Lögberg


Lögberg - 18.09.1930, Qupperneq 3

Lögberg - 18.09.1930, Qupperneq 3
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 18. S'EPTEMBER 1930. Bls. S. ▼ 1 Sérstök deild í blaðinu SOLSKIN Fyrir börn og unglinga DROTNING ÚTHAFSINS. (Japanskt æfintýri.) Einu sinni var fátækur fiskimannssonur, sem Urisliima hét. Hann átti heima í iþorpinu Mid- gurne í Japan. En þó hann fátækur væri, var hann eins frískur og kátur eins og þeir dreng- ir, sem gengu í pelli og purpura, og lifðu við upphefð og allnægtir. Mest yndi hafði hann af að sjá skipin leggja út á rúmsjó, og við það vaknaði lijá lionum áköf löngun til að sigla út á sæinn ókunna í æfintýraleit; en til þess hafði hann hvorki fé né fararefni, og svo var hann eina stoð aldurhniginna foreldra sinna, svo að hann bældi niður æfintýraþrána, sem sté hon- um til höfuðs eins og áfengi, og vann baki brotnu, til þess að foreldrar hans gætu liaft alt, sem þau þyrftu með. Einn dag, þegar hann var að draga inn fær- ið sitt, fann hann kipt af afli í línuna á móti sér; og þegar hann var búinn að draga, þá sá hann að hann liafði veitt skjaldböku; og þar sem skjaldbökur geta lifað fleiri liundruð ára, þá virtist lionum ótækt að firra hana lífinu, svo Urishima lét hana með hægð út í sjóinn aftur, og beið þess svo, að eitthvað kæmi aftur á beit- una. Loftið var þungt og sólarhiti mikill, og það fyrsta, sem hann varð sér meðvitandi um — eða réttara sagt, það fyrsta, sem honum varð óafvitandi, var það, að hann steinsofnaði, og hann dreymdi, að litla, lélega fleytan sín svifi áleiðis til Eylands sólarinnar, og svo dýrlegt fanst honum þetta æfintýri, að ekki var að vita hvenær hann hefði vaknað, hefði ekki inudæl rödd kallað á hann með nafni. Urishima stökk á fætur svo snögt, að við sjálft lá að fleytunni hvolfdi, og hann skimaði í allar áttir. Fvrst í stað sá hann engan, en svo hélt hann í >þá sömu átt og röddin kom út, og sá þá, áður langt leið, gömlu skjaldbökuna, sem hann var nýbúinn að sleppa í sjóinn. En undarlegast af öllu var það, að nú mælti hún til hans með mannsröddu, og þakkaði honum með mörgum fögrum orðum lífgjöfina, og bað hann stíga á bak sér, og koma til liallar sjávardrek- ans mikla. Urishima tók fegins hendi þessu boði, — án þess að íhuga nokkuð frekar, — því þetta átti nú við æfintýraþrá hans, og svo hefði víst farið fyrir flestum drengjum. Dýpra og dýpra köfuðu þau, gegn um græn- an sjó, fram lijá fjölda af marbendlum og ynd- isfögrum hafbúum, og þá þau náðu til hallar- innar, sem var miðstöð listigarðs hafsins, þá fylgdi heil. sveit fiska þeim til insta hallar- garðsins. Þar sá Urishima. drotningu úthafs- ins Otohimu, sitja í hásæti, og svo yndisfögur var hún, að Urishima varð orðlaus af aðdáun, svo við sjálft lá, að hann gæti ekki heilsað. Það má rétt ímynda sér undrun þá og fát, sem á hann kom, ]>egar liún sagði honum þá þegar, að hún hefði verið skjaldbakan, sem hann af góðsemi sinni hefði slept í sjóinn afutr. Það var til að reyna hann, sagði liún, og hún kvaðst þess nú fullvís, að liann væri drengur svo góð- ur í alla staði, að hann væri þess verður að vera eiginmaður sinnar konunglegu hátignar. Hún bað hann að setjast að fyrir fult og alt í sínu dýrlega landi, þar eltist enginn, þar væri eng- inn vetur, — eilíf æska, eilíft sumar. — Þó Urisliima fyndist liann nú lítt hæfur til slíkrar tignar, þá tók hann þó þegar boðinu, og var nú brúðkaupið haldið með miklum veg og viðhöfn; silfur og fullfiskar, íklæddir perlumóður og gimsteinsettum skrúða, sem skein í öllum lit- um regnbogans, dönsuðu og sungu, og krásir voru bomar inn í skrautborðbúnaði úr kóröll- um,— sem ljómaði af — að allir mættu neyta, og Urishima fanst þetta vera eins og dýrlegur draumur, og fyltist kvíða fyrir, að hann mundi nú alt í einu þurfa að vakna, og þá væri alt horfið. En það varð nú samt ekki. Allan þann dag, næsta dag og daginn þar á eftir, var liann um- kringdur og heillaður af unun og ást á drotn- ungunni fögra, sem nú var brúður hans. En á þriðja.degi mundi Urishima alt í einu eftir for- eldrum sínum, og varð gagntekinn af iðrun og hrygð út af því, að hafa yfirgefið þau á þenn- ah hátt. “Eg verð að fara heim og segja þeim frá gæfu minni,” sagði hann við sjálfan sig, og svo sagði hann þegar í stað drotningu sinni frá áformi sínu. Þá grét drotningin beisklega, og grátbændi Urishima um að yfirgefa sig ekki, og fara ekki strax — helzt aldrei. Hann huggaði hana eins vel og honum var unt, en hann gat ekki hætt við að fara. Þegar drotningin sá, að hann var ekki lattur fararinnar, og ómögulegt var að halda iionum lengur, þá stöðvaði hún grát sinn, og er þau kvöddust, fékk hún honum ofurlítinn gim- steinastokk, og bað hann lengstra orða að opna hann ekki, fyr en hann kæmi til sín aftur. Ur- ishima lofaði að koma aftur næsta dag, og kysti hann nú sína ungu brúði ástúðlega að skilnaði, fékk fyrir reiðskjóta stóra skjaldböku og lagðí af stað heimleiðis. En þegar heim kom, kannaðist hann ekki við neitt. Eikurnar, sem hann mundi svo vel eftir, sáust nú hvergi, og ekki heldur kotið, sem foreldrar hans áttu heima í, það var horfið. 1 ofboði fór Urishima til og heilsaði bráðókunn- Rgum manni að fyrra 'bragði, og spurði hann eftir foreldrum sínum. Maðurinn hugsaði sig Rm lengi, og sagði honum svo, að fólk með þessu Rafni hefði átt heima á þessum slóðum fyrir þrjú hwndruð árum síðan. Sonur þess Urish- ima fór í sjóinn og týndist, en hitt fólkið væri dáið fyrir fjölmörgum áram síðán. Urishima stóð sem steini lostinn við þessa fregn, og vissi ekkert hvert hann átti að snúa sér. Hné hann nú niður í sandinn og grét beisklega. 1 ofurmegni sorgar og örvæntingar mintist hann gimsteinastokksins, sem drotn- ing hans hafði gefið honum; í ofboði reif hann utan af honum silkibandið. En þegar hann lyfti upp lokinu, sveif út hvítt ský, og leið út yfir sjóinn. En Urishima, alt að þess ungur og fríður, fölnaði, upp og varð á svipstundu að gamalmenni, gulu og skorpnu af elli, leið svo út af og sofnaði svefninum langa, og vaknaði ekki aftur til þessa lífs. — Auðvitað óskum við öll, að Urishima hefði haldið orð sín og ekki opnað stokkinn, því hefði hann aldrei gert það, þá hefði hann — já, þá hefði kannske alt farið betur. Þýtt úr ensku af Mrs. Jakobínu J. Stefánsson, Heela P.O., Man. HE LGI 1 HLIÐ . IV. Það var heldur ferð á Gfunnu gömlu, þegar hún vakti Ilelga með kaffinu um morguninn. ‘‘Ertu ekki farinn að rumska enn, strákur? Taktu við kaffinu þínu. Klukkan er að verða átta. Þeir iiafa víst orðið að gefa fyrir þig kúnum núna, piltarnir.l Svona, taktu nú við kaffinu. Helgi, Helgi, ertu dauður? Farðu að vakna, strákur. það á að fara að mjólka. Helgi, Helgi, það er þá bezt að hún Hildur veki þig. — Eg get ekki vakið strákinn, Helgi, Helgi, Helgi, Helgi, nú, það var mikið, að þú glentir upp skjáina. Taktu við kaffinu þínu, ekki má ég standa yfir þér í allan dag. Það á að fara að mjólka kýrnar, og þú ert ekki farinn að gefa. Eg held þú sért vitlaus, strákur. Þú ættir að vera hjá vandálausúm. Svona, taktu nú við bollanum eða ég fer með hann aftur.” Helgi settist upp til hálfs og tók við kaffi- bollanum. ‘‘Ilvernig er veðrið, Gunna?” spurði Helgi- ‘‘Reyndu að dragnast á lappir til að sjá það sjálfur. Eg hefi nú ekki annað að gera í morg- un, en að góna upp í himininn.” Gunna hljóp fram og fór að láta hlemmana á mjólkurföturnar Helgi drakk kaffið sitt með mestu liægð og fór svo að klæða sig. Hann var rétt kominn fram á stokkinn, þegar Gísli kom inn og bauð góðan daginn. ( , “Eg er að liugsa um að senda þig yfir í Mjóafjörð, Helgi,” sagði Gísli. “Er hann heiðbjartur?” spurði Helgi litli. “Nei, hann er þykkur og dálítil mugga, en eg held lrann glaðni til.” sagði Gísli og settist. “Þú átt að fara með rokkinn hennar Bjarg- ar yfir að Tóttum. Eg ætla að skrifa honum Steini með þér. Við erum búnir að gefa kún- um, þú þarft ekki að fara í fjósið. Það er bezt þú farir strax að búa þig.” Helgi fór óðara að orga. Þarna sat liann á rúmstokknum hálf-klæddur og háorgandi eins og smábain. “Það er nú eins og vant er, ef þú átt að gera eitthvað. Þú nennir engu, nema að liggja í einhverjum skruddunum. En eg skal nú ekki láta undan þér í þetta sinn, þú mátt orga svo lengi sem þú vilt, það verður enginn látinn taka af þér þennan snúning,” sagði Gísli. Hann tók skrifpúltið sitt, setti það á kné sér og hrip- aði Steini. Helgi hélt nú áfram að klæða sig og sá að ekki var hægt að komast hjá því að fara. Þeg- ar hann var klæddur, gekk hann út á hlað, til að gá að veðrinu. Hann leit í allar áttir og upp í loftið. Byrjaði hann svo að signa sig að vanda: “I nafni guðs föðuk* — óttalegt sjávar- hljóð — sonar, heilags anda — allur kafþykkur — guð minn góður komi til mín — og er farinn að skafa — og varðveiti mig frá öllu illu — getur verið kominn sortbylur áður en varir — þennan dag og alla tíma — mér er ómögulegt að fara — í Jesú nafni. Amen.” Helgi gleymdi að lesa “Faðir-vor” í þetta skifti og lét signinguna duga. Hann sneri aftur inn í bæinn. “Hvað á ég nú að gera?” hugsaði hann. “Verði ég alt í einu veikur og leggist upp í rúm, kallar fólkið það leti. Eg má til að fara á stað, en ég verð áreiðanlega liti . Eg vildi að þessi dagur væri liðinn. ” Hildur kom upp í þessu með disk í annari liendi, en skál í hinni. “Borðaðu nú vel, áður en þú ferð,” sagði hún við Helga og setti mat- arílátin á kistil við rúmið hans. Helgi leit á matiníi: hálf kaka og brauð- sneið, fiskbiti og tólgarmoli og í s)íálinni hrær- ingur og mjólk. “Ekki held ég mér detti í liug .að fara að borða núna,” hugsaði Helgi og fór að leita að vetlingum sínum ,undir sængurhorainu. Von bráðar fann hann þá. “Ætlarðu ekki að borða?” sagði Hildur. Helgi ansaði ekki en fór að gráta. “Nær ætli þií hættir þessu leiðindaorgi? Þú ert varla hafandi fyrir leti og ómensku,” sagði Hildur “Heldurðu að þú mættir mi ekki láta annað eins á móti þér, ef þú værir hjá vandalausum? Þú færð nóg að borða, vel ertu fataður og færð oft að leika þér, en það er sama hvernig farið er með þig, þú launar það alt með ómenskunni og letinni. “Þú ferð nú líklega ekki í þessum fötum.yf- ir að Tóttum. Farðu í gráu buxurnar þínar. Eru þær ekki heilar, Gunna! “Svo getur þú verið í svarta jakkanum tví- hnepta. Hafðu svo nýja trefilinn þinn um hálsinn. Láttu þessa vetlinga aftur undir sængina og settu upp mórauðu vetlingana. Hafðu svo nýju húfuna þína, því hana geturðu brotið niður.” “Eg þarf nú líklega ekki að fara í spariföt- in, til þess að bera þennan rokkgarm í ófæru veðri yfir að Tóttum. Eg held ég verði í hvers- dagsfötunum mínum,” sagði Helgi. “Hafðu undir eins fataskifti,” mælti Hild- ur, “eða ég sendi eftir honum Gísla út í húsin.” Helgi vildi þó af illu tvennu heldur hafa fataskifti en Gísli væri sóttur. Hann fór því úr görmunum sínum og í fötin, sem Hildur hafði sagt honum að fara í. Gunna gamla setti rokkinn hjá rúminu hans. Rokkurinn var rauður að lit, og hann var stór og náði Helga í öxl. Þegar Helgi var ferðbúinn, tók hann rokk- inn og gekk út. Hann kvaddi engan. Hildur heyrði í honum ekkann, þegar hann gekk fram göngin. “Gleymdu ekki bréfinu, drengur, eg ætla að stinga því í brjóstvasa þinn. Hættu nú þessu andstygðar grenji, og vertu nú sæll, grevið mitt.” Helgi kom engu orði upp fyrir gráti. Þegar hann kom út á hlaðið, batt hann rokk- inn á bak sér með snæri. Hann var nokkuð riðamikill, en ekki þungur. Helgi tók nú stafinn sinn og liélt af stað. V. Ófærðin var afskaplega mikil. Helgi óð einatt í kné og oft í mitti. “Oft hefir Helga litla miðað lítið, þótt betri hafi verið færðin,” sögðu piltarnir við fjár- húsin, þegar þeir sáu til Helga. upp hlíðina. Hanum miðaði seint og svo gáði hann til veðurs í hverju spori. Loks komst hann upp á brúnina. Hann var nærri uppgefinn. Settist hann niður í fönnina og lét rokkinn hjá sér. Mjöllin var svo laus, að rokkurinn sökk langt upp á hjól. ' “Það er ljóta vitleysan að liafa ekki skíð- in,” hugsaði Helgi. “En ég hefði nú verið stirður á þeim með rokkinn á bakinu. ” Helgi hvíldi sig langa stund. “Dæmalaust gerir hann svartan byl, þegar hann hvessir,” liugsaði Helgi. Rétt í því kom ofurlítil vindþota ofan af hálsinum. Hún sáldraði mjöllinni utan um rokkinn og framan í Helga. “Guð hjálpi mér. Hann er víst að skella á. Eg ætti helzt að snúa aftur,” sagði Helgi við sjálfan sig. Rokan leið hjá, og það var aftur komið blæja- logn. Helgi horfði niður að bænum. Ilonum ofbauð að verða að leggja á hálsinn í þessu út- liti. Ekki dugði nú samt að sitja þa.rna. Eitt- varð hann að gera. Hann stóð upp og horfði, það glórði varla í 'bæinn. Ekkert var að sjá, nema snjó alt í kring og himininn svartur eins og bik. Helgi batt á sig rokkinn og lagði af stað á ný áleiðis. Það var afar langt upp að vörðum og ekki glórði í neina þeirra. Helga miðaði seint. Loks komst hann up að Þvervatni. Það var löngu ísi lagt, nú var það eins og landið í kring, alþakið snjó. “Svona eru höfin,” hugsaði Helgi, “óend- anleg og hættuleg.” Honum óaði við að leggja út á vatnið. Það var hvítur fláki, hvergi hnjót, hvergi neitt til að leiðrétta sig eftir. En hann vissi vel, að gengi hann 'jskáhalt yfir vatnið, átti hann að koma að tvíhlöðnu vörðunni. Hún var stærsta varðan á öllum liálsinum. Og þar var hálfnað upp að Sti*ýtu, en við Strýtu var hálfn- að norður á Hraggi, Valshrvggir voru mitt á milli bæjanna, Hlíðar og Tótta. Alt var í kafi. “Eg er alveg viss um, að engin varða sést á hálsinum, fyr en nefið er rekið í þær,” sagði Helgi við sjálfan sig. “Það er alveg sama og hálsinn yrði vörðulaus.” Nú byrjaði að skafa. Vindurinn stóð ofan af hálsinum. Helgi sá ekkert í rokunni. “Héðan af held ég áfram,” hugsaði hann. “0, að ég væri nú orðinn stór karlmaður og hefði hug til að verða úti. Það er víst ekki öllu verra að verða úti, en að lifa við þennan sí- felda ótta.” Helgi herti sig og skálmaði eftir vatninu. Önnur Iþota var í nánd. Helgi horfði í kring um sig. Rokan skall á. Helgi stóð kyr. Hann sneri sér undan. Fönnin þyrlaðist í kring um upp undir ermarnar og inn í augu og evru. Það var sama hveraig hann sneri sér. Það var kominn blindbylur. “Guð minn góður hjálpi mér, nú verð ég úti,” hugsaði Helgi. Hann hljóp á stað heim á leið. Á leiðinni revndi liann að losa af sér rokkinn. Það gekk seint, en héðan af mátti hann ekki dvelja. Loks tókst lionum að ná af sér DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bitlg. Cor Graham og Kennedy Sta. PHONE: 21 834 Office tímar: 2—S Heimili 776 Victor St. Phone: 27 122 Winnipeg, Manitoba. H. A. BERGMAN, K.C. Islenzkur lögfræðingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Buildlng, Portage Ave. P. O. Box 1656 PHONES: 26 849 og 26 840 Lindal Buhr & Stefánsson Islenzkir lögfrœðingar. 356 MAIN ST. TALS.: 24 963 Peir hafa einnlg skrifstofur að Lundar, Rlverton, Gimll og Piney, og eru þa.r að hitta 4 eftirfylgjandi tlmum: Lundar: Fyrsrta miðvikudag, Riverton: Fyrsta fimtudag, Gimli: Fyrsta miðvlkudag, Piney: priðja föstudag I hverjum m&.nuði. DR. 0. BJORNSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham ogr Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Office tímar: 2—3 Heimili: 764 Victor St., Phone: 27 686 Winnipeg, Manitíba. DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg:. Cor. Graham ogr Kennedy Sta. PHONE: 21 834 Office tlmar: 3—6 Heimili. 6 ST. JAMES PLACE Wlnnipejc, Manltoba. 1 J. RAGNAR JOHNSON B.A., LL.B., LL.M. (Harv.) Islenakur lögmaður. Rosevear, Rutherford. Mclntosh and Johnson. 910-911 Eleetric Rallway Chmbra Winnipeg, Canads Slml: 23 082 Heima: 71 758 Cable Address: Roscum DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Grahnm og Kennedy Sta. PHONE: 21 834 Stundar augna, eyrna nef og kverka sjúkdöma.—Er aB hitta kl. 10-12 f. h. og 2-5 e. h. Heimili: 373 River Ave. Tals.: 42 691 J. T. THORSON, K.C. Islenzkur lögfrœðingur SCARTH, GUILD * THORSON Skrlfstofa: 308 Mining Exchangs Bldg., Maln St. South of Portags PHONE: 22 768 DR. A. BLONDAL 202 Medical Arta Bldg. Stundar sérstaklegra k v e n n a og barna sjúkdðma. Er að hitta frA kl. 10-12 f. h. og 3-5 e. h. Office Phono: 22 296 Heimili: 806 Victor St. Simi: 28 180 G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. Lögfræðingur Skrifstofa: 702 Confederation Life Building. Maln St. gegnt Clty Hali PHONE: 24 587 i Dr. S. J. JOH ANNESSON stundar loekningar og yfirsetur. Tll viötala kl. 11 f. h. til 4 n h. og» frá 6—8 að kveldinu. SHERBURN ST. 532 SlMI: 30 877 T— ! J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPEG Faateignasalar. Leigja hús. t)t- vega peningalán og eldsfLbyrgð af öllu tagl. PHONE: 26 349 HAFIÐ PÉR SÁRA FÆTURT ef svo, finnið DR. B. A. LENNOX Chiropodist Stofnsett 1910 Phone: 23 137 334 SOMERSET BLOCK, WINNIPEG. A. C. JOHNSON 907 Confederation Life Bldg. WINNIPEG Annast um fasteignir manna. Tekur að sér að úvaxta sparlfé fólks. Selur eldsábyrgð og blf- reiða ábyrgðir. Skriflegum fyr- irspurnum svarað sainstundis. Bkrifstofusimi: 24 263 Heimasimi: 33 326 Drs. H. R. £ H. W. Tweed Tannlaeknar. 406 TORONTO GENERAL TRUST BUILDING Cor. Portage Ave. og Smlth St. PHONE: 26 545 WINNIPEG DR. C. H. VROMAN Tannlæknir 505 BOYD BLDG. PHONE: 24 171 |rj; • WINNIPEG » DR. A. B. INGIMUNDSON Tannlæknir. 208 Avenue Block, Winnipeg Sími 28 840. Heimilis 46 054 G. W. MAGNUSSON Nuddlæknir. 125 SHERBROOKE ST. Phone: 36 137 Viðtals tlml klukkan 8 til 9 að morgninum. AL.LAR TEOUNDIR FLUTNINOAI Hvenær, sem þér þurfið að láta flytja eitthvað, smátt eða stórt, þá hittið mig að máli. Sann- gjarnt verð,— fljót afgreiðsla. Jakob F. Bjamason 762 VICTOR ST. Slml: 24 500 A. S. BARDAL 848 SHERBROOK ST. Selur likklstur og annast um flt- farir. Allur útbúnaður s& bezti Enníremur selur hann allskonar minnidvarða og legstelna. Bkrifstofu talsimi: 86 607 Heimilis talsiml: 68 802 rokknum og setti hann í fönnina. Hann beið ekki einu sinni eftir því að sjá, hvort rokkurinn dytti eða stæði á löppum sínum, og þó var hon- um ríkt í liuga, hvað Gísli myndi segja, ef hann sæi þetta, sæi hann henda rokknum í fönnina uppi á hálsi. En nú mátti Helgi ekki hugsa um annað en að forða sér. Hann hljóp eins og hann liafði þrek til, en hann var ferðlítill, því að ófærðin tafði hann. En élið minkaði. Helgi leit við. Hann sá dá- lítið í kring um sig. Rokkurinn stóð í fönninni spölkorn frá honum. “Skyldi hann ætla að birta upp?” hugsaði Helgi. “Eg verð rekinn á stað aftur, ef eg kem heim í bærilegu veðri.” Þarna stóð hann og horfði í allar áttir. Ekki kom él. “Nú væri ég liálfnaður yfir vatnið, ef ég hefði haldið áfram. Hann ætlar líklega að birta til.” Helgi sneri aftur og þrammaði í hægðum sínum, þangað sem rokkurinn stóð. Hann batt rokkinn á bak sér að nýju. Svo mikið hafði skafið í braut Helga, að hann sá ekki spor sín. Færðin hafði ekkert batnað, því að þetta voru fyrstu skafrennings-þotumar, sem hjá voru gengnar. Nú fór að smáskafa aftur. Helgi losaði af sér rokkinn, og dró hann með hlið sér. Hann hélt hikandi áfram. Það hvein í veðrinu uppi á hálshallanum. Öskrandi skafbylur var skollinn á óðara en varði. Og nú var svo hvast, að Helgi réði sér varla. Hann setti rokkinn í fönnina og hljóp á stað undan veðrinu. (Frh.)

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.