Lögberg - 24.07.1930, Page 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 24. JÚLÍ 1930.
Bls. 3.
Sérstök deild í blaðinu
SOLSKIN
Fyrir böm og unglinga
RJÚPAN SLAPP.
III.
Drengir! Drengir!”
“Palli! Palli! ’ ’
Bræðurnir litu upp og sáu, að Rósa litla
kom hlaupandi að lieiman.
Hún var berhöfðuð og með sjalklút í annari
hendiuni, en skóinn sinn í hinni.
“Hvað ertu að fara, barn!” spurði Palli.
Hann var ári eldri en Rófsa.
“Hefir nokkuð komið fyrir heimaf ”
Rósa var svo móð, þegar hún kom til
þeirra bræðranna, að hún gat varla stunið upp
nokkru orði.
Hún hrifsaði rjúpuna af af Páli, settist svo
niður og hélt henni í kjöltu sinni.
“Eruð þið búnir að drepa rjupuna?” —
“Nei, lifandi er hún enn þá.”
“Skelfing er að sjá, hvemig þið hafið farið
með hana. Þama liggur fiðrið út um alt; mér
þykir gott, ef þið enið ekki búnir að beinbrjóta
hana.”
“Heldurðu að prestskonan kaupi hana ekki
beinbrotna! ’ ’ spurði Nonni.
“Prestskonan kaupir aldrei þessa rjúpu,”
mælti Rósa. “Eg á þessa rjúpu og enginn
annar. ”
“Þú átt ekkert í henni,” ansaði Palli.
Við höfurn snarað þessa rjúpu, og við eig-
um vaðinn sjálfir, og palilri gaf okkur tímann.
Hver skyldi hafa gefið þér rjúpuna, sem var
hér uppi í brekkum og við liöfum náð sjálfir,
alveg hjálparlaust? Eg held þú sért vitlaus,
stelpa.”
“Huð gaf mér rjúpuna. Hann hvíslaði því
að mér að hjálpa henni. IJetta er sarna rjúpan,
sem flaug áðan inn í bæjardyrnar lrjá okkur.
Hún var á flótta undan fálkanum, og eg sat
undir henni, þangað til fálkinn var farinn.
Þá slepti ég henni. Hún var svo hrædd, að
ég hélt að hjartað í henni ætlaði að springa.
Eg sá til liennar upp fyrir bæinn; hún sett-
ist þama í brekkuna, og eg var lengi búin að
horfa á hana út um gluggann, þegar þið kom-
uð, en þá liljóp ég undir eins á stað.”
Rósa hafði látið á sig skóginn og tekið snör-
una a.f liálsi rjúpunnar, meðan hún lét dæluna
ganga.
“Eg gegni ekki neinum þvættingi,” sagði
Palli. “Fáðu mér rjúpuna. Eg skal sýna þér,
hvernig farið er með rjúpur, sem drepast ekki
í snörunni.”
Rósa stóð upp, en báðir drengirnir tóku ut-
an um hana.
“Fáðu okkur rjúpuna, ætlarðu ekki að fá
okkur rjúpuna?” æptu báðir drengimir.
“Ætlið þið tveir strákar að ráðast á mig
eina? Eg fæ ykkur aldrei rjúpuna, nema þið
verðið góðir. Lofið þið mér að bera rjúpuna,
bara lieim að túngarðinum.”
“Það máttu, en þú verður að fá okkur liana,
þegar við komum að arðinum,” sagði Palli.
Rósa ansaði ekki, en hélt á stað.
Drengirnir hlupu og urðu á undan heim að
túngarðinum.
Þeir litu ekki við, fyr en þeir setust þar.
En hvað sáu þeir þá?
Rósa var komin langt upp í hlíð með rjúp-
una. Hún hafði snúið afur. Og enn liljóp hún
beint upp hlíðina með rjúpuna í fanginu.
“Sii skal fá það,” sögðu drengirnir og tóku
undir sig stökk upp eftir.
Rósa sá þetta og slepti óðara rjúpunni.
Hún liafði ekki (þorað að sleppa henni fvrri.
Hún var hrædd um, að rjúpan væri orðin svo
lömuð, að hún gæti ekki bjargað sér.
“öuð hjálpi þér, fuglinn minn!” sagði
Rósa, “ætlarðu að fljúga beint til strákanna?”
Rjúpan rendi sér yfir þá og flaug niður fyr-
ir túnfót.
Drengirnir glóptu á eftir rjúpunni og sáu
hana hverfa lengst niður í mýri.
“Mikið óttalegt óhræsi er hún Rósa,” sögðu
drengirnir jafn-snemma, hvor við annan.
“Sú á fyrir því, og þeir tóku aftur sjrrett-
inn.
“Komið þið heim, drengir,” kallaði pabbi
þeirra. Hann kom upp fyrir bæinn í jressum
svifum.
Drengirnir heyrðu kallið og þektu, að það
var pabbi þeirra, sem kallaði.
“Við verðum að fara heim, Rósa skal fá að
kenna ó því seinna.”
Bræðurnir vissu, livað það kostaði að hlýða
(‘kki pabba sínum. Þeir sneru því rakleitt
heimleiðis, })ó að þeim væri geðfeldara að elta
Rósu og hefna sín.
IV.
Þegar ]>eir komu heim, stóð pabbi þeirra á
ldaðinu.
“ Sælir verið þið, drengir mínir.
Hvar er nú veiðin?”
“Stelpuskömmin hún Rósa tók af okkur einu
rjúpuna, sem við náðum,” sögðu drengirnir
hálf-k j ökrandi.
“Eg held það hafi verið gustuk að bjarga
henni, fálkinn var búinn að elta hana hér í
ki'ing í allan dag,” mælti pabbi þeirra alvarleg-
Ur á svip.
“Hún veit ekkert, hvort þetta er sama rjúp
ail>” sagði Palli, “þær eru nú líkar, rjúp-
urnar.”
“Við höfum öll veitt þessu aumingja flótta-
dýri eftirtekt seinni partinn í dag, Palli minn.
Rósa fór til ykkar með mínu leyfi,” sagði fað
ir ]>eirra stillilega.
Palli litli vildi ekki segja meira, nú sá hann
hvernig í öllu lá.
Drengirnir löbbuðu inn og köstuðu vaðnum
á tunnu, sem stóð í bæjardyrunum.
“Nú skal eg kaupa af ykkur fiður í kodda,”
sagði Þórður glottandi, þegar hann mætti
drengjunum í göngunum.
“Ætli þær verði ekki þrjár æmar, sem þið
kaupið í vor?” spurði vinnukonan, þegar þeir
gengu fyrir eldliúsdyniar.
“Þið fáið víst lummur með kaffinu á morg-
un hjá prestskonunni, þegar ])ið færið henni
rjúpurnar,” sagði Rósa skellbhlæjandi ogskauzt
upj) ó loftið.
Tárin komu fram í augun á Nonna, en Palli
beit á jaxlinn.
“Þar komið þið, eruð þið ekki orðnir mat-
lystugir?” spurði mamma þeirra, þegar þeir
komu upp á skörina.
“Jú, ég er orðinn svangur, ” sagði Palli.
Það glaðnaði yfir drengjunum, því mamma ó-
virti þá ekkert.
Um kveldið fléttuðu þeir hnappheldur úr
vaðnum og gáfu pabba sínum.
Þeir báðu ekki um að lofa sér á rjúpnaveið-
ar daginn eftir. —
—Barnasögur. — H. J.
LAUN OG H E F N D.
T.
Una átti fátæka foreldra og mörg systkini.
I Hún var elzta bárnið. Una var farin að
ganga í skóla. Hún hafði verið fljót að læra
að lesa og skrifa, en einkar vel lét henni að
reikna.
Mjög gaman þótti henni að sauma.
Hún gat faldað klút fyrir mömmu sína og
saumað stafi í stramma.
Hún kunni líka að prjóna. \
Henni þótti mjög gaman að leika sér; en
aldrei lék hún sér allan daginn, þótt hún ætti
kost á því.
Henni þótti engu síður gaman að hjálpa
mömmu sinni og vinna af kappi á milli.
Einu sinni sat Una inni hjá yngsta bróður
sínum og var að rugga honum; þetta var á af-
mælisdaginn hennar.
Þenna dag langaði hana óvenju mikið út.
Þetta var um há-sumarið.
Það var ekki venja að halda upp á afmælið
hennar. En Una vissi vel, hvenær hún var
fædd. Henni var ljóst, að hún var 10 ára þenna
dag.
Pabbi hennar var liáseti á fiskiskipi. Nú var
hann búinn að vera lengi frá heimili sínu.
Mamma hennar var ein heirna með börnin,
“Elsku mamma, lofaðu mér að fara út dá
litla stuiul, það er afmælið mitt í dag,” sagði
Una við mömmu sína, þegar hún kom inn.
“Góða Una mín, eg hefi svo mikið að gera í
dag og' má til að hafa þig hjá barninu. Eg held
það séu ekki rnikil hátíðabrigði að fara út á
göturnar hérna í Reykjavík, í þennan stráka-
soll,” ansaði mamma hennar.
“Eg fer ekki í sollinn,” mælti LTna, “en eg
má til að fá að skreppa út, eg bið svo ósköp
sjaldan um það, góða mamma. ”
“ Jæja, farðu þá, en þú verður að koma i*étt
ráðum aftur.”
II.
Una lét ekki bíða að standa upp; hún stökk
fró barninu, svo mamma hennar varð að ljúka
við að svæfa það.
Þegar Una kom fram í bæinn, seildist hún
upp á sillu eftir einliverju, sem lá þar og var
vafið innan í bróf. Ilún stakk því í vasa sinn,
náði sér svo í blikkfötu í eldhúsinu og hljóp út.
Þegar hún kom út á götuna, hitti hún Geir
litla. Geir átti heima rétt hjá Unu.
Þau þektust, því að þau höfðu verþð í
sama skóla.
Núna voru þau nágrannar.
Geir var 12 ára.
“Ætlarðu að fara að veiða, Geiri?” sagði
Una, þegar þau hittust.
“Já, eg veiði ufsa á hverjum degi; stundum
fæ eg alveg fulla þessa fötu.” Og hann vings-
aði stórri fötu liringinn í kring um sig og sner-
ist á liæli.
“ Ert þú að sækja vatn, Una?” spurði Geir.
“Ó—nei, ég ætla að veiða ufsa eíns og þú,”
sagðii Una og bar sig mannlega.
“Ha,—Ha.—Hæ! Þú stelpan, að veiða
ufsa, ])að hefi ég aldrei vitað. Dæmalaust ertu
vitlaus. Heldurðu að þú veiðir mikið með tómri
fötunni?” sagði Geir.
“Eg hefi öngul og færi eins og þú.”
“Hvar fékstu það?”
“Hann VJiggó gaf mér það í gær; hann er
bekkjarbrúðir minn.”
Hún tók færið og öngulinn upp úr vasa sín-
urn og sýndi Geir.
“Uss, þetta er ónýtt, svo kantu ekki einu
sinni að beita.
“Eg er viss um að þú dettur á hausinn út af
bryggjunni, og svo verður að kalla á menn, til
að bjarga þér. ”
“Eg skal segja þér, að telpur geta veitt rétt
eins og drengir. Og telpur geta larrt að smíða
eins og drengir, og drengirnir geta saumað
eins og telpur.
Hefir þú ekki séð drengi í skólanum búa til
mat?
Það hefi eg séð. Og eg liefi séð telpur mála,
eg hefi séð telpur smíða, og eg liefi séð dreng
festa í sig tölu.”
“Kannske þú ætlir að læra að smíða í vet-
ur! Þú verður líklega bæði saumakona og skip-
stjóri á endanum, þá verður gaman að sjá
þig!”
“Yrði ég skipstjóri, ])á væri gott fyrir mig
að kunna að sauma,” sagði Una góðlátlega.
Þau fylgdust að niður á bryggjuna.
“Iljálpaðu mér nú um beitu, Geir minn,”
sagði Una við Geir, þegar hann fór að renna
fæninu sínu.
“Datt mér ekki í hug. Hefirðu nú enga
beituna?” Ekki held ég að ég fari að gefa þér
'beitu, ég á ekki meira en fyrir mig. ”
Una stóð þarna í vandræðum og horfði á
Geir, mcðan liann dró tvo ufsa.
Hún bað Geir aftur um beitu.
Hann kastaði til hennar einurn ufsahaus.
“Þessu beitir enginn,” sagði Una, en beitti
samt tálkninu.
“Eg lield það sé fullgott fyrir þig,” sagði
Geir og kipti þriðja ufsanum upp í fötuna sína.
Rétt í þessu kom eitthvað á öngulinn henn-
ar Unu.
Hún dró færið í mesta flýti.
En hvað var á önglinum Það var stór mar-
hnútur.
“A—ha—ha—ha—hæ! Farðu nú lieim
með marhnútipn og éttu hann!” sagði Geir og
þeytti fjórða ufsanum sínum í fötuna.
Una roðnaði. Henni þótti ekkert vænt um
marhnútinn, en tók hann samt með mestu gætni
af önglinum.
“Skerðu lifrina úr marhnútnum og-beittu
lienni. Una litla,” sagði gamall maður sem stóð
á bryggjunni. Hann liafði heyrt og séð til barn-
anna.
Þetta gerði Una Óðara og rendi færinu á
ný.
Dró hún nú hvern ufsann á fætur öðrum,
meðan llfrin entist.
Nú brá svo við, að Geir fékk ekkert á öngul-
inn sinn, eftir að Una fór að draga.
Hann varð fokvondur við Unu og stríddi
henni og hrekkjaði hana, þangað til loks hún
flýði af bryggjunni.
III.
Hún liljóp því með færið sitt og fötuna yfir
á næstu bryggju.
A leiðinni fékk hún rauðmagalifur hjá fiski-
manni, sem var að slægja hrognkelsi.
Eftir þetta veiddi Una reglulega vel.
Hún fvlti nærri því fötuna sína af smá-
ufsa.
Nú fór hún að hugsa til heimfreðar.
Alt í einu heyrði hún óp mikið.
Það voru unglingar, er æptu svona á bryggj-
unnii, sem hún flýði af.
Una vatt upp færið sitt og tók fötuna í
hönd sér.
Hún gekk yfir á bryggjuna, því hana lang-
aði til að vita, hvað um væri að vera.
En hvað sá hún?
Gteúr litli stóð þarna húfulaus, alvotur upp
fyrir höfuð og háorgandi.
Fjöldi barna og unglinga hafði safnast saman
kring um hann.
“Farðu heim til þín, strákur,” sagði gamli
maðurinn, hann stóð enn þá á brvggjunni.
“Þér veitir líklega ekld af að hafa fata-
skifti. ”
Geir litli labbaði nú lieim og var heldur
þungur á sér.
Allur krakka skarinn fylgdi lionum.
Una beið.
Hún sá hvar færið lians lá; annar endi þess
var bundinn við bryggjuna.
Hún leysti færið og gerði það upp. Síðan
fór hún að litast eftir fötunni hans.
Hvernig stóð á þessu? Hún sá hana hvergi
á bryggjunni.
“Hvað vantar þig, barn?” spurði gamli
maðurinn hana.
“Eg er að sviipast eftir fötunni, sem lrann
Geir var með.”
“Hún datt í sjóinn með honum,” sagði
gamli maðurinn.
“Er ]vessi Geir bróðir þinn?” spurði hann.
“Nei, en hann á heima rétt hjá mér.”
“Þið eigið ekki að vera að veiða við bryggj-
urnar, þegar svona mikil umferð er, þið getið
dottið í sjóinn og druknað.”
“Hvernlg stóð á því, að hann Geir datt í
sjóinn?” spurði LTna.
“Hann stóð þama og var að veiða, en þá
fóru menn með vagn niður bryggjuna, en lentu
svo nærri drengnum, að liann steyptist fram
af henni.”
“Aumingja Geir, skelfing fór þetta illa. Það
er víst ómögulegt að ná í fötuna hans.”
“Hún næst, þegar fellur út,” sagði gamli
maðurinn.
LTna hélt nú heim og var einatt að liugsa um
Geir.
Hún fór rakleitt inn til lians. Hann átti ekki
að fá að fara á fætur, fyr en .fötin hans voru
orðin ]mr.
“Hérna er færið þitt, Geir,” sagði Una og
rétti það að honum.
Geir hrif.saði af henni færið og sagði í hálf-
kæringi: “Hvað fékstu marga marlmúta?”
KAUP© AVALT
LUMBER
a hjá
THE EMPIRE SASH 8t DOOR CO. LTD.
rt£NRÍ AV£~ BAST. - - WINNIPEQ, MAN.
Yard Offlc*: 6Mi Floar, Bank of HamHtonOhambert
DR. B. J. BRANDSON
216-220 JVledíoal Arts Bldg.
Cor Graham og Kennedy Sta.
PHONE: 21 834 Office tímar: 2—8
Heimili 776 Victor St.
Phone: 27 122
Winnipeg. Manitoba.
DR. O. BJORNSON
216-220 Medical Arts Bl<ig.
Cor. Orahani ogr Kennedv Sts
PHONE: 21 S34 Office tlmar: 2—S
Heimili: 764 Victor St..
Phone: 27 586
Wlnnipeg. Manitoha.
DR. B. H. OLSON
216-220 Medlcal Arta Bldg.
Cor. Qraham og- Kennedy sta.
PHONE: 21 834 Office ttmar. 3—6
Heimili: 5 ST. JAMES PLACE
Winnipeg, Manitoha.
dr. J. STEFANSSON
216-220 Medieal Arts Bidg.
Cor. Graham og Kennedy Sts.
PHONE: 21 834
Stundar aug-na, eyrna nef og kverka
ajúkdðma.—Er a8 hitrta kl. 10-12 f.
h. og 2-5 e. h.
Heimill: S7S River Ave. Tals.: 42 691
DR. A. BLONDAL
202 Medical Avts Bid*.
Stundar sérstakleg.a k v e n n a og
barna sjðkdðma. Er að hitta frá kl.
10-12 f. h. og 3-5 e. h.
Offiee Phone: 22 296
Heimili: 806 Victor St. Stmi: 28 180
Dr. S. J. JOHANNESSON
stundar Urknlngar og gfirgetur.
Tll vlðtals kl. 11 f. h. U1 4 e. h.
og frá 6—8 að kveldinu.
SHERBHRN ST. 532 SIMI: 30 877
BAFIÐ pÉR SÁRA FÆTURf
ef svo, finnið
DR. B. A. LENNOX
Chiropodiat
Stofnsett 1910 Phone: 23 137
334 SOMERSET BLOCK,
W7NNIPEG.
Drs. H. R. & H. W. Tweed
Tannlseknar.
406 TORONTO GENERAL TRUST
BUILDING
Cor. Portage Ave. og Smith St.
PHONE: 26 645 WINNIPEXl
DR. A. B. INGIMUNDSON
Tannlæknir.
208 Avenue Block, Winnipeg
Sími 28 840. Heimilis 46 054
A. S. BARDAL
848 SHERBROOK ST.
Selur Ukkistur og annast um út-
farlr. Allur útbúnaður s& be*U
Ennfremur selur hann allskonair
minnisvarða og legsteina.
Bkrifatofu talaimi: 86 607
Beimilis talsimi: 68 302
H. A. BERGMAN, K.C.
Islenzkur lögfræðingur
Skrifstofa: Roora 811 McArthur
Bullding, Portage Ave.
P. O. Box 1656
PHONES: 26 «49 og 26 840
Lindal Buhr & Stefánsson
tslenzkir iðgfræðingar.
356 MAIN ST. TALS.: 24 963
Peir hafa einnig skrifstofur að
Lundar. Riverton, Gimli og
Piney, og eru har að hitta á
eftlrfylgjandi tlmum:
Lundar: Fyrsta mlðvlkudag,
Rlverton: Fyrsta fimtudag,
Glmli: Fyrsta miðvikudag,
Plney: priðja föetudag
I hverjum mánuði.
J. RAGNAR JOHNSON
B.A., LL.B., LL.M. (Harv.)
tslmzkur lögmaöur.
Rosevear, Rutherford MeInto«h and
Johnson.
910-911 Klertri. Rnilway Chtnbrs.
Winnipeg, Cánadfl
Sími: 23 082 FTeima: 71 753
Cable Addre««: Rorouiu
J. T. THORSON, K.C.
tslenzkur lögfræðlngur
SCARTH, GUILD A THORSON
Skrifstofa: 308 Mlning Exchange
Bldg., Main St. South of Portage
PHONE: 22 7RS
G. S. THORVALDSON
B.A., LL.B.
Lögfræðlngur
Skril’stofn: 702 Confederallon
Llfe Kuildlng.
Main St. gegnt City Hali
PHONE: 24 587
J. .J. SWANSON & CO.
LIMITED
601 PARIS BLDO., WINNIPEO
Fajstelgnasalar. Lelgja hús T)t-
vega peuingalftn og eldsftbyrgð
af ÖUu tagl.
PHONE: 26 349
A. C. JOHNSON
907 Confederation Life Bldg.
WINNIPEG
Annast um fasteignlr manna.
Tekur að sér að ftvaxta sparlfé
fðlks. Selur eldsábyrgð og blf-
reiða ábyrgðir. Skriflegum fyr-
irspurnum svarað sainstundis.
Skrifatofuaimi: 24 263
Beimasimi: 33 32S
DR. C. H. VROMAN
Tannlseknir
505 BOTD BLDG. PHONE: 24 171
f WINNIPEQ
G. W. MAGNUSSON
Nuddlæknir.
125 SHERBROOKE ST.
Phone: 36 137
Viðtals tlmi klukkan 8 til 9 að
morgninum.
ALLAR TEOUNniR FLUTNINGAI
Hvenær, sem þér þurfið að láta
flytja eitthvað, smátt eða stórt,
þá hittið mig að máli. Sann-
gjarnt verð,— fljót afgreiðsla.
Jakob F. Bjamason
762 VICTOR ST.
Stmi: 24 500
“Einn og þrjátíu ufsa, en eg datt ekki í
sjóinn.” —
Una skauzt út, til þess að heyra ekki hverju
Geir svaraði.
Hún kom heldur glöð heim til sín og gekk
beint inn til mömmu sinnar með fötuna í liend-
inni.
“Þetta hefi eg nú sjálf veitt á öngul og færi,
sem mér var gefið í gær.’
“Það er laglegt, Una mín, en ósköp hefirðu
verið lengi. Eg hélt að þú værir farin fyrir
fult og alt. Jæja, taktu við barninu, það er
bezt að sjóða þessi síli”.
Mamma hennar sauð ufsana, og börnin
neyttu glöð máltíðarinnar. En allra kátust
var Una yfir diskinum sínum, því að liún liafði
veitt ufsana sjálf.
—Barnasögur — II. J.
Oddur leikur á hörpu.
Oddur leikur oft við dans
eins og brúða stiltur;
faMeg er liún harpan hans,
hann pr góður pitulr.
— Sig. Júl. Jóh.