Lögberg - 18.09.1930, Page 8

Lögberg - 18.09.1930, Page 8
Bls. 8 LöftBERG. FIMTUDAGINN 18. SEPTEMBER 1930. Robin^Hood Hdpítí OdtS Bezt vegna pönnu-þurksins Úr bœnum Ragnar H. Ragnar píanókenn- ari hefir nýopnað kenslustofu að 558 Maryland St. Sími: 36 492. Laugardaginn þ. 6. þ. m. voru þau Elsie Magdalene Fuller og Guðbrandur S. Breiðfjörð, gefin saman í hjónaband af séra Sig. S. Christopherson í Bredenbury Brúðurin er fædd í Bandaríkjun- um, af írskum og frönskum ætt- um. Brúðguminn er uppalinn í ís- lenzku bygðinni hér. Guðsþjónusta ( og sunnudags- skóli boðast í kirkju Konkordía eafnaðar, næsta sunuudag, þ. 21. þ. m., á vanalegum tíma da!gs. Sunnudaginn 21. sept. verður guðsþjónusta að Gardar kl. 11 f.h. og að Mountain kl. 3 e. h. Séra N. S. Thorláksson prédikar á báðum stöðunum. Þrjú herbergi með húsgögnum fást nú þegar til leilgu, 684 Simcoe Street hér í borginni. Myndir af 1000 ára þjóðhátíð íslands verða sýndar á afmæli stúkunnar Skuldar, miðvikud. 24. sept. Allir vinir og velunnarar Goodtemplara velkomnir. Skemti- skrá byrjar kl. 9 í efri salnum; dans á eftir. Utanáskrift séra Kristins K Olafson, forseta kirkjufélagsins, er nú 3230 W. 69th St., Seattle, Wash., U. S. A. Þetta eru hinir mörgu, sem bréfaskifti eiga við hann, beðnir að athulga. Hjónavígslur. Laugardagskvöldið 13. sept. voru gefin saman í hjónaband Matthías J. Matthíasson og Jónína Thórunn Johnson. Fór athöfnin fram á heim- ili foreldra brúðarinnar, Mr. og Mrs. Helgi Johnson, 1023 Inger- soll St. Dr. Björn B. Jónsson gaf seman. Nánustu ættingjar og vínir brúðhjónanna sátu veizluna. á mánudaginn lögðu brúðhjónin á stað til Milwaukee, og verður heimili þeirra þar fyrst um sinn. Dr. A. V. Johnson íslenzkur Tannlæknir. 212 Curry Building, Winnipefe Gegnt pósthúsinu. , Sími: 23 742 Heimilis: 33 328 S. JOHNSON frá Cavalier, N. Dak. hefir opnað skósmíðaverkstæði að 678 Sargent Ave. hér í borg- inni, og æskir viðskifta frá löndum sínum. Fljót afgreiðsla. Vandað verk. Jónas Pálsson Pianist and Teacher 107 Lenore St., Winnipeg Pupils prepared for the Associ- ated Board of the Royal Aca- demy and Royal College of Mus- ic, London, England. Dr. Ragnar E. Eyolfson Chiropractor 837 Somerset Bldg. Viðtalstímar: kl. 10—12 f. h. 2—5.30 og 7—8 e. h. Skrifst. slm. 80 726—Heima 39 265 TIL LEIGU—eitt uppbúið her- bergi, með öllum þægindum, í “block” á Sargent Ave. — Sími: 88 184, ágætt fyrir einhleypan mann. Handa Þeim, sem Tapa Þyngd og Magni. Það fólk, sem ekki heldur þunga sínum, finnur til stöðugrar þreytu og á bágt með að sofa, ætti ekki að láta undir höfuð leggjast, að fá sér Nuga-Tone, þetta meðal, sem veitir skjótan bata. Þetta sjaldgæfa lyf læknar meltingar- leysi, gasþembu íog marga aðra kvilla, sem frá veikluðum maga stafa. Nuga-Tone hreinsar blóð- ið af ýmsum óheilnæmum efnum, styrkir nýrun, læknar blöðrusjúk- dóma, höfuðverk og margskonar annan lasleika. Þúsundir manna og kvenna hafa hlotið fulla bót heilsu sinnar við það að nota Nuga-Tone. Meðal þetta styrkir taugar og veitir væran og heilsu- styrkjandi svefn.. Reynið það nú þegar. Hafi lyfsali yðar ekki Nuga-Tone við hendina í svipinn, getur hann ávalt útvegað það. Stúkan Skuld 1. október. heldur 'tombólu Cubs and Scouts koma saman í sd.skólasal Fyrstu lút. kirkju á mánudalgskveld kl. 8, — en ekki á þriðjudagskveld. Dr. Richard Beck kom til borg- arinnar á fimtudaginn í vikunni sem leið, úr Evrópuför sinni. Hann fór heimleiðis til Grand Forks, N. Dak., daginn eftir. Messur í prestakalli séra Sig, Ólafsonar, fyrir síðari hluta sept- embermánaðar, sem hér segir: — 21. sept.: Hnausa kl. 11 árd.; Riv- erton kl. 2 e. h.; Árborg kl. 8 síðd. 28. sept.: Geysir kl. 2 e. h.; Ár- borg kl. 8 síðd. (ensk messa). Fimtudaginn 11. sept. voru gef- in saman í hjónaband ólafur J Sigurðsson og Mabel S. Johnson. Var sú athöfn framkvæmd af Dr. Birni B. Jónssyni að 774 Victor St. Sama dag og á sama stað gifti Dr. Björn B. Jónsson þau Arnljót B. Silgurðsson og Sigríði Sigurðs- son. Ein af saumadeildum kvenfé- lags Fyrsta lút. safnaðar hefir sölu á heimatilbúnum mat, og sel- ur einnig kaffi o'g vöflur, í sam- komusal kirkjunnar á föstudags- kveldið hinn 26. þ. m. Vinnukona getur nú þegar feng- ið vist á góðu, fámennu, íslenzku heimili hér í borginni. Upplýsing- injgar á skrifstofu Lögbergs. Mrs. Sesselja Johnson, Van- couver, B. C., ferðaðist til íslands í sumar og hefir dvalið í Winni- peg í mánuð hjá tengdasystur sinni, Mrs. J. Julius. Lagði hún á stað heimleiðis á miðvikudag- inn, þailn 10. þ.m. WINNIPEG ELECTRIC CO. The St. Paul Pioneer Press flutti nýle'ga ritstjórnargrein um út- breiðslu raforkunnar, og segir þar meðal annars: “Notkun raforkunnar fer nú stórkostlega vaxandi í sveitum landsins. Innan fárra ára nota miljónir bænda raforku. Nú sem stendur nota hana að einhverju leyti 16 per cenf. af bændum, en fyrir fimm árum voru þeir ekki full sex per cent. Raforka er enn lítið notuð til jarðyrkju beinlínis, en hún er not- uð til margra anHara vika á heim- ilinu og gerir þau miklu léttari. Það er talið, að bóndakonan lyfti þeim þunga á hverjum degi, við vinnu sína, er samsvari hálfu öðru tcnni. Þessa yrði léttir t. d. hver rafdæla að miklum mun. En það er miklum örðugleikum bundið, að láta bóndanum í té ó- dýra raforku. Hver míla af raf- þráðum dugar að eins þremur til fimm bændum, vegna strjálbýl- isins, en þrjú hundruð bæjarbú- um. Þar að auki er þörfin fyrir raforku á bændabýlum mjög mis- munandi eftir árstíðum. Rafork- an mun þó verða bóndanum að meira gagni en flest annað, áður en langt líður.” R0SE THEATRE PH.: 88 525 SARGENT at ARLINGTON THUR.—FRI.—SAT., THIS WEEK 100% ALL TALKING GEOBGE O'BRIEN —IN— ‘5ALITE” —ALSO— LOOKI KIDDIRS! FREE! 20 I'aHses to the Rose at the Satur- day Matinee KRAZY KAT — Comedy Serial MON.—TUES.—WED., NEXT WEEK JOAN CRAWFORI) —IN— 66 (Jntamed ” Brúðhjón þessi hvorutveggjtr eru nú á skemtiferð suður um Bandaríki. Á föstudagskveldið í þessari viku, verður samkoma haldin í Fyrstu lútersku kirkju, sem full- trúar safnaðarins gangast fyrir og bjóða þeir öllum meðlimum Fyrsta lút. safnaðar, sem komnir eru yfir fermingaraldur, að sækja þessa samkomu. Einnig öðrum vinum safnaðarins, sem kynnu að hafa tækifæri til að koma. Verð- ur þar ýmislegt til skemtunar, svo sem söngur og ræður, og svo veit ingar. Yfir sumarmánuðina hefir margt safnaðarfólk verið burtu úr borginni, en er nú flest heim kom- ið og þykir fulltrúunum vel við eiga, að gefa safnaðarfólkinu tækifæri til að vera saman kveld- stund og gleðjast hvað með öðru, og vona þeir að samkoman verði fjölsótt. Byrjar kl. 8.15. Miss Laura Borgford listmálari, dóttir Mr. og Mrs. Thorsteinn Borg- ford, er nýkomin til borgarinnar sunnan frá Chicagoi Kennir hún við listaskólann hér í borginni næstkomandi vetur. Vantar góðan og sæmilega dug- lefgan mann til að selja mjólk og gjöra önnur verk tilheyrandi mjólkurbúi. — Oak Dairy, 550 Sid- ney, Ave., East Kildonan. Jónas Jónasson. Ásbjörn Eggertsson biður þess getið, að á laugardagskveldið kem- ur, þann 20. þ.m., byrjar hann á aftur spilasamkepni (whist drive) fyrir komandi vetur, í Goodtempl- ara salnum á Sargent Ave. Sam kepnin byrjar stundvíslega kl 8.30, dansinn kl. 10. Sex prísar gefnir. Aðgangur 35c. Wonderland Leikhúsið.. I Á fimtudaginn og föstudaginn sýnir Wonderland leikhúsið mynd- ina ‘The New Movitone Follies of 1930.” Á laugardaginn og mánu- daginn “Mountain Justice”, þar sem Ken Maynard leikur aðal hlutverkið. Allar þykja þessar myndir sérlega góðar. TIL LEIGU—eitt eða tvö her- bergi, með eða án húsgagna, — Stökur og Samkveð- lingar Eg hefi alt af verið vísna vin- ur og er það enn. Vísur, sem eg heyrði heima á íslandi á liðnum dögum, eru mér betur minnisstæð- ar en flest annað, sem eg heyrði eða sá. Gamlir viðurðir frá löngu liðnum dögum, rifjast upp í huga mínum, þegar eg raula vísur, sem einhver vinur minn, hagyrðingur, hafði látið sér af munni falla við eitthvert tækifæri. Viðburðurinn stendur mér þá aftur skýr fyrir augum — gömul, velþekt andlit, brosa og eg heyri jafnvel lækjar- niðinn og lóukvakið á vormoijgni íslenzkrar dala-kyrðar. Þetta er kend, sem eg held að flestir íslendingar þekki, að minsta kosti finst mér að eg þekki þjóð mína svo, því þannig hefi eg kynst henni og þanni'g þekki eg hana gegn um fornsögurnar, því þær eru allar fléttaðar með vís- um og bygðar á þeim. Snorri endaði háttatal sitt þannig: “Falli fyrr, fold í Ægi steini studd, en stillis lof.” Á þessum hendingum má sjá, að Snorra var það ljóst, að flest mundi fyr farast en ljóð. Sú hu’g- mynd hans hefir reynst að vera ekki fjarri sanni, og þegar eg nú lít til baka til liðinna daga og rifja upp fyrir mér viðburði, sem þá skeðu, sé eg skýrlega, hve vit- ur Snorri var og hve mikils virði stökurnar hafa verið fyrir íslenzk- ar bókmentir. Þetta hefir vakað fyrir mér í viðleitni minni með að reyna að halda við vísnakveðskap meðal hagyrðinga hér vestrá. Margar ágætis vísur hafa birzt, sem eg vona a.ð hafi orðið fólki til skemt- unar yfirleitt. Eg að minsta kosti er þátttakendunum þakklátur fyr- ir undirtektirnar. Að hinu leyti held eg, að mál- gagn það, er birti víáurnar og sem vegna fjarlægðar minnar, tók að sér allar þar að lútndi fram- kvæmdir, hafi tæplega leyst það verk af hendi viðunanlega. Verð- launavísurnar og nöfn vinnend- anna voru t. d. aldrei birt í blað- staddir á íslendingadeginum 1929. Eg var þá staddur í Winnipeg, en því miður sjúkur og gat því ekki verið á hátíðinni. Hvaða vísuj hlutu því verðlaun, vissi eg ekki, fyr en löngu seinna (það er, hvað snertir 2. og 3. verðlaunavísuna), er gamall vinur minn hafði upp á þeim fyrir mig og sendi mér af- rit af þeim. Nú vil eg, þó langt sé um liðið, rifja þetta upp og leita á náðir “Lögbergs” og biðja ritstjóra þess að birta vísumar: 1. verðl. ($25.00)— Gengur björk á grænum kjól, gleymast hörku veður, gjörvöll mörkin sæl í sól söngva börkum kveður. Páll Guðmundsson. 2. verðl. (áletraður gullpen- ingur)— Löngum var á sónar svið Sækinn farmanns dugur: kvæða arinn vermdist við veðurbarinn hugur. Ármann Björnsson. 3. verðl. (áletraður gullpen- ingur)|— Tregað fæ ég fjalla geim, fossa og blæinn heiða. Aldrei næ ég aftur heim yfir sæinn breiða. Böðvar Jakobsson. Þá fer hér á eftir vísa Stefáns heitins Eiríkssonar, sem hlaut heiðarlega umgetningu nefndar- innar: Svekt er lund og sárt er hvað sál er bundin trega, vina fundum finst mér að fækki undarlega. • Það getur vel átt sér stað, að sknftar verði skoðanir um úrslitin, því margar fallegar vísur birtust í vísnasamkepni þessari, en þegar á það er litið, að hver maður hefir sinn eigin smekk sem mælikvarða fyrir dómgreind sinni og að eng- inn maður í raun og veru hugsar á sama hátt, þá er auðvitað ekkert við úrskurðinn að athuga. Hér er t. d. ein vísan, sem send var til samkepni þessarar, sem mér þótti góð. Hún er eftir Sig. Jóhanns- son: Yfir bjarmar öllu rótt yndi’ á hvarmi þínum; laus við harma leggur nótt líf að barmi sínum. Pálmi Pálmason Teacher of Violin Pupils prepared for examinations. 654 Banning St. Phone 37 843. Sigurrós Anderson Teacher of Piano Studio 1123 Ingersoll St. Phone 26 174 Fyrst ég hefi nú annars verið að tala um vísur, langar mig, Lög- berg gott, að biðja þig um rúm fyr- ir Ijóðabréf, sem mér barst fyrir fáum dögum síðan. Það er eftir vin minn, hr. O. T. Johnson, fyr- verandi ritstj. Heimskringlu. — Það var tilefni til þessa bréfs, að hann ^sakaði mig um það, að eg væri víst hættur að yrkja og að svefn virtist vera yfir mér hvað það snertir. Eg svaraði með einni vísu: Svefn þó taki marga og mig, minst það sakað getur, Tryggvi’ er að skaka sjálfan sig, svo hann vaki betur. Fáum dögum seinna fékk ég svo bréf hans, sem er á þessa leið: Vert er rökin varast, því vinar sök mun þyngja! Sumar vöku ofinn í eg vil stöku syngja. Sorgin þaggast sérhver þá, sálstríð haggast' lætur, meðan da^gar dropum á draumar vagga nætur. Ef að baga bylgjur kífs, blóm í haga’ ei fárast; það er saga sorgarlífs, sem að fagurt tárast. Nú er engin nótt í mér! Nú sízt geng á reiki; lífslþrá fengin anda er iðkar strengja-leiki. Enda bind á alt í gær, alla synd og trega, ljúfar myndir málað fær myrkrið yndislega! Efnisviður alls er svaf að því miðar — batna. Nætur friður augðast af óm frá niði vatna. Dýrra, veiztu, draumamál dagsins leyst frá t‘trum. Eins og neisti’ í sælli sál sé úr reistur fjötrum. Fegri draumar drífa hér dagsins glaum í klípur, hreyfast straumar alrúms er andinn tauma grípur. Æðra bruggast sálarsvið, sérhijbr huggast lætur. Andans gluggar opnast við ástar - skugga nætur. Samt ég mætast hlyti hrós, af heimasætum liðinn, ef eg gæti ofið Ijós inn í næturfriðinn. Ofar trjánum bjarmar brún! Brjóst mitt hlánar, logar — þegar máni á hæsta hún himins fána togar. Ljóðabréfin eru nú farin að verða sjaldgæf. Það er því fall- ega gert af O.T.J., sem sjálfur er fæddur hér vestra, að rifja upp þennan gamla, góða þjóðsið með þessum fallegu vísum. Hér fara á eftir fáeinar stökur, sem eg sendi honum til baka: Virtu raka víðsýnd, því vitur spakleik metur, kveðin staka alúð í engan sakað getur. Oft eg kýs mér unað frá óðar dísum slyngum, þó að vísur visni hjá Vestur-íslendingum. Þegar brestur btíginn þinn, borinn Vesturheimi, eygló sezt — en sólroðinn sögu bezta geymi. Áður en þér kaupið Kol eða Coke forða, þá látið oss senda yður hlass af ekta við. Við höfum úrvals birgðir. Birch ...... $11.00 per cord iPoplar ...... $7.50 per cord Tamarac ..... $10.00 per cord Slabs, heavy ......... $8.50 Pine ---....a— $ 8.00 per cord $1 að auki sagað eða klofið. PANTIÐ HLASS í DAG Phones: 25 337 r— 27 165 — 34 242 HALLIDAY BROS., LIIVIITED 342 PORTAGE AVe. — Mason and Risch Building Jón Ólafsson umboðsmaður. einnig fæði ef óskast. Hentugtj inu og úrslitin eru því ekki kunn fyrir skólafólk. Sími 88 190. 1 öðrum en þeim fáu, sem voru við- CANADIAN NATIONAL RAILWAYS tilkynna útnefningu S. M. Golden THE GLOBE GENERAL AGENCY 691 Main Street. Sími: 88 555 sem umboðsmann í Norðurbænum fyrir félagið. Mr. Golden hefir einnig umboð fyrir Trans-Atlantic eimskipafélög og af- greiðir farseðla hvert, sem vera vill; öll tungumál töluð. W-45 Þar við öldur unað báls áttu gjöld í sjóðum, vegleg tjöldin vits og máls vefðu kvöldsins glóðum. Hagleik sungin hu'gsjón 'merk hjartans ungleik málar, þar sem tungan stuðla sterk stýrir þunga sálar. Oft þó sakist æsku þrá undir klaka safni, þeir sem vaka vorsins þá vinda taka’ að stafni. Aldrei víkja! óttalaust önnur ríki kanna; munu’ ei svíkja sinna traust synir víkinganna. Þó að bystist þeyr við hún — þrautir gista kynnu, samt þeir fyrstir rista rún rausnar, lista og vinnu. Víkings anda eðlið mest ekki er vandi’ að finna, meðan standa og blómgast bezt bygðir landa minna. Þjóðin ung þó byggi borg, böl er sungið norna; mér er þungust þraut og sorg þagni tungan forna. Tryggvi snart við hörpu hljótt hendi vart óstyrkri, mér í bjarta blíðu nótt breytti ’hann svarta myrkri. J. J. Pálmi. Til “Landsins Helga” í Norðri (Framh. frá 5. bls.) ar, og eigi voru hér heldur verk allra málaranna, því annrs stað- ar í bænum efndu “óháðir, ís- lenzkir listamenn” til sýningar Á Listasýningunni gat að lta margt fagurra ,/og einkennilegra verka, ekki sízt málverka. Er þetta þeim mun eftirtektarverðara, þegar þess er gætt, að íslenzk málara- list hefir orðið til, að kalla má, síðan um aldamótin 1900. Þar sem list þessi er svo ung, er eðli- legt, að þar kenni nokkurs skorts á festu í heildarsvip; þar má glögt sjá áhrif af fjölda mörgum er- lendum stefnum, eldri og yngri. En þetta er aðal-atriðið og veru- legt fagnaðarefni: merkileg ís- lenzk myndlist er að skapast. Er vonandi, að listasmekkur þjóðar innar þroskist að sama skapi, svo að listamenn hennar verði eigi að svelta eða flýja land. íslenzkar bókmentir eiga eitt stórvirki í bókmentagjörð — mátt- úgt, háfleygt og djúpúðugt — FjallaÆyvind Jóhanns Sigur- jónssonar. Var það vel til fallið, að það meistaraverk var valið til sýningar, í sambandi við Alþing- ishátíðina. Ótlendingum gafst hér á að líta, hvað íslenzkar nú- tíðarbókmentir hafa bezt að bjóða, og einnig hverjum leikkröftum ís- lcndingar eiga á að skipa. Ekki THOMAS JEWELRY CO. Úrsmíði verður ekki lærð á einu eða tveimur árum. Tutt- ugu og fimm ára reynsla sann- ar fulkomna þekkingu. Hreinsun $1. Gangfjöður $1 Waltham úr $12.00. Póstsendingar afgreiddar taf- arlaust. CARL THORLAKSON * Úrsmiður 627 Sargent Ave. Winnipeg WONDERLANQ mm tiieatre mm —Sarjfent Ave„ Cor. Sherbrooke— NOTE OUR NEW POLICY Children, Any Time....10c Adults, Daily from 6 to 7 n.m...25c Sat. & Holidays from 1 to 7 p.m.25c THUR. & FRI. THIS WEEK “FOX FOLLIES OF 1930” —WITH— AN ALL STAR CAST HEADED BY EL. HRENDEL —Adtíed— A GOOD COMEDY & N^W’S SAT. & MON., SEPT. 20—22ntí GARY COOPER 66 THE TEXAN TUES. & W'ED., SEPT. 23—24th KEN MAYNARD -IN— kk MOUNTAIN JUSTICE” —BRING THE KIDDIES— Complete Chanjfe of Projrram Tuestíay—Thurstíay—Saturtíay skal hér dómur feldur á leik ein- stakra þátt-takenda, en segja má með sanni, að sýningin Itafi yfir- leitt tekist vel, verið hlutaðeig- er.dum til sóma. Eg hefi víst ekki verið sá eini, er fanst sem kalt vatn rynni honum milli skinns og hörunds, þá er tjaldið féll á síð- asta þáttinn í þessum örlaga- ramma og regin-máttka harmleik. Mér lá við að gera, eins og merk- ur íslenzkur rithöfundur kvað* hafa gert, er hann kom út úr leik- húsinu að lokinni sýningu á I jalla-Eyvindi — að bretta kápu- kraganum upp yfir eyru. Svo vel hefir Jóhanni tekist að færa leikinn í búning virkileikans, en siíkt gera snillingar einir. Af því, sem fyrir augun bar i Reykjavík, mátti því eigi aðeins sjá margan vott hinna miklu verklegu framfarir, sem á íslandi hafa orðið og eru að verða, held- ur einnig vitni þess, sem er enn meira um vert, að þar er auðugt andlegt líf, að öjl hugsun snýst þar ekki um þorskinn og ýsuna. PJÖÐLEOASTA KAFFI- OO MAT-SÖLUHÚSIÐ sem þessi borg hefir nokkurn tlma haft innan vébanda slnna. Ryrlrtaks máltíOir, skyr, pönnu- kökur, rflllupylsa og þjööræknis- kaffi.—Utanbæjarmenn fá sér ávalt fyrst hressingu & WEVEL CAFE 692 SARGENT AVE. Sími: 37 464 ROONEY STEVENS, eigandl. 100 herbergi, með eða án baös. Sann&jarnt verð. SEYM0UR H0TEL Sltni: 28 411 Björt og rúmgóö setustofa. Market og King Street. C. G. HUTCHISON, eigandi. Winnipeg, Manitoba. Painting and Decnrating CONTRACTORS Alt, sem lýtur að því að prýða híbýli manna, ditan sem innan; Paperhanging, Grainiag, Marbling Óteljandi 'tegundir af nýjustu inanhúss skrautmálning. Phone 24 365 L. MATTHEWS Eina höteliö er leigir herbergl fyrir $1.00 á dag.—Húsið eldtrygt sem bezt má verða. — Alt meö Norðurálfusniöi. CLUB HOTEL (Gustafson og Wood) 652 Maln St., Winnlpeg. Phone: 25 738. Skamt norðan viö C.P.R. stöðina. Reyniö oss. MANIT0BA H0TEL Oegnt City Hall ALT SAMAN ENDURFAGAÐ Heitt og kalt vatn. Herbergl frá $1.00 og hækkandi Rúmgöð setustr"'i. LACEY og SERYTUK, Eigendur SAFETY TAXICAB CO. LIMITED Til taks dag og nótt. Sanngjamt verff. Sími: 23 309. Afgreiösla: Leland Hotel. N. CHARACK, forstjöri. Eftirtektaverð Sýning á nýtízku áhöldum til notkunar á GASI A 1 Heimahúsum og Verksmiðjum, fer fram í verkstæðum vorum á Assiniboine Ave Símið 842 312 eða 842 314 viðvíkjandi tíma. WINHIPEG ELECTRIC ^^COHPANY^^ “Your Guarantee of Goad Service’> Fjórar búðir: Appliance Dept., Power Bldg., Portage and Vaughan; 1841 Portage Ave., St. James; Marion and Tache, St. Boniface; 611 Selkirk Ave.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.