Lögberg - 06.11.1930, Síða 6

Lögberg - 06.11.1930, Síða 6
01>. 6 LÖGBJERG, FIMTUDAGINN 6. NÓVEMBBR 1930 r... — Sonur Guðanna Eftir REXBEACH. “Töfrar!’> Stúlkunni ofbauð algerlega. “Þetta er ómögulegt. Þér eruð gamall og ó- svegjanlegur heiðingi.Gamli maðurinn hneigði höfuðið til samþykkis. “IJn það sem eg er að reyna að segja, er það, að ef Sam giftist ekki hvítri stúlku, hverri ætti hann að giftast! Það er tylft af kínverskum stúlkum—“ ' “Guðimir sendu hann. Þeir sjá honum fyr- ir hæfilegri konu”. E'ftir dálitla umhugsun hélt hann áfram. “Þér kallið mig heiðingja, en eg er meira kristinn og meira kaþólskur en þér eruð, í vissum skilningi. Að minsta kosti eru skoðanir mínar víðtækari • Eg fyrir mitt leyti held ekki, að það skifti mjög miklu, hvaða trú- arskoðanir maður hefir, ef hann sjálfur er góð ur maður og réttvís. Straumvötn réttvísinnar eiga upptök sín á himnum, og um hverskonar landslag sem þau renna, hverfa þau öil að lok- um í hafið. Hvorki maðurinn sjálfur, sem er óspiltur, eða trúarbrögð hans, geta haft skaðleg áhrif. Mér skilst, að Kristur ha'fi kent þetta, en eg ætla ekki lengra út í þessa sálma. Blóð- blöndun er alt annað mál. Þar dugar ekki heimspekin eingöngu, heldur þarf þar líka á hagsvni að halda. Ólíkir kynflokkar blandast ekki vel saman; eg á hér ekki við það, þó að fað- ir og móðir seu sitt af hvoru þjóðerni. Hjá oss Kínverjum er fjölskýldan annað og meira en hjá ykkur. Við tökum meira tillit til feðra okkar og barna, en þið gerið. Sam er nokkuð annað og meira en fólk flest. Hann erfir mikið fé og hann kemur til með að verða mikils ráð andi. Harni má ekki verða faðir neinna kvn- blendinga. Alt sem eg á helgast til í sál minni, rís á móti þvú Virðing mín, og það sem meira er, virðing þjóðar minnar, sem er öllu æðri, get- ur ekki þolað það.” “Um yðar virðingu hefi eg aldrei hugsað í þessu samhandi. En það er eg viss um, að ef honum lízt verulega vel á einhverja hvíta stúlku, þá gleymir hann öllu þessu með ættern- ið og þjóðernið. ” “Hann gæti ekki farið ver að ráði sínu. En það er engin hætta á því. Slíkt er naumast þekt hjá voru fólki.” Hann þagnaði dálitla stund og sagði svo í öðru mmálróm: “Eg aktl, að eg eigi ekki að tala svona mikið um sjálfan mig, og mína lítilmótlegu ættmenn. Það er ekki von að stúlku af írskum höfðingja- ættum þyki mikið til þess koma. Segið þér mér heldur eitthvað um yður sjálfa og vðar göfugu ættingja, litla blómarós.” Eileen gaf lítið út á þefta, en Lee Ying vildi endilega fá að vita um ættingja hennar, svo Ei- leen sagði honum mest af því sem hún vissi um föðurfrændur sína og móðurfrændur líka, alla þessa Cassidys og Ðalys. Hún talaði ekki með neinni sérlegri virðingu um þessa frændur sína og forfeður, hvort sem þeir voru lifandi eða dánir. Flestir höfðu þeir yfirgefið Irland og það af gildum ástæðum. Að því er hún bezt vissi, voru flestir frændur hennar frægastir fyrir það, hve stórar fjölskyldur þeirra voru. Það voru þeirra helztu afreksverk, að eiga mörg börn. “Frændur mínir eru fleiri, en tölu verði á komið,” sagði hún, “og þeir eru allir fátæk- lingar. Okkar lið af fjölskyldunni fylgir eng in gæfa, neraa ógæfan.’ í hve’-ri viku, eða þar um bil, annað hvort símaði Eileen Lee Ying, eða kom til hans, til að spyrja hvað hann hefði frétt af Sam, og þrátt fyrir það, að hún var fyllilega sannfærð um, að Lee Ying væri óforbetranlegur heiðingi, sem sannkristið fólk ætti að forðast, þá urðu þau engu að síður góðir vinir. Sam fór til London, þegar hann var orðinn jafngóður í auganu, og þar dreif ýmislegt á daga hans, sem honum sjálfum. þótti merkilegt, og bá ekki síður föður hans, og hans írsku vin- stúlku. Hann ha'fði líka prýðis gott lag á því, að skrifa skemtileg bréf og segja vel frá. Nú sá hann flesta hluti í öðru ljósi, en áður. Sjón- deildarhringur hans hafði á skömmum tíma víkkað ótrúlega mikið, og nú leit hann miklu bjartari augum á lífið, en áður, og minna kín- verskum. Hann gerði sér gaman að flestu, þó það væri ekki sem álitlegast. Hann var ekki lengur hinn alvarlegi lærdómsmaður, sem Eileen hafði kynst. Hann hafði fengið heldur þægilega stöðu, sem túlkur, ihjá kínverzku verzlunarfélagi í London, en einhvern veginn hafði ]>að ekki gengið eins og æskilegt hefði verið, og hann ha'fði revnt ýmislegt annað, og flest hafði það mistekist, en hann tók því öliu með mesta jafn- aðargeði. En svo komu þær fréttir, að hann væri kominn til Frakklands. Hann var nokk- urs konar hjálparmaður ensks leikritaskálds, sern hafði gengið vel og áunnið sér all-mikla frægð. Hann hafði lítil laun, en hann lifði engu að síður eins og höfðingi á suðurströnd Frakk- lands. Þar voru þjónar til að gera alt fvrir hann, sem hann þurfti, og hann hafði eignast vin. Hvernig þetta hefði viijað til, sagði hann nákvæmlega frá. Kveld eitt í London, var hann staddur í einu af hinum betri leikhásum. Leikurinn var kín- verskur, að }>ví leyti tij, að hann fór fram í Kína, en það voru Englendingar, sem voru að leika Kínverja og höfundur leikritsins var Eng- lendingur. Sam skildi fljótt, að höfundurinn hafði mjög óljósan skilning á öllu kínversku og leikendurnir voru vitanlega ekki betur að sér í þeim efnum, sem ekki var von. Þegar leikur- inn var úti, hafði Sam farið þangað, sem leik- endurnir voru. Hann vissi ekki hvers vegna, en hann hafði nú gert það. Það vildi svo til, að höfundur leikritsins, Mr. Cyril Bathurst, var þarna staddur og Sam komst þegar í kynni við hann og féll hann ágætlega í geð. Hann hafði með mestu þolinmæði hlustað á Sam og hann hafði afdráttarlaust kannast við, að hann vissi mjög lítið um Kína og alt sem kínverskt var. Þetta féll honum enn ver vegna þess, að fólki hafði alment þótt afar-mikið varið í þenn- an leik, og hann hafði verið beðinn að semja annan leik um líkt efni, og hann hafði gengið inn á að gera það. Hann var byrjaður á því, en honum féll þetta verk afar illa og hann var óá- nægður. Sjálfur vissi hann bezt, hve mikið hann skorti til að geta gert þetta svo sæmilegt væri. Hann hafði viðað að sér allskonar upp- lýsingum um Kína og Kínverja, og því meira sem hann las af því tagi, því ljósara varð hon- um, hve lítið hann vissi. Hann var kominn á flugstig með að hætta við alt saman. Ef Sam vissi nokkuð um Kína, þá væri sér einstaklega kærkomið, að kynnast honum meira. Mr. Bat- hurst hafði svo boðið honum til kveldverðar með sér, og þar höfðu þeir talað margt um Kína. Daginn eftir hafði hann tekið Sam með sér út í sveit, þar sem hann átti heimili, og þar hafði hann verið hjá honum yfir helgina. Sam hafði haft mestu ánægju af þessu. Mr. Bathurst var hinn skemtilegasti maður og var prýðilega vel að sér, og þar að auki var hann mikið gefinn fyrir íþróttir og þeir höfðu leikið ýmsa leiki samaií. Það var kannske því að þakka, hvað Sam var góður íþróttamaður, frek- ar en þekking hans á kínverskum efnum, að Bathurst hafði boðið honum að vera hjá sér, meðan hann væri að semja leikritið, og vera sér til aðstoðar við það. Hann var viljugur að borga honum nokkur laun, meðan á þessu stæði. Auðvitað hafði Sam ekki verið seinn á sér, að þiggja boðið. ^ Þeir voru nú að Riviera og Sam var stöðugt að fara fram í íþróttum. Vorið var dvrðlegt á Suður-Frakklandi. Vorgróðurinn var í blóma. Sjórinn var svo fallega blár. Félagslíf var mikið í þessari paradís, þar sem þeir voru nú. Bathurst heimsótti oft annað fólk og margir komu til hans. Sam hafði kynst mörgu skemti- legu fólki, bæði frá Englandi og Ameríku. Alt var ánægjulegt. Gleðin 'brosti við honum. Lee Ying og Eileen töluðu mikið um þetta bréf og um ýmislegt fleira. Sam var ekki sá eini, sem ga'fan hafði verið góð, nú nýlega. Eileen var farin að líta með meiri velvild og virðingu á ættingja sína, heldur en áður. Það hafði nokkuð komið fyrir, sem var svo undar- legt, að það var líkast draumi. Móðir hennar hafði erft æði mikið fé. Þetta var satt, þó ótrúlega væri. Þetta var engu líkara en skáld- sögu og Cassidy heimilið var í upppnámi. Einn af þessum staðfestulausu ættingjum hennar í móðurætt, Malachy Dalv að nafni, hafði dáið, og í erfðaskrá sinni ánafnað móður hennar fimtíu þúsund dali, eða réttara sagt, vextina af þeirri upphæð. Tilkynning um þetta hafði komið frá banka í San Francisco, og þær frétt- ir liöfðu fengið svo mikið á gömlu konuna, að þær höfðu nærri riðið henni að fullu. Henni liÖi nú samt betur og hún væri að ná sér. “Vextirnir eru borgaðir henni á liverjum mánuði, það er gert til þess að pabbi og Jim geti ekki eytt peningunum, en þegar liún deyr, gengur öll upphæðin til mín!” Eileen var svo mikið niðri fyrir, að hún adlaði varla að ná andanum um .stund. “Pabbi og Jim segja, að það hljóti að vera einhver vitleysa í þessu, því enginn af móðurfrændum mínum hafi nokkurn tíma lagt fyrir nokkurn skilding. Það getur kannske verið, að þeir hafi rétt fyrir sér, en fvrsta borgunin hefir samt komið. En það undariegasta við alt þetta er það, að mamma getur ekki munað, að hún hafi nokkurn tíma gert nokkurn skapaðan hlut fyrir þennan frænda sinn. ” “Þeir, sem mestan hafa mannkærleikann, gleyma sínum eigin góðverkum.” “Hún hafði auðvitað aldrei mikið til að miðla af. En eg vona, hennar vegna, að ekkert sé rangt við þetta.” “Eg er viss um, að þetta er alt rétt. Þó móðir yðar hafi gleymt því, sem hún hefir gert þessum manni vel til, þá hefir hann ekki gleymt því, að hann átti henni skuld að gjalda, og hann hefir vafalaust verið réttlátur maður, sem vildi gjalda hverjum það, sem honum bar, meðan hann liafði ráð á því, og ekki viljað hverfa úr þessum heimi, með skuldir á baki sér.” “Hann fékk'ekki orð fyrir neitt slíkt, en sjálf veit eg ekkert um hann og sá hann aldrei, en eg vil gjarnan ímynda mér, að hann hafi verið allra bezti karl, fyrst hann var svona vænn við mömmu mína. ” XII. KAPITULI. “Það er áreiðanlega satt, sem sagt er, að' enginn ræður við forlögin,” sagði Sam í einu bréfinu. “Sá sem er borinn til gæfu, hann verð- ur gæfusamur, þó hann virðist lítið til þess vinna. En aðra eltir ógæfan og þeir komast aldrei neitt, hvernig sem þeir reyna. Þessu valda vafalaust hin órannsakanulegu, en góðu og illu öfl. Hvað mig snertir, þá virðist hið góða og hið illa, gæfan og ógæfan, alt af vera að togast á um mig. Hvað sterkara verður, mun tíminn síðar leiða í ljós, en þrátt fyrir töluverða óhepni, , sem eg hefi orðið fyrir einstöku sinn- um, þá hefi eg yfirleitt verið heppinn.” Sam brosti með sjálfum sér, þegar hann var að skrifa þetta, ]>ví í raun og veru var hann ekki sérlega sterkur forlagatrúarmaður, en hann varð að vera góður Kínverji, þegar hann skrif- aði heim til sín. Honnm skildist, að föður sín- um mundi þykja vænt um að sjá, að hann hafði þó ekki gleymt öllum hans kenningum. Það sæti illa á manni, sem ekki hefir ljósari skiln- ing eða meiri þekkingu, en eg hef, að segja mik- ið um svona torskilin efni. En það gleður Sam þinn, að hugsa um það hvað forlögin hafa ver- ið honum undarlega góð, nú síðustu vikurnar. “Það er sagt, að ein gömul flík sé manni til meira gagns, heldur en mörg spjót. Mín eigin reynsla sannar, að þetta er hverju orði sann- ara. Þegar eg fór að heiman, var það minn einlægur ásetningur, að nota mér ekki lengur þína miklu góðvild, örlæti þitt og umhyggju- semi, og verða í raun og sannleika einn af hin- um umkomulausu fátæklingum, neyta aðeins ó- dýf-ustu fæðu á einfaldasta hátt og sofna hvar sem eg gæti fundið stað til að leggjast niður á. Eg hafði ætlað'mér að lifa alveg eins og hinir fátækustu. “Þó undarlegt sé, þá er eins og lánið elti mig, hvar sem eg fer. Fátæktin snýst í alls- nægtir. Enginn getur lifað þægilegra og á- nægjulegra lífi, en eg geri má. Eg fer um fög- ur lönd og söguríka staði. Eg kvnnist daglega fólki, sem tekur mér langt fram, hvað gáfur og þekkingu ábrærir. Eg lifi ánægjulgea, um nætur sef eg á dúnsængum, og eg klæðist ekki nema í allra beztu föt. Meira að segja, mér er aldrei sýnd nema virðing og kurteisi af þeim, sem eg umgengst. “Er það ekki undarlegt, að sá, sem fer út í heiminn með þeim ásetningi, að vinna fyrir sér eins og verkamaður og þola alt, sem fá- tæklingarnir verða að þola, skuli svo að segja strax lenda í félagsskap við áuðugt og vel ment- að fólk og njáta allra þeirra þæginda, sem að heimurinn hefir bezt að bjóða! Það, sem lak- ast er við þetta, er það, að þinn óverðugi sonur er ekki nógu mikill maður til að slíta sig frá þessu þægilega lífi, og afleiðingin verður því væntanlega sú, að hann hverfur heim jafn ó- þroskaður, eins og hann fór. “Það veitir hverri manneskju mikla ánægju, að vita sjálfa sig hafa eitthvað þegið, sem gott er og gagnlegt, en sem fáir eða engir aðrir hafa þegið, eða geta fengið. Eg má segja, , að þess- ara gæða nýt eg, og skal eg nú skýra þetta frekar: “Hér er aðallega, eða næstum eingöngu efn- að fólk, flest auðugt. Það, sem það aðallega hefir fyrir stafni, er að skemta sér. Skemtan- irnar eru margvíslegar, en ein helzta skemtun- in er peningaspil, og er þá oftast spilað um stóra upphæð; og hér er afar skrautleg mar- marabygging, sem til þess er ætluð. Ýmislegt fleira er þar til gleði og þæginda, svo sem á- gætar veitingar, dans skemtanir og hljóðfæra- sláttur, sem tekur öllu fram, sem eg hefi heyrt af því tagi. “Þinn lítilmótlegi sonur hafði ekki ætlað sér að taka neinn þátt í peningaspili, þar sem hann mátti illa við því. En einu sinni voru margir gestir hjá Mr. Bathurst, þar sem þeim var veitt af mikilli rausn, og stakk þá einhver upp á því, að við skvldum allir fara og reyna lukkuna í Spilasalnuin. Það hefði verið gagn- stætt góðum kurteisisreglum, ef eg hefði skor - ast undan að taka þátt í þessu með hinum. Svo eg varð að gera það, þó mig langaði ekki til þess. “Hin huldu öfl hafa hagað því svo til, að sumum mönnum hepnast alt sem iþeir taka sér fvrir hendur, ]>að er eins og Jiepnin sé alt af með þeim, ekki sízt þegar um einhvers konar peningaspil er að ræða. 1 þetta sinn vildi svo til, að sónur þinn var hepnari en allir hinir. Þeir fóru að ímynda sér að þeir peningar, sem eg snerti, mundu þegar mar^faldast, og þeir héldu, að eg gæti miðlað þessari hepni til ann- ara, og sumir þeirra báðu mig að leggja hend- ina aftan á hálsinn á mér, meðan þeir veðjuðu. Þessu neitaði eg, með einni undantekningu þó. Ung og fögur stúlka, sem hafði verið óheppin í spilunum, bað mig um að mega leggja hendina á hálsinn á mér, og eg gat ekki neitað henni um það, og eg sagði henni, að hún mætti gjarn- an njóta allrar þeirrar hepni, sem af því kynni að fljóta. “Það vildi svo til, að eftir þetta vánn hún hvert lukkuspilið eftir annað. Eftir þetta naut eg þeirrar miklu ánægju, að eiga, langt tal við hana, sem þó var, að mér fanst, ekki nógu langt, og eg varð áð beitg, hörðu við sjálfan mig, til að slíta ]»ví samtali. Síðan hefi eg kynst henni frekar. Aldrei hefi eg kynst fallegri, frjálslegri og skemtilegri stúlku. Nafn hennar er Wagner. Faðir hennar er auðmaður, verk- smiðjueigandi frá Californíu, og hann berst af- ar-mikið á og eyðir meiri peningum, en nokkur annar maður, sem eg hefi þekt. “Þegar sonur þinn er búinn að skrifa þetta ómerkilega bérf, ætlar hann að leika tenn- is við Miss Wagner. Hún hefir ekki mikla æf- ingu í því, en hn leikur með áhuga. Hún minn- ir mann á söguna um prinsessuna fögru og góðu. Fögur blóm Spruttu í sporum hennar, hvar sem hún gekk. Sonur þinn getur ekki ann- að en glaðst af glaðst af að skoða blómin, sem vaxa í sporum hinnar ungu meyjar, og hann lnagar til að njóta ilmsins af þeim. ” Sam lauk bréfinu með venjulegri kveðju og hamingjuóskum. En með sjálfum sér fann hann, að kynning hans við Miss Wagner hafði haft meiri áhrif á hann hann, en hann vildi kannast fvrir öðrum. KAUPIÐ AVALT LUMBER hjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD HENRYAVE. EAST. - - WINNIPEG, IVIA Yard Offlce: 6tti Floor, Bank of Hamilton Chamber* Sam leið vel. Fólkinu sem hann kyntist, féll vel við hann og sýndi honum góðvild og virðingu. Bathurst fór með hann í öllu eins og vin og félaga, en ekki þjón. Þeir lögðu engan- veginn hart að sér við að semja leikritið, því skáldið vann aldrei nema fyrri hluta dagsins. Hinum tímanum varði hann til leika og skemt- ana, sem að eins efnamenn gátu tekið þátt í. Sam var alt af með honum og naut skemtananna engu síður en hann. Bathurst var glaðvær og skemtiegur maður, og það var svo fjarri því, að hann ofmetnaðist á nokkurn hátt af þeirri frægð sem hann hafði hlotið fyrir ritstörf sín, og það var langt frá því, að hann sjálfur gerði mikið úr gáfum sínum og ritsnild. Bathurst féll einstaklega vel við Sam, og þegar lionum á annað borð féll vel við ein- hvern, þá fór hann ekki dult með það, eða gerði lítið úr því. Bathurst hafði líka sinar eigin á- stæður fyrir þvi, að veita Sam nana eítiitekt og kynnast honum sem bezt. Hann liafði aldrei fyr kynst Kínverja, sem lionum fanst að stæði hvítuin mönnum fyllilega á sporði að öllu lík- amb'gu og andlegu atgerfi. Þetta var nýjung fyrir hann. Honunm duldist ekki, að 'þessi kín- verski piltur hafði drukkið í sig hngsunarliátt og menningu hvítra manna. En samt var hann ekki alveg eins og þeir. Það var auðfundið, að hann var ekki lireinn og beinn Ameríkumaður. Kínversku áhrifanna gætti töluvert. Sam gaf honum því nýtt umhugsunarefni. Hér var má- ske efni í nýtt leikrit, lagt honum í hendur. Hleypidómar mannanna gegn hver öðrum, vegna þjóðernis þeirra. Ólík trúarbrögð, stéttaskift- ing; ólíkur litarháttur og líkamsvöxtur. Tvö ó- lík þjóðerni runnin saman í eitt. Fyrir sitt leyti gerði Bathurst ekki mikið úr þessu. Sjálfur hafði hann enga fordóma gegn nokkrum kyn- flokki, en hann skildi, að þar var hann sjálfur undantekning frá flestum öðrum mönnum. Hann var í hugsunarhætti alheimsborgari. Honum skildist, að hér hefði hann efni í meiri leik og merkilegri, heldur en hann hafði enn samið. Hann gat að vísu ekki neitað því, að vinskapur sinn við Sam væri að einhverju leyti bygður á eigingirni, og honum þótti mið- ur, að svo skyldi vera, en þessum draumum gat hann samt ekki hrundi ðfrá sér. Honum þótti }>að, meðal annars, merkilegt, að stúlkunum, hvítu stúlkunum, leizt vel á Sam, og lionnum leizt vel á þa>r. Honum duldist ekki, að þessari Miss Wagner var ekki ógeðfelt að komast í vin- fengi við Sam, þó hann væri Kínverji, en hver afleiðingin af þeim vinskap kyni að verða, hafði hann enga hugmynd um. Hvað Sam sjálfan snerti, þá datt honum aldrei í hug að dvlja það, að hann var kínversk- ur að uppruna. En hins vegar hélt hann því ekkert á lofti, og talaði yfir höfuð lítið um sjálfan sig. Bathurst hafði hann sagt alt eins og var, viðvíkjandi sjálfum sér, og hann bjóst við, að Bathurst hefði sagt vinum sínum eins og var, hverrar þjóðar liann væri. Annars heyrði hann svo sem aldrei á þetta minst, og honum þótti einstaklega vænt um að finna, að hér gat liann umgengist hvern sem var, eins og jafningja sinn, þótt hann væri af öðru sauða- húsi. Hann þakkaði það alt menningu Evrópu- manna. En liann vissi okki alt, þessu við- víkjandi, alveg eins og það var. Bathurst hafði sagt sumum af vinum þeirra, hver hann var, en sumum ekki. Hann hætti að hugsa mikið um þetta. Hann mætti aldrei öðru en góðu hjá öll- um, sem hann kyntist, og honum fanst það eins og sjálfsagt, að allir vissu hv/aða þjóðar liann var. Honum hafði aldrei áður liðið eins vel. Fólkinu sem hann kyntist, féll prýðis vel við hann, sem ekki var heldur neitt undarlegt, því haim var kurteis og skemtilegur og í öllum sam- kvæmum þótti hann gætur gestur. Það duldist ekki, að ekki svo fáar af ungu konunum, þótt giftar væru, gæfu honum æði liýrt auga. En liann gætti sín vandlega, að stíga þar aldrei út yfir sæmileg takmörk og fyrir það vann hann sér enn meiri virðingu og liylli. Cyril Bathurst hafði aldrei geðjast vel að þessari Miss Wagner. Honum fanst hún aldr- ei liafa lag á að færa nein góð rök að því, sem hún sagði, eða þá ekki kæra sig ujn þáð. Hún var alt of viss um, að alt sem hún sagði og gerði væri gott og gilt og rétt eins og það ætti að vera. Hún var of mikil nýtízkustúlka og vestur- heimsk, til þess að honum, sem var íhaldssam- ur Breti, gæti fallið hún vel í geð. Y F I R L I T. Enn man ég þá dýrðlegu drauma, sem dreymdi mig löngum fyr. Er hugurinn heillaður starði við hálfopnar lífsins dyr. En flugsins ég fyrsta misti, því fjaðranna kunni’ ekki not. Og sorgin með helköldum höndum hnýtti um væn'gjanna brot. Eg hef’ farið um höf og hauður, hreysi og borgir gist, sótt móti næðingi nöprum og notið sem hugans var lyst. En önguliun ætíð tóman úr óskanna sævi dró. Því altaf o!g allstaðar sorgin í eyru mín storkandi hló. — Úr gleðinnar blikandi brunni, eg bergt hefi angandi veig. En sorganna dökku dreggjar þar duldust í hverjum teyg. Þó harpa mín syngi um sumar, og sælunnar heimkynni dýr, í söngnum er sársaukahreimur, því sorgin í strengjunum býr. Knútur Þorsteinsson, frá Úlfsstöðum. — Lesb.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.