Lögberg - 28.08.1930, Side 2
Bls. 2
LÖGBEKG, FIMTUDAGINN 28. ÁGÚST 1930.
Veálan af ströndinni
Félagslif meðal íslendinga á Kyrrahafsströndinni,
virðist hafa verið hið f jörugasta, bæði í vor og sumar,
eftir fregnum þaðan að dæma. Islendingadagur, eða
öllu heldur minningardagur í tilefni af þúsund ára af-
mæli hins íslenzka Alþingis, var haldinn að Silver Lake,
og sóttu þann mannfagnað hart-nær níu hundruð manns.
Lestrarfélagið “Vestri” i Seattle, efndi til skemti-
fundar þann 4. júní síðastliðinn, er sérstaklega var
helgaður Alþingisafmælinu, og var hann næsta fjöl-
sóttur. Stofnað hafði verið til ljóða-samkepni meðal
Islendinga á ströndinni í tilefni af þjóðhátið islenzka
ríkisins. Þrenn verðlaun voru veitt, en alls komu til
framboðs fimm kvæði, er hér fara á eftir:
Til Islands
(I júní 1930.)
Þig hefir margur dáð í drauma-sýn —
Og' dvalið sæll í riki þinna Braga.
• I fjarlægð elskað fornu hrjóstrin þín,
Sem frumleik snildar tengd er öll þln saga.
Og margur hjá 'þér fullnægingu fann,
Er fró og líknsemd einverunnar seiða. —
— Það virtist þroska meiri’ 0g betri mann,
Að minnast við þitt fjalla-loftið heiða.
En nú ber annað ennþá stærra við,
En aðdáun hjá þeim, er hugsa’ í ljóðum. —
Því nú er spurt: — ‘hvar finst í fornum sið,
Hiftfyrsta, spor til lýðstjórnar hjá þjóðum?’
Það lyptist tjald — og Lögberg þitt er sýnt,
Og Lögsögn tJlfljóts heilluð fram á sviðið!
Og stjórnsemin og vitið, vegsemd krýnd,
Svo varpar gneistum foma goða-liðið!
Það leiftrar víðar enn um Þingvöll þinn,
ílr Þorgeir boðar kristna trú með lögum!
— En aðrar þjóðir beittu brandinn sinn,
Svo bergmálið er guðlaust, frá þeim dögum
Og eflaust mun það lýsa lengi bjart,
Er lézt þú banna hólmgöngur með lögum.
—Á dögum Hrafns og Gunnlaugs varð þess
vart,
Að vitrir goðar réðu þínum högum.
Og eins — að stvtta útlegð einstaks manns,
Sem ógæfan og heiftin banna friðinn.
Það örlar þar á kendir l^ærliekans. —
—Menn komust við—þó Grettir væri liðinn
Já, það er glæst um gamla Þingvöll enn!
Nú ganga þar um Sögu-vígðar slóðir,
Af umheim kjörnir, konungbornir menn —
Þeir kynnast þér — og verða sögu-fróðir!
Svo gakk þú örugg, móðir, móti þeim!
Og mundu — þú ert einnig rík og tignuð!
0g þú munt rómuð enn, um allan heim,
Þá önnur voldug ríki verða hnignuð.
JaJcobína, Johnson.
ísland
(Tileinkað Islandi og Islenzku þjóðinni á þús-
und ára afmæli Alþingis, 29. júní 1930.)
Langt í fjarlægð, fyrir tíu öldum,
frumherjar sér numið höfðu land.
Land, sem gyrtu höf nieð hrönnum köldum.
og Hávamálin kváðu æ við sand;
land, sem rétti himni hvíta tinda
og kysti vorsins glæsta morgunsól,
og landsins dísir blómvönd gjörðu binda
úr blómum, sem þar uxu’ í dal og hól.
Og þetta land var ísland okkar kæra.
Og áar vorir frægu stóðu þar
á vellinum við vatnið Öxár tæra;
vitrir höfðu stefnt til fundar þar.
Að byggja land með lögum þótti sæma;
lýðveldið var hvítvoðungur enn;
til að sækja “sök”, og verja og dæma
sína ætíð völdu beztu menn.
Og þing var sett und himinboga heiðum,
og handsöl voru i>æði traust og mörg.
Frelsisgyðjan lék á austur-leiðum
lög, sem endur-kváðu stuðla-björg.
Nú voru fyrstu frelsis-þættir snúnir
framtíðinni, og allra þjóða hag.
Tíminn hefir geymt þær guða-rúnir,
sem göfugmennin ristu oss þann dag.
Þjóðin mín, með þrótt og sterkan vilja,
þúsund ára staðist hefir próf.
Iturmennin ávalt virtust skilja,,
og enginn þeirra pund í jörðu gróf.
Þeir stóðu’ verði’ um niflheims vetrar nætur;
á náströnd þrauta bitrust drukku full;
en ‘ ‘ Múspellsheimur ” annars var þeim sætur,
er sólin breytti öllu’ í lýsigull.
Við, sem hér frá vestur-ströndu mænum
vonar-augum heim til þín í dag,
og í okkar hjartans barna-bænum
biðjum guð, þér snúist alt í hag.
Munið, bræður. minnist, systur góðar,
að menning treystir veizla-'böndin sterk.
Við erum hér sem þingmenn vorrar þjóðar,
það er okkar heilagt skyldu-verk.
Við, sem búum langt frá okkar landi,
með lýð, sem á sér afreksverkin flest;
vér getum, samkvæmt okkar stöðu’ og standi,
stundað margt, sem okkur líkar bezt.
Enviljirðu’ láta víðsýn augað hrífa, —
viljirðu’ gleyma böli, dauða og synd —
lát þinn hug og sál á vængjum svífa
um sumar-nótt á íslands fjalla-tind.
A sævar-strönd mér svífa ljóða af munni;
sonar-kveðja, er hjartað eitt til bjó,
til landsins, sem að ungur fyrst ég unni,
er æsku-vonin gullinhörpu sló.
Heim! ó, heim! nú halla tekur degi.
Eg hefi ’ ei gleymt þér, kæra feðra-storð.
Við sólarlag míns lífs — þá höfuð hneigi,
eg helga þér mín fyrstu og síðstu spor.
Þorsteinn Borgfjörð.
Fóátbræðra minning
Bjartur sumarhiminn heiður,
Heilladagsins lyftir brún.
PTiðarkyrð um hjörð og hreiður,
Hafið, vengi, skóg og tún.
Sólin geisla sína breiðir
—Syngja fuglar þakkargjörð—
Yfir landið, af því leiðir
Áframhald af lífi á jörð.
Fagnar minning, stund og staður
Stofnun, þúsund árum fjær.
Framsýnandi ’ er frægðarmaður;
í’yrir land sitt rétti nær.
Fyrst með lögum land skal byggja —
Lagði ’ann til um réttarhald,
Ríkisheild að tengja og tryggja.
Takmarkið var þjóðarvald.
TJlfljótur, með sæmd og sóma,
Setti Islands ríkisþing.
Þjóðin lærði lög og dóma,
Lögréttuna alt í kring.
Þá varð gleði ’ og líf í landi —
Lifir ætíð þessi dygð.
Norrænn fylkti frelsisandi
Framkvæmdum um víða bygð.
Þingvöliur, í helgi hjúpi,
Hjartastaður Islands varð.
Alþing, mót hjá dular djúpi,
Drjúgan gefur sagna arð.
Því skal ekki Geitskór gleymast.
Göfugt er hans verk og ráð,
Alla tíð sem á að geymast
Ættjarðar í söguþráð.
Gnðum sínum gaf hann launin
—Gott er þess að minnast enn—,
Þverra skyldi þjóðar raunin,
Þapnig vildi’ að breytt umenn.
Eignist þjóðin ótal slíka
—Eftirdæmin, mest er þörf—
Syni góða, Grími líka,
Göfug til að vinna störf.
Fyrstn þing m(>ð frægð og heiður,
P’rjálsu landi er virðing mest,
Fóstbræðra, sem orð og eiður,
Afleiðing af manndáð bezt.
Söguþjóð skal afrek inna
Ætíð, góðir vættir spá.
Menn og fljóð, sem vaka og vinna,
Virðing þjóða allra ná.
Jón Magnússon.
I.
“Nú fylkja frændur liði.”
Nú fylkja frændur liði
fram á Vínlands strönd
og hestum ránar hrinda
úr höfn og leysa bönd.
Og heim á undan halda
hugar-skeytin fljót.
Ungir 0g aldnir sækja
Islands gleðimót.
Eftir aldir tíu
Island lítur hátt,
með frægð og f jöri nýju,
sem færir andans mátt.
Og enn á Alþing ríða
afkomendur Njáls,
með ást til eldri tíða
og afl hins forna máls.
II.
Á Þingvöllum, sumarið 1930.
Hér, á þessum helga reit,
hefst vor forna saga;
hér hin glæsta hetju-sveit
hjömum beitti laga;
hér var ættlands ástin heit
um unga frelsis-daga.
Hér vora menn 0g málin dæmd
og margur sekur fundinn,
og mörg var hetja’ af fróni flæmd,
fjötrum Iaga bundin.
Þeir vörðu frelsi, fjör og sæmd,
þótt flest væru lokuð sundin.
Hér var það, sem Héðinn gekk
hraustur milli búða;
með fullhugum, á fremsta bekk,
vér finnum kappann prúða.
Auðna sumum aldrei fékk
a.fl og gæfu-skrúða.
Hér var það, sem Gerður góð!
Gunnar leit í fyrstu;
hér var það, sem fögur fljóð
frægar hetjur kystu;
hér hið aldna Alþing stóð
og auðnu-dísir gistu.
Hér var margur mælsku-snjall,
sem málin sóttu’ og vörðu.
Sumir líktust Síðu-Hall
og sverðin slíðra gjörðu;
en öðrum heift í huga svall
0g hefnd ei spara gjörðu.
Vér grillum löngu-gengna tíð
gegn um sögu spjöldin,
og sjáum glæstan goða lýð
glíma um stjómarvöldin;
ef að þurfti út í stríð,
aflið veitti fjöldinn.
Og feður merkið festu hátt
fyrir þúsund árum.
Böðla konungs brutu’ í smátt,
þótt brandur stæði í sárum;
reyndu að stefna í rétta átt,
röskir á tímans bárum.
Garðars-hólmi enn þá á
afar-hrausta niðja,
með höfðings-svip og bjarta brá,
þeir bratta vegi ryðja.
Þeim hefir staðið heilög hjá
hamingjunnar gyðja.
Kappa móðir kosta-rík,
með kalið hold og brunnið;
heilla vætt í hól og vík
hafa hjá þér unnið,
og í dag er engin slík,
sem í er meira spunnið.
Vermi guð vort gamla land
með geislum morgun-sólar,
og blessi æ vort bernsku-land,
þó bili valda stólar.
Og ávalt standi um okkar land
andans sjónar hólar.
J. J. Miðdal.
Fjallkonan 1930
I.
Móðir, ég á mynd af þér,
Milda, hreina, bjarta;
Guðs af fingri gjörð hún er,
Grafin á mitt hjarta.
II.
Þetta dýra Drottins ár
Dýru Fjallkonunnar,
Verður hennar vöxtur hár,
Og virktir þjóðum kunnar.
Þolgóð beið í þúsund ár.
Þolinmæðin réði.
Hennar barna hópur smár,
Nú hoppar upp af gleði!
F. R. Johnson.
Vökudraumur
“Ertu vakandi, góði?”
“Já, ég er vakandi”
“Hló ég, eða talaði ég nokkuð
upp úr svefnimjaj^”
“Nei. hví spyrðu að því?”
“Af því mig dreymdi hann
Briem minn svo skýrt.”
“Átt þú hann?”
“Nei, — en hann hugsar eflaust
meira til mín en þú.”
“Nú, hverni'g stendur á því?”
“Af því mig dreymir hann svo
langt um oftar, en mig dreymir
þig.”
“En þú máske, góða mín, hugs-
ar alt of mikið um mig; það er
sagt, að mann dreymi sízt það, sem
maður hugsar mest um.”
“Það getur nú skeð, en e'g hugsa
oft um þig, góði minn, og það æf-
inlega vel.”
“Lofaðu mér nú að fara að sofa;
eg hefi ekkert sofnað enn, og svaf
ekki vel í fyrri nótt,” sagði hann.
“Þú átt einlægt svo bágt með
svefn, elskan mín,” bætti hún
við. Farðu eins og Briem. Hann
hefir endaskifti.”
“Hvernig hefir hann enda-
skifti?” spurði maður hennar.
“Hann segir, að þegar hann eigi
bágt með að sofna, þá hafi hann
endaskifti.”
“Hvernig endaskifti?” spurði
maður hennar.
“Endaskifti á rúminu,” mælti
hún.
“Nú, hann er þá ekki eins halt-
ur, eins og hann haltrar, ef að
hann getur tekið upp heilt rúm og
snúið því við.”
“Nei, hann snýr ekki rúminu
við; hann hefir bara höfuðið þar
sem fæturnir eru vanir að vera,
en fæturna, þar sem höfuðið á að
vera; skilurðu nú, góði minn ”
“En hvaða Briem ert þú að tala
um?”
“Um Jakob Briem,” mælti hún.
“Því kallarðu hann þá ekki það,
sem hann var skírður: Jakob?”
“Já, þú veizt nú það, góði minn,
hvað fólk yfirleitt er orðið latt;
það tekur einsatkvæðisorðin fram
yfir tveggja atkvæðaorð, eða hvað,
sem þar er fram yfir. Svo á það
líka að vera kurteisi, og er, eins
og þú veizt, tízka hjá öllum þjóð-
um. Briem kendi mér líka mál-
fræði, og þar hina ýmsu parta
ræðunnar.”
“Mig skal ekki kynja, þó að þú
sért vel að þér,” sagði maður henn-
ar enn fremur.
“Þú þarft ekki að skopast að
því, góði minn. Eg hefi honum
mikið gott að þakka, og margt
sagði hanp. mér fallegt og gott,
þegar ég var lítil.”
“Nú, kendi hún mamma þín þér
ekki neitt gott?”
“Mikil ósköp! Jú, hún kendi
mér sannarlega margt gott. En
hún hafði nóg að gjöra með
pabba, að gjöra hann eins góðan,
eins og ég hefi á sama hátt að gjöra
við þig, elskan mín.”
“Já, það er auðheyrt, að þig
hefir dreymt Briem; þú ert svo
ansi roggin, það gjörir málfræð-
in! En hvað sagði hann að væri
gott ráð til að fara að sofa, ann-
að en að hafa endaskifti?”
“Hann sagði, að það væri bezta
ráðið, næst því að vaka þangað til
að maður sofnaði.”
“Jæja, lengi gáfaður, karlinn;
og nú skulum við vaka, þangað til
við sofnum. Og góða nótt, elsk-
an mín!” sagði maður hennar í
hlýjum og svæfandi málrómi.
Svo komu þeir líðandi á léttum
vængjum: engill friðarins og eng-
ill svefnsins, og struku drifhvítum
og mjúkum höndum yfir ásjónur
þessara vina og ferðafélaga á
brautinni alkunnu, sem að kölluð
er æfibraut, og sem svo mörgum
reynist erfið yfirferðar.
Gimli, 20. ágúst 1930.
J. Briem.
Lífsspeki Clemenceaus
'Clemenceau er sífelt mikið um-
talaður og umþráttaður maður,
engu síður eftir að hann dó en
áður. Því valda ekki einungis
stjórnarstörf hans, sem voru á-
hrifamikil, en einnig rit þau, sem
frá honum komu og hefir Lögrétta
áður sagt frá þeim ritstörfum
hans, sem um stríðið fjalla sér-
staklega og deilum hans við Foch.
En hann skrifaði einnig annað
stórt rit, sem er heimspekilegs
efnis of heitir “Að kvöldi hugsun-
arinnar” (Au Soir de la Pensée),
og gerir hann þar grein fyrir
heimsskoðun sinni og lífsskoðun.
Þar segir hann m. a.
Það sem er, er. Og eg er af
þessu sem er. Eg er ögn einhvers-
staðar í einhverju breytilegu. Að
því er til annara atvika í alheim-
inum kemur, þá auðnast mér að
geta fundið til og vitað um það
af þeim, sem við mig kemur og að
HALLDÓR JOHNSON
frá Hólum í Hjaltadal í Skaga-
firði. síðast til heimilis í Win-
nipeg, dó á Almenna sjúkrahús-
inu hér í borg miðvikudaginn
11. júní síðastliðinn. Hann var
fæddur að Hólum 14. ág. 1865.
Faðir hans var Jón Benedikts-
son Vigfússonar. Var afi hans
elngi prófastur á Hólum. Móðir
Halldórs var Sigríður Halldórs-
dóttir Bjarnasonar, en sá Hall-
dór var lengi prófastur að
Sauðanesi.
Hann ólst upp með foreldrum
sínum. Fyrstu 16 árin var hann
á Hólum. Þá flutti fjölskyldan
að Hofi í sömu sveit. Eftir tvö
ár þar misti hann móður sína.
Þremur árum síðar, árið 1887,
flutti faðirinn ásamt sonum sín-
um fjórum frá íslandi. Settust
átti Halldór heimili síðan.
Hinn 14. júní 1890 kvænt-
þeir fyrst að í Winnipeg, og hér
ist hann Sigurlaugu Jóhanns-
dóttur frá Holtastöðum í
Langadal í Húnavatnssýslu.
Þau eignuðust 5 börn. Fjögur
þeirra dóu mjög ung og þrjú
með stuttu millibili. Einn son-
ur lifir, Jónas Georg, kvæntur
Laufeyju Johnson, og eiga þau
heima í Winnipeg.
Skömmu eftir að Halldór
kvæntist, komst hann að stöð-
ugri vinnu, sem hirðingamaður
við Manitoba College, og var
hann við það starf J.1 ár. Þá
tók hann samskonar starf við
•Dufferin skólann í Winnipeg,
og síðar við fjölhýsi eitt í
borginni. Síðastliðinn vetur
dvaldi hann að mestu norður
við Riverton, en kom heim með
vorinu. Fluttu þau hjónin að
511 Victor stræti.
Hann var bilaður á heilsu um
langt skeið, ein 25 ár. Hann lá
stundum þungar legur. Hann
þjáðist af hjartasjúkdómi. —
Tvent var það, sem hjálpaði
honum í þessum erfiðleikum,
annað það, að hann sjálfur
hafði mikið viljaþrek, og hitt
það, að hann átti örugga með-
hjálp, þar sem konan hans var.
Hún hjúkraði honum í öllum
veikindum hans, og var honum
stoð og stytta í hvívetna. Síð-
asta legan var stutt. Hann
veiktist af lungnabólgu, og er
honum þyngdi, var hann flutt-
ur á sjúkrahúsið og þar dó
hann eftir fárra daga legu.
Halldór var vel meðalmaður
á hæð, snar í öllum hreyfingum
og um eitt skeið talinn með
betri glímumönnum. Hann var
snyrtimenni í allri framkomu
og lofaður og virtur af þeim,
sem hann þjónaði. Að eðlisfari
var hann skapstór maður, en
stilti vel skapsmuni sína. Hann
var bókhneigður og skýr mað-
ur eins og hann átti kyn til.
FUGL Á KVISTI.
Litli fugl, sem kvakar uppi’ á kvisti,
kominn hingað suðurlöndum frá,
sendur jafnt og sumardagur fyrsti
sólskinsbarni mjúkum vængjum á.
Litli fugl, þú segir margar sögur;
suðurlöndin eru björt og hlý,
blómin þeirra bæði stór og fögur;
byrgja þar ei nokkur kuldaský.
Litli vinur, segðu fleira’ að sunnan
syngja fuglar skærar þar en hér?
gera blómin guð þar betur kunnan?
grét þar ekkert barn, sem mætti þér ?
Þaðan burt mér finst ég aldrei færi;
fanst þér ekki suðrið töfra þig?
Til hvers varstu’ að koma hingað kæri?
komstu bara til að gleðja mig?
Sig. Júl. Jóh.
Hann var í raun og veru hvers
manns hulgljúfi alla æfi. Þeg-
ar hann var drengur heima á
Hólum, þótti öllum, sem þektu
hann, vænt um hann, og vin-
sældir hans héldust æfina út.
Hann var frábærlega trúr yf-
ir hverju því verki, sem honum
var efngið í hendur. Ráðvendni
hans, samvizkusemi og trú-
menska, áunnu honum traust
hvar sem menn áttu kost á að
kynnast honum. Hann var trúr
mönnum og trúr Guði. Hann
hélt fast við þau dýrmætu óðul
kristinnar trúar, sem honum
höfðu verið gefín í æsku og
la!gði rækt við þau eins og hann
leitaðist við að vera trúr yfir
öllu því góða, sem lífið veitti
‘honum.
Auk ekkju og sonar, sem get-
ið hefir verið, lifa hann tveir
bræður, Benedikt að Riverton,
og Gunnar að Westbourne.
Hann var jarðsunginn af séra
Rúnólfi Marteinssyni frá út-
fararstofu Bardals, laugardag-
inn 14. júní.
Eins og ljóssins skæra skrúða
skrýðist himins tæra lind,
eins mér lýsir ljúft til dauða
lífið þitt og fyrirmynd.
Halldór Johnson.
Æfitíðir enda skjótt,
ástvinirnir falla,
b,ak við dimma dauðans nótt
daigur faðmar alla.
Þó oss finnist sorgin sár^
sæt er von í hjarta:
drottinn géfur eilíf ár
unaðs-fundi bjarta.
Traustur gekstu tímans braut
trúr í raun og verki,
sælt er eftir þunga þraut
þannig halda merki.
Fylgd þín lýsti farin ár
festu, dygð og vilja,
þessi minning þerrar tár,
þegar1 ve'gir skilja.
Heimsins glys með tár og tál
tök ei hjá þér festi,
þitt var, glöð og göfug sál,
gullið veganesti.
Ást til þín og virðing vann
vinar þelið bjarta.
Norænn ættar-eldur brann
' inst í þínu hjarta.
Æfin þó sé völt og veik,
vegur láns, og nauða,
ást og trygð í lífsins leik
lifir stríð og dauða.
Burt með húm og harm við
gröf,
hjarta styrkir trúin,
eilíf vist um æðri höf
oss er síðar búin.
—í nafni Mrs. S. Johnson, eig-
inkonu hins látna.
M. Markússon.
geta hugsað og ályktað svo að eg
geti mýkt nokkuð þjáningar mín-
ar og náunga minna með því að
geta látið þá öðlast augnabliks-
hamingju endur og eins, ef þeir
eru sjálfir verðir þess að höndla
hana. Sannmentaður maður hef-
ir á öllum tímum og í öllum lönd-
um verið sá, sem kunni að sigrast
á sjálfum sér og gat þannig skip-
að sjálfum sér að fórna ávalt
meiru og meiru af sjálfum ser
því hlutverki, sem er honum of-
urefli, en væntir samt einskis
annars af guði og mönnum, en að
mega gera einmitt þetta.”—Lögr.