Lögberg


Lögberg - 28.08.1930, Qupperneq 6

Lögberg - 28.08.1930, Qupperneq 6
Bla. 6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 21. ÁGÚST 1930. ' : Sonur Guðanna Eftir ! REXBEAC II. “Það liggur okki nærri, að mér standi á sama um yður. Þér hafið verið dæmalaust góður og skemtilegur. Eg vildi fegin gera alt fyrir yður, sem eg mögulega get.M Alice gat ómögulega hugsað skvrt, rétt í svipinn. Það var óttalegt slys, að þetta skyldi koma fyrir og það einmitt nú, þegar alt var í svo góðu gengi. Þetta mundi líka eyðileggja allar hennar fyrirætlanir og góðu vonir. Það var óttalegt! En það mátti ekki koma fyrir, það skyldi ekki koma fyrir. “Yið skulum ekki tala um þetta núna,” sagði hún og reyndi að brosa. En hún fann, að varirnar voru stirðar og óttaðist að brosið væri ekki fallegt. ‘ ‘ Ekki í kveld, að minsta kosti. Kannske einhvem tíma seinnai—” “Við skulum gera út um þetta núna.” Stúlkan átti í miklu stríði við sjálfa sig og mest vegna þess, að hún vissi ekki sjálf hvað hún átti helzt að gera. “Þér eruð mér kærari, en alt annað í veröldinni og eg á yður alt að þakka. Eg segi yður alveg satt, að mér þykir afar vænt um yður. Eg held þér hljótið að hafa fundið það, þar sem eg hefi farið út með yður á öllum tímum, og margoft komið heim til yðar og verið íþar tímunum saman. En eg get ekki hætt við mitt listanám nú, eða finst yður það?” “Það er nokkuð, sem mér gæti ekki dottið í hug.” “Það er ekki rétt af yður að fara fram á þetta, Sam. Við, sem alt af höfum skilið hvort annað svo vel og komið svo vel saman. Við skulum halda áfram að vera sanngjöm hvort við anna.” “Þér hafið með ýmsu móti látið mig skilja, að eg gæti gengið lengra, en eg hefi kært mig um að gera. ” “Þér hafið engan rétt til að segja þetta,” sagði Alice. “Eg held þér séuð blátt áfram dónalegur. ’ * Það varð nokkuð löng þögn. Það var ekki hægt að sjá, hvað Sam bjó í skapi, en hann var æði alvarlegur og þungbrýnn. “Eg býst við að eg skilji yður. Hvað mig sjálfan snertir, er eg ekki mjög fráfælandi og ekki mikið öðruvísi en aðrir. Eg gæti því dug- að sem elskhugi, ef enginn vissi um það. En að giftast Kínverja, það tekur engu tali!” “Þetta er móðgun!” Það kom ekki oft fyrir, að Sam gætti sín ekki, eða segði meira en góðu hófi gegndi, en það varð nú samt í þetta sinn: “Þér sýnið mér móðgun. Konur leika skrípaleiki, þér eins og aðrar, og eru til þess eins að fjölga mannkyn- inu. Þér liafið ekki misboðið mér bara einu sinni, heldur þusund sinnum, og eg hefi umbor- ið það alt. Eg á við alla þessa varfærni yðar og leynd. Þetta mátti enginn vita! Hvað mundu aðrir segja? En mesta móðgunin var það, hvað yður brá mikið við, Iþegar eg bað vð- ur að verða konan mín, en fór ekki fram k ó- heiðarlegan vinskap. Hvernig væri, að við sýndum hvort öðru einlægni einu sinni? Nú hefi eg talað við yður, eins og mér býr í brjósti, getið þér ekki sýnt mér sömu skil?” “Jæja, þá,” sagði Alice reiðilega. “Ef þér þurfið endilega að fá að vita það, þá skal eg se&ja yður, að eg er tilbúin að gefa hvað sem er fyrir að geta farið til París, en að giftast yður mundi ég ekki gera, þó þér væruð eini karlmað- urinn, sem til væri í veröldinni. Að) lifa með Kínverja! Innan um þetta fólk! Hamingjan góða! Nei, heldur skyldi eg skera sjálfa mig á háls. Hvað hafið þér svo um það að segja?” “Það eitt,” svaraði hann, “að þó einhver Kínverji kymii að vilja hafa yður, þá vil eg það ekki. ” Alice skalf eins og hrísla. Hún beygði sig áfram og greip báðum höndum fyrir andlitið og grét. “Þetta varð þá endirinn á öllum mínum von- um, Guð hjálpi mér. Eg gæti fyrirfarið mér!” “Þetta endar ekki neitt, nema minn heimsku- lega misskilning. Það hefir ekkert að gera við yðar framtfð á listabrautinni, ” sagði Sam. “Faðir minn hefir gefið yður loforð. Þó að eg sé einn af hinum gulu mönnum, þá er eg ekki svo slæmur, að eg reyni að fá hann til að rifta því. Enda mundi það ekki koma fyrir neitt, þó eg reyndi það. Eg er nokkuð djúpt fallinn, en ekki nógu djúpt til að reyna slíkt.” “Eg veit ekki vel hvað þér eigið við,” sagði Alice. “Þurfið þér að fyrirverða yður fyrir það, þó yður geðjaðist vel að mér?” Alice gat varla skilið, að Sam væri alvara. En henni skildist betur hvað honurn bjó í brjósti, þegar hann hélt áfram: “Mörgum öldum áður en Ameríka bygðist af siðuðum mönnum, höfðum við Kínverjar lært að skilja konuna. En það er ekki von að vel fari fyrir þeim manni, sem ekkert vill læra af reynslu forfeðra sinna.” Eftir þetta þögðu þau bæði, þangað til Sam stöðvaði bílinn framan við gistihúsið, þar sem Alice hélt til. Hún hafði hugsað margt þá stund. Þegar hún fór út úr bflnum sagði hún: “Við skulum ekki láta okkur koma illa saman. Eg meinti ekki alt sem eg sagði.” “Hafið þér engar áhyggjur,” sagði haim heldur kuldalega. “Þér farið til París.” Hann tók ofan og sneri sér við. Alice fundust næstu tveir dagarnir svo lang- ir, að hún hélt að þeir ætluðu aldrei að líða. Sam lét hana ekkert heyra frá sér, og það gerði Lee Ying heldur ekki. Því meir sem hún hugs- aði um það, iþví heimskulegra fanst henni það af sér, að óvingast ])amdg við Sam. Henni fanst það heimskulegt af sér, að treyst göfug- lyndi hans. Enginn maður gat sýnt góðvild og göfuglyndi, eftir þá meðferð, sem hún hafði haft á’honum. Því hafði hún stokkið upp og látið eins og flón? Hún hefði ekki þurft.að tala svona ákveðið, hún átti of mikið á hættu til þess. Hún hefði vel getað hagað orðum sínum öðruvísi, ekið seglum eftir vindi. Það var ekki óalgengt að lofa því, sem maður ætlaði ekki að efna. En hún hafði enga reynslu í þessum efn- um. Og þessi hugsun, að giftast Kínverja, var svo ós'kapleg, og hún hafði komið henni á svo óvart. Hvernig hann hafði sagt þetta: “Þér farið til París”, kom henni til að halda, að það væri lítið að marka. Það var undarlegt, að þessi auðvirðilegi Kínverji þurfti ekki annað en líta til hennar, til að láta hana finna, að hún væri í raun og veru ekki annað en lítilmótleg þurfamannsekkja. En nú skildist henni, að hún var það. Gulir menn eru hefnigjarnir. Hann hafði vafalaust sagt föður sínum, hvemig hún hefði verið við hann. Hún hafði hagað sér eins og flón. Á því var enginn efi. Lee Ying liafði að vísu gefið henni ákveðið loforð, og hinir betri Kínverjar fengu orð fyrir að vera orðheldnir. En hvað var að reiða sig á það? Þessi óvissa var alveg óþolandi. Það liafði snögglega breytt um hennar h^gi og þeir voru mjög á annan veg, en þeir hefðu verið undanfarna daga. Hún visi ekki hvað hún átti af sér að gera. Hún þorði ekki að yfirgefa her- bergið, því hún bjóst við að fá einhver boð frá þeim feðgum. En hún gat ekki setið þama og beðið í það óendanlega. Og alt af hækkaði hótel reikningurinn. Hún hafði enga hugmynd um hvað það kostaði að vera þama, en það hlaut að vera afar dýrt. Ef Lee Ying skyldi nú ekki borga þennan reikning, hver átti þá að gera það? Hvað mundi annars verða langt að bíða, þangað til hún yrði rekin út? Já, og hver mundi 'borga fyrir allan þennan fatnað, sem hún hafði fengið? Þvílík skelfing! Hún yrði líklega tekin föst. Þetta var óttalegt. En Sam fanst sjálfsagt það væri ánægjulegt að geta hefnt sín svona grimmilega. Með hverjum klukkutímanum, sem hún var þarna, varð hún Sam meir og meir háð. Hann mundi neyða hana, til að gera eins og hann vildi, kúga hana, auðmýkja hana, níð- ast á henni, sýna henni enga vægð. Og ef hún neitaði, þá yrði hún tekin föst og þetta kæmi fyrir rétt, og þá> kæmi í ljós, að hún hefði verið í ná.nrnn kunningsskap við Kínverja. Fólkið í Bartonville mundi frétta þetta. 1 öllu þessu hugarstríði fanst henni ráðleg- ast fyrir sig að síma honum og reyna að tala vinsamlega við hann, en hún var líka of hrædd til að gera það. Það kostaði líka tíu cents, og því mundi verða bætt við reikninginn. Hirð- ingin á herberginu kostaði líka peninga, og svo maturinn, en sem betur fór hafði hún enga mat- arlyst. Henni datt í hug, að úr því sem komið væri, þá væri kannske bezt að eyða sem allra mestu, biðja um alt sem henni dytti í hug, og borga með bankaáví-sunum, sem ekki væru neins virði. En það þurfti kjark til þess. Hún var smátt og smátt að tapa vitinu; það var enginn efi á því. Hún varð hrædd við hvert hljóð, sem hún heyrði, allan umgang. Síminn hringdi og það var nærri liðið yfir hana; hún ætlaði ekki að geta svarað, og þegar hún gat það loksins, heyrði hún ekki neitt nema: “rangt númer, fyrirgefið þér.” Seint á öðrum degi hringdi síminn aftur. Það var karlmaður, sem talaði. Alice var of skelkuð til að hlusta eftir nafninu. Hann var frá lögmannafélaginu Carter og Pilz. Átti hann að koma til hennar, eða vildi Miss Hart koma til þeirra? Einhvern veginn sagði hún “ já”. Lögmaður! Var hú komið í það versta? Röddin hafði verið köld, og sá, sem talaði, virt- ist vera eitthvað stuttur í spuna. Hún skalf á beinunum, þegar hún fór út úr herberginu. Með hálfum huga fór hún inn í skrifstofu lög- mannanna, og þegar hún hafði með töluverðum erfiðismunum gert grein fyrir hver hún væri, kom maður til hennar. Hann lagði ekki hönd- ina á herðamar á henni, eins og hún hafði búist við, heldur rétti hann fram umslag, sem hafði inni að halda farbréf til París og heimild að mik- illi peningauppliæð. Ef henni þóknaðist, skyldi hann fara með henni daginn eftir til að útvega henni vegabréf og gera aðrar nauðsynlgera ráð- stafanir, viðvíkjandi ferðinni. Þegar Alice kom aftur inn 1 herbergið sitt í hótelinu, lagðist hún upp í rúm og grét í heilan klukkutíma. V. KAPITULI. Sam Lee fór um haustið aftur til háskólans og byrjaði námið þar sem hann hafði hætt um vorið. Vinir hans fögnuðu honum vel og í'búð hans varð einskonar samkomustaður þeirra. Ef hann var ekki alveg eins og áður við þá, eða ef annars nokkur munur var á honum frá því sem verið hafði, þá gerði það þeim hvorki til né frá, því þeir fundu það ekki. Staða hans í skólalífinu virtist nú vera orðin föstum skorðum bundin og jafnvel þeir, sem næstir honum stóðu, reyndu ekkert að bæta um það. Þeim fanst það vera útgert mál og ekkert þar við að athuga. Þeim datt líklega aldrei í hug, að nokkuð væri við þetta að athuga. En Sam leit öðru vísi á þetta. Hann var stöðugt ó- ánægður og miklu meira nú, eftir þennan kunn- ingsskap við Alice, heldur en áður. Hann gat ekki gert sig ánægðan með lífið, eins og það , liorfði við honum. Stundum var liann óánægður með alt, sem Austurlöndum tilheyrði og hann / langaði svo sárt til þess að vera hvítur maður. Honum fanst hann vera eins og hermaður, sem stendur utan við herfylkingu sinna eigin manna og hrópar til þeirra af öllum mætti: “Vinir! Vinir!”, en enginn virðist heyra til hans. Þessi tilfinning var svo sterk í huga hans, að hann skildi ekkert í því, að allir aðrir skyldu ekki skilja hann. Sam átti í stöðugu stríði við sjálfan sig. Það var eins og tvenn ólík öfl toguðust alt af á um hann, án þess hann sjálfur gæti gert sér nókkra ljósa grein fyrir hvemig á þessu stóð. Þetta var því valdandi, að hann var sí-óánægð- ur við sjálfan sig. Það var engin furða, þó hann hugsaði mikið um það, hvað að ho.num sjálfum gengi og því hann væri svona gremjufullur bæði gegn hinum gula og hvíta mannflokki. Það var kannske ekk- ert undarlegt, 'þó þonum fyndist það, sem ólík- ast var í þessum tveimur kvnflokkum, mætast ^ sér og togast stöðugt á um sig, því það var ein- mitt nærri lagi. Þó var því ekki um að kenna, að hann væri kynblendingur, sem mörgum mönnum veldur svo miklum sársauka. Hann var hreinn og beinn Austurlandamaður, en al- inn upp í Bandaríkjunum við vestræna menn- ingu. Hann var barn tveggja ólíkra kynflokka, og það var eins og verið væri að gera tilraun á honum, hvernig slíkt gæti hepnast. Til þess að geta skilið sögu þessa manns, verður maður um stund að hverfa aftur í tím- ann um meira en tuttugu ára skeið, og stað- næmast um kveldtíma á einni af götunum í kín- verska hlutanum í San Francisco. Lesandinn verður að kynnast Pan Yi, kínverskri konu, sem hafði fætur eins og “gullnar liljur“, og Dunne lögreglumanni, sem hafði fætur, sem ekki líktust neinu, sem til er í plönturíkinu. Það er nauðsynlegt að þekkja dálítið hina bæn- ræknu konu og hinn góðhjartaða lögreglumann, sem átti enn þá stærra hjarta en fætur, svo stórir sem þeir þó voru. Það hafði verið veizla heima hjá Lee Ying og nú var þar mikill hljóðfærasláttur, sem heyrðist vel út á strætið. Þar 'hafði margt fólk safnast saman og hlustaði á hljóðfærasláttinn og horfði á heldra fólkið, sem ýmist var að koma eða fara. Jafnvel af þessu hafði fólkið heil- mikla ánægju. Lee Ying átti þarna mikla og arðsama verzl- un, í sömu byggingunni, sem hann bjó í. Hann var ríkur maður og barst töluvert mikið á og eyddi miklu. Herbergi hans voru 'bæði stór og björt og húsmunir allir dýrir og fallegir. Fólk- ið niðri á strætinu var að tala um það sín á milli, að í þessari veizlu hefði verið vel veitt. Ekki hafði aðeins það allra bezta, sem hægt var að kaupa þar í borginni, verið á borðum, heldur margskonar sælgæti og sjaldgæf vínföng, verið flutt að alla leið frá Kína. En það var alkunn- ugt, að Lefe Ying var mikill höfðingi í lund og gjafmildur mjög. Þá var haldið, að hann mundi útbýta gjöfum meðal þeirra, sem úti stóðu, og það sýndi honum þar með virðingu sína og ósk- i aði honum allrar hamingju með sinn nýfædda einkason. 1 þeirri von beið fólkið. Þessi von brást heldur ekki og gjöfunum var útbýtt. Jafnvel Dunne lögregluþjónn var ekki settur hjá, en naut líka höfðingsskapar húsbónd- ans,, því Lee Ying sendi einn af þjónum sínum til að sækja 'hann, og þegar hann kom, yfirgaf hann gesti sína um stund, til að tala við lögreglu- þjóninn og gefa honum töluvert væna upphæð af peningum og glas af víni. Lögregluþjónninn var tregur til að taka við peningunum, en vínið þáði hann með þökkum. “Eg óska yður til hamingju með son yðar,” sagííi hann um leið og hann lyfti vínglasinu. “Fallegasta barn, sem eg hefi nokkum tíma séð. Eg óska honum góðrar heilsu, mikillar gæfu og að hann lendi aldrei í vondum félags- skap. Og eg vona, að þegar hann vex upp, verði hann að minsta kosti hálfur maður á móti föður sínum.” Kínverjinn hneigði sig, og á ágætri ensku, sem hann talaði mjög varlega, þakkaði hann lög- regluþjóninum hans góðu óskir. “Konan mín og eg, erum guðunum hjartan- lega þakklát fyrir að hafa sent okkur hann. Við gerum okkur miklar Vonir um framtíð hans. Alt bendir á, að hann muni hljóta mikinn auð og mikla gæfu.” “Það fer vel á stað fyrir honum, þér hafið séð um Iþað. Þetta er alveg eins og komið sé nýár, nema hvað hér vantar ljósakrautið og flugeldana. Eg held annars að það sé rétt og vel viðeigandi, að halda myndarlegar skírnar- veizlur.” “ Já, hann er fyrsta bamið, sem við höfum eignast, og hann verður áreiðanlega það síð- asta. Gleði okkar er meiri en eg get lýst.” “ Auðvitað, sagði Dunne. “Ykkur þykir miklu meira til þess Jcoma, að eignast afkom- endur, heldur en okkur. Við íramir höfum svo marga af þeim, að okkur finst það vera hálf- gerð plága. En gæfa litla drengsins byrjar snemma. Hver sem þekkir yður, og Mrs. Lee, eins vel og eg, skilur þá gæfu, sem honum hefir fallið í skaut, miklu 'betur heldur en þá gæfu, sem yður hefir hlotnast.” “Við lítum öðra vísi á þetta. Okkur skilst, að það sé meira vert en alt annað fyrir hvern mann, að eignast son, sem getur framborið fómir við fráfall hans og beðist fyrir við gröf hans.” K.AUP© AVALT LUMBER hjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HENRYAVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN. Yard Offlca: 6th Floor, Bank of HamHton Qhamtxaf “Já, eg hefi heyrt þetta.” “Bænir okkar Kínverja til guðanna era ekki: ‘Gefið mér börn, annars dey eg’, heldur: ‘Gefið mér son, svo eg geti farið í friði’. Við eigum máltæki, sem segir, að það sé erfitt að vera fátækur og mögla þó ekki; en það sé miklu erfiðara að vera ríkur og ofmetnast ekki. Eg hefi reynt þetta hvorttveggja, en hvorugt er eins tilfinnanlegt, eins og að veúða gamall, án þess að eignast son.” ‘ ‘ Þér eruð bezti borgarinn hér í þessum hluta borgarinnar, Mr. Lee, og líkastur hvítum mönnum af öllum Kínverjum, sem eg hefi kynst, en yðar innri maður er alveg eins og áður. Hugsunarháttur ykka Kínverja breyt- ist ekki auðveldega.” “Það er einn af kostum þjóðar minnar, sem veldur því, að hún er mikil þjóð,” sagði Lee Ying brosandi. Hann gat ekki til lengdar haldið sig frá því, sem um var að vera inni í gestastofunni, og fór því þangað. “Já þetta er mikill viðburður. Maður getur kallað þetta kraftaverk. Konan mín, Pan Yi, er bænheit kona.” “Eg vissi það ekki,” sagði Dunne; “en hvað sem því líður, þá er að minsta kosti ekkert a móti því, að vera trúaður.” Vínið var þegar farið að gleðja hann dálítið. “Eg hefði átt að segja, að hún hefði verið óbyrja. Það er siður slí'kra kvenna hjá vorri þjóð, að biðja óaflátanlega, að þær mættu eign- ast afkvæmi. Þær færa fórair ljónunum, sem eru framan við musterisdyr vorar, og ykkar. Ljónin eru helg dýr, eins og þér vitið. Aum- ingja Pan Yi hefir gengið langa lei'ð á sínum litlu fótum til að frambera þessar fórnir og lagt mikið á sig.” “ Já, einmitt það, nú skil eg kínversku kon- urnar betur en eg hefi gert hingað til.” “Hún er guðrækin kona, en guðirnir voru seinir til að heyra bænir hennar og mínar. Við v'orum farin að eldast og við vorum farin að verða vonlítil. Þetta mótlæti hefir okkur kann- ske verið sent, til að reyna okkur, eða bænir okkar hafa ekki verið þóknanlegar. ” “Ekki datt mér það í ug, að það ætti fyrir honum að liggja, að lenda á slíku ágætis lieim- ili, eða þér munduð strax taka við honum með slíkum fögnuði.” “Pan Yi vafði þennan litla maiín að hjarta ■sínu, og fanst að nú hefði hún fengið sína inni- legustu hjartans þrá uppfylta, og mér fanst, að eg, óverðugur, hefði hlotið bænheyrslu. Til- finningar lijartna okkar sögðu okkur áð hann væri sonur okkar.” “Þetta er býsna góð útskýring,” sagði Dunne um leið og hann leit dálítið kímilega til Lee Ying. “Hann er sonur okkar, alveg eins og þó Pan Yi hefði sjálf alið hann með þrautum og harmkvælum. ” Lee Ying sagði ]ætta þannig, að það var ekkert vafamál að honum var þetta full alvara. “Heyrið þér!” sagði lögregluþjónninn. “Eg hélt, að þér væruð að gera að gamni yðar. Ætl- ið þér virkilega að' gera hann að yðar barni á löglegan hátt? Eg er hræddur um, að eg kom- ist í eitthvert klúður út af þessu.” “Við getum ekki tekið hann í sonar stað, því hann er sonur okkar. Það væri að óvirða það vald, sem hefir lagt hann í okkar arma.” “En, blessaðir verið þér. Hver lifandi maður getur séð, að krakkinn er ekki kínversk- ur. Eg hélt að það væri mikið lán fyrir hann að komast á yðar heimili og verða yðar fóstur- sonur, langtum betra en lenda á baraaheimili. Það vefður aldrei neitt úr þeim krökkum, sem þar eru uppalin. En það er ætlast til þess af mér, að eg skýri frá öllu þessu lflcu.” “Þér lítið á þetta frá sjónarmiði Vestur- landamanna. Við með dýpra skilningi. Hann er sonur guðanna, frá himnum kominn, en hann er engu að síður hold af okkar holdi og bein af o'kkar beinum. ” “ Já, einmitt það. Eg veit svo sem hvað það þýðir, þegar þið setjið einhverja hugmynd í höfuðið á ykkur. Þær fara þaðan aldrei aftur.” “Þér getið reitt yður á, að þetta verður betra fyrir drenginn, heldur en ef eg hefði gert hann að kjörsyni okkar.” “Það getur verið, að hann sé Kínverji,” sagði Dunne eftir nokkra umhugsun. “Ný- fædd böra eru hvert öðru lík. En setjum svo að hann sé það ekki og verði eins og hver annar hvítur maður, þegar hann vex upp.” 1000 ára afmæli Gísla Súrssonar. Frá Bíldudal er -Moilgunblað- inu skrifað seint í júlí, það sem hér segir um afmælið: “Það hefir nú verið ákveðið að halda minningarhátíð um 1000 ára afmæli Gísla Súrssonar, laug- ardaginn 9. ágúst. Verður þar ýmislegt til skemtunar. Guðmund- Ur Hagalín rithöfundur heldur að- alræðuna fyrir minni Gísla og Auðar konu hans. Karlakórinn á ísafirði syngur o. m. fl. Á Einhamar, þar sem Gísli varðist frækilelgast á skapadægrb hefir verið höggvin mynd til minn- ingar um hann. Er hún gerð eftir teikningu Tryggva Magnússonar málara. Er þar fyrst sporöskju- löguð umgjörð: maður, sem bítur í sporð sér, dg er þar á höggvið: “Minning um Gísla Súrsson og Auði konu hans 1930.” En innan í umgjörðina er höggvin mynd af skildi, sverði og öxi — vopnuæ Gísla. Fer þetta vel á klettinum og er látlaust mjög.” — Mgbl.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.