Lögberg - 27.11.1930, Qupperneq 6
Bl*. C
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 27. NÓVEMBER 1930.
Sonur GuÖanna
Eftir
R E X B E AC H.
“Blessaöur, farðu nú ekki að gera sjálfan þig
svona aumingjalegan. Mamma gat ekki einu sinni
þolað það, aukheldur eg. Þú getur verið eins vond-
ur eins og þú vilt. Þessar síðustu mínútur hefi eg
gert hverja tilraunina eftir aðra að koma þér í skiln-
ing um það, sem þú í raun og veru hefðir átt að vita
sjálfur, nefnilega það, að e!g hefi ekkert aðhafst,
sem eg þarf að fyrirverða mig fyrir. f Þarf eg að
berja þetta inn í höfuðið á þér með sleiggju?”
“Þú ert búin að koma mér í vandraeði, sem eg
sé ekki út úr. ‘Eg veit ekki hvort þú ert að ljúga eða
segja satt. En hitt veit eg, að þegar stúlka fer svona
langt, eins og þú hefir farið með þessum náunga,
þá ætti hún sjálfrar sin vegna að giftast honum, og
það fyr en seinna.”
“Þetta var ágætt. Nú kemur okkur saman.”
“Auðvitað hefir hann beðið þín? Eg þarf ekki
að spyrja að því.”
“Eg get ekki munað eftir því. Eg man ekki til
að hann beiddi mig að giftast sér. En við höfðum
svo ósköp margt annað um að tala. Hann sagði eitt-
hvað um peninlga. Eg sagði honum að þú værir
fégjarn. Hann er vel efnaður.”
“Það var þó bót í máli,” sagði Wagner, og var
eins og létti dálitíð yfir honum. “Hann þarf þess
við. Hann elskar þig sjálfsagt?”
“Eg þrái hann, eins og eigendur leigubílanna
þrá rigningu. Eg skyldi giftast honum, þó hann
ætti sex konur.”
Wagner féll þetta svar afar illa. Það gekk svo
fram af honum, að hann vissi naumast hvað hann
átti að gera. “Mig skyldi ekki furða, þó hann væri
vínsmyglari, þessi náungi,” sagði hann eftir dálitla
þölgn.
“Ef svo er, getum við kannske fært þér eitt-
hvað, sem þér kemur vel.”
“Þú ert að kitla og æsa sjálfa þig. Þú getur
ekki tekið tillit til neins, nema bara þín. En mér
dylst ekki, að þú hefir hagað þér ósæmilega.”
Alanna hafði ekkert á móti því, að svo hefði
verið.
“Auðvitað” sagði hún. “ósæmilega, óafsakan-
lega og mest af öllu ókvenlelga. En honum fédl það
vel. Eg komst samt kannske nokkuð nærri því, að
ganga fram hjá honum. — Hamingjan góða, eg hefi
aldrei vakað svona lengi og e!g hefi aldrei haft
minni þörf fyrir svefn. Mér er dimt fyrir augum af
ofbirtu.”
“Hvað er um fólk hans, er það svo sem nokkuð
af heldra tagi?"
“Eg veit ekki hvað þú átt við, og eg veit ekkert
um fólk hans. Lee! Alanna Lee! Það er allra
fallegasta nafn. Mér er alveg sama hver hann er.
Það er eitthvað dularfult við hann. í gær fanst
mér hann bara un!gur, laglegur karlmaður, í meðal-
lagi hár. Nú finst mér hann miklu hærri, en nokk-
ur annar maður. Hann er regluleg hetja, þessi
drengur!”
“Eg vona þér mislíki ekki, þó eg reyni að kom-
ast eftir því, hve mikill maður hann er?”
“Gerðu eins og þér líkar í því. Eg ætla að gera
það sama klukkan ellefu. Við verðum fáklædd. Við
ætlum að synda saman. Ef hann snertir mi!g, þá læt
eg undan. En segðu mér ekki það, sem þú kant að
komast að, honum viðvíkjandi. Eg vil að þú sért
við giftinguna.”
“Svo þú ætlar að giftast honum, hvað sem öllu
öðru líður?”
“Það geri eg, að mér heilli og lifandi. Viltu halda
stóra brúðkaupsveizlu fyrir mi!g? Eg er viss um, að
þú ert farinn að hugsa um það nú strax, hvað þú ætl-
ar að gefa okkur í brúðargjöf. Það verður engin
ómynd á því, eins örlátur eins og þú ert. Það er aldr-
ei neitt hálfverk á því, sem þú gerir. Því ekki dá-
lítið fimtán herbergja hús á Park Avenue? Og auð-
vitað húsmunina líka. Þeir verða engin ómynd. Og
svo dálítinn sumarbústað úti á landi. Það gerir ekk-
ert, þó það sé ómerkilegt, bara ef hesthúsið er stórt
og blómahúsið, og góð sundlaug. Það hlýtur að
minsta kosti að vera þessa virði, að losna við mig”
“Mig langar ekkert til að losna við þig,” sagði
Wagner o!g það var auðfundið, að honum var full
alvara, en hún tók ekkert éftir því. Hún var bara
að hugsa um sjálfa sig og sína hagi.
“Við skulum láta það heita Villa Dementia. Þar
skulum við planta þeim fallegustu lómum, sem ver-
öldin á.”
“Þér er ekki sjálfrátt, stúlka mín,” sagði Wagn-
er hálf raunalega. “Jæja, eg hefi reynt að vera þér
góður faðir, og veita þér alt sem þú hefir þurft. Eg
vona að þetta verði varanlegt og hann geti höndlað
þig.”
“Hann getur það áreiðanlega. Hann hefir !gert
það,” svaraði Alanna og leit gletnislega til föður
síns.
“Það er ekkert varið í að tala svona. Það er
frekar viðbjóðslegt,” sagði Wagneif hálf-gremjule!ga
og stóð á fætur. “Þú hefir mikið gaman af því, að
ganga fram af mér, en bíddu við þangað til þú átt
sjálf barn, sem fer eins að við þijg.” Hann sagði
ekki meira, en fór inn í herbergi sitt.
Alanna misti skeiðina, sem hún hélt á. Hún
starði góða stund út í loftið og það brá fyrir glampa
í augunum, sem jafnvel faðir hennar hafði ekki
séð þar, auk heldur aðrir. Barn, sem hún átti
sjálf! Barn, sem hún átti! Þetta var nýtt umhugs-
unarfeni. Fagnaðarbylgja fór um sál hennar, hún
lokaði augunum.
XIV. KAPITULI.
Sam og Alanna hittust í fjörunni, eins og til
stóð, en þau komust ekki lengra en sitja í sandinum.
Þau gátu lítið verið út af fyrir sig, því þarna var
fjöldi af fólki, og allir þektu Alanna og allir vildu
vera í kunningsskap við hana. Hvorugt var búið
að ná sér fyllilega eftir kveldið fyrir, sízt Sam, sem
enn vissi naumast hvort hann var í þessum heimi
eða öðrum. Hann hefði vel getað ímyndað sér, að
hann væri bara í einhverri þægilelgri leiðslu, ef hún
hefði ekki einstaka sinnum snert við honum með
fingurgómunum og augnaráð hennar, þegar hún
leit við honum, hefði ekki mint hann á, að hér væri
ekki um neina ímyndun að ræða, heldur veruleika.
iHann hafði áreiðanlega ekki bara dreymt.
Þau gerðu ráð fyrir að hittast aftur klukkan
fimm og drekka te saman og dansa stundarkorn og
borða svo saman um kveldið. Sam gekk heim til
sín, en hann var jafnvel enn ringlaðri heldur en
þegar hann fór að heiman Honum fanst hann vera
þreyttur á sál og líkama, og nú bar einhvern skugga
á gleðina, sem fylt hafði sál hans um nðttina. Um
nóttina, eða morguninn, rétt eftir að hann skildi
við Alanna, hafði óþægileg hugsun orðið honum
æði áleitin og hann gat illa hrint henni frá sér.
Hann var ekki alveg viss um að Alanna vissi að
hann væri Kínverji.
Honum hafði dottið þetta í hug alt í einu og
þessi hugsun hafði valdið honum mikillar áhyggju.
Hann hratt þessu frá sér um stund. Auðvitað vissi
hún það. Allir vissu það. Þjóðerni hans hafði oft
borið á góma í samkvæmum hjá Bathurst, og það
var svo sem ekki hætt við öðru, en það bærist út.
Það var ómögulegt annað, en Alanna vissi þetta.
Hún hlaut að hafa séð það og fundið, jafnvel þó
henni hefði ekki verið sagt það. Hér hlaut að vera
öllu óhætt.
En hann gat ekki varist því, að þessi hugsun
ásótti hann aftur o!g aftur. Paradís var undarleg-
ur staður. Athugunar og röksemda virtist oft gæta
þar heldur lítið. Fólkið kom og fór og fáir dvöldu
þar til langframa. Þarna var alt öðruvísi en ann-
ars staðar. Enginn grenslaðist neitt eftir högum
hinna og vissu en!gin skil á þeim.
Þessi handvömm af hans hálfu var vitanlega
því að kenna,,að hann hafði gefið tilfinningum sín-
um lausan tauminn. Ástahitinn hafði komið hon-
um til að gleyma því, sem hann þó hefði ekki átt að
gleyma. Samt duldist honum ekki, að hann hefði
vanrækt það, sem hann hefði átt að gera( og hér
var afar viðsjárvert að eiga nokkuð á hættu. Hann
hefði áreiðanlega ekki átt að láta kunnin'gsskapinn
ganga svona langt, eins og raun var á orðin, án
þess að segja henni meira um sjálfan sig. Hann
reyndi að telja sir trú um, að hann hefði viljað
segja henni þetta og hann hefði reynt það, en hann
hefði ekki haft tækifæri til þess. t þessari afsök-
un fann hann þó enga fullnæigju, hann hefði átt að
segja henni eins og var.
En hvernig hefði maður átt að geta látið sér
detta þetta í hug, að þau litlu kynni, sem þau höfðu
haft hvort af öðru, mund verða eins mikil, eins og
ran var á orðin? Kunningsskapur er vitanlega
fyrsta sporið í áttina til ástarinnar. Þangað til í
gærkveldi, hefðu þau þó verið sáralítið kunnug. Al-
anna hafði fljótt kýnt sig að því, eftir að hún kom
þarna, að ganga æði langt í kunningsskapnum við
hvern ungan mann, sem vera var, ef hún hafði
nokkra skemtun af að vera með honum, og einmitt
þess vegna hafði hann heldur forðast að vera mikið
á hennar vegum. Alanna hafði haft alla eftirgangs-
munina, en hann hafði dregið sig í hlé. Það var
kannske einmitt þess vegna, sem hún hefði sókst
eftir hans kunningsskap. Hann gat ekki varist því,
að hafa áhyggjur af þessu.
Þetta kom til af þvi, að hér hafði enginn minsti
fyrirvari átt sér stað. Það hafði svo sem en'ginn
tími verið, sem þau höfðu umgengist hvort annað,
eins og aðeins lítilfjörlega kunnug, en að mestu leyti
ókunnug. Ástin hafði fnað upp alt í einu, og þou
þöfðu ekki vitað fyrri til en svo var komið, að til-
finningarnar réðu öllu, en skynsemin engu. Það var
ekki að búast við neinu skynsamlegu samtali, með-
an á sliku stóð.
Jagnvel þegar þetta kom fyrir, hafði hann ekki
verið fyllilega sannfærður um, að þeim væri full
alvara. Hanum hafði næstum því fundist, að hálf-
gerð brjálsemi hefði gripið þau í bráðina, en þau
mundu fljótt jafna sig. Flestir menn mundu ein-
hvern tíma hafa reynt eithvað þessu líkt.
Að öllu athuguðu, fanst honm lítil ástæða til,
að gera sér áhyggjur út af þessu. Hún mundi vita
fullvel, hver hann væri, og jafnvel þó hún vissi það
ekki, þá mundi það ekki gera mikið til. Alanna var
ólík öðrum stúlkum. Hann var manneskja, sem ein-
mitt sóttist eftir því, sem var eitthvað óvanalegt og
öðrm fanst fjarstætt. Trúarbrögðin gerðu henni
hvorki til né frá. Hún var heiðingi, og þekti ekki
þessi mörgu boðorð kristinna manna: “Þú skalt”, eða
“þú skalt ekki”, og hún hafði engan fordóm gegn
nokkrum manni vegna þjóðernis hans eða trúar-
bragða. Honum leið miklu betur, þegar hann hugs-
aði um það, að hún heði sagt að hún vildi helzt, að
hann væri “duftinu smærri”. Þannig gat kona því
aðeins unnað, að hún væri hetja. Hér var ást, sem
horfði ekki í neitt og var til þess búin að taka alt
og gefa alt.
Jæja, þetta var alt klappað og klárt. Því að vera
að hugsa um það? Hann hafði uiínið ást þessarar
merkilegu stúlku og nú fanst honum hann vera
miklu meiri maður, heldur en nokkru sinni fyr. Því
meir sem hann hugsaði um þetta, því meiri varð
metnaður hans. Hann var ekki lengur lítilmótlegur
Sam Lee, sonur Lee Ying. Hann var riddari, hetja,
sem gat yfirunnið borgir. Alanna var ekki dóttir
neins sápukón!gs. Hún var prinsessa og hann hafði
unnið ást prinsessunnar, Sonur Guðanna! Nú skildi
hann það loksins. Kínverji? Jú, auðvitað. Hann
var stoltur af því. Hann bar tignarmerki, og her-
skararnir lutu honum.
Wagner skoðaði vandlega nafnspjaldið, sem einn
af þjónunum í gistihúsinu færði honum. Neðan við
nafnið var skrifað með blýant: “Persónulegt!”
“Er það ég eða dóttir mín, sem hann vill
finna?”
Þjónninn varð vandræðalegur mjög, og sagði
eitthvað, sem Wagner hélt að væri afsökunarbón, að
hann skildi ekki ensku. En ekki kunni Wagner ann-
að ráð við því, en endurtaka spurninlguna í hærri
róm. Og það gerði hann hvað eftir annað. Eftir
góða stund greiddist samt svo úr þessu, að
þjónninn gat gert Wagner skiljanlegt, að það væri
hann sjálfur, en ekki dóttir hans, sem gesturinn
vildi finna.
KAUPIÐ AVALT
LUMBER
Hjá
THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD.
HENRYAVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN.
Yard Offlca: Bth Ftoor, Bank of Hamllton Chambera
náttúrleiga gjarnan fræðast um hann, en stúlkur
geta hæglega lent út í einhverja vitleysu án—”
“Nei, eg kom ekki hingað til að segja yður bara
þetta—”
“Hvað hafið þér annað að segja?”
“Eg hefi hér nokkrar blaðaúrklippur. Eg
hélt—”
Wagner var kominn í gott skap og spurði margra
spurninga, hvort stúlkan, sem komin væri, væri
falleg, ljóshærð, o. s. frv. Þó þjónninn skildi ekki
helminginn af þessum spurningum, þá grunaði hann
þó, hvert efni þeirra væri og svaraði jafn glaðlega
og lét hið bezta af stúlkunni.
Wagner leit á klukkuna. Hún var ekki nema
hálf-tólf. Alanna var niðri í fjöru með Sam Lee,
eða þau voru að synda, og hún mundi fráleitt koma
heim i klukkutíma enn fyrir það fyrsta.
“Vísið henni inn,” sagði Wagner og rétti þjón-
inum bankaseðli. Hann gekk að speglinum og fór
að laga hálsbindið sitt, sem reyndar var í bezta lagi.
Hann strauk hárið, yfirskeggið og augnahárin og
sannfærði sjálfan sig um, að alt væri í bezta lagi.
Hann fór að hugsa um, hvort þessi stúlka kynni
nokkuð að meta fallegan mann, þó hún sæi hann.
Líklegast ekki. Hún var líka kannske dökkhærð og
dökk á hörundslit. Wagner féll miklu betur þessar
ljóshærðu. Og hann gat aldrei skilið, hvers vegna
menn væru svona ákaflega hrifnir af Alanna. — trti
alla nóttina með þessum Lee, og enn úti með honum.
Ekki nema það þó! Hann ætlaði að finna Bathurst
seinna um daginn, og fá að vita meira um þann ná-
unga. — Hann vonaði, að þessi stúlka væri lagleg
og hefði ekki stórar fætur.
Stúlkan var vissulega ljóshærð, og falleg og
vel til fara, og hún var ,ekki alt of fótstór. Wagner
tók henni einstaklega vinsamlega, og þau töluðu um
hitt og þetta góða stund. Hann varaðist að spyrja
um erindið og þótti gott sem var, að tala við þessa
ungu og laglegu stúlku, svona um daginn og veginn,
og hann reyndi að haga orðum sínum þannig, að
hún kæmist í sem bezt skap. Það var einstaklega
ánægjulegt, að hitta landa sinn, þegar maður væri
í útlöndum og auðvitað væri það ávalt og allstaðar
ánægjuefni, að eiga tal við unga og fallega stúlku.
Hafði hann kynst henni áður? Nei, það var slæmt!
Hann hafði kynst svo mörgum ungum stúlkum og
hoiium fanst hann kannast við nafnið. Hart! Hann
hafði þekt margar stúlkur með þessu nafni, og sum-
ar fteirra höfðu verið býsna góðar vinstúlkur hans.
Hann ætti eina dóttur, en nú væri hann ógiftur og
frjáls og frí eins og fuglinn. Hann hafði hér ekk-
ert fyrir stafni og vissi ekki hvað hann ætti við tím-
ann að gera, og nú væri hann að hugsa um að fara
til París, það er að segja eins og hann vildi sjá
hana. Hann hafði aldrei haft neinn með sér, sem
þar væri verulega kunnugur, eins og t. d. Miss Hart.
Hann hafði gaman af að sjá sem mest og kynnast
sem flestu, þegar hann væri á ferðalagi og hann væri i
eins og unglingur, sem vildi leika sér þegar hann
hafði tækifæri til þess. Það gerir ekkert, hvað það
kostaði. Hún var á listaskóla? Það var ágætt.
Hann hafði eytt miklum peningum fyrir listaverk,
og hann hafði hjálpað nokkrum ungum stúlkum til
lista-náms.
Því miður virtist glaðværð hans ekki hafa þau
áhrif á gestinn, sem til var ætlast.
“Eg sé í blððunum, að dóttir yðar er hér með
yður,” sagði hún, þegar hún loksins komst að, til að
segja nokkuð.
“Já. Hennar er oftast eitthvað getið í blöðun-
um. Henni finst þeir daga hafa farið til ónýtis, þeg-
ar blöðin minnast ekkert á hana.”
“Þau hafa nokkrum sinnum minst á trúlofun
hennar.”
“Hverja trúlofunina?” spurði Wagner.
“Mr. Lee. Sam Lee. Það vill svo til, að eg þekki
hann.”
<
“Já, einmitt það.” Hér var nokkuð, sem vert
var að veita eftirtekt. “Er hann vinur yðar?”
“Já,” sagði Miss Hart og þagnaði, en bætti svo
við: Svo það er þá satt?”
“Eg veit það varla. Kannske einhver Góugróð-
ur,” svaraði Wagner.
“Yður furðar væntanlega að eg skuli koma til
yðar og eg veit varla sjálf hvers vegna eg kom. Við
Sam vorum saman á mentaskóla, o!g það er fyrir
hann, að eg fór til París til að halda áfram námi.
“Þetta er rétt, og það er í alla staði heiðarlegt. Fólk
mitt gat ekki kostað veru mína þar. Foreldrar mín-
ir vildu heldur ekki að eg væri að þessu. Faðir
Sams er ríkur. Vitið þér hvers vegna hann er hér?
Og hvers vegna hann hætti námi?”
“Eg hefi ekki nokkra hugmynd um það.”
“Eg held þér ættuð að vita það. Hann var rek-
inn úr skólanum.”
“Hvers vegna?”
“Það var út af stúlku, sem hann afvegaleiddi.
Það var í blöðunum og þér hljótið að hafa lesið um
það, ef þér hafið þá verið í New York.”
“Það getur vel verið, að eg hafi gert það. Eg
man aldrei hvað blöðin segja, og það muna heldur
engir aðrir, sem betur fer. Eg man ekki einu sinni
hvað þau sögðu um mig, en það var óþvegið. Eg
vona þér hafið ekki komið bar til að segja mér
þetta. Þetta fellir ekkert verð á honum. Eg vil
“Eg vil ekki sjá þær,” sagði Wagner heldur
óþolinmóðlega. “Ekkert er meira steindautt, held-
ur en blaðafréttir frá því í gær. • Við skulum reyna
að skilja hvort annað. Eg vil helzt alt af reyna að
sleppa öllum auka-atriðum, en komast beint að efn-
inu. Eruð þér stúlkan, sem hann leiddi afvega?”
“Hvaða fjarstæðu eruð þér að fara með?”
“Jæja, þá. Það er meinlaust að spyrja. Eg er
nógu gamall til að vera faðir yðar, og það sem þér
segið mér, fer ekkert lengra. Eg á ekki von á, að
fólk sé neinir englar, og svo þetta, að hann sendi
yður til París. En það er alt búið með það. Hvað
hafið þér annars á móti honum”
“Eg hefi ekkert á móti honum; það liggur ekki
nærri. Við vorum einstaklega góðir vinir. Hann
bað mig að giftast sér. Það er alveg satt, hann
gerði það.”
“Nú fer eg að skilja. Þér hafið bréf frá hon-
um. Eg skal athuga málið. Dóttir mín er ráðin í
að giftast honum og það er ómögulegt að snúa henni,
þegar hún tekur eitthvað í sig. Þessi bréf eru mér
eins mikils virði eins og blöðunum. Hvað mikið vilj-
ið þér fá?”
Það var auðséð, að Miss Hart mislíkaði stór-
lega, þó hún stilti sig vel. “Eg er ekki að reyna að
kúga út peninga. Það sem þér segið, er móðgandi.
Eg las í blöðunum, að hann væri trúlofaður dóttur
yðar og einnig, að hann hefði unnið mikla peninga í
spilahúsinu, og að öllum þætti svo afar mikið til
hans koma. Eg get ekki annað en brosað, þegar
eg sé frá því sagt í löðunum, að þessi stórauðuga
dóttir yðar sé trúlofuð ungum og efnilegum
Bandaríkjamanni.”
Wagner horfði fast á Miss Hart og var sjáan-
lega ekki vel ljóst, hvað hún var að fara.
“Getið ekki annað en brosað? Hvað er eigin-
lega broslegt við þetta, má eg spyrja?”
“'Eg skal sýna yður það,” sagði hún og opnaði
veski, sem hún hélt á og tók þaðan nokkur saman-
brotin blöð, og frekar kastaði þeim til hans, en
Iiún rétti honum þau. “Hér getið þér séð eitthvað
um þennan “unga og efnilega Bandaríkjamann” og
tilvonandi ten!gdason yðar. Það getur skeð, að þér
vitið alt um hann. En það getur skeð þér vitið það
t ekki.”
Wagner lét á sig gleraugun og leit á blöðin.
En hann hafði ekki lesið mikið, áður en svipur hans
breyttist töluvert. Hann starði með opinn munn-
inn á það sem þar var prentað og hendurnar á hon-
um skulfu æði mikið. “Lee Ying, hinn auðugi kaup-
maður á Mott stræti.” “Hneyksli í Eastern háskól-
anum.” Þar voru myndir af Sam og ungri stúlku
með brúðuandlit og enn fleiri grunsamlegar fyrir-
sagnir með feitu letri. En Wagner las ekki mikið
af þessu. Hann kærði sig ekkert um það.
“Hamingjan góða!” hrópaði hann o'g beindi svo
nokkrum æði nærgöngulum spurningum að gesti
sínum, stakk síðan blöðunm í vasa sinn og fór að
ganga um gólf og var sjáanlega í versta skapi. Eftir
dálitla stund, hætti hann að ganga um gólf og
horfði rannsakandi augum á Miss Hart, og það
þannig, að hún ýmist roðnaði eða fölnaði.
“Þér segið, að þér hafið verið trúlofaðar þess-
um Kínverja?”
“Eg sagði, að hann hefði beðið mig að giftast
sér.”
“Já, einmitt það. Og hann kostar veru yðar í
París? Hvers vegna, má ég spyrja, komuð þér
hingað til að gæða mér á þessu?”
“Til þess hefi eg mínar eigin ástæður. Eg
ímyndaði mér, að þér vilduð fá að vita sannleik-
ann—”
“Já, auðvitað. Mér bara geðjast ekki að þess-
um yðar ‘eigin ástæðum’. Mér koma ekkert við
yðar eigin kenjar. Jæja, ungfrú góð, ef þér þurfið
ekki á þessum blöðum að halda, þá vil eg gjarnan
hafa þau, en nú held eg að það sé langbezt fyrir
yður að fara. Þér finnið lyftivélina til hægri
handar, þegar þér komið út í ganginn.”
Með þessum orðum sneri hann sér frá hnni
og fór inn í svefnherbergi sitt. Þegar hann var
orðinn einn, voru það óþvegin orð, sem hann lét út
úr sér.
Sendið korn yðar
tii
UNITED GRAIN growers t-
Bank of Hamilton Chambers Lougheed Building
WINNIPEG CALGARY
Fáið beztu tryggingu sem hugsanleg er