Lögberg - 13.11.1930, Page 3

Lögberg - 13.11.1930, Page 3
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 13. NÓVEMBER 1930. Bls. 3. SOLSKIN ÆFINTÝRIÐ. Suðandi flugur í gluggakistunni. Annað veif- ið fljúga þær beint á rúðuna, en hrapa jafnharðan niður aftur. Þær vilja út, út! Út í lognið o'g hlý- indin og sólskinið — og undan fingrunum hans Tuma litla. Því Tumi litli er brellinn. Hann hefir skrið- ið upp á borðið, sem stendur undir baðstofuglugg- anum. Hann er á flugnaveiðum. Auðvitað! Hann má ekki fara út. Hann gæti dottið í lækinn — eða ofan í brunninn. Svo sagði hún mamma hans að minsta kosti, og hann varð að húka inni, af því að mamma hans var inni. Af því hún var að þvo þvott frammi í eldhúsi. En bráðum færi hún niður að læk að skola og þá ætlaði hann með. Þar ætlaði hann að vera, meðan mamma hans skolaði og blákkaði niður við stokkinn í læknupi. Og hann ætl- aði sér að kasta steinum í lækinn, stórum steinum, svo gusaðist upp. En það var gott, að mamma hans var frammi, þegar hann þurfti að vera inni. Þá var hann þó viss um, að fá ekki högg á fingurna litlu. Því mamma hans hafði sagt honum, að það væri ljótt að drepa flugur — eða slíta af þeim vængina. Og ef hann gerði það, fengi hann högg á fingurna. — Hún hafði tekið svo óþyrmilega í handlegginn á hon- um um daginn. Honum fanst hann ætla að slitna sundur. Hann æpti hástöfum. “Jæja, var það sárt?” spurði mamma hans. “Heldurðu þá ekki flugunm finnast það sárt, þegar þú slítur af þeim vængina?” “Þær hljóða ekki.” “Nei, þær hljóða ekki. Þær vantar málið. Þær geta ekki kvartað. Þær hafa tilfinningu eins og þú.” Það var nú ekki meira en svo, að Tumi tryði þessu. iEn fyrst mamma hans sagði það, hlaut það að vera satt. Og mamma hans var svo góð, alt af svo góð. Nema þegar hann var vondur. En hann var alt af góður, nema þegar hann var lokaður inni og vott er veður. Til Til dæmis í dag. Honum leiddist og hann gleymdi að vera góður. Þangað til hann heyrði fótatak í göngunum. Hann hoppaði niður á gólfið. En hann kom ekki léttilegar niður en það, að mamma hans hlaut að hafa heyrt skellinn. Þór- unn opnaði hurðina inn í baðstofuna og sagði: “Nú fer eg niður að læk, Tumi. Það er bezt þú verðir með.” Tumi gekk hægt til hennar, sagði ekki neitt. “Bara að hún gangi ekki út að glugganum,” hugsaði hann, — en Þórunn þurfti ekki svo langt. Hún sá það á ásvip hans, að þar mundu liggja nokkr- ir dauðir flugnalíkamir. — En hún sagði ekki neitt um það. “Farðu fram í eldhús, taktu þvottafatið og berðu það niður eftir. En týndu ekki blákkudósinni.” Tumi hljóp fram. — Þórunn beið á hlaðinu, við bæjardyrnar. Sólin glóði í lækinn. Hann var vatnsmikill, enda ekki kom- ið langt fram á vorið. En þó hlýindi. Dagarnir voru yndislegir. Túnin óðum að grænka. Sóleyjar og fíflar komnir í hlaðvarpann. Geldingahnappar í holtin.- Og lambajarmur og folaldahnegg kvað við úti í högunum annað evifið. Það var fallegt á Urriðalæk, því var ekki að neita. Sérstaklega seinni hluta dags, þegar sólin var farin að færast niður undir Múlann, þegar þegar komið var undir sólarlag og geislar kvöldsól- arinnar léku sér um alt, á læknum, á firðinum — og í úðanum yfir litla fossinum. Þó var næstum fall- egra þar um fjöruna. Eða það fanst Þórunni. Þá stóð hún oft aðgerðarlaus stundarkorn og horfði út á fjörðinn. Álarnir hvísluðust um leiruna og leiru- hryggirnir á milli þeirra voru eins og bök á stórum hvölum, stórum, somandi hvölum. — En hún stóð aldrei lengi aðgerðarlaus til þess eins að horfa á himinblámann. Hún varð að vinna, vinna fyrir sér og drengnum sínum. Og þó kom það fyrir stund- um — þá er hún stóð við orfið og kvölda tók og hún var orðin þreytt, — að hugurinn flaug yfir Múlann og dvaldi um stund í kotinu, sem við hana var kent. Það var aldrei lengi í einu. En það kom þó fyrir. Helzt þó á kvöldin, þegar hún gekk heim dauðlúin með hrífuna á öxlinni — eða á voykvöldum, þegar hún kom heim úr svarðargryfjunni. Því hún varð að gera alt ein. Hún var einyrki. Og drengurinn hennar var eini sólargeislinn í myrkri endurminn- inlganna. — Þau gengu ^vestur túnið, vestur að læknum. Hann rann í boga með þvi, að vestan og sunnan við það. Tumi Iagði þvottafatið niður hjá stokknum. Svo hljóp hann upp á túnið. Eg ætla bara að tína nokkrar sóleyjar, mamma,” kallaði hann. Þórunn beygði sig niður og fór að þvo. Hún strauk hárið ljósa frá augunum. Hátt og hvelft enni kom í ljós, stór, bládjúp augu. Andlitið bar öll merki hreinnar fegurðar. í því voru allir drættir hreinir og skirir. Fyr hafði skinið ást út úr því, ást til alls þess, sem andaði, og gott var og fagurt. En nú — aðeins ástin til drengsins litla — í djúpri þreytu, andlegri og líkamlegri. Það skein út úr and- liti hennar, að innra fyrir var háð barátta, hörð bar- atta, milli meðfædds æskufjörs — og þreytunnar, von- leysisþreytunnar, sem smám saman sljófgaði sál arkrafta hennar.------ “Mamma! Mamma! Nú kem ég.’ Hún horfði á litla, bláeyga glókollinn sinn. Hann kom hlaupandi til hennar með fífla og sól- eygjar í fan'ginu. — “Mamma! Vaxa fíflar og sóleygjar í Ame- ríku?” Þórunn horfði á hann undrandi, dálitið hörku- lega, en hann á hana með sakleysisbrosi á vörum. “Því spyrðu að þessu, barnið mitt?” spurði hún og gat varla dulið klökkvann í röddinni. — Tumi svaraði engu strax. Hann var að vísu ekki heimspekilega vaxinn, en hann vissi þó sínu viti, þó lítill væri. — Tumi var aðeins á níunda ár- inu. — Hann var að brjóta heilann um, hvort hann hefði sagt nokkra vitleysu. “Eg þegi,” hugsaði hann. “Það er vissara,” sagði rödd þráans í huga hans. Móðir hans strauk hár hans blíðlega. Blíðuatlot hennar gat hann ekki staðist. Hann lagði hendurnar litlu um háls henn- ar. “Segðu mér, hvers vegna þú spurðir, Tumi minn.” “Það var á laugardaginn, mamma, þegar eg fór að gráta,” byrjaði hann. Hún mintnst þess, sem þá hafði gerst, þess, sem hún vissi deili á. — Það var, þegar þau úr Holti komu úr kaupstaðnum. Þau stóðu við um stund hjá henni. Inga litla, dóttir Holtshjónanna, var með þeim, telpa á að giska tíu, ellefu ára gömul, ljóshærð og bláeyg, eins og Tumi. Hún sat á kné föður síns meðan hann drakk kaffið. Tumi stóð úti við dyr og horfði á hana. Og hún hvislaði að föður sínum, með þýðu, hljómfögru röddinni sinni: “Á hann engan pabba?” Tumi átti ekki að heyra það. En hann heyrði það nú samt. Og hann beit á vörina, vildi láta það sjást, að hann væri karlmaður, og færi ekki að gráta, þó eitthvað bjátaði á, eins og lítil telpa. Faðir Ingu litlu hafði engu svarað. Svo fór mamma hans fram til þess að sækja aftur í boll- ana. Og þá hafði móðir Ingu sagt við bónda sinn: “Það hefir víst ekki frézt af honum enn, síðan hann fór til Ameríku?” “Nei, hann skrifar víst ekki neinum. Að minsta kosti ekki Þórunni. En hann var dugnaðarmaður. Honum 'gengur sjálfsagt, þótt hann hafi fyrir mörg- um að sjá.” Svo féll samræða þeirra niður. Þórunn var kom- in inn aftur með bakkann. — Auðvitað höfðu þau haldið, að Tumi skildi ekki, hvað þau voru að fara. En hann þóttist vita, að það væri pabbi hans, sem þau ræddu um. Hann hafði laumast út, upp á tún hafði hann farið. La'gst þar á millli þúfna og grátið. — Þar fann móðir hans hann litlu seinna. “Af hverjn ertu að gráta, Tumi minn ” spurði hún. “Hún Inga litla var að spyrja eftir þér. Og augun hennar bláu urðu vot af tárum, þegar hún gat ekki náð í þig til þess að kveðja þig.”-------- En Tumi grét og sagði ekki neitt. Og móðir hans hafði huggað hann. En hún hafði ekki fengið vitneskju um, hvað grátinum hafði valdið, því Tumi hafð,i sofnað vi ðbarm hennar. — — “Af hverju grætur þú, Tumi minn?” spurði móðir hans blíðlega. “Af því eg hefi engan pabba hjá mér, eins og Inga litla. Svo var eg að hugsa um það síðan, hvort það væru sóleygjar og fíflar þar sem pabbi minn er.” “Hvað varstu að tala um Ameríku, barnið mitt? Hver sagði þér frá henni?” “Pabbi hennar Ingu sagði—” Þórunn kysti á enni Tuma litla. Barmurinn gekk í öldum. “Hvar er Ameríka, mamma?” “Það er stórt land, barnið mitt. Langt, langt vestur í hafi. Þar er sumarið lengra en hérna. Dag- urinn heitari. Þar eru risavaxin tré. Víðáttumikl- ir skógar, þar sem vilt dýr falla fyrir skotum veiði- mannana. Og þegar þau fá dauðasárið, öskra þau svo hátt að jörðin skelfur.” “Á ég þá engan pabba?” Þórunn gat engu svarað strax. Hún vildi ekki segja ósatt. Svo sagði hún: “Þú átt engan föðr, barnið mitt. Og það er enginn, sem getur gengið þér í föðurstað. Þú átt engan, sem vill kannast við þig sem son sinn, eng- ann, sem breiðir út faðm sinn á móti þér og segir: “Eg er faðir þinn”. Þú átt engan föður. Nema Guð. Hann er þér nálægur. Hugsaðu um hann, og þér mun aldrei líða illa. Þá muntu ekki gráta. Þvi trúin á hann er bundin við gleði, djúpa og innilega gleði, sem bægir öllu því illa frá hjörtum mann- mannanna.” Hún þagnaði. Því talaði hún um Guð við drenginn sinn? Því hræsnaði hún? Hún, sem ef- aði, var ekki glöð í trúnni. Ekki enn þá. En hún vildi þó verða það. Bað Guð þess, að hún mætti verða það, að drengurinn hennar gæti látið hana verða það. “Tumi minn. Elsku drengurinn minn. Hugsaðu ekki um þetta alt saman. Leiktu þér við fíflana o'g sóleygjurnar. Og í kvöld skal eg segja þér æfin- týri, ef þú verður góður drengur.” “Strax, mamma ” “Ekki strax, elsku drengurinn minn. Mamma verður að vinna.” “Má eg þá kasta steinum?” “Leiktu þér á túninu, barnið mitt.” “Má ég þá ekki kasta?” “Þú mátt ekki fæla frá netinu.” Með þetta fór hann upp á túnið. Löngunin til • þess að kasta steinum, var, alveg horfin. Hann hafði rekið annan fótinn í hrossabrest, sem hafði týnst fyr um vorið. Svo þaut hann upp á Grástein, hóandi og sigandi og sneri hrossabrestinum. — Það var komið undir kvöld. Sólin komin all- lágt á vesturloft. — Þau voru búin að breiða þvott- inn. Hann hafði hjálpað mömmu sinni. Og hún hafði klappað á kollinn á honum og sagt, að hann væri elskulegur.------ Hann sat á hestasteininum með hendurnar í vös- unum. Eitt orð þaut án afláts eftir öllum þráðum heila hans, orðið: æfintýri, æfintýri! Mamma hans tók hann í fang sér, settst á hesta- steininn og horfði á kvöldroðann um stund. Svo hóf hún æfintýrið: “Einu sinni, endur fyrir löngu, bjuggu ung hjón hérna á Urriðalæk. Þa sáu ekki sólina hvort fyrir öðru, því Guð hafði snortið hjörtu þeirra beggja og sagt: Þar sem er líf, þar er ást. Þar sem rósin breiðir út krónu sína, þar er ást. Þar sem tárin spretta fram í auga, þar er ást- Þar sem hjartað slær, þar er ást. Frá því þið lítið í augu hvors annars í fyrsta sinn, skuluð þið unnast. Frá þeirri stundu skulu sálir ykkar beggja una saman í ljósi þeirrar ástar, sem eg hefi tendrað í hjörtum ykkar. Og braut ykk- ar að landamerkjum lífs og dauða skal vera blómum stráð, en vökvuð blóði.” Og þau unnust og æfivegur þeirra var blómum stráður. Því þau unnu hvort öðru af hjarta sínu og sál. Og er þau litu í augu hvors annars, þá fanst þeim eins og þúsund englaraddir hvísluðu: “Ást! Ást!” Og í hvert skifti, er þau hugsuðu hvort um annað, spratt rós við fætur þeirra; rós fyrir hvert hlýlegt orð. Og rósirnar urðu margar, því þau hugsuðu hvort um annað guðslangan daginn. (Niðurl. næst.) YIRÐINGADEILA DÝRANNA. í fjórum dæmisögum. a. Það kom upp áköf virðingadeila á meðal dýr- anna. “Það er bezt,” sagði hesturinn, “að kveðja manninn ráða til að jafna deilu þessa; hann er ekki partur í málinu og getur því dæmt þess óvilhaldara.” — “En hefir hann vitsmuni til þess?” mælti mold- varpa nokkur. “Hann verður oft að taka á allri sinni skarpskygni til að komast að skilningi á full- komleikum vórum, sem oft eru djúpt fólgnir.” — “Mjög viturlega talað,” sagði geitungurinn. — “Já, meir en það,” gall við burstígujlinn, “enginn skal fá mig til að trúa því, að maðurinn hafi nægilegan skarpleika.” — “Þefei þið,” sagði hesturinn í mynd- ugum rómi, “eg held við þekkjum þetta: Þeir, sem sízt hafa góðan málstað á að treysta, þeir eru ætíð fúsastir og fljótastir að draga efa á vit og kunnáttu dómarans.” , b. Maðurinn var tekinn fyrir dómara. “Eitt orð enn, áður en þú kveður uþp úrskurðinn!” kallaði ljónið til hans í allri sinni tign. “Eftir hvaða reglu ætlar þú að ákveða gildi okkar dýranna?” — “Eftir hvaða reglu?” segir maðurinn, “auðvitað eftir þvi, hvaða 'gagn eg get haft af ykkur, meira eða minna.” — “Forkostulegt!” svaraði ljónið með stygð; “hversu langt mun eg þá verða fyrir neðan asn- ann! Þú getur ekki, maður sæll! verið dóm'ari okk- ar. Far burt af fundi þessum.” c. Maðurinn gekk burt. “Nú, nú,” sagði mold- varpan drambvísa, —og undir tóku með henni að nýju geitungurinn og burstigllinn. — “Þarna get- urðu séð það, hestur! Ljónið álítur líka, að maðurinn geti ekki verið dómari okkar. Ljónið er sömu skoð- unar og'við.” — “En byggir hana á betrl rökum en þið,” mælti ljónið og leit til þeirra með fyrirlitn- ingu. d. Ljónið mælti enn fremur: “Virðingardeilan er, þegar eg fer að athuga það, einskisverð deila. Þið megið gera hvort heldur þið viljið, að telja mig helzt allra dýranna eða lítilmótlegast þeirra allra; á sama stendur mér. Eg veit hvað eg'er:” Og þar með það gekk það af fundi. Á eftir því fór svo fíllinn, tígrisdýrið hugdjarfa, björninn alvörugefni, refur- inn kæni, hesturinn göfugi, og í stuttu máli öll dýr- in, sem fundu til gildis síns eða þóttst finna; en tvö voru þau, er síðast fóru og mest göluðu út af því að brugðið var samkomunni — það voru þeir: apinn og asninn. Stgr. Tt. þýddi. H E I L R Æ Ð I. Ungum er það allra bezt, að óttast Guð, sinn herra. Þeim mun virðing veitast mest, og virðing aldrei þverra. Hafðu hvorki háð né spott, hugsaðu um ræðu mína; elskaðu guð og gerðu gott, geym vel æru þína. Vertu dyggur, trúr og tryggur, tungu geym vel þína, við engan styggur né í orðum hryggur, athuga ræðu mína. Foreldrum þínum þjóna af dygð, það má gæfu veita, varastu þeim að veita stygð, viljirðu gott barn heita. Víst ávalt þeim vana lialt: vinna lesa og iðja, umfram alt þú ætíð skalt elska Guð og biðja. Að lesa’ og skrifa list er góð, læri það sem flestir, þeir eru haldnir lieims lijá þjóð höfðingjarnir mestir. Lærður er í lyndi glaður, lof ber liann hjá þjóðum, hinn er ei nema hálfur maður, sem hafnar siðum góðum. Oft er sá í orðum nýtur, sem iðkar mentun kæra, en þursinn heimskur þegja hlýtur, sem þrjóskast við að læra. H. P. DR. B. J. BRANDSON 210-220 Medieal Arts Bldg. Cor Graham og Kennedy Hts. PHONE: 21 834 Office tlmar: 2—1 Helmili 776 Victor St. Phone: 27 122 Winnipeg, Manitoba. H. A. BERGMAN, K.C. lelenzkur lögfræBingur Skrifetofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P. O. Box 1656 PHONES: 26 849 og 26 840 DR. 0. BJORNSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Office timar: 8—3 Heimili: 764 Victor St., Phone: 27 586 Wlnnipeg, Manluba. Lindal Buhr & Stefánsson Islenzkir lögfræBingar. 366 MAIN ST. TALS.: 24 968 pelr hafa einnig skrifstofur aB Lundar, Riverton, Glmli og Plney, og eru þar aB hitta k eftirfylgjandi tlmum: Lundar: Fyrsta miflvikudag, Riverton: F'yrsta fimtudag, Olmll: Fvrsta miBvikudag, Píney: PriBJa föstudag 1 hverjum mAnuBl. DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Qraham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Office timar: 3—5 Heimili: G ST. JAMES PLACE Wlnnipeg, Manltoha. — — """"1 J. RAGNAR JOHNSON B.A., LL.B., LL.M. (Harv.) tslenxkur IögmaOur. Rosevear, Rutherford Mclntoeh and Johnson. 910-911 Electric Railway Chmhr*. Winnipeg. Canads Slmi: 23 082 Helma: 71 753 Cable Address: Roecum DR. J. STEFANSSON 216-220 Medlcal Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sta. PHONE: 21 834 Stundar augnaj eyrna nef og kverka ajflkdöma.—Er aB hitjta kl. 10-12 t h. og 2-6 e. h. Helmili: 3*2 Klver Ave. Tale.: 42 691 J. T. Thorson, K.C. íslenzkur lögfræðingur. Skrifst.: 411 Paris Building Sími: 22 768. DR. A. BLONDAL 202 Medical Arts Bldg. Stundar sörstaklega k v e n n a or barna sjúkdöma. Er aB hitta frá kl 10-12 f. h. og 3-5 e. h. Office Phone: 22 296 Helmili: 806 Vletor St. Simi: 28 180 G. S. THORVALDSON B-A., LL.B. LögfræBingur Skrif stofa: 702 Confederatlon Llfe Bulldlng. Main St. gegnt Clty Hali PHONE: 24 587 Dr. S. J. JOHANNESSON stundar lœkningar op yfirsrtur Tll vlStals kl. ll f. h. Ul 4 e. h. og frft 6—8 aB kveldlnu. SHERBURN ST. 532 SlMI: 30 877 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 P\RTS VI nn WINNIPEG Faateignasalar. Lelgja hús. Pt- vega peníngalön og eldsAbyrgfl af öUu tagl. PHONE: 26 349 HAFlt) ptlH. SAKA FÆTUKt ef svo, finniB DR. B. A. LENNOX Chiropodist Stofnsett 1910 Phone: 23 137 334 SOMERSET BLOCK, WINNIPEG. A. C. JOHNSON 907 Confederation Life Bldg. WINNIPEG Annast um fastelgnir manna Tekur aö sér aB ávaxta sp&rilí fölks. Selur elds&byrgB og blf- relBa ábyrgBir. Skriflegum fyr- irwpitrnum sxaraö satnstundls. Skrifstofusimi: 24 263 Heimasimi'. 38 328 Drs. H. R. & H. W. Tweed Tannlæknar. 406 TORONTO GENERAL TKl'S'I BUILDING Cor. Portage Ave. og Smlth St. PHONE: 26 545 WINNIPBG DR. C. H. VROMAN Tannlæknir 505 BOTD P.LDG. PHONE: 24 171 WIHNIPKG DR. A. B. INGIMUNDSON Tannlæknir. 208 Avenue Block, Winnipeg Sími 28 840. Heimilis 46 054 G. W. MAGNUSSON Nuddlaknlr. 125 SHERBROOKE ST. Phone: 36 137 VIBtals tfml klnkk&n 8 til 9 »8 Dr. Ragnar E. Eyolf son Chiropractor. Stundar sjerstaklega Gigt, Bak- verk, Taukaveiklun og Svefnleysl Skrifst. sim. 80 726—Heima 39 265 Suite 837, Somersét Bldg. 294 Portage Ave. morgrninum. ALIjAR TBGUNDIR FhVTVlVOÁ > | Hvenær, sem þér þurfið að láta flytja eitthvað, smátt eða stort, bá hittið mig að máli. Sann- gjarnt verð,- fljót afgrreiðsla. Jakob F. Bjamason 762 VICTOR ST. Siml: 24 500 Dr. A. V. Johnson íslenzkur Tannlæknir. 212 Curry Building, Winnipelg Gegnt pósthúsinu. Sími: 23 742 Heimilis: 33 328 A. S. BARDAL 848 SHERBROOK ST. Selur llkkistur og annast um flt- farir. Allur útbúnaBur sá beztl ■onfremur selur hann allskonar minnisvarBa og legstelna. Bkrifstofu talsimi: 86 607 HstmiUs talsimi: 58 802 Gjöf til þjóðminjasafnsins Frá Matth. Þórðarsyni hefir Mgl. fengið eftirfylgjandi grein- argerð um nýfengna gjöf til Þjóðminjasafnsins. Þjóðminjasafnið hefir fyrir skömmu efngið fjögur málverk aðj gjöf frá Danmörku. Þau eru öll eftir Berthu Wegmann og gefin1 safninu af fósturdóttur hennar,J T. A. Möller Wegmann, með gjafa' bréfi dags. 9. sept. í fyrra, er for-| stöðumaður safnsins var í Höfn. Bertha Wegmann var ættuð frá Sviss og fædd þar 16. des. 1847. Er ein af myndunum landslagsmynd' þaðan. önnur, sem er mjög stór,: heitir “Einmana í skóginum”, á-| gætt listaverk; hún er frá því um 1898. Sagt er að G. A. Hage- mann forstjóri hafi viljað kaupaj hana og boðið 15 þús. krónur, en Bertha Wegemann hafi aldrei viljað selja þessa mynd, Þriðja málverkið er einnig mjög stórt; það er málað 1908 og heitir “Dán- arengillinn”. Mun mörgum þykja sú mynd tilkomumikil. Fjórða málverkið er fullgerð mynd af Berthu Wegmann sjálfri, gert nokkru áður en hún dó, en það var 1926. Hún þótti ágætur mál- ari; einkum takast vel að mála mannamyndir, og eru til nokkrar frægar myndir eftir hana, af þjóð- kunnum mönnum meðal Danana. __Fósturdóttir hennar hefir lengl haft hug á að koma hingað, en af því hefir aldrei orðið; vildi hún nú sýna það með þessum gjöfum, að hún ann þjóð vorri, og hún vildi láta sjá þess minjar í mál- verkasafninu fyrst og fremst. Það fer nú að verða full nauðsyn á, að koma upp húsi yfir Mál- verkasafnið, og raunar Þjóðminja safnið alt. Það er óviðfeldið að geta ekki sýnt það sem bætist ár- lega við söfnin; og svo er hitt, að þau húsakynni, sem þau hafa, eru hvorki tryggileg né hentug fyrir söfn. — Mgbl.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.