Lögberg - 24.07.1930, Side 6
Bls. 6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 24. JÚLÍ 1930.
Sonur Guðanna
Eftir
R E X B E A C II.
Bird Cage var fallegasta og tilkomumesta
veitingahúsið í þessu nágrenni. Dað hafði í
fyr.stunni verið bygt að kínverskum sið og í
kringum það hafði verið plantað miklu af
trjám og blómum og gestirnir sátu ekki síður
úti en inni, þegar veðrið var gott. Það sem sér-
staklega einkendi það þó, var mikill fjöldi af
fuglabúrum, og kanarífuglarnir sungu !þar lát-
laust. Þarna kom margt af heldra fólkinu og
fólki, sem hafði töluverða peninga, eða var ekki
sárt á þeám. Hljóðfærasláttur var þarna fall-
egri og fullkomnari en annars staðar. Stúdent-
ar komu þarna ekki margir- Það var of kostn-
aðarsamt fyrir þá. Þarna eyddu þeir meiri
peningum á einu kveldi, heldur en þeir höfðu
ráð á að eyða á heilli viku, eða jafnvel mánuði.
En Sam Lee fór þangað oft og borðaði þar
einsamall.
Hann kom bílnum fyrir þar sem hann átti
að vera og leiddi síðan hitt fólkið inn í veit-
ingahúsið. Stúlkurnar þrjár töluðu fjörlega
og glaðlega sín á milli, meðan hann fór úr yfir-
höfninni og tók af sér húfuna og fékk hvort-
tveggja þeim sem þess átti að gæta. Hann
strauk hendinni vfir hárið á sér, sem var kol-
svart og gljáandi, og sneri sér síðan að gestum
sínum.
Þetta var fyrsta tækifæri sem hann hafði
haft til að sjá þessar vinstúlkur kunningja
sinna, Spuds pg Kickers, í birtunni, og honum
var töluverð forvitni á að vita, hvort honum
fvndist þær eins fallegar,'eins og honum hafði
sýnst úti, J>ar sem var hálf-dimt. Einkum var
J)að þó Miss Hart, sem hann hafði í huga. Hann
varð ekki fyrir neinum vonbrigðum. Þær voru
allar hraastlegar, fallegar stulkur. Alioe Hart
var einstaklega falleg stúlka. Sam hafði nú
koonist að því, að hún stundaði nám á listaskól-
anum og hafði lagt fyrir sig teikningar, og að
hún var komin töluvert langt í þeirri list. Nú
skildi hann hversve,gna hann hafði aldrei séð
hana. Það var vegna þess, að skólinn sem hún
gekk á, var annars staðar í borginni, heldur en
háskólinn. önnur hinna stúlknanna hafði góða
stöðu hjá bókaútgáfufélagi, og—
Honum varð alt í einu litið á stúlku Kiekers.
Það var kannske vegna þess, að hún hafði ver-
ið eitthvað að segja, en þagnað alt í einu , miðri
setningu. Svipur hennar breyttist líka und-
arlega og snögglega- Hún oj)naði varirnar, eins
og hún adlaði að segja eitthvað, en af því varð
þó ekkert, því ráðsmaðurinn kom að í þessu og
heilsaði Sam vinsamlega og .spurði hann hvar
hann vildi taka sér sæti með gestum sínum.
Þegar hann hafði svarað því, voru stúlkurnar
farnar inn í herbergið, sem kvenfólkinu var
ætlað til að taka af sér yfirhafnirnar.
Hljóðfærasveitin byrjaði að spíila. Dans-
gólfið fyltist af fólki og þessir þrír háskóla-
menn færðu sig nær til að sjá dansinn sem bezt.
Gílorham sagði í hálfum hljóðum:
“Eitthvað þessu líkt hlvtur himnaríki að
vera. Hlusið þið bara á }>ennan hljóðfæra-
slátt. ’ ’
Wade hrísti höfuðið. “í upphafi skapaði
guð himin og jörð. Mr. Wolstead skapaði veit-
ingahúsin, eins og þau eru nú. ’ ’
Sam Lee horfði á dansinn. Hann sagði ekki
orð og gaf <því heldur engan gaum, sem félagar
hans voru að segja.
Wade fann að komið var við handlegginn á
honum. Þjónustustúlka, sem klædd var að kín-
verskum sið, sagði honum. að ein af stúlkunum
vildi tala við hann. Hann fór með henni-
Þegar hann kom að herbergisdvrunum, J»ar
sem stúlkurnar voru, stóð hurðin hálf opin og
ein af stúlkunum gægðist út. Það leyndi sér
ekki, að hún var bæði hrygg og reið.
“Þú hefir farið fallega að ráði þínu!” sagði
hún og var afar æst í skapi.
“Hvað er um að vera?” sagði Kicker.
“Þú þarft ekki að spvrja. Þú veizt fullvel
hvað er um að vera. Þú tekur okkur nú strax,
héðan, áður en nokkur sér okkur. Ekki nema
J)að þó! Alice er að gráta. Það er nærri liðið
yfir hana. ”
Kicker grunaði hvað hún var að fara. “Attu
við Sam?” spurðd' hann. “Láttu ekki svona.
Beyndu að vera ofurlítið skynsöm.”
“Eg þekti hann strax og við komum hér inn.
Ef þií lieldur, að J)etta sé bai a gamanleikur,
þá skal eg segja þér, að eg er á annari skoðun-
Þið hafið sýnt okkur ósvífni, og eg skal segja
föður mínum frá J>essu. Rektorinn skal fá að
vita um Jætta líka. Eg skal sjá um það.”
“Nei, hlustaðu nú á mig, góða mín—”
“Eg hefi ekki á neitt að hlusta. Þið takið
okkur héðan strax. Hvílík andstvgð, að taka
Stúlkan, sem setið hafði hjá Gorham, lét
nú líka til sín heyra. Þetta er Jtað, sem eg segi
líka. Eg á bróður, og |)ið skuluð heyra eitthvað
frá honum, bráðum.”
“Fyrir alla muni, látið þið nú ekki svona
óskynsamlega. F>ið megið ekki koma öllu í
uppnám hér. Sam er ekki neinn vanalegur
Kínverji. ”
“ó. svei! H\rer er mismunurinn ?”
“Við hugsum ekki um hann þannig, að
minsta kosti. Hann er reglulegt prúðmenni.
Mér datt ekki í hug, að þið hugsuðuð svona.
En það er of seint nú- Við verðum að halda
áfram héðan af.”
“()g láta hann bjóða okkur að dansa við sig?
Það er svo sem ekki hætt við öðru, en að liann
geri það. Það væri nóg til að kvelja úr manni
lífið.----Ætlið }>ið að taka okkur héðan, eða
el^ki ??’
“Eg get það ekki. Haldið þið, að eg ætli að
fara að gera honum vanvirðu og sjálfum mér
líka! Hvað ætti eg að segja honum?”
“Okkur er alveg sama, hvað þú segir hon-
um,” svaraði stúlkan.
“Þið eruð rétt að reyna að koma sjálfum
ykkur og okkur öllum í vandræði, sagði Wade
ergelsislega. “Hvað haldið þið að J)ið eigin-
lega séuð? Einliverjar 'stórhöfðingjadætur ?
Sam er ekki líkur Kínverjum, og hér veit eng-
inn hver hann er. ”
“Eg veit hver hann er. ”
“'Gulur og ljótur Kínverji! Eg gæti ekki
látið liann snerta mig,” sagði hin stúlkan-
“Nei, ekki það; Alice lét hann J)ó snerta sig
og féll það ekki neitt illa. Alt gekk ljómandi
vel, þangað til þessi vitleysa hljóp í ykkur.
Hann er heldur ekki gulur. En nú kemur
Spud— ’ ’
Gorham hafði grunað, að ekki væri alt með
feldu, og kom til að vita hvað um væri að vera-
Þegar hann fékk að vita livað að stúlkun-
urn gekk, revndi hann sem bezt hann gat að fá
þær ofan af þessari vitleysu. En það kom ekki
fyrir neitt.
“Haldið þið, að við viljum láta sjá okkur á
opinberum stað með þessum Mongóla?”
“Hann heitir heldur ekki Sam Lee, heldur
Lee Sam,” sagði stúlkan og lét sér alls ekki
segjast. “Mér datt þetta alls ekki í hug, þegar
þið gerðuð okkur Sam kunnugan, en undir eins
og eg sá hann almennilega—”
“Það eru nú bara Kínverjarnir, sem kalla
hann Le Sam. Það kemur til af því, að þeir
lesa alt aftur á bak,” sagði Kicker. “En hugs-
ið um það, að hann er ekkert smámenni. Faðir
hans, er auðugastur Austurlandamaður í New
York. Hann á fjölda af búðum til og frá, er
nokkurs konar Marshall Field meðal Kínverj-
anna. Sam er hálfgerður prins, og hann er í
afar-miklu áliti á háskólanum. ”
“Ætlarðu að fá leigubíl, eða ekki?”
“Leigubíl,” sagði Gorham heldur kulda-
lega. “ Þið munduð eyðileggja nýjan bíl á allri
þeiiri leið. Við erum lengra að heiman, held-
ur en J)ó við værum í Cape Town. Ef þið þurf-
ið endilega að fara, })á tekur Sam okkur lieim-”
“Hann tekur mig ekki heim.”
“Ekki mig heldur.”
“Eg hefði nú sagt ekki,” sagði Alice og lét -
nú líka til sín heyra.
Þessir tveir ungu menn litu hvor til annars,
eins og hvor um sig vænti þess, að hann fyndi
einhverja úrlausnv Spud tók fyrst til máls: —
“Eg geri ekki neitt á hluta hans og sýni hon-
um enga óvirðingu. Við báðum liann að fara
út með okkur og við J>áðum boð hans að koma
hingað.”
“Við báðum hann!” hreytti ein stúlkan út
úr sér. “Segið honum að einhver okkar sé
veik, rétt að deyja. Segið þið honum eitt-
hvað!”
“Bara það væri satt!”
“Eg vildi helzt segja honum einlæglega og
með tárin' í augunum, að þið væruð allar orðn-
ar vitlausar,” sagði Wade. “Hann hlyti að
trúa því, það er ómögulegt annað. Eg talaði
okkur öll inn í bílinn til hans. Eg get kannske
talað okkur út úr bílnum aftur. Eg skal reyna
J)að að minsta kosti. En }>að væri ekki nema
mátulegt handa ykkur, að ganga heim aftur, ”
Hann og S|>ud fóru að finna Sam.
“Þetta félag okkar er alt að fara út um þúf-
ur, ” sagði Wade og reyndi sem bezt hann gat
að dylja J>að, sem í raun og veru var uppi á
teningnum. Það gengur eitthvað að Mabel, og
hún vill endilega fara strax heim. ”
Sam hætti að horfa á dansinn, sem liann
hafði verið að gefa svo nánar gætur. “Það var
slæmt,” sagði hann kurteislega. “Get eg nokk-
uð gert fyrir hana?”
Stundum fanst þessum skólabræðrum, sem
Lee væri alveg ólíkur Kínverjum, og trúðu því
naumast, að hann mundi vera það. Stundum
fanst þeim |)að þar á móti ekki neitt ólíklegt.
Nú voru þeir ekki í nokkrum efa. Kínverjinn
leyndi sér ekki, hvar sem á hann var litið.
“Vill hún fara alveg strax?” spurði Sam.
“Já, alveg strax, eða helzt fyrri en það, ef
hægt væri. Þær vilja láta mig kalla á leigu-
bíl.”
“Of mikill gustur í opnum bíl,” sagði Spud
til skýringar. “Það er taugaveiklun eða tann-
pína, eða eitthvað þess konar. Hún fékk þetta
alt í einu.”
“Væri þér ekki sama—?” Wade hikaði, þó
hann hefði sterkar taugar og léti ekki alt fyrir
brjósti brenna. “Gæti eg ekki fengið lánaða
hjá þér tíu dali þangað til fyrsta næsta mánað-
ar? Eg skal borga þér í þetta sinn, áreiðan-
lega.
Sam brosti og tók upp hjá sér nýjan banka-
seðil. Hann hafði aldrei nema nýja seðla, eins
og Jæssum vinum hans var vel kunnugt. “Ef
henni Jíður illa, ætla eg að biðja vkkur að bera
henni kveðju mína og segja henni, að mér J>yki
óskaplega slæmt, að þetta skyldi koma fvrir.
Þið sjáið náttúrlega um, að þær komist heim
og- vel fari um þær á leiðinni.”
“Þetta er einstaklega fallega gert af þér,
Sam. ”
“Þú ert reglulegur prins!”
Það var eins og steini væri létt af báðum
þessum ungu mönnum.
“Það var óttalega leiðinlegt, að ekkert gat
oiðið af þessu meira. En við sjáumst á
morgun. ” - ,
Sam lét ráðsinanninn vita, að liann gæti
ekki notað það, sem liann hafði beðið um og
hélt svo áfram að horfa 'á dansinn. Af útliti
hans gat enginn ráðið, að lionum þætti nokkuð
fyrir Iþví, að svona hefði farið, en í raun og
veru var hann ba^ði hryggur og reiður. Til
þess að hafa fult vald á sj'álfum sér og tilfinn-
ingum sínum, hafði hann yfir setningar, sem
hann hafði læt utan að: “Mikilmennið hefir
ávalt fult vald á sjálfum sér, hvemig sem á
stendur.”-----“Göfugmennið gætir ávalt still-
ingar.” “Illa innrættur maður er ranglátur,
hve lærðui^ sem liann er.”
Af lífsskoðunum og siðferðiskenningum
Austurlandaþjóðanna hafði hann lært að sætta
sig við mótlæti eins og þetta. Það var hörð
lexía, því hann var ungur og töluvert skapmik-
ill. Hann tilheyrði því fólki, sem um langan
alur hafði tamið sér að*umbera og fyrirgefa.
En þrátt fyrir það var nú uppreisnarandinn
ríkastur í huga hans. Uppreisnarandinn log-
aði í honum og honum var haldið í skefjum
með því hugarfari, sem tamið liafði verið og
vanið eftir fastsettum reglum í fjögur þúsund
ár hjá fjögur hundruð miljónum af hinum gula
mannflokki. Hér var enn sama vopnin beitt
gegn honum. Hann var móðgaður vegna þjóð-
ernis síns, sem honum var ósjálfrátt. Hann
vaið að taka á öllu sínu viljaþreki, til þess að
reynast enn trúr }>eim fögru hugsjónum, sem
honum höfðu verið innrættar frá barnæsku, að
vera sjálfur sama prúðmennið æ og æfinlega,
hvaða móðgun, .sem aðrir kynnu að sýna manni.
Hann hafði búist við því, sem nokkru sjálf-
sögðu, þegar Gorham bað hann að koma út og
fullvissaði hann um að það væri því ekkert til
fyrirstöðu, að stúlkumar vissu hver hann væri-
Annars mundi hann ekki hafa átt á hættu
það, sem nú var komið fram. Það var undar-
legt, þetta Bandaríkjafólk, eða þetta hvíta fólk
yfirleitt, með öllu sínu stolti og öllum sínum
hleypidómum! Það var óskiljanlegt. Hver
var sá, .sem lengst skaraði fram úr, að lærdómi
og gáfum, af átta hundruð stúdentum á East-
ern háskólanum? Var það ekki einmitt þessi
auðvirðilegi Kínverji? Til hvers }>ótti mest
koma í kenslustundunum ? Til hvers komu hin-
ir stúdentarnir, }>egar þeir voru í vandræðum ?
Til Sam Lee. Frá sjónarmiði guðanna, mundi
þetta vera hreint og beint hlægilegt. Hann ætti
að hlæja líka. En honum var ekki hlátur í hug.
Hann kevpti vindlinga af ljóshærðri stúlku,
sem það verk hafði á hendi að selja gestunum
vindla og vindlinga. Hann borgaði henni tvö-
falt verð fyrir vindlingana. Hún brosti til lians
hýrlega, og var hann þakklátur fyrir }>ennan
höfðingsskap. Þegar liann tók yfirhöfnina sína,
kastaði hann peningum til mannsins, sem yfir-
hafnanna átti að gæta, ekki ósvipað því, þegar
beini er kastað fvrir hund. Maðurinn tók við
skildingunum með miklu þakklæti og undir
gefni.
Sam Lee fór út með bros. á vörunum, en
enginn gat séð hvað í huga hans bjó. Hann fór
inn í bílinn sinn, sem hafði kostað ofur fjár.
Að fylla huga sinn gremju, gerir manni
aldrei annað en ilt eitt, hugsaði hann með sjálf-
nm sér. “Vitur maður skilur aldrei við sig
alvörugefnina og hann lætur ekkert raska ró
sinni.” Þetta hafði faðir hans oft sagt við
hann og hann ásetti sér að fylgja þessum vitur-
legu ráðum föður síns.
Hann keviði hægt heimleiðis og hugsaði
ekki um annað en fegurð næturinnar-
II. jCAPITULI.
Þetta var engan veginn í fyrsta sinn, sem
Sam Lee hafði orðið fyrir einhverju }>vílíku,
sem mætt hafði honum í Bird Cage. Hann hafði
hvað eftir annað orðið fyrir lítilsvirðingu hvíta
fólksins. ,En hann vandist henni illa. Síðustu
tvö árin höfðu reynst honum erfið, }>ví hann
hafði komið til Eastern háskólans með Jteirri
liugmynd, að þar væri umburðarlyndið eins
vítt, eins og lithafið sj'álft. Hjá hans eigin
tólki vissi hann að þekkingin var í miklum met-
um höfð, og námsmönnum sýnd meiri virðing
en öðrum, jafnvel af }>eim, sem hátt voru settir
og auðugir. Næst héum aldri, bera Kínverjar
mesta virðingu fyrir vitsmunum og þekkingu.
En hann liafði komist að raun um, að })essu
var á alt annan veg farið með Bandaríkja-
mönnum-
Sam hafði ávalt liðið vel í kenslustofunum
og þar hafði hann fullkomlega notið sín. Þar
ríkti jöfnuður og sanngirni. En það náði ekki
langt út fyrir skólann, hvernig sem á því stóð.
Hann spurði sjálfan sig hvort hann væri ekki
rétt eins álitlegur maður eins og skólabræður
hans, svona vfirleitt, eða hvort hann væri ekki
rétt eins gáfaður og heiðarlegpir eins og þeir.
Sjálfur efaði hann ekki, að svo væri. Hann
var fullkominn jafningi þessara Bandaríkja-
pilta, bæði til sálar og líkama. Hvers vegna
var })á litið niður á hann og hvers vegna var
eins og allir vildu forðast hann utan skóla-
bekkjanna? Hle>-pidómar þessa hvíta fólks
voru honum óskiljanlegir. En hvernig sem
hann reyndi, gat hann ekki hrundið þessu úr
huga sér.
Honum hafði verið kent, að skoða mentun-
ina sem hið fyrirheitna land andlegs frelsis,
}>ar sem allir nytu jafnréttis og þar sem enginn
munur væri gerður á litarhætti, þjóðerni eða
trúarbrögðum. Andlegir hæfileikar, vitsmun-
ir, mentun áttu áreiðanlega allstaðar sama rétt
á sér, hvað sem þjóðerninu leið. Ilonum hafði
verið kent að líta svona á.
Siglingar og Undnám
íornmanna.
Eftir Vilhjálm Stefánsson.
Tvö stórmerk æfintýri eru tengd
siglin!gum íslendinga. Annað er
fundur landsins sjálfs. Hitt
landafundirnir, sem þaðan urðu.
Lítill vafi er á því, að það var
Noregur, en ekki ísland, sem Pyt-
heas, mesti landkönnuður forn-
aldarinnar, sigldi til, um það
leyti sem Alexander mkli var að
leggja undir sig Asíu, meira en
þrem öldum fyrir Krists burð.
Hann hafði til farar sinnar bæði
stór og góð sjóskip, sem notuð
voru umhverfis Miðjarðarhafið,
og þekt eru af frásögnum forn-
aldarrithöfunda. Á slíkum skip-
um hefði mátt komast til íslands,
ef þanlgað hefði verið stefnt. Að
vísu er ísland lengra frá Skot-
landi en Noregur. En hvort-
tveggja er úthafsför, langt úr
landsýn.
Fáir draga nú á dögum í efa
frásagnir lærða, írska munksins,
Dicuil, um að landar hans hafi
hafst við á íslandi kririgum árið,
795, en aftur er sú skoðun, sem
víða verður vart í bókum, að írar
hafi komið til landsins í húðkeip-
um, næsta fjarstæð. Þeir hljóta
að hafa haft bæði allstór og hrað-
skreið skip undir seglum og ár-
um.
Skip þeirra hafa að minsta kosti
verið eins góð og þau, sem Pythe-
as hafði, eða hví skyldi ekki svó
vera þúsund árum eftir hans
tíma? Hvaðanæfa úr heiminum
fcerast sannanir fyrir því, að sjó-
ferðir eiga sér fornari uppruna,
en áður var haldið. Einn liður-
irn í þeim sönnunum kemur frá
íslandi. Því vér eigum að vera
sanrigjarnir í öllum greinum og
þess vegna væri rangt að eigna
íbúum Miðjarðarhafslandanna
einum} þann heiður, að hafa átt
skipakost í grárri forneskju. Og
þótt vér séum hreyknir af að geta
rakið ættir vorar til hinna fornu
vikinga, þá væri samt jafn ósann
gjarnt af oss, að halda því fram,
að siglingar um úthöfin hafi ekki
þekst fyr en á víkingaöldinni. —
Þær hafa þekst þúsund árum
r áður.
þeir Columbus og Ma'gellan, en
sögurannsóknir munu leiða í ljós
að minsta kosti tveir menn eru
þessum fremri. Mestur allra er
ef til vill Hinrik sæfari, því hann
hratt 1900 ára gamalli kenningu
um það, að engum mannlegum
verum mætti takast að komast
gegn um hitabeltið. Næstan hon-
um ætti að telja lEirík rauða, því
hann hafði ýmislegt sér til ágætis
fram yfir alla aðra landnema.
Skotar höfðu getað frætt Pyt-
heas nokkuð um Noreg, áður en
hann sigldi þarigað. Sama má
segja um allafc landkönnunarferð-
ir, sem farnar voru af ráðnum
hug þangað til Eiríkur rauði hóf
för sína 982. Aðrir sæfarar höfðu
leiðsögumenn, eða að minsta kosti
leiðbeiningar um siglingar. Ei-
ríkur hafði hvorulgt, og þó undir-
bjö hann fyrstur manna í sögunni
ítarlega rannsókn algerlega ó-
þekts lands. Þessi rannsókn leiddi
til að landnám hófst á stærstu
eyju jarðarinnar og lýðveldi var
stofnað þar. En landnám á Græn-
landi leiddi aftur til fundar Norð-
ur-Ameríku og kom þannig á í
fyrsta sinn sambandi milli gamla
o!g nýja heimsins. Á þennan hátt
barst kristnin og siðmenning Ev-
rópu til stranda nýja heimsins.
Vafasamt er hvort Svalbarði,
sem fanst árið 1194, hefir verið
Spitsbergen eða Scoresbyhéruðin
á Grænlandi. 'En þótt slept sé
kröfunni um að hafa fundið
Spitsbergen, stendur ísland engu
að síður í fremstu röð um opnun
hins nýja heims.
Þvi, — ef því er ekki haldið
fiam, að ísland sé hluti af Ame-
ríku, og að írar hafi fundið Ame-
ríku, þegar þeir fundu ísland, þá
verður að játa að það voru íslend-
ingar, sem sýndu Evrópumönnum
inn í nýja heiminn. Eiríkur stend-
ur jafnfætis Hinrik. Portú!galsk-
ur höfðingi opnaði suðurhvel
jarðar með því að sýna, að ekki
væri ófært um hitabeltið. ís-
lenzki sægarpurinn opnaði vest-
urálfu jarðar með því að sýna
Evrópumönnum, að bygð var hin-
um megin Atlantshafs.
(Grein þesi er rituð fyrir Al-
þingishátíða'rblað M.orgunbla!ðs-
ir.s, en prentun þess var lokið, er
fcandritið kom hingað . — Lesb.
Oss norænum mönnum, sem
fundum Grænland á tíundu öld
og áttum síðan skifti við það og
Ameríku nokkrar aldir, þykir ó-
trúlegt, að Columbus, sem svo
var kunnugur fræðimönnum róm-
versku kirkjunnar, hafi ekki
heyrt um Grænland o!g löndin þar
fyrir vestan. Jafn ótrúlegt er
hitt, að norrænir menn, sem réðu
á írlandi fyrri hluta níundu ald-
ar, hafi ekki heyrt þar um fund
íra á íslandi og landnám þeirra
þar.
Þótt Naddoddur hafi verið
fyrsti norræni maðurinn, sem til
íslands kom, og þótt hann haf
rekist þangað af leið til Færeyja,
þá hlaut hann þó, engu að síðui
að vita, er hann (eit fjö'.lin glitra
í sólskininu fram undan, að hann
hafði fyrir sér landið, sem írar
höfðu fundið og bygt.
Líklega hefir það verið tilvilj-
un, eins rig sagan segir, að Gunn-
björn hafi hrakið í höf vestur og
séð sker þau, er siðan báru nafn
hans. En fundur Grænlands var
engin tilviljun og af honum hlaut
að leiða fund Ameríku.
Fram að þessu hefir lítið verið
ritað, sem mark er á takandi um
landafundi, en flest slíkt hleypi-
dóma blandið og hlutdrægni. —
Mestu sægarparnir, sem sögur
fara af, eru enn þá alment taldir
HVATNING.
Sjá, nú er hlýtt á grænni grund,
og glatt í bjarka skjóli.
Hér blikar margt sem léttir lund
—því lífið er á róli.
Og þó við eigum ótal þrár,
sem aðeins sál vor skilur,
þá látum !gleði leika’ um brár,
því ljós er hér og ylur.
Nú hrausir leggju mhönd á plóg
við hugar Ijós að bæta,
því grátur finst í ígrænum mó,
og gott er vin að kæta.
En þrigar kaldur heimur hlær—
að hörmung smælingjanna,
já, verum þá sem vinir nær
öll volæðin að kanna.
Við elskum sérhvern laufa-lund,
sem ljósið sólar kyssir.
Svo bjóðum öllum bróðurmund,
sem brosin vina missir.
Við kennum sanna kristni þá,
í kærleiks brosi þýðu,
því réttvís Guðs hönd ritar skrá
á rósar blaði fríðu.
Yndo.
Kaupið, borgið
og lesið Lögberg
$3.00 um árið
L. P. BANCR0FT
Liberal-Progressive
þingmannsefni í
Selkirk-kjördæmi
Mr. Bancroft hofir setið á
Sambandsþingi í átta ár, sem
þingmaður Selkirk-kjlördæmis.
llefir hann reynst stöðu sinni
í alla staði vel vaxinn, og hef-
ir í hvívetna á sér almennings-
orð, jafnt utan þings sém inn-
an.
Selkirk þarfnast
Bancrofts.
íslendingar! Greiðið Bancroft atkvæði allir sem einn!