Lögberg - 28.08.1930, Síða 1

Lögberg - 28.08.1930, Síða 1
PHONE: 86 311 Seven Lines 43. ARGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 28. AGUST 1930 NUMER 33 Ferðapistlar Eftir séra Rúnólf Marteinsson. (framh.) í síðasta blaði mintist eg á tvær ferðir mínar til Norður-Dakota á þessu sumri. Þó á eg eftir nokk- uð ósagt um hina síðari þeirra. Vil eg aðallega segja frá því, Fvernig fólkið reyndist mér. — Tímann, sem við dvoldum á Moun- tain, áttum við að nokkru leyti heima hjá Mr. o!g Mrs. M. F. Björn- son og að nokkru leyti hjá séra Haraldi og Mrs. Sigmar. Örlæti og alúð veittust okkur í ríkulegum mæli á báðum þessum heimilum. Tmsir aðrir buðu okkur heim til máltíðar eða annara góðgjörða, bæðij í Mountainbygðinni og ann- ars staðar. Það var yndisegt* að koma til þeirra allra. Miðvikudalginn 23. júlí, átti eg, ásamt sóknarprestinum, samtals- fund með safnaðarfulltrúum úr prestakallinu. Þrátt fyrir annir, var fundurinn vel sóttur. Eg lagði skólamálið fyrir all-ítailega. Vel var hlustað og málið síðar mynd- arlega rætt, með mikilli alvöru, dálítið sundurleitum skoðunum, en að mestu leyti af vinarhug til skólamálsilis. Einn bróðir lét þess getið, að það meiddi sig hve- nær sem hann yrði þess var, að það andaði kalt að skólanum. Honum þótti af hjarta vænt um skólann fyrir þá reynslu, sem hann hafði af honum. Eg vona, að við höfum allir færst nær hver öðrum við þétta samtal. Það, sem þessir góðu bræður o!g allir aðrir leiðtogar vestur- íslenzkrar kristni, þurfa að muna, er það, að alt, sem lifir, þarfnast fæðu á reglubundnum tíma. Skatt- ur er borgaður á hverju einasta ári, presturinn þarf kaup sitt á hverju einasta ári? Alt, sem lif- ir, þarf sit afskamtað uppeldi reglulega. Skólinn er engin und- antekning. Hann þarf reglu- bundnar, ábyggilelgar, fastar tekj- ur á hverju einasta ári. “Alt fari fram siðsamlega og með reglu,” segir postulinn. Þetta á alveg eins heima um fjármálin, eins og um guðsþjónusturnar. Andinn í re!glu þeirri, sem Páll postuli gaf Korintumönnum (1. Kor. 16:2): “Iívern fyrsta dag vikunnar skal hver yðar taka frá heima hjá sér og safna í sjóð, eftir því sem efni leyfa,” er sígildur. Engin fjár- mál geta nokkurn tíma verið í lagi, þar -sem reglusemi skortir. Bræður, gefið okkur Iífsviðurværi á hverju ári. Á föstudagskvöldið (25. júlí), var samkoma haldin í Eyford Hall.i Nókkrar endurminningar, sem eg á sjálfur, standa í sam- bandi við það hús. Á þeim árum, þegar eg var skólakennari í Norð- ur-Dakota-bygðinni íslenzku, á ár- unum 1892—7, stofnaði eg ung- mennafólag í Eyford-bygðinni. Það lifði ekki mörg ár, en þar var um tíma mikið líf og fjör. Meðal annars bygði það þetta samkomu- hús. Var það reist, með leyfi safnaðarins, rétt fyrir norðan kirkjuna. Síðar var það selt kvenfélagi bygðarinnar og flutt um hálf.mílu norðar og þar stend- ur það. Ýmsir hinna gömlu vina minna, skólabarna fyrverandi og annara, voru nú þarna komin gam- an, þótt eg fyndi til þess, að suma vantaði, sem þó voru í bygðinni. Það er líklega enn tilfellið, að svo fyrnast ástir sem fundir. Eg held það sé satt, að einu sinni naut eg ákaflega hlýrra vinsemda í þessari bygð, og til er þar trygð til mín enn, sérstaklega meðal þeirra, sem gengu á skóla til mín, soralaus eins o!g hreinasta gull. Kvenfélaginu þakka eg af hjarta fyrir það að lána húsið fyrir sam- homuna algjörlega frítt og sömu- leiðis að leggja til og bera fram ágætar veitingar, þrátt fyrir hita annir. Vill nú ekki þetta ágæta og vin- gjarnlega kvenfélag gjöra enn betur: hafa það fyrir fasta reglu að halda eina samkomu á ári til arðs fyrir skólann. Má vera, að öll hin kvenfélögin feti þá í þess fótspor. Heyrt hefi eg raddir, þó eg voni, að þær heyrist aldrei í Norð- ur-iDakota, að þetta sé ekki gott málefni, sem við erum að berjast fyrir. Jæja, það er þrent, sem við kennum: (1 kristindómur, (2) íslenzka (3) námsgreinir, þær sem eru fyrirskipaðar af mentamála- deild og háskóla Manitoba-fylkis. Hvað af þessu skyldi vera ógöf- ugt? Jæja, eg má til að halda áfram, annars verða þessir ferðapistlar lsngtum of langir. Ekki varð eg var við Norður- Dakota skáldið, K. N., í þessari ferð, nema á sunnudagsskólahá- tíðnni að Mountain, og hrökk hon- um ekki spaugsyrði af vörum. Eg var þó þyrstur í að heyra eitthvað af snilli-yrðum þeim, sem hann er svo auðugur af. ■Sunnudaginn, 27. júlí, var eg með séra Haraldi.á þremur guðs- þjónustustöðum, prédikaði alls- staðar og mintist allsstaðar á skólann. Auk þess skruppum við í skógargildi, sem sunnuda'gsskóli Garðarsafnaðar, eða öllu heldur kvenfélagið hélt fyrir söfnuðinn og sunnudagsskólann, “í glitfögr- um, laufgrænum lundi”, norðan- vert við Garðar-bæ. Er mér sagt, "að kvenfélagið ei!gi þenna skemtt- stað. Þar var mikið af gleði og góðgjörðum. Á einn guðgsþjónustustaðinn vil eg lítilsháttar minnast, Eyford- kirkju, eða kirkju Þingvallasafn- aðar. Hann er nú eini söfnuður- inn í þessum íslenzku býgðum, sem enn stendur fyrir utan hið lúterska kirkjufélag. Út af þess- ari kirkju spunnust hörmuleg mala- ferli. Eg gat ekki annað en minst þeirra, er eg kom þarna; en það var fleira, sem streymdi um hug- ann. Eg átti einu sinni mjög fagnaðarríkt starf í þessari kirkju. Eg stýrði þar sunnudags- skóla, er eg var alþýðukennari þar í bygðinni. Þar átti eg hina inndælustu samverkamenn. Ein- hvern veginn fanst mér sjálfsagt, að þegar eg kæmi aftur í þessa kirkju, væri elg að koma hemi til gamalla kunningja, en eg hafði gleymt því, að nú voru liðin 33, heill mannsaldur, síðan eg( var þar síðast. Hvar voru gömlu kunn- ingjarnir? Flestir dánir, sumir lasburða, svo þeir komust ekki. í hópi hinna eldri kunningja voru aðeins ein hjón, Mr. og Mrs. Krist- ján Kristjánsson, sem þarna voru viðstödd. Mér þótti undur vænt um að sjá þau, og mér þótti und- ur vænt um að sjá þar sumt af fyrverandi skólabörnum mínum, en eg saknaði margra. Þannig er lífið sífeldum breyt- ingum háð. Enginn veitir þeim straum viðnám. Og allir verða að sætta sig við þetta. 1 bili finnur maður til saknaðar, en skynsemin bannar manni að láta þetta varpa skugga á lífið. Við verðum að líta á nútíðina og leita þar eftir því góða og finna þar gleði- efnið. Eitt af því tagi vil eg nú nefna. Hefi eg áður vikið að því í sam- bandi við Garðar-kirkju, en það er vaxandi eining fólksins. Á nú- verandi prestur, séra Haraldur Sigmar, óefað góðan og mikinn þátt í því. Allsstaðar í bygðinni varð eg var við mikinn hlýleika til hans. Það, að hann er fenginn til að þjóna þessum söfnuði, sem þó er utan kirkjufélagsins, er ein sönnun vinsælda hans. En eg vil líka nefna ryrirrennara hans til þessa máls, þá séra Kristinn K. Ólafsson og séra Pál Sigurðsson. Hinn fyrnefndi stóð að visu í stríðinu þar, þegar loginn var heitastur, en löngu áður en hann fór, var hann búinn að vinna margt, sem studdi að því, að hugir flokkanna færðust aftur nær hvor öðrum, og séra Páll gjörði sitt ítrasta til þess, að sameining kæmist á. Þegar eg hugsa um þann blíða blæ einingar, sem aft- ur hefir farið um bygðina eftir alt stormviðrið, túlka eg tilfinn- ingar mínar með orðum eins ný- árssálmsins: “guði sé lof, því að grædd urðu I sár, Guði sé lof, því að dögg urðu tár;! alt breytist f blessun um síðir.”j Þriðju Dakota-ferðina fór eg til Pembina, sunnudaginn 10. ág. Fararskjóta, þ. e. að segja bíl,1 lagði til Dr. Ólafur Björnson í Winnipeg, en með í förinni var einnig hr. Bjarni Finnson, lengi starfsmaður Lögerbgs. Veður var gott, brautir ágætar, félagarnir ákjósanlegir. Eftir nokkurra klukkutíma dvöl í Pembina var haldið heim aftur. Stýrði ólafur læknir bílnum á suðurleið, en Bjarni á norðuijeið. Eru þeir báð- ir ágætir bílstjórar; enda gekk alt eins og í sögu báðar leiðir. .Pembina kemur töluvert við sögu Vestur-íslendinga. Þar var líklega fyrsti dvalarstaður þeirra í Norður-Dakota, og áningarstað- ur var þar lengi fyrir ferðamenn upp í bygðirnar íslenzku vestar í “county”inu. Lengi vel voru nokkrir íslenzkir bændur búsettir þar skamt frá og all-stór hópur íslendinga búsettur í bænum sjálfum. Var þar mikill kraftur í sunnudagskóla og söfnuði lengri ! vel. Nú eru bændurnir allir flutt- ir burtu og fáment af íslendingum í bænum. Samt er þar enn söfn- uður, þótt mjög fámennur sé, en söfnuður, sem rækir allar skyld- ur mjög vel við kirkjufélagið og annast mál sín öll með myndar- skap. Kirkjan er enn í sæmilegu standi, með þeim áhöldum, sem nauðsynleg eru til guðsþjónustu. Margar endurminningar fólksins eru tengdar við þessa kirkju. Hún er í raun og veru helgur staður vegna dýrmætra endurminninga fyrir fólkið, sem í söfnuðinum er, og líklega flest af því, sem ekki er enn innritað í söfnuðinn. Von. andi slær hópurinn sér allur sam- an til viðhalds söfnuði og kirkju. )lNiðurl. næst.) Allir endurkosnir gagn- * sóknarlaust Á þriðjudaginn í þessari viku fóru fram endurkosningar hinna nýju ráðherra í Canada. Var Ben-j nett forsætisráðherra endurkosinn' gagnsóknarlaust og sömuleiðis fjórtán af ráðherrum hans. Er þá aðeins eftir að endurkjósa einn af hinum nýju ráðherrum, og fer útnefning hans frar hinn 2. september. Það er 'Hon.E. N. Rhodes, fiskiveiða ráðherra og1 þingmaður fyrir Richmond West,j N. S. Ekki er búist við, að neinn1 sæki á móti honum. Tveir af ráð- berrunum, Sir George Perley og Hon. J. A. Macdonald, hafa ekki sérstakar stjórnardeildir yfir að ráða, svo þeir þurfi ekki að leita endurkosninga. Er nú ekkert því Cil fyrirstöðu, að aukaþingið,, sem tíl stendur að haldið verði í sept ember, sé kallað saman. Læknaþingið Hið mikla læknafélag, The Brit- ish Medical Association, heldur ársþing sitt í Winnipeg þessa dag- ana, eins og áður hefir verið get- ið um hér í blaðinu, að til stæði. Er það vafalaust hið fjölmennasta þing, sem nokkurn tíma hefir haldið verið í Winnipeg, og fjöl- mennasta og tilkomumesta þingj vísindamanna, sem haldið hefir j verið í Canada. Eru hér samanj komnir læknar frá öllum hlutum' brezka ríkisins og einnig frá Bandaríkjunum, þar á meðal margir hinna allra frægustu brezku lækna. Var læknaþingið sett á þriðju- dagsmorguninn og bauð þá Brack- en forsætisháðherra læknana vel- komna til Manitoba og Webb borg- arstjóri bauð þá velkomna til Winnipeg borgar, og forseti fé- lagsins, Dr. W. Harvey Smith, flutti sína forsetaræðu. Fór þessi athöfn fram í Winter Club bygg- ingunni, og var mjög hátíðleg guðsþjónusta haldin framan við þinghúsið og voru þar, auk lækn- anna, margar þúsundir Winnipeg- búa saman komnir. Guðsþjónúst- unni stýrði Matheson erkibiskup. Princess Patricia hljómfærasveit- in lék á hljóðfæri og söngflokkur Holy Trinity kirkjunnar söng. — Konur voru þar í þjóðbúningum sínum, frá íslandi, Noregi, Sví- þjóð, Danmörkp, Póllandi og enn fleiri löndum, og munu margir af læknunum ekki hafa séð þá bún- inga áður. Um kveldið hafði fylk- isstjórinn boð mikið fyrir lækn- ana og marga borgarbúa. Hveitisamlagið Það hefir í þetta sinn staðið ó- vanalega lengi á því fyrir hveiti-' samlaginu, að ákveða þá upphæð, er Samlagsbændur skyldu fá, sem fyrstu niðuriborgun fyrir þessa árs uppskeru. En nú hefir þetta ver-; ið gerð og fyrsta niðurborgun verið ákveðin 60 cents á hveitimælir- inn. Er hér, eins og vanalega, átt við No. 1 Northern í Ft. Wil- liam. öll árin, sem hveitisamlag- ið hefir verið starfandi, hefir þessi fyrsta niðurborgun verið 81.00, nema 85c. árið 1928. Mun- urinn er því stórkostlegur, eða 25— 40 cents. Niðurborgun á lakara hveiti og öðrum korntegundum, er tilsvarandi hveitiverðinu. Er sagt að hveitisamlagið hafi gert marg- ar tilraunir í þá átt, að hafa nið-i urborgunina nokkuð hærri, eða 70 cents, en i^fuTvarmi hafi veriðj ófáanlegir til a’O leggja fram nægilegt fé til þess. Bendir það ó- neitanlega í þá átt, að ekki er bú- ist við nema mjög lágu verði á hveiti þetta árið. Hungursneyð í Afríku Frétt frá Brussels segir, að íjörutíu þúsund svertin'gjar í hin-j um belgíska hluta af Congo, hafij fallið nú að undanförnu af vista-i skorti. Er Claes biskup borinn fyr-; ir þessari fregn, en hann er aðali trúboði Belgíumanna í þeim hluta Afríku, sem Belgíu tilheyrir síð- j an eftir stríðið, en tilheyrði áður Þýzkalandi. Á þessi hungursneyði sér stað vegna afskaplegra þurka. Fréttin segir einnig , að margtj fólk hafi flúið úr héruðum, £arj sem hungursneyðin er mest, og flutt sig í brezkar nýlendur, þai sem ástandið er miklu betra. Bílslys Á þriðjudaginn rétt fyrir há- degi, varð barn fyrir vöruflutn- ingsbíl á Sargent Ave., rétt vestan við ictorSt., og beið þegar bana. Barnig var þriggja ára gamalt og hét -Ethel Yonne Barnett og átti heima að 618 Victor St. Sá bílinn keyrði, heitir Joseph Paulin, að 129 Hart Ave. Ekki er haldið að hér sé um neina óvarfærni af hálfu ökumannsins að ræða. Atvinnuleysið á Bretlandi og annarsstaðar í Evrópu Samkvæmt opinberum skýrslum.j voru hinn 28. júlí 2,011,467 manna atvinnlausir á Bretlandi, sem kunnugt var um. Hefir tala þeirra, sem atvinnulausir eru þar í landi, aldrei verið eins há, eins og hún er nú, síðan í júní 1921. í sex löndum í Norðurálfunnni voru um sama leyti taldir að vera 5,949,287 atvinnulausra manna. Komhlaða brennur Á miðvikudaginn í vikunni sem leið, brann kornhlaða í St. Boni- face. Var byggingin virt á sex- tíu þús. dali og í henni voru um 55,000 mælar af byggi og 5,000 mælar af hveiti. Orsakir eldsins eru ókunnar. Bankarán Tvö bankarán voru framin í Canada í vikunni sem leið, annað í Calgary, hitt í Montreal. í Cal- gary náðu ræningjarnir $7,500, en í Montreal $2,970. Bæði voru rán- in framin um hábjartan dag og á báðum stöðunum sluppu ræn- ingjarnir og fóru sína leið í bíl- um, svo enginn vissi hvað af þeim varð. Frá Seattle, Wash. Herra ritstjóri Lögbergs! Það er nú orðið .svo langt síðan, að almennar fréttir hafa birzt héð- an í íslenzkum blöðum, að ef ein- hverjir í fjarlægðinni kynnu að hafa gaman af að heyra eitthvað af því, sem straumar tímans hafaj f.lutt með sér hingað, til þessararj norðunstrandar “Metropolis” í i síðustu tíð, þá væri kannske ekkij úr ve!gi, að senda blaði þínu nokkrar línur, itil umgetningar því helzta, ,sem komið hefir á daginn síðan almennar fréttir sá- ust héðan síðast, ef þú vildir ljá þeim rúm í þínu heiðraða blaði. Dettur mér þá fyrst í hug, —■ þrátt fyrir það, þó allir þekki veð- ursældina hér við Sundið, — að fara nokkrum orðum um tíðina, því veturinn síðastliðni var svo frárugðinn að verðlagi því, sem vanalega gerist hér vestur við hafið, — þótt á norðurströnd Kyrrahafsins sé, sem má auðvit- að búast við að sé kaldarai en suð- urströndin, — að sá vetur verður sjálf.sagt mörgum minnisstæður. Haustið alt síðastliðna, var ó- vanalega þurt og -sólríkt fram í desembermán., en þá fóru að koma skúrir við og við, og rigndi tals- vert mikið seinni part þess mán- aðar, en spm hætti og breyttist aftur til þurviðra með áramótun- um. En þá þótti ekki taka betra við; janúarmán. var mestallur sá frostamesti mánuður, sem menn muna hér; þrjár vikur samfleytt þann mánuð, hélzt frostið um 14 gráður á Fahr. að meðaltali, sem er langvinnári frostakafli, en eg hefi lifað í síðastl. 23 ár. En sól og vindur úr ýmsum áttum fylgdu daglega þessum kuldum. Strax með febrúar breyttist þó aftur til mildara veðurs, en talsverður loftkuldi hélzt lengst af alla vor mánuðina. — Sem merki þess, að lítið rigndi hér við Puget Sound, (Sundin, sem við köllum), s. 1. vet- ur, þornuðnu svo upp ár og læk- ir, sem komu frá fjöllunum, að til vandræða horfði um nokkurn tíma, sökum vatnsskorts, sérstak- lega við atvinnurekstur borgar- innar; mörg verkstæði, myllur og margt fleira, hættu að vinna um lengri eða skemmri tíma, þegar alt fraus eða þornaði upp. Bænda- lýður hér fyrir norðan Seattle (um 100 mílur) varð svo hart leikinn um tíma, að brunnar margra þeirra þornuðu alveg, svo þeir urðu að aka vatni handa gripum sínum frá þeim, sem vant höfðu, sem var.la nokkurs' staðar var til, annað en seitlur ij brunnum á stöku stöðum, ogj hefði vatnsneyð sú haldist 2—3 vikum lengur en hún gerði, þá hefði farið enn ver. En sem bet- ur fór, lagaðist þetta með vor- mánuðunum, þá fóru að koma þéttir skúrir og gnægð af vatni var komin innan fárra vikna, svo gras og annar jarðargróður varð í allgóðu lagi. Þó varð heytekjan hjá sumum heldur rýr, og kendu menn það frostum og þurkum á berri jörð- s. 1. vetur, því aldrei féll snjór hér norður undan all- an veturinn, sem heitið gat; héldu því margir, að vorið yrði í votara lagi, en regnfallið þá náði varla meðaltali. — Um miðjan júní fór loftið algerlelga að hlýna, svo jafnvel heitustu dagarnlr, sem komið hafa hér enn í sumar, voru þá; steig hitinn þá hæst 90 gr.; seinni part júlímán. komu einnig nokkrir heitir* dagak, en jafn heitast hefir þó orðið í þessum mánuði, það sem af honum er; hefir þó 'hitinn sjaldan stigið yf- ir 80 gr., en það þykir nú mjög heitt hér vestur við hafið. öll jörð er því þur o!g skrælnuð nú sem ekki hefir fengið vatn á sig, því mjög lítið hefir rignt í síðastl. tvo mánuði. Enginn skyldi Iþó kvarta undan tíðinni hér, því hún er of lofsverð til þess, þegar maður, reiknar hana út til jafna?ar. Kyrðin og hægviðrin, sem hér eru til jafnað- ar, með tempruðum hita o!g kulda árið um kring, frítt fyrir öllum loftstraumum rafmagnsins, sem Eftirköstin Síðan stríðinu lauk 1918, hafa geras vo tilfinnanlegan skaða ár- lega á lífi og eignum manna í sumum öðrum hlutum þessa meg- inlands; slík óveður þekkjast ekki Bretar borgað tU Hfsframfærslu , . , . ,, . , . . - , i hermanna og aðstandenda þeirra her, efga her ekki heima a þess- * ■ , . .. , - . . „ fjárupphæð, sem nemur fjórum bil- ari kyrru strond. Þessum kostum ’ ■ jónum og fimm hundruð þúsundm dollara, sem er meira fé, en öll ríkisskuldin fyrir -stríðið. Nú stm stendur er kostnaðurinn Við er hætt við að sumir gleymi, þeg-, ar þeir eru að kvarta undan tíð-' inni hér vestur frá. Þá er nú víst mál komið að skifta um efni, til þess að tala þetta hér um bil fimtíu og þrjár ekki alt af um veðrið einlgöngu. Heilsa og líðan meðal landa al- ment, er á heldur góðu stigi eftir miljónir sterlingspunda á ári, eða nokkuð meira en ein miljón á viku. Af þessari feikna fjárupphæð, vonum. Atvinnutimar hér í borg- ganga nokkuð yfir fimm milwnir inni hafa að sönnu verið með'111 fyrverandi hermanna, sem daufara móti, alt þetta ár, og enda1 heima ei»a 1 Canada Banda' síðustu mánuði s. 1. árs. Mun hið riiíjunum- sama kveða við víða annars stað-í ar, í þessu “gósen landi” nú, Voðaverk hvað sem því veldur. Sem við var að búast, þrengdi atvinnuskortur- inn. talsvert að verkalýðnum síð- astliðinn vetur, handverksmönn- um sem öðrum, er ekki höfðu fastastöðu neina, því með minna móti var gert í bor'ginni af al- mennri vinnu, um lengri tíma. — Talsvert hefir þó raknað úr þessu þessa síðustu mánuði, þó tímarn- ir geti ekki kallast góðir hér enn. Stóreignamenn borgarinnar, og} ýms ríkisfélög, virðaist þó ekki I Ungur maður, Emery Frennette, réðist aðfaranótt þriðjudags þess- i arar viku, inn í fólksflutningslest ! skamt frá Fort Francis, skaut tvo l innflutninga umboðsmenn frá Bandarikjum til dauðs og rændi I peningum þeim, sem fimm af starfsmönnum þeim, er á lestinni unnu, höfðu meðferðis. Að þessu búnu fór hann aftur út úr lest- inni, en ekki liðu nema fáar til hann ólífi? af eltu hann o!g náðu honum áður en hann komst langt burtu. Maður þessi hafði verið tekinn fastur á laug- ard^ginn í vikunni sem leið og hafði hann handjárn um annan úlnliðinn, þegar hann vann þetta voðaverk. Alt til þessa tíma er sagt, að hann hafi hagað sér vel. Lítur því út fyrir að eithvert æði hafi Igripið hann alt í einu. klukkustundir þangað var sjálfur særður til tapa trú á uppgangi Seattlebor-g- lögreglumönnum) sem ar, því hver stórbyggingin á fæt- ur annari þýtur upp, þó þeim smærri sé haldið til baka nú að^ talsverðum mun ^riðj það sem vant er. Flestir vona, að það lagist þó með haustinu. Margir landar í þessum bæ, eruj svo hepnir, að hafa fasta stöðu' cða atvinnu árið um kring, og þeim er öllum betur farið; en hinir, sem verða að leita sér lífs- brauðs, verða að sæta því sem að höndum ber, hvort þeir fá nokkuð eða ekkert að gera. Félagslíf meðal landa, heflr látið ilítið á sér bera yfir sumar- mánuðina ,eftir venju, því flest félög taka sér þá hvíld. Síðastl. vor og vetur, hafði það verið með allmiklu fjöri, hefi eg heyrt; eg var þá ekki hér í borginni, og get því ekki lýst því nánar. Með næsta mánuði mun það vakna á ný. Þá fara öll félög aftur á stúfana með endurnýjuðum kröftum eftir sum- ardvalann, og sum með nýjum starfskröftum, eins og safnaðarfé- lagið, sem séra Kristinn K. Ólaf- son kemur til bráðum, til að vekja af löngum svefni; því eins og mörgum er kunnugt, hefir Hall- grímssöfn. í Seattle verið prest- laus að mestu síðan á nýári sið- astl. vetur, er séra Kolbeinn Sæ- mundsson sagði honum upp þjón- ustu. — Hefir séra Kristinn nú tekið að sér þjónustu þess safn- aðar framvegis og er væntanleg- ur hingað til hans með byrjun næsta mánaðar. Veiðiskapur í Cauada Dr. H. F. Lewis, einn af em- bættismönnum innanríkis ráðu- neytisins í Ottawa, segir að veiði villidýra í Canada og fiskiveiðar, sem þó eru ekki stundaðar sem atvinnugrein, auki viðskiftin í landinu um hér um bil fjörutíu og fimm miljónir dala. Skinnin af villidýrunum, sem veidd eru, eru vafalaust aðal atriðið. En hér er lika meðtalið skotfæri og önnur á- höld til veiðiskapar, ferðakostnað- ur og rftargt og margt fleira. Dr. Lewis segir, að villidýrin í Can- ada séu biljón dala virði. Vilja komast heim Konsúlar margra þjóða í Mont- real segja, að margt fólk komi dag- lega til sín og vilji fá vegabréf til þeirra landa, sem það kom frá. Sumt af því fólki er fyrir skömmu komið til Canada, en aðrir eru Can- ada borgarar. Flest af þessu fólki hefir litla eða enga peninga og “* . ~~ , , , , . 1 vill fá hjálp til að komast til Tveir aðkomuprestar íslenzkir i i_'_ - i___j__: smna heimalanda, vegna þess að þeir geti ekki fengið hér atvinnu. Sumt hefir þar á móti töluverða peninga, en heldur að ódýrara sé að lifa í þeim löndum, þar sem það var áður. eru staddir hér í borginni. séra Carl J. Olson frá Wynyard, Sask., og séra N. Stgr. Thorláksson, á heimleið frá Japan, hvar hann hefir dvalið um árlangt hjá syni sínum, séra Oktovíusi, sem rekur trúboð þar. Kom séra Steingrím- ur hingað ásamt frú sinni og syni þeirra, séra Octavíusi, um 7. þ.m. Hafa gömlu hjónin dvalið hér í borg og í Tacoma síðan þau komu, hjá vinum og ættingjum, en bú- ast við að leggja af stað héðan til heimkynna sinna 3 N. Dakota laust fyrir næstu mánaðamót. — Séra Octvaíus hafði hér litla við- dvöl, þegar hann kom af skips- fjöl, fór þvínær strax suðaustur til Baltimore, Md., á trúboðafund, sem haldinn var þar um miðjan þenna mántið. Leggur hann aft- ur af stað héðan til starfs síns í Japan, með haustinu. — Séra Steingrímur og kona hans, frú Eirikka, eru bæði hress í anda og líður vel hér á milli ættingja og gamalla vina að austan. Þau leggja þá öll saman af stað til N.-Dak. í híl, sem Prof. Eastvold á. Prof. Eastvold er kennari við háskólann í Minot, og þarf að hráa sér tii stöðu sinnar þar um mánaðamótin. Bæði eru þau hjón viðfeldin og alúðleg í viðmóti og bæði vel sönghneigð, hún organ- leikari og hann sön'gmaður góður. Séra Steingrímur prédikaði hér á ensku, yfir því nær fullu húsi, í Hallgrímskirkju, síðastl. sunnu- dag. Norskur prestur, Rev. Haa- vik, aðstoðgaði hann við þá em. bættisfærslu, en Prof. Eastvold söng einsöng við undirspil frú Eastvold. Ræða gamla mannsins var hin áheyrilegasta, flutt af krafti o!g sannfæring, eins og honum er ávalt svo ’innanbrjósts áttu því láni að fa'gna, er þau að gera, þegar hann flytur boð- komu til Seattle, að mæta hér dóttur sinni og tengdasyni, Prof. j og Mrs. Eastvold frá Minot, N.- Dak., er bæði hafa verið hér á sumarskólanum U. of W., og tek- ið sér bústað nálægt skólanum, hvar foreldrarnir halda sig að mestu hjá þeim, þar til að skólinn hættir þann 28. þ. m., og þau skapinn til mannanna úr hinni heilögu bók. — Séra Steingrímur lagði niður prestskap fyrir rúm- lega þremur árum síðan, eins og mörgum er kunnugt, eftir um eða yfir 40 ára prestsþjónustu hjá lút. kirkjunni, mestan hluta tím- ans í Canada. Mikill o!g góður á- (Tramh á bls. 8)

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.