Lögberg - 09.10.1930, Síða 4

Lögberg - 09.10.1930, Síða 4
Bls. 4. LÖGBERG. FIMTUDAGINN 9. OKTÓBER 1930. ^ögtierg Gefið út hvern fimtudag af TUE COLUMBIA PRE8S, LTD., Cor. Sargent Ave. og Toronto St. Winnipeg, Manitoba. Talsímar: 86 327 og 86 328 Einar P. Jónsson, Editor ^ Utanáskrift blaðsins: The Columbia Press, Ltd., Box 3172 Wrnnipeg, Man. Utanáskrift ritstjórans: Editor Lögberg, Box 3172, Winnipeg, Man. Verð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram. The “Lögberg” is printed and published by The Coiumhia Press, Limited, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba. + Blinda Skáldið Svo máttug og margþætt er andleg útsýn ýmsra manna, að hvorki elli, né heldur hula jarð- neskrar blindu, vi.ðist þar truflun valda að nokkrum verulegum mun. Fer þeim svo jafnan, sem bjartsýnir eru 0g trúaðir á lífið. — Staddur er hér með oss í borginni um þessar mundir, skáldið og vitmaðurinn Friðrik Guð- mundsson, sá, er til margra ára hefir búið búi sínu í grend við þorpið Mozart í Saskatehewan fylki; maður, sem þrátt fyrir önn og ys hins hversdagslega lífs, hefir vafalaust, þegar aðrir sváfu, vakað um ljósar óttu skeið og hlúð að skilningstré sínu við frjófgandi hjúphugun ljóðs 0 g listar. h yrir sérhvað það, sem einhvers verulegs er um vert, verða mennimir að leggja mikið í söl- urnar, 0g þá ekki hvað sízt einyrkinn, er afla vill sér varanJegs þekkingarforða, en fárra á frí- stunda ráð frá venjulegum skyldustörfum. Að afla sér fræðslu þegar aðrir sváfu, hefir verið eitt af megin einkennum þeirra, er lengst hafa náð í íslenzkri sveitamenning,, beggja megin hafsins. Friðrik skáld Guðmundsson, er nú í þann veg- inn að verða sjötugur að aldri; hærri aldri en það, hafa vitanlega margir náð, án þess að láta verulegan bilbug á sér finna. En þegar tekið er tillit til þess, að nú hefir hann verið blindur í freklega sex ár, er annað ekki unt en fyllast að- dáunar yfir eljunni og alúðinni, er hann hefir lagt við hugðarmál sín, þrátt fyrir hina örðugu aðstöðu, sem sjónleysinu að sjálfsögðu er sam- fara. ÍViðrik Guðmundsson er enn síyrkjandi; það eru líka fleiri. Hitt er meira um vert, að hann yrkir djúphugsuð, frumleg ljóð, er verulegt gildi hafa. Að gróði sé að ljóðum, sem þeim, er nú birtast á framsíðu þessa blaðs, verður tæpast efað. Það er aldrei til um of af viturlegum og vel sögðum ljóðum, en ávalt margfaldlega of mikið af sálarlausu rímhrasli. Jafn andlega heilskygn maður, sem Friðrik Guðmundsson, situr aldrei í myrkri. Þökk fyrir ljóðin! *——-----------------------------------—+ Hlýleg Ummæli í Garð Islands -----------------------------------------+ Meðal þeirra mörgu, er heimsóttu Island í sumar í tileíni af þúsund óra afmæli Alþingis, og látið hafa hlýleg orð sér af munni falla í garð lands og þjóðar, má nefna dómsmálaráðgjafa Manitoba fylkis. Hon. W. J. Major; hefir hann við ýms tækifæri minst Islands hér í borginni, og ávalt og allstaðar sama góðviljans orðið vart. A fimtudaginn þann 2. yfirstandandi mán- aðar flutti Mr. Major erindi um Island og ís- lenzku þjóðina í Rotary félagi Winnipeg-borgar fyrir miklu fjölmenni, og fara hér á eftir nokkur sýnishorn úr ræðu hans. “ Viðskiftadeyfð yfirstandandi tíðar,” sagði Mr. Major, “má í rauninni kallast heimsböl, að því leyti sem hún nær til flestra þjóða heims; þó hefir hún enn ekki skotið rótum á fslandi, þar sem atvinnuleysi er að heita má með öllu óþekt. ’ ’ “Reykjavík, sem er höfuðborg landsins, svip- ar mjög til borga af svipaðri stærð hér í landi,” sagði dómsmálaráðgjafinn; “í borginni eru á- gætir skólar, skrautlegar sölubúðir, ásamt veg- legum opinberum byggingum. 1 ríki bókment- anna, hvort sem um bundið, eða óbundið mál er að ræða, eru þrekvirki íslenzku þjóðarinnar slík, að hún hefir gilda ástæðu til metnaðar; áhrif hennar í þjónustu hins góða hafa breiðst út um víða veröld.” “Um þessar mundir telur fsland um hundrað og fimm þúsundir íbúa. Óhæít er að fullyrða, að eigi fyrirfinnist með þjóðinni allri ein einasta fullorðin og andlega heilbrigð manneskja, er ekki kunni lestur og skrift, og um það leyti er eg dvaldi á íslandi, munu þar ekki hafa verið meira en fjórar til fimm atvinnulausar mann- eskjur.” Mjög fór Mr. Major fögrum orðum um dýrð íslenzkrar náttúru, iðgræn engi og tíguleg risa- f jöll. Kvað hann svip landsins glögglega simpl- aðan á skapgerð þjóðarinnar, er yfir hvíldi hug- blær hetjulundar og glæsimensku. íslendingar hafa eighast ákveðinn talsmann þar sem Mr. Major er, og ber þeim að meta það að makleikum. Brautryðjandi Genginn Grafarveg •»—------------------------------------- Látinn er nýlega í bænum Neepawa hér í fylkinu, Alexander, Dunlop, ritstjóri vikublaðs- ins Neepawa Press, gáfaður ágætismaður, er mjög hefir komið við sögu þessa fylkis, síðustu þrjótíu og fimm til fjörutíu árin. Mr. Dunlop nam prentiðn á unga aldri og starfaði um hiíð við blaðið Manitoba í’ree Press. Ríkt mun það snemma hafa verið í eðli hans, að spila á eigin spýtur, og með það fyrir augum, réðst hann félítill í að flytja til Neepawa og stofna þar vikublað; lánaðist honum fyrirtækið svo vel, að innan tiltölulega fárra ára, var blað hans talið eitt fallegasta og fróðlegasta, viku- blaðið, sem gefið var út vestan vatnanna miklu. Fór saman hjá Mr. Dunlop glögg innsýn í mál- efni þau, er hann tók til meðferðar og þróttur í fiamsetningu, sem þá, er bezt getur. Það var regluleg unun að lesa margar ritgerðir lians; þær voru venjulegast stuttar, en hittu líka þeim mun betur í mark. 1 stjórnmálabaráttu þessa lands, gekk enginn þess gruflandi, hvar Mr. Dunlop stóð í skoðana- legu tilliti; hann var ávalt að hitta framarla í fylkingum þeirra, er frjólslynda flokkinn fyltu, og hlífði hann sér þá alla jafna lítt. Maður saknaði ávalt einhvers mikils á fundum og flokksþingnm frjálslyndu stefnunnar, ef Mr. Dunlop vantaði í hópinn. Hann var maður snyrtilega máli farinn; þó var það ekki mælskan, er mest hreif hugi manna, heldur fyrst og fremst dómgreind hans 0g einlægni. Maðurinn var með öðrum orðum allw, þar sem hann var séður. Margir úr hópi íslendinga vestan hafs, þeirra, er frjálslyndu stefnunni fylgdu að mál- um, munu minnast Mr. Dunlops með hlýhug og aðdáun; þeir áttu margir með honum samleið, einkum þegar kosningar voru í aðsigi og mikið stóð til, því þá var hann ávalt fyrsti maður á vettvang. Með Alexander Dunlop, er til grafar gehginn einn af hinum prúðu og nytsömu brautryðjend- um þessa lands, er fórnuðu til þess langri æfi, að gera garðinn frægan. -----------------------* Arngrímskvöld Frá því var skýrt í síðasta blaði, að staddur væri hér í borginni um þessar mundir, hr. Am- grímur söngvaii Valagils, kominn fyrir skömmu frá íslandi, og var þess þá jafnframt getið, að hann hefði ákveðið, að efna til söngsamkomu meðal þjóðbræðra sinna; var samkoman haldin í Sambandskirkjunni síðastliðið mánudagskvöld við sæmilega aðsókn, þótt vel hefði mátt betur vera, því svo gerði söngvarinn viðfangsefnum sínum góð skil. Það er skemst frá að segja, að hr. Arngrím- ur Valagils á yfir að ráða styrkri og sérlega blæ- fagurri baritone-rödd, er nýtur sín þó, að vorri hyggju, alla jafna betur á liáum tónum en þeim lágu. 1 blæbrigðum raddarinnar, kemur í hvar- vetna fram næm túlkun á sérkennum viðfangs- efnanna, ásamt viðkvæmum innileik lijartans, sem undir slær. Enginn nema sá, sem sjálfur leggur líf og sál í sönginn, getur vænst hins þráða bergmáls. Söngskrá sú, er lir. Valagils bauð áheyrend- um sínum upp á, var næsta fjölbreytt; voru þar lög eftir íslenzka, ítalska, þýzka, danska og norska sönglagaliöfunda. Það lagið, er hreif oss einna mest, var “Svanurinn,” eftir Edward Grieg; var meðferð söngvarans á því slík, að unun var á að heyra. Raddmagn hans virtist oss þó njóta sín bezt í síðasta laginu á söng- skráimi, Aríunni eftir Verdi; slíkt söngverk syngur enginn, svo vel sé, nema sá, sem vald hefir. Tvö lög söng hr. Valagils, eftir vestur-ís- lenzka tónskáldið, hr. Björgvin Guðmundsson, ‘ ‘ Kvöldbæn, ” 0g “ Dauðsmannssundið. ’ ’ Tókst honum vel til um meðferð laganna beggja, þó einkum á hinu síðarnefnda, að því er oss fanst. Þeir, sem einhverra orsaka vegna, fengu eigi komið því við, að heyra hr. Valagils syngja þetta áminsta kvöld, ættu ekki að sitja sig úr færi, ef hann efnir til söngskemtunar á ný hér í borginni, sem vér drögum ekki í efa að hann geri. Hr. Ragnar H. Ragnar píanókennari, lék undir við einsönginn. 1 dómi, sem birtist í blaðinu Manitoba Free Press á þriðjudagsmorguninn, eftir Miss Lillian Scart, söngdómara þess blaðs, er komist meðal annars þannig að orði um rödd og meðferð söngvarans, á hinum ýmsu viðfangs- efnum: Ungiir söngvari, með óvenju aðlaðandi, ómljúfa og styrka rödd, lét til sín heyra í Sam- bandskirkjunni í gærkveldi; á söngskránni voru ítölsk, íslenzk og önnur Norðurlanda sönglög. Söngvarinn var Arngrímur Valagils; aðsókn var sæmileg, og fylgdi fólk söngvaranum eftir með góðri athvgli. Hugarafstaða áheyrenda til söngvarans, fékk fylstu fullnægingu í “Svanin- um” eftir Grieg, er söngvarinn varð að endur- taka; tókst honum miklu betur til í síðara skift- ið. Einnig naut hann sín vel í lögunum eftir A. Baker Gröndahl og Ture Rangstrom; lágu þau vel við rödd hans. Svo var margt vert aðdáun- ar í hinni greinaglöggu meðferð hans á þeim lög- um, að það bætti upp að all-miklu leyti það, sem ábótavant var hjá honuni í meðferð laganna eftir Lotti og Handel, er á undan voru á söng- skránni.” Adolf Hitler Fáir munu þeir vera, er meira umtal liafa \ vakið með Norðurálfu þjóðunum um þessar mundir, en leiðtogi Fascista flokksins þýzka, Adolf Hitler, er svo gekk rösklega fram í síðustu kosningum, að flokki hans græddist á annað hundi að þingsæta. Er því nú ærið alment spáð, að svo geti auðveldlega farið, að þess verði eigi sérlega langt að bíða að þessi ungi æfintýramað- ur skipi hliðstæða stöðu á Þýzkalandi við þá, er Mussolini skipar á Italíu. Adolf Hitler, er aðeins fertugur að aldri, maður, sem ekki' lætur sér alt fyrir brjósti brenna. Þegnrétti sínum í Austurríki fyrirgerði Hitler, með því að innritast í her Þjóðverja; var liann um eitt skeið næsta handgenginn Luden- dorff herforingja, þótt samband þeirra yrði ekki endingargott. Iiitler var um hríð eindreginn talsmaður Communista hreifingarinnar, og var fyrir þá sök dæmdur í fimm ára fanglsi; þó var honum veitt frelsi eftir tæpa árs fangavist. Nú er komið annað hljóð í strokkinn; nú er Hitler einn sá ákveðnasti málsvari hervalds og auðsöfnunar, sem hugsast getur. Hvoit hann er ákveðinn keisarasinni, eða ekki, er að mestu enn á huldu; þó halda því margir fram, að slíkt muni hann láta sér í léttu rúmi liggja; aðal mar.kmið hans sé það, að ná alræðisvaldi í sínar hendur, til þess að geta náð sér enn betur niðri á sínum fyrri flokksbræðrum, communistunum. Þó er mælt að í kosningunum hafi hann með eldmóði sínum og orðkvngi, sært til fylgis við sig hópa manna úr öllum flokkum og stéttum. •i--—-----------------------+ Eimreiðin +------------—--------------+ Nýlega hefir oss borist í hendur 3. hefti Eim- reiðarinnar, xxxxvi ár, fjölbreytt og skemtilegt aflestrar. Innihaldið er sem hér segir: Jón Magnússon: A Þingvöllum 1930. (kvæði) Kristinn E. Anderson: Þýzk skáld. 1. Thomas Mann (með myndum). Oddur Oddsson: Flakk. Guðmundur Friðjónsson: Sæunn á Berg- þórshvoli (kvæði). Martin Anderson Nexö: Jan Umb. M. Júl. Magnús: Framfarir og horfur (með myndum). Gottfried Keller: Nunnan (saga). Stefán Einarsson: Eugene O’NeiIl (með mvndum). Thomas Coulson: Rauða danzmærin (sönn saga frá ófriðarárunum) framh. Guðmundur Böðvarsson: Kvæði. Ritdóma flytur heftið að þessu sinni, eftir A. J. og Sv. S. Einna skemtilegust rítgerð í þessu hefti Eim- íeiðarinnar, virðist oss sú um Bandaríkja rit- höfundinn Eugene O’Neill, eftir Dr. Stefán Ein- arsson, háskólakennara í Baltimore, — ítarleg greinargerð í iirýðilégri framsetningu, á sér- kennum og bókmentastarfsemi þessa merka, ameríska leikritaskálds. Þá hefir og ritgerð Kristins E. Andréssonar um Thomas Mann, mik- inn og margvíslegan fróðleik að geyma. Er hér um að ræða fyrsta kafla ritgerðaflokks um þýzk skáld, sem höf. er að semja. Þess er getið í inngangi ritgerðarinnar, að næsti kafli verði um Gerhart Hauptmann. “Kvæði Jóns Magnússonar “A Þingvöllum 1930,” er prýðisfallegt, eins og reýndar flest, sem frá penna hans kemur; má vafalaust skipa honum á bekk með hinum allra fremstu íslenzk- um nútíðarskáldum. Ljóð Guðmundar Frið- jónssonar um Sæunn'i á Bergþórshvoli, sver sig óneitanlega í ættina, þótt tæpast verði það talið til hinna mergjaðri kvæða þess einkennilega og þróttmikla höfundar. : Prýðileg er ritgerð Odds Oddssonar, ‘ * Flakk, ’ ’ lýsing á hugsanalífi og háttum íslenzks flökkulýðs á öldinni, sem leið. Er þar brugðið upp lifandi ljósmyndum af þessari sérstæðu förumannastétt íslenzku þjóðarinnar. Nú er hún liðin undir lok. 1 niðurlagi ritgerðar sinnar, kemst þessi glöggi, alþýðlegi rithöfundur þannig að orði: “Gamla flökkufólkið er farið og kemur aldrei aftur. En það er nú samt svo, að bæði eg 0g ef til vill fleiri eldri menn, sakna þessa fólks, og minnast tilbreytinganna, sem komur þess urðu valdandi, þar sem lítið var um gestakomu. Það voru næstum eins og hátíðakvöld að hlusta á fréttir þeirra og þjóðsögurnar, sem þeir kunnu svo margar og sögðu svo vel, eins og þeir sjálfir hefðu séð og lifað með því er sögutyar hljóðuðu um. Flökkufólkið gamla hafði í rauninni meiri og betri þýðingu fyrir þjóðina heldur en alment hefir verið veitt eftirtekt. Það hélt uppi íslenzku þjóðsögunum og var einskonar ómissandi sam- göngutæki, bæði líkamlega og einkum þó and- lega, á meðan alþýðan átti ekki kost á öðru betra. Og það hvarf, þegar þess var eigi lengur þörf.” Útsölu Eimreiðarinnar hefir með höndum hr. Arnljótur B. Olson, Gimli, Man. Ur bænum Mrs. G. Goodman, er nýflutt frá 587 Langside St., að 270 Good St. Þeim Mr. og Mrs. Magnúsi Ein- arsson 10% Sutherland Ave., hér í borginni, var, haldið veglegt gull- brúðkaupssamsæti síðastliðið þriöju- dagskvöld. Nánari greinargerð síð- ar. Hr. Arngrímur Valagils, baritone söngvari, efnir til söngskemtunar að Árborg, Man. þann 13. þ. m. að kveldi. Er vonandi að fólk fjöl- menni, því þar á það’kost á sérlega uppbyggilegri skemtun. Hr. Ragnar H. Ragnar, pianó- kennari hefir flutt kenslustofu sína frá 558 Maryland til Ste. 4 Norman Apts., gegnt Rose leikhúsinu. í meir en þriðjung aldar hafa Dodd’s Kidney Pills verið viður- kendar rétta meðalið við bakverk, gilgt, þvagteppu og mörgum fleiri sjúkdómum. Fást hjá ðllum lyf- sölum, fyrir 50c. askajn, eða sex öskjur fyrir $2.50, eða beint frá The Dodds Medicine Co., Ltd., Toronto, ef borgun fylgir. Mr. Harold Brown, einn af nem- endum hr. Gunnlaugs Eyríkssonar píanókennara að Wynyard, Sask., h’aut við hljómlistarprófin í vor, sem leið, hæzta einkunn þeirra allra í iunior flokknum, er undir próf gengu við Toronto Conservatory of Music og fékk silfur-medalíu aö launum. Kennari hans, Mr. Eyríks- son er einn af nemendum Miss Eva Clare, og er sérlega vel að sér í list sinni og áhugasamur. íslenzkir Stúdentar Skara Fra m Ur í íþróttasamkepni. í íþrótta samkepni, sem háð var hér í borginni í síðustu viku, og sem fjöldi stúdenta tók þátt í voru þrír íslendingar, sem skör- uðu fram úr öðrum í vissum í- þróttum. Það voru Miss Aldís Thorlákson, Magnús Paulson ofe Fred Fjeldsted, Þau stunda öll læknisfræði og fyrir þeirra að- gerðir vann læknaskólinn flest verðlaun. Miss Thorlakson í Ja- velin throw, Baseball throw og Discus throw, Magnús Paulson fyrir high and low hurdles, og Fred Fjeldsted fyrir shot put hammer throw og discus throw. WONDERLAND. Canadian Prosperity Week 11.—18 Okt. Öllum þeim, sem leikhúsið sækja þessa viku, gefst kostur á að vinna sér inn verðmæt verðlaun. Fyrir hvern aðgöngumiða, sem borgað er fyrir, getur sá, sem miðann á, einu sinni getið til um þyngd á kolastykki, sem til sýnis er í leik- húsinu. Sá sem rétt 'getur, eða næst kemst, getur valið úr verð- laununum, og svo hver af öðrum, meðan verðlaunin endast. Hver maður getur komið eins oft eins og hann vill og getið einu sinni fyrir hvern aðgöngumiða. Verð- launin eru gefin af kaupmönnum í nágrenni við leikhúsið, og eru þeir hér taldir og sömuleiðis verð- launin. Úrslitin verða kunngerð á mánudagskveldið 20. okt. Þeir, sem vefðlaunin hafa gef- ið eru: E. Nesbitt, Limited, Sargent og Sherbrook, 1 Portable Gramaphone. Woods Coal Co.., Ltd., Phone 45 262, 1 ton of Wild Fire Coal. Roberts Drug Store, Sargent og feherbrooke, 1 Compact Set. NealS' Store, 593 Sargent Ave., 1 Box of Apple. The Royal Bank of Canada, Sas- gent og Sherbrooke, 2 One Dollar ' feaving Account. Joe Valente, 607 Sargent Ave., 1 Pair of Slippers. Sán Remo Fruit Store, 615 Sar- gent Ave., 1 Box of Grapes. G. F. Dixon, 591 Sargent Ave., Choice Leg of Lamb. Hátíðarsagan Heyrst hefir, að í ráði sé að rita ítarlega frásögn um Alþing- ishátíðina. Það er ekki nema gott og blessað. En að hve miklu leyti nauðsyn er á að gefa út ítarlega frásögn um hátíðina, er mjög mik- ið álitamál. — Þó er vel við eig- andi að safna því öllu, sem sagt verður um hátíðina, undirbúning hennar og hvernig hún fór fram í öllum atriðum smáum sem stór- um. Auk þess sem hin nákvæma frásögn hefir sögulegt gildi, þá er og mjög hentugt fyrir eftir- komendurna, að hafa greiðan að- gang að allri þeirri reynslu. sem nú fékst, svo hægt verði að not- færa sér hana þegar að því kem- ur, fyr eða síðar, að efna til svip- aðra hátíðahalda, þar sem búast má við, að mikið fjölmenni verði samankomið. Skýrsla sú, sem gera þarf um hátíðina, má ekki vera einskorðuð við álit, vitneskju og reynslu eins manns. Enginn einn maður hefir nokkra verulega hug- mynd um alt, sem gerðist hina viðburðaríku daga á Þingvöllum. Hátíðarsagan verður að byggjast á frásögn eða skýrslugerð fjölda margra manna, m. a. þeirra, sem eitthvað fengust við undirbúning hátíðarinnar, eða einhverja um- sjón eða stjórn höfðu á hendi, og segi hver frá sínu sviði. Það sem ekki verður prentað af því, sem þannig fæst skráð, verður að sjálf- sögðu geymt handa eftirkomend- unum. — En nú er löngu liðin sú tíð, að menn geri sig ánægða með orðin tóm, þegar lýsa skal einhverjum atburðum. Myndir verða að fylgja. Að hve miklu leyti Alþingishátíð- arnefndin hefir verið sér úti um myndir af hátíðinni, er blaðinu ekki kunnugt. En hitt er víst, að sægur er til af myndum, og eru þær á víð og dreif meðal manna. Meðan eigi er lengra frá liðið en nú er, ætti að vera hægt að ná til velflestra innlendra manna. Kin- faldasta ráðið til þess væri að efna til sýningar á Ijósmyndum frá hátíðinni. Ef eitthvað værl af verðlaunum á tvennan hátt, fyr- ir beztu myndaflokkana og beztar stakar myndir, myndu margir seilast til verðlaunanna, og koma fram með það, sem þeir hafa. Og jafnframt mætti geta þess, að nefndinni væri þökk á því, að sem mest yrði sent á sýninguna. Kostnaður við sýningu þessa yrðí enginn, því inngangseyrir myndi jafna hann. Og húsrúm er við hendina, sýningarskálinn í kirkju- stræti. — Mgbl. Karlakór íslendinga í Winnipeg undir umsjón Björgvins Guðmundssonar efnir til samsöngs að Gimli Fimtudaginn þann 16. þ. m. með aðstoð PAUL BARDAL, baritone, PÁLMA PÁLMASON, fiðluleikara, RAGNARS H. RAGlNAR, píanista. Aðgangur 50 cent. Byrjar kl. 8.30 e. h. DANS Á EFTIR Arngrímur Valagils ISLENZKUR BARITONE heldur söngsamkomu 13. þ. m. að Árborg, Man. Ragnar H. Ragnar píanisti aðstoðar. Aðgangur 50c. Byrjar kl. 8.30 e. h.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.