Lögberg - 20.11.1930, Blaðsíða 1

Lögberg - 20.11.1930, Blaðsíða 1
43. ARGANGUR WINNIPEG, MAN„ FIMTUDAGINN 20. NÓVEMBER 1930 NUMER 46 HJALMAR A. BERGMAN, K. C. Á ársfundi lögfræðingafélags Manitobafylkis, sem haldinn var hér í borginni föstudaginn þann 14. yfirstahdandi mán- aðar, var Mr. Bergman í einu hljóði endurkosinn forseti þess félalgsskapar. Er þetta enn á ný talandi vottur um virðingu þá og traust, er Mr. Bergman að verðugu nýtur. Fundur presta og sóknarnefnda stóð í þrjá daga í liðinni viku, 15. til 17. þ. m. Átján prestar, öll guðfræðideild hásólans, biskup- inn og mar!gt leikmanna úr alls fimm prófastsdæmum sóttu fund- inn. Aðalmál hans voru trúarjátn- ingar og siðgæðismál, og urðu miklar umræður um þau. Þessar tillögur voru samþyktar: 1. “Þar sem vér játum trú vora á guð föður og á son hans Jesúm Krist og heilagan anda, o'g post- ullega trúarjátningin er einingar- merki kirkju vorrar, viljum vér, að hún sé notuð við skírn barna. Vér teljum, að kirkja vor geti ekki verið játningarlaus, og því sameinumst vér um hina postul- legu trúarjátningu, með því að kjarni hennar er í samræmi við Heilalga ritningu, enda þótt orða- lag hennar sé að nokkru tíma- bundið. En jafnframt viðurkennum vér þó, að enginn ytri ritaður játn- ingar-mælikvarði sé nægilegur vitnisburður um trúarafstöðu manna án hinnar innri persónu- legu reynslu um samfélag við guð í Jesú Kristi.” 2. “Fundurinn lítur svo á, að það hljóti að liggja í hlutarins eðli, að enginn geti réttilega ver- ið embættismaður í þjóðkirkjunni né trúarbragðakennari í þjónustu ríkisins, nema hann viðurkenni og viðhafi, samkvæmt gildandi helgi- siðabók, hina postullegu trúar- játningu, svo sem hún er og með- an hún er viðurkend sem trúar- rit af hinni evangelisk lútersku þjóðkirkju vorri og löggilt sem slíkt af ríkisvaldinu.” 3. a. “1 sambandi við umræður þær, sem orðið hafa um siðgæðis- málin, telur fundurinn sér skylt að benda á þá hættu, sem uppvax- andi kynslóðinni stendur af hin- um sívaxandi vindlinga-reykingum og beinir eindreginni áskorun til allra ráðandi manna í landinu og þá sérstaklega þeirra manna, sem hafa með höndum uppeldismálín, svo sem presta og kennara, auk foreldranna sjálfra, að beita sér af megni gegn þessari skaðlegu nautn. b. Ennfremur skorar fundur- inn á skólanefndir landsins að ganga betur eftir því, að fyrir- mælum fræðslulaganna sé hlýtt að því er snertir fræðslu um skað- semi áfengis og tóbaks. c. Fundurinn telur óleyfilegt, að börnum og unglingum iunan 16 ára aldrs, sé selt eða afhent tóbak 4. Fundurinn beinir þeirri al- varlegu áskorun til allra presta og kennara, að þeir geri sitt ítr- asta til þess að varðveita æskulýð vorn fyrir siðspillandi ritum, svo sem með því að koma í veg fyrir að þau verði. keypt í lestrarfélög- um, og stuðla til þess með ræðum og ritum, að vakin sé öflug mót-- spyrna gegn öllu lélegu lesmáli, jafnt í blöðum sem hókum, eu að sama skapi greitt fyrir útbreiðslu á góðum ritum. 5. a. Fundurinn telur útiveru kaupstaðai-barna síðla kvelds stór-hættulega fyrir þau, bæði í líkamlegu Og andlegu tilliti, og hvetur alla þá, sem unna æskunni velferðar, að stuðla að því, eftir megni, að komið verði í veg fyrir þann hættulega ósið. b. En telur nauðsynlegt, að glögg ákvæði þar að lútnadi, séu í öllum lögreglusamþyktum kaup- staða vorra, og þeim ákvæðum sé framfylgt. 6. Þar eð fundurinn álítur, að ekkert velferðarmál þjóðar vorr- ar sé kirkju landsins óviðkomandi, og að eitt af undirstöðuatriðum menningarinnar sé fólgið í bætt- um húsakynnum alþýðu, þá telur fundurinn það æskilegt, að prest- ar lands vors og sóknarnefndir beiti áhrifum sínum til góðs einnig á því syiði. 7. Þar eð það er vitanlegt, a5 sumar kvikmýndir hafa haft sið- spillandi áhrif á unglinga, þá skorar fundurinn á Alþingi, að setja n‘ja löggjöf, ar tryggi það betur, að einungis verði sýndar göfgandi og fræðandi kvikmynd- ir 8. Þar sem vitanlegt er, að kyn- ferðissjúkdómar hafa aukist upp á síðkastið með þjóð vorri, þá lætur fundurinn í ljós þá ein- cregnu ósk, að heilbrigðisstjórn landsins taki alvarlega í taumana gegn þessu voða böli. 9. Fundurinn telur það lífs- nauðsynlegt fyrir kristilegt og siðferðilegt uppeldi æskulýðs- ins, að prestar landsins og sókn- arnefndir stofni í söfnuðum sín- um kristilegt félag fyrir unga menn og konur, þar sem því verð- ur við komið, eða bjóði öðrum ungmennafélögum samvinnu sína til þess að auka kristileg áhrif á æskuna, framtíð þjóðarinnar. — Enn fremur, að presturinn sjái um, að haldnar verði barnaguðs- þjónustur, þar sem því verður við komið. — Þá telur fundurinn það og æskilegt, að einn sérstakur messudalgur á árinu sé helgaður æskunni, og óskar þess, að næsta prestastefna taki það mál til í- hgunar.” 10. “Fundurinn lýsir gleði sinni yfir þeirri fregn, er honum hefir verið flutt, að lausu prestaköllin skuli nú verða auglýst til um- sóknar, og stjórnin muni ekki bera fram fram frumvarp um presta fækkun. Ýmsir fundarmanna lýstu því við samsætið á föstudagskveldið, að þessi sjötti sóknarnefnda- fundur hefði verið með þeim allra beztu. S. Á. Gíslason. —Mgbl. 19. okt. Nobels verðlaunin Rithöfundurinn íSinclair Lewis, hefir hlotið Nobels bókmentaverð- launin 1930. Hann er heimskunn- ur rithöfundur, hefjr meðal ann- ars samið “Main Street,” 1920; Rabitt” 1922; “Arrowsmith” 1925 og “Elmer Gantry” 1927. Burtness heiðraður Stjórn íslands hefir sæmt Mr. O. B. Burtness, neðri málstofu þingmann í þjóðþinginu í Wash- ington, frá North Dakota, stór- riddarakrossi Fálkaorðunnar með stjörnu. Bandaríkja lög mæla svo fyrir, að þjóðþingsmenn megi ekki veita viðtöku sæmdarmerkjum frá er- lendum þjóðum, og þar af leið- andi getur Mr. Burtness ekki tek- ið við orðunni, fyr en hann hætt- ir þinlgmensku. En þangað til að því kemur, verður orðan í vörzl- um utanríkisráðuneytisins. Hvergi betra eða eins gott Mr. E. D. Mitchell, mikilsvirtur og vel kunnur fjármálamaður í Winnipeg, ef nýkominn heim úr ferðalagi um Evrópu. Ekkert land segir hann að sé betur statt fjár- hagslega og á annap hátt, nú sem stendur, heldur en Canada. Hér séu tækifærin mest. í öðrum lönd- um sé hin almenna fjárkreppa af- ar tilfinnanleg og áberandi. Hann salgði, að þau viðskiftafélög, sem hann væri persónulega við riðinn, hefðu gert viðunanlega vel og eiginlega miklu betur, en hann hefði átt von á. Sín skoðun væri sú, að hveiigi í heimi sé fjárhags- ástandið betra en í Canada, eða eins gott. Indlandsráðstefnan í London Konungurinn setti ráðstefnu þessa í London hinn 12. þ.m. Eru þar saman komnir margir fulltrú- ar frá Indlandi til að eiga tal við stjórnina á Bretlandi, og aðra helztu stjórnmálamenn þar, um það fyrst og fremst, hvernig stjórnarfyrirkomulagi á Indlandi verði sem bezt og hagantógast fyr- irkomið, fyrir þjóðina sjálfa og fyrir brezka ríkið í heild. Eins og kunnugt er, una Indverjar ekki sem bezt yfirráðum Breta, en krefjast sömu réttinda eins og hin samveldislöndin í öðrum heims- álfum, t. d. Canada. Margir ótt- ast hins vegar, að Indverjar séu enn ekki fyllilega sjálfstjórn vaxnir. Engum dylst, að hér er um afar vandasamt og erfitt við- fangsefni að ræða og halda marg- ir, að hér muni máske draga til mikilla tíðinda og ekki verði þess langt að bíða, að miklar breyting- ar verði á stjórnarfyrirkomulagi hinnar afar fjölmennu þjóðar, sem vitanle'ga er ekkert líkt því að vera á eitt sátt um það, hvers- konar stjórnarfyrirkomulag henni sé hentast. Forseti þessarar ráðstefnu var kosinn Ramhay MacDonald for- sætisráðherra. Skoraði hann fast- lega á þá níutíu fulltrúa, sem þarna voru saman komnir, að láta ekk- ert ógert, sem í þeirra valdi stæði til að ráða vel og viturlega fram úr því mikla vandamáli, hem hér væri um að ræða. Vanalega flyt- ur MacDonald ræður sínar af munni fram, en í þetta sinn las hann hana af blöðum, og hafði fyrir fram samið hana vel og vandlega. Segja fréttir frá Lon- don, að hann hafi við þetta tæki- færið litið út fyrir að vera óvana- lega þreyttur og áhyggjufullur. Flytur erindi um ísland Á fimtudaginn þann 13. þ. m., flutti Dr. B. J. Brandson erindi um Island á Fort Garry Hotel hér í borginni, í félagsskap þeim, er Griffin's Club nefnist, og sýndi jafnframt kvikmyndir af íslandi og Alþingishátíðinni. Þótti hvort- tveggja sérlega tilkomumikið, er- indið og myndirnar. Greiddi sam- kvæmið Dr. Brandson þakklætis- atkvæði fyrir fróðlega og ánægju- lega kvöldstund. Mikið hveiti selt til Mexico Verzlunarmáladeild sambands- stjórnarinnar hefir tilkynt, að stjórnin í Mexico hafi keypt 200,000 mæla af hveoti af Canada hveitisamlaginu. Um verðið er ekki getið. Kosningarnar í Winnipeg Útnefningar fóru fram á föstu- daginn í síðustu viku, en kosning- arnar verða á föstudaginn, hinn 28. þ. m. Tveir menn aðeins eru í kjöri um borgarstjóra embætt- ið, Ralph H. Webb, núverandi borgarstjóri, og Marcus Hyman, sem sækir um embættið undir merkjum verkamanna flokksins, Independent Labor Party. Webb hefir þar á móti Civic Progress Association að baki sér. Um bæj- arráðsstöðurnar og reyndar skóla- ráðsstöðurnar líka, sækja þar á móti fjöldi manna. Fæstir eru umsækjendurnir í suðurhluta borgarinnar, eða fyrstu kjördeild, en fjölgar eftir því sem norðar dregur, fleiri í annari kjördeild og flestir í þriðju kjördeild. Alls eru umsækjendurnir um þessi em- bætti 42. Engan íslending er að finna í þessum langa lista.. Lögreelurétturinn í Winnipeg Þar sýnist hafa verið töluvert að !gera í mánuðinum sem leið Sektarfé innkallaði rétturinn all í októbermánuði er nam $7,791.25 Þar af fékk bærjnn $6,613.75, ei fylkið $1,177.50. Alls komu 2,767 mál fyrir réttinn. Þau voru vitan- lega af ýmsu tagi, en helzt brot gegn keyrslulögum og ýmsum bæjar aukalögum. Tuttu'gu menn voru kærðir fyrir að hafa keyrt bíla drukknir og voru flestir þeirra sektaðir um $50 hver — það kostar það í Winnipeg, ef uppvíst verður. Um hundrað aðr- ir voru og teknir fastir fyrir drykkjuskap. Samveldisfundurinn Forsætisráðherrar allra þjóða sem brezka samveldinu tilheyra, og margir fleiri stjórnmálamenn o!g sérfræðingar, hafa eins og kunnugt er, setið á fundi í Lon- don, síðan 1. október, til að ræða sameiginleg mál samveldisins, einkum viðskiftamál. Var fund- inum slitið í vikunni sem leið og verður ekki sagt, að honum hafi orðið mikið ágengnt, eða nokkuð verulega ágenlgt, að því er aðal- fundarefnið snertir, viðskiftamál- in. Svo að segja í funarbyrjun, fór Mr. Bennett fram á það, að Bretar legðu innflutningstoll á hveiti frá öllum löndum. öðrum en samveldislöndunum. Þessi til- laga fékk lítinn byr. Um þetta atriði hefir MacDonald forsætis- ráðherra, síðan farist orð á þessa leið: “Eg sé því haldið fram, að oss hafi mishepnast að ná við- skifta samningum við samveldis- þjóðirnar vegna þess, að vér trú- um á gamlar kreddur. Eg kæri mig ekkert um kreddur. Eg horf- ist í augu við staðreyndir. Vér segjum, að það sé með öllu ómögu- legt fyrir stjórn þessa lands, hvort sem hún er Labor, Conserva- tive eða Lib^ral, að segja forsæt- isráðherrum samveldislandanna, í einlægni og alvöru, að vor þjóð vilji ganga inn á það, eins og at- vinnumálin eru nú erfið, að tolla matinn, sem fólkið borðar, eða hrá- efnið, sem vér þurfum fyrir verk- smiðjur vorar.” Það er gert ráð fyrir, að halda annan samveldisfund í Ottawa, einhvern tíma innan árs. Skilnaður íslands og Danmerkur Hinn 14. október flutti Sveinn Björnsson sendiherra fyrirlestur í Árósum um ríkisréttindi íslands fyrrum og nú. Hann lauk máli sínu á þessa leið: Það er enginn efi á því, að ís- lendingar vilja að 1943 verði upp- hafinn sameiginlegur dansk - ís- lenzkur borgararéttur, og meðferð utanríkismálanna verði tekin úr höndum Dana. íslendingar hafa þegar tilkynt, að þeir ætli að segja upp sam- bandslagasamningnum. Þetta hef- ir vakið gremju í Danmörku, en það er því að kenna, að dönsk al- þýða hefir ekki gert sér það ljóst, að skilnaður var þegar gerður árið 1918. íslendingar hafa nú staðið á eigin fótum í 12 ár, og þeir eru ánægðir með það. Er það því rökrétt afleiðing af því, að þeir gefa nú þegar til kynna, j hvaða stefnu þeir ætla sér að| taka, og er það betra, heldur eni að vera með einhver látalæti. En eg er viss um það, að íslendingar ætla sér ekki að hvika frá gerðum samningum fyr en þeir falla úr gildi 1943. — Mgbl. Lágmarksverð á hveitá Á fimtudaginn og föstudaginn í vikunni sem leið, höfðu forsæt- isráðherrar Sléttufylkjanna fund með sér í Winnipeg, og var hon- um ekki lokið fyr en eftir mið- nætti aðfaranótt laugardagsins. Ekki vita menn greinilega, hvað þeim fór á milli, en óhætt er að segja, að verðfallið á hveitinu muni hafa verið aðal umræðuefn- ið. Á fundinum mættu einnig for- stöðumenn hveitisamlagsins og nokkrir bankaráðsmenn. Hveitið hefir enn fallið afar- mikið í verði og er fylkisstjómun- um vitanlega mikið áhugamál, að stöðva það verðfall, ef mögulegt er. Að fundinum loknum hafði Bracken forsætisráðherra þetta að segja: “Mál, sem snerta hags- muni Sléttufylkjanna þriggja, voru rædd á fundinum, og ráð- stafanir gerðar til að leggja þau fyrir sambandsstjórnina, strax þegár forsætiaráðherrann kemur heim. örðugleikar þeir, sem þjóðin á nú við að stríða, en sér- staklega bændurnir í Vestur-iCan- ada, vegna hins lága verðs á hveiti, voru nákvæmlega ræddir, með þeim árangri, að við þrír for- sætisráðherrar, höfum afráðið að leggja ákveðnar tillögur fyrir for- sætisráðherra sambandsstjómar-1 innar, sem fari í þá átt, að stjórnin setji sanngjarnt lágmarksverð á hveiti. “Athygli vort hefir í kveld verið að því dregið, að verðfallið á hveiti í Winnipeg Grain Exchange í dag stafi af ótta við það, að hveitisam- lágið muni nú demba afar miklu hveiti á markaðinn alt í einu. Að því er vér bezt vitum, eftir að hafa átt tal við forráðamenn hveitisam- lagsins og bankastjórana, þá er þessi ótti ástæðulaus.” Nú eru forsætisráðherrarnir komnir til Ottawa og hafa lagt til- lögui;sínar fyrir stjórnina, en eng- in föst ákvörðun verður tekin, fyr en Bennett forsætisráðherra kem- ur heim. Ur bænum Á sunnudaginn andaðist Berg- þór J. Bergman, 67 ára að aldri, að heimili sínu, 565 Simcoe Str. hér í borginni. Jarðarförin fór fram á þriðjudaginn. Prúður drengur, 14 ára, óskar eftir vist úti-á landi, sem er ná- læ'gt skóla, — helzt í Argyle- bygð. — Ritstjóri Lögbergs kem- ur bréfum til skila. Eiríkur Jónsson, Skagfirðingur að ætt, gamall maður, er kom frá Leslie, Sask., til gamalmenna- heimilisins Betel í fyrrasumar, andaðist þar á heimilinu þ. 8. nóv. s.l. Jarðarförin fór fram þann 11. Séra Jóhann Bjarnason jarð- söng. Mr. og Mrs. Kristján Goodman. Gullbrúðkaup Fimtudagskveldið, hinn 6. þ.m., var afar fjölment og rausnarlegt samsætj haldið í samkomusal Fyrstulútersku kirkju í Winnipeg. Fyrir því stóðu vinir þeirra hjóna Kristjáns Guðmundssonar Good- man og konu hans Jónu Magn- úsdóttur, sem þá höfðu verið gift í 50 ár. Bæði eru þau ættuð af Suðurlandi, Álftanesi, og þar upp- alin. Þau giftust 6. nóvember 1880, en 1886 fluttu þau til Win- hipeg og háfa verið hér ávalt síð- an. Börn þeirra eru sjö á lífi: Valgerður, Haraldur, Árnína, Jó- hann, Kristján, Ottó, John Valtýr og Lilja. öll voru þau viðstödd, nema Haraldur, sem heima á í Cleveland, Ohio, og gat ekki kom- ið. Einnig tengdabörn og barna- börn og eitt barna barna barn. Alls munu 23 meðlimir fjölskyld- unnar hafa verið viðstaddir gull- brúðkaupið. Dr. Björn B. Jónsson stýrði sam- sætinu og hafði orð fyrir gestun- um. Afhenti hann Mr. og Mrs. Goodman gjöf frá viðstöddum, og líka mörgum fjarstöddum vinum þeirra hjóna, Einnig^las hann hamingjuóskaskeyti, er þeim höfðu borist frá íslandi, Chicago, Cleveland og Edmonton. Fýrir hönd fjölskyldunnar, af- henti Mr. Walter Bergman þeim aðra gjöf frá börn- um þeirra og ten'gdabörnum. Mrs. Finnur Johnson, færði Mrs. Good- man gjöf frá kvenfélagi Fyrsta lút. safnaðar, en því félagi hefir Mrs. Goodman tilheyrt um langt skeið og starfað fyrir það mikið og vel. Allar voru vinagjafir þessar í gulli. Fyrir hönd Good- temparastúkunnar Heklu, afhenti Stefán Einarsson þeim Mr. og Mrs. Goodman 'gólflampa. 'Stúkunni hafa þau tilheyrt í 43 ár, eða alt- af stöðugt, frá því hún var stofn- uð. Auk þeirra, sem þegar eru talin, tóku til máls í samsætinu: Mrs. A. Buhr, séra R. Marteins- son og Dr. Sig. Júl. Jóhannesson. Með söng og hljóðfæraslætti skemtu Stefán Sölvason, H. Thor- ólfsson, Miss Helga Jóhannesson, Miss Pearl Pálmason, Pálmi Pálma- son, Miss Svala Pálsson og Frank Thorólfsson. Um samsæti þetta má segja, að það var ekki að eins fjölment, eins og, fyr segir, heldur líka verulega skemtilegt og hið ánægjulegasta í alla staði. Þessi hjón hafa lát- ið margt gott af sér leiða, en þau njóta líka mikilla vinsælda, eins cg samsæti þetta bar ljósastan vott um. Við gullbrúðkaup Kristjáns og Jónu Goodman. Á æsku morgni með unaðs blæ, alhagur birtist æðri kraftur og árdags röðull sem endurskaptur fagurt lýsandi’ um fold og sæ. Þá lifnaði alt við ljóssins skraut, hmn ljósi fífill og liljan bjarta í lífsins akri fagurt skarta og engri kviðu æfi þraut. En æskan hverfur, það vitum vér, verður þá margt á vegum lýða, sem veldur bæði gleði’ o’g kvíða, það finnur hver hjá sjálfum sér. Yfir nú færist aldur hár, hinn ljósa fífil og lilju bjarta, með líf og yl í hug og hjarta er hjúskapar fýlla fimtíu ár. Um eilífð vari ykkar egtaband, ljósin himnesku lífsins orða láni ykkur kraft og sálarforða inn á hið fagra lífsins land. Magnús Einarsson. iHeiðursgjöf til Emil Nielsen í gær var Emil N ielsen fram- kvæmdastjóra afhent merkileg heiðursgjöf frá stýrimönnum pg vélstjórum þeim, sem verið hafa á skipum Eimskipafélagsins. Er það eftirlíking af Reykjanesvita, gerð úr liparíti, en yfirbygging vitans, Ijóskeraskýli o. þ.h. er úr silfri. Eftirmynd þessi, sem er á annan meter á hæð, er á fótstalli úr grásteini. Fyrir ljósker vitans er rafljós, en í fótstallinum er út- búnaður, er gerir það að verkum, að rafljósið kviknar og slokknar með sama millibili og á Reykja- nesvitanum sjálfum. Eftirmynd þessa af vitanum hefir Guðm. Einarsson gert. Á silfurplötu á fótstallanum er eftirfarandi áletrun: “Til Emil Nielsen framkvæmda- stjóra Eimskipafélags íslands, 1. apríl 1914 — 1. júní 1930; frá stýrimönnum og vélstjórum fé- lagsins á þessu tímabili, til minn- ingar um góða samvinnu.” — Mgbl. 28. okt. Jarðhiti í Færeyjum Hjá Famien á Suðurey kom ný- lega heit lind upp úr hörðupm jarð- vegi. Til þessa hefir hvergi orð- ið vart við jarðhita á Færeyju, og þykir þetta því tíðindum sæta. Rétt áður en þessi atburðr varð, heyrðust dynkir miklir í jörðu, en þeir hættu, þegar vatnið kost upp á yfirborð jarðar. Sá er gyrstur varð var við þetta, seígir að jörð- in hafi egngið í bylgjum áður og síðan rifnað og komið gjá. Er talið að þessi gjá hafi svelgt um 30 kindur, sem voru þar á beit. Vatnið í lindinni er svo heitt, að menn þola ekki að halda hendinni niðri í því. Danski jarðfræðingrinn V. Nordmann dr. phil., segir að þetta sé all-merkur viðburður og sé sýnilegt að þarna hafi opnast ein af hinum mörgu jarðsprungum í Færeyjum. — Mgbl. Mr. Jóhann Johnson, Hecla, Man., var í borginni í síðustu viku. FRÁ ÍSLANDI. Seyðisfirði, 20. okt. í gær andaðist ólafía Sigurðar- dóttir, kona St. Th. Jónssonar, eftir all-langa legu. Mrs. Eirikka S. Sigurðsson frá Lundar, Man., dvaldi hér í borg- inni vikuna sem leið; hún fór aft- ur heimleiðis á mánudaginn í þessari viku.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.