Lögberg - 18.09.1930, Page 6
Bla. 6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 18. SEFTEMBER 1930.
Sonur Guðanna
| Eftir
R E X B E AC II.
VII. KAPITULI.
Lee Ying var mesti reglumaður, og líf
hans leið áfram eins og lygn, en þungur ár-
straumur. Engir aðrir en þeir, sem hafa fast-
an og ljósan s'kilning á lífinu, geta tamið
geðsmuni sína og allan sinn hugsunarhátt og
framferði, eins vandlega eins og hann hafði
gert. Hann hafði mikið að gera og mikið um
að hugsa, því atvinnurekstur hans var víð-
tækur og ábatasamur. En hann sýndist að
minsta kosti liafa dæmalaust lítið fyrir því, að
láta öll sín viðskifti ganga svo einstaklega
greiðlega og þaígilega. Hann var ekki ósvip-
aður taflmanni, sem svo er vel að sér í sinni
list, að honum bregzt aldrei að leika bezta
leikinn.
Að morgninum átti hann tal við marga
menn, sem komu á skrifstofu hans, og af-
greiddi erindi þeirra. Hann varð oft að svara
símanum, því margir þurftu við hann að tala.
Hann hlustaði á það, sem menn hans höfðu
að skýra honum frá, og hann gaf margar fyr-
irskipanjir 'viðvíkjandi 'kaupum og isölum. —
Síðari hluta dagsins las hann og hugsaði. I
hituuum á sumrin var hann sjaldan annars
staðar að finna, en í sínum rúmgóðu og skraut-
legu íbúðarherbergjum, eða þá í garðinum sín-
úm. Hann undi sér hvergi betur en þar. Son-
ur hans var þar vanalega með honum og það
var han.s mesta ánægja, að hafa hann hjá sér.
En þegar að haustið kom og blómin fölnuðu
og blöðin visnuðu á trjánum og vinduýnn
feykti þeim í allar áttir og garðurinn allur
vaið hélaður og kuldalegur, þá kom í hann
óyndi, og hann leitaði sér ánægju í því, að vera
meir með öðrum mönnum. Meðan Sam var
burtu, til að stunda nám sitt við háskólann,
fanst honum lífið einmanalegt og tómlegt og
sitt glæsilega heimili fanst honum ekki ósvip-
að fangelsi. Þá yar tími til að gera þeim
gott, sem bágt áttu, og hann gerði mjög mik-
ið að því. Honum hafði verið kent, að til þess
að vera gæfumaður hér í heimi, þvrfti maður
að vinna þrjú hundruð góðverk, en til þess að
eiga vísa sælu eilífs lífs, þvrftu þau að vera
þrettán hundruð, að minsta kosti. Hvað Lee
Ying snerti, var mikill efi í huga hans, hve
mikið gildi mörg af hans góðverkum í raun
og veru hefðu. Til þess þau hefðu nokkurt.
gildi fvrir guðunum, þurftu þau að vera unnin
í algerlega óeigingjörnum tilgangi. Það gat
því vel verið, að heldur fá af hans góðverkum,
yrðu reiknuð honum til inntekta. Hann tók
því fegins hendi hvert tækifæri, sem hann
fann, til að vinna óeigingjarnt góðverk.
1 dag var Lee Ying klæddur í mjög skjólgóð
föt, þegar hann fór út. Þegar hann kom í Mul-
berry Bend Park, var þar svo að segja ekkert
af fólki. Skólabörnin voru öll í skólunum og
haustvindurinn var of napur fyrir fullorðna
fólkið til að sitja þar, svo það kaus heldur að
vera heima hjá sér. Þarna var moldryk mikið,
sem vafalaust orsakaðist af því, að þarna voru
illir andar að þyrla upp rykinu, mönnum til
óþæginda.
Ein manneskja sat þarna á einum bekknum.
Lee Ying hikaði, þegar hann kom auga á hana.
Það var stúlka, sem sat þama, álút og kuldaleg
og hafði dregið ermamar á yfirhöfninni fram
yfir hendurnar, en yfirhöfnin var úr lélegu
efni, eftirlíking af loðkápu. Hún starði út í
loftið og gamli maðurinn sá þegar, að þessi
stúlka var Eileen Cassidy.
“Því eruð þér, fallega blómið mitt, hér ein-
samlar úti í kuldanumf”
Stúlkunni varð dálítið hverft við og leit
upp, en brosti þegar hún sá hver þarna var.
“Svo þetta eruð þér, Mr. Lee. Eg sá yður
ekki. Þetta er óttalegt veður. Manni vöknar
um augu í þessum stormi.’’ Hún deplaði aug-
ununm og Lee Ying sá, að augnahárin vom
vot. En augun vora eins fallega blá, eins og
þau höfðu áður verið.
“Já,” sagði hann, “þetta er það sem við
köllum ‘ tveggja-yfirhafna veður’ í mínu landi,
en sumir em svo fátækir, að þeir eiga enga yf-
irhöfn og verða að líma pappír utan á sig, sér
til skjóls. Eg sé, að jafnvel unga fólkinu er
kalt í svona veðri. Höndurnar á yður eru blá-
ar af kulda og. þér emð mjög fölar í andliti.
Hefir nokkuð sérstakt borið að höndum?”
Eileen hristi höfuðið. “Ekki neitt, en þeg
ar þarf að hugsa um eitthvað, sem eg á erfitt
með, þá fer eg hingað. Eg er svo að segja al-
ein uppi í þessum garði.”
“Já, eg veit það. Það var hérna, sem Lee
Sam kyntist yður.”
“Einmitt á þessum bekk, sem ég sit á. Þá
var vor. Eg var einmitt að hitgsa um Sam fyr-
ir fáeinum mínútum.”
“Eg er alt af að hugsa um hann,” sagði
gamli maðurinn og brosti við.. “Við skulum
ganga um og hreyfa okkuY Eg hefi þunt blóð
og eg verð dálítið óstiltur, þegar vetraraæðing-
amir koma. ”
Eileen stóð þegar á fætur og þau gengu sam-
an. Hann hélt áfram að hugsa um son sinn, og
þegar hann gerði það, varð honum ávalt hlýtt
hjartarætumar. Hann sagði Eileen heilmikið
um Sam, hvemig honum gengi í skólanum o. s.
frv. En svo fanst honum hann kannífke vera
að segja heldur mikið um það, sem honum var
sjálfum svo nákomið.
‘ ‘ Þér komuð mér til að fara að tala um Sam,
af því þér mintust á hann. En því skvldi eg
vera að segja yður það sem þér vitið?”
“En eg veit það ekki. Eg veit ósköp lítið um
Sam. Hann skrifar okkur aldrei.”
“Virkilega? Óisköp er hann hugsunarlaus. ”
“Hví í ósköpunum skyldi hann vera að
skrifa okkurf Hann er ríkur, ungur maður,
sem gengur ágætlega á háskólanum og tekur
mikinn þátt í skólalífinu, og öllum þykir svo
mikið til hans köma og hossa honum með öllu
móti, en við erum bara vesalir Irar. Hann
kynnist mörgum mörgum stúlkum á sínu reki
og svipuðum aldri, en eg er bara stelpukrakki.”
“Þér erað ung kona, jafnvel eftir vestræn-
um mælikvarða,” sagði Lee Ying, “og líka
falleg, ung kona, ef þér viljið vera svo góðar að
leyfa mér að segja það.”
Eileen brosti einstaklega ánægjulega.
“Hamingjan góða! En mér þykir hrósið gott.
Þér megið áreiðanlega segja hvað sem þér vilj-
ið af því tagi. Mig beinlínis þyrstir eftir að
hevra' það. Eg hefi ekkeif gott hevrt sagt um
sjálfa mig, síðan Sam fór. Jim kallar mig alt-
af ‘ horgrindina ’, og mamma er alt af á hælun-
um á mér með þorskalýsið. En þér getið ekki
búist við, að sjá verulega fallegar stúlkur í
þessu umhverfi.” Og með sinni litlu, mögru
hendi benti hún á óvistlegu leiguhúsin þar í ná-
grenninu. “En þér þurfið ekki þar fyrir að
hætt að slá mér gullhamra, Mr. Lee. Eg veit
svo sem hvemig ég er,. en mér þykir hrósið
gott.’
“Þegar maður er svo sem seytján ára gam-
all, sér maður ekki fegurðina nema í fullþrosk-
uðum rósum. En þegar maður fer að verða
gamall, finst manni einstæðu smáblómin jafn-
vel enn fallegri. Hafið þér nokkurn tíma heyrt
getið um ‘huldu hringina’?” Eileen neitáði því.
“Það er blóm, sem grær langt í burtu héðan.
Það finst einstöku sinnum á gróðurlitlum, sól-
brendum sléttunum. Það er rétt eins og guð-
irnir hafi látið það þar, vegfarandanum til
gléði og ánægju. Það er ekki eiginlega. eitt
blóm, heldur dálítill hringur af mismunandi lit-
um blómum. En það fyllir loftið á stóru svæði
með yndislegum ilm og ferðamaðurinn varast
að stíga á blómið, en hann stanzar og nýtur um
stund fegurðarinnar og ilmsins. Það hressir
hann og gleður og svo heldur hann áfram ör-
uggari en áður. Þér erað líkar þessu blómi,
Miss Cassidy. ”
“ Dæmalaust kunnið þér vel að slá manni
gullhami a. Segið þér mér ekki, að þér séuð
Kínverji. En Sam heldur ekki að ég sé falleg.
Hann segir, að ykkur þyki, við Ameríkufólkið,
eitthvað svo skrítið, og ljótt. Hann segir, að
við séum náföl í andliti og að við tölum ljótt og
leiðinlegt hrognamál, og svo hafi augun í okk-
ur ekki verið sett eins og þau eigi að vera.
Hann segir líka, að við stúlkumar séu frekar
og raddalegar og karmennirnir séu eins og ap-
ar, með rauðleita eða gulleita hártoppa á and-
litinu. Er þeta sattf”
Lee Yring brosti en svaraði ekki spurningu
hennar beinlínis. “Heima heldur sumt af vora
fólki enn í dag, að þið, þessi hvíti óþjóðalýður,
sem þeir kalla, hafið eins löng eyru eins og
liandleggi .... Eg hefi kent Sam að forðast
alla hleypidóma gegn öðrum þjóðum og virða
alt sem gott er og göfugt hjá ykkar þjóð, engu
síður en hans eigin .... Hvað er ég annars
að segja. Eg kent honum! Eins og ég geti
kent honum nokkuð! ’ ’
“Hvað eigið þér við með þessu?” spurði
Eileen nokkuð forvitnislega. “Því talið þér
um hann, eins og hann sé eitthvað sérstaklega
merkileg persóna. Er það bara—”
“Af því hann er það.”
“Maður gæti haldið, að hann væri faðirinn
en þér sonurinn.”
“Kei, ekki það beinlínis. En við trúum því,
að hver lifandi maður sé eins og á ferðalagi,
en hinir dánu séu aftur komnir heim til sín.
Sam er göfugur ferðamaður og eg hefi hlotið
það hlutverk að vera leiðsögumaður hans nokk-
urn hluta ferðarinnar. Hann er ekki eins og
þér og ég, barnið mitt. Hann er prins, sonur
guðanna, uppfylling bæna minna.”
“Eg veit ekki vel, hvað þetta þýðir, en það
lætur vel í eyrum og það er líklega eitthvað til-
heyrandi kínverskum huldusögum.”
Lee Ying skýrði þetta ekki frekar, en hann
sagði lítið hærra en í hálfum hljóðum, en þó
svo að hún heyrði það vel: “ Stundum er ég í
miklum vafa um að ég hafi gert rétt í því, að
koma með hann hingað og ala hann upp hér í
framandi landi, en senda liann ekki aftur til
lands sólaruppkomunnar. Hver veitf Það er
máske mín eigin heimþrá, sem þessu veldur.
eins og þér sjáið, er ég að verða gamall og mig
er oft að dreyma um svo margt heima. Kín-
verjinn getur aldrei gleymt sínu föðurlandi.
Hér er líka margt fagurt, en mér finst ekkert
af því mitt eigið og ég get aldrei vanist því.
Fyrir meir en þúsund árum ferðaðist einn
landi minn til ókunnra landa, og þar sá hann
margt undarlegt. í einu landinu hafði fólkið
hundshausa; í öðru flaug það eins og fuglar, qg
í hinu þriðja höfðu menn svo óskaplega langa
handleggi, að að þeir náðu fiskunum úr sjón-
um, bara með höndunum, án þess að hafa nokk-
urt veiðarfæri. En það, sem honum þótti und-
arlegast af öllu, var það, að í einu landinu sá
hann fólk, sem hafði stórt gat í gegn um efri
hluta líkamans. Ríku mennimri voru*bornir
af þjónum, á löngum trjám, sem þeir stungu
gegn um þessi göt.’*
Eileen skellihló og Lee Ying brosti góðlát-
lega. “Eg sé margt hér í New York, sem mér
finst næstum því eins undarlegt eins og þetta.
En ég þreyti yður, Miss Casidy. Eg get ekki
að því gert, að þunglyndið sa‘kir að mér. Það
er vegna þess að veturinn er kominn og sam-
ferðamaður minn er ekki með mér til að verma
húsið með nærvera sinni.”
“Eg verð ekki þreytt af að hlusta á yður,
Mr. Lee. Eg hefi ánægju af því! Skyldi Sam
virkilega finnast, að við séum svona skrítin og
að við höfum hundshausa og látum bera okkur
á spítum sem reknar séu gegn um lifandi mann-
eskjur?”
“Nei, hann hefir meiri þekkingu og skiln-
ing en ég. Hann er göfugur ferðamaður. ,En
segið þér mér, stúlka mín, því eruð þér hér ein-
samlar og því voruð þér að gráta? Eg held
ekki, að það hafi verið alt kuldanum að kenna,
að yður vöknaði um augu, þegar þér sátuð
þarna á bekknum. ”
“Eg er óttalega óánægð. Eg verð að hætta
að ganga á skóla.”
“Er það mögulegtf”
•“Cassidy fjölskyldan er ekki vel stödd.
Pabbi hefir ekki unnið sér inn nokkurn skap-
aðan hlut, síðan hann var þingmaður. Stjórn-
málin era okkur sumum ekki arðsöm. Jim er
ekki til neins og mamma er heilsulítil. Það er
ekki um annað að gera fyrir mig, en að hlaupa
um alt og reyna að fá eitthvað að gera, en það
geiir mann þreyttan í fótunum. ”
“Hafið þér fengið nægilega æfingu, svo þér
getið unnið venjulega skrifstofuvinnuf ”
“Eg get verið nógu fljót og langt fram yfir
það, en það getur enginn lesið það, sem ég
skrifa, og þeir segja að eg geri ekkert nógu vel.
Eg vann dálítið hjá manni, sem verzlaði með
frosið fuglakjöt. Hann var ekkert vandlátur
og hann sló mér gullhamra fyrir það, hvað eg
hefði falleg blá angu og fallegt hár. En hann
var mesti dóni og eg varð að berja á honum
með frosnum fugli. Hugsa sér annað eins! Og
eg að vera dóttir oins af þessum írsku höfðingj-
um! Eg vildi vera skrifari forseta einhvers
þessara stóru félaga, helzt 'ef hann léki golf
svo sem þrjá daga í viku. Ekki vænti ég, að þér
viitð af neinu slíku tækifæri?”
“Lée Ying vissi ekki af því, og Eileen varð
hálf vandræðaleg á svipinn. “Eg býst við, að
eg verði að sætta mig við, að standa í einhverri
úðinni'og selja silki eða eitthvað svoleiðis.
En ])ér hafið ekki hugmynd um, hvað maður
getur orðið þreyttur að standa við búðarborð-
ið, á þessu hælaháu skóm, sérstaklega þegar
mikið er að gera fyrir jólin. Það veit hamingj-
an, að maður tekur mikið út.”
“En þér verðið að halda áfram að ganga á
skóla og ljúka náminu,” sagði Lee YTing. “Þér
eruð bara barn enn þá.”
“Eg ætti sjálfsagt að gera það, en eg hefi
lítið tækifæri til þess.”
“Viljið þér leyfa mér að hjálpa yður?”
“Nei, það vil ég ekki,” sagði hún ákvoðið
og loit beint framan í Lee Ying. “Það er und-
ur fallegt af yður, Mr. Lee, að bjóða þetta, en
eg get ekki með nokkra móti þegið það.”
“Eg þarf ekki að neita mér um neitt, eða
Ieggja neitt á mig til að gera þetta. Það mundi
jafnvel okki verða fært mér til inntekta lijá
guðunum, því þetta veitir mér ánægju og væri
því gert í eigingjömum tilgangi.”
“Nei, það dugar ekki með nokk'ru móti.
Cassidv fólkið er heiðarlegt, þó það sé fátækt.
Við getum ekki lifað á bónbjörgum og við get-
um ekki þegið peninga, sem við vinnum ekki
fyrir. Við gerum það aldrei. Eg verð að
berjast í gegn einhvem veginn.”
Lee Ying fór að hugsa um aðra stúlku, sem
líka hafði verið vinstúlka sonar hans, og hann
tautaði fyrir munni sér: “Mikill er munurinn
á fólkinu. Hjá sumum er eigingirnin svo mik-
il, að úr hófi ke^rir, en sumir offra sjálfum sér
fyrir aðra. . En þér gerið mér ekki rétt til,
stúlka mín. Eg hefi enn naumast byrjað á
þessum Jirettán hundruð góðverkum, sem ég á
að inna af hendi. En það verður svo að vera.
En það sem yður langar til, er að verða skrif-
ari hjá einhverjum miklum atkvæðamanni f ”
“Já, það er það sem mig langar til. Okkar
heimili kemst ekki af með laun, sem búðarstúlka
getur fengið, og stúlka getur ekki lifað nema
sækja kvikmyndahúsin við og við.”
“Snúið þér baki við vindinum, og þá vökn-
ar yður ekki um augu,” sagði Lee Ying. “Eg
skal ég segja Sam að skrifa yðúr, og eg skal ávíta
hann fyrir að vanrækja vini sína.”
Þegar hinn auðugi kaupmaður kom heim
til sín, símaði hann lögmannafélagi sínu og
helzti maður félagsins hlustaði á það, sem hann
sagði, með nákvæmri eftirtekt.
“Ef hún er svona ófullkomin, þá sé eg ekki
til hvers við eiginlega getum notað hana,” sagði t
lögmaðurinn.
“Því minna, sem hún hefir að gera, því
meiri tíma hefir hún til að læra og fullkomna
sig í sinni ment.”
“Hamingjan góða! Ætlar nú þessi líka að
verða fræg listakona?”
Lee Ying skýrði stuttlega, en ljóslega, hver
Eileen var og hvernig á henni stæði. “Hún er
áhugasöm og hana langar til að komast áfram
og eg held, að hún reynist vel.”
“Jæja þá. Látið þér hana koma.”
Þannig stóð á því, að Eileen Cassidy fékk
stöðu hjá þeim Carter og Pelz. Hún gerði
svona ýmislegt og átti engan veginn annríkt, en
fékk gott kaup. Hún hafði enga hugmynd um,
að það var Lee Ying, sem í raun og veru borg-
aði það.
Þetta var á þeim tímum, þegar slungnir
spilamenn gátu gert sér það að atvinnu, að fara
hverja ferðina eftir aðra yfir Atlantshafið, á
kostnað samferðamannanna. Einstaka menn
KAUPIÐ AVALT
LUMBER
Kjá
THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD.
HENRY AVE. EA8T. - - WINNIPEG, MAN.
Yard Offlce: 6t*i Floor, Bank of HamMton Ohamberi
lögðu það beinlínis fyrir sig, að græða fé á
þenna hátt, því á sjóferðum er vanalega heldur
auðvelt að fá einhverja til að reyna lukkuna og
spila upp á peninga. •
Everett Himes hafði áram saman verið á
svo að segja stöðugu ferðalagi milli Ameríku
og Evrópu, og ávalt á kostnað samferðafólks-
ins. En nú kvartaði hann sáran yfir því, að of
margir væru farnir að fást við þetta og ferða-
- menn væra farnir að gæta sín betur. Hann
hafði því nevðst til að leggja stund á ýmislegt
annað, þar á meðal að kaupa gimsteina í Ev-
rópu og selja þá í Ameríku og hann hafði getað
selt þá fyrir minna verð en aðrir. En svo fóra
þessir tollþjónar, sem að minsta kosti era ekki
manna vinsælastir, að hafa nánar gætur á hon-
V um, þegar hann fór, en sérstaklega þegar hann
kom. Yarð hann því að hætta við þetta og
reyna enn eitthvað annað. En þar var ekki
farið að verða úr mörgu að velja. Vínsmygl-
un var líka farin að verða býsna viðsjárverð.
Nú var Himes í New York og af einhverjum
ástæðum, sem honum voru sjálfum bezt kunn-
ar, var hann nú hættur þessum tíðu ferðum til
Evrópu og hann kom ekki nálægt gimsteina-
verzlun, frekar en hún væri eitthvert pestar-
bæli. I þetta sinn sat hann að miðdegisverði í
greiðasöluhúsi einu og með honum var mið-
aldra kona, sælleg og álitleg, og sýndi þess ljós
merki, að hún hefði verið, og var reyndar enn,
fríðleiks kona. Nafn liennar var Mrs. Stev-
ens, en Himes talaði kunnuglega við hana og
nefndi hana aldrei annað en Esther.
Þegar þau voru búin að borða og þeir, sem
við næsta borð sátu, voru famir,, sagði Mrs.
Stevens: “Þakka þér fyrir góðgerðirnar, Ev-
erett. Nú er bezt að byrja á skarnverkunum.
Eg veit fullvel, að það var ekki af tómri kurt-
eisi eða velvild til mín, að þú bauðst mér liing-
að. En hvað ertu að.hugsa um, ef þú annars
hefir einhverja hugsun?”
“Það er alt af sama hugsunin hjá þér, gróða-
hugsunin,” sagði Himes brosandi. “En segðu
mér fyrst, hvernig alt gengur.”
“Það gæti nú verið betra, en það gæti líka
verið verra. Eg held við.”
“Þú vildir kannske hlusta á mig, ef eg segði
þér frá dálitlu gróðabragði, sem gefur mikið í
aðra hönd, og það fljótlega?”
“Eg hefði nú sagt það,” svaraði Mrs. Stev-
ens. “En eg skal strax segja þér það, að eg á
ekkert meira við þetta gimsteinabrask. Hjá ís-
manninum er ekkert að hafa annað en ís. Mér
þykir gaman að hafa gimsteina, en eg vil ekk-
ert eiga við að lauma þeim inn í landið og svíkj-
ast um að borga tollinn.”
“ Eg skal sjá um, að þú getir keypt eittþvað
af þeim og borgað tollinn. Hvernig er það með
þessa svokölluðu frænku þínaf”
“Hverja? Mona?”
“Áttu fleiri en eina?”
“Henni líður vel Því?”
“Er hún nokkuð að gera?”
“Það er nú ekki mikið. Hún liefir samt ver-
ið dálítið hjá einhverjum þessum listamönnum,
sem eru að búa til fallegar myndir af stúlkum
fyrir auglýsingafélög. ”
“Hún er alt af jafn falleg?”
“Hún er fallegri en flestar hinar, sem verið
er að taka myndir af í þessu skvni. Þessar fall-
egustu eru nú líka flestar farnar til Hollywood
hvort sem er. ”
“Getur hún leikið?”
“Hún getur grátið, ” sagði Mrs. Stevens og
brosti. “Með því hefir hún útvegað okkur
fæði og húsnæði nú í tvö ár. Hún var komin í
góðan kunningsskap við einn af þessum kvik-
myndakóngum, en þegar til kom, stökk hann
burt og fór til Frisco, svo það fór alt út um
þúfur. ”
“Það er undarlegt, að eg liefi aldrei komist
inn í þetta kvikmjmdabrask,” sagði Himes.
“En það hefði líklega farið eins og með vínsöl-
una. Nú eru útlendingamir búnir að ná þessu
t öllu saman í sínar hendur.”
“Hvað er það annars, sem þú hefir í huga,
og hvemig get eg komist þar að?” spurði Mrs.
Stevens.
BRJOSTBWIN.
Gyltan hefir börn á brjósti
bæði stór og mörg;
gefur, eins og önnur móðir,
ungum sínum björg.
Bömin hennar öll í einu
eru svöng og þyrst;
þau á spenum hennar hanga,
hafa góða lyst.
Þó hún ekki þyki falleg,
þó ’hún heiti svín,
elskar hún af öllu hjarta
ungu bömin sín.
Svipljót þó hún sýnist vera,
sé með yglda brún,
ef hún missir eitthvert þeirra
eflaust grætup hún.
Sig. Júl. Jóhannesson.