Lögberg


Lögberg - 18.09.1930, Qupperneq 4

Lögberg - 18.09.1930, Qupperneq 4
Bls. 4. LÖGBERG. FIMTUDAGINN 18. SEPTEMBER 1930. ^ögtjerg Gefið út hvem fimtudag af TIIE COLUMBIA PRESS, LTD., Cor. Sargent Ave. og Toronto St. Winnipeg, Manitoba. Talsímar: 86 327 og 86 328 Einar P. Jónsson, Editor Utanáskrift blaSsins: The Columbia Press, Ltd., Box 3172 Winnipeg, Man. Utanáskrift ritstjórans: Editor Lögberg, Box 3172, Winnipeg, Man. Vcrð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram. The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba. Bækur handa unglingum Það er kunnugra en frá þurfi að segja, hve þarft nýmæli það var, að hrinda af stað eftir- liti með kvikmyndum, og reyna með því að koma í veg fvrir það tjón, sem af því getur stafað, eigi að eins fyrir böm og unglinga, held- ur og fullorðið fólk líka, að horfa á æsandi og siÖspillandi kvikmynda óhroða. Yar með þessu stigið stórt spor í rétta átt, sem seint verður fullmetið. En hvað er um bækumar, sem höm 0g ung- lingar fá til lestrar? Hefir sömu skyldunnar verið gætt þar? Ekki alls fyrir löngu var stofnaÖ til félags- skapar í Montreal-borg, með það fyrir augum, að veita almenningi, og þá einkum og sérílagi bömum og unglingum, aðgang að hreinni og hollari bókum, en venja hefir verið til fram að þessu. Þeir, sem frumkvæði áttu að þessari þörfu nýjung, vora menn úr öllum stéttum, er fyrir brjósti bám engu síður andlega velfarnan þjóðfélagsins, en þá líkamlegu. Að sjálfsögðu verða það þó frömuðir mentamálanna, er yfir- umsjón fyrirtækisins hafa með höndum, því þar sem annars staSar verður sérþekkingin ó- umflýjanleg. Sá tími er nú -fyrir löngu um garð genginn, er um lítið sem ekkert var annað að ræða, en munnlega fræðslu. Nú er þetta alt á annan veg. Yfir mannfélaginu flögrar nú á dögum þvílík skæðadrífa blaÖa og bóka, að mörgum verður óhægt um vik, er til þess kemur aS velja og hafna. En þar er einmitt um þau vegamót- in að ræða, er mest veltur á. Það er engan veginn fullnægjandi, að geta stautað, eða vera það sem kallaÖ er bænabókar- fær. Sé lestrinum ekki samfara viðeigandi gagnrýni, á gildi þess eða vangildi, sem lesiS er, getur hann beinlínis orSið hættulegur. Mönnum verður að skiljast, að lestur bóka hefir annan og meiri tilgang en þann, aÖ drepa tímann; hann er óaðskiljanlegur hluti allrar sannrar menningar. ÞaS liggur. þess vegna í augum uppi, hve afar áríðandi það er, að vandað sé eftir beztu föngum val þeirra bóka, er æskan á að teiga hinn andlega lífsþrótt sinn af. Það er hlutverk heimilisins, sem og skóla og kirkju, að verja bamssálina gegn spillingu. Og slíkum tilgangi verður með fáu betur náð, en lestri hreinna og hollra bóka. Þess vegna er það heilög skylda þjóðfélagsins, að hafa ávalt til taks hollar og hreinar bækur, æskunni til yndis og uppbyggingar. Bregðist það þeirri skyldu, má það sjálfu sér um kenna, ef illa tekst til. Athugunarefni Þessi hin ágæta og gagnorða grein, er hér fer á eftir, birtist fyrir skömmu í blaðinu “Ottawa Citizen>’. Felur hún í sér sannleika, er eanadiskur almenningur, og þá ekki hvað sízt æskulýður hinnar canadisku þjóðar, hefir gott af að kynnast. 1 íslenzkri þýðingu hljóðar hún á þessa leiÖ: “Vincent Massey vísaði hinni ungu, canad- isku kynslóð veginn til ákveðinnar þátttöku í málum þjóðarinnar. Mr. Bennett setti æsk- unni stólinn fvrir dymar í því tilliti á hinn óþyrmilegasta hátt. Með því að veita viðtöku embættisafsögn Mr. Massey’s, leiddi hinn canadiski forsætisráðgjafi það skýrt og ótvírætt í ljós, að utanríkisdeild- inni skyldi stjóraað eftir pólitiskum flokksnót- um; með öðrum orðum, !þá eiga fulltrúasam- bönd hinnar ungu, canadisku þjóðar að vera ná- kvæmlega sniðin eftir amerískri fyrirmynd. Það er nú í sjálfu sér ekkert undrunarefni, þótt Mr. Bennett þrái að halda sinni pólitisku verndar-hendi yfir því virÖulegast embætti, sem canadiska þjóðin á í eigu sinni erlendis, því mest af öllu virðist hann dá ameríska fyrir- komulagið. Hann hefir lýst yfir því, að óum- flýjanlegt sé, að Canada feti dyggilega í fót- spor Bandaríkjanna tollmálunum viðvíkjandi, og hann gerir sér sannarlega alt far um að stefnu þeirrar þjóðar verði grandgæfilega fylgt í fleiri stórmálum canadiskum. Sá hefir siður viðgengist í herbúðum aftur- haldsmanna, að blása mjög um trúmensku við brezka ríkið, en eftirlíkjast samt Bandaríkja- þjóðinni á sem allra flestum sviðum. Eins og • nú hagar til, með aukið, og marg-aukið, amer- ískt fjármagn hér í landi, er ekki annað sjáan- legt, en að jafnvel sérhver yfirborðs vottur um viðhald brezkra hugsjóna í eanadisku þjóðlífi, hverfi einnig úr sögunni. SíSustu kosningar leiddu það í ljós, hvernig veiða má atkvæði með því að láta í veðri vaka, að Canada “komi fyrst”, í mótsetningu við stefnu frjálslynda flokksins um rýmkun íviln- unartollsins brezka. Með það að yfirskini, að Canada “komi fyrst”, á svo að hækka innflutningstoll á brezk- um vöram, sem og varningi frá öðrum þjóðum heims. En slíkt hefir á hinn bóginn að sjálf- sögðu það í för með sér, að flýtt veröi að mun fyrir hagfræðilegum tengslum milli Canada og Bandaríkjanna; amerískum iðjuhöldum verður vitanlega ekki skotaskuld úr því, að fara í kring um tollmúrana, því ekki þarf annað til, en að koma peningunum norður yfir landamærin og koma þeim í svonefnd canadisk fyrirtæki og ná þannig haldi á J)eim. Áhrif Bandaríkjanna á þessu sviÖi, hafa mjög fariÖ í vöxt á síðast- liðnum tíu árum, og stefna afturhaldsflokksins í tollmálunum, er slík, að gera má ráð fyrir, að Canada verði því meir háð amerískum áhrifum og auðvaldi, er tímar líða. Mörg krókódílstár hafa verið feld á ræðu- pöllum afturhaldsmanna yfir útstreymi can- adisks æskulýðs suður yfir landamærin. En er það þá nokkuÖ að undra, þótt til slíks kæmi, eft- ir allan fágurgala afturhaldsliðsins um það, að Bandaríkjaþjóðin og lifnaðarhættir hennar séu eftirsóknarverðasta fyrirmyndin? Reynt hefir verið að smeygja því inn lijá hinni ungu, canadisku þjóð, samkvæmt fölskum toll- vemdarkenningum, að Bandaríkjaþjóðin sé mesta þjóðin í heimi. Og var þá nokkuð eðli- legra en það, að framsæknir, canadiskir æsku- menn beindu þangað augum og vildu freista þar gæfunngr? Einn hinna ungu og efnalega sjálfstæÖu sona canadisku þjóðarinnar, Vincent Massey, reið á vaðiS til að sýna fram á, að nægt væri svigrúm fyrir not góðra hæfileika innan vébanda canad- isku þjóðarinnar. Að lokinni heimsstyrjöldinni miklu starfaði Mr. Masey aS málefnum heim- kominna hermanna fyrir hönd bræðingsstjórn- arinar, en árið 1925 leitaÖi hann kosningar til sambandsþingsins undir merkjum frjálslynda flokksins; ári síÖar var Mr. Massey skipaður 'sendiherra af hálfu Canada-stjómar í Wash- ington. 1 þeirri umsvifamiklu ábyrgðarstöðu, ávann Mr. Massey sér virðingu og traust þeirra allra, er einhver mök áttu við hann; fór meðal annars Sir Esme Howard, þáverandi sendiherra Breta í Washington, einkar lofsamlegum orð- um um starfsemi Mr. Massey’s, og dáði hann mjög fyrir prúða og viturlega framkomu í með- ferS opinberra mála. í stöðu sirini, sem æðsti umboSsmaður Can- adastjómar í Lundúnum, naut Mr. Massey sama traustsins og sömu virðingarinnar; mun ekki ofmælt, að þjóðin brezka muni undantekníngar- laust hafa skoðað hann, eins og á stóð, hinn æski- legasta fulltrúa, er stjóm Canada gat með nokkru móti þangað sent, öldungis án tillits til flokka. En ályktanir Mr. Bennetts hafa farið nokkuð á annan veg; hann hefir enn á ný tekiÖ Banflaríkin til fyrirmyndar, að því er snertir afskifti hans af einu allra virðingarmesta em- bættinu, sem Canada á til í eigu sinni erlendis. Fátt vifðist betur til þess fallið, að draga úr áhuga ungra Canadamanna gagnvart þátt- töku í opinberum málum, en sú aðferð, sem nú hefir nefnd verið; engin sú staða getur skoð- ast neitt sérstakt keppikefli, sem þannig er á- statt með, að hún getur veriÖ þá og þegar gerð að pólitískum fótbolta þess flokks, er við völd situr í þann og þanri svipinn. — í stað þess að örfa unga, canadiska menn í framsóknarbar- áttunni, er Mr. Bennett með framkomu sinni að hvísla því aS þeim, að þeim sé vissara að leita fyrir sér á öðrum sviðum, en þeim hæstu í stiga stjómþjónustunnar. ” Hindurvitni Sálfræðideild háskóla nokkurs í Bandaríkj- unum, hefir lengi fengist við rannsóknir á því, hve mikiÖ sé enn eftir af bábiljum og hindur- vitnum meðal mentalýðsins ameríska, 0g hefir nú fyrir nokkru árangurinn af þeim rannsókn- um verið kunngerður almenningi. Nokkur undanfarin ár hefir sú regla við- gengist, að sálfræðideildin hefir fengið nýkomn- um stúdentum í hendur eyðublöð með spuming- um á, er krafist var skriflegs svars við. Spum- ingamar voru þannig: Tilgreinið í stuttu máli þær tegundir hind- urvitna, er yður finst mest um vert, og sem haft hafa að einhverju leyti áhrif á hegðun yðar, samkvæmt yðar beztu vitund. Gerið grein fyrir, sé þess nokkur kostur, af hvaða ástæðu þér hafiÖ trúað eða trúðuð á hindurvitni 0g létuð það viðgangast, að þau hefðu áhrif á hugsanalíf yÖar og breytni. Svör við ofangreindum spurninguin, bámst sálfræði deildinni frá fimm hundmð og fimtíu ungum meyjum og sveinum. Nákvæm yfirveg- un svaranna leiddi það afdráttarlaust í ljós, að áttatíu og tveir af húndraði þessa námsfólks, trúðu hindurvitnum eða bábiljum í einhverju formi, og gengust við því hreinskilnislega. Algengastar tegundir hindurvitna, sem stúdentar við téðan háskóla tilgreindu, voru þessar: Áhrif fjögra blaða smárans, spámann- legar draumsýnir, talan 13, lagning spila, bollalestur, ásamt þeim liégiljum, að ills viti væri, að opna regnhlíf inni í húsi, eða að taka upp títuprjóna af gólfi í stað þess að sópa þeim burt með öðru rusli. Af rannsóknum þessum mátti það -ráða, að konur virtust nokkru hneigðari tll hindurvitna- trúar, en menn. Af kvenstúdentum, er spum- ingum þessum svöraðu, játuðu sextíu af hundr- aði, að þær tryðu hinum og þessum hégiljum eins og nýju neti; en af svöram karlmannanna kom það í ljós, að einungis fjörutíu af hundraSi kvASust sannfærÖir um hinar ýmsu hindurvitna- tegundir. Hindurvitnatrú karla og kvenna, er með næsta mismunandi hætti. 1 skýrslu, er að máli þessu lýtur, farast forseta sálfræðideildarinn- ar þannig orð: “Flestar hjátrúar, eða hindurvitna tegund- ir kvenna, standa í sambandi við heimiliö, sam- kvæmislífið, ástir, giftingar og dauðsföll, þar sem hindurvitni karlmanna snúast að mestu leyti um íþróttir og viðskiftalíf. Hindurvitna- trúin nær venjulegast fljótari tökum á tilfinn- ingum kvenna en karla, og festir dýpri rætur. Þó er þetta samt semt áður engan veginn algild regla.” Vert er það íhugunar, að stúderitar þeir, sem rér um ræðir, kenna æskuáhrifum um hind- urvitnatrú sína; með öðrum orðum, hafa þeir “smittast” af foreldram, frændum og vinum. Hindurvitnin, sem fólk þetta heyrði mest um á æskuárunum, hafa í mörgum tilfellum stimpl- ast óafmáanlega á hugarfar þess, og staðið heil- brigðri dómgreind fyrir þrifum. Foreldri ættu að varast það eins og heitan eld, að skemta bömum sínum með hjátrúar eða hindurvitna sögum meðan þau eru móttækileg- ust fyrir utanaðkomandi áhrif. Æskan á heimting á því, að koma frjáls út í lífiÖ, andlega frjáls og óbrennimerkt af hjátrú og hindurvitnum. _______________ * Kemur sjálfum í koll Flestum stendur vafalaust enn í fersku minni, moldviðrið, sem afturhaldslegátarnir þeyttu upp í síðustu sambandskosningum út af Nýja Sjálands smjörinu og viðskiftasamningi þeim við Nýja Sjáland, er Kingstjómin hratt í framkvæmd; hið lága verð búsafurða í Sléttu- fylkjunum, átti alt að vera aS kenna Nýja Sjá- lands smjörinu, og samningunum við Nýja Sjá- land. Þótt ótrúlegt megi virðast, bitu margir á agnið, og tóku hinar svokölluSu skýringar afturhaldslegátanna í þessa átt, fyrir góða og gilda vöru. Kraftáverki hlýtur það að ganga næst, ef fljótfæmi þeirra, er við beitunni ginu, kemur þeim ekki sjálfum fyr en síðar í koll. Sem beina afleiðing þess, hve Nýja Sjá- lands samningnum var úthúðað í kosningunum, má vafalaust telja það, að stjórn Nýja Sjálands hefir tilkynt, að hún hafi áformað að nema úr gildi ákvæði ívilnunartollsins brezka gagnvart bílum, sem búnir era til í Canada og láta hinn almenna innflutningstoll ná til þeirra í stað- inn. Hér er um alvarlegt atriði að r.æða, er hefir hreint engin smáræðis áhrif á canadiskt viðskiftalíf. Um þetta mál, kemst blaðið Border Cities Star, meðal annars þannig að orði: “Sala á bílum og einstökum bílahlutum, er búnir vora til í landamæraborgunum (Border Cities), og seldir til Nýja Sjálands 1929, nam $5,500,000; af þessari feikna upphæð, má vel ætla, að um tveim miljónum dala hafi varið ver- ið til mannakaups. Það er ekki sagt út í hött, að freklega sex þúsundir manna hafi í téðum borgum, átt atvinnu sína beinlínis eða óbeinlín- is samningunum við Nýja Sjáland að þakka. Afnám hins brezka ívilnunartolls á þessari framleiðslutegund, hlyti að svifta atvinnu um sex þúsund manns í landamæraborgunum, auk þess sem það að sjálfsögðu kæmi einnig hart niður á þúsundum verkamanna í Oshawa og Toronto, er lífsframfærslu sína sækja til bíla- framleiðslunnar.” - Svo þama er þá ein afleiðing þeirrar dásam- legu veradar, er Mr. Bennett hét canadiskum kjósendum í síðustu kosningum gagnvart ó- hræsis smjörinu frá Nýja Sjálandi! Eftir nýjustu fregnum frá Nvja Sjálandi að dæma, hefir félag smjör og mjólkur fram- leiðenda þar í landi, samþykt á fjölmennum fundi yfirlýsingu, er í sér felur alvarlega á- skoran til meðlima um að láta vörakaup frá Bretlandi ganga á undan vörukaupum frá þeim þjóðum, er útiloka vilja framleiðslutegundir Nýja Sjálands. Félagskapur sá, er hér um íæðir, telur mörg þúsund fneðlimi, 0g þarf eng- inn að ganga þess dulinn, að í fyrgreindri yfir- lýsingu, er örvunum meðal annars beint til Canada. Hverjar eru fyrirætlanir Mr. Bennetts í þessu tilliti? Ætlar hann að nema Nýja Sjá- lands «amninginn úr gildi, og auka }>ar með á atvinnuleysið að verulegum mun, eða ætlar hann að þræða hinn gullna meðalveg? Þrándheimur-Niðarós 20. júlí. “Byen heter Trondhjem.” “Trondhjem skal byen hete.” Þessi orð standa á auglýsunga- spjöldum á þriðja til fjórða hverju húsi um alla bor!gina. Og út úr gluggunum hanga lítil blá flögg með orðinu “Trondhjem” með hvítum stöfum, yfir göturnar eru strengd snæri með f jölda af sams' konar flöggum. Aldrei hefir nafn neins bæjar verið auglýst jafn- rækilega, hvorki fyr né síðar. DODDS 1 KIDNEY^ PIL L'S ,á| b“°ER TROyy THEPgh í meir en þriðjung aldar hafa Dodd’s Kidney Pills verið viður- Og þó hefir Stórþingið set lög kendar rétta meðalið við bakverk, um, að bærinn heiti Niðarós, síð-|gí^t, þvagteppu og mörgum fleiri an 1. janúa siðastliðinn. Á járn- sjúkdómum. Fást hjá öllum lyf- brautarvögnunum stendur Niðar- sölum, fyrir 50c. askajn, eða sex , „ , . , . „ | öskjur fyrir $2.50, eða bemt fra os og sama nafn sest hvarvetna, ^JAAn t.+h þar sem það opinbera á í *hlut.1 The Dodds Medicine Co., Ltd., Toronto, ef borgun fylgir. Símskeyti 0g bréf komast leiðar ________________________________ sinnar, hvort sem á þau er skrif- j , „ ... * XT.* , ' heter byen — Trondhjem skal by- að Trondhjem eða Niðaros. Her er; * • * en hete ^ um einstæða deilu að ræða, nyja deilan milli Þrænda og konungs-J Þetta hefir orðið að hinu ríkisins, uppvakninlg sem sýnir og úlfúðarmáli. Forsvarsmenn sannar, að það eru ekki landa- Þrándheimsnafnsins fylgja sínu mæri ein, sem ráðið geta skoðun- maB fram með ótrúlegii festu og um og tilfinningum, heldur líka ákefð, o!g svo margt ilt hefir þeg- héraðamörk og fylkja. Eins og kunnugt er, hefir þjóð- ernismeðvitund Norðmanna verið rík og máttug hina síðustu áratugi. Andlnn frá 1814 lifir enn, þó mis- jafnle!ga láti hann bæra á sér. Norðmenn unnu fullnaðarsigur sjálfstæðismáls síns 1905 og þá ar hlotist af ráðríki Stórþingsins, að eg efast um, hvort þeir menn, sem knúðu málið fram, vildu riú fremur láta það gert en ógert. Nafnstælan hefir leitt af sér margt ilt og er sem skuggi á há- tíðahöldum þeim, sem fram fara í bænum í sumar. Og einmitt vegna hátiðahaldanna hefir skor- færðist nýtt fjör í ýms þau mál, í u ji ist svo mjög 1 odda, þvi að þeirra sem miða þottu að fullu andlegu J . . vegna hafa Niðaróssmennirnir gerst of veiðibráðir. Þeim fanst 1 ómisisandi, að 900 ára hátíð Ólafs Helga yrði haldin í Niðarósi Til dæmis um það, hve harðvít- sjálfstæði þjóðarinnar. Landsmáls deilan færðist í aukana og ríkis- málið norska hefir færst til sjálf- stæðrar áttar, áleiðis frá dönsk- unni. Flestir þjóðræknir menn voru sammála um, að skafa af u£le&a er barist, ma ne na> a þjóðinni sem flest það. €r við hana 1'^V‘Sa’jóö Olaf Gullvaai; akalds , * ,, t-. , og ritstjóra í Bergen, sem fengu loddi fra forraðatimum Dana, ma 6 J , 1. verðlaun í samkepnmni, urðu ekki sungin á ’ólafshátíðinni vegna af klessurnar sem á henni sátu eftir “nóttina löngu”, en svo kalla Norðmenn stjórnartímabil Dana- Þess' að en£inn söngflokur í Þránd I heimi fékst til að syngja þau. Voru konunga í Noregi. Meðal annars þótti órétt, að staðir ýmsir í landinu, þar á meðal sjálf höfuðborgin, bæri nöfn danskra konunga. Kristiania, Kris- tiansand, Kristiansund, Frederiks- værn, Frederikshald og þar fram ljóðin þó að allra dómi langbezt þeirra, sem fram kömu og tón- smíðin við þau sömuleiðis. Þránd- heimsinnar héldu fram öðrum há- tíðaljóðum, sem að vísu voru sæmileg, en komust þó ekki 1 hálf- kvisti við hin. Og endirinn varð eftir götunum, voru óvinsæl nöfn, , , , ... . ’ , sá, að hvorug voru flutt a hatio og menn hafa unnið að því, að út- inni. Olaf Gullvaag er, eins og rýma þeim og taka aftur upp hin kunnugt ^ ejtt hie glæsilegasta vornu nöfn. Nafnbreytingarmenn unnu fyrst sjálft aðal vígið, og nú ljóðskáld landsmálsmanna, vit- maður mikill og glöggsýnn — en heitir höfuðborgin Oslo og virðist hann hefir barist fyrir Niðaróg. almenningur kunna því vel nú, bæði þeir sem með voru breytin!g-| nafninu og talar og skrifar lands- | mál. — Heiftin, sem orðið hefir í unni og móti. Fredrikshald heitir . . . , , -i-m , þessari nafnastælu, er svo mikil, nu Halden 0g væntanlega heitir Kristianssand Stórisandur eftir að ókunnugir eiga bágt með að gera sér grein yrir henni. Þrænd- nokkur ár og Kristiansund Fosna. , , - „ „ 6 ur standa sem fyrrum fastir fyr- Að þetta er ekki orðið enn, er fyrst . , * „* 3 1 ír, og mer er nær að halda, að og fremst að kenna vanafestu ..., , , Niðarosnafnið nai ekki a heilum þeirra, sem á staðnum búa. Þeir kunn? því illa, að lögjafarvaldið sé að skifta sér af nafninu á mannsaldri viðurkenningu. Senni- legt er, að undir eins og flokka- 1 skipunin breytist í Stórþinginu bænum smum” a samá hátt og , *. „ , ,. , . „„ 6 1 vil, verði nafnbreytmg a ny og íslenzkur sjálfseignarbóndi mundi: , , • , • j- „í„ ,, . , I er slikt hrmgl íllverjandi. En ein ekki taka vel í, að hreppsnefndin í sveitinni léti Alþingi setja lög um, að býlið hans skyldi heita nafni, sem legið hefði niðri í mörg hundruð ár. Bergen og Þrándheimur Isyndin býður annari heim. En hvort sem maður er staddur í Niðarósi eða Þrándheimi, þá er eitt víst, að í daig er hátíða- erui blær yfir bænum. Á höfninni annar og þriðji bær Noregs liggur herskipið Tordenskjold, en ekki eru hér komin herskip annara þjóða, eins og var í Reykjavík á Alþingishátíðinni. Hins vegar liggja hér nokkur skemtiskip, þar á meðal Bergensfjord, með 500 Fyrra nafnið hefir lítið verið rætt norska gesti frá Ameríku. Matígir enn þá, en Niðarósnafnið þótti eru komnir áður, en þó hefir að- stærð. Þessum nöfnum báðum vilja málhreinsunarmenn ýmsir breyta og nefna í staðinn Björg- vin og Niðarós. En íbúar þess- ara bæja eru því gjörmótfallnir. rétt að taka upp, áður en hin miklu hátíðahöld færi fram í sumar og var þetta gert að kappsmáli — of miklu kappsmáli. Því að þeir, sem nánastan hlut áttu að málinu, Þrándheimsbú- ar sjálfir, börðust á móti nafn- breytingunni. Þegar atkvæða- greiðsla bæjarbúa um nafnið fór fram, greiddu yfir 15 þúsund at- kvæði með því, að Þrándheims- nafnið skyldi haldast óbreytt, en að eis tæpt þúsund var með Nið- arósnafninu og að eins einn í bæj- arstjórninni greiddi því atkvæði. Með nafnbreytingunni var því gengið í berhögg við yfirlýstan og nær einróma vilja bæjarbúa sjálfra. Og Stórþingið marði lög- in um nafnbreytinguna fram með svo litlum meiri hluta, að hann mátti ekki minni vera. Það var lögfest, að Þrándheimur skyldi heita Niðarós frá síðastliðnum áramótum og miðlunartillaga um að nafnið Trondheim skyldi lög- fest, fékk ekki byr. Lögum samkvæmt heitir bær- inn því Niðarós. En bæjarbúar auglýsa sem ákafast Trondhjem streymi norskra norskra Ameríku- manna, ekki orðið nærri eins mik- ið og búist var við. í kvöld af- henda þeir Niðarósdómkirkju gjöf sína: silfurkross (crucifix) einn mikinn, á þriðja metr á hæð og nær 200 pund á þyngd, hinn prýðl- legasta grip, sem settur hefir ver- ið upp á nýtt altari í kirkjunni. Ýmsar aðrar mætar gjafir hafa kirkjunni borist, þar á meðal kop- arsteypur af myndskurði í dóm- kirkjunni í Kirkjubæ í Færeyjuro og eru þær gjöf frá Færeyingum. Þrándheimur er rúmgóður bær. Þrátt fyrir allan aðkomufólks- fjöldann verður býsna lítið vart við mannþröng á götunum. Bær- inn er bygður með forsjá, göturn- ar breiðar mjög og umferðin dreifist jafnt á margar götur — aðalæðarnar eru margar, sem liggja að hinni miklu braut upp að dómkirkjunni, Munkagötu, sem er svo breið, þó gömul sé, að efa- mál er, hvort nokkur bær í heimi hefir markað aðalstræti sínu jafn breiðan bás. Ofarlega í stræti þessu er aðal torg borgarinnar með líkneski Ólafs Tryggvasonar

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.