Lögberg - 27.11.1930, Qupperneq 4
Bis. 4.
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 27. NÓVEMBER 1930.
Xögíjerg
Gefið út hvern fimtudag af
TIIE COLUMBIA PRESS, LTD.,
Cor. Sargent Ave. og Toronto St.
Winnipeg, Manitoba.
Talsímar: 86 327 og 86 328
Einar P. Jónsson, Editor
Utanáskrift blaðsins:
The Columbia Press, Ltd,, Box 3172
Winnipeg, Man.
Utanáskrift ritstjórans:
Editor Lúgberg, Box 3172, Winnipeg, Man.
Verð $3.00 uni árið. Borgist fyrtrfram.
The “Lögberg” is printed and published by
The Columtya Press, Limited,
695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba.
Bœjarstjórnarkosningar
Næstkomandi föstudag, fara fram kosningar
til bæjarráðsins í Winnipeg; skal þá kjósa borg-
arstjóra til eins árs, þrjá bæjarfulltrúa í hverri
kjördeild um sig til tveggja ára, ásamt skóla-
ráðsmönnum, sem einnig eru kosnir fyrir
tveggja ára tímabil.
Frambjóðendur til borgaistjórastöðunnar
eru tveii;; núverand i borgarstjóri, Ralph H.
Webb, er sækir fram undir meikjum þess fé-
lagsskapar, er Winnipeg Civic Progress As-
sociation nefnist, og iMarcus Hyman, lögfræð-
ing-ur, boðinn fram af hálfu hins svonefnda ó-
liáða verkamannaflokks.
Mr. Webb er enginn nýgræðingur í stjórn-
málatúni Winnipeg borgar; hann hefir verið
kosinn borgarstjóri livað ofan í annað, og það
með slíku afli atkvæða, að verulegum undrvim
hefir sætt, því hvað sem um hann má að öðru
leyti segja, þá verður það engan veginn um
hann með sönnu sagt, að hann sé aðlaðandi
maður á ræðupalli; til þess er liann langt of
grófur í orði.
Ekki verður því neitað, að Mr. Webb hefir
ýmsa þá kosti til að bera, er að nokkru haldi
mega koma í meðferð bæjarmálefna; hann er þó
nokkur jarðvöðull með köflum, og ýtir stundum
við svefnpurkum, sem vel mættu vaka á verði í
stað þess að hafast eigi að. i>ó virðist svo sem
berserksgangur sá, er á hann rennur annað veif-
ið, sé oft og einatt ákveðnari í orði, en á borði.
Borgaistjórastaðan í Winnipeg, er ábyrgðar-
mikil virðingarstaða; og því aðeins verður hún
svo skipuð að vel sé, að saman fari glöggskygni
á meðferð bæjannálefna og prúðmannleg fram-
ganga.
\ ið bæjarstjornarkosningarnar í fyrra,
mæltum vér með þeim fulltrúaefnum, er buðu
sig fram undir merkjum Winnipeg Civic Pro-
gress íélagsskaparins, og er það síður en svo, að
oss iðri þess á nokkum minsta hátt; það var
iþeim félagsskap að þakka, að sú kjördei^ldin, er
mest hefir magn íslenzkra atkvæða, 2. kjördeild,
fékk kosna í bæjarstjórn tvo ágæta menn, þá
Maybank og Koberts, er komið hafa fram í hví-
vetna kjósendum sínum til sæmdar.
Að þessu sinni styður Winnipeg Civic Pro-
gress félagsskapurinn Mr. Webb til kosn-
inga á ný, auk þess sem hann mælir í 2 kjördeild
með þeim J. A. McKercliar, núverandi bæjar-
íulltrúa; George R. Belton, blaðamanni, og A.
A. Eyiey, fyrverandi framkvæmdarstjóra við
Canada Bread félagið hér í borginni. Um Mr.
McKerchar er óþarft að fjölyrða; hann hefir
um langt ára skeið verið í röð hinna nýtustu
borgara þessa bæjarfélags, átt sæti í bæjarstjórn
í mörg ár og notið þar trausts og virðingar allra
flokka jaínt, sem formaður nefndar þeirrar í .
‘bæjarstjórninni, er fjármálin sérstaklega hefir
með höndum. Lm endurkosningu slíks manns
ætti að vera ástæðulaust að efast; þar var mað-
ur, sem Winnipeg hefði verið vel sæmd af að
hafa í borgarstjórasessi.
Mr. Ryley er oss að góðu kunnur, sem nyt-
semdarmaður og teljum vér víst að hann myndi
slíkur reynast, yrði harxn kosinn í bæjarstjórn.
Af Mr. Belton höfum vér engin persónuleg kynni
haft, en talinn mun hann alment greinaglöggur
maður.
Mr. Thomas Boyd býður sig fram í 2. kjör-
deild á ný; áhrifamaður er hann ekki, en góður
drengur og vinsæll. Má slíkt hið sama um Mr.
Davidson segja, sem einnig er í kjöri við kosn-
ingar þær, er nú fara í hönd. Mr. Simpkin leit-
ar og endurkosningar í þessari sömu kjördeild,
af hálfu hins óháða verkamannaflokks; skilst •
oss að framkoma hans hafi í mörgum málum
miðað til góðs, og að hann liafi reynst sæmilega
vel sem formaður þeirrar nefndar í bæjarstjórn,
er um atvinnuleýsið hefir fjallað.
Hvað helzt svo sem segja má um liina ýmsu
frambjóðendur, þá verður ekki um það vilst, að
úr nógu sé að velja, að undanskilinni kosningu
borgarstjóra, þar sem aðeins er að ræða um tvo.
Um Mr. Marcus Hyman, kepixinaut Mr.
Webbs um borgarstjórastöðuna, liöfum vér fátt
að segja; vitum aðeins það, að hann er lögmað-
ur Gyðinga-ættar, 0g sagður að vera vel fær í
sinnijsérstöku fræðigrein; um stefnu þess flokks,
er hann styðst við, hafa jafnan verið næsta
skiítar skoðanir, og verða sennilega enn um
langt skeið.
Orðið höfum vér þess áskyngja, að Mr. Webb
sé fundið það til foráttu að hann fylgi ílxalds-
flokknum að mólum; að láta hann gjalda sér-
skoðana sinna í landsmálum, eða blanda Jxeim
saman við gildi hans eða vangildi sem borgar-
stjóra, nær vitanlega ekki nokkufri minstu átt.
Slíkt væri álíka sanngjarnt, eða hitt þó lieldur,
og það, að veitast að Mr. Hyman fyrir þjóð-
ernislegan uppruna hans. Allan slíkan nagla-
skap þarf að kveða niður, og það svo rækilega,
að hann stingi aldiei upp höfðinu aftur.
Oss skilst, að þá yrði málefnum WTinnipeg-
borgar skipað í bezt horf, er bæjarstjórnin und-
antekningarlaust,'væri hafin yfir þröngar klíkur
og sérstæða flokka; að þeiin einum yrði fengin
forusta bæjarmála í hendur, er sökum heilbrigðr-
ar dómgreindar og viðurkendrar samvizkusemi,
nyti trausts allia flokka og stétta jafnt. Mun
þá æskilegrar samvinnu von og viturlegrar úr-
lausnar á hinum ýmsu vandamálum, en fyr ekki.
Lögð verða undir úrskurð kjósenda á föstu-
daginn, aukalög uin $750,000 fjárveitingu til
útfærslu ámiðstöðvar hitunarkerfi borgai innar,
Central Steam Heating. Er hér um grein að
ræða af WTinnipeg Hydro kerfinu, sem ætla má
að beri sig vel í framtíðinni og komi að góðum
notum. Þess vegna virðist æskilegt að heimildar-
lögin nái samþykki kjósenda. Þá verður og geng-
ið til atkvæða um lagning nýrra brúa um Salter
eða Sherbrooke Street. Skilst oss, að það brúar-
stæðið skuli valið, er fleiri fær atkvæðin, það er
að segja ef tveir þriðju greiddra atkvæða falla
því í vil; en slík eru skilyrði fyrir framgangi
aukalaga. Misráðið virðist oss það, að fyrir-
skipuð skyldi vera samtímis atkvæðagreiðsla um
bæði brúarstæðin, því svo getur auðveldlega
farið, að það leiði til þess, að hvorugu mannvirk-
inu verði hrundið í framkvæmd fyrst um sinn,
og væri þá Ver farið en heima setið, því meira
en nóg er enn af atvinnuleysi í borginni.
Ritsjá
ICELANDIC LYRICS. Safn enskra ljóð-
þýðinga úr íslenzku máli. Dr. Richard Beck hef-
ir annast um val 0g undirbúning til prentunar.
Útgefandi Þórhallur Bjarnason, Reykjavík,
1930.—
Það er hrein ekkert smáræðis vandaverk,
sem Dr. Beck hefir færst í fang með valinu
í þessa bók; hvernig honum hefir tekist til,
verður tæpast réttilega um dæmt á þessu stigi
málsins, meðan ekki er um auðugri garð að
gresja vor á meðal af þýðingum íslenzkra ljóða
á enska tungu, en nú á sér stað, 0g þarafleiðandi
um takmörkuð skilyrði til samanburðar að ræða.
Er stundir líða fram, spretta vafalaust upp úr
vestur-íslenzkum jarðvegi fjplhæfari og máttk-
ari þýðendur, en þeir, er um þessar mundir eink-
um leggja hönd á plóginn, þótt vel sé óneitanlega
um marga þeirra.. Með þetta fyrir augum,
vaknar sú spurning hvað eftir annað í huga vor-
um, hvort nokkurs verulegs hefði í raun 0g veru
verið í mist, þótt frestað hefði verið enn um
nokkra hríð,'útgáfu vorra vestrænu Ijóðþýðinga
á ensku. Er hér um svo viðkvæmt verkefni að
ræða, að sæmd þjóðarbrotsins hreint og beint
krefst þess, að ekki sé að neinu lirapað.
Að öllu athuguðu, verður tæpast um það
deilt, að þýðingar frú Jakobínu Johnson, beri af
hinum þýðingunum sem gull af eiri; skilnings-
festa hennar á kjarna frumljóðsins, ásamt mýkt
í formi, mótar í flestum tilfellum svo augljós-
lega þýðingar hennar, að um brot á heildarsam-
ræmi, er sjaldnast að ræða; hún finnur auðsjá-
anlega til ábyrgðarinnar, sem því er samfara, að
búa svo afkvæmi annara, að ættarmótið missi
einskis í.
A blaðsíðu 113 birtist þýðing hennar á hinu
yndislega kvæði Kristjóns Jónssonar “Tárið.”
Það kvæði er á hvers manns vörum, og því óþarft
að prenta það upp hér. Þýðingin er á þessa
leið:
“A blessed cooling fount thou art,
O gleaming pearly tear;
Refreshing every human heart—
A balm where wounds appear.
“Oh, leave me not when grief holds sway,
Thou tender friend in need.
Thus human woes are borne away,
Though wounded hearts must bleed.
“I weep and feel my liopes restored,
—A light from heaven 1 see.
My tears are numbered by the Lord,
My faith shall comfort me.
Meðal annara snildarþýðinga eftir frú Jako-
bínu má nefna Skilmóla Þorsteins Erlingssonar,
“The Terms,“ bls. 129, Norðurljós Einars Bene-
diktísonar, “Northern Lights,” bls. 159. Við
verkalok, “At Close of Day,” eftir Stephan G.
Stephansson; fíeiri ágætar þýðingar á frú Jako-
bína í hók þessari, þótt takmarkað rúm leyfi eigi
að þeirra sé minst frekar að þessu sinni.
Næstan frú Jakobínu að listhæfni og vand-
virkni í þýðingum sínum, ber vafalaust að telja
Vilhjálm Stefánsson. Meðal prýðilegra þýð-
inga frá hans hendi má einkum telja Arfinn,
“The Heritage,” eftir Þorstein Erlingsson og
Lausavísur, “Epigrams, ” eftir Steingrím Thor-
steinsson. Ein slík vísa er þannig á frummál-
inu: •
“Hjarta mitt stælist við stríð,
]>ó stenzt á hvað vinst og hvað tapast;
]>að, sem mitt þrek hefir grætt,
það hefir viðkvæpanin mist.
Hér fer á eftir þýðing Vilhjálms á vísu þess-
ari: „ A
“My heart is strengthened by strife,
Yet are matched my winnings and losses,
For that which in power I gain,
That I in tenderness loose.”
Þýðingar Runólfs heitins Fjeldsted, eim all-
ar sæmilegar og bera vott um staka vandvirkni;
má þar sérstaklega telja til þýðingu hans á
Gunnarshólma Jónasar Hallgrímssonar.
Nokkrar þýðingar á Guðmundur J. Gísla-
son í bók þessari; sumar góðar, eins og t. d. ís-
land, eftir Jónas Hallgrímsson, en aðrar fremur
•nishepnaðar, svo sem “Sagt upp úr þögn,” eftir
Hjálmar Jónsson frá Bólu:
“Þekki eg óminn þessa hljóms,
þarf ei umtal meira;
nálæg þruma dauða og dóms
dunar mér við eyra.
“Ber nú margt fyrir brúnaskjá,
sem betra væri að muna;
en feigum horfi eg augum á
alla náttúruna.
Þýðing Guðmundar á þessum tveimur snild-
ar erindum Hjálmars, er á þessa leið, 0g virðist
oss hún miklu fremur tákn þess hvernig ekki á
að þýða, en það gagnstæða:
“I know the sound o’ these noises,
No need to tell how queer;
Death’s and doom’s thunderijig voices
Are booming in ’my ear.
“Number og things I am spying,
I would recall anew;
I look with eyes a-dying
On nature’s fading view.”
Prýðisgóð er þýðing Boga Bjarnasonar á
kvæði K. N., “ Við gröf” . . . , bls. 237:
“Eg held, þú mundir hlæja dátt með mér
að ihorfa’ á það, sem fyrir augun ber.
Þú hafðir ekki vanist við það hér,
að vinir bæru þig á höndum sér.
‘ ‘ En dauðinn hefir högum þínum breytt
og hugi margra vina til þín leitt;
í trú og eining allir hneigja sig,
og enginn talar nema vel um þig. ’ ’
1 hinum enska búningi koma vísur þessar
almenningi þannig fyrir sjónir, frá hendi þýð-
andans:
“1 feel content that you would grin with me
Could you but witness what 1 hear and see.
For you were not accustomed—not your fate—
To be thus borne along by friends, in state.
“But death has changed your status, so that now
Your friends assemble in your honor, bow
Their heads in faith, in grief, humility,
And all unite in speaking well of thee.”
A blaðsíðu 183, er þýðing á Draumalandi
Guðmundar Magnússonar, eftir Pál Bjarnason,
snyrtileg og sönghæf. Páll er einn af hinum
mikilvirkustu 0g beztu ljóðaþýðendum vorum
vestan hafs. Hví var ekki birt einhver veiga-
meiri þýðing eftir hann í bók þessari, með því
að úr ærnu var að velja?
Margt er þýðinga í Icelandic Lyrics, er leidd-
ar skulu hjá sér að þessu sinni; enda flestar
hverjar þannig úr garði gerðar, að undantekn-
ingum þýðingum þeirra Sir William Craigies og
Eiríks Magnússonar, að því fyr, sem yfir þær
fyrnist, þess betra.
Það er ærið vandaverk, að velja í bók sem
þessa, 0g ofvaxið einum manni, hversu fær sem
hann er. Enda hefir valið, að því er oss finst,
tekist upp og ofan.
Að öllura ytra frágangi, er bókin hin prýði-
legasta.
Lík Andrée
og félaga hans koma til
Stokkhólms.
Sænska herskipið “Svensksund”
kom til Stokkhólms sunnudaginn
5. október með lík þeirra Andrée
o!g félaga hans.
Alla leið frá Tromsö í Noregi,
þar sem líkin voru flutt um borð
og til Stokkhólms, fyígdu her-
skipinu fleiri og færri skip. í Eyr-|
arsundi komu Danir á móti skip-j
inu á tveimur herskipum, og ennj
enn fremur komu frá þeim áttaj
flugvélar. Áttu þær að kasta
blómsveig niður á “Svensksund”,
en það mistókst. Þegar farið var
fram hjá vígjum Kaupmannahafn-
ar, kvað við skotþruma í heiðurs-
skyni við minningu íshafsfar-
anna. — í hverri höfn í Svíþjóð
varð Svensksund að koma við.
Sön’gflokkar sungu sorgarljóð, en
nefndir manna komu með blóm-^
sveiga. Á hverjum stað slógust,
vélbátar og gufuskip í hópinn og
fylgdu Svensksund á leið.
Tók þannig hvert skipið við af
öðru þangað til kom í grend við
Stokkhólm. Þá komu sænsk her-(
skip og fjöldi annara skipa á móti
DODDS
pKIDNEY
Svensksund o!g fylgdu því til hafn-
ar, en átta hernaðarflugvélar
sveimuðu yfir flotanum. Hefir
aldrei sézt önnur eins líkfylgd og
sú, er fylgdi þeim Andrée á sjón-
um frá Tromsö til Stokkhólms. ’
í Stokkhólmi var mikill viðbún-j
aður að taka á móti líkunum. Vari
þar gerð sérstök bátabrú 45 metraj
lbng, með palli fremst á hæð við^
borðstokk “Svensksunds”. Svart
klæði var breitt yfir alla bryggj-
una, en á báðum jöðrum voru
stauraraðir og milli stauranna
strenigd bönd með bláum og gul-
um verfum. Alla leið frá brúnni
og til Storkyrkan voru reistar.
I .
fánastengur og heiðurshlið, en
húsin voru skreytt með greni-
kvis.tum og blágulum böndum.
Efst á bátabryggjunni var ætt-
ingjum þeirra Andrée og félaga
hans ætlaður staður, enn fremur
konungi og öðrum tignustu mönn-
um, en sjóliðsmenn mynduðu tvær
óslitnar raðir beggja megin götu,
alt frá Skeppsholmen, á Kungs-
trágárdsgatan, Arsenalsgatan,
Norrbro, Skeppsbron yfir Slotts-
backen til Stórkirkjunnar. Eftir
þessum götum fór líkfylgdin.
Um leið og kisturnar voru bornar
af “Svensksund” upp á brygfeju
sikutu herskipin sorgarkveðjum,
10 skotum á 5 mínútum. Síðan
bar fulltrúi ríkisráðs fram kveðju
fyrir hönd fósturjarðarinnar. Þá
voru kisturnar bornar í’land og
látnar á líkvaignana, en um þeið og
vagnarnir lögðu af stað, var öllum
kirkjuklukkum í borginni hringt,
o!g hringt í sífellu þangað til kist-
urnar höfðu verið bornar inn í
Stórkirkjuna. Þar var þeim raðað
í kórinn; var kista Andrée. í
n:iðju, Strindbergs til hægri og
Fraenkels til vinstri.
Kirkjan var öll fagurlega skreytt
KidnEí
É87 THEPP”
1 meir en þriðjung aldar hafa
Dodd’s Kidney Pills verið viður-
kendar rétta meðalið við bakverk,
gi!gt, þvagt.eppu og mörgum fleiri
sjúkdómum. Fást hjá öllum lyf-
sölum, fyrir 50c. askajn, eða sex
öskjur fyrir $2.50, eða beint frá
The Dodds Medicine Co., Ltd.,
Toronto, ef borgun fylgir.
og allur kórinn eitt blómahaf. Þar
umhverfis sátu konungur Svía,
Wilhelm prins, Gústaf Adolf ríkis-
arfi, Axel Danaprins, Eugen prins,
Carl prins o!g sonur hans og annað
skyldulið konungsættarinnar. —
llirðhljómsveitin lék Marcia Fun-
ebre úr Symfoniu 3, Eroica eftir
Beethoven, en konungur lagði
krans á kisturnar. Var svo súng-
inn sálmur. Þar næst prédikaði
Söderblom erkibiskup og byrjaði
ræða hans þannig: ,
“Velkomnir heim!. Velkominn
Andrée! Velkominn Strindberg!
Velkominn Fraenkel!
Heimkoman hefir dre!gist lengi.
Og það sem vér nú heimtum eru
ekki annað en leifar hinna hug-
umstóru og stefnuföstu manna.—
Heimkoma yðar vekur hjá oss
bæði gleði og sorg. Vér höfum
ekki gleymt yður. Og nú rætist
það, sem frelsarinn sagði: “Ekk-
ert er svo dulið, að ekki verði op-
inbert, o!g ekkert svo leynt, að
ekki verði kunnugt; því mun hvað
eina, sem þér talið í leyni, koma í
hámæli, og hverju þér hvíslið í
launkofum, það mun kunnugt
verða á þökum uppi.”
Að lokinni ræðu biskups söng
John Forsell “Sjá þann hinn mikla
flokk sem fjðll”. Síðan fór fram
útfararathöfn eftir helgisiðabók-
inni. Þá lék hirðhljómsveitin
“Sverige” og með því var kirkju-
athöfninni lokið. En kisturnar
voru hafðar þar til sýnis í þrjá
daga fyrir almenning o!g var þang-
að stöðugur straumur alla dag-
ana. — Mgbl.
STÖKUR
eftir Sigurjón Bergvinsson.
Veröld allri vængjatök
veitti lífsins gjafi,
er þúsund ára rúnarök
risu úr tímans hafi.
Við andiátsfregn Völundar
á Sandi.
Völund himna vantaði
frá voru landi,
völund einn, — sá vísdómsandi
Völund kvaddi heim frá Sandi.
Til þess aÖ
tryggja yður
framkvæmdarsama
, bœjarstjórn
Þá greiðið No. 1 með—
A. A. Ryley
bœjarfulltrúaefni
í 2. kjördei'd
T
I sextán ár framkvæmdarstjóri Canada
Bread Company
Endorsed by the Winnipeg Civic Progress Association