Lögberg - 18.09.1930, Side 1

Lögberg - 18.09.1930, Side 1
43. ARGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 18. SEPTEMBER 1930 NUMER 38 Frá Betel Sunnudagurinn 7. september var einn af hinum ánægjulegu dðgum okkar á Betel. Ekki er það ó- vanalegt á sumrin, að hér sé gest- kvæmt. Ber oft margt góðra 'gesta hér að garði, sem færa með sér “sólskin inn í bæinn” okkar. Að aflíðandi hádegi þennan á- minsta dag, óku margar bifreiðar heim í hlað. Fluttu þær hingað kvenfélag Árdalssafnaðar ásamt nokkrurti fleiri gestum frá Ár- Komu konurnar með kaff veitin'gar, aldini og brjóstsykur, og veittu heimilisfólki og gestum eins og siður er við slíkar heim- sóknir hér. Var fólki svo boðið til stofu, þar sem séra Sigurður Ól- afsson hafði tekið við stjórn. Voru sungnir íslenzkir söngvar og ræður fluttar. Talaði veizlu- átjóri fyrst, mintist heimilisins, vistfólks og stjórnenda mjölg fall- ega, og þakkaði árin, sem hann hafði verið í samverki með þeim sem prestur heimilisins. Afhenti svo að endingu fimtíu dala gjöf frá kvenfélaginu í Árborg og mintist hlýhugar o!g blessunar- óska er gjöfinni fylgdu. — Einn af vistmönnum á Betel þakkaði fyrir heimsókina á mjög fallegan hátt, mintist hann að hann hefði lifað í myrkri í fjórtán ár og hvernig kærleikur sem þessi væri sem ljósbrot, er lýsti í því myrkri, Maðurinn heitir Lárus Árnason. Einnig talaði Mrs. Hinriksson, cnnur forstöðukona heimilisins, þakkaði gjöfina og heimsóknina með mjög velvöldum orðum. Osk- aði hún eftir, að ein kona úr hópi gestanna tæki til máls og talaði fyrir heimilisins hönd, þar sem hún og maður hennar hefðu í mörg ár verið vinir heimilisins. Var það Mrs. S. ólafsson frá Ár- borg. Eftir ræðu Mrs. ólafsson voru sungnir nokkrir sálmar. Svo talaði ein af konum heim- ilisins undur fallega um trúar- reynslu sína; hefir hún verið blind í mörg ár, og var eftirtektarvert, hve bjart var yfir henni og hve örugg og sæl hún var í trúarvissu sinni. Bað hún um að sálmurinn: “Eg heyrði Jesú himneskt orð” yrði sunginn að endingu. Fór svo þessi vinarhópur að kveðja og fara af stað heim til sín. Rétt þar á eftir komu aðrir vin- ir, Dr. og Mrs. B. J. Brandson með börn sín frá Winnipe[g. Eins og kunnugt er, er hann nýkominn úr íslandsför sinni, og kofn að heilsa upp á vini sína á Betel. Safnaðist gamla fólkið saman til að heilsa þessum vinum og velgjörðarmönn- um, sem hafa á margan hátt sýnt svo frábæran kærleika til heimil- isins og allra þeirra er þar búa. Svo síðast að kvöldi þessa dags kom þriðji hópurinn, nokkrir úr Salvation Army, er komu til að hafa sálmasöng o!g guðsþjónustu í stofu heimilisins; höfðu þeir beð- ið um leyfi til að syngja þar guði lof. Fór svo sá hópur einnig burt, og heimilisfólkið leit til baka yfir daginn og hugsaði um hinar margvíslelgu myndir, er fyrir aug- un höfðu borið, og þakkaði tilgang allra þessara heimsókna, þakk- aði dugnaðinn, >sem þurfti til að koma þeim í framkvæmd, og bað guð af hjarta að blessa gestina alla. Ekki Sekur í vikunni sem leið, kom fyrir rétt í Saskatchewan, enn eitt kærumál gegn Harry Bronfman, binum auðulga vínbruggara frá Montreal. Hefir hann verið kærð- ur þar fyrir lagabrot í sambandi við vínsölu sína. í þetta sinn var hann kærður fyrir að hafa reynt að hafa áhrif á framburð vitna, sér £ hag. Fór þetta mál þannig, að kviðdómurinn komst að þeirri rtiðunstöðu, að hann væri ekki sek- Ur og voru allir kviðdómararnir Þar á einu máli. Bændur Kærðir Fyrir Samningsrof Einir ellefu bændur í Manito- ba hafa verið kærðir fyrir að selja hveiti til hveitikaupmanna í staðinn fyrir að fá hveitisam- la!ginu það í hendur, til að selja það, eins og samningarnir ákveða. Eru samningarnir milli samlags- ins og samlagsbændanna þannig, að bændur skuldbinda sig til að afhenda því alt það hveiti, sem selja, meðan samningarnir eru 1 gildi. Sagt er, að sumir bændur fari þannig í kring um þessa samninga, að þeir selji sonum sinum lönd isín, í orði kveðnu, sem engum samningum eru bundnir við hveitisamlagið, en þeir selji svo uppskeruna hverjum sem þeim sýnist. Málið kemur fyrir rétt á föstudaginn kemur. Mr. Massey Segir af Sér Áður en Kingstjórnin fór frá völdum, hafði hún skipað Hon. Vincent Massey umboðsmaður Can- ada á Bretlandi (Hi!gh Commis- sioner), og átti hann að taka við því embætti nú í haust. Hefir Mr. Massey undanfarin ár verið sendiherra Canada í Washington og getið sér ágætan orðstýr. Þeg- ar stjórnarskiftin urðu, og Mr. Bennett kom til valda, sagði Mr. Massey af sér þessu virðulega og ábyrgðarmikla embætti. Mun það hafa komið til af því, að Mr. Ben- nett lítur svo á, að þeir einir ættu að skipa slík embætti, sem eru pólitiskir vinir stjórnarinnar, en það er Mr. Massey ekki og getur ekki verið meðan núverandi stjórn situr að völdum. Hinsvegar er það talinn mikill skaði fyrir þjóðina, að missa hann frá þessu vanda- sama embætti. St. Lawrence Skipaleiðin Umbætur á skipaleiðinni eftir St. Lawrence fljótinu, er geri fljótið fært hafskipum alla leið til Stór- vatnanna, er mál sem mikið hefir verið talað um. Snertir það bæði ríkin, Canada og Bandaríkin. Hafa stjórnirnar að nokkru leyti safti- ið um þetta mál sín á milli, en nokkur atriði eru iþar ókláruð, sem eitthvað þykja erfið viður- eignar. Hefir ekki verið átt við þetta mál síðan 1928, þangað til nú að stjórnin í Washington hef- ir 'gert fyrirspurn til stjórnarinn- ar í Ottawa um það, hvort hún sé til þess búin að byrja aftur á þessum samningum, og leggur til að hvor stjórnin um sig skipi nefnd manna til að semja um mál- ið. Mr. Bennett hefir svarað því, að hann sé tilúinn að semja um málið, að afstöðnum samveldis- fundinum í London. Hveiti Lækkar í Verði Hveitiverðið er alt af að lækka. Frá 5. til 12. þ.m. lækkaði verðið um 3—4 cents og var No. 1 North- ern þá komið ofan í 80 cents mæl- irinn. Lítið af því keypt nema það, sem þarf að nota svo að segja daglega. Nokkurn velginn hið sama er að segja um aðrar korn- tegundir, að þær hafa flestar eða allar verið að lækka í verði undanfarna daga. Manitoba Háskólinn Nú lítur út fyrir að ekki muni líða á löngu, þangað til byrjað vérður á nýrri háskölabyggingu í sambandi við búnaðarskólann. Hefir fylkisstjórnin og háskólaráð- ið afráðið að leita nú þegar eftir tilboðum í verkið og er ætlast til, að byrjað verði á því nú fljótlega og haldið áfram með það í vetur. á þessi býgging að vera fjórar hæðir og rúma um sex hundruð nemendur. , Uppskeran 1 930 Hagstofan í Ottawa !gerir ráð íyrir, að hveitiuppskeran í allri Canada verði þetta ár 347,769,000 mælar, þar af í Sléttufylkjunum þremur 262 milj. mælar. Norður yfir Dofrafjöll Eftir Skúla Skúlason. í Dofralestinni 27. ágúst. Fyrir 900 árum var Þrándheims- fjörðurinn tíðum inngönguhlið ís- lendinga, sem til Noregs fóru. Þeir réðu þá margir sjálfir ferð- um sínum og áttu knörrinn sjálf- ir. Og ferðinni var heitið á höfð- ingja fund, konungs s^m þá sat tíðum í Þrándheimi, eða til jarl- anna á Hlöðum. Nú liggur leið íslendingsins arinnar var endurheimt árið 1814. jafnan fyrst til Ber!gen, á hvaða stað sem balda skal til í Noregi, og jagnvel þó ferðinni sé heitið til Þrándheims til þess að sjá með eigin augum hvernig Norðmenn minnast 1900 ára dauðadægurs þess konungs, sem þeim hefir orð- ið hjartfólgnastur, ólafs helga. Því að nú er það Bergenske Damp- stipsselskab, sem ræður ferðinni. Og við því er sízt að amast, því að “Lyra” lofar ekki meira en hún efnir o!g heldur prýðilega á- ætlun, þó á móti blási. Um “mót- blástur” var þó ekki að ræða í þetta sinn, veðrið var hið prýði- legasta alla leið, en ekki var laust við hliðarsjó, isem bakaði ýmsum farþegum leiðindi og gerði þeim dagana langa, einkum kvenfólk- inu. En karlmennirnir áttu flest- ir góða daga og gerðu hinum á- gæta mat brytans beztu skil. Mat- urinn á “Lyru” ætti skilið sér- staka lofgerð einhvers matfróðs manns og maður kennir í brjósti um þá sjóveiku, sem ekki fá notið hans. Og þjónusta öll er þar í bezta lagi, enda eru Norðmenn rómaðir fyrir alla umgengni á skipum þeim, er þeir eiga í far- þegasiglinlgum til annara landa. — Þegar til Bergen er komið, er um tvær leiðir að velja til Þránd- heims. Önnur er sú, að fara með strandferðaskipi norður; er það þriggja daga ferð og komið við á ýmsum stöðum á Mæri og víðar. Er víða fö!gur fjallasýn á þeirri leið, þó lítt sjáist hið innra af fjörðunum, með því að farið er sem beinast milli andnesja. Hin leiðin er með járnbrautinni aust- ur yfir fjall til Osló og þaðan aft- ur með járnbraut um Heiðamörk og eftir Guðbrandsdal endilöng- um, yfir Dofrafjöll og til Þránd- •heims. íslendingarnir, sem á “Lyra” voru, gerðu ýmist. Biskupinn, dr. Jón Helgason, valdi sjóleiðina, en fulltrúi guðfræðisdeildarinnar, Ásmundur Guðmundsson háskóla- kennari, landleiðina. Gestir ung- mennafélaganna norsku, þrír alls, þ. á. m. Guðbjörn Guðmundsson prentsmiðjustjóri, fóru víst enn aðra leið, því þeirra beið, er þeir stigu á land í Bergen, mikil ferð og skemtileg, ekki aðeins til Þránd- heims, heldur og um þveran Noreg og endilan!gan að sunnanverðu. — En þessa dagana liggja allar leiðir til Þrándheims. Þangað mæna allir augunum, hvort held- ur eru staddir norður á Finn- mörk eða suður á ögðum. Laug- ardaginn 26. júlí nota ríkisjárn- brautirnar alt, sem notað verður af vögnum og eimreiðum, eim- skipafélögin miða ferðir sínar við upphaf ‘kirkjuvikunnar í Þránd- heimi og bifreiðarnar bjóða ó- dýrt far á sama áfanga. Eg legg upp frá Osló lau'gar- dagskvöldið fyrir hátíðina, til þess að lenda ekki í mestu þvög- unni morguninn og kvöldið eftir. Á stöðvarhlaðinu standa tvær farþe!galestir, hvor með 14 far- þegavö&num. Útlendu boðsgest- irnir, sem frá Osló koma, fara með annari þessari lest; þar er sægur af andlegrar stéttar mönn- um og þingmönnum, þar er for- sætisráðherrann, Mowinkel, And- ersen-Rysst hervarnarráðherra og flestir aðrir ráðherrar. Hasund kirkjumálaráðherra situr í næsta klefa við mig, og sambýlismaður minn í svefnvagninum er unfgur prestur frá norsku sjómannakirkj- unni í New York, sem segir mér margt frá starfinu meðal skandi- naviskra sjómanna þar í borg. — Rafmagnsvögnum er beitt fyrir lestirnar, tveimur fyrir hvora, en í smábæ þar skamt frá, hverfa þeir og eimreiðar koma í staðinn. Norðmenn hafa aðeins náð að koma raforkuleiðslum handa járnbrautunum á stutta kafla hér og hvar og þá fyrst og fremst á nágrenni höfuðborgarinnar, til þess að lokna við kolsvækjuna frá eimreiðunum þar sem umferðin er mest. En jafnframt hafa þeir á síðustu árum tekið að nota mótorvagna á járnbrautarteinun- r.m, þar sem umferðin er lítil, og þykir að þessu bæði sparnaður og þægindi. Næsti áfanlgastaður, sem vert er að nefna, er Eiðsvöllur, hinn merki samkomustaður Norð- roanna; þar sem sjálfstæði þjóð- Stjórnarskrá Noregs, sem undir- rituð var á Eiðsvelli, er nú meðal sýningargripa á ríkissögusýn- ingunni í Þrándheimi, og halda tveir hermenn íklæddir einkenn- isbúningum þeirra tíma, vörð um hana alla ndaginn. Á Hamri (Hamar) tóku flestir á si’g náðir, enda var þá komið að miðnætti. Lestin er stödd í miðju Gósenlandi Noregs, Heiða- mörk; hér eru fjöllin í fjarska, en, nágrennið nærri samfeldur akur yfir að líta með reisulegum býl- um, en skógurinn hefir orðið að lúta í lægra haldi fyrir ásókn plógsins. Við Fáberg, skamt fyr- ir norðan Litlahamar, hefst svo Gu,brandsdalurinn, hinn breið- asti og blómlegasti allra norskra dala, og liggur járnbrautin eftir honum endilöngum, fram hjá ýmsum frægum stöðum, svo sem Hundorp, bústað Dala-Guðbrands og Steig. Leiðin þessi norður yfir Dofrafjöll er kölluð hin forna kon- ungaleið Noregs. Þrándheimur og Osló voru vf')()hafasetur og réði tíðum sinn konungurinn á hvorum stað, en þegar sami mað- urinn réði ríkjum á báðum stöð- unum, mátti oftast heita að einn konungur réði öllu landinu. í ofanverðum dalnum fer land- ið að hækka mjög og nálgast maður nú ríki Dofra hröðum skrefum. Stöðin Dombaas var þangað til fyrir níu árum endastöð þessarar brautar, sem upprunalega var bygð vegna Guðbrandsdæla fyrst og fremst, en járnbrautarsamband Osló við Þrándheim lá þá um Austurlal og Röros; er sú braut enn til, en er spormjórri en braut- ir þær, sem nú eru víðast bygðar í Noregi og lítið notuð af þeim, sem fara norður yfir Dofrafjöll, enda er leiðin lengri. En árið 1921 var járnbraut lögð yfir Dofrafjöll, frá Dombaas til Stör- en, Dofrabrautin svonefnda; og opnaðist þá hið beina samband við Þrándheim, sem nú er mest notað. Er leiðin milli Osló o’g Þrándheims all® /553 kílómetrar og fer hraðlestin hana á 13—14 tímum. Hæsta stöðin á þessari leið er Hékinn, sem er rúmum 1000 meturum yfir sjó. Er jurta- gróður fremur fátæklegur þar um slóðir, enda leysir snjó seint. Landslag er þar mýrlent nokkð, en þurlendið líkist mjög fjallaheið- um hér á landi. í vestri sér á snævi þakin fjöll., Snjóhettu; leys- ir þar aldrei snjó. En nú fer að halla undan fæti og Ieiðin liggur niður eftir Drífu- dal, þaðan um Orkadal og niður Gauldal. Nú er skógurinn kom- inn í algleyming aftur, eftir hinar lendur Dofrafjalla og brátt opn- ast hinar víðlendu og frjósömu bygðir Þrændalaga, bygðir þeirra manna, sem jafnan áttu erfiðast með að sætta sig við valdið allra þeirra norskra manna, sem eftir sátu í Noregi, þegar heimaríkustu höldarnir í sjávarbygðunum vest- anlands hurfu vestur og bygðu ís- land. Á þessum slóðum gerist ým- islegt það merkasta, sem fornsaga Norðmanna hermir frá, hér er miðdepill sögu ólafanna tveggja og Hlaðajarla. Og hér gerast merkir þættir úr íslendingasögu. iSólin er komin hátt á loft, þeg- ar lestin brunar fram úr dala- þrengslunum niður í alla frjósem- ina. Hér eru “bleikir akrar og slegin tún” og bændur hafa hirt töðuna, því hér hefir þerririnn verið nægur. Sunnnanfjalls var rosi Og mikið úti í gær, — allar flesjur þungar í gulnuðu heyi. Það er komin hreyfing á farþegana og lestargluggarnir svo ósleiti- lega notaðir, að vandi er að fá rúm við þá. Allir stara fram á við, allir vilja verða fyrstir til að sjá Niðaróskirkjuna. Og svo opnast sýnin. Borgin blasir við á bökkum Niðar, Þar sem Ólafur Tryggvason markaði henni stað fyrir nær hálfri tíundu öld. Áin er sem silfurband í sól- inni, en yfir öllum mannanna verk- um gnæfir eitt, háturn kirkjunn- ar miklu, sem Jón Birgisson erki- biskup tók að reisa um miðja 12. öld, en Eysteinn Erlendsson skóp þann búning, að hún varð veg- legasta guðshús Norðurlanda. — í dag stendur hún endurreist í þeim búningi, sem menn ætla að næst komist hinum forna og á morgun verður hinn endurbygði hluti hennar vígður.------- Lestin blæs og nemur staðar. Við erum í Þrándheimi. Nei, Nið- arós heitir borgin. En nánar um það í næstu grein. — Vísir. Þingkosningai' á Þýzka- landi Á sunnudaginn var fóru fram almennar þingkosningar á Þýzka- landi. Voru þær sóttar með afar- miklu kappi og lenti sumstaðar í skærum. miklum milli stjórnmála- flokkanna, svo jafnvel leiddi til meiðinga og manndrápa og fjöldi manna voru teknir fastir vegna ó- eirða. Það merkiegasta við þess- ar kosningar er það, að kommún- istunum hefir aukist mjög fylgi, og eru nú 76, en voru ekki nema 54 á síðasta þingi. Alls eru þing- menn 573. Mest fylgi höfðu þeir í Berlín og hlutu þar fleiri at- kvæði en nokkur annar flokkur. Þá er það ekki síður eftirtektar- vert, hve Fascistum hefir fjölgað snögglega á þinginu við þessar kosningar. Voru að eins 12, en eru nú 107. Sýnist hér kenna mjög tveggja öfga. Þrátt fyrir þetta eru þó Socialistarnir enn mann- flestir á þinginu, en eru þó ekki nema 143. Hvernig fara muni um stjórnina, er enn óvíst, hvort sama stjórnin situr að völdum, eða ný stjórn verður mynduð, og þá hvernig, eða af hvaða flokkum. Þóttist Ekki Fá Nóga Peninga Ræningjar tveir réðust inn í lyfjabúð eina í Chicago fyrir nokkrum dögum, til að ræna þeim peningum, sem lyfsalinn kynni að hafa í búðinni. Auk lyfsalans voru tveir menn í búðkmi, er ræningj- amir ráku inn í herbergi aftan við búðina og annar ræninginn hélt skammbyssu yfir lyfsalanum, með- an hinn tók peningana. En þegar til kom, voru bara fjöfutíu og fimm clalir í peningakassanum og af því peningarnir voru svona litlir, varð ræninginn annar svo reiður, að hann skaut lyfsalann til dauðs. Varð hann því að láta lífið fýrir þær einar sakir, að ihann hafði minni peninga, en ræningjarnir voru ánægðir með. Mikil Uppskera J. P. Gordon, bóndi í grend við Marsden, Sask., hafði í sumar ekki nema 78 ekrur undir hveiti. Af þessum bletti fékk hann 4,641 mæla hveitis, alt bezta hveiti. Landið var ekki alt undirbúið á sama veg og heldur ekki sáð samskonar hveiti í það alt. Mismunurinn er líka töluverður á uppskerunni, eða frá 54 til 63 mælar af ekru, en meðaltalið verður 59% mælir af ekrunni, af þessum 78 ekrum. Ná- grannar þessa manns fengu 30 til 40 mæla af ekrunni, sem að vísu er ágæt uppskera, en mismunur- inn sýnist afar mikill, sem vafa- laust kemur til af þvi, að þessi maður hefir farið einhvern veg- inn öðru vísi að heldur en alment gerist. Segir að Bændur Þurfi Ekki að Óttast Harðar Kröfur R. P. Jollett, forseti Dominion Mortgage and Investment félags- ins, sem er afar mikið lánfélag, sagði nýlega á ársfundi félagsins, sem haldinn var í Vancouver, að bændur þyrftu ekki að óttast, að mjög hart yrði gengið eftir skuld- um í haust, þar sem heldur mundi vera hart í búi hjá bændum yfir- leitt, vegna þess hve hveiti er nú í lágu verði og reyndar búsafurðir yfirleitt. Félag þetta á afar mik- ið fé í lánum víðsvegar í Canada og þar á meðal hér í Sléttufylkjunum Virðist þetta félag, og þá væntan- lega önnur félög líka, ætla að verða vel við þeirri áskorun frá Brack- en forsætisráðherra, hveitisam- laginu og fleirum, að ganga ekki harðara eftir skuldum í þetta sinn, heldur en nauðsyn krefur. Háar Sektir Andrew Rak heitir maður hér í Winnipeg, og á heima að 268 Duf- ferin Ave. Hann hefir lengi stundað áfengissölu og hvað eftir annað komist í kast við lögregl- una og kynni við dómarana. En í vikunni sem leið var hann dæmdur í 27 mánaða fangelsi og sektaður um þúsund dali þar að auki. Lögreglan þarf nú ekkert fyrir honum að hafa fyrst um sinn. Ungur Ferðamaður f vikunni sem leið var sjö mán- aða gamall drengur sendur frá Hamilton, Ont., til Glasgow á Skotlandi, með Cunard linu skipi frá Montreal. Er þetta í fyrsta sinn, sem svo ungt barn hefir ver- ið sent eitt síns liðs frá Canada til Evrópu. En í raun og veru er drengurinn ekki einn síns liðs. því flutningsfélagið tekur hann að sér og sér um hann alla leið yfir haf- ið. Fargjaldið er ekki nema $5.50, en félagið tekur $25.00 þar að auki, til að borga stúlku fyrir að líta eftir honum á leiðinni. Aukaþingið Af því er ekki mikið að segja, enn sem komið er, annað en það, að stjórnin fór -þegar fram á tuttu'gu miljón dollara fjárveitingu til að bæta úr atvinnuleysinu. Hefir þessi fjárveiting lítilli eða engri mótstöðu mætt, en ekki er stjórn- in til þess búin að skýra þinginu frá hvernig hún hugsi sér að verja þessu fé, að öðru en því, að því verði varið til opinberra verka. Fer því stjórnin eiginlega fram á það, að sér sé fengið þetta fé í hendur og hún verji því til at- vinnubóta, eins og henni þykir henta. Segir Bennett forsætisráð- herra, að þetta sé að eins til að bæta úr atvinnuleysinu í bráð, en aðal lœkningin sé tollhækkun. Yerða breytingar á tolllögunum aðallega gerðar á næsta reglulegu þingi,.en á þessu aukaþingi ætlar stjórnin að hækka toll á eitthvað 180 vörutegundum, og segir hún að allar þær breytingar miði að því, að auka atvinnu í 1 andinu. Þessi tollhækkun mætir heilmik- illi mótstöðu og þykir því líklegt, •að þingið muni standa yfir leng- ur en til var ætlast. Getur þá svo farið, að Mr. Bennett geti ekki sótt samveldisþingið í London, um næstu mánaðamót, en sjálfur hef- ir hann sagt, að hann fari ekki fyr en aukaþingi þessu sé lokið. Eftirfylgjandi nemendur Miss Helgu Olafson, að Riverton, Man., luku ný^keð prófi við Toronto Con- servatory of Music. — Intermediate Piano — Sigurlaug Jónasson, honors. % Primary Piano — Agnes Sig- urðsson, honors. Elementary Piano — Pauline ólafson, pass. Tntrod. Piano — Árni Árnason og Loreley McLennan, honor, og Rannveig Olafson, pass. Ur bænum +■—•--------------------* Dr. Tweed tannlæknir, verður í Árborg, miðvikudag o!g fimtudag, þann 24. og 25. þ. m. Jón Runólfson skáld, andaðist á Almenna sjúkrahúsinu, hér í borginni, hinn 12. þ. m. Jarðar- förin fer fram frá útfararstofu A. S. Bardal, í dag, fimtudag, kl. 2 síðdegis, Laugardaginn 6. sept., voru þau Alfred L. Paine, læknir frá Rose- town í Saskatchewan, og ungfrú Theodís Marteinsson, hjúkrunar- kona frá Winnipeg, dóttir séra Rúnólfs Marteinssonar og frú Ing- unnar konu hans, gefin saman í hjónaband af Rev. Davies í Taber- nacle Lutheran Church, á Spruce St., í Philadelphia, í Pennsylvania ríki. Dr. Paine er útskrifaður af læknaskóla Manitobafylkis, en er að stunda framhaldsnám og lækn- ingar við Pennsylvania Hospital í Philadelphia. Brúðhjónin verða fyrst um sinn þar í borg. Séra Rúnólfur Marteinsson fór norður til Mikleyjar á miðviku- daginn í vikunni sem leið. Á laugardagskveldið flutti hann þar fyrirlestur, “Panamaferð”, og á sunnudaginn prédikaði hann í kirkju Mikleyjar safnaðar, tók fólk til altaris og skírði börn. Báð- ar voru samkomurnar vel sóttar af eyjarbúum. Mr. Marteinsson sagði oss, að skógareldar miklir hefðu að undanförnu verið í eyjunum norðan og austan við Mikley og flestir vinnufærir menn þaðan hefðu verið þar að slökkva eld- ana. Var því lokið á laugardag- inn og komu þeir þá heim. Haust- vertíð er rétt að byrja, en enn engin reynsla fengin fyrir því, hvernig hún muni reynast. Mr. Marteinsson kom heim á mánu- daginn. Mannfagnaður Á miðvikudagskveldið í vikunni, sem leið, komu saman á heimili Mr. og Mrs. Fred. Friðfinnsson- ar, Guy Str., St. Vital, um þrjátíu vinir þeirra hjóna. Var heim- sóknin gerð í tilefni af því, að þau hjón eru fyrir skömmu flutt í nýtt og fallegt hús, er þau hafa komið sér upp. Ritstjóri þessa blaðs, hafði orð fyrir gestum, og afhenti iþeim Frið- finnsonar hjónum þrjá húsmuni að gjöf fyrir viðstaddra vina hönd. Þakkaði Fred heimsóknina og gjöfina fyrir hönd sína, konu sinnar og barna, með hlýjum og velvöldum orðum. Kveldstundin var hin ánægju- legasta; skemti fólk sér við spil nokkuð fram eftir og naut hinna beztu veitinga. ICELANDIC CHORAL SOCIETY OF WINNIPEG. Fyrsta æfing verður haldin á á þriðjudagskveldið, 23. sept., /í fundarsal Fyrstu lút. kirkju, und- ir umsjón Mr. Björgvins Guð- mundssonar, A.R.C.M.. — Með- limir félagsins, komið stundvís- lega kl. 8 e. h., — og þeir, sem óska eftir því að gerast meðlimir. VEITIÐ ATHYGLI ! Hinn góðkunni landi vor, hr. Jón Ólafson, fyrrum kaupmaður að Glenboro, Man., hefir nú gengið í þjónustu Halliday Bros., kola- verzlunarfélagsins að 342 Portage Ave., hér í borginni. Er verzlun þessi ein af hinum elztu og ábyggi- legustu verzlunuin slíkrar tegund- ar í Winnipeg, og hefir á sér al- mennings orð fyrir lipurð og á- reiðanleg viðskifti. Jón ólafssom er velþektur og mikilsmetinn meðal íslendinga hér í fylkinu og má þess vænta, að landar hans láti hann njóta við- skifta sinna. Selur hann allar tegundir kola, jafnt í heildsölu sem smásölu, svo að viðskifti hans ættu að ná jafnt til Islendinga utanborgar, sem innan. — Síma- númer Jóns er á skrifstofu Halli- day Bros., 25 $37, en heima 31 783.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.