér vænt um að fá tækifæri til að taka í hönd hans. Eg hafði ekki séð hann “í háa herrans tíð”, fyr en á þessum opna fundi, þar sem hann hafði hlustað með athygli á mál vort alt kvöldið. Undirritaður og ýmsir fleiri líta svo á, aði ferðalag Stórstúkunnar til þess að heimsækja og hug- hreysta ,Undirstúkur sínar, geti orðið til þess að auka samúð á meðal bindindisvina og einnig orðið málinu þannig til mikillar uppbyggingar. Samúðin er fyrir öllu í siðferð- ísmálunum. Jóhannes Eirkísson. Stúlka nokkur í Ungverjalandi var svikin í ástum af manni, er giftist skömmu seinna. Til að hefna sín á honum, hengdi stúlk- an sig fyrir framan kirkjudyrnar, og var hún dáin, þegar gestirnlr komu úr kirkju. Hún hafði skrif- að á miðá orsökina að sjálfsmorði sínu. Sinaide Eftir Arthur Schuhart. —íEn heyrðu nú, Róbart, hvers vogna viltu að barnið heiti Sin- aide? Fyrir utan nú það, að mæður okkar beggja, sem óska þess að telpan heiti í höfuðið á þeim, er Sinaide ekki þýzkt nafn cg þú, sem ert andvígur öllu, sem útlent er — og að lokum — taktu það ekki illa upp fyrir mér — Sin- aide, finst þér það sérlega fall- egt? — eklci mér. Þannig fórust frú Dóru Silbrig orð við mann sinn. Hún var dökk- hærð kona, 25 ára gömul, og var vön að ráða því, sem henni sýnd- ist fyrir manni sínum. —- En í þetta sinn sat hann við sinn keip, og það var ekki laust við, að frú- in væri forvitin að fá að heyra á- stæðurnar fyrir þessu. — Eg get ómögulega fallist á skoðun þína, góða mín, svaraði ungi prófessorinn ofur rólega. Og hvað mæður okkar snertir, þá verður hvorug sett hjá, ef við skírum telpuna Sinaide. Satt er það að vísu, að eg er venjulega andvígur því, sem af erlendum toga er spunnið, en engin regla er án undantekningar — og loks finst mér Sinaide Silbrig mjög fallegt nafn. — Hér liggur eitthvað á foak við, sagði prófessorsfrúin hálf- stygg. Vertu að minsta kosti svo heiðarlegur, þó að þú sért nú svona þrár, og segðu mér, hvern- ig stendur á því, að þú hefir fengið þessa flugu. Þú hlýtur að hafa meiri en minni ástæður, ef eg þeki þig rétt; og eg hefi full- komlegan rétt á því, að fá að vita þær. Prófessorinn hló. — Alt af ertu jafn sniðug! Þú hefir alveg rétt fyrir þér, bæði að því er snertir grun þinn, og ærin ástæða liggur til grundvallar fyr- ir mér og að eg get ekki haldið henni leyndri fyrir þér. Hlust- aðu nú á! Þú veizt, að þegar eg var ung- ur maður, ¥ékk eg opinberan styrk til þess að rannsaka gömul listaverk í Provence; eigin efni hefðu aldrei hrokkið til slíkrar ferðar. Á leiðinni nam eg staðar í Monte Carlo, sem dró mig að sér eins og segull stál. Eg hefi nú aldrei verið mikið gefinn fyrir spil. En Monte Carlo var eins- konar æfintýraborg ) fyrir mér. Alskonar bækur, sem eg hafði les- ið um hana sem barn, höfðu vak- ið hinar einkennilegustu hug- myndir um hana hjá mér. Og sá, sem kemur til Monte Carlo, hann fer nú að sjálfsögðu í spilahöllina, því að Monte Car- lo án spilahallal-innar, er eins og Rómaborg án páfans. Eg stóð þar til að byrja með sem áhorf- ar.di. Utan við mig virti eg fyr- ir mér skrautið, sem gaf þar að líta, og fólkið, sem steig dans kringum gullkálfinn án þess að nokur aðgreining aldurs eða þjóð- ernis ætti sér þar stað. Þegar eg hafði horft á þetta stutta stund, greip mig áköf lóngun að freista gæfunnar við eitt græna borðið. Mig langaði mest til þess í vísindalegum til- gangi, til þess að vita, hvernig eg stæðist freistinguna, sem virt- ist gera alla hringlandi vitlausa. Nú er án efa að ræða um and- lega smitun, sem líkamlega, og loftið í spilasalnum var fult af þesskonar sýklum, og smátt og smátt smitaðist eg af þeim. Eg ruddi mér braut gegn um mannþrðngina og að einu borð- inu, spilaði, vann, vann aftur — eins og svo oft hendir byrjend- ur — eg fyltist ofmentaði, lagði alt, sem eg hafði grætt, undir — og tapaði. í staðinn fyrir að hætta og láta mér segjast, byrjaði eg á ný, eg ætlaði að taka spilaheill- ina nauðuga, sem nú hafði snúið við mér foakinu. En það skyldi maðúr aldrei gera, eftir því sem reyndir spilamenn hafa sagt mér seinna — það er það allra vitlaus- asta, því að hamingjan er þeim bezt, sem hugsa ekki alt of mikið um hana — en eg var eins og óð- ur maður, og þráinn, sem er einn af mínum miður góðu eiginleik- um, varð mér að falli. Eg tapaði hvað eftir annað, f.vrst öllu, sem eg átti í buddunni, því næst skjalatöskunni minni, og að lokum dýrgrip einum, sem eg bar alt af um hálsinn af ótta við þjófa. Þegar mótspilamaður minn heimtaði fimm síðustu gullpen- ingana mína, áttaði eg mig fyrst og svitin spratt út á mér, eins og eg hefði hitasótt. Þá varð eg þess vís, að eg hafði ekki nóga peninga til þess að borga hótel- reikninginn minn, hvað þá til þess að komast heim. Já, nú fyrst var mér það Ijóst, að eg hafði tapað öllu, sem eg átti, og eg gat alls ekki lifað við svo búið. Róbert! greip frúin fram í. Já, góða mín! á þessu erfiða augnahliki sá eg ekki aðrar út- göngur en segja skilið við lífið, eg hafði glatað því hvort sem var. Hefði einhver góður vinur stað- ið við hlið mér þá stundina, þá hefði eg sennilega ekki mist stjórnina á sjálfum mér, og haft opin eyrun 'fyrir skynsamlegum fortölum. En þarna var eg aleinn og eg gat ekki um annað nhugsað en lít- ilmensku mína og vandræði, langt frá öllum, sem eg þekti. Eg hefi aldrei hugsað mikið un? peninga, enda þótt oft hafi mig skort þá; en á þessari stundu varð mér það hræðilega ljóst, hvað við erum þeim háðir. Eg skjögraði út úr spilahúsinu, ákve?5inn í því að binda enda á mitt' auma líf. Það var tungl- skin úti. Eg reikaði út í trjá- garðinn til að hengja mig þar við einhvern pálmann, þar sem efnin leyfðu mér ekki að kaupa byssu til þess. Róbert! í guðanna bænum! hrópaði frúin skelfd, ,frá þessu hefir þú aldrei sagt mér. En hvernig fór svo — segðu mér það — fljótt! Rétt í sama bili og eg fleygði mér niður á bekkinn, og var í þann veginn að spenna af mér beltið, til þess að hengja mig í því, heyrði eg létt fótatak.— Ekki fær maður einu sinni að drepa sig í friði! hugsaði eg með mér. Eg stóð upp og ætlaði að skunda burt og inn á milli trjánna. En viti menn! Fyrir framan mig stóð ung og lagleg stúlka. Hún var hvítklædd og minti næst- um því á æðri veru, þar sem hún stóð þarna einsömul í bláleitu tunglskininu. Hver eruð þér? Hvað viljið þér mér hreytti eg vonzkulega út úr mér. 1 staðinn fyrir að svara spurn- ingum mínum, sagði stúlkan lágt á frönsku, sem gaf grun um að hún væri Rússi: Þér ætlið að stytta yður aldur, af því að þér hafið tapað í spil- um — eða er ekki svo? — eg sá yður áðan í spilahúsinu. En þér megið það ekki — eg banna yður það! Hvernig haldið þér, að þér get- ið bannað mér það? . sagði eg kuldalega. Hvaða rétt hafið þér til þess. Eg geri það með rétti þess, sem ekkert á eftir nema að deyja, en sem áður en hann skilur vlð þessa jörð, vill gefa henni eitt manns- líf, sem líklegt er til þess að bera ríkulega ávexti, og má þess vegna ekki hverfa frá henni í blóma ald- urs síns, eins og eg hlýt að ger^ bráðlega. Eg er aðfram komin af tæringu, í dag fékk eg ákafa blóðspýju og bráðum er úti um mig. Eg hefi núna rétt í þessu grætt 42,900 franka við spilaborðið, eg er rík, hvað eiga mínir efnuðu ættingjar að gera við alt þetta? En fyrir yður eru þessir pening- ar mikils virði. Þeir gefa yður líf, góða framtíð, ást og ham- ingju! Takið þér við þeim! — hún rétti mér þykkan bunka af seðlum, — veitið mér hinztu á- nægju, sem eg get öðlast í þessu lifi — það hefir annars ekki veitt rnér mikið yndi — gerið þér það! Það var bæði bón og skipun í rómnum. En eg get það ekki, má það ekki, ómögulega! — Af yður, ó- kunnugri konu, stamaði eg utan við mig. Þá skuluð þér bara hugsa yður, að eg sé andi frá öðrum heimi, sendur yður til hjálpar — takið þér við þessu, með því verður dauðinn mér ekki eins erfiður. Þér spilið aldrei framar, það veit eg, og krefst í því tilliti einskis loforðs af yður. — Verið þér svo sælir, og eigið ekki við að þakka mér fyrir. — Það er eg eg, sem á að þakka. Hún fór á burt og hvarf út í1 rökkrið, áður en eg gat áttað mig á því, hvort hér væri um veru- leika eða draum að ræða. Prófessorinn andaði djúpt og niðjum hans, Baber (1526—30), stofnaði mikið ríki í Norður-Tnd- landi (Mogul-ríkið), sem á tímum Akbars (1556—1605) varð mesta ríki, sem nokkurn tíma hefir ver- strauk hendinni |ýfir ennið, og því næst sagði hann hrærður: Nokkrum dögum seinna frétti eg, að ung rússnesk kona —• furstadóttirin Sinaide Sinejew, 22 ára gömul, hefði dáið úr lungnatæringu. \ Hún hafði leitað sér heilsubót- ar í Cannes, en það hafði negan árangur bori.ð 'Og nú vona eg, að þú hafir ekkert á móti því framar, að við látum litlu telpuna okkar heita eftir henni. — S. G. — Lesb. Indland XI. Saga Indlands fyrr á tímum hefir ekki verið rannsökuð til nokkurrar hlítar. Miklar sögu- legar venjur eru í landinu og hafa söguritararnir fræðst mik- ið af þeim, en Indverjar hafa ekki lagt mikla stund á sagnaritun. Hins vegar skrifuðu grískir sagn- ritarar í fornöld mikið um Ind- land og síðan Móhamedanskir sagnaritarar. Talið er, að fyrstu íbúar Ind- lands hafi verið af dravidiska kynstofninum, en þjóðflokkar af ariskum stofni réðust inn í land- :ð og unnu sigur á Dravidum. Var það mörgum öldum fyrir Krists burð. Aríarnir lögðu undir sig mikla landshluta og menning þeirra breiddist út austur um landið, og langt suður á bóginn, en ekki stofnuðu þeir eina, stóra samfelda ríkisheild, heldur mörg smáríki, sem stundum urðu að lúta í lægra haldi fyrir erlendum sigurvegurum, t.d. Alexander mikla 327—26 f. Kr. Stór ríki voru þó stofnuð síðar, en þau fóru aftur í mola. í byrjun 7. aldar stofnaði Harsha stórt ríki, en það fór i mola, er hann lézt 648. Um þess- ar mundir hófst flutningur Mó- hammeðstrúarmanna til Indlands, fyrst í smáum stíl, en jukust jafnt cg þétt, og voru orðnir miklir um árið 1000. Stofnuðu þeir stórt móhammedanskt ríki og var Dehli höfuðstaður þess, en einnig það molaðist í fjölda smáríkja. Árið 1398 óð Tyrkinn Timur eða Tamerlan inn í Indland. Einn af ið á Indlandi, en eftir fráfall Au- rangzib (1658—1707, fór það í mola. Smáríkin áttu síðan í ó- friði hvert við annað og erlendir þjóðhöfingjar óðu inn í landið, t. d. Nadir sha Persakonungur, sem 1739 tók Dehli herskildi. Og um þessar mundir voru Evrópumenn farnir að koma til sögunnar þar eystra. Vasco da Gama fór sjóleiðina til Kalikut 1498, og fóru Portú galsmenn þá að flytjast þangað, en þeir urðu að víkja fyrir Hol- lendingum, en Hollendingar fyrir| Frökkum og Englendingum, sem lengi börðust um yfirráðin yfir Englandi (1740—1769). Englend- ingar báru sigur úr býtum. Ensk verzlunarfélög útrýmdu öðrum keppinautum. Árið 1760 biðu Frakkar fullnaðar ósigur og urðu að hverfa á braut víðast, þar sem þeir höfðu foúið um sig. Annars eru brezk yfirráð yfir Indlandi oft talin hefjast með árinu 1757, er Robert Clive vann sigur á ind- versku furstunum við iPlassey. Raunar áttu brezku verzlunar- félögin mestan þátt í, að Bretland fékk yfirráðin yfir Indlandi. — Öflugast þeirra var “The East India Company”, stofnað af Elíza- betu drotningu um 1600. Það náði fótfestu í Indlandi 1613, er það fékk sérleyfi til verksmiðjurekst- urs í Surat. Færði það smám sam- an út kvíarnar og varð æ öflugra i landinu. Að afstöðnum ófriði 1765, náði félagið Bengal á sitt vald, Orissa og Behar. Eftirmað- ur Clive var Warren Hastings (1773—85), fyrsti governor-gen- eral (landstjóri) Indlands. Ásókn- arstefnunni var haldið áfram á meðan hann var landstjóri, en frá 1784 fór Bretlandsstjórn að draga úr völdum félagsins og taka þau í sínar hendur. Cornwallis lávarð- ur tók við af Hastings 1786 og háði stríð við Mabratahöfðingj- ann Tippo Sahib, sem 1792 varð að láta helming landa sinna af hendi við félagið og 1799, er hann hóf stríð við Breta að nýju, féll hann, og fékk félagið þá öll hans lönd. Stríð var enn háð við Ma- hrafa 1802—1804. Síðan var frið- samt í landinu (í tíð Minto lá- varðs), en í stjórnartíð Hastings markgreifa brauzt ófriður við Ma- hrata út af nýju og vann hanii' fullnaðarsigur á þeim 1817— 1818. Amherst lávarður (1824— 1826) hélt áfram ásóknarstefn- unni og náðu Bretar þá yfirráð- um yfir Assam. Aftur á móti kom i Bentinck lávarður (1828—1835) á ýmsum umbótum, alþýðumentun var endurætt, bannað að brenna ekkjur á báli o. fl. — A. —Vísir. VIÐ VILJUM GIFTAST! í Grikklandi harma stúlkurnar það mjög, hve illa þeim gengur að ná sér í eiginmenn. En svo er mál með vexti, að þar hefir lengi verið mesti skortur á eiginmönn- u.m, og vissu stúlkur því ekki til j hverra skapaðra ráða þær æ*tu að grípa, til þess ekki að pipra. En svo datt þeim í hug að reyna að auglýsa sig til giftingar. Þær tóku sig 1000 saman og sendu grísk-ameríkanska félaginu í New York, sem í eru 33,000 félagar af grísku bergi brotnir, myndir af sér og nú átti félagið að útvega þeim eiginmenn. Þessu var tek- ið með fögnuði. Mennirnir gáfu sig fram unnvörpum og þúsund þeirra eru nú á leið til Grikk- Iands. Myndirnar fengu þeir ekki að sjá, fyr en þeir voru komnir áleiðis, en þá átti hver að velja sér konuefnið sitt eftir myndun- um. Stúlkurnar bíða í eftirvænt- ingu. Og1 þegar brúðkaupin eru um garð gengin, fer allur skarinn til Ameríku aftur. — Lesb. SÆLUHÚS Ferðafélags Islands. Ferðafélag íslands gengst fyrir því, að á þessu sumri verði reist sæluhús við Hvítárvatn, stærra og vandaðra en nokkurt sæluhús hef- ir áður verið reist hér á landi. — í húsi þessij á að vera vandaður húsbúnaður, áhöld til matreiðslu og ýms þægindi; jafnvel er í ráði, að þar verði matur geymdur, sem ferðamenn geta gripið til, og skil- ið borgun eftir í húsinu. — Fram til þessa hafa íslenzkir ferðamenn oftlega gengið um sæluhús líkt og siðlausir ribfoaldar. Hér verður gerð mikilsverð tilraun til þess að vita, hvort ekki er hægt að venja menn af slíku. Verði umgengni góð í þessu vandaða sæluhúsi, verður hægt að hafa það opið fyr- ir almenning. En verði önnur raunin á, þá neyðist Ferðafélagið til að hafa húsið aðeins opið fyrir • félagsmenn sína. — Lesb.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.