Lögberg - 27.11.1930, Síða 3

Lögberg - 27.11.1930, Síða 3
LÖGBEKG, FIMTUDAGINN 27. NÓVEMBER 1930. Bls. S. sssssssjssssssgssssssssssssssssssssssísssssssss- Sérstök deild í blaðinu SOLSKIN Fyrir börn og unglinga STJARNAN. Frá himni horfir stjarna, hún horfir á mig; mér finst hún stundum feimin og fela sig — og fela si!g. ’Hún horfir stundum hiklaust svo heiðbjört og frí; svo byrgir hún sig, blessuð, á bak við ský — á bak við ský. Hún gægist stundum gegnum ef gisið er ský; en gaman væri’ að vita hvað veldur því — hvað veldur því. Það gaman væri’ að vita hvort veit hún af mér; hvort hana langar, líka að leika sér — að leika sér. Þú brosir, bjarta stjama, þú brosir til mín; ég vildi’ eg ætti vængi og veg til þín — og veg til þín. Sig. Júl. Jóhannesson. SÖGSAGNIR M ESÖP. (Niðurl. frá síð. bl.) Eftir því tók Esóp, að konan, sem fært hafði manni sínum auð mikinnn, vildi öllu ráða á heim- ilinu og var honum til mikillar mæðu. Það var eitt sinn, að Jadmon sló hana, er hún hafði egnt hann til reiði með sáryrðum sínum; hljóp hún þá heim til móður sinnar. Út af þessu varð Jadmon áhyggjufullur og sendi til hennar á degi hverjum, að biðja hana að koma heim aftur. En því meira sem hann lét biðja hana, því fastari sat hún við sinn keip, en Jadmon varð æ hugsjúkari dag frá degi. Þá mælti Esóp: “Nú! — ef hún vill ekki koma til yðar aftur, hvernig ætti þá nokkur að lá yður, þó þér tækjuð yður aðra konu?’’ Fór Esóp þá víða um borlgina og sagði hverjum manni, að nú ætlaði húsóndi sinn að fá sér aðra konu. En þegar kona Jadmons heyrði það, þá brá hún óðara við, fór á fund hans og spurði, hvað það ætti að þýða, að hann ætlaði að fá sér aðra konu; hann skyldi ekki hugsa sér, að hún mundi þola slíkt; varð hún svo kyr hjá honum og mátti nú vel við hana lynda. Þetta fékk Jadmoni svo mikils fagnaðar, að hann bauð nokkrum lærðum mönnum í veizlu og skipaði Esóp að kaupa það bezta, sem hann fyndi fyrir á torginu. Esóp fór og keypti eintómar tung- ur. Nú er sezt var til borðs, þá kemur Esóp með steiktar tungur. Það líkaði veizlugestunum vel, því tungan er túlkur vizku og Igóðra fræða. Því næst bauð Jadmon Esóp að koma með næsta rétt, en hann kom aftur með tungur, og voru þær soðn- ar. Þá mælti Jadmon: “Kemurðu aftur með tun'g- ur?” — “Tungur eru fyrirtak”, mælti Esóp. Og enn er menn bjuggust við þriðja réttinum, þá kom Esóp enn með tungur. “Hvað er þetta” mælti Jad- mon, “hvernig stendur á því, að þú kemur ekki með neitt nema tungur?” — En Esóp svaraði: “Skipuðuð þér mér ekki að kaupa það bezta, sem fáanlegt væri á toHginu? Nú vil ég skjóta því und- ir dóm yðar allra, hvort tungan sé ekki það bezta, því alt gott, sem maðurinn ber í hjarta, getur fyr- ir tunguna í ljós komið.” — Hvað átti Jadmon nú að gera? Honum gramdist reyndar, að gestirnir ekkert höfðu fengið til snæðings nema tungur, en samt lét hann þar við sitja. — “Gott og vel,” sagði hann við Esóp, “fyrst þú ert svo vitur sveinn, þá kauptu nú handa okkkur á morgun það versta, sem þú finnur á torginu; eg ætla að bjóða sömu mönn- unum aftur.” — “Eg skal svo gera, herra!” svar- aði Esóp. Fór hann nú og keypti tunjgur enn sem áður, og er sezt var til borðs, þá bar hann ekki ann- að fram en tungur eins og fyrri og urðu boðsmenn að gera sér þær að góðu, ef þeir áttu að fá sig sadda. Reiddist þá Jadmon o!g sagÖi: “Þrællinn þinn! í gær taldirðu tungurnar vera það bezta, en í dag hið versta.” — “Vitið þér ekki,” svaraði Esóp, “að fyrir tungurnar skeður mikið og margfalt ilt og hins velgar skeður fyrir tungurnar mikið og margfalt gott. Því svo segir hið fornkveðna: “Hvert ætlar þú, tunga?” Tungan svarar: “Eg ætla að fara að reisa borig og brjóta borg, því hvorttveggja megna eg.” Einhverju sinni síðar bar svo til, er Jadmon hafði sent Esóp einhverra erinda, að gárungur nokkur elti hann sakir þess, hvað hann var ljótur, o!g henti steinum á eftir honum. Gaf Esóp honum þá nokkra aura til þess að hætta og sagði: “Meira á eg ekki að gefa þér, en þarna gengur einn heldri maður, sem er stórríkur og á honum mun þér fén- ast betur.” Hljóp þá óþokkinn á eftir heldra manninum og henti steinum á eftir honum. En maðurinn lét taka hann fastan og veita honum þunga refsirigu. í artnað sinn var það, að Jadmon var á skemti- göngu og Esóp með honum, og komu þeir á torg, þar sem jurtir voru seldar. Þá ávarpaði garðyrkju- maður nokkur heimspekinginn og mælti: “Kæri herra! þér eruð lærður maður og munuð ekki mis- virða, þó e!g spyrji yður að einum hlut. Mér hefir oft þótt undarlegt og ekki skilið, hvað því veldur að jurtir, sem sjálfkrafa vaxa, verða svo stórar og fer svo vel fram; en þær, sem sáð er til eða gróðursett- ar eru með mikilli fyrirhöfn og elju, þær verða ekki eins stórar og dafna ekki eins vel; sumar koma varla upp, og ef þær koma upp, þá er samt hætt við, að þær fái einhvern hnekki.” “Allir hlutir verða að guðs ráðstöfun,” mælti Jadmon, — “hvert er þitt álit, Esóp?” — Þá mælti Esóp: “Hver mundi ekki vita það, að allir hlutir verða fyrir guðs ráðstöfun? Er það ekki sannleik- ur, að rétta móðirin !gerir barni sínu meira gott en stjúpmóðirin?“ .— “Víst er svo,” svaraði jarðyrkju- maðurinn. Þá. mælti Esóp: “Alveg eins er um jurtirnar, sem sjálfkrafa vaxa, og þær, sem gróður- settar erU. Jörðin er móðir alls gróðurs, en þær jurtir, sem sjálfkrafa vaxa, eru hennar réttu börn. En það, sem mennirnir gróðursetja í jörðina, það eru stjúpbörnin hennar. En víst er samt um það, að með iðni sinni og umhyggju, getur maurinn mik- ið framleitt úr jörðinni.” Þannig sýndi Esóp allajafna vitsmuni mikla, fyndni og dómgreind, og fór frægð hans ^íða. En fyrir þá sök, að hann var þræll og mátti ekki á það hætta, að ávíta hvern, sem vera skyldi, upp í opið geðið eða leiða mönnum fyrir sjónir bresti þeirra, þá færði hann sínar góðu kenningar í dæmisagna hjúp og notaði svo dæmisögurnar til að segja þeim sem hann vildi gera að betri mönnum. O'g ávalt hélt hann fram dygðinni og drengskapnum eins og dæmi- sögurnar bera með sér. Sakir þessa gaf Jadmon honum frelsi. Fór Esóp síðan víða um lönd og margir höfðingjar sóttu hann að ráðum. Og þar kom enda, að Krösus, Lydíukonungur kvaddi hann til hirðar sinnar og veittist honum þar tóm til að setja saman margar dæmisögur, er oss enn þykir gaman að. Að endingu lét Krösus hann fara fyrir sig sendiför til Grikklands og notaði Esóp það tæki- færi að kynnast hinum sjö vitringum Grikklands og átti hann við þá rökræður. Loksins kom hann til Delfa-borgar (Delpi)i, þar sem var hin fræga véfrétt Forn-Grikkja og margir prestar. Þar hitti hann fyr- ir vont fólk og guðlaust, og með því að hann sem siðvandur maður og siðfræðari átaldi það opinber- lega, þá urðu menn nokkrir þar í borginni svo reið- ir, að þeir hrundu honum fram af kletti, svo að hannn lét þar líf sitt; en það sagði hann þeim, er hann deyddu, að guð mundi hefna dauða síns. Og eigi miklu síðar kom hver plágan yfir borgina eftir aðra. En er plágunum ætlaði aldrei að linna, þá voru þeir teknir, sem Esóp höfðu af dögum ráðið, og var svo gjört við þá, sem þeir höfðu gjört við hann; og eftir það létti plágunum af borginni. Stgr. Th. þýddi. MANUÐIRNIR TÓLF. (Æfintýri handa börnum.) Einu sinni var kona, sem átti tvær dætur; var ónnur þeirra dóttir hennar sjálfrar og hét Helena; en hin stjúpdóttir hennar og hét Marúska. Fyrir dóttur sjáfrar sín sá hún ekki sólina, en stjúpdótt- urina gat„hún ekki litið réttu auga, og var það ekki af neinu öðru en því, að hún var fríðari en hin. Marúska var góð stúlka og vissi ekki sjálf um fríð- leik sinn; hún skildi ekkert 1 því hvað stjúpan var illileg í hvert sinn, er hún leit til hennar. Hún varð sjálf að vinna öll verk á heimiinu, sópa stofuna, elda, þvo, sauma, spinna, vefa, bera heim gras og hirða kúna ein síns liðs. Helena hugs- aði ekki um annað en að halda sér til og dýfði ekki hendi sinni í kalt vatn. En Marúska vann með Ijúfu geði, var þolinmóð sem lamb og umbar skamm- ir og illyrði þeirra mæðgna með mestu stillingu. En það stoðaði ekkert; þær fóru síversnandi og það var einungis af því að Markúsa varð fríðari dag frá degi. Móðirin hugsaði með sér: “Hví skyldi eg vera að hafa þessa fallegu stjúpdóttur hér heima, þegar hún dóttir mín er henni síðri? Piltarnir munu fara að koma til þess að sjá sér út konuefni, og mun þá Markúsa falla þeim í geð, en Helenu vilja þeir ekki sjá.” Upp frá þessari stundu vildu þær fyrir hvern mun losna við vesalings Marúsku; en hún bar það með þolinmæði, og varð æ fríðari og fríðari með degi hverjum. Þær fundu upp á ýmsu og ýmsu til að kvelja hana, og var það svo lagað, að engum vel innrættum manni mundi slíkt til hugar koma. Það var einhvem dag í miðjum janúarmánuði, að Helena vildi fá fjólur. “Farðu, Marúska,” sagði hún, “og sæktu mér fjóluvönd út í skóg. Eg ætla að stinga honum undir belti og hafa hann til þess að lykta af honum.” “Guð hjálpi mér, elsku systir,” sagði vesalings stúlkan, “ertu öldungis frá þér? Eg hefi aldrei heyrt, að fjólur vaxi undir snjónum.” “Ertu að kom með umyrði, ófétið þitt,” sagði Helena, “þegar eg skipa þér. Snáfaðu á auga-lifandi bragði út í skóg, og komirðu ekki með fjólur, þá drep eg þig.” Stjúpmóðirin þreif í Marúsku og hratt henni út um dyrnar og rak fyrir lokuna á eftir henni. Stúlku- tetrið gekk til skógar og grét beisklega. Fann- fergja var mikil og hvergi sporrækt. Aumingja Marúska viltist og viltist lengi. Hún kvaldist af hungri og nötraði af kulda. Hún bað til guðs, að hann tæki sig heldur burt úr þessum heimi. Þá sá hún ljósbjarma nokkurn í fjarska. Gekk hún þá á bjarmann og kom upp á fjallstind. Á tindinum rann eldur mikill og voru kring um eldinn tólf steinar; sátu á þeim steinum tólf menn. Þrír voru gráskeggjaðir þrír voru yngri, þrír voru enn yngri og þrír voru lang-yngstir og voru þeir fríðastir. Þeir mæltu ekki orð og horfðu þegjandi í eldinn. Þessir tólf menn voru mánuðirnir tólf. Desember sat efstur, og var bæði hár hans og skegg hvítt sem mjöll. Hann hélt á staf í hendinni. Markúsa varð hrædd og étóð stundarkorn eins og agndofa, en því næst herti hún upp hu'gann, gekk nær og sagði með bænarrómi: “Leyfið mér, góðir menn, að orna mér við eld- inn, eg nötra og skelf af kulda.” Desember kinkaði kolli og mælti: “Hvernig stendur á þessu, stúlka mín, að þú ert hingað kom- in? Hvers ert þú að leita?” “Eg er að leita að fjólum,” ansaði Marúska. “Það er ekki rétti tíminn til að fara í fjóluleit,” sagði Desember, “þegar jörð"»er undir snjó.” “Það veit ég vel,” sagði Marúska raunadega, “en Helena systir mín og stjúpa mín hafa skipað mér að koma með fjólur úr skóginum, og komi ég ekki með þær, drepa þær mig. Æ, gerið það nú fyrir mig, smalamenn góðir, og segið mér hvar eg get fundið þær.” Þá stóð Desember upp, gekk til yngsta mánað- arins, fékk honum stafinn í hönd og mælti: “Sezt þú nú efstur, Marz bróðir!” Marzmánuður settist þá efstur og veifaði stafnum yfir eldinum. í sama vetfangi logaði eldurinn hærra, snjöinn tók að leysa, brumi skaut út úr trjánum, grasið grænkaði undir beykitrjánum og í grasinu spruttu upp litfögur blómstur; það var komið vor. í leyni undir runnunum blómguðust fjólur, og ekki vissi Marúska fyr en svo mikið var orðið af þeim, að líkast var sem einhver hefði breitt út dökk- bláan dúk. “Tíndu nú, Marúska , og vertu fljót,” sagði Marz. Markúsa tíndi allshugar glöð, þangað til hún var búin að safna í stóran vönd. Síðan þakkaði hún mánuðunum fyrir og skundaði fegins hugar heim á leið. Og heldur en ekki 'gekk yfir þær Helenu og stjúpuna, eþgar þær sáU hvar Marúska kom, og bar heilan vönd af fjólum. Þær gengu til dyra og luku upp, og lagði fjóluilminn um alt húsið. “Hvar hefirðu tínt þær?” sagði Helena stygg- lega. “Hátt uppi á fjalli, þar var fjarskinn allur af þeim, undir runnunum,” svaraði Markúsa. Helena tók við fjólunum, stakk þeim undir belt- ið, þefaði af þeim og lét móður sína þefa af þeim líka, en ekki varð henni að vegi, að segja systur sinni að þefa af þeim líka. Daginn eftir sat Helena auðum höndum hjá ofn- inum, og fór hana að langa í jarðarber. “Farðu, Marúska, og sæk^i handa mér jarðar- ber út í skóg,” sagði hún við systur sína. “Æ, guð hjálpi mér, systir mín, hvar ætti ég að finna jarðarber,” svaraði Marúska, “eg hefi aldrei heyrt, að jarðarber yxu undir snjónum.” “Ertu að hafa umyrði, ófétið þitt, þegar eg skipa þér? Snáfaðu út í skóg, og komirðu ekki með jarðarber, þá lem eg þig til dauðs.” Stjúpan þreif í Marúsku, hratt henni út um dyrnar og hleypti fyrir lokunni á eftir henni. Stúlk- an fór út í skóginn og grét beisklega. Djúpfenni var á jörð og hvergi sporrækt. Hún kvaldist af hungri og nötraði af kulda. Þá sá hún langt í burtu sama ljósbjarmann, sem hún hafði séð dag- inn áður. Gegg hún á ljósið allshugar fegin. Hún kom aftur að eldinum mikla, sem mennimir tólf sátu í kring um. Desember sat efstur. “Æ, “leyfið mér, góðir menn, að oma mér við eldinn, ef nötra og skelf af kulda,” sagði Marúska með bænarrómi. Desember kinkaði kolli og mælti: “Hví ert þú komin hér aftur? Hvers ertu að leita?” “Eg er að leita að jarðarberjum,” svaraði Mar- úska. “Það er ekki rétti tíminn núna að leita að jarð- arberjum, þegar snjórinn liggur á öllu,” sagði Desember. “Það veit ég vel,” sagði Marúska raunalega, “en Helena systir mín og stjúpa mín hafa skipað mér að koma með jarðarber; komi eg ekki með þau, þá drepa þær mig. Æ, gerið það fyrir mig, smalamenn góðir, og segið mér hvar eg muni geta fundið þau.” Þá stóð Desember upp, gekk til mánaðarins, sem sat andspænis honum, fékk honum stafinn í hönd og mælti: “Sest þú nú, bróðir Júní.” Fríðleiksmaðurinn Júní settist þá efstur og veifaði stafnum yfir eldinum. í sama vetfangi gaus loginn í háa loft, loft, jörðin grænkaði, trén laufg- uðust, fuglarnir tóku að syngja, allskonar blómstur spruttu í skóginum, og það var sumar. Þar voru hvítar agnarsmáar stjörnur, eins og einhver hefði sáð þeim út. Þá mátti sjá, hvernig þessi hvítu smá- stirni breyttust í jarðarber; jarðarberin þroskuðust fljótt, og fyr en Marúsku varði, varð svo krökt af þeim í grassverðinum, að líkast var sem einhver hefði stökt þar blóði yfir. “Tíndu, Marúska, og vertu nú fljót,” sagði Júní. Marúska tíndi ofurfegin, og þangað til hún hafði fylt svuntu sína. Síðan þakkað hún mánuðunum fyrir og skundaði glöð í huga heimleiðis. (Meira.) Múlasninn. Múlasni nokkur, vel alinn og lífaður, brá einu- sinni á leik, reisti stertinn og kallaði: “Móðir mín var fyrirtaks veðhlaupshryssa, og eg er engu síður en hún, þegar hún var upp á sitt bezta”; en þegar hann von bráðar var orðinn þreyttur á hlaupunum og stökkinu, þá rankaði hann alt í einu við, að faðir hans hefði ekki verið nema sléttur og réttur asni. DR. J. STEFANSSON 216-220 Medlcal ArU Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sta. PHONE: 21 834 Stundar augna, eyrna nef og kverka sjúkdöma.—Er aB hit.ta kl. 10-12 f. h. og 2-5 e. h. Helmlli: 173 Rlver Ave. Tals.: 42 691 DR. A. BLONDAL 202 Medical ArU Bld*. Stundar sérstaklega k v e n n a og barna ajúkdöma. Er aö hltta frA kl. 10-12 f. h. og 3-5 e. h. Offlce Phone: 22 296 Heimlll: 806 Vlctor St. Slmi: 28 180 Dr. S. J. JOH ANNESSON stundar lœkningar og gflrstrtur. Til vlBtals kl. 11 f. h. tll 4 a. h. og frú 6—8 aB kveldlnu. SHERBURN ST. 532 SlMI: 30 877 HAFIÐ PÉR SÁRA FÆTURf ef svo, finniB DR. B. A. LENNOX Chiropodist Stofnsett 1910 Phone: 23 137 334 SOMERSET BLOCK, WINNIPEG. Drs. H. R. & H. W. Tweed Tannlœknar. 406 TORONTO GENERAL TRUST BUILDING Cor. Portage Ave. og Smlth St. PHONE: 26 545 WINNIPBG DR. A. B. INGIMUNDSON Tannlæknir. 208 Avenue Block, Winnipeg Sími 28 840. Heimilis^ToM Dr. Ragnar E. Eyolf son Chiropractor. Stundar sjerstaklega Gigt, Bak- verk, Taukaveiklun og Svefnleysi Skrifst. sim. 80 726—Heima 39 265 Suite 837, Somerset Bldg. 294 Portage Ave. Dr. A. V. Johnson Islenzkur Tannlæknir. 212 Curry Building, Winnipeg Gegnt pósthúsinu. Sími: 23 742 Heimilis: 33 328 J. SIGURDSSON UPHOLSTERER Sími: 36 473 562 Sherbrooke Street H. A. BERGMAN, K.C. lslenzkur lögíueBlngur Skrifstofa: Room 811 McArthur Bullding, Portage Ave. P. O. Box 1656 PHONES: 26 649 og 26 840 Lindal Buhr & Stefánsaon Islenzklr lögfræBingar. 356 MAIN ST. TALS.: 24 963 peir hafa elnnlg skrifstofur aB Lundar, Riverton, Gimll og Piney, og eru þar aB hitta k eftirfylgjandi timum: Lundar: Fyrsta miBvikuda*. Riverton: Fyrsta flmtudag. Glmli: Fyrsta miBvikudag, Piney: prlBja föstudag l hverjum mé.nu8i. J. RAGNAR JOHNSON B.A., LL.B, LL.M. (Harv.) tslmskur lögmaOur. Rosevear, Rutherford. Mclntoeh and Johnson. 910-911 Electrlc Railway Chmbre. Winnipeg, Canado Slml: 23 082 Helma: 71 753 Cable Address: Roecum J. T. Thorson, K.C. islenzkur lögfræðingur. Skrifst.: 411 Paris Building Sími: 22 768. G. S. THORVALDSON B-A., LL.B. LögfræBlngur Skrifstofa: 702 Confederatlon Llfe Building. Main St. gegnt Clty Hah PHONE: 24 587 Residence Office Phone 24 206. Phnone 89 991 E. G. Baldwinson, LLB. Islenzkur lögfræðingur 899 Paris Bldg., Winnipeg J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARTS BLDG., WINNIPEG Fæteignasalar. Leigja hús. tTt- vega peningalfi.n og eldsfibyrgB af öUu tagi. PHONE: 26 349 A. C. JOHNSON 907 Confederation Life Bldg. WINNIPEG Ann&st um fasteignir manna. Tekur aB sér aB fiv&xta sparlfé fölks. Selur eldsfibyrgö og blf- reiBa fibyrgBir. Skriflegum fyr- irspurnum svaraö sainstundls. Bkrifstofusimi: 24 263 Heimasimi'. 33 323 DR. C. H. VROMAN T&nnlæknir 605 BOTD BLDG. PHONE: 24 171 i wimnipbo G. W. MAGNUSSON Nuddlæknir. 125 SHERBROOKE ST. Phone: 36 137 ViBtais tlml klukkan 8 tll 9 aB morgninum. ALLAR TBOUNDIR FLUTNIVOAI Hvenær, sem þér þurfið að láta flytja eitthvað, smátt eða stórt, þá hittið mig að máli. Sann- gjarnt verð,— fljót afgreiðsla. Jakob F. Bjamason 762 VICTOR ST. Slmi: 24 500 A. S. BARDAL 848 SHERBROOK ST. Selur Ukklstur og annaat um út- farlr. Allur útbúnaBur s& beztl Ennfremur selur hann allskonar minniavarBa og legsteina. Bkrifstofu talsimi: 86 607 HeimiUs tolsimi: 68 202 Rádýrskálfurinn og móðir hennar. Rádýrskálfur sa!gði við móður sína: “Móðir mín! þú ert stærri og fótfrárri en hundurinn og auk þess ómæðnari og hefir horn til að verja þig með; hvernig stendur þá á því, að þú ert svo hrædd. við hundana?” — “Alt þetta segirðu satt, barnið mitt!” svaraði móðirin, “en samt er það einhvern veginn svona, að varla heyri ég hund gelta fyr en eg þýt af stað o!g flý, sem fætur toga.” Hérinn og hundurinn. Huíídur nokkur fældi upp héra úr hrísrunni og elti hann kippkorn, en hérinn varð drjúgari í rás- inni og dró undan. Geitasmali kom þar að og spott- aðist að hundinum fyrir það, að ekki jafnaðist hann við héraskömmina að fráleik. “Þú gleymir því, svaraði hundurinn, “að það er ekki alls kostar sama, að hlaupa til þess að vinna fyrir dagverði sínum eða að hlaupa til þess að forða fjöri sínu.” Stgr. Th. þýddi.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.