Lögberg


Lögberg - 16.10.1930, Qupperneq 4

Lögberg - 16.10.1930, Qupperneq 4
Bls. 4. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 16. OKTÓBER 1930. Xögberg GefiS út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS, LTD., Cor. Sargent Ave. og Toronto St. Winnipeg, Manitoba. Talsímar: 86 327 og 86 328 Einar P. Jónsson, Editor Utanáskrift blaðsins: The Columbia Press, Ltd., Box Winnipeg, Man. Utanáskrift ritstjórans: Editor Lögberg, Box 3172, Winnipeg, Man. Verð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram. The "Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba. +---------------------------------- Arabiskt konungsríki verður til á svipstundu +■— -------------------------------—+ Konungsríki nokkurt er nefnt Transjórdania (landið fyrir handan Jórdan). Saga þess er svo einkennileg að jafnvel ótrúlegustu skáldsög- ur taka henni ekki fram. Þótt þetta litla land sé svo að segja eintóm eyðimörk, er það mjög þýðingarmikið fyrir brezka ríkið. Þar situr að völdum arabískur konungur 0g eru laun hans jöfn launum Banda- ríkja forsetans. Konungur þessi heitir Emir Abdullah. Bróðir hans, sem Feisal heitir, er víðþektari; hann er í Iraq. Stjómarfyrirkomulagið í Transjórdaníu er lítið þekt, en lagalega er landið undir vernd Breta fvrir hönd Palestínu (landsins helga). Það var af tilviljun einni að Transjórdanía komst undir yfirráð Breta. Abdullah fór herferð í því skyni að hefna fyrir móðgun, sem honum fanst að Feisal bróður sínum hefði verið sýnd. Þegar Feisal varð kon- ungur yfir Sýrlandi 1919, réði hann einnig yfir því héraði, sem nú er nefnt Transjórdanía. Þeg- ar Frakkar ráku Feisal frá völdum, fengu Bret- ar honum Bagdad til yfirráða. Milli Bagdad og Damaskus var eyðimerkur hérað 20,000 fermíl- ur á stæið; var það nefnt Transjórdanía, og þá undir yfirráðum konunglegrar herdeildar frá Frakklandi. Þegar minst varði kom Abdullah í bæinn Amman, sem nú er höfuðborg Transjórdaníu; liafði hann með sér flokk manna, sem hann kall- aði “herlið.” Kvaðst hann vera á ferð til Damaskus til þess að hefna fyrir Feisal bróður sinn. 1 raun réttri hugsaði hann sér að verða sjálfur konungur í Damaskus. Þetta þótti Bret- um varhugavert og alvarlegt. Sir Herbert Samuel var staddur í Jerúsalem þegar þetta skeði. Hann vissi að Winston Churchill var á ferð í Cairo 0g komst tafalaust í samband við hann. Þessir tveir brezku stjóm- málamenn buðu Abdullah að vera kyr þar sem hann var í Amman og ráða þar yfir litlu og lag- legu konungsríki. Abdullah félst á þetta; settist að í Transjórdaníu og hefir verið þar síðan á- nægður í alla staði, eftir því sem fréttir flytjast. Þetta land veitir Bretum einkar þægilegt samband við Bagdad; þeir ráða landinu í raun og sannleika, því Abdullah er undir vald þeirra gefinn; hald þeirra á Transjórdaníu er eitt aðal- atriðið í fótfestu þeirra þar eystra. Landið er eins 0g öxi í laginu; byrjar það þar sem Palestína endar. Axarhöfuðið nær niður til Akaba og Kauðahafsins, en skaftið veitir Bret- um greiðan veg yfir hina miklu eyðimörk til Bagdad. Höfuðborgin Amman er þar sem axarhöfuð- ið 0g skaftið mætast. Transjórdanía er í raun réttri stjórnað undir umsjón yfirræðismannsins í Jerúsalem. Ibúatala þessa einkennilega lands er nálægt 300,000; eru þeir flestir Arabar og kunna fæstir að lesa eða skrifa. 1 landinu var aldrei neitt sjálfstjómar fyrir- komulag fyr en Bretar komu til sögunnar. Settu Bretar þar á stofn nýja stjóm með löggjafar- valdi; er hún að nokkra skipuð gömlu stjóminni ásamt framkvæmdarvalds mönnum; í henni eru níu Múhameðstrúarmenn, þrír kristnir menn og tveir Circassíumenn; era þessir allir kosnir úr flokki búsettra landsmanna; en þar að auki era í stjóminni tveir úr flokki hjarðmanna. +•----------------------——*-------—•—•+ Brazilíu-sambandið +—■—----------------------------------+ Blóðsúthellingar þær hinar ægilegu, er fram hafa farið í Barzilíu undanfarnar vikur, hafa að sjálfsögðu vakið alþjóða athygli, og jafn- framt beint hugum manna að því, hve mikið er á seiði, þar sem önnur eins stórþjóð á í hlut. Brazilía, sem í rauninni saman stendur af allmörgum smáríkjum, er lang-umfangsmesta ríkið í Suður-Ameríku; alls er ríki þetta 3,285,- 319 fermílur að stærð, en íbúatalan nokkuð á fertugustu miljón. Strandlengja landsins nem- ur 4,106 mílum, en hin fræga höfuðborg ríkis- ins, Rio de Janeiro, telur eina miljón og tvö hundíuð þúsundir fbúa. Norðurhluti landsins, liggur meðfram Ama- zon fljótinu, sem er lengsta fljót í heimi; era ' þar risavaxnir skógar og feikileg timburtekja. 1 austur- og suðurríkjunum, er fjöllótt mjög, og streyma um þau margar stórár, með fallþung- um fossum; inn á milli fjallanna liggja fagrir og frjósamir dalir, er gefa af sér feikna auð. Landið er afar auðugt af málmi og víða gróð- ursælt; meðal annars má benda á það, að í fjóram ríkjum innan ríkjasambandsins, eru ra'ktaðir fjórir fimtu hlutar af öllu því kaffi, sem framleitt er í veröldinni; auk þess er mikið framleitt af togleðri, baðmull og sykri. Yfir höf- uð að tala, er akuryrkja landsins sérlega arð- vænleg, og er þó ekki nema tiltölulega lítill hluti landsins undir rækt. Verksmiðjuiðnaður í Brazilíu, er kominn á næsta hátt stig; munu verksmiðjurnar vera nokkuð á fjórtánda þúsund. / Mörg þúsund skip, hlaðin varningi, sigla ár- lega til megin-hafnanna og frá þeim, svo að segja frá öllum þjóðum heims. Jámbrautar- kerfi þjóðarinnar nemur um tuttugu þúsund mílum, og er það að miklu leyti þjóðareign. Bíl- vegir þjóðarinnar nema freklega ]>rjátíu og fimm þúsund mílum. Arlegur straumur mn- flytjenda til landsins er-feikna mikill, bæði frá Evrópu og Asíu. Arið 1926, nam innstæðufé eftirgreindra þjóða í landinu þeim upphæðum, er hér seglir: Bretar 284,265,268 sterlings- pund; Frakkar, 2,217,561,800 frankar; Banda- ríkin, $417,000,000, en aðrar þjóðir, $300,000,- 000. Af þessu, er sýnt, að ítök þau, er hinar ýmsu stórþjóðir eiga í Brazilíu, era hreint ekk ert smáræði. Stjórarfar Barzilíu er sniðið eftir fyrir- komulagi Bandaríkjanna, og hefir þjóðin búið við lýðveldisstjóm síðan 1891. +--------------------------------1-----+ Afstaða stjórnanna til landbúnaðarins ---------------------------------------* Fátt mun það vera, er um þessar mundir veldur stjómum hinna ýmsu þjóða þyngri á- hyggju, en núverandi ásigkomulag landbúnað- aiins; era horfurnar víðsvegar svo alvarlegar, að með einsdæmum má telja. Misjafnlega hef- ir stjórnum tekist tiJ í þessu efni, sem revndar er engin furða; þó eru tilraunir þeirra yfirleitt næsta virðingarverðar. Núna fyrir skemstu, hefir stjómin brezka samið framvarp til laga, er leggjast á fyrir næsta þing, er það hefir að markmiði, að skifta landinu niður í einskonar sölu-umdæmi, er út- vega skuli og annast markað fyrir þær vöra- tegundir, sem framleiddar era á því svæði'; yfir- umsjón með þessum samlags nýjungum, skal vera í höndum allsherjar markaðsnefndar, er framleiðendur sjálfir kjósa. Samningar þeir, er bændur í téðum umdæmum gera, era bind- andi fyrir ákveðið tímabil, eins og gildir um samninga meðlima hveiti samlagsins hér í landi. Sé um umdæmi að ræða, er eigi vilja sætta sig við þetta nýmæli, er á þau skorað að tilkvnna slíkt landbúnaðarráðgjafanum vafn- ingalaust. Gert er einnig ráð fyrir í framvarpi þessu, að skipuð skuli jafnframt nefnd lír hópi þeirra, sem framleiðsluna kaupa, er athuga skuli gaumgæfilega stefnu og strauma samlagssöl- sölunnar, íhuga umkvartanir, er koma fram, og leggja síðan álit sitt fyrir hlutaðeigandi ráð- gjafa. 1 viðbót við það, sem nú hefir nefnt verið, stingur stjómin upp á því, að stofnaðir verði sjóðir samlagssölu fyrirtækjum þessum til efl- ingar. Upphæð þess sjóðs, er nota skal á Eng- landi sjálfu, er ákveðin tvær miljónir og fimm hundi uð ])úsundir dala, en á Skotlandi skal höf- uðstóll slíks sjóðs nema sex hundrað tuttugu og fimm þúsund dölum. Hin nýju sölu-umdæmi geta fengið lán úr sjóðum þessum vaxtalaust í tvö ár. 1 vissum tilfellum, má veita lán til lengri tíma; en til þe&s, að slíkt fáist, þarf meðmæli sérstakrar nefndar, er skipuð skal samkvæmt fyrirmælum framvarpsins. Komi til þess, að einhver íbúi sölu-umdæmisins gerist sekur úm smyglun, það er að segja selji vöru sína utan vébanda hlut- aðeigandi samlags, skal sá rækur ger úr félags- skapnum. Framleiðslutegundir þær, er sam- lagið grípur yfir, era mjólk, ull, jarðepli, korn, ostur og búpeningur. Við byrjun yfirstandandi árs var 35,400 samlagsstofnunum í Þýzkalandi steypt saman í eina heild. Er þetta afleiðing af margra ára tilraunum Þjóðverja í þá átt, að koma samlags- sölu fyrirkomulaginu á fastan grandvöll. Er þess vænst, að margt gott muni af samsteypu þessari hljótast landbúnaði þjóðarinnar til við- reisnar. Árið 1928 afgreiddi þýzka þingið lög, er það höfðu að markmiði, að greiða fyrir sölu bún- • aðarafurða; lutu ýms ákvasði þeirra laga að því, að koma hinum ýmsu samlagsstofnunum í það horf, að þær fengi sem mestu um ráðið, hvenær hinar ýmsu framleiðslutegundir skyldu seldar, eða hvenær væri hentast að selja þær. Auk þess er með lögum þessum ákveðin margfalt strang- ari flokkun framleiðslutegunda, en áður hafði gengist við. Gert er ráð fyrir því í löggjöf þessari, að stjórnin hlutist til um fjárhagsleg- an stuðning hinum ýmsu samlagsstofnunum til handa; þó oigi með beinum fjárframlögum úr ríkissjóði, heldur með ábyrgð við þær peninga- stofnanir, er einkum og sérílagi hafa gefið sig við að lána bændum fé. Þessi nýja samlagssölu samsteypa á Þýzka- landi, nær yfir áttatíu og sjö gamlar, samstarfs- stofnanir. Bílferð upp vm örœfi Síðastliðinn sunnudag var far- ið í bíl upp að Hvítárvatni. Fóru það tveir menn af vegamálaskrif- stofunni,Ásgeir Ásgeirsson og Jón J. Víðis og Einar Magnússon kennari, en bílinn átti Sigurður Jónsson frá Lauig og stýrði hon- um sjálfur. Var farið af Gullfoss- vegi skamt fyrir neðan Gullfoss og komið á veginn er liggur upp að Hvítárvatni (Kjalveg) lítið eitt neðan við Selhaga, farið nokk- urn spöl eftir veginum en beygt svo í vestur og onrður og farið yf- ir Sandá á að gizka 3 km. ofan við vaðið. Frá Sandá var stefnt á Sandvatnshlíðar og haldið norð- ur með þeim og fyrir Grjótárdrög og upp á Skjálpahraun og komið að suðvesturhorni Hvítárvatns. Á heimleið var farið vestur að Sandvatni og komið þar að, er Sandá rennur úr vatninu. Þaðan var að sjá greiðfært norðan vatns- ins vestur í áttina að Hagavatni. Frá Sandvatni var haldið niður með Sandá o'g yfir hana á svipuð- um stað og áður. Þaðan var svo haldið vestur að Árbrandsá, en hún á upptök sín í Sandvatni eins og Sandá. Niður með Árbrandsá^ var farið nokkra km., én þar eð . ekki varð komist vestur yfir hana var snúið við og haldi austur und-1 ir Selhaga og þaðan niður á Gull- fossveg. * Veður var fagurt á fjöllunum um helgina. Á sunnudag ymist hægur austan andvari eða logn, en hiti mikill af sólu um miðjan daginn. Skygni var ágætt og mátti af hæðunum sunnan Hvítár-! vatns sjá norður allan Kjöl alt norður á Illviðrahnúka norðvest- an í Hofsjökli. Á Tjarnheiði aust^ an Hvítárvatns mátti vel greina sæluhúsið er Ferðafélag íslands hefir látið reisa þar. — Ekki virð- ast næturfrost hafa komið enn þarna upp frá, því að ber voru óskemd. — Víða eru greiðfærir kaflar á þessari leið, sléttir, harð-! ir melar, en sumstaðar eru mel-j arnir stórgrýttir og milli þeirra grýttar vatnsrásir illfærar bílum.| Einna ógreiðfærust er leiðin upp undir Selhaga, 0g á köflum norð-! an við Grjótárdrög. — Með til- tölulega litlum kostnaði mætti ryðja þessa leið alla og gera bíl- * færa upp að ferjustaðnum ú Hvít-I á, og ef þar væri sett lítil bíl-j ferja (eins og sett var á Eldvatn- ið eystra í sumar), mætti að öllum líkindum með litlum umbótum á Kjalvegi komast alla leið norður á Hveravelli. — Vísir 12. sept. í meir en þriðjung aldar hafa Dodd’s Kidney Pills verið viður- kend-ar rétta meðalið við bakverk, gigt, þvagteppu og mörgum fleiri sjúkdómum. Fást hjá öllum lyf- sölum, fyrir 50c. askajn, eða sex öskjur fyrir $2.50, eða beint frá The Dodds Medicine Co., Ltd., Toronto, ef borgun fylgir. Aðal-aðsetur (leiðangursmanna er 40 mílur sunnan við Angmag- salik, við fjörð nokkurna, sem nú hefir hlotið nafnið Quest-fjÖrður, þar eð hann var nafnlaus áður. Quest mun fara héðan tii Grænlands 26. þ. m. og verða á á- kvörðunarstaðnum þ. 30. þ. m. Skipið dvelur að eins einn dag í Quest-firði, meðan verið er að afferma það, en heldur að því búnu til Noregs:—Mgbl. 21. sept. Grœnlandsfarið aQuest,,, lEimskipið Quest, Grænlands- farið, sem rlutti ensku flugleið- angursmennina til Grænlands í, sumar, kom hingað í gær, til þessj ar taka hér ýmsa hluti og vörur, sem leiðangursmennina vanhag- aði um. En þeir ætla að hafa vetursetu í Grænlandi, svo sem almenningi er kunnugt. Með skipinu hingað kom CozensJ flugliðsforingi. * Hann segir svo frá, að nú þeg- ar hafi allmerkilegar flugrann- sóknir verið leystar af henai og engir sérstakir örðugleikar orðið því til hindrunar. SKÝRING. “Viðbætir við bréfið.” “Ekki má ég vera svo líðilegur, að minnast ekkert á mig. Og þá er bezt að vísa til þíns skarp- skygna álits.” * Eg er nefnilega mjög svipaður því, er eg var síðast, er þú sást mig, nema hvað Mrs. Elli tekur einlægt með ári hverju heilmik- inn skerf af þreki og þrótti. Hún er að gjöra skyldu sína, kerlingar- greyið, en gjörir það alt mjög vægilega, og má ég vera henn! mjög þakklátur fyrir það, því að margan leikur hún hart, og tek- ur hörðum tökum, — að ég ekki tali um, þegar blessuð sjónin, heyrnin, málið og minnið, eitthvað af þessu bilar, það er alveg ótta- legt, 'að mér finst. Og því var það, að ég skrifaði litla kveðju-bréfið í Lögberg; ef að slíkt mótlæti eða annar missir krafta kynni að koma fyrir mig, — fanst mér eins og of- urlítið gaman, eða uppbót á því, að vera búinn að kveðja vini mina. En ég hefi gjört það máske held- ur snemma, ef að nokkuð “heldur of isnemma” er hægt að tala um í þeim sökum, — því að ég hefi tek- ið eftir því, að ýmsir menn, bæði mér kunnugir og ókunnugir, hafa horft á mig eins og rannsakandi, og spurt mig nokkuð nákvæmara en oft áður, hvernig mér liði, o.s. frv. Og einnig í bréfum hefi eg verið spurður að því síðan. ý,æt eg því þennan litla kafla úr bréfi til vinkonu minnar leysa úr þeim efa, eða misskilningi, sem hið á- minsta litla bréf mitt í Lögbergi hefir ollað. Og þakka ég glaður fyrir þann hluttekningarvotty og segi við ykkur öll: Rólega og frið- sæla nótt! Og góðan, bjartan og gleðiríkan dag. J. Briem. Þenna viðbætir við nú nýskrif- að bréf, bið eg yður, herra rit- stjóri, að taka í blaðið Lögber'g. Með vinsemd. J. Briem. Eftirfarandi tilkynning frá verzlunarráðu- neyti Bandaríkjanna, gefur ljóslega til kynna auknar athafnir hinna ýmsu þjóÖa á sviði sam- vinnunnar landbúnaðinum til eflingar. Stjórnirnar í Ungverjalandi, Jugoslavíu og Rúmeníu, hafa ákveðið að beita sér fyrir, í sam- ráði við ýms verzlunarsamtök meðal þessara þjóða, að koma á stofn allsherjar hveitisamlagi, er annast skuli um sölu þess hveitis, er þessar þrjár þjóðir hafa til útflutnings. Dr. Elemer Staub, framkvæmdarstjóri þeirrar stofnunar, er yfirumsjón hefir haft með vöruútflutningi frá Ungverjalandi, er eindreginn stuðningsmaður þssarar nýju hreifingar, og hið sama er um búnaðarráðgjafa Rúmeníumanna að segja. Með það fyrir augum, að hrinda nýjung þssari í framkvæmd, hefir verið ákveðið að stofna hlutafélag með $528,000 höfuðstól. Er gert ráð fyrir, að stjómir hlutaðeigandi ríkja megi leggja fram 90 af hundraði hlutafjárins. 1 stjórn fyrirtækisins skulu eiga sæti landbúnað- ar og verzlunarráðgjafar þessara þriggja þjóða; stofnun þessi skal með öllu undanþegin skatti.” Nú hefir það einnig flogið fyrir, að Pólland vilji gjaman gerast meðlimur í þessu nýja hveitisölusamlagi, sem telja má, ef af fram- kvæmdum verður, fyrsta, alþjóðlegt hveitisölu- samlag í heimi. Grein þessi er að mestu tekin upp úr tíma- riti hveitis^mlagsins í Manitoba. i-------------------------—— --------------+ Flug +------------------------------------------* Reglubundnar flugferðir í Canada, era að verða eitt af lífsskilyrðum þjóðarinnar, eigi að- eins til póstflutninga, heldur og til fólksflutn- inga líka. Svo hratt hefir flugmálunum skilað áfram sunnan landamæranna, að hin canadíska þjóð getur undir engum kringumstæðum setið hjá og hafst ekki að; enda er nú sem betur fer, áhuginn fyrir þessu mikilvæga máli, jafnt og þétt að fara í vöxt. Um þessar mundir munu iiðin vera ellefu ár, eða svo, síðan farið var til þess fyrir alvöru, að gefa gaum flugmálunum hér í landi; var það upphaflega sambandsstjómin, er fékk í þjónustu sína nokkur loftför í því skyni, að liafa eftirlit með skógareldum, kynna sér högun þeirra og afstöðu, þannig, að hægra yrði um vik að fyrir- bvggja útbreiðslu þeirra. Að árangurinn hafi orðið góður, verður eigi um deilt. Nú er svo komið, að stjórnin er búin að beita sér fyrir stofnun flugsambanda til póstflutninga um landið þvert og endilangt, auk þess sem hún og þessi flugfélög halda uppi reglubundnum far- þegaflutningi. Margt og mikið er um það ritað og rætt, hver feikna háski sé flugferðunuih samfara, og ber því sízt að neita; nægir í því efni að benda á flugslysið nýafstaðna, er felmtri sló og hrylling svo að segja á allan hinn mentaða heim. En hvað er um bílana ? Tæpast tekur maður sér svo blað í hönd hér í borginni, að ekki mæti auganu fregnir af einu bílslysinu á eftir öðru. Mundi nokkur heilvita maður láta sér til hugar koma, að fólk ætti að hætta við bílana fyrir það. Slys- in era ekki ávalt fartækinu að kenna, heldur þeim, sem gálauslega stýrir því. Samgöngur í loftinu, eru að vissu leyti á til- rauna stigi, enn sem komið er, þótt mikið hafi að vísu unnist á. Og þó mörg hörmuleg slys hafi átt sér stað, þá munu þau samt sem áður vera tiltölulega færri, en við hefir gengist um notkun annara nýrra fartækja. Flugið hefir aldrei verið lagt fuglinum til ámælis. Hví ekki að láta það sama gilda um manninnl -------------------------------* Kveður við annan tón +—------------------—-------—■+ Þeir, sem hæzt létu í síðustu sambandskosn- ingum og digurbarkalega töluðu um útflutn- ing fólks liéðan og suður yfir landamærin, hafa skift um liljómblæ núna upp á síðkastið; nú á þetta, sem vitaskuld flest annað, að vera að fullu læknað eða því sem næst, sökum ráðdeild- ar og fyrirhyggju Bennett-stjórnarinnar. Meðal þeirra málgagna afturhaldsliðsins, en einna mest úthúðuðu King-stjórninni í síð- ustu kosningum, var blaðið Toronto Mail and Empire; meðal annars fordæmdi blaðið Mr. King 0g stjórn hans fyrir það, að hafa ekki ráðstafanir gert til þess að hindra útstreymi canadiskra borgara suður til Bandaríkjanna. Vitanlega var hér aðeins um heilaspuna og blekkingu að Tæða, sem svo oft er gripið til, Jtegar í rökþrot er komið. Sannleikurinn er sá, að einmitt þau árin, er frjálslynda stjórnin fór með völd, einkum hin síðustu, kom fleira can- adiskt fólk heim til búsetu sunnan úr ríkjum, en þangað flutji; vanalega þetta á milli þrjátíu og fjörutíu þúsund. Að sjálfsögðu er fólk af canadiskum upprana enn að koma til baka, sem leiðir af því, að öldungis án tillits til stjórnar- skiftanna, er ástandið í mörgum tilfellum drjúgum betra og framtíðarhorfurnar lífvæn- legri hér með oss, en sunnan við landamærin. Að þakka Bennett-stjórninni slíkt, væri í raun- inni ekki annað en hin mesta fjarstæða, að henni gersamlega ólastaðri. Það gerir engin stjóm kraftaverk á fáum mánuðum. Það nær því engri átt, að þakka Bennett-stjórninni enn sem komið er, fyrir nokkuð annað, en lækkunina á hveitiverðinu, ef það er þá þakkarvert. Hvað ætli margir bænd- ur syngi henni lof 0g dýrð í því sambandi? Á þetta hafa málgögn Mr. Bennetts gersamlega gleymt að minnast. HeILBRIGÐAR grurfdvallarreglur og sú fasta stefna, að færa jafnan út kvíarnar, era ástæðurnar fyrir Iiinum stöðuga vexti þessa banka um sextíu ára skeið. Nú er hann ein af hinum mestu og öflugustu bankastofnunum í heiíni, og sinnir öllum bankavið- skiftum innanlands, auk forystu í utanlands við- skiftum. The Royal Bank of Canada

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.