Lögberg - 13.11.1930, Page 1

Lögberg - 13.11.1930, Page 1
PHONE: 86 311 i Seven Lines i \JS « For Dry Cleaning and Laundry úaiurii. PHONE: 86 311 Seven Lines t°r,4 itect ■**>«$& ‘so C°T’ For Service and Satisfaction 43. ARGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 13. NÓVEMBER 1930 NUMER 45 Helga Guðmundsdóttir Fyrir mörgum árum fór 15 ára .gömul stúlka héðan af landi burt, til Danmerkur. — Hún fór með dönskum hjónum. Síðan hefir hún dvalist í Danmörku, aðeins eitt sinn komið í kynnisför til átt- haganna o!g er nú all-langt síðan. Stúlka þessi heitir Helga Guð- mundsdóttir, ættuð úr Vestmanna- eyjum. Eg býst við að margir landar þeir, er til Hafnar hafa komið, kannist við hana. Hún átti heima, þá er eg vissi síðast til, í Nörre Frihavnsgade 28, o!g rak þar sjálf- stæða atvinnu. Eg kom fyrst til hennar sum- arið 1923. Hjá henni bjó maður úr Vesamannaeyjum, er farið hafði til Hafnar í þeim erindum, að leita sér heilsubótar. Helga hafði boðið honum ókeypis hús- næði, tneðan hann dvaldist í Höfn. Eg ætlaði mér að finna þennan mann og kom ég þangað út eftir nálægt miðjum de!gi, sem var sunnudagur. Ekki hafði eg séð Helgu áður. Til dyranna kom miðaldra kona, há vexti og þrekleg, svipmikil og djarfmannleg í framgöngu. Það var Hellga Guðmundsdóttir. Ekki var sá heima, er ég spurði eftir, en “hann kemur bráðum,” sagði húsfreyja og bauð mér að bíða hans. Helga var kát og létt í máli. Hún sagði mér hvenær og með hverjum hætti hún hefði farið að heiman — hún fór með Aagaar sýslumanni og fjölskyldu hans, þá er hann flutti alfari héðan ár- ið 1891. íE!g hafði ekki heyrt neitt fyr af högum konu þessarar, né heldur vissi ég það, að listakonan Nína Sæmundsson átti þarna heima. En þess varð eg brátt var. Hún átti heima hjá Helgu Guðmunds dóttur og hjá henni hafði hún átt heima í mörg ár. Eg held helzt frá því hún kom til Hafnar. Þó skal ekkert um það fullyrt. Það leyndi sér ekki, að Helga hafði mikið dálæti á Nínu, hún talaði af svo miklum áhuga o!g um- byggju um list hennar og framtíð- arhorfur, rétt eins og þetta væri dóttir hennar, enda sagði Nína, að Helga hefði reynst sér sem bezta móðir frá því fyrsta. Nína hafði mist heilsuna um tíma, farið suður í lönd sér til heilsubótar og var nú fyrir nokkru komin aftur. Helga hafði mjö'g styrkt Nínu í baráttunni við veik- iudin og þóttist hana úr helju heimt hafa, þá er hún kom. Ekki gat Helga neitt um það, að hún hefði veitt Nínu nokkurn styrk, en veikindin skyldi Nína yf- irvinna, annað var ekki umtalsmál. Hún átti svo mahgt fallegt óunn- ið ; heilsan varð að batna, annað gat ekki komið til mála. Auðheyrt var það á öllu og auð- séð, að Nína mat mikils þessa “töntu” sína, er hún svo nefndi, en hvort þær eru mikið skyldar, veit é gekki, héfi ekki hirt að spyrja um það. Ekki er að efa það, að ýmsir hafa, eftir því sem eg hefi heyrt, veitt Nínu styrk nokkurn við nám- ið; einkum fyrstu árin. Hún hafði sjálf ekki fé fram að leggja til námsins, enda ekki við því að bú- ast. En eigi að síður er það ætl- un mín, að þar hafi Helga Guð- mundsdóttir lagt fram langdrýgst- an skerfinn; hún hefir eins og áð- ur er sagt, gengið henni í móður- .stað. Sú er saga sögð, á fyrstu árum Nínu í Höfn, hafi nokkrir menn, er sáu listfengi hennar, veitt henni styrk nokkurn mánaðar- lega — eg veit ekki hve lengi. En svo veiktist hún, og þá misti hún þann fjárstyrk. Hún átti að fá hann, þegar hún aftur gæti farið að stunda námið. Er þá sagt, að Helgu hafi mislíkað, henni hafi þótt styrkveitendum ekki farast1 stórmannlega, og þar af leiðandi' afþakkaði fyrir Nínu hönd allan framhaldsstyrk frá þeim upp frá því. Eg hefi að vísu ekki óyggjandi heimildir fyrir þessu, en trúlegt þykir mér það, eftir því skaplyndi sem eg hygg að Helga Guðmunds- dóttir hafi. Hún mundi heldur kjósa, að leggja meira fé fram sjálf, ef með þyrfti, heldur en að láta óska- barnið þiggja það, sem ekki væri greiðlega í té látið. Nína hefir fengið hrós fyrir verk sín, og hún hefir verið þjóð sinni til sóma. Blöðin hafa getið hennar við og við og lofað verk hennar, en eg man ekki eftir að hafa séð nafns Helgu Guðmunds- dóttur getið, en það hefði þó mátt vel sæma, því að hún hefir óefað, teint og óbeint, átt mestan þátt í því, hve Nínu Sæmundsson hef- ir farnast vel á braut listarinnar. Hún heiþr að minni hyggju mest allra stutt að því, að Nína gat notið þeirrar gáfu, er henni hafði hlotnast í vöggugjöf. Vitanlega hefir Helga, eftir því sem kunnugir segja, verið táp- mikil frá því fyrsta og líkleg til alls þess, sem betur má fara. Hún er ein þeirra, sem starfa í kyrþey, ein þeirra, sem byggir landið, hvar sem hún á heima. Og þó maður segði, að það hafi verið skaði að missa hana í annað land, eins og svo marga aðra, er leitað hafa gæfunnar utan land- steinanna, þá mætti vel svara því, að hún hafi, þó ekki sé annað talið, bætt landinu tapið með því að styrkja til náms Nínu Sæ- mundsson. G. Ó. —Mgbl. Fimm menn ræna járnbrautarlest í grend við Berkley, Cal., rændu fimm menn járnbrautarlest á föstudaginn í vikunni sem leið, og segir fréttin, að þeir hafi náð þar einum $40,000. Stöðvuðu þeir lest- ina þannig, að þeir lögðu tré þvert yfir brautarteinana þannig, að það sást langt til. Lestarstjórinn sá tréð og þegar hann hafði náiega stöðvað lestina,, réðust ræningj arnir á hana og ógnuðu þeim, sem þar áttu yfir að ráða, með byssum, sem þeir höfðu meðferðis, meðan sumir þeirra tóku það sem þeir komu til að sækja. Að þessu búnu héldu þeir sem hraðast af stað í íi. í áttina til Oakland. Fréttin seg- ir, að mikið af samskonar véla- byssum, og þarna voru notsðar, hafi nýlega verið sendar til San Francisco og Oakland, frá New York. Hveitisamlagið Manitoba hveitisamlagið hélt ársfund sinn í Winnipeg í vik- unni sem leið. Ekki verður ann- ars vart, en að Samlagsbændur séu rétt eins vel samtaka nú, eins og þeir hafa áður verið, þó hveiti- salan hafi reynst erfið að undan- förnu. Eins og kunnugt er, tap- aði Samlagið miklu fé árið 1929, vegna þess að hveitið féll ákaflega í verði og fylkisstjórnirnar gengu þá í ábyrgð fyrir það. Kom það ljóst fram á þessum fundi Mani- tobádeildarinnag, að Samlags- bændur möttu mikils þennan stuðning stjórnarinnar, en eru hins vegar ráðnir í því, að bera sjálfir þann halla, sem orðið hef- ir af sölu uppskerunnar 1929, þó það væntanlega taki nokkur ár að jafna þann halla. Stjórnin var endurkosin. Colin H. Burnell ef forseti eins og áður og F. W. Ran- som ritari. V erkamannaþing Verkamannaþing fyrir alla Can- ada var haldið í Vancouver, B.C., í síðustu viku. Helzta umræðu- efnið var sambandspólitík. Að undanförnu hafa aðeins örfáir menn tilheyrandi verkamanna- flokknum átt sæti á sambandsþing- inu, og svo er enn, en nú vill flokkurinn vinna að því til næstu kosninga, að efla flokkinn sem mest og reyna, við nstu kosning- ar, að fá sem flesta verkamenn kosna á þing og mögulegt er, all- staðar í Canada. Námaslys Á miðvikudaginn í vikunni sem leið, varð gassprenging mikil í kolanámu í grend við Millfield, 0.t og létu þar lífið um áttatíu manna, en margir fleiri meiddust meira og minna. Um 150 menn voru í námunni, þegar slysisð vildi til. Um orsakir vita menn enn ógerla. Umbætur á loftskipum Loftforinginn frægi, Dr. Eckn- er hefir lýst yfir því, að flug- slysið mikla, þegar R-101 fórst, verði til þess, að skift verði um eldsneyti í öllum stærro loftskip- um, að minsta kosti Zeppelin skip- unum, og mótorarnir verði þann- ig gerðir, að nota megi óunna ol- íu og gastegund, sem kallað er helium gas. Er það gas að því leyti ólíkt vanalegu gasi, að það er óeldfimt og getur ekki valdið sprengingum. Dr. Eckner segir, að hefði R-101 haft þetta elds- neyti, þá mundi ekki hafa orðið meira af slysinu, en nokkrar skemdir á loftfarinu, í stað þess að það eyðilagðist alveg og 48 menn fórust. Tíu ára fangelsi Hinn 1. september í haust skaut lögreglumaður, Joseph Pirt að nafni, konu til dauðs á skemtisam- komu í grend við Roblin, Man. Konan hét Mrs. Sophia Light og var frá North Dakota. Var frá þessu sýrt hér í blaðinu á sínum t;ma. Var maðurinn tekinn fast- ur og kærður um morð. Hefir mál þetta verið fyrir rétti nú að und- anförnu og fór það þannig, að Pirt var fundinn sekur um, að hafa orðið konunni að bana. Var hann dæmdur í tíu ára fangelsi. Þaðg var sagt strax, þegar þetta kom fyrir, að maðurinn hefði ver- ið mjög ölvaður, þegar hann framdi þetta voða verk, og sann- aðist fyrir réttinum, oð svo hefði verið. Lýsti dómarinn yfir þvl, að hann væri fyllilega sannfærð- ur um, að glæpur þessi hefði ekkj verið framið af ásettu ráði, held- ur í ölæði. Næsti samveldisfundur í Canada Það er alls ekki ákveðið. En Rt. Hon. J. H. Thomas hefir lát- ið þá skoðun sína í ljós við E. W. Beatty, KjC., forseta C.P.R. fé- lagsins, að vel geti verið, að næsti samveldisfundur yrði haldinn í einhverju af samveldislöndunum, og virðist þá ekki ólíklögt, að það verði helzt Canada. Úrslit kosninganna' í Pembina County 4. nóv. 1930: Judge of the Supreme Court— John Burk .......*..,....w. 2,995 IV^. C. Freerks ....-...... 342 Sup. of Public Instruction— Arthur E. Thompson .. 1,165 County Sup. of Schools— Silvia Johnson 2.005 Gertrude Quam . 2,636 Sheriff— Matt Bjornson .. 2.031 Harold C. Well .. 2,626 County Auditor— Oscar Almlie .. 1,156 Wm. W. Felson .. 3,320 County Treasurer— J. H. Hannesson .. 2,681 Harry B. Lesher .. 1,725 Clerk of District Court— Almon Wa(lper .. 899 J. D. Winlaw .. 3,463 Register of Deeds— Geoiige Roadhouse ...< .. 2,828 Edward A. Scheving .. 1,630 States Attorney— Wm. McMurchie .. 2,671 H. B. Spiller .. 1,904 County Judge— R. M. Carson .. 2,395 lj. J. Foster .. 2,173 Official Newspaper— Cavalier Chronicle ) .. 2,486 Chronotype Express .... .... 881 County Commissioner 3rd Dist.— Fred Wallace ... 454 J. M. Einarson ... 471 County Comm. lst Dist.— E. A. Purdy ... 366 Borgaði greiðan með lífi sínu Það var hundur, sem gerði það. Hann átti hvergi heima, en var í Chicago, og kom daglega til lyf- sala, sem Donald Russell heitir og hann kendi í brjósti um hana og gaf honum að éta. Þrír ungir menn komu einu sinni inn til hans og rændu þeim peningum, sem bann hafði, en það voru $83.00. Tveir af mönnunum komust burtu i bíl, en einn hljóp og elti hund- urinn hann og lögreglumaður eltl þá svo báða, ræningjann og hund- inn. Huhdurinn náði ræningjan- um þegar hann var að komast yf- ir girðingu, sem á vegi hans var, og tafði töluvert fyrir honum. Hinu megin við girðinguna náði lögregluþjónn ræningjanum, sem hafði peninígana á sér, en vesl- ings hundurinn fanst rétt á eftir skotinn til dauðs. Það hafði ræn- inginn gert, þegar hundurinn tafði för hans á flóttanum. Alt verðar einu sinni fyrst Um miðjan þennan mánuð sigl- ir skip, hlaðið vörum, alla leið frá Montreal til Japan, og er það 1 fyrsta sinn, sem vörur eru flutt- ar þá leið. Skipið verður aðallega hlaðið kornmat, en flytur þó eitt- hvað af öðrum vörum jafnframt. Hættulega veikur William Hale Thompson, borg- arstjóri í Chicago, hefir verið hættulega veikur undanfarna daga. Gekk undir uppskurð á föstudaginn og var þá naumast hugað líf um tíma. Síðustu frétt- ir segja, að hann sé heldur á bata- vegi. D. Trudell ........... 112 County Comm. 5th Dist.— John Holler ........... 491 Hugh Hamilton .......... 103 Initiated Amendment— Voting No............. 1,542 Voting Yes ....>....... 1,402 bg ann þér Eg ann þér, sem áveðra stendur í illhryssing köldum og kveinstafi byrgir í barmi þó bylurinn harðni. Eg ann þér, sem þorið og þroskann í þögnina sækir, þó líkama og sál þinni svíði, þú segir ei neinum. Eg ann þér, sem norræna eldinn lézt aldreigi deyja, sem leysir þá ísa úr læðing, sem lífinu granda. Eg ann þér, sem orkuna stælir í aflraunum meiri, og trúir á mátt þann og megin, sem mennirnir skapa. Eg ann þér, sem sorginni svarar með sókn eins og áður------ Hugprýði, ef hjartanu blæðir, mun himininn vinna. Eg ann þér, ef aleinn þú stendur og ógnin og dauðinn sækja að þér sitt hvoru megin, en sigra þig eigi. Eg ann þér, sem óvini mætir án ótta og kvíða, og hönkina úr hendi hans dregur, en heiðurinn eigi. Eg ann þér, ef andlega göfgi þú erfðir með Kára — Að ámæla óvini’ að baki, er einkenni þræla. Eg ann þér, sem ellinni gleymir, þó aldurinn hnekki, og liðsinnir gróandi gáfum, sem glóparnir hata. Eg ann þér, ef æskunnar megin þú einhuga stendur, þó hárin á höfði þér gráni, hugljúfi vinur. J. S. frá Kaldbak. Rithöfundamótið í Osló Þess hefir lauslega verið getið í íslenzkum blöðum, að norrænir Fimtíu ára afmæli Víkursafnaðar að Mountain. Sunnudaginn 23. nóv. á að vera rithöfundar héldu hið þriðja mót' mikig hátíðarhald að Mountain. sitt í júnímánuði í sumar í Osló.|Verður þegs mingt þar> að vikur_ söfnuður er 50 ára í haust. Hann var stofnaður af séra Páli sál. ar frá Svíþjóð, Danmörku, og Thorlákssyni 30. nóvember 1880. Til þess er vonast, að þar verði Auk hinna norsku rithöfunda komu^ þangað margir frægir rithöfund-| Finnlandi, og af Islands hálfu var þar Gunnar Gunnarsson, for- maður og fulltrúi hins íslenzka rithöfundafélags. Mótið var sett með mikilli við- einn eða fleiri þeirra presta, sem hafa þjónað söfnuðinum fyr á árum, auk þeirra, sem heimilis- fang eiga hér. Fáir eru á lífi höfn í hátíðasal háskólans, í við- þeirraj er sátu ,stofnfund safnað- urvist Ólafs margs annars Ronald Fangen hafði boðið. gest- ríkiserfingja og arinS) €n mjög væri söfnuðinum stórmennis. Þegar það kært> ef ^ sem enn eru á hafði boðið gest- lifi) ár ^jjjj bópj. sem telja má velkomna, talaði Sophus stofnendur safnaðarinS; bæði kon- Michaelis af hálfu Dana, þá Gunn- ur Qg karlar> feœtu getið þegsa há_ ar Gunnarsson, þá fulltrúar Finn- tíð Qg býður s6fnuðurinn þá ma lands, Arvid Lydecker og Bertel Gripenberg, og síðastur Axel Lundegárd, fulltrúi Svía. Vísi bárust nú um helgina ur- alla hjartanlega velkðomna hér- með. Einnig æskir söfnuðurinn eftir því, að sem allra flestir af- komendur stofnenda safnaðarins klippur úr nokkrum blöðum frá geti yerið á hátiðinni og býður þá Osló, sem geta um mót þetta, og nka a]la hjartanlega velkomna. ljúka þau öll miklu lofsorði á ræðu Yfirleitt öllum vinum safnaðar- Gunnars Gunnarssonar, flytja af ing nær Qg fjær> er boðið að taka honum myndir, og telja hann; með safnaðarfólkinu sjalfu þátt i snjallan ræðumann og skörulegan) 5 framgöngu. Blaðið National segir svo frá: “Þá talaði íslendingurinn, Gunn- ar Gunnarsson. Hann kvað þetta ekki í fyrsta sinn, sem íslenzk skáld kæmi til Noregs. í fornöld þessu hátíðarhaldi. Og er vonast eftir, að það geti orðið fólki til uppörfunar og gleði, og málefni safnaðarins til blessunar. Hátíðarhaldið er fyrirhugað á þann hátt, að í kirkju Víkursafn- Fyrirlestur um Alþingis- hátíðma Frú Thorstína Jackson Walt ers flutti sitt fyrsta erindi um Al- þingishátíðina og sýndi hundrað myndir í Brooklyn Academy of Music, Brooklyn, þann 3. október s.l. Um þúsund manns voru við- staddir. Frúin flytur þar bráð- lega annan fyrirlestur og sýnir myndir af Oberammergau og píslarleiknum þar. Skuggalitmyndirnar af Alþing- ishátíðinni, sem sýndar voru, eru aðallega teknar’ af Emile Walt- ers og litðar eftir hans fyrirsögn. Þær tókust sérlega vel, til dæmis n.yndirnar af ríkis- og þjóðar- fulltrúunum, þegar þeir voru að flytja erindi sín á Þingvöllum. Séra Stephen Paulson var einn af þeim, sem hlustuðu á Thórstínu í Brooklyn, og sagði hann á eftir, að sér hefði fundist bróðir sinn W. H. Paulson, koma bráðlifandi fram á tjaldið. Frú Thórstína hefir. hundrað alveg nýjar litmyndir af íslandi cg er meir en helmingurinn af þtim af hátíðahöldunum í Reykja- vík og á Þingvöllum. Þann 19. þessa mánaðar flytur hún fyrir- lestur um ísland og Alþingishá- tíðina og sýnir myndir fyrir Geo- graphical Society of Philadel- phia. Dánarfregn. Miss Margrét Freeman lézt á heilsuhælinu að Ninette, 14. okt., þrjátíu og eins árs að aldri, eftir langt og erfitt sjúkdómsstríð. Hún var dóttir Sigurðar og Guðlaugar Freeman, í Charleswood. Það er þungur harmur kveðinn upp yf- ir þessum marg-reyndu og sorg- mæddu foreldrum og systkinum. Þessi unga og efnilega stúlka átti ekki langan lífsferil hér, en svo undur fagran. Hún var mesti kvenkostur ,trúföst, trygglynd og hjálpsöm öllum, sem hún náði til. Guð blessi okkur öllum minningu hennar. — Foreldri og systkini þakka öllum, sem á einn eða arn- an hátt hlyntu að henni í hennar langa sjúkdómsstríði og biðja guð að launa þeim öllum, þegar þeim mest á liggur; og þakkir ti! allra þeirra, er sendu blóm og voru við útför hennar. Guð blessi minningu Margrétar Freeman. Vinur. hefði þau oft komið og sum dval- aðar að Mountain verði guðsþjón- ist þar alla æfi, en hann kvaðst ust& kl. 2 e. h. \erða þar tvær vona, að ekki færi svo fyrir þess- stuttar prédikanir og mikill söng- um fulltrúum þeirra. En á hinn ur. Offurs verður þar leitað, sem bóginn væri þetta í fyrsta sinn, gengur í þann sjóð, sem myndað- sem íslenzkt rithöfundafélag sendi ur hefir verið í því skyni, að fulltrúa til Noregs. Sagði hann. greiða alla skuld safnaðarins á að félagið hefði verið stofnað ár- þcssu afmælisári. Sama kveld kl. ið 1928, og vildi svo einkennilega útta, verður samkoma í A.O.U.Vi. til, að það ætti engan samastað, Hall, Mountain, undir umsjón full- ritari þess byggi í Þýzkalandi, trua °8 djákna ; verður þar skemt gjaldkerinn á íslandi og formað- me^ ræðum og söng og sögu safn- urinn í Danmörku. aðarins, með fleiru. Einnig bera Þá rann upp hin mikla stund honur safnaðarins fram kaffi og mótsins, þegar Gunnar Gunnars- a^rar veitingar undir umsjón son flutti fulltrúunum glæsilega djáknanna. Enginn aðgangur er drápu, að sið hinna fornu, íslenzku selúur að þessari samkomu, og skálda, sem bæði var vel og sköru- veitt verður endurgjaldslaust, það lega fram borin. Að lokum aí-.sem ^ar er horið fram. hjúpaði hann málverk af Þing- Það var von safnaðarráðsins við völlum, eftir listamanninn Ásgrím byrjun þessa afmælisárs, að geta Jónsson, og var það gjöf frá hinu búið svo um hag safnaðarins á íslenzka rithöfundafélagi. Dráp-' arinUi að hann yrði skuldlaus að unni og gjöfinni var tekið með drynjandi lófaklappi.” Einnig birstist skömmu síðar vinsamleg grein um Gunnar Gunnarsson, í tímaritinu “Urd”. haustinu, þá er að afmfælisdeg- inum kæmi. í sambandi við þá fyrirhugun, var útbýtt “Litlu bók- unum”, sem yngri og eldri tóku við til að 1 eggja skerf í, til lofsorði á hina snjöllu ræðu, sem hann flutti á rithöfundamótinu, skáldskap hans og áhuga norrænum málum. í viðtali við hann, sem birt er eftir Inger Tostrup. Er þar lokið greiðslu þessarar skuldar. Einn- ig lofuðu ýmsir gjöfum til við- bótar. Er æskilegt að alt þetta fyrir komi fram fyrir hátíðina. Er því fólk beðið að koma öllu fé, sem ganga á 1 þenna sjóð, til fulltrúa í greininni, .víkur Gunnar Gunn- safnaðarins fyrir 23. nóvember arsson að því, að Norðmenn hafi ekki metið sína beztu rnenn að verðleikum, svo sem Björnson, sem allur dái. Norðmenn hafi aldrei litið sína beztu menn sömu augum og umheimurinn — nema Friðþjóf Nansen. Gunnar Gunnarsson, segir grein- arhöf., er einlægur og sterkur í trúnni á framgang þeirra mála, sem hann hefir áhuga fyrir — og magnar áhuga annara fyrir þeim með eldlegum áhuga sín- um. — Vísir. Senator Turrifíí dáinn Senator J. G. Turriff frá Assini- boia, Sask., andaðist að heimili sínu í Ottawa á mánudaginn í þessari viku, á fimta ári eftir sjö- tugt. Hafði all-lengi verið bil- aður á heilsu. Fulltrúarnir taka með fögnuði á móti sérhverri vinargjöf, sem Ibsen og send er eða fram borin. heimurinn Fulltrúar safnaðarins þetta ár eru þeir: A. F. Björnson, forseti; Thos. Halldórson, ritari; J. K. Johnson, féhirðir, Arnljótur ólaf- son og Freeman Einarson. Þessir yfirstandandi tímar eru erfiðir. Það vill jafnvel svo fara, að þeir dragi úr starfskröftum og áhuga. En nú skiftir miklu máli, að allir leggist á eitt og allir leggi fram krafta eftir möguleikum, svo að byrðin verði engum of þung. Verum nú samtaka og einhuga. Reynum að láta þessi hátíðarhöld og starfið alt, verða guði til dýrð- ar og til eflingar ríkinu hans. H. S. Minni tekjur Á fyrstu fjórum mánuðunum af yfirstandandi fjárhagsári, hafa Bandaríkja kosningarnar Þær gengu Demokrataflokknum mjög í vil, og hefir sá flokkur nú meiri hluta í neðri málstofunni, eða 218 þin&sæti, en Republikanar stjórnartekjur Bandaríkjanna orð- ekki nema 216, Farm-Labor 1. Hafa ið $174,000,000 minni heldur en á Demokratar því meiri hluta. En í sama tímabili árið sem leið. Mestu munar á tolltekjunum, eða $84,- 500,000, o!g tekjuskatturinn er öldungadeildinni er aftur þannig skipað, að þar eiga nú sæti 49 Re- publikanar, 46 Demokratar og einn 58 milj. doll. lægri. Hafa og ýms- Farm-Labor. Munu þess fá dæmi ar aðrar tekjur minkað töluvert. eða engin, að þingflokkar séu svona Útgjöldin hafa á þessu tímabili jafnir í báðum deildum. Halda þar á móti verið $47,000,000 minni margir, að samvinna í þinginu en þau voru á sama tímabili í verði heldur erfið, þar sem þing- fýrra. flokkarnir ve!ga þannig salt.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.