Lögberg - 11.09.1930, Blaðsíða 3

Lögberg - 11.09.1930, Blaðsíða 3
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 11. S0PTEMBER 1930. BU. 3. Sérstök deild í blaðinu IIVOB VAR MEIRI ? IV. Búi þekti manninn rétt. Það var Einar Buason, faðir hans, sem kom þarna. Hann reið Blesa sínum. Einar fór geyst. Klárinn var kófsveittur. Einar linti ekki á sprettinum fyrri en hann kom til drengjanna. Hann stökk af baki. Blesi tók ekki niður, en blés í ákafa. Þið eruð þokkapiltar. Réttast væri að flengja ykkur báða. Þið sullist í ánni allan daginn og týnið svo fénu. Það er mikið, að þið skylduð ekki kæfa ykkur. Smánastu nú lieim, Óiskar, og skammastu ]>ín fyrir svikin. v » Þú getur farið að leita að ánum, Búi, og eiga skaltu mig á fæti, ef þú 'kemur ekki með þær allar. Þér er ekki til neins að koma heim, fyrri en þú ert búinn að finna þær, því a, ég rek þig jafn- harðan á stað aftur, til þess að leita. Mér dett- ur ekki í hug að taka piltana mína þreytta frá verki, til þess að ganga í sporin ykkar, enda förum við á istað í ferð á morgun, svo okkar vegna mega ærnar missa máls. Það var kominn mjaltatími, þegar eg fór að heiman, og eg sá enga á á leiðinni; ærnar liafa náttúrlega rásað suður á fjall eða slegið sér yfir á Þverdal. Þú getur tekið hann Blesa og riðið honum, svo að þú komist einhvem tíma áfram. ” Búi stóð í sömu sporum og horfði niður fyr- ir fætur sér á meðan faðir hans ávítaði hann. “Taktu hestinn, strákur, og komdu þér á stað. Eg skal kenna þér að gæta þín betur næsta daginn.” Einar gekk heim á leið. Búi tók Blesa, lagði taumana upp á makk- ann, tók annari hendi í faxið, en lagði hina á hrygg klársins og henti sér á bak. “Ætli ég vissi nú hvar ærnar væru, ef ég hefði lært eins mikið og hann Óskar,” hugsaði Búi, þegar hann þeysti fram hjá smalahúsinu. Óskar var háttaður, þegar Einar kom heim um kveldið. Snemma um morguninn lagði Einar á stað í kaupstaðarferðina. Vinnnmenn hans fóru jneð honum. Búi var ókominn með féð. Stína, vinnukona, hafði verið látin vaka eftir Búa, en hún var horfin um morguninn. “ Vertu sæl, góða mín” sagði Einar við konu sína, þegar hann reið úr hlaði. “Þú verður að láta stúlkumar fara á stað að leita, ef strákurinn verður ekki kominn á há- degi. Þið heftið Blesa og hafið hann í kring, ef eitthvað skyldi þurfa að lialda á hesti, á meðan eg er burtu. ” “Stína hefir nú farið í nótt, eg veit ekki hvort það þýðir að láta hinar fara,” sagði Sig- ríður húsfreyja. “Eg s'kil ekkert í, hvað barn- ið er lengi.. Það var ógnar ónærgætni að láta hann fara einan.” Einar var farinn af stað, svo að hann heyrði ekki hvað Sigríður sagði. Svo leið fram á dagmól, að ekki kom Búi. Hádegi kom, og ekki sást til hans enn. Sigríður lét stúlkurnar ekki fara, því að hún vonaðist eftir Búa á hverri stundu. “Kristín og Búi em á ferðinni með féð,” sagði Óskar og kom með írafári inn í bæinn. ‘,Það er nú tími til kominn, klukkan farin að ganga tvö,” .sagði Sigríður. “Þú situr nú hjá í dag. Jóa getur setið hjá með þér. Þið farið ekki nema fram á hálsinn með féð. Þú ættir nú að gæta þín betur en í gær; það hefði nú líklega orðið eftir af þér að finna féð og vera að leita í alla liðlanga nótt, eins og Búi litli. — Farðu á móti þeim, og hjálpaðu þeim til að (kvía.” öskar hljóp út. Hann mætti Búa á flötinni fyrir ofan bæinn. Vinnukonan og Búi höfðu kyíað ærnar. Búi var með matarpokann á öxlinni eins og morguninn áður, þegar han lagði á stað. “Gáztu sofið í nótt, óiskar?” spurði Búi, þegar hann mætti óiskari. “Já, ég svaf ágætlega vel.” “Eg er alveg hissa. En að þú skyldir ekki koma í nótt og leita með mér.” “Eg er ókunnugur og eg hefði vilzt.” “Þú hefðir þó ratað fram í (búfjárhagana. “Datt þér ekki í hug að koma?” “Nei.” “Heldurðu að þú hefðir treyst þér til að vaka í alla nótt við að leita?” “Nei.”' “Heldurðu nú, að þú sért miklu meir mað- ur en ég?” ‘ ‘ Nei,—ó—nei— o—ekki held ég það.” H. J. — Barnasögur. SOLSKIN HELGl I HLIÐ. I. Það var mjög fallegt í Hlíð. Hlíð var fremsti bærinn í dalnum. Dalurinn hét Skriðu- dalur. Hann var grösugur. Það var gaman að eiga þar heima á sumrin, en á veturna þótti það leiðinlegra, því að ekki sá sól langan tíma vetrar. Hlíðarnar voru háar, beggja megin dalsins. Það var altítt, að bæirnir og útihúsinu færu í kaf í snjó, á hverjum vetri. En ein var bót með böli, skíðafæri brást sjaldan og nógar voru brekkurnar. Unglingarnir Skemtu sér líka óspart á skíð- um. Þeir fór upp á hábrún og rensdu sér svo niður á jafnsléttu og langt niður eftir á. Sum- ir þorðu ekki nema upp í miðjar hlíðar, það voi’u þeir, sem ekki kunnu vel á skíðum. Fullorðna fólkið varð að skemta sér við dag- legu störfin. Það var alt af að vinna. Alt af önnum kafið. Að einst á sjálfum jólunum skemti það sér við spil, þegar kveld var komið og búin voru fjósaverk og önnur útistörf. Bóndinn í Hlíð hét Gísli. Hann þótti vinnu- hai'ður mjög. Aldrei gat hann séð neinn iðju- lausan. Þegar piltarnir komu inn á kveldin, urðu þeir undir eins að fara að tæja, kemba, spinna hrosshár, flétta reipi og hnapplieldur eða bregða gjarðir. Helgá hét fóstursonur þeirra hjónanna í Hlíð. Hann var kallaður eftii'lætisbarn, en hann varð að vinna eins og hver annar. Hann bar inn snjóinn lianda fénu á vetrum, var í fjósinu, rak hestana og sótti þá, prjón- aði þegar hann var inni, eða liann malaði. Helga þótti þetta ekki nema sjálfsagt, hann sá að allir urðu að vinna. Það voi'u alt af allir að vinna í Hlíð. Og hann Gísli hafði mai'goft sagt, að enginn fengi mat, sem ekki ynni. Allra verst af öllu þótti Helga að sækja hestana í kafaldsbyljum. Hann var svo hrædd- ur við byljina. Það var líka einatt að fréttast, að hinir og aðrir liefðu orðið úti á lxeiðinni. Hún var svo villugjöm, lieiðin. . Og þar sást ekki á nokkurn lmjóta, meiri hluta vetrar. Helgi vildi ómögulega verða úti, hann vildi alls ekki deyja. Hann langaði innilega til að lifa og lifa lengi. Þegar bylur var, og Helgi átti að reka hest • ana, sveikst hann æfinlega xxm að reka þá eins langt og honum hafði verið sagt. En það var alt bylnum að kenna. Helgi liafði enga tilhneigingu til að svíkjast um, þeg- ar veði'ið var gott. Stundum komust þessi svik hans upp, því að það var oft, að bjart veður var konxið, þegar Ilelgi var sloppinn heim, þótt skafylur hefði vei ið, mc'ðan hann var að reka lxestana og kom- ast heim í bæinn. Oft komst enginn að því, að Helgi hefði rekið hestana of skamt, því að þá sást ekki svo langt frá bænum, vegna bylsins, að hestarnir eygðust. Allan daginn var Helgi að kvíða fyrir að sækja hestana. Það mátti líka aldrei fara að sækja þá fyr en klukkan sex á kvöldin, en þegar allra verst veður var, voru þeir sóttir klukkan hálf sex, stundum miklu seinna. Alloft var ófærðin svo mikil, að Helgi óð snjóinn í mitti, honum þótti nógu gaman að því. Ilelga var sama á hverju valt, þegar veðrið var gott. Hann liafði skíðin sín með sér, þegar liann gat, en Gísla þótti hann vera lengur að reka hestana, ef skíðin vora með í förinni. Helgi var sí og æ að kvíða fyrir því, að hann yrði úti. Það var ekki lengi að koma svartur bylur í Hlíð, það vissi Helgi af reynslunni. Þegar lognsnjór var mikill, og fönnin hafði hlaðist niður, marga klukkutíma í einu, þurfti ekki annað en að hann hvesti, þá var komixm sortabylur. Helgi var að vísu kunnugur, en liann gat þó vilst, þegar ekki sást út úr augunum. Helgi hafði heyrt talað um það, að aldrei ætti að hlaupa í byl, þá riði á því að fara hægt, svo menn viltust ekki. Þessu gat hann þó ómögulega fylgt. Hann liljóp æfinlega eins og hann gat, þegar bylur var. Þegar fyrsta kafaldslxviðan kom, tók Helgi sprettinn. Hann horfði í allar áttir, það var xxm að gera, að missa ekki sjónar á bænum. Það var ekki ósjaldan, er Helgi var að reka hestana, að hann tók á rás heim á leið, löngu áður en þeir voru komnir í haga og skildi þá eftir, þar sem þeir stóðu. Þeir hreyfðu sig ekki xxr sporum og litu aftur. En skafrenningsþotan stóð ékki lengi, og nxx var komið bezta veður. Helgi sneri því til hestanna, og hélt áfram að reka þá, þangað til næsta roka kom. Piltarnir sáu þetta frá húsunum og höfðu gaman af strák. Þeir isögðu frá þessu heima í bænum, og það var ekki frítt fyrir, að kvenfólk- ið stríddi Helga með hræðslunni við bylinn. Helgi lofaði ætíð guð, þegar hann var bxí- inn að reka hestana í vondu veðri. En svo var Fyrir börn og unglinga nú eftir að sækja þá, fyrir því fór hami strax að kvíða á heimleiðinni. Það var þó ekki verst af öllu að reka hest- ana og sækja þá. En að fara yfir Hlíðarliáls í vondu veði'i, það var regluleg lífshætta. Gísli sjálfur var tvo klukkutma að ganga yfir háls- inn, svo var það langt. Hefði Helgi gengið í liægðum sínum, þá mundi hann hafa evrið einar fjórar stundir; en í þvlíkum ferðalögum, sem yfir Hlíðarliáls, gekk Helgi ekki í hægðum sínum. Haxin hljóp æfinlega, þangað til hann var oi'ðinn sárþreyttur, þá fyrst gekk hann rólega. Helgi hafði oft farið yfir liálsinn. A sumr- um fór liann ríðandi, það þótti honum gaman. Hann hafði líka farið yfir hálsinn á vetirum í góðu veðri og liaft með sér skíðin sín. Það var reglulegt eftirlæti. Helgi gáði oft til veðurs, þegar liann átti að x*eka eða sækja hestana, en sérstaklega, þeg- ar liann átti að fara yfir Hlíðarliáls. II. Helgi liafði einu sinni fengið svo svartan byl, að ekki sást út úr augunum, en var þá með Gísla, og Gísli gat tæplega orðið úti, hann var svo 'kuimugui* á dalnum og svo vanur stórhríð- um, En í þetta skifti komst Gísli þó í liann full- krappan. Ilann var að sækja féð, og bylurinn skall á, áður en hann gat náð því saman. Helgi var með honum, og það gerði nxí alla ólukkuna. Gísli hafði töf af Helga. Og seinast varð hann að bera strákinn lieim og skilja féð eftir í hi'íðinni. Svo varð hann að fara aftur á stað, til þess að leita fjárins, og liafði það þá hrak- ið langa leið, og sumt fent fyrir bragðið. Þetta var Helga minnisstætt. Hefði hann verið einn í þetta sinn, já hefði hann vei'ið eimi! Og liann liefði sjálfsagt orðið úti. En eins gat nú bylur komið þó að hann væri einn, og liann gat komið alt í einu. Hann kom svo fljótt í Hlíð. Einn — tveir — snjórokan þaut fyrir giuggann. Það sást ekki út í eldiviðarkofann á lilaðinu. Það var kornin hamslaus hríð. — Svona var bylurinn fljótur að koma í Hlíð. En það gat verið komið afbragðsgott veð- ur á næstu stundu. Fólkið sagði, að útsynningurinn væri verst- ur. Helgi var ekki á sama máli. Honum þótti allra verstir byljir á noi'ðan. Þeir gátu staðið í mánuð, án þess að sæi út í eldiviðarkofann. Það var alveg óvíst, að no'kkur treysti sér út, til. að leita að honum í noi'ðanbyl, og það svo dögum skifti, kæmist liann ekki lieim sjálfui*. Munur var þó á xxtsynningnum, ]>á skifti éljum, og þá var liægt að finna hann. Hann gat líka sjálfur ratað heinx á milli élja, ef liann var stutt frá bænum. Já, ixtsynningurinn var miklu skárri. Það átti annars alt af að vera gott veður, það var undarlegt að svo var ekki. Það gat komið eins og þruma xxr heiðskíru lofti, að Helgi ætti að fara vfir hálsinn. Eng- inn vissi nær það átti að ske, nema Gísli einn. III. “Það eru orðin ónýt jámin í rokknum henn- ar mömmu,” sagði Hildur í Hlíð við Gísla bónda sinn, þegar liann einu sinni kom heim til að borga morgunmatinn. “Ekki held ég maður fari að kaupa handa henni rokk núna, kerlingarteti'inu, liún vei'ður að bíða í'óleg, þangað til í sumar,” sagði Gísli. “Eg ætlast ekki til, að farið verða að kaupa handa henni rokk, en það mætti kannske gera við jáx-nin í þessum,” sagði Hildur. “Það kostar að senda með hann yfir í Mjóa- fjörð. Ætli Björg gamla uni sér ekki við pi’jónana sína út þorrann?” “Nú, hvað á að prjóna, maður, ef hætt verð- ur að spinna? Ekki er annað spunnið hér, sem teljandi sé, en það sem hún mamma spinnur.” “Guð hjálpi mér,” tautaði Helgi fyrir munni sér. Hann sat á móti hjónunum og hlýddi á samtal þeirra. “Enginn verður send- ur með rokkinn, nema ég. Það er óhugsandi, að farið verði að taka liann ólaf frá fjárhirð- ingunni. Og mennimir eru alt af að verða úti,” liugsaði Helgi. “Magnús í Seli varð úti nxxna í vikunni. Eg verð líklega næst úti. Það vildi ég, að eg væri orðinn húsbóndi. ’ ’ Samtalið datt niður milli hjónanna. Gísli fór út í fjárhús eins og vant var, þegar hann var búinn að borða. Helgi malaði um daginn og kvað hátt við kvörnina. Hann sótti lxestana um kvöldið, svo gegndi hann fjósaverkum, og enginn nefndi rokkinn. En Helgi gat ekki gleymt samtali hjónanna. Hann vakti langt fram á nótt og var að hugsa um rokkinn og Stein á Tóttum. Það var leitt, að Steinn var ekki nær, hann sem þurfti svo dæmalaust oft að gera við eitt og annað fvrir Hlíðar-hjónin. “6, ég vildi að Tóttir væru héma frammi á stekknum, þá skyldi ég ekki vera hissa á að hlaupa þangað, þó að skafbvlur væri. Nei, ég vildi heldur, að ég væri orðinn stór og eins góður smiður og hann Steinn, þá skvldi ég gera við alt, sem brotnar hér, þá skyldi ég smíða alt sem Gísli þarf að láta smíða. Það er annars ó- ómögulegt, að hann Gísli fari að senda mig yfir hálsinn núna, það gæti orðið til þess, að eg vrði A. S. BARDAL 848 SHERBROOK ST. Selur llkklatur og annast um út- farlr. Allur útbúnaCur aá bestl Ennfremur selur hann allskonar minniavarOa og legsteina. Skrifstofu talsími: 86 607 IleimiUs talsimi: 68 302 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDQ.. WINNIPHO Faatelgnasalar. Leigja hús. Ct- vega peningalún og elds&byrgfl af ðUu tagl. PHONE: 26 349 A. C. JOHNSON 907 Confederation Llfe Bldg. WINNIPEO Annaat um fasteignir manna. Tekur aC sér aO úvaxta sparlfé fölks. Selur elds&byrgO og blf- reiCa ftbyrgCir. Skriflegum fyr- irspurnum svaraC sainstundis. Bkrifstofusimi: 24 263 Heimasimi: 33 323 DR. C. H. VROMAN Tannlseknir 605 BOYD BLDG. PHONE: 24 171 I I J] ' WTNNTPEO G. W. MAGNUSSON Nuddiœknir. 125 SHERBROOKE ST. Phone: 36 137 Vlfltala tlmi klukkan 8 U1 9 afl morgninum. ALLAR TEGUNDIR FLUTNINOAI Hvenær, sem þér þurfið að láta flytja eitthvað, smátt eða stórt, þá hittið mig að máli. Sann- gjarnt verð,— fljót afgreiðsla. Jakob F. Bjarnason 762 VICTOR ST. Slmi: 24 600 úti. Ef ég ætti pabba! Já, ef ég ætti föður, þá væri ég ekki sendur svona út í bylinn. Enginn pabbi gerði leik til þess, að láta bamið sitt verða úti. Eða ef ég ætti mömmu! hún aftæki, að ég væri sendur út í hríðarnar. Já, ætti ég foreldra, þá skyldi ég segja þeim, livað ég væri hræddur við að fara út í bylinn. Þeir tryðu mér, þeir myndu taka eftir, hvað ég segði. Það var undarlegt af guði, að taka frá mér foi'eldrana mína. Kannske hann ætli að láta mig verða úti. Og þá hefir hann séð, að ég þurfti þeirra ekki. Æ, góði guð, láttu mig ekki verða úti, gerðu það fyrir mig, að láta mig ekki verða úti. Og hann Magnús í Seli átti foreldra, samt varð hann úti. Hún mamma hans sá hann, rétt áður en bylurinn skall á. Haxm var svo að segja kominn heim. En pabbi hans var livergi nærri, hann var að sækja féð. En að hún skyldi ekki sjálf fara á móti honum Magnúsi! Hún hefir víst ekki mátt fara frá litlu bömunum. Og Magnús var f jórtán ára, og þó varð hann úti, en ég er ekki nema á ellefta árinu. Ekki er ég eins duglegur og Magnús sálugi var.” — Eitt—tvö, hringdi klukkan. Helgi kúrði sig niður. Allir hrutu. “Það er algerlega ómögulegt að sofna fyrir þessum hrotum. Þið þurfið ekki að kvíða fyrir því, að verða send yfir hálsinn. Þið getið sof- xð áhyggjulaus, þið getið hrotið í næði. Nú, nú, eg verð að stinga upp í eyrun.” Helgi vissi ekki þegar klukkan sló þrjú, hann var sofnaður. (Meira.)

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.