Lögberg - 16.10.1930, Side 6

Lögberg - 16.10.1930, Side 6
Bla. 6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 16. OKTÓBER 1930. Sonur Guðanna Eftir R E X B E A C II. “Einmitt það. Það er ágætur siður.” “Ekki mjög góður fyrir okkur,” sagði Marcus hrosandi, “því þá hefðum við lögmenn imir lítið að gera. En hvað eigið þér við með því að þeir, sem ekki geta borgað skuldir sínar, verði að hverfa úr sögunni!” “Sumir fremja sjálfsmorð,” sagði Eee Ying og ypti öxlum. “En hvað sem því líður, þá munuð )>ið hafa hér skuld að heimta, sem fallin er í gjalddaga og —” Sam gat ekki lengur þagað og sagði með töluverðum hita: “Hvaða vitleysa er þetta? “Þetta er bara—” “Hægan,” sagði faðir hans, og það var skipun í röddinni, þó hún væri góðlátleg. “Eg hefi tekið þetta mál í mínar hendur.” “Þetta eru bara svik og prettir,” sagði Sam. “Svívirðileg ósannindi og —” Mrs. Stevens hljóðaði upp yfir sig, en Marcus tók til máls áður en hún komst að: ' “ Við skulum ekki fara að jagast neitt. Við komum hingað til að ganga frá þessu máli á einn veg, eða—” “Það skal engum líðast að kalla mig svik- ara,” sagði konan með töluverðum ofsa. “Eg er fyllilega ánægð með að láta dómstólana skera úr þessu máli—” “Esther!” sagði Himes í ])eim róm, að auð- skilið var að hann ætlaðist til að hún þegði. “Ekki nema það þó, að draga stúlkuna á tálar og vilja svo—” “Esther!” “Lofið þið mér að segja það sem segja þarf,” sagði Markus. “Ef eg er ekki ykkar lög- maður, þá er þýðingarlaust að eg sé hér.” “Eg býst við að þér neitið því, að þér hafið haft hana inni í herbergjum yðar, og að eg hafi fundið yður hjá henni á mínu eigin heim- ili, og að þér hafið reynt að fá hana til að sleppa öllúm kröfum með því að gefa henni peninga? Bíðið þér bara við, þangað til eg segi dómar- anum það sem hún hefir sagt mér.” “Reyndu að hafa þig hæga,” sagði Himes. “Nei, það verður ekkert af því. Þeir geta haft sína peninga. Eg krefst þess, að hann geri það sem rétt er gagnvart stúlkunni, þó hann sé Kínverji. Hennar vegna er ég viljug til—” “Þetta er ekki til neins,” sagði Lee Ying með hinni vanalegu stillingu. “Við komumst ekkert áfram með þessu lagi. Þér trúið dótt- ur vðar, og það er ekki nema eðlilegt að þér gerið það. En hér er ekkert um hjónabönd að ræða. Eins og Mr. Marcus segir, þá er úttalað um það. Eg hefi tekið það upp á mig, án þess einu sinni að tala um það við son minn, að leiða þetta mál til lvkta. Hér er skjal, sem lögmað- ur minn hefir samið, þar sem allar ástæður eru tekrtar fram og skilmálar þessu viðvíkjandi. Aðal atriðið er, að vernda mig fvrir frekari kröfum. Nú bið eg ykkur að lesa það vand lega.” Hann tók vélritað skjal og rétti að lög- manninum og hann tók bunka af nýjum þúsund dala bankaseðlum og rétti Himes og bað hann að telja. Sam var rétt að því kominn að hefja mót- mæli gegn þessum aðförum, en faðir lians Ibit til hans alvarlega. Ofurlitla stund horfðust þeir í augu. Ungi maðurinn varð náfölur í andliti og hann sneri sér undan, ráðalaus. Hann gekk út að glugganum og horfði út í kuhl ann og storminn. Iíonum fanst kuldann leggja inn að sínum eigin hjartarótum. Lee Ying trúði því, að hann væri lygari. Það var nokk- uð, sem honum var ofraun að bera. Það var auðséð, að Marcus var langt frá því að vera ánægður með innihald þessa skjals, sem Lee Ying fékk honum til að lesa. Himes taldi peningana og þar stóð alt heima. “Eg er ekki ánægður með þetta,” sagði lögmaðurinn, þegar hann hafði lesið skjalið. “Carter og Pilz eru góðir lögmenn, en þeir eru ekki vanir að fást við svona mál. Þetta er ó- þarflega nákvæmt—” “Eg verð að játa, að mér er lögvísin ekki skiljanleg—” ‘Alér er ómögulegt að ráða mínum skjól- stæðingi til að undirskrifa þetta skjal eins og það er. ” “Það er slæmt, það lítur út fyrir, að þessi fundur okkar sé tilgangslaus. ” “Lofið þið mér að líta á þeta skjal,” sagði Himes, og þau, Mrs. Stevens og hann, fóru að lesa það bæði í einu. Lee Ying beið þolinmóðlega meðan þau voru að lesa, sem ekki stóð reyndar á löngu, því þau sýndust flýta sér alt sem þau gátu. “Eg er enginn lögmaður,” sagði Himes, “en mér sýnist lang-bezt að undirskrifa skjalið eins og það er, og vera búinn með þetta leiðinda- mál.” Hann tók lindarpennann úr vasa sín- um.. “ Verið þér vissar um að skilja það, sem þér skrifið undir,” sagði Lee Ying og sneri sér að Mrs. Stevens.. “Eg býst við, að svo verði litið á, að eg sé að revna að hafa fé út með þessu,” sagði Mrs. Stevens ergelsislega. “En eg er orðin dauð- þrevtt. Við verðum að líða óheyrilegt rang- læti.” Hún skrifaði undir, og þeir Himes og Marcus skrifuðu líka undir, sem vitni, þó lög maðurinn hreyfði enn mótmælum og segðist ekki vera ánægður með þessa samninga, eins og þeir væru úr garði gerðir. Mrs. Stevens tók við peningunum og stóð þegar upp og sýndi á sér ferðasnið, en Lee Ying vildi ekki að þau færu strax. “Þér megið ekki fara strax,” sagði hann. “ Viðskiftunum e’r nú lokið og nú eruð þið öll mínir gestir. Það dugar ómögulega, að þið farið, án þess eg leitist við að sýna ykkur ein- hvem gestrisnis vott, þó heimili mitt sé lítil- fjörlegt og ómerkilegt. Nú er einmitt okkar mesta hátíð að koma, og það má ómö,gulega minna vera, en að eg fái að bjóða yður ein- hverjar lítilf.jörlegar góðgerðir.” Hann tóR ekkert tillit til ])ess, ])ó Mrs. Stevens mótmælti þessu, en klappaði saman höndunum og kom þá þegar inn einn af þjónum hans. Þeir skiftust við nokkium orðum á kínversku. Sam sneri enn baki við gestunum. Hann hlustaði eftir hverju orði og hér kom enn nokk- uð fyrir, sem hann skildi ekki. Það var eins og Lee Ying hefði algerlega hepnast að þurka út úr huga sínum, það sem hann hafði verið að fást við. Nú var hann glað- ur gestgjafi. Meðan þjónn hans var að fram- kvæma það, sem fyrir hann hafði verið lagt, lét gamli maðurinn dæluna ganga og sagði gestunum margt frá kínverskum siðum, sér- staklega í sambandi við nýárshátíðahöldin og mundu þeir sjálfsagt hafa haft mikið gaman af því, ef þeir hefðu ekki fyrst af öllu verið að hugsa um að komast af stað. Eftir góða stund yoru góðgerðirnar bomar inn, sem voru bæði miklar og ríkmannlegar. T'einu var helt í bollana og það tók svo langt fram öllu því tei, sem þetta fólk hafði nokkurn tíma áður bragðað, bæði hvað snerti lykt og bragð. Lee Ying fór hægt að öllu og tók lang- an tíma að veita gestum sínum góðgerðimarr. Jafnframt sagði hann þeim langar gamansög- ur og virtist hafa mestu ánægju af að segja þær Hann varð því glaðari sem tíminn leið Síminn hringdi í Uæsta herbergi. Sam reyndi að þekkja rödd þess sem talaði, en gat ekki komið henni fyrir sig. Mrs. Stevens lét blævænginn ganga óspart, því það var mjög heitt þarna inni, og hún vildi um fram alt komast burtu. Það var ekkert nema vitleysa að sitja þarna yfir þessum karli. Fimtíu þúsund dalir, í spánýjum bankaseðlum ! Og Lee Ying var auðsjáanlega mjög ánægður að hafa sloppið svona þægilega. Hann var bara gamall refur. Himes var heimskur, að láta hann sleppa með svona léttu móti. Hvað voru fimtíu þúsundir handa manni eins og’ honum? Þjónninn kom inn og talaði nokkur orð við húsbónda sinn. Lee Ying brosti ánægjulega og það var auðséð, að lionum höfðu borist ein- hverjar góðar fréttir, sem hann gladdist mjög af að fá. “Eg hefi sagt ykkur, að þetta er síðasti dagur ársins, eftií okkar tímabili. Við látum skuldir okkar oft standa þangað til. En í dag borgum við allar okkar skuldir, og við göngum vægðarlaust eftir því, sem við eigum hjá öðr- um.” Hann sneri sér að Esther Stevens og það var töluvergur glettnissvipur á andliti gamla mannsins. ‘ ‘ Eg bað yður um að koma ekki með dóttur yðar í þetta sinn. Það gerði eg í viss- um tilgangi. Eg hefi Hka tafið hér fyrir ykkur—” Aðkomufólkinu leizt illa á þetta og grunaði þegar, að eitthvað miður gott mundi undir búa. Himes hreytti einhverju út úr sér og þau stóðu öll á fætur. “Bíðlð þið ofurlítið við, eg liefi góðar frétt- ir að flvtja vkkur”, sagði Lee Ying, en Mrs. Stevens var óþolinmóð, og vildi fyrir hvern mun komast af stað. “Við skulum fara,” sagði hún “Eg vil komast burt héðan.” “Það eru fréttir, sem hljóta að gleðja hvert móðurhjaita,” sagði Lee Ying brosandi. “Yð- ur hefir verið sagt ósatt. Þér hafið verið dregnar á tálar. ” “Hver fjandinn!” hrópaði Himes, en stilti sig þó og þagnaði. Marcus fölnaði og leit hálf flóttalega kring um sig. “Það er ekki eg, sem hefi sagt yður ósatt. Það er dóttir yðar. Hún hefir meðgengið, sagt alt eins og er. ” “Sagt hvað?” spurði Himes. “Mona?” sagði Mrs. Stevens og var mikið niðri fyrir. “Hvað eigið þér við með því, að hún hafi meðgengið? Hafið þér neytt hana til að segja nokkuð? Hvar er hún? Hvað hafið þið gert við hana?” “Hafðu þig hæga, kona, hafðu þig hæga,” sagði Himes óánægjulega. “Hvað á þetta að þýða? Hvað eigið þér við, Mr. Lee?” “Bara þetta, að þið hafið ekkert að óttast, hvað ástand stúlkunnnar snertir. Það er alls ekki það, sem okkur — eða mér að minsta kosti hefir verið talið trú um. Hún viðurkennir sjálf, að það standi ekki til, að hún verði móðir, nú fyrst um sinn.” “Hvaða herjans vitleysu eruð þér nú að fara með!” sagði Mrs. Stevens. “Eg skil vel tilfinningar yðar, kona góð, þegar þessum miklu áhyggjum er af yður létt,” sagði Lee Ying og leit dálítið kýmilega til Mrs. Stvens. “Eg skil gleði yðar og eg skil líka, að yður langi til að heyra þetta sem allra fyrst af hennar eigin vörum—” “Bölvaður svikahrappur getur stelpan ver- ið-” tautaði Himes fyrir munni sér. —“En umferðin er ákaflega mikil á srætun- um, svo eg hefi útvegað fvlgdarmenn, svo—” “Hvar er hún?” spurði Mrs. Stevens með mikilli frekju. Inn um dymar, sem þjónninn hafði gengið út um, komu tveir menn, og annar þeirra svar- aði þessari spumingu. “Hún er á lögreglustöðvunum oins og stend- ur, ” sagði hann og lét það ekkert á sig fá, að fólkinu brvgði í bnín við þessar fréttir. “Yf- irmaðurinn var rétt að síma, og hann sagði að alt væri í beta lagi. Það er ekki til neins, svst- ir góð, að vera að fela þessa peninga. Við höfum tölurnar á öllum seðlunum og vitum öll skil á ])eim. Stúlkan þessi gerði ykkur áreið- anlega ljótan grikk. ” Báðir nýkomnu mennirnir hlógu dátt að ])essu. Marcus var náfölur af geðsliræringu, og bvraði nú að liefja sterk mótmæli gegn þess- um aðförum, en hinir nýkomnu náungar bara brostu við honum. “Eitt hlátursefni í einu er alveg nóg, eða finst vður það ekki?” sagði annar maðurinn. “En það er líklega einhver misskilningur í þessn. Það er oftast svoleiðis. En þið þekkið okkur náttúrlega ekki. Við erum bara ungir lögregluþjónar, eri okkur langar til að komast eitthvað áfram. Við höfum lögreglumerkin og alt að tama. Það dugar enginn hégómi. eins og þið sjáið . . . Já, þér ætlið að gera okkur það erfitt, auðvitað, við höfum búist við því.” “Eg skil ekki hvað þessi yfirgangur og andstvgð á að þýða,” sagði lögmaðurinn reiði- lega mjög. “Það þýðir nú ekkert annað en þetta, að stúlkan gekk inn í læknisstofu í dag—” “Það er lýgi!” hrópaði Mr.s. Stevens. “Það getur skeð, að hún hafi ekki eiginlega gengið þar inn. Henni hefir ka'nnske verið hjálpað inn, eða eitthvað svoleiðis.” “Hamingjan góða! Þið hafið engan rétt til að gera neitt slíkt,” sagði Marcus með mikl- um mvndugleika. “Höfum við það ekki? Jæja, það er nú komið sem komið er, vinur minn. En stelpu- grevið var ágæt. Hún sagði alt sem hún vissi og það var rétt eins og við héldum. Það er ekk- ert athugavert við hana. Hún segir það sjálf og þrír læknar eru viljugir að leggja eið út á, að það sé i’étt, sem hún segir. En meðal ann- ara orða,” og maðurinn sem talaði, vék sér að Mrs. Stevens, “hún segist ekki vera dóttir yð- ar. Hvernig er því varið?” Konan hreyfði varirnar, en hún sagði ekki neitt. “Það gerir annars ekkert. Eg er ekki að grafast eftir leyndarmálum yðar. Jæja, Mr. Lee, við tökum þá við þessu öllu saman.” “Já, sjálfsagt,” sagði Lee Ying. Sá lögreglumaðurinn, sem orð hafði haft fyrir þeim félögum, sneri sér að félaga sínum. “Eg geri ráð fyrir, að þetta sé alt, sem við höfum hér að athuga, eða heldurðu það ekki, Joe?” “Það lítur þannig út fyrir mér,” svaraði hinn. Hann var enn brosandi. “Þá skulum við fara okkar leið með það, sem við áttum að sækja.” X. KAPITULI. Sam fanst mikið til um, hvernig faðir hans hafði farið með þetta Stevens mál. Honum fanst, að slíkt gætu ekki aðrir gert, en austur- lenzkir vitringar og höfðingjar, og hann lét þá skoðun sína í ljós. Það datt mjög ofan yfir hann, þegar faðir hans sagði honum, að það væri meira Eileen Cassidy að þakka, heldur en sér, hvernig þetta mál hefði farið. Frá henni hefði hann fengið liugmyndina um það, hvern- ig með málið sk^ldi fara, og það hefði verið hún, sem komst að því hjá Monu, hvernig þetta mál var tilkomið og hvernig því var öllu varið. Eileen! Þessi unglirigur! Sam var alveg liissa. Hann liafði að vísu tekið eftir því dag- inn sem liann kom á skrifstofuna, að hún hafði brevzt og hún var orðin fullorðinslegri. Hann skildi samt ekkert í því, hvernig hún hefði feng- ið Monu til áð viðurkenna sannleikann. En Eileen kom fljótlega, og þá fékk hann að vita meira um þetta. Miss Cassidy var prýðilega skemt með öllu þessu. Hún sá skrítnu hliðina á ])essu máli, en ekki nærri eins greinilega hina raunalegu. Hún talaði um þetta mál blátt áfram og alveg feimnislaust. Hún var svo opinská, að Sam þótti nóg um. Honum hafði sjálfum alt af fundist, að hann væri miklu þroskaðri heldur en þessi leiksystir sín, en nú fann liann ekki lengur til þess. Hún var ekkert bam lengur, hún var orðin fullorðin stúlka. Alt tal henn- ar bar vott um fullkomna einlægni, en ekki að- eins það, heldur líka ’svo þroskaðan skilning, að Sam stórfurðaði. Eins og nærri má geta, lét Sam ekki hiá líða, að þakka henni fyrir það, sem hún liafði gert í þessu máli og dáðist að því, hve vel hún hafði gert það. “Það var svo sem ekki mikið, sem eg gerði,” sagði hún, “og engin ástæða til að gera mikið úr því. Það var bara nokkuð, sem kven- maður þurfti að gera. Eg varð að koma sjálfri mér í mikið vinfengi við þessa stúlku, og það var nú ekki mikill vandi; þeir sem sjálfir eru undirförlir og ‘svikulir, halda alt af að þeir, sem ekki eru það, séu heimskir. Eg tók hana nokkrum sinnum á kvikmyndasýningar og borg- aði fyrir aðgöngumiðann, og eftir það var hún einstaklega auðveld. Hún er regluleg mann- æta, og hún hælir sér af því, að hún geti komið sér í mjúkinn hjá hvaða manni sem sé, og svo flegið þá eins og henni sýnist. Eg fór því að segja henni frá einstaklega fallegum lækni, sem eg þekti, sem væri eins stór eins og Tunnv, og sem langaði fjarska mikið til að kynnast henni. KAUPK) AVALT LUMBER hjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. H iNRí AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN. Yard Offlce: 6t+i FVoor, Bank of Hamilton Chambert I dag spuiði ég hana, hvort hún vildi koma inn í læknisstofuna til hans, hún er rétt á leiðinni til leikhússins. Það stóð ekki á því, eg gat varla fylgst með henni, hún flýtti sér svo mik- ið. Eg gat ekkert um ]>að, að þessi læknir væri kvenmaður. ’ ’ “Eg var búinn að gera allar nauðsynleg- ar íáðstafanir,” sagði Lee Ying syni sínum. “Eg skýrði málið nákvæmlega fyrir lögreglu- stjóranum og tók alla ábyrgðina á mínar liendur. ’ ’ “Vesalings Mona! Hún var ekki nógu fljót að átta sig á þessu, svo eg lokaði hurð- inni og var faiin, áður en stormurinn skall á.” “Þetta var djarflega teflt,” sagði Sam. “Ef þanmg hefði í raun og veru verið ástatt fyrir henni, eins og hún sagði, þá geri eg ráð fyrir, að þér hefðuð komist í hann krappan.” “Já, meir en það. En eg vissi, að liún var að segja ósatt, og eitthvað mátti til að gera. Það er ekki til neins að reyna að kaupa svona óþjóðalýð til að sjá mann í friði. Þær hefðu fengið hvítvoðung til láns einhvers staðar og sogið 'svo peninga út úr ykkur árum saman. Þetta gerir mig reiða. I hvert sinn, sem eg sá þessa stúlku, sárlangaði mig til að gefa henni duglega utanundir. ’ ’ Lee Ying klappaði henni á lierðarnar og flutti svo dálitla tölu, þar sem hann fullvissaði Eileen um órjúfanlega vináttu þeirra feðga og sagði henni, að alt það lítið, sem þeir ættu, stæðu henni ávalt til boða. Eileen þakkaði hon- um innilega og sagði honum, að hún metti vin- átt.u þeirra mjög mikils, en til eigna þeirra liefði hún ekkert tilkall. Lee Ying lét þar næst þá skoðun sína í ljós, að Monu væri hér ekki um að kenna. Hún væri bara heimskingi og bara ve kfæri í annara höndum. Það væri öðru máli að gegna með Mrs. Stevens. Hún ætti skilið að reka sig á og eins þessir tveir félagar hennar. Það skvldi ekki vera sér að kenna, ef þau lentu ekki öll í tugthúsinu, ]>ar sem þau ættu öll að vera. Þessum ásetningi sínum reyndi hann næstu daga að koma í framkvæmd, en það hafði illar afleiðingar og óvæntar. Ef hann hefði verið eins og athafnamenn í Bandaríkjunum va-na- lega gerast, þá hefði hann vafalaust gert mik- inn liávaða út úr þessu, þaft í hótunum og lát- ist vera hinn reiðasti, en svo ekkert gert þegar til kom og látið alt moldviðrið falla niður. Sökudólgurinn aldrei verið dreginn fyrir lög og dóm. Þe.ssu höfðu þeir Himes og Marcus búist við. Þegar þeir komust að því, að þeir höfðu misreiknað, þá byrjuðu þeir bardagann fjuúr alvöiu. Þeirra ,einu vopn voru blöðin, það er að segja, að nota þau til að koma sögunni út í almenning, eins og þeir vildu að hún væri sögð. Þeir lögðu höfuðin í bleyti, og sömdu mjög á- takanlega sögu um þetta alt saman, sem vitan- lega var aðallega auðvirðilegur rógurður, en hafði ]>ó við nokkur sannleiksatriði að styðjast hér og ])ar. Sagan var óneitanlega vel til þess fallin, að vekja mikið umtal og gefa ímvndun- arafli fólksins undir fótinn, og til þess var leik- urinn gerður. Góð og heiðarleg blöð gerðu lítið úr þessu. Eftir dálitla rannsókn komust blaðstjórarnir að ]>ví, að hér ætti að nota sig til að era út ó- sannan óhróður. En því miður eru ekki öll blöð heiðarleg. Sagan komst inn í eitt þeirra. Blaðstjórinn b.jóst við mikilli sölu, þegar blað ið hefði slíkar fréttir að flytja, og það hafði meira að segja í huga hans, lieldur en heiðar- leg blaðamenska. Honum brást það heldur ekki. Hér var nokkuð, sem mörgu fólki þótti matur í. Það, að Kínverji átti í hlut, hjálpaði Ifka til. Fallegur og gáfaðaur, kínverskur há- skólastúdent. Fimtíu þúsund dalir. Ungri stúlku stolið, sem er komin nærri því að ala barn. Kvenlæknir látin skoða hana, að minsta kosti, hvað senr meira kann að hafa verið. Seinasta hneykslissagan frá Eastern háskólanum. . . . Það var matur í þessu fyrir þá, som auðtrúa eru á alt, sem ilt er. Keyrslumenn og búðar- stúlkur drekka það í sig. Sorpblöðin ferigu þarna gott umtalsefni. “Okkar stúlkum” var engin smáræðis hætta búin, ef þessum Austur- landapiltum væri veittur aðgangur að háskól- unum. Margt mátti um þetta segja. Sagan var í hvers manns munni í marga daga. Undi Sér Ekki Hjá Gamla Manninum Átján ára gömul kona í Chica- go hefir fyrir skömmu sótt um skilnað frá manni sínum, sem er sjötu'gur. Hún bar það fram fyr- ir réttinum, að bóndi sinn hefði íyrir þremur árum keypt sig, með- an hún var enn á barnaheimili, þar sem hún var alin upp. Hún sagði, að fyrir þremur árum hefði gamli maðurinn komið á barnaheimilið í þeim erindum, að leita sér að konuefni og litist vel á sig og boðið móður sinni tvö þús- und dali, ef hún samþykti þennan ráðahag. Hún fékk skilnaðinn og þúsund dali. S M Æ L K I. Dómari: Hefir þér verið refsað áður? Ákærði: Já, einu sinni. Fyrir 10 árum fékk eg sekt fyrir að fara í bað, þar sem slíkt var bannað. Dómari: Nú — og síðan Ákærði: Síðan hefi eg ekki farið í bað. Nei, hvað er þetta, notið þér þrenn gleraugu, herra prófessor? — Já, ein gleraulgun nota ég úti við, og önnur nota ég við lest- ur. — En þau þriðju? — Þau nota ég, þegar eg leita að hinum.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.