Lögberg - 11.09.1930, Blaðsíða 2
Bls. 2
LÖGBERG, FTMTUDAGINN 11. SBPTEM'BER 1930.
Sjötta þing
Hins sameinaða kvenfélags, Hins ev. lút. kirkjufélags
íslendinga í Vesturheimi
var haldið í Árborg, Man., 29.—30 ágúst, og í Riverton, Man.,
þann 31. ágúst 1930.
FYRSTI FUNDUR—var settur kl. 9 e.h., í kirkju Árdals-
safnaðar í Árborg, Man. Sálmur sunjginn. Séra Sigurður ólafs-
son las biblíukafla og flutti bæn.
Forseti, Mrs. F. Johnson, ávarpaði fundinn og bauð
erindsreka og gesti velkomna.
í kjörbréfanefnd voru útnefndar þær Mrs. S. Ólafsson, .
Árborg, Man., og Mrs. S. Sigurðsson, Riverton, Man.
Samkvæmt kjörbréfum þeim, er fram voru lögð, eiga eft-
irgreindar konur sæti á þinginu:
Miss Ola Egilson, fyrir hönd kvenfél. Herðubreiðar safn.,
Langrutlh, Man.
Mrs. O. Anderson, fyrir hönd kvenfél. “Baldursbrá,”
Baldur, Man.
Mrs. A. C. Johnson, Mrs. S. Bachman, Mrs. K. Hannesson
og Mrs. O. Stephensen, fyrir hönd kvenfél. Fyrsta lút. safn-
aðar í Winnipeg.
Mrs. B. K. Thordarson, fyrir hönd kvenfél. “Framsókn”,
Gimli, Man.
Mrs. S. Sigurdson og Mrs. G. Elíasson, fyrir hönd kvenfél.
Árdalssafnaðar, Árborg, Man.
Miss G. Markússon, flyrir hönd kvenfélagsin® “Stjarnan”,
Árnes, Man.
Mrs. Silgríður Dalman og Miss Herdís Thorbergson, fyrir
hönd kvenfél. Bræðra safn., Riverton, Man.
Mrs. H. G. Henrickson, fyrir hönd Trúboðsfél. kvenna í
Fyrsta lút, söfn., Winnipeg.
Miss Lilja Guttormsson, ,fyrir hönd kvenfél. “Freyja”
Geysir, Man.
Ásamt Framkvæmdarnefnd félagsins og prestkonum kirkju-
félagsins.
Kvenfélagið “Freyja” í Geysir bygð, bað um inngöngu í
félagið og var boðið velkomið og fagnað með því að allar stóðu
á fætur.
SKÝRSLUR.
Lögðu svo embættiskonur félagsins fram skýrslur sínar.
SKÝRSLA FORSETA.
Ofur stuttorða skýrslu vil eg leyfa mér aS leggja fram á þessu
þingi, sem er sjötta þing vors litla og fátæka félags; það er varla
von að mikið liggi eftir það síðan á síðasta þingi, þar sem eru að-
eins sjö mánuðir síðan að síðasta þing vort var haldið. Það er
mikið ánægjuefni að geta sagt, að þessi litli kvistur, sem gróður-
settur var fyrir fimm árum síðan, er að smá þroskast og styrkjast
þótt hægt fari, en það gefur vonir um að hann geti orðið að stóru
og sterku tré, ef vel og samvizkusamlega er að honum hlúð með
óeigingjörnum mannkærleika. A síðasta þingi voru, sem haldið
var í febrúar-mánuði síðastliðnum var skýrt frá því, að félaginu
hefði auðnast að fá tvær stúlkur, Miss Jenny Johnson og Miss
Guðrúnu Bíldfell, sem báðar eru kenzlukonur, til að fara noröur
að Manitoba-vatni og halda þar námsskeið í kristindómsfræðslu, í
sumarfríi sínu. Þessari starfsemi var frábærlega vel tekið þar
norður frá og árangurinn ágætur, eins og skýrslur þeirra sýndu,
• sem þær lögðu fram á þinginu. Báðar þéssar stúlkur ferðuðust
til Evrópu í sumar, og gátu því ekki haldið starfinu áfram þetta
sumar, en eg vona að félag vort beri gæfu til að njóta þeirra hæfi-
leika og góðvildar á sama hátt síðar. Það er mikið ánægjuefni að
geta skýrt þinginu frá því, að einnig á þessu sumri auðnaðist
stjórnarnefnd félagsins að fá aðrar tvær ágætar stúlkur, sem af
góðvild sinni og fórnfýsi eyddu þremur vikum af sumarfríi sínu
til að halda þessari kristindómsfræðslu áfram, sem þær Miss John-
son og Mis Bíldfell höfðu byrjað á, þessar góðu stúlkur eru þær
Miss lnga Bjarnason frá Winnipeg og Miss Vigdís E. Olafson frá
Árborg. Þær héldu kristindómsnámsskeið hjá þremur söfnuðum
norður við vatnið, Siglunes, Oak View og Silver Bay, viku í hverj-
um stað, og sóttu námsskeiðið alls 75 börn. Má óhætt fullyrða að
árangurinn af starfi þeirra beri mikinn ávöxt.
Árnes-söfnuður norður í Nýja íslandi, sem undanfarið hefir
ekki haft neina fasta prestþjónustu mæltist til þess af félagi voru,
að það sendi þangað kennara til að stofna sunnudagsskóla ef fé-
lagið sæi sér það fært. Félagið varð við þessum tilmælum og fekk
þriðju ágætisstúlkuna, sem bæði er skólakennari og þess utan vön
sunnudagaskólastarfsemi, að fara þangað norður, hún er Miss
Guðrún Marteinsson. Hún var þar í 11 daga og börnin, sem það
námskeið sóttu voru 14. Er óhætt að fullyrða að árangurinn af
þessari tilraun verði frábærlega góður. Miss Marteinsson bjóst við
að þarna verði áframhaldandi kenzla til jóla. Erindi þessara stúlkna
var alstaðar ágætlega tekið úti í bygðunum, og þeim sjálfum verður
ekki fullþökkuð þessi góðvild og fórnfýsi, sem þær hafa sýnt með
þessu. Eg þarf ekki að skýra frekara frá starfi þeirra, því þær
væntanlega leggja fram skýrslur yfir starf sitt á þessu þingi. Eg
er ekki í neinum efa um það að þörfin á svona lagaðri starfsemi er
mikil á meðal vors unga fólks og sjái félag vort sér fært að halda
þessu starfi áfram, er eg fullviss að þarfara verk er ekki hægt að
vinna. Vil eg því benda þinginu á að gera nauðsynlegar ráðstaf-
anir í þessu máli, fyrir næsta ár. A síðasta þingi voru var ákveðið
að taka bindindismálið upp á dagskrá félagsins og reyna eftir mætti
að styðja þá starfsemi og í þeim tilgangi var Mrs. Marteinsson
kosin til að sitja á fundum nefndar, sem kallast “The League
Against Alcoholism”, sem vinnur að útrýmingui áfengis og voru í
því skyni lagðir fram $5.00 því málefni til styrktar, því með því
tillagi fær maður rétt til að sitja á fundum þess. Hvað þar hefir
gerst, get eg ekki skýrt frá, en væntanlega gefur Mrs. Marteinsson
upplýsingar um það á þessu þingi. Þetta mál er eitt af stórmálum
þjóðfélagsins og væri vel viðeigandi að félag vort beitti sínum
kröftum og áhrifum eftir því sem möguleikar eru til, því máli til
styrktar. Við konurnar getum það á ýmsan hátt, því miður erum
við íslenzku konurnar, af gömlum vana, of afskiftalausar af ýms-
um þjóðfélagsmálum, sem vér þó ættum að hafa áhuga fyrir og
auka okkar þekkingu á. Eitt af þeim málum er bindindismálið, því
það er svo náið uppeldismálunum að vér getum naumast látið það
afskiftalaust. Sú heilaga skylda hvílir á herðum okkar kvennanna
að ala upp syni vora og dætur, og framtíð þjóðfélagsins byggist á
því hvernig okkur tekst að leysa það skyldustarf af hendi. Mér
dettur ekki í hug með þessum orðum að draga úr þeim skerf, sem
feðurnir leggja til uppeldis barna sinna, en þeirra afstaða gagn-
vart barnauppeldinu er alt önnur en móðurinnar, eins og allir vita.
Þeirra starfssvið flestra liggur utan heimilisins, svo af þeim á-
stæðum geta þeir ekki náð sömu tökum á uppeldi barna sinna eins
og móðirin getur gjört. Ber okkur því öllum konum og mæðrum
brýn skylda til að athuga með nákvæmni hleypidómalaust hvert at-
riði sem getur leitt til þess að gjöra þetta háleita starf auðvelt eða
örðugt. Verum því allar samtaka bæði í þessum efnum og öðrum
að hjálpa til að gera það auðvelt.
Á síðasta þingi kom til tals hvort heppilegt mundi vera að taka
inn í félag vort einstaklinga. Það hafa heyrst raddir úr ýmsum
áttum að það gæti orðið félaginu til styrktar og sumir jafnvel mælst
til þess að fá tækifæri til að gjörast meðlimir þess, og var svo þessu
máli vísað til framkvæmdarnefndar. Hefir nefndin rætt þetta mál
á fundum sínum og fundið margt, sem mælir bæði með og móti og
hefir því ekki gjört neitt ákveðið og verður þetta mál því lagt fyrir
þingið.
Það hefir valdið mér og væntanlega okkur öllum, töluverðrar
áhyggju, að enn hafa ekki nærri öll safnaða-kvenfélög gengið í
þetta sameinaða félag. Mér finst að þau ættu að gera það, og eg
sé enga góða og gilda ástæðu fyrir þau að láta það ógert. Vel get-
ur að vísu verið að þau sjái engan hag í því fyrir sig, beinlínis, en
hins má vænta, að þau sjái hag í því fyrir það málefni, sem öll
safnaðakvenfélög vor eru að vinna fyrir. Því stærra og öflugra
sem félag vort er, því meira má af því vænta. Eg vil því alvarlega
skora á öll slík kvenfélög, að taka þetta mál til íhugunar á ný, og
eg vona fastlega, að einlæg og skynsamleg ihugun málsins leiði
til þess, að þau verði öll með okkur áður en langt líður.
Að endingu vil eg þakka öllum félagskonum, og þá sérstaklega
þeim, sem forstöðunefndir skipa, fyrir ágæta samvinnu fyr og síð-
ar. Sérstaklega þakka eg þeim hve vel þær hafa haldið starfinu
áfram, þá tvo til þrjá mánuði, sem eg að undanförnu hefi verið
fjarverandi.
Guðrún Johnson, forseti.
SK^RSLA SKRIFARA.
Hin Sameinuðu Kvenfélög á 6. þingi í Árborg, Manitoba,
29--3°--3i- ágúst.
Heiðruðu Kvenfélög!
Þann 20. júní, síðastliðinn, voru fimm ár liðin síðan Hið Sam-
einaða Kvenfélag var stofnað, er það því vel viðeigandi, að við á
þessu þingi lítum til baka yfir sögu félagsins.
Með því fyrsta, sem íslendingar gjörðu hér í álfu, var það að
stofna söfnuð og byggja kirkju. Störfuðu þessir söfnuðir hver í
sínu lagi, að sinum sérstöku málum, og reyndu eftir mætti að ráða
fram úr hinum ýmsu vandkvæðum. Kom það brátt í meðvitund
leiðtoganna hér, að þetta fyrirkomulag var ekki heppilegt.....
starfið var sundurlaust. Það mátti til að sameina kraftana. Var
þá hið Ev. Lút. Kirkjufélag íslendinga í Vesturheimi stofnað og
hefir það starfað stöðugt í 45 ár. Er það þessum félagsskap, þess-
ari samvinnu Lútersku safnaðanna hér, að þakka, hve vel íslenzk-
lútersk kristni hefir dafnað hér vestan hafs. Islenzkum börnum og
ungmennum hefir verið kent að varðveita trú feðra sinna og að
elska móðurmálið sitt ljúfa.
Eins og ávalt hefir átt sér stað, þar sem um kirkjulegt starf
er að ræða, tóku konurnar mikinn og góðan þátt í safnaðar starf-
inu. Konurnar fundu fljótt til þess að þær höfðu hér sérstakt verk
að vinna, mynduðu þær þá kvenfélögin og tóku þau félög að sér
líknarstarfið, fyrir hönd safnaða sinna og tóku ætíð mikinn þátt í
fjárframlögum til safnaðanna.
Það hafði oft komið til tals að Kvenfélögin mynduðu Banda-
lag eða sambnd sin á milli, eftir svipuðu fyrirkomulagi og kirkju-
félagið. ('Mun það hafa verið Frú Lára Bjarnason, sem fyrst vakti
máls á þvij. Félögin myndu öll hafa mjög gott af því að kynnast
meðlimum annara félaga og tala saman um þeirra starf; með því-
líku fyrirkomulagi myndi sjóndeildarhringur kvenfélagsstarfsem-
innar víkka, eigingirni víkja og miklu meiri og betri skilningur fást
á ýmsum vandamálum okkar. Þrátt fyrir það, að oft var vikið
að þessu máli, var það samt ekki fyrr en árið 1925 að erindsrekar
frá 12 Kvenfélögum mættu á fundi, sem haldinn var í sambandi við
kirkjuþingið, til þess að ræða þetta mál. Kvenfélag Fyrsta lút-
erska safnaðar hafði haft bréfa viðskifti við kvenfélög kirkjufé-
lagsins um þetta mál og var þessi fundur af þeirra hvöt. Á þess-
um fundi mættu erindrekar frá eftirfylgjandi söfnuðum:—
Frá Upham, North Dakota; Langruth, Manitoba; Minneota,
Minn.; Selkirk, Manitoba; Lundar, Manitoba; Árborg, Manitoba;
Baldur, Manitoba; Kandahar, Saskatchewan; Winnipeg, Mani-
toba; Churchbridge, Saskatchewan.
Eftir langar og uppbyggilegar umræður, var ákveðið að stofna
Hið Sameinaða Kvenfélag. Embættismenn voru kosnir og grund-
vallarlög samin. Hefir svo þetta félag starfað í fimm ár.
Fyrsta þing félagsins var haldið á Gimli, Man., 19. júní 1026,
(8 kvenf.) ; Annað þing í Winnipeg, Man., 24 júní 1927, (10
kvenf.J ; Þriðja þing í Winnipeg, Man., 13.-14 febr., 1928, (10
kvenf.) Fjórða þing í Winnipeg, Man., 13.-14. febr. 1929, (12
kvenf.J; Fimta þing í Winnipeg, Man., 11.-12. febr. 1930 (12
kvenf).
Skýrslur kvenfélaganna sem voru lagðar fram á þessum þing-
um gerðu grein fyrir starfi félaganna. Sýndu þær undantekningar-
laust að aðal starf kvenfélaganna, á fyrstu árum, var það að safna
fé til styrktar söfnuðum sínum og til liknarstarfsemi, en nú eru fé-
lögin farin að víkka starf sitt svo að þau taka öll meira og minna
þátt í því að styrkja öll fyrirtæki kirkjufélagsins.
Það var oft minst á það, á þingum Sameinaða Kvenfélagsins,
að félagið ætti að taka að sér eitthvert sérstakt starf. Sumar fé-
lagskonur ætluðu að heiðingjatrúboðsstarfið ætti að vera það mál,
en er tímar liðu kom það í ljós, að heimatrúboðsmálið var þetta
sérstaka mál. Margir söfnuðir kirkjufélagsins njóta lítillar eða
engrar prestsþjónustu, er það því augljóst að börn og unglingar í
þeim héruðum fara á mis við uppfræðslu í kristindóms efnum.
Var hér mikið verk til að vinna.
Á Sameinaða Kvenfélagsþinginu í febrúar 1929 lagði félagið
“út á djúpið” með því að ákveðið var að senda kenslukonur út í
landsbygð íslendinga til þess að stofna sunnudagaskóla. Sumarið
1929 fór kensla fram á tveimur stöðum og í sumar var starfað á
fjórum stöðum.
Við erum hjartanlega þakklátar þeim ungu vinum okkar, sem
hafa svo glaðar og góðfúsar gefið af sínum tíma til þess að vinna
að þessu verki fyrir hönd Sameinaða Kvenfélagsins, og vonum og
biðjum, að þetta starf megi bera mikinn ávöxt.
Okkur finst ef til vill að við höfum ekki komið miklu til leið-
ar á þessum fimm árum. Við gerum okkur ekki grein fyrir þvi ár
frá ári hvað gjört er, enn þegar við lítum til baka og hugsum um
þau ánægjulegu þing, sem við höfum setið; um þau yndislegu og
uppfræðandi erindi, sem hafa verið flutt þar, og að heimatrúboðs-
starfið hefir tvöfaldast á þessu ári, þá hljótum við að kannast við
það að þetta félag er að miða í rétta átt ,og ef við gerum það besta
sem við getum þá hlýtur það að hafa góðan og varanlegan árangur
á sínum tíma.
Hér á eftir er skrá yfir þau erindi, er hafa verið flutt á þing-
fundum.
1. þingi—“Kvenfélagsstarfsemi frá ýmsum hliðum”, Mrs. J.
K. Olafson, Gardar, North Dakota.
2. þingi—“Heimilið”, Mrs. S. Olafson, Gimli, Manitoba.
3. þingi—“Sálarlif Barnsins”, Mrs. Finnur Johnson, Wpeg.
“Heimilis guðsþjónusta”, Mrs. R. Marteinson, Wpg.
“Framsókn kvenna,” Mrs. B. B. Jónsson, Winnipeg.
“Heiðingjatrúboð,” Mrs. H. G. Henrickson, Wpeg.
“Heimatrúboð,” Mrs. H. Olson, Winnipeg.
“Bindindi,” Miss Aðalbjörg Johnson.
4. þingi—“Sunday School Wþrk,” Miss Jennie Johnson, Wpg.
“Trúarlíf barnsins,” Mrs. A. Buhr, Winnipeg.
“The Child and the Sunday School,” Mrs. Th.
Thordarson, Fargo, N. D.
“Námskeið úti í sveit,” Miss G. Bildfell, Winnipeg.
“Hvar á konan heima,” Mrs. Thorleifson, Langruth.
“I heiðri og vanheiðri,” Rev. Márteinsson, Wpeg.
“Ferðaminningar,” Mrs. K. K. Olafson, Glenboro.
Flora Benson, skrifari
Þar næst lásu erindsrekar hinna ýmsu félaga skýrslur fé-
laga sinna, og skrifari las skýrslu kvenfél. Immanúels safn-
aðar I Wynyard, Sask, og kvenfél. Ágústinussafnaðar í Kan-
dahar, Sask.; einnig skýrslu kvenfél. á Gimli.
Var skýrslunum veitt viðtaka af þinginu.
Mrs. S. Ólafson lagði til, stutt af Mrs. Hannesson, að öll-
um kvenfélagskonum viðstöddum á þinginu, sé veitt málfrelsi.
—Samþykt.
Nokkur atriði, sem eru sérstaklega eftirtektarverð, er
komu fram í skýrslunum, eru:
1. “Að gott væri að hafa eittíhvert samband milli kven-
fél. í kirkjufélaginu, t. d. á þann hátt, að presturinn gefi stúlk.
um eða öðrum, sem í annað pláss flytja, bréf til þess safnaðar,
sem svo gæti leitt til þess að sú manneskja fyndi kirkjulegt
heimili og máske vini í þeim söfnuði.”
2. Að kvenfél. ættu að halda opinn fund, eftir að erinds-
rekarnir eru komnir heim af þingi Sam, kvenfél., til þess að
skýra frá gjörðum þingsins og lesa erindi þau, er þar hafa
verið borin fram.
3. Aðferð, er eitt af fél. Sam. kvenfél. hefir aðhylst, sú,
að skifta fundum sínum þannig, að þeir séu 1 röð, trúboðsfund-
ir, skemtifundir og starfsfundir, og hefir sú aðferð gefist vel.
“Faðir-vor” lesið sameiginlega, og fundi isvo frestað til
kl. 2 e. h. nfsta dag.
ANNAR FUNDUR — settur kl. 2 e. h. í kirkju Árdals.
safnaðar, Árborfe, Man., 30.' ágúst 1930. — Sálmur sunginn. —
Mrs. B. Thorleifson las biblíukafla og flutti bæn.
Skrifari las fundargjörning fyrsta fundar.
Forseti skýrði frá því, að málefnið um inngöngu einstak-
linga í Hið sameinaða kvenfélag, yrði nú tekið fyrir.— Þessu
máli var vísað til Framkvæmdarnefndar á síðasta þingi.
Forseti las einnig kafla úr fyrirlestri Mrs. K. K. Ólafson,
Glenboro, Man. (sem fluttur var á síðasta þingi og sem birtur
var í marz-númeri af Sameiningunni), þar sem minst er á
þetta mál. —
Þar eem þetta mál var falið Framkvæmdarnefndinni á síð-
asta þingi, las Mrs. 8. Ólafson, Árborg, Man., eftirfylgjandi
nefndarálit:
“Nefndin álítur, að heppilegra sé, að breyta ekki fyrir-
komulagi félagsins, af eftirgreindum ástæðum:
1. Hið sameinaða kvenfélag var myndað, eins og nafnið
ber með sér, sem samband hinna ýmsu kvenfélaga, sem kirkju-
félafeinu tilheyra.
2. Algjör breyting á fyrirkomulajgi væri nauðsynleg, ef
einstaklingar yrðu teknir einn, t. d. ársgjöld og atkvæði ein-
staklings-meðlima gætu ekki verið jafn rétthá og erindsreka,
sem mæta fyrir 25 meðlimi.
3. Nefndin óttast, að ef fyrirkomulaiginu yrði breytt,
myndi það spilla fyrir því að fleiri félög gengi inn, — að má-
ske yrði litið svo á, að hér væri aðeins um nýtt kvenfélag að
ræða.
Mælir nfendin því með því, að ekki sé gerð breyting á lög-
unum að svo stöddu, en haldið áfram í sama horfi og verið
hefir, og að félagið sé vakandi fyrir hvort nauðsynlegt væri
að gjöra þá breytingu síðar meir.”
Eftir nokkrar umræður, þar sem flestir erindsrekar létu
álit sitt í ljós, var uppástunga Mrs. S. Sigurdson, Árborg., “að
nefndarálitið sé samþykt,” stutt af Mrs. Dalman, samþykt.
Sunnudagsskóla málið.
1. Miss Ingibjöhg Bjarnason, Winnipeg, las skýrslu yfir
starf hennar og Miss E. Olafson, Árborg, Man., við Siglunes.
Oakview og Hayland.
Sunnudagasóklwmálið—Skýrsla Ing. Bjarnason.
HeiÖraði forseti, kæru kvenfélagskonur og gestir!
Á þessu sumri féll þaö í hlut okkar Miss Olafson að halda
áfram sd. skóla starfi því, sem hafið var af Hinu Sameinaða Kven-
félagi í fyrrasumar. Tókum við með okkur allar þær bækur og
þau lexíu-blöð, sem við þurftum. Lagði kvenfélagið til 12 sunnu-
dagaskóla kver, biblíusögur, ensk myndaspjöld og blöð, bæði íslenzk
og ensk, sem við útbýttum.
Laugardaginn þann 5. júlí lögðurii við af stað frá WSnnipeg til
Eriksdale, og vorum þaðan keyrðar til Sigluness af Freeman Hall-
dórsson, á sunnudag eftir hádegi. Var mjög skemtilegt að keyra
með fram Manitoba vatni, sérstaklega þar sem vegurinn liggur í
gegnum stóran skóg, rétt við vatnsbakkan. Til heimilis vorum við
á myndarheimili Mr. og Mrs. Ásmundar Freeman, sem er rétt við
vatnið, og mættum við þar hinni mestu gestrisni okkar viku dvöl.
Settum við skólan kl. 2 næsta dag, í Siglunes skólahúsi, og
komu börn bæði frá Siglunesi og Hayland. Voru börnin 13 að
tölu fyrsta daginn, en urðu 25 í alt. Komu þau flest ríðandi eða
keyrandi, og komu mjög langt að, lengst um 4mílu. Var veðrið
gott þó stundum væri heitt, og var aðsóknin á skólann f jarskalega
góð. Áttum við svo gott að vera keyrðar fram og til baka á hverj-
um degi.
Af þessum hóp voru 11 fermingarbörn, sem fermast eiga í
haust, og sökum þess, ogl hvað tíminn var stuttur, afréðum við að
halda skóla frá kl. 11 f. h. til kl. 4 e. h. S'kiftum við þessum tíma
í tvent, og höfðum tvær sérstakar athafnir, með fritíma fyrir há-
degi og eftir hádegi. Byrjuðum við með hinu vanalega s.skóla
formi og tóku börnin sérstaklega góðan þátt í söngnum. Mundu
þau, nærri því öll, bæði á Siglunesi og Oak View, alla sálmana sem
þeim var kent í fyrra. Því næst var kenslustund, sem fór fram á
íslenzku og þar var og skólanum skipað í tvær deildir. Yngri börn-
in upp að fermingaraldri, voru undir umsjón Miss Olafson. Lærðu
þau sálmsvers og sögur úr Biblíunni, og notaði Miss Ólafson Ljós-
geisla, sem voru í skólanum. Voru börnin mjög viljug að læra og
kunnu æfinlega það sem þeim var sett fyrir.
Fermingarbörnunum kendi eg. Lærðu þau boðorðin og út-
skýringar þeirra, trúarjátninguna, sem eg útskýrði fyrir þeim, og
auk þess útskýrði eg Faðir vor og sakramentið, eins og það er sett
fram í kverinu. Reyndist tíminn of stuttur fyrir þau að læra öll
fræðin utanbókar. Svo lásu þau upphátt lexíur úr biblíusögunum,
sem séra H. J. Leo hafði beðið um. Kunnu þau öll að lesa ís-
lenzku, sum betur en önnur auðvitað, en gátu samt öll tekið þátt í
því. Fanst okkur mikil hjálp í því, að lesá á víxl Davíðs sálma á
hverjum degi. Sýndu þessi börn sérstaklega góðan áhuga fyrir
lærdómnum, og lærðu æfinlega það, sem þeim var sett fyrir, og oft
meira. Lofuðust þau öll að lesa í gegn biblíusögurnar, og halda við
því sem þau lærðu, sem eg tel víst að þau hafi gert. Á seinustu
kenslustund dagsins fór fram sálmasöngur og tókst þeim á þessari
viku, að læra átta nýja sálma.
Á sunnudaginn þann 13. buðum við foreldrunum að vera við-
stödd og komu nærri allir, sem börn áttu á skólanum. Kl. 2 settum
við skólann og tóku allir þátt í guðsþjónustunni. Svo fór fram
stutt kenslustund. Því næst þakkaði Mr. Jónas K. Jónasson, fyrir
hönd foreldranna, mjög hlýlega fyrir verkið.
Skömmu seinna lögðurn við af stað norður til Oak View, og
vorum keyrðar þangað af Grettir Freeman.
Veðrið var inndælt þann dag, var mjög skemtiltgt að keyra og
var vegurinn fremur góður. Eftir þó nokkra keyrslu komum við
að Dog Lake, stutt frá vatnsbakkanum, í fallegum skógarjaðri
stendur hús Mrs. Sigríðar Gíslason, þar sem við héldum til þessa
vikuna. Lagði hún sérstaklega fram til þess að dvölin yrði okkur
sem ánægjulegust. Fór kenslan fram í Darwin skólahúsinu, sem er
tæpa rnílu frá húsi Mrs. Gíslason. Liggur leiðin sumpart í gegn
um skóg, og var mjög skemtilegt að ganga þangað þegar var sól-
skin. Upp úr miðri vikunni breyttist veðrið og brá til rigninga.
Við vorum svo hepnar, að þegar rigndi, vorum við keyrðar á skól-
ann af Davidson’s drengjunum, sem eiga heima þar skamt frá.
Sökum rigningarinnar var aðsóknin ekki eins góð og hún hefði
orðið hefði veðrið verið betra. Flest af bömunum komu oftast
gangandi, sum eins langt og f jórar mílur.
Tuttugu og þrjú börn sóttu skólan og voru 4 norsk og ein stúlka
af frönskum ættum, sem komu gangandi fjórar milur, þegar fært
var veður. Hér var líka fermingardeild, og voru 9 börn í henni.
Hófðum við því lengri kenslu 3 dagana. Einn daginn var ‘picnic”
á Hayland, og þá kendum við frá kl. 11 tií 1. Hina dagana var
kenslan bara 2/ tima.
Framh.
Spurningar
Herra ritstjóri!
Eg heyri að margir þeir, er heim
fóru, séu nú óðum að koma til
baka.
Ekki hefi e!g séð einn einasta
mann, er naut þeirrar gleði. Eng-
inn af vinum mínum er kominn
til baka; eg er að hlakka sem barn
komu þeirra..
Eg hefi svo sterka löngun á að
vita, hvaða áhrif landsýn hafði á
íslandsfara. Hvernig leið ykkur,
þegar þið sáuð íslands fjöll? Fanst
ykkur ekki þið sjá þá mynd, er
dýpst var stimpluð í huga ykkar?
Sáuð þið ekki leikvelli ykkar frá
æskuárunum? Duttu ykkur ekki í
hug leiksystkini ykkar, er þið átt-
uð nú von á að sjá eftir mörg, mörg
ár? Voru ekki Ástur og Nonnar
efst í huga ykkar, nú orðið gamalt
fólk? Og hvernig leið ykkur, þeg-
ar þið lentuð? Langaði ykkur ekki
að leggjast niður og faðma c/g
kyssa jörðina, sem þið stóðuð á?
Fanst ykkur ekki ísland vera þús-
und sinnum stórfengilegra, en
sléttufylkin í Vesturheimi? Fanst
ykkur ekki samt eitthvað vanta til
að gera landið enn tilkomumeira?
Söknuðuð þið ekki furutrjánna,
sprústrjánna 0 g pine-trjánna?
Vaknaði ekki hjá ykkur einhver
þrá að vilja hlynna að þessu
landi, er þið fórum heim að sjá, í
því að klæða það með skógi?
Hugsuðuð þið til okkar, er elsk-
um og unnum íslandi sem móður,
en gátum ekki haft þá gleði að sjá
það og faðma?
Hvernig getur íslands sonur yf-
irigefið þig, landið mitt? Hjá þér
vil eg ætíð vera, frá þér vil eg
aldrei fara, — finst mér þið öll
hafa hugsað; en örlög stríð við
oss stríða, og til baka komuð þið.
Þið voruð eins og selsinnan sagði
forðum, þá hún sökti sér í sjó:
“sjö á eg á landi og sjö í sjó”, þið
elskuðuð bæði löndin.
Skiljið þið nú ekki betur, hvað
veiðimaðurinn átti við, þegar
hann vildi klæða landið skófei?
Sáuð þið það, sem ýmsir fram-
kvæmdasamir menn eru að gera,
með að sanna þjóðinni hvað ís-
lands jörð getur framleitt?
Voruð þið ekki hálf hissa, að
sjá gróðrarstöðina á Akureyri, og
víða hjá áhugasömu fólki, sem er
að sanna, að ísland getur fram-
leitt margt, er sumir hafa álitið
ómögulegt?
Hvernig kom það fyrir ykkur að
heyra, að The Bird and Tree Club
of New York skyldi senda sóma-
samlega gjöf til að styðja endur-
reisn skóga á íslandi? En aðeins
fáar únzur af trjáfræi frá okkur!
iNú er skógræktunarfélag stofn-
að á íslandi. Eigum við nú ekki
r.ð hjálpa þeim og styrkja af
fremsta megni? Jú, látum oss nú
vinna af meiri alúð og meiri á-
huga 0g kappi, að endurreisn
skóga íslands.
Látum oss með því !gefa það
eftirdæmi til niðja vorra hér í
landi, að þeir elski og unni því
landi, er þeir eru fæddir og upp-
aldir í, engu síður en feður þeirra
og mæður gerðu.
Látum oss gróðursetja á fóst-
urjörðinni íslandi, alt það bezta,
er vér höfum lært að þekkja í
Veisturheimi.
Landið er fagurt og bjart, o(g
framtíð þess er mikil, ef unnið er
trúlega, frjófgun þess er mörg,
sem styðst af sólarlöngum dögum.
Viljið þið ekki hjálpa til að
sanna það, hvað jörðin heima
kann að færa?
Gæti saimbandsstjórnin gefið
nokkraj aðra betti gjöf íslandi,
en 50,000 dali til skógrktun
armála landsins?
—Því e!g tel sjálfsagt, að Can-
ada verði ekki óríflegri en Banda-
ríkin, og láti það verða minnis-
varða um minningu um þúsund ára
afmæli Alþingis. Það yrði lif-
andi minnisvarði.
Hefjumst nú handa, og vinnum
sem íslenzkir víkingar með Skóg-
ræktunarfélagi íslands.
B. Magnússon.
428 Queen Str.
• St. James, Man.
Frá Islandi.
Dr. Jón biskup Helgason og séra
Ásmundur, Guðmundsson docent,
voru meðal farþega, sem hingað
komu á e.s. Lyru í gær. Þeir voru
fulltrúar íslenzku kirkjunnar við
hátíðahöldin í Niðarósi 28.—30.
júlí.