Lögberg - 13.11.1930, Síða 4
Bls. 4.
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 13. NÓVEMBER 1930.
ILögberg
Gefið út hvem fimtudag af
THE COLUMBIA PRESS, LTD.,
Cor. Sargent Ave. og Toronto St.
Winnipeg, Manitoba.
Talsímar: 86 327 og 86 328
Einar P. Jónsson, Editor
Utanáskrift blaðsins: ;
The Columbia Press, Ltd., Box 3172
Winnipeg, Man. ;
Utanáskrift ritstjórans: ;
Editor Lögberg, Box 3172, Winnipeg, Man.
Verð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram.
The “Lögberg” is printed and published by
The Columbia Press, Limited,
695 Sargent Ave, Winnipeg, Manitoba.
. .......................................
Afstaða Þýzkalands
---------------------------------------—+
Eftir fregnum frá Þýzkalandi að dæma, er
svo að sjá, sem núverandi stjóm Þjóðverja sé
staðiáðin í að leggja alt hugsanlegt kapp á það,
að komast að nýjum samningum um greiðslu
stríðsskaðabótanna, 0g þá helzt að fá gjaldfrest
á afborgunum höfuðstóls um ákveðíð tímabil,
gegn árlegri borgun umsaminna vaxta. Á þessu
stigi málsins, er vitanlega örðugt um það að
segja, hve byrvænlega kann að blása fyrir Þjóð-
verjum í þessu tilliti; að minsta kosti mun á-
stæðulítið að vænta nokkurrar vemlegrar til-
látssemi af liálfu Frakka, þar sem hefndarhug-
urinn einn virðist ráða lofum og lögum. Alt
öðru máli er að gegna með þjóðir eins og Breta,
scm ávalt era fúsar til sanngjarnra og sæmilegra
miðlunartilrauna. Þótt rosasamt hafi verið á
ríkisþingi Þjóðverja upp á síðkastið, einkum og
sérílagi viðvíkjandi fjáraiálunum, þá bendir þó
sitthvað í þá átt, að meiri festu sé að verða vart
í meðferð utanríkismálanna, og má slíkt teljast
til bóta. Frá Berlín berast þau tíðindi um þess-
ar mundir, að telja megi nokkum veginn víst, að
sendisveit sú, er fyrir Þjóðverja hönd mætir á
undirbúningsfundi þeim, er þjóðbandalagið inn-
an skamms kveður til, í sambandi við takmark-
anir vígvama, muni krefjast þess, að boðað
verði til alþjóða móts næsta ár með það fyrir
augum, að hrinda málinu áleiðis.
Afstaða Frakka til vopnatakmörkunar máls-
ins, hefir fram að þessu verið sú, að volilaust
væri með öllu um takmarkanir landhers, fyr en
ráðið hefði verið til lykta tilraimunum um tak-
markanir vígvama á sjó. Ýmsir af mætustu
stjórnmálamönnum Þjóðverja líta svo á, og það
sennilega með fullum rétti, að hér sé aðeins um
fyrirslátt að ræða af hálfu Frakka, með það fyr-
ir augum, að hindra takmarkanir hers og flota
um ófyrirsjáanlegan tíma; aðrir tjást á hinn
bóginn eigi með öllu vonlausir um það, að takast
megi að opna svo augu franskra stjómarvalda
á nauðsyn málsins, að vænta megi nokkurs á-
rangurs.
Ekki er það ljóst á þessu stigi málsins, hvaða
afstöðu Bretar kunna að taka gagnvart þessum
nýju uppástungum Þjóðverja, þótt ganga megi
sennilega út frá því sem gefnu, að skoðanimar
verði næsta skiftar; þó mun einlægni MacDonald
stjómarinnar við friðarhugmyndina og vopna-
takmörkunar málið, undir engum kringumstæð-
um verða dregin í efa.
Sumar þær þjóðir, er að hinni væntanlegu
vopnatakmörkunarstefnu standa, svo sem
Frakkar, líta vafalaust svo á, að innheimta
skaðabótafjárins frá Þjóðverjum, eigi að sitja
fyrir öllu öðra; hitt sé minna um vert, hvort
takmarkanir vígvama dragist árinu lengur eða
skemur; þó er hér um afar háskalega kórvillu
að ræða, er fyr en síðar hlýtur að koma hlutað-
eigandi þjóðum í kdll.
Úrslitum þingkosninganna þýzku, var mjög
misjafnlega tekið út um heim; ýmsum virtist
standa stuggur af hinum óvæntu sigurvinning-
um hins nýstofnaða Fascista flokks, undir for-
ustu Hitlers, en aðrir töldu slíkt góðsvita.
Af brezkum áhrifamönnum, þeim, er opin-
berlega létu í ljós álit sitt um úrslit kosninganna
þýzku, vöktu ummæli Kothermere lávarðar hvað
mesta eftirtekt; virtist hann fagna mjög yfir
fylgi hinnar nýju í'lascistahreifingar, og sjá í
því trausta vamarmúra gegn útbreiðslu Com-
múnista hugmyndarinnar á Þýzkalandi. Koth-
ennere lávarður er einn í tölu þeirra stjóm-
málamanna brezkra, er líklegt telja, að gagnger
endurskoðun Yersala-samninganna, og þar af
leiðandi skaðabótamálsins líka, gæti haft margt
gott í för með sér,—meðal annars trygt friðar-
hugsjóninni greiðari götu.
Engar þær ráðstafanir, sem á hefndarhug
hvíla, fá nokkru sinni til góðs leitt, hvort heldur
stílaðar era gagnva-rt Þjöðveirjniti eða öðrum
þjóðum.
Bandaríkja kosningarnar
---------------------------------------*
Þriðjudaginn þann 4. yfirstandandi mánað-
ar, fóru fram kosningar til þjóðþingsins í Wash-
ington; græddist Demokrata flokknum það mik-
ið fylgi, að styrkur hans í báðum málstofunum
kemur að jöfnu við þingflokk Republicana. Og
þá tekið er tillit til þess, að í flokki þeirra síðar-
nefndu, er að finna menn í báðum málstofunum,
sem andvígir eru núverandi stjórn, má fullyrða
að veldi hennar í löggjafarefnum sé í þann veg-
inn að verða lokið.
Orsakirnar að hinum stórfengilega ósigri
Republicana í nýafstöðnum kosningum, era
vafalaust margþættar, þó megin orsökin sé vænt-
anlega sú, hve hart hefir verið í ári meðal verka-
manna, bænda og búalýð.s, sunnan landamær-
anna. Þegar þannig er ástatt, sýpur venjuleg-
ast sú stjóm, er að völdum situr, af því seyðið;
þannig var því farið við síðustu sambandskosn-
ingar hér í landi, og hliðstæð hefir nú útkoman
01 ðið syðra, að því undanskildu, að hið pólitíska
stundaglas forsetans var, samkvæmt stjórnar-
skrá landsins, enn eigi runnið út.
Þegar flokkur Republicana komtil valda fyr-
ir tveimur áram, undir forustu Mr. Hoovers, hét
hann Bandaríkja þjóðinni gulli og grænum skóg-
um; alt hugsanlegt milli himins og jarðar átti að
vernda, svo sem iðnaðinn, verkamanninn og
bóndann, að ógleymdri vínbannslöggjöfinni; at-
vinnuleysið átti að verða óþekt stærð, og læknis-
lyfið átti að vera aukin tollvernd. Ekki verður
Mr. Hoover sakaður um það, að hafa brugðist
kjósendum sínum tollmúranum viðvíkjandi, því
hans fyrsta verk var það, eftir í “Hvíta húsið”
kom, að hækka vemdartolla á flestum fram-
leiðslutegundum, og það svo gífurlega, að um
beina útilokun á vöru-innflutningi frá hinum
ýmsu þjóðum, var að ræða. En hver hefir svo
afleiðingin orðið!
Um það leyti er Mr. Hoover kom til valda
fyrir tveimur áram, nam tala atvinnulausra í
Bandaríkjum, nokkuð á aðra miljón; nú ganga
þar frekar fjórar miljónir manna og’ kvenna
auðum Höndum, jafnframt því, sem deyfðin í
landbúnaði og iðnaði er tilfinnanlegri en nokkra
sinni fyr. Og nú verður ekki lengur ónógri toll-
vernd um kent, hvernig komið er með nágranna
þjóð vora syðra; einhverju öðra verður að bera
við.
1 síðustu forsetakosningum hét Mr. Hoover
því að halda verndarhendi yfir vínbanns-
löggjöf þjóðar sinnar, og var þá alt annað
en myrkur í máli. En núna fyrir skemstu læt-
ur hann það viðgangast, óátalið að því er bezt
verður séð, að bragga megi til “ heimanotkun-
ar” áfengi á hverju einasta heimili innan tak-
marka Bandaríkja þjóðarinnar; hneyksli sem
þetta, hlaut að koma honum sjálfum og flokki
hans í koll, og sú varð líka reyndin á í nýaf-
stöðnum kosningum.
Svo hefir hátollafarganið og heimabraggun-
in leikið Republicana flokkínn hart, að litla von
mun hann þurfa að gera sér um sigur við næstu
forseta kosningar.
Horfur Demokrata hafa sjaldan verið eins
bjartar og nú era þær; ætti það því engum að
koma á óvart, þótt næsti forseti Bandaríkjanna
verði Demokrat, og þá ekki ósennilega Franklin
Roosevelt, núverandi ríkisstjóri í New York, sá
maðurinn úr Demokrata flokknum, er hvað
glæsilegastan vann sigurinn í síðustu kosning-
um.
—"—------------—-— --------------------------------—■——-—■+
Hvað er samvinna?
*---------------------------------------*
“Samvinnuhreyfingin er,” segir Henry J.
May, ritari Intemational Co-operative Alliance,
“fyrst af öllu hagfræðilegt kerfi, er hrinda vill
í framkvæmd ákveðnum hagfræðilegum hug-
sjónum; kerfi, sem það hefir að markmiði, að
inna af hendi fylztu þjónustu í þarfir allra
stétta jafnt; kerfi, er stuðla vill að efldum sið-
ferðisþroska og vinna að heill meðlima sinna,
jafnt einstaklingsins sem fjöldans, hvort heldur
sem er í persónulegum, eða viðskiftalegum skiln-
ingi, með fullkomnari aðferðum, en þeim, sem
við hafa gengist í ríki samkepninnar, þar sem
baráttan snýst aðallega um persónuhagnaðinn.
1 einu orði sagt, þá stefnir samvinnuhreyfingin
eigi einungis að velferð sinna eigin meðlima,
heldur allra stétta jafnt.”
1 þessum fáu orðum hér að ofan skilgreinir
einn allra víðskygnasti samvinnufræðingur nú-
lifandi, kjama og tilgang samvinnunnar. Með
dálítilli gaumgæfni, getur hver einasti sam-
vinnumaður, þroskað hverja þessa hugmynd út
af fyrir sig og samræmt hana hinum ýmsu grein-
um samvinnufyrirtækja þeirra, sem hann eink-
um og sérílagi er riðinn við. Samvinnuhreyfing-
in er hagfræðislegs eðlis, og þarafleiðandi verð-
ur að framfylgja henni á strang-hagfræðilegum
grandvelli. Starfræksla hennar vprður ávalt að
vera í fyísta samræmi við þær meginreglur við-
skiftalífsins, er hagkvæmilegastar þykja; það er
þessi hreyfing, er það hefir að markmiði, að
veita skjó!4tæðingum sínum sem allra fullkomn-
.r.v- ... , mmm .. . • '•mMÞmmmimmmrmmmim. m . . . , ....
asta þjónustu og krefjast aðeins sanngjarnrar
endurgreiðslu í staðinn. 1 stuttu máli þá verður
starfræksla samvinnufyrirtækjanna að vera slík,
að sérhver meðlimur þeirra fái það í dollurum
og centum, er honum með réttu ber. En til þess
að þeim fagra tilgangi verði náð, er þörf á vit-
urlegri framkvæmdarstjórn, nákvæmu eftirliti
og strangri ráðvendni af hálfu þeirra allra, er
1 hlut eiga að máli.
Með þessu, sem nú hefir verið nefnt, er síð-
ur en svo að upp séu taldir allir kostir samvinn-
unnar, því þeir era enn fleiri en svo; á hinum
hagfræðilega grandvelli hennar hvílir, eins og
Mr. May kemst að orði, skipulagsbundið kerfi
lýðþjónustu og bræðralags. Samvinnustefnan
er þó engan veginn einskorðuð við hina hag-
fræðilegu hlið þjóðlífsins; hún er lífsspeki, átta-
viti til lieilbrigðs lífernis, hagkvæmileg aðferð
til afkomu, grandvölluð á kristilegum hugsjón-
um. Samvinnustefnan heyjir baráttu fyrir vel-
ferð mannkynsins í heild.
Samkvæmt fyrirkomulaginu gamla, það er að
segja fyrirkomulagi hinnar ströngu samkepni,
er markmið sérhvers þess, er að iðnaði eða við-
skiftum gefur sig, að safna fé .sjálfum sér til
handa. Samkepnin knýr hann til þess að kaupa
eins ódýrt og selja eins dýrt, og honum framast
er unt; og takist honum, án þess því sé athygli
veitt, að klípa utan úr vigt vörannar, eða losna
við gamla og lélega vöru, sem stundum á sér
stað, verður liagnaður hans þeim mun meiri.
Arðvænleg-ur árangur á sviði samkepninnar, er
oft fenginn á kostnað annara.
Þegar um samvinnustefnu er að ræða, er
þessu á alt annan veg farið. Hópur manna,
hvort heldur fámennur eða f jölmennur, er stofn-
ar, segjurn, samlag neytenda, eða þeirra, er vör-
una nota, hefir hvorki ástæðu né tilhneigingu
til þess að selja lélega vöra eða klípa utan úr
vigtinni, með því að þar er aðeins um innbyrðis
sölu að ræða meðal hlutaðeigenda sjálfra. Slík-
ir menn geta undir engur kringumstæðum freist-
ast til þess að selja við okurverði, með því að
þeir era jafnframt sjálfir kaupendur vörannar.
Megin tilgangur þeirra hlýtur að vera sá, að
komast að sem hagkvæmilegustum innkaups-
kjörum, komast yfir þá vörana, sem bezt er við
þeirra hæfi og útbýta henni meðal félaga með
sem allra minstum tilkostnaði, án óþarfra milli-
liða eða óþarfra útgjalda. Samvinnustefnan,
eða samvinnan, gerir engan einn mann auðugan,
í fjárhagslegum skilningi; þeim ágóða eða til-
svarandi ágóða, er fellur hinum fáu í skaut sam-
kvæmt keppi-fyrirkomulaginu gamla, er jafnað
niður á milli þeirra manna, er samlags stofnan-
irnar mynda,' þannig að skifting auðsins verður
eins réttlát og jöfn og framast má verða. Ef
allar'framleiðslustofnanir væra samlags eða
samvinnustofnanir, yrði árangurinn sá, að
hvorki yrði um ofursöfnun auðs né átakan-
lega örbirgð að ræða; skifting auðsins yrði
jafnari 0g bilið á milli lífkþæginda einstakling-
anna hvergi nærri eins tilfinnanlegt og við hefir
gengist áður.
Sú er hugsjón þeirra, er víðskygnastir hafa
verið á sviði samvinnunnar, að menn og konur
af öllum þjóðum og stéttum, það er að segja
mannkynið í heild, fái búið að sínu í friði; að
hver styðji annan eftir því sem kraftar leyfa.
Hugsjónatakmarkið, er stefna ber að í sam-
bandi við kaup 0g sölu framleiðslunnar gegnum
farveg hinna ýmsu samlagsstofnana, kann enn
að sýnast ærið langt fram undan; þó stefna að
því allar mannlegar athafnir engu að síður.
Yafalaust verður brautin nokkuð hrjúf með
köflum 0g sumum jafnvel ofurefli að ná til endi-
marka hennar; samt verður förinni aldrei lint
fyr en yfir lýkur.
Það skal verða hlutverk framsýnna manna og
kvenna, að ganga svo frá undirstöðu hinna ýmsu
samlagsstofnana að jafnvægi þeirra fái engin
öfl raskað; að svo verði glæsilegur þroskaferill
hverrar slíkrar stofnunar um sig, að í jarðvegi
hennar spretti fleiri og fleiri stofnanir, er allar
stefni að sama marki með eldlegum áhuga og
trausti á gullöld framtíðarinnar. Þá mun heill
faðma bóndans bæ 0g dagbjart um víða veröld.
Megin inntak greinar þessarar, er tekið úr
tímariti hveitisamlagsins í Manitoba.
+•------------------—-------------------♦
Vegalengdar gætir ekki
4—■-----------------------------—-------+
Þann 30. október síðastliðinn var veizla mik-
il haldin í Lundúnum, til heiðurs við þá virðu-
legu fulltrúa, er samveldisstéfnuna sátu; var
það “League of Nation Society,” er til mann-
fagnaðarins hafði boðað. Þrjár ræður vora flutt-
ar við þetta tækifæri. Ræðumenn vora prinsinn
af Wales, Mr. Thomas, nýlenduráðgjafi Breta
og hinn canadíski forsætisráðgjafi, Mr. R. B.
Bennett.
Svo hafði verið í haginn búið, að ræðunum
öllum skyldi víðvarpað. Vér urðum þeirrar á-
nægju aðnjótandi, að vera staddir á heimili hér
í borginni, er víðvarpstæki hafði, og hlusta á
ræður þessara þriggja mikilsmetnu manna, og
virtist oss þær hver annari betri; allar þrangn-
ar af áhuga fyrir friðarmálefnum mannkynsins.
Svo skýrt og skilmerkilega heyrðust ræður
þessar allar, að engu líkara var en talað væri
frá næsta húsi. Svo er víðvarpið komið á hátt
stig, að í vissum skihiingi er það í raun og veru
búið að nema vegaléngdina úr aögunni.
Nunnan
Eftir Gottfried Keller.
[Höfundur bessarar sögu, Gott-
fried Keller (1819—1890), er tal-
inn standa í fremstu röð þýzkra
skáldsagnahöfunda. Hann lalgði
ungur stund á máalarist, en brátt
hneigðist hugur hans til ritstarfa,
og 35 ára gamall birti hann skáld-
söguna “Der grune Heinrich”, en
fyrir bók bessa hlaut hann mikla
frægð. Hann hefir ritað allmarlg-
ar skáldsögur, bar á meðal noklcr-
ar smásögur. Sagan, sem hér birt-
ist í íslenzkri bÝðingu, er úr smá-
sðgusafninu “Sieben Legenden’’
(Sjö helgisagnir), sem kom út í
fyrsta sinni árið 1924.1
“Ó að e'g hefði vængi eins og
dúfan, þá skldi eg fljúga hart
og finna hvíldarstað.
Sálm. 50, 7.
Á fjalli einu stóð klaustur, og
var þaðan víðsýni mikið, en
klausturmúrarnir blikuðu svo, að
birtu bar af víða um landið. Inn-
an veggja bessara var fjöldi
kvenna, fríðra kvenna og ófríðra,'
en allar þjónuðu þær drotni í
ströngum klausturaga, o'g hinni
helgu mey, móður sinni.
Sú, sem fegurst var af nunnun-,
um, hét Beatrix og gegndi djákna-:
störfum í klaustrinu. Há og tígu-
le!g gekk hún með göfgi og trú-
mensku að störfum sínum við alt-j
ari og í kór, leit eftir skrúðhúsi
og hringdi klukkunni áður en roð-|
aði af degi og þegar kvöldstjarn-1
an kom upp.
En þess á milli horfði hún oft
tárvotum augum út í bláan fjarsk-:
ann, yfir lífkvik héruðin umhverf-
is. Þar sá hún blika á branda,
heyrði veiðiriddara þeyta lúðra
sína í skóginum og hljómsterk
köll mannanna, en brjóst hennar
svall af útþrá.
iLoks bar þessi þrá hana ofurý
liði, o!g eina mánabjarta júnínótt
fór hún á fætur, setti upp nýja og
sterka skó og gekk ferðbúin fram
fyrir altarið. “Eg hefi þjónað þér
dyggilega í mörg ár,” mælti hún
við hina helgu mey, “en nú tekur
þú við lyklunum, því e!g afber ekki
lengur eldinn, sem brennur í
hjarta mér.” Að svo mæltu lagði
hún lyklakippuna á altarið og
hvarf á braut úr klaustrinu. Hún
gekk niður fjallið, þar sem djúp
kyrðin ríkti, og hélt svo áfram,
unz hún kom á krossgötu inni í
eikarskógi. Var hún þá í vafa
um, hvaða leið skyldi halda og
setist við lind eina. Var þar gerð
steinþró yfr lindinni o!g brekkur
hjá til þæginda fyrir ferðamenn,'
sem leið áttu þarna um. Þar sat|
hún, unz sólin kom upp, og dijgg-
in féll og fól hana í úða.
En þegar sólin kom upp fyrir
trjátoppana og varpaði fyrstu
geislum sínum á skógarstíginn, sá
hún 1 geislaflóðinu göfugan ridd-
ara koma ríðandi með alvæpni
einsamlan eftir stígnum. Nunn-j
an starði á hann augunum fögru,
og fylgdist eins vel og unt varj
með hverri hreyfingu þessarar,
tígulegu myndar, en hafði svo
hljótt um sig, að riddarinn hefði
ekki komið auga á hana, ef lind-
arniðurinn hefði ekki náð eyrum
hans og leiðbeint augum hans.
En nú beygði hann út af veginum,
steig af baki, og gaf hestinum að
drekka. Um leið heilsaði hann
nunnunni með lotningu. Riddar-
inn var krossfari og nú á heim-
leið einsamall eftir langa burtu-
veru, því hann hafði mist alla
liðsmenn sína.
Enda þótt alt látbragð riddar-
ans bæri vott um djúpa lotning,
hafði hann ekki augun af Beatrix
hinni fögru, 0g endurgalt hún
augnaráð hermannsins með því að
virða hann gaumgæfile'ga fyrir
sér, enda hafði þegar birzt henni
þama meira en lítið af þeim
heimi, sem hún hafði mest þráð í
kyrþey. En svo varð hún skyndi-
lega feimin 0g leit niður fyrir sig.
Loks spurði riddarinn, hvert hún
ætlaði 0g hvort hann gæti ekki
gert neitt fyrir hana. Hún rank-
aði við sér, er hún heyrði hina
hljómmiklu rödd hans. Hún leit
aftur á hann, og heilluð af augna-
ráði hans játaði hún, að hún hefði
flúið úr klaustrinu, til þess að sjáj
sig um í heiminum, en að nú væri
hún strax orðin hrædd og vissi
ekki hvað hún ætti til bragðs að
taka.
Þá hló riddarinn af öllu hjarta
og lét sér hvergi bregða, heldur
bauðst til að fylgja nunnunni a
réttan veg, ef hún vildi aðeins
fara eftir þeim ráðum, sem hanq
gæfi henni. Hann skýrði henni
frá því, að kastali sinn væri ekki
nema dagleið í burtu, þar gæti
hún ðrugg búið sig undir frekari
í meir en þriðjung aldar hafa
Dodd’s Kidney Pills verið viður-
kendar rétta meðalið við bakverk,
gigt, þvagteppu og mörgum fleiri
sjúkdómum. Fást hjá öllum lyf-
sölum, fyrir 50c. askajn, eða sex
öskjur fyrir $2.50, eða beint frá
The Dodds Medicine Co., Ltd.,
Toronto, ef borgun fylgir.
framkvæmdir, og haldið svo, þeg-
ar hún hefði hugsað sig betur um,
áfram ferð sinni út í heiminn, ef
hún vildi.
Hún svaraði engu, en sýndi
heldur engan mótþróa, þótt hún
titraði lítið eitt, þegar riddarinn
lyfti henni á bak hestinum. Svo
sveiflaði hann sér einnig á bak og
þeyþti fagnandi um engi og
skóga, með nunnuna fagurrjóða í
fanginu.
Tvö til þrjú hundruð fyrstu
hestlengdirnar sat hún upprétt
o'g starði fálát út í bláinn, en um
leið þrýsti hún höndum að brjósti
sér til að sefa hjartsláttinn.
Brátt lét hún þó fallast að brjósti
riddarans stálklædda, svo andlit
hennar blasti við honum, og tók
viðnámslaust á móti kossum hans.
En eftir að aðrar þrjú hundruð
hestlengdír voru farnar, endur-
galt hún kossa hans jafnákaft
eins og hún hefði aldrei hringt
klausturklukku. í þessum kring-
umstæðum sáu þau ekkert af hér-
aðinu fagra umhverfis, því að
nunnan, sem hafði áður þráð svo
mjög að sjá sig um í veröldinni,
lokaði nú augunum fyrir henni og
gerði sig ánægða með ekki stærri
hluta af henni en einn hestur gat
borið á bakinu.
Riddarinn Wonnebold hugsaði
varla heldur til hallar feðra sinna
fyr en turna hennar bar við loft
í tunglsljósinu. En það var hljótt
umhverfis kastalann og enn hljóð-
ara innan veggja hans, o'g hvergi
sáust kyndlar kveiktir. ÍPoreldr-
ar Wonnebolds voru dánir og alt
þjónustuliðið horfið á braut nema
einn f jörgamall kastalavörður, sem
loks opnaði kastalahliðið með
miklum erfiðismunum, eftir að
riddarinn hafði lengi knúið dyrn-
ar. Stóð öldungurinn nú steini
lostinn með Ijósker í hendi og
var nærri liðið yfir hann af gléði
yfir að sjá riddarann aftur heim
kominn heilan á húfi. Þrátt fyr-
ir elli sína og einstæðingsskap,
hafði öldungurinn haldið vel við
herbergjum kastalans, og sérstak-
lega hafði hann ástundað að
halda herbergji hins unga hús-
bónda síns alt af vel til reiðu, svo
að riddarinn gæti gengið þangað
til hvíldar undir eins og hvenær
sem hann kæmi heim úr ferðalagi
sínu. Þarna dvaldi nú Beatrix
hjá honum og svalaði þrá sinni.
Þeim kom ekki framar til hugar
að skilja. Wonnebold opnaði
dragkistur móður sinnar. Beatrix
klæddist skrautlegum búningum
go skreytti sig gifsteinum hinnar
dánu, og svo lifðu þau fyrir líð-
andi stund í gleði og glaumi án
þess þó að riddarinn veitti henni
titla þá og réttindi, sem eiginkonu
ber. Unnustinn leit á hana sem
ambátt sína, og hún krafðist
einskis betra að svo komnu.
En einu sinni kom barón einn
með föruneyti sínu til kastalans,
sem nú hafði aftur verið fullskip-
aður þjónustuliði, og var veizla
gerð honum til heiðurs. Er á
leið veizluna tóku menn að kasta
teningum, og var hallareigandinn
svo heppinn í spilinu, að hann, í
gleðivímunni yfir gengi sínu og
trú sinni á það, lagði undir dýr-
mætustu eigina, að sjálfs hans
sögn, sem hann átti, Beatrix hina
fögru, eins og hún var, með öllum
hinum mörgu og dýru gimstein-
um, er hún bar, en í móti lagði
baróninn kastala einn — gamalt
og eyðilegt fjallasetur, — sem
hann átti.
Beatrix hafði horft á spilið með
ánægju, en nú fölnaði hún upp
og ekki að ástæðulausu, því að nú
var teningunum kastað og kom